Fleiri fréttir

Bergþór segir sitt uppgjör fara fram gagnvart kjósendum

Forsætisnefnd Alþingis staðfesti nú síðdegis þá niðurstöðu siðanefndar þingsins að Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum á barnum Klaustri í nóvember í fyrra. Hvorugur þeirra hyggst segja af sér þingmennsku. Bergþór segir að hann verði dæmdur af kjósendum en ekki pólitískt skipaðri siðanefnd.

Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni

Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir.

Tollkvóti fyrir lambahryggi ekki opnaður

Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu en þar segir að rannsókn nefndarinnar undanfarna daga hafi leitt í ljós að skilyrði 65. greinar A búvörulaga eru ekki uppfyllt.

Stoð­þjónustu vantar fyrir skóla í strjál­býlli byggð

Skólakerfið á strjálbýlli stöðum á landsbyggðinni hefur ekki aðgang að nauðsynlegri stoðþjónustu eins og fræðsluskrifstofu, sálfræðingum eða öðrum sérfræðingum segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

"Þjóðvegurinn er dálítið eins og dansgólf“

"Við erum með stóra bíla, við erum litla bíla, við erum með mótorhjól. Við erum með bíla með hjólhýsi, við erum með reiðhjólamenn. Allir eru að nota sama dansgólf og það er ekkert stórt. Það þurfa allir sitt pláss. “

Vilja draga úr dauðaslysum

Áverkar á stórum æðum líkamans, þá helst ósæð, eru ein helsta dánar­orsök í umferðarslysum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn íslenskra vísindamanna, sem vona að niðurstöðurnar geti bjargað mannslífum.

Trúfélag án skráðra meðlima er möguleiki

Ekki er gerð krafa um að trú- eða lífsskoðunarfélagsmeðlimir séu skráðir í við­komandi félag hjá Þjóðskrá. Í raun getur því trú- eða lífsskoðunarfélag verið til án þess að nokkur sé skráður í það. Lögin eru úrelt og eftirfylgni lítil.

Lúsmý sækir í Vinstri græn en forðast Pírata

Rúmur fimmtungur landsmanna hefur verið bitinn af lúsmýi á síðustu tólf mánuðum samkvæmt nýrri könnun. Stuðningsmenn Vinstri grænna eru mun líklegri til að hafa verið bitnir af lúsmýi heldur en stuðningsmenn Pírata.

Umboðsmaður rekur eftir svari frá Seðlabanka

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., hefur leitað liðsinnis Umboðsmanns Alþingis vegna erinda sem hann hefur ítrekað sent Seðlabanka Íslands á undanförnum mánuðum en ekki fengið svör við.

Sjá næstu 50 fréttir