Fleiri fréttir

Hæstiréttur sendir vinnuslys aftur í Landsrétt

Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar í máli starfsmanns sem slasaðist við vinnu í álvinnslu á Grundartanga. Hæstiréttur telur að Landsrétti hafi borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann þegar málið var tekið fyrir á því dómstigi.

Fimmtán milljóna sekt vegna Airbnb-útleigu

Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að kona sem leigði út gistirými í gegnum Airbnb þurfi að greiða tæplega fimmtán milljóna króna sekt fyrir að hafa vanrækt að telja fram í skattframtölum sínum tekjur af útleigu húsnæðis til ferðamanna á árunum 2016, 2017 og 2018.

Þingfundi slitið laust eftir klukkan tvö í nótt

Bryndís Haraldsdóttir varaforseti Alþingis sleit þingfundi laust eftir klukkan tvö í nótt þegar umræðum um annars vegar fimm ára samgönguáætlun og hins vegar fimmtán ára samgönguáætlun var frestað.

Styrkur skjálftanna fer dvínandi

Jarðhræringar héldu áfram í Tjörnesbrotabeltinu í nótt en styrkur skjálftanna út af Eyjafirði hefur farið dvínandi.

Ekki verið sýnt fram á skað­semi 5G á heilsuna

Ekki hefur verið sýnt fram á að 5G hafi skaðleg áhrif á heilsuna svo lengi sem styrkur rafsegultíðninnar er undir viðmiðunarmörkum sem gilda segir Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins.

Loka bæjar­miðlinum í mót­mæla­skyni

Staðarmiðlinum Búðardalur.is hefur verið lokað í mótmælaskyni vegna breytingu á aðalskipulagi sem heimilar að vindmyllur verði reistar á hluta jarða Sólheima og Hróðnýjarstaða í Laxárdal.

„Ég þorði ekki að segja neinum, ég vildi það ekki“

Gísli Már Helgason er Ólafsfirðingur og fimm barna faðir sem hefur búið í Svíþjóð síðastliðin 23 ár. Hann flutti frá Íslandi eftir röð áfalla sem gerðu það að verkum að honum fannst sér ekki vært þar lengur og vildi komast burt í nýtt umhverfi.

Besta vörnin við lús­mýi sér­stök flugna­net

Borið hefur á því undanfarið að fólk hafi orðið vart við lúsmý að nýju. Lúsmýið olli miklu fjaðrafoki hér á landi síðasta sumar og var það svo á tímabili að ekki fengust lyf við flugnabitum í apótekum vegna eftirspurnar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður meðal annars farið yfir jarðskjálftahrinuna sem hefur verið út af Norðurlandi síðan á föstudag. Þá verður fjallað um sögulegt samkomulag sem afstýrði verkfalli hjúkrunarfræðinga á síðustu stundu og margt fleira.

Fundi flug­freyja og Icelandair lokið

Fundi samninganefnda flugfreyja og Icelandair er nú lokið. Hann hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni klukkan 9:30 í morgun. Boðað hefur verið til annars fundar á morgun klukkan hálf tíu.

Rannsókn lokið og allir sektaðir nema einn

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á málum 11 einstaklinga sem grunaðir voru um brot á sóttvarnalögum með því að hafa ekki fylgt reglum um sóttkví er lokið.

Vísa sjö Rúmenanna úr landi

Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví.

Ræða forsendur kjarasamninga á formannafundi

Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að stjórnvöld hafi ekki staðið við nokkur stór mál sem samið var um í lífskjarasamningunum. Forsendur kjarasamninga verða á dagskrá formannafundar ASÍ sem nú stendur yfir. Drífa á von á hreinskiptum umræðum.

Lík­fundur í smá­báta­höfninni ekki saka­mál

Andlát karlmanns, sem fannst í berginu við smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík í gær, er ekki rannsakað sem sakamál, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Eliza búin að kjósa

Eliza Reid, forsetafrú Íslands, er búin að kjósa í forsetakosningum næstu helgar. Hún greiddi utankjörfundaratkvæði í Smáralind í morgun.

Ekkert lát á skjálftavirkni í nótt

Jörð skalf áfram norðan heiða í nótt og var einn þeirra 3,3 stig. Annars hafa fáir farið yfir þrjú stig, miðað við töflu Veðurstofunnar.

Óvenjuleg lausn undir óvenjulegum kringumstæðum

Fyrirhuguðu verkfalli hjúkrunarfræðinga sem átti að hefjast í fyrramálið var afstýrt seint í kvöld þegar samkomulag náðist um miðlunartillögu sem Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari lagði fram til samninganefnda Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og ríkisins.

Sjá næstu 50 fréttir