Fleiri fréttir

Ríkið vill byggja nýja flugstöð í Reykjavík

Samgönguráðherra vonast til að hægt verði að bjóða út smíði nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli fyrir áramót. Tillaga um að Isavia semji við Air Iceland Connect um að taka yfir verkefnið var kynnt í ríkisstjórn í morgun.

Allir þurfa að vera með andlitsgrímur

Dómsmálaráðherra segir að fleiri ferðamenn virðist vera væntanlegir til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifsstöð.

Mann­leg mis­tök or­sök strands við Helgu­vík

Orsök strands sementsflutningaskipsins Fjordvik, sem strandaði við Helguvík þann 3. nóvember 2018, eru mistök við stjórn skipsins sem rekja má til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs milli hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu þess.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dómsmálaráðherra segir líklega von á fleiri ferðamönnum til landsins næstu tvær vikurnar en búist var við. Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að vera með andlitsgrímur á leið til landsins og í Leifstöð.Kv

Hagar áttu ekki for­kaups­rétt á Korpu­torgi

Hagar höfðuðu mál á hendur SMI og Korputorgi og kröfðust þess að viðurkennt yrði að forkaupsréttur félagsins að eignarhluta í verslunareiningu sem Hagar höfðu á leigu hefði orðið virkur þegar kaupsamningur um fasteignina komst á milli SMI og Korputorgs.

Tíu ár fyrir til­raun til mann­dráps

Landsréttur hefur dæmt Sigurð Sigurðsson í tíu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í árás sem gerð var í heimahúsi í Neskaupstað síðasta sumar.

Ís­lendingar fá að gista í Köben eftir allt saman

Íslendingar, Þjóðverjar og Norðmenn sem ferðast til Danmerkur í sumar fá að gista í Kaupmannahöfn eftir allt saman. Frá þessu greindi danski dómsmálaráðherrann á fréttamannafundi nú eftir hádegi.

Koma á fót ferða­á­byrgða­sjóði

Stjórnvöld vinna nú að því að koma sérstökum ferðaábyrgðasjóði sem mun hafa það hlutverk að greiða neytendum fyrir ferðir á vegum ferðaskrifstofa sem felldar voru niður á tímabilinu 12. mars síðastliðinn til loka þessa mánaðar.

Stuðningsmenn Guðna gætu reynst værukærari og munurinn minnkað

Sökum yfirburðarstöðu sitjandi forseta í könnunum gætu stuðningsmenn hans reynst værukærari og síður mætt á kjörstað, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Það sé eitt það helsta sem gæti hnikað til stöðunni á kjördag. Hann segir mótframboðið tengjast þjóðernispopúlisma sem njóti vaxandi fylgis víða um heim.

Vika frá síðasta smiti

Enn eru þrjú virk kórónuveirusmit hér á landi en ekkert nýtt smit greindist milli daga. Nýtt smit greindist síðast fyrir viku síðan.

Veittist að leigu­bíl­stjóra

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út á sjöunda tímanum í morgun eftir að leigubílstjóri óskaði aðstoðar eftir að maður hafði veist að honum og rokið út úr bílnum án þess að borga fyrir farið.

Ráðast í átak gegn ör­bylgju­­loft­netum

Póst- og fjarskiptastofnun hyggst í sumar í samstarfi við fjarskiptafélögin ráðast í átak til að vinna bug á ítrekuðum truflunum sem hafa orðið á farsímasambandi á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns

Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.

Stuðningsfulltrúinn dæmdur í fimm ára fangelsi

Fyrrverandi stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur var í gær dæmdur í fimm ára fangelsi af Landsrétti fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa brotið á fjórum börnum og einum ungum pilti en var sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

„Þetta var í senn skemmti­legt og sorg­legt”

Grétar Þór Eyþórsson, professor við Háskólann á Akureyri, segir forsetaframbjóðandann Guðmundur Franklín Jónsson ekki hafa komið málefnanlega frá sjónvarpskappræðunum á Stöð 2 í kvöld. 

Sjá næstu 50 fréttir