Fleiri fréttir

Best að eldast í Noregi - Ísland í sjöunda sæti

Noregur hefur tekið við af Svíþjóð sem það land þar sem best er að eyða elliárunum. Um er að ræða árlegan lista frá samtökunum HelpAge International og þar er löndum raðað eftir því hvernig þau koma út á ýmsum mælikvörðum sem hafa áhrif á lífsgæði eldri borgara.

Viðurkenna að orðalagið eigi sér ekki stoð í lögunum

Öryrkjabandalagið leitaði til umboðsmanns Alþingis fyrir hönd þroskaskertrar konu um þrítugt vegna úrskurðar Úrskurðarnefndar almannatrygginga sem staðfesti ákvörðun Tryggingastofnunar um að konan ætti rétt til örorkulífeyris frá þeim tíma sem hún sótti um en ekki líka tvö ár aftur í tímann eins og lögin heimila.

Deilt um Facebook-hegðun saksóknara

Verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í lekamálinu, segir saksóknara vanhæfan í málinu vegna þess að hann „lækaði“ við færslu á Facebook.

Adolf gefur ekki kost á sér áfram

Adolf Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gullbergs á Seyðisfirði, hefur tilkynnt stjórn LÍÚ að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Sakaður um að stinga sektargreiðslum í eigin vasa

Lögreglumaðurinn við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði, sem grunaður er um alvarlegt brot í starfi, er talinn hafa stungið sektargreiðslum í eigin vasa. Um er að ræða sektir sem erlendir ferðamenn greiddu í reiðufé.

Aukin mengun við Mývatn

Fólki er ráðlagt að halda sig innandyra, loka gluggum og forðast óþarfa útiveru.

Þrumur og eldingar víða í nótt

Óvenju mikið var um þrumur og eldingar yfir landinu í nótt en ekki er vitað til að tjón hafi hlotist af. Mestur var ljósagangurinn yfir Suður- og Suðausturlandi og fylgdi þessu víða úrhellisrigning eða slydda, og sumstaðar haglél.

Nokkur þúsund urðu fyrir árás tölvuþrjóta

Netárásir erlendis frá sýna þess merki að tölvuþrjótar vanda sig nú meira en áður –ekki síst við að koma gylliboðum sínum á framfæri á frambærilegri íslensku. Almenn snjallsímaeign gerir fólk berskjaldaðra fyrir árásum en áður var.

Geir spenntur fyrir Washington

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hlakka til að taka við stöðu sendiherra í Washington en stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa samþykkt skipun hans í embættið.

Tók myndband af fisflugvél hrapa

Gat á nýrri eldsneytisleiðslu og röng viðbrögð flugmanna við ofrisi leiddu til þess að lítil fisflugvél hrapaði til jarðar og flugkennari og nemandi fórust á Reykjanesi 20. október árið 2012. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Sjá næstu 50 fréttir