Fleiri fréttir

Skimun gengið vel en einum snúið við til London

Yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir að fyrsta lota skimunar á farþegum sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun hafi gengið vel. Einum var snúið við á Keflavíkurflugvelli, en hann uppfyllti ekki skilyrði til að fara yfir landamærin.

Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun

Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London.

Brutu sótt­varnalög til að láta vita af breyttum dvalar­stað

Fimm erlendir aðilar brutu um klukkan tvö í nótt sóttvarnalög þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð til að tilkynna um breyttan dvalarstað. Aðilarnir áttu allir að vera í sóttkví þar til síðar í mánuðinum samkvæmt dagbók lögreglu.

Tálgar fugla og rúntar um á rafmagnshlaupahjóli sínu 80 ára gamall

„Ég hætti ekkert að tálga fugla á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi“, segir Úlfar Sveinbjörnsson, áttræður útskurðarmeistari, sem skera út fugla úr íslensku birki alla daga á Selfossi. Þegar hann er ekki að skera út skellir hann sér á rafmagnshlaupahjólið sitt.

Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga

Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag.

Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi

Það er greinilegt að þjóðin notaði tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum. Þá má greina á framboði húsgagna hjá Góða hirðinum að margar íbúðir hafi dottið úr skammtímaleigu og húsmunir verið hreinsaðir út úr þeim.

Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun.

Mennirnir tveir ekki smitaðir

Rúmensku mennirnir tveir sem fundust á hótelum á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögregla lýsti eftir þeim reyndust ekki vera smitaðir af kórónuveirunni samkvæmt niðurstöðu úr sýnatöku. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Lýsa enn eftir Pioaru Alexandru Ionut

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir rúmenskum karlmanni, Pioaru Alexandru Ionut, sem kom til landsins fyrripart síðustu viku í sex manna hópi.

Nýr Landsbanki sprottinn upp úr jörðinni

Það styttist í að nýbygging Landsbankans verði að fullu risin í miðborginni og að starfseminn verði flutt úr þrettán eignarbyggingum og leiguhúsnæði. Um þriðjungur byggingarinnar verður leigður eða seldur til annarra aðila.

Þetta eru mennirnir sem lögreglan lýsir eftir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti rétt í þessu Facebook-færslu þar sem birtar eru myndir af tveimur þeirra þriggja manna sem lýst er eftir vegna gruns um að þeir séu smitaðir af kórónuveirunni.

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 við Grindavík

Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð á níunda tímanum í kvöld um 3,7 kílómetrum norður af Grindavík. Mælingar benda til þess að landris sé hafið við fjallið Þorbjörn að nýju.

„Best að hlaupa með mömmu“

Kvennahlaupið fór fram á sjötíu stöðum á landinu í dag og segja mæðgur sem tóku þátt í hlaupinu samveruna vera hápunkt dagsins.

Sjá næstu 50 fréttir