Fleiri fréttir

Segir skilið við Ísland og stofnar munaðarleysingjahæli

Eftir að hafa starfað sem sjálfboðaliði á munaðarleysingjahæli í Afríku ákvað tuttugu og sjö ára gömul kona úr Hafnarfirði að stofna heimili fyrir yfirgefin börn í Keníu, sem hún stefnir á að opna síðar á þessu ári.

Erfiðara að eignast barn með sjaldgæfan sjúkdóm hér en í nágrannalöndunum

Faðir níu ára gamallar stúlku, sem er sú eina á Íslandi sem þjáist af taugasjúkdóminum AHC, segir að mun erfiðara sé að eignast barn með sjaldgæfan sjúkdóm á Íslandi en í nágrannalöndum okkar. Viðeigandi þekking sé ekki til staðar og því hafi fjölskyldan oft íhugað að flytja úr landi.

Líkamsrækt dró úr einkennum geðklofa

Kristjana Ósk Sturludóttir starfar með ungu fólki með geðklofa á Laugarás, meðferðargeðdeild. Rannsókn hennar á áhrifum hreyfingar á einkenni geðklofa hjá ungu fólki leiddi í ljós að það dró úr neikvæðum áhrifum geðklofa.

Átján milljarðar í framkvæmdir á næstu tveimur árum

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var gestur á útboðsþingi Samtaka iðnaðarins sem haldið var á föstudag og kynnti þar verklegar framkvæmdir Reykjavíkurborgar á þessu ári. Framkvæmda- og fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar hljóðar upp á 8,7 milljarða í ár og fer upp í 9,3 milljarða á næsta ári.

Mál staflast upp á borði yfirvalda

Mál á borði Samkeppniseftirlitsins er varða Íslandspóst eru um tíu talsins. Nú eru mál fyrirtækisins í sáttameðferð hjá samkeppnisyfirvöldum sem er langt komin. Ekkert dregur þó úr áralangri gagnrýni á rekstur fyrirtækisins og fullyrt að sterk staða þess

Samdráttur er í aflaverðmæti á milli ára

Aflaverðmæti hefur dregist saman um 12,4 prósent á tólf mánaða tímabili, frá desember 2013 til nóvember 2014. Aðeins þorskur, makríll og humar jukust að verðmætum á milli ára. Aðrar tegundir gáfu af sér minna verðmæti.

Hálka víða um land

Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og Sandskeiði en hálkublettir í Þrengslum og hálka á Lyngdalsheiði.

Ók á tólf ára dreng í Hlíðunum og stakk af

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leiltar nú að ökumanni sem ók á gangandi tólf ára pilt á gatnamótum Stigahlíðar og Bogahlíðar laust upp úr klukkan níu í gærkvöldi. Pilturinn segist hafa verið á leið yfir gatnamótinn þegar fólksbíl bar að og ók á hann þannig að hann kastaðist í götuna, en ökumaðurinn hafi stungið af.

Geta ekki sinnt þjónustu við fatlað fólk

Fjórðungssamband Vestfjarða óskar eftir viðræðum við velferðarráðuneytið um að ríkið taki við málaflokki fatlaðs fólks á Vestfjörðum úr höndum sveitarfélaga.

Forvarnir gegn heimilisofbeldi

Samstarfsteymi vegna heimilisofbeldis sem skipað var af Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun í dag standa fyrir námskeiði á Eskifirði um forvarnir og aðgerðir gegn heimilisofbeldi.

Kona barin til dauða í Nígeríu

Múgur manns barði unga konu til dauða í Bauchi í norðausturhluta Nígeríu í gær.Haldið var að hún ætlaði að svipta sig lífi í sjálfsmorðssprengjuárás.

Útilokað að koma í veg fyrir meiriháttar loftslagsbreytingar

Forstöðumaður loftslagsstofnunar NASA, bandarísku geimferðar-stofunarinnar, segir nánast útilokað að koma í veg fyrir meiriháttar loftslagsbreytingar á næstu áratugum. Ríki heims geti þó með samstilltum aðgerðum hægt verulega á þessu ferli.

Fékk sögufrægt hálsmen í stúdentsgjöf

Biðröð myndaðist í Þjóðminjasafninu í dag þegar fólki var gefinn kostur á að koma með gamla gripi til greiningar. Margir forvitnilegir hlutir komu á borð sérfræðinga safnins þar á meðal hálsmen sem gæti hafa verið í eigu Ingibjargar Einarsdóttur konu Jóns Sigurðssonar forseta.

Embættismenn draga lappirnar í sveppunum

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er skylt að fella niður tolla þegar það er skortur. Það hefur hann ekki gert og ráðuneytið svarar ekki erindi dreifingaraðila.

Reykræsta íbúð í Grafarvogi

Slökkviliðið var kallað út á fjórða tímanum í dag vegna reyks sem barst út um glugga á íbúð í fjölbýlishúsi.

Sjá næstu 50 fréttir