Fleiri fréttir

Biðst af­sökunar á ó­sannindum um borgar­stjóra

Bolli Kristinsson athafnamaður, sem lengi var kenndur við verslunina 17, hefur beðist afsökunar á því að hafa farið með rangfærslur í myndbandi sem Björgum miðbænum birti á dögunum og talsett er af Vigdísi Hauksdóttir borgarfulltrúa Miðflokksins.

Of margir í pottinum á Akureyri og aðgengi að lauginni lokað

Lögreglan á Norðurlandi eystra hélt úti sérstöku eftirliti með veitingastöðum og hótelum hvað varðar sóttvarnir um helgina. Þá hafði lögreglan afskipti af sundlaugargestum í Sundlaug Akureyrar eftir að tilkynning barst um að heldur þétt væri setið í heita pottinum og var aðgengi að sundlauginni lokað það sem eftir lifði dags að kröfu lögreglu.

Ljós­­myndari hafði betur gegn ríkis­skatt­­stjóra í deilu um lokunar­styrk

Rán Péturs Bjargardóttir, ljósmyndari, hafði betur gegn ríkisskattstjóra í deilu um það hvort hún ætti rétt á lokunarstyrk. Yfirskattanefnd úrskurðaði að hún ætti rétt á styrknum þar sem hún sérhæfir sig í myndatökum af nýburum. Taldi nefndin að starfsemin teldist til þeirra sem fela í sér sérstaka smithættu.

Sitja fastir í sóttkví um borð í bát eftir að skipverji greindist með veiruna

Níu skipverjar sitja nú í sóttkví um borð í línubátnum Fjölni GK sem liggur við bryggju í Grindavík eftir að skipverji greindist með covid-19. Skipverjinn sem um ræðir hafði nýverið komið til landsins frá útlöndum og hafði greinst neikvæður í fyrri sýnatöku á landamærum. Hann var þó nýmættur til vinnu og búinn að heilsa þremur öðrum skipverjum þegar hann fékk svar um að sýni greindist jákvætt eftir seinni skimun.

Fór úr mjaðmarlið og beið í níutíu mínútur í kuldanum

Þórður Mar Árnason má ekkert stíga í fótinn næstu sex vikurnar eftir að hafa farið úr mjaðmarlið í vélsleðaslysi á Tröllaskaga þann 15. janúar síðastliðinn. Hann þakkar fyrir að hafa ekki fengið vélsleðann ofan á sig þar sem hann rúllaði niður bratta fjallshlíð. Eða að æð hafi ekki farið í sundur í fæti hans. Þá hefði fátt komið í veg fyrir að honum hefði blætt út.

Aldrei eins mörg vopnuð útköll

Sérsveitin hefur aldrei sinnt eins mörgum vopnuðum útköllum og á síðasta ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir heiftuga umræðuna hafa áhrif. Hún hefur sjálf fengið hótanir í starfi sínu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að sérsveitin hefur aldrei sinnt eins mörguðum vopnuðum útköllum og á síðasta ári. Ríkislögreglustjóri telur orðræðuna espa fólk í að sýna af sér ógnandi tilburði.

Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri í Víglínunni

Borgarstjóri og ríkislögreglustjóri verða gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag til að ræða nýlegar skotárásir á bíl borgarstjórans og skrifstofur stjórnmálaflokka. Áhrif kórónuveirukreppunnar á borgina verða einnig til umræðu ásamt stefnumörkun ríkislögreglustjóraembættisins.

Segir mynd­bandið hafa fært til mörkin í ís­lenskri pólitík

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa upplifað erfiðar tilfinningar í kjölfar þess að skotið var með byssu á bíl hans. Hann hafi ýtt því frá sér að göt á bílnum utanverðum hafi verið eftir byssukúlur. Hann segir að áróðursmyndband þar sem heimili hans var sýnt hafa vakið hjá sér óhug.

Hefur áhyggjur af því að fólk hætti að þora að tjá sig

Ellen Calmon, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, segir hljóðið í félagsmönnum þungt eftir að skotið var á bíl borgarstjóra. Hún hefur áhyggjur af því atvikið leiði til þess að fólk hætti að þora að tjá sínar skoðanir.

„Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“

Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf heyrum við í utanríkisráðherra sem segir brýnt að taka hótanir alvarlega þó þeim sé í undantekningartilfellum fylgt eftir.

Sér­fræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun

Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun.

Tveggja til tólf stiga frost

Búast má við hægum vindi og björtu veðri í dag, en austan- og suðaustan strekkingi með suðurströndinni. Mögulega er von á éljum sunnan- og vestanlands. Áfram verður kalt í veðri, tveggja til tólf stiga frost.

Grunaðir um líkams­á­rás og vopna­laga­brot

Tilkynnt var um líkamsárás í Árbæ upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrír menn voru handteknir grunaðir um árásina og brot á vopnalögum.

Samfylkingin í Reykjavík fordæmir árásirnar

Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fordæmir þær árásir sem starfsstöðvar stjórnmálaflokka á Íslandi hafa orðið fyrir síðustu misserin sem og skotárás sem gerð var á einkabíl borgarstjóra.

Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur.

VG fordæmir skotárásirnar

Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka.

204 brautskráðir frá HR

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við tíu hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag. Vegna samkomutakmarkanna var hátíðinni skipt upp í minni athafnir þar sem að hámarki tuttugu voru brautskráðir í hverri athöfn.

Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar

Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær.

„Þetta heldur áfram að líta vel út“

Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir stöðuna með tilliti til kórónuveirufaraldursins líta vel út hér á landi, en lítið megi út af bregða.

Allir út í garð að telja fugla um helgina

Fuglavinir eru hvattir til að fylgjast með öllum fuglum sem koma í garðinn þeirra um helgina og skrá niður tegundir og fjölda því Garðfuglahelgi Fuglaverndar stendur nú yfir. Stari og snjótittlingar eru algengastir í görðum landsmanna á þessum tíma árs.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. Við segjum frá málinu í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 

800 manns í Hlíðarfjalli í dag

Mikið er um að vera í Hlíðarfjalli á Akureyri en fjöldi fólks nýtur sín þar nú um helgina á skíðum. Veðurskilyrði eru einstaklega góð, hægur vindur er á svæðinu og níu stiga frost. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins, segir að slík umferð hafi ekki verið á svæðinu frá því í mars í fyrra.

Downs-fé­lagið kallar eftir að­gerðum heil­brigðis­ráð­herra í ljósi ógn­vekjandi töl­fræði

Rannsókn bendir til að fullorðnir einstaklingar með Downs-heilkenni séu fimm sinnum líklegri en aðrir til að verða lagðir inn á sjúkrahús ef þeir sýkjast af Covid-19 og tíu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjúkdómsins. Stjórn Downs-félagsins hefur ítrekað óskað eftir því að fólk með Downs-heilkenni færist ofar í forgangsröðun við bólusetningu en ekki haft erindi sem erfiði.

Sjá næstu 50 fréttir