Fleiri fréttir

Minna fulltrúa á siðareglur vegna áfrýjunar

Meirihluti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir óskiljanlegt að fulltrúar minnihluta M-listans hafi setið hjá þegar ákveðið var að áfrýja héraðsdómi um eignarrétt í Dyrahólaey til Hæstaréttar.

Strandlengjan farin og fornminjar með

Fornleifar við Gufuskála eru stórskemmdar eftir að hafrót braut stóra spildu úr strandlengjunni. Fullyrt er að minjarnar hefðu ekki tapast ef ekkert hefði verið grafið á staðnum. Stenst ekki skoðun, segir aðstandandi rannsóknarinnar.

Með efnin falin innanklæða

Íslenska konan, sem var handtekin á Schiphol-flugvelli í síðustu viku, var með efnin falin innan klæða samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hollandi.

Gullmerki fyrir lítinn launamun kynjanna

Fljótsdalshérað hefur fengið gullmerki frá PWC fyrir mjög góða útkomu í könnun fyrirtækisins á kynbundnum launamun hjá sveitarfélaginu.

Koma má í veg fyrir andlát fólks með stökkbreytingu í BRCA2-geni

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að nýta eigi dulkóðuð gögn Íslenskrar erfðagreiningar til að upplýsa þá Íslendinga sem bera stökkbreytingu í BRCA2-geni. Deilt er um útfærslur þess að láta fólk vita hvort það sé arfberar.

Telja snjómoksturinn ekki boðlegan

„Sýnilegt er að tækjakostur Vegagerðarinnar annar engan veginn því álagi og snjómagni sem nú er,“ segir bæjarstjórn Vesturbyggðar sem „lýsir áhyggjum vegna þess ástands sem upp er komið í snjómokstursmálum á sunnanverðum Vestfjörðum“.

Strandlengjan farin og fornminjar með

Fornleifar við Gufuskála eru stórskemmdar eftir að hafrót braut stóra spildu úr strandlengjunni. Fullyrt er að minjarnar hefðu ekki tapast ef ekkert hefði verið grafið á staðnum. Stenst ekki skoðun, segir aðstandandi rannsóknarinnar.

Illviðri tefja siglingar sólarhringum saman

Farmur hefur tapast af tveimur skipum Eimskips í vetur í illviðrum á siglingaleiðinni milli Íslands og Evrópu. Vistin um borð í skipunum hefur verið mjög erfið. Siglingartíminn lengist um sólarhringa. Persónulegir hlutir hafa ekki tapast.

Tónskólar fá styrk vegna veikinda

Tónskóli Eddu Borg og Tónskóli Hörpu hafa fengið samþykktar beiðnir sínar til Reykjavíkurborgar um framlag vegna langtímaveikinda kennara og stjórnenda.

Óljóst hver slökkti á interneti Norður-Kóreu

Norður-Kórea hafði ekki aðgang að internetinu í um níu tíma í fyrradag. Einungis æðstu yfirmenn landsins hafa aðgang að internetinu vegna strangrar ritskoðunar. Spjótin beinast að Bandaríkjunum eða Kína.

Spá rólegu veðri um jólin

Hálka og hálkublettir eru víða um land en búist er við ágætisveðri næstu daga. Fjölmargir munu vera á ferðinni um vegi landsins um hátíðarnar.

„Þetta er brot á dýraverndarlögum“

Lögfræðingur með dýrarétt sem sérsvið segir að eigendur og umsjónarmenn hestanna sem drukknuðu í Bessastaðatjörn í síðustu viku hafi orðið uppvísir að hirðu- og kæruleysi.

Sæði Kölska var vinsælast

Sæðistöku á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands er lokið. Alls voru sendir skammtar í liðlega 22.000 ær.

Undirbúningur að námi ekki hafinn

Fangelsið á Hólmsheiði er langt komið í byggingu en undirbúningur vegna náms fanga í fangelsinu er ekki enn hafinn. Forstöðumaður á Litla-Hrauni gagnrýnir seinaganginn en fangelsismálastjóri segir að námið verði tryggt og staða fanga batni.

Fá skip á sjó

Nú eru aðeins 67 skip á sjó umhverfis landið þannig að flestir sjóimenn eru komnir í jólafrí.

GPS tækið vísaði ferðamönnum á Nesjavallaleið sem er lokuð

Björgunarsveitarmenn þurftu að aðstoða tvo erlenda ferðamenn sem höfðu fest bíl sinn á Nesjavallaleið upp úr miðnætti, en leiðin er merkt lokuð. Fólkið sem var á leið frá Reykjavík og ætlaði í Hótelið á Nesjavöllum, bað GPS tækið í bílaleigubílnum um leiðbeiningar um stystu leið þangað og vísaði tækið fólkinu á Nesjavallaleiðina.

Tuttugu gámar fóru í hafið af Dettifossi

Engan úr áhöfn flutningaskipsins Dettifoss sakaði þegar skipið fékk á sig brotsjói á milli Færeyja og Íslands í gærkvöldi með þeim afleiðingum að samtals tuttugu 40 feta gámar losnuðu af skipinu og fóru í hafið.

Það á enginn að þurfa vera einn á aðfangadagskvöld

Fjölmargir mæta í hátíðarkvöldverð Hjálpræðishersins á aðfangadagskvöld en meirihluti hópsins er einstæðingar og heimilislaust fólk. Í Konukoti verður opnunartími lengdur yfir hátíðarnar en ekki í Gistiskýlinu.

Banaslys í umferðinni ekki færri síðan skráning hófst

Fjórir hafa látist í þremur banaslysum það sem af er ári. Banaslys hafa ekki verið jafn fá síðan skráning hófst árið 1966. Rannsóknarstjóri umferðarslysa segir umferðarhraða hafa lækkað og framanákeyrslum fækkað.

Óttast stórbruna og loka bílakjallara í Hamraborg

Slökkviðliðið missti þolinmæðina og mun loka bílageymslu í Hamraborg 14 til 38 vegna bágra eldvarna. Hætt var við uppsetningu vatnsúðarakerfis. Kópavogsbær segir meðeigendur sína að fullu ábyrga fyrir stöðu mála.

Fingralöng fór ránshendi um spítalann

Kona í annarlegu ástandi náði að ganga óáreitt um Landspítalann í nokkra klukkutíma íklædd starfsmannafatnaði. Komst hún yfir margvíslega muni áður en hún náðist. Fór bæði í byggingar spítalans í Fossvogi og á Hringbraut.

Sjá næstu 50 fréttir