Fleiri fréttir

Árásarmaðurinn á Frakkastíg áfram í gæsluvarðhaldi

Gæsluvarðhaldsúrskurði héraðsdóms yfir karlmanni á fertugsaldri sem gefið er að sök að hafa stungið annan mann fjórum sinnum í brjósthol á Frakkastíg í ágúst síðastliðnum hefur verið framlengt um fjórar vikur, eða til 10. október næstkomandi.

Köttur hámar í sig kanínuhræið

Þegar blaðamaður og ljósmyndari Vísis voru á staðnum um klukkan 14:00 í dag var þar mættur köttur og var hann að gæða sér á hræinu

Alþjóðleg mótmæli vegna hvalveiða Íslendinga

Öll tuttugu og átta ríki Evrópusambandsins auk Bandaríkjanna, Ástralíu, Brasilíu, Ísrael, Mexíkó og Nýja Sjálands mótmæla hvalveiðum Íslendinga harðlega og afhentu ríkisstjórn Íslands undirritað erindi þessa efnis í dag.

Minkar herja á Elliðaárnar

Aldrei áður verið kvartað undan mink í grennd við árnar svo mjög og nú. Minkaplága er í Elliðaárdal.

Nauðsynlegt að bregðast við vaxandi launamun kynjanna

Kyndbundinn launamunur hefur aukist um þrjú prósentustig á síðustu misserum samkvæmt könnun Starfsmannafélags ríkisins. Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu segir margt benda til þess að launamunur fari vaxandi á ný og kallar eftir aðgerðum af hálfu ríkis og atvinnurekenda.

Byggðastofnun verði réttum megin við núll

Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, vonast til að hún verði rekin með afgangi það sem eftir er ársins. Eigið fé sé langt umfram lágmark og stofnunin muni áfram geta lánað í verkefni sem bankarnir eru tregir til að lána.

Íbúar Kópaskers haldi sig innandyra

Íbúum Kópaskers og nágrenni er ráðlagt að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka í ofnum vegna mengunar af völdum eldgossins í Holuhrauni.

Sautján ára á 144 km hraða

Sautján ára piltur mældist á 144 kílómetra hraða á Reykjanesbraut um helgina, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar.

Hvalur „veiddi“ bát

Hvalur festist í veiðarfærum línubátsins Von GK í gær og dróst báturinn með hvalnum þar sem hann synti út Norðfjörðinn.

Stór skjálfti við Bárðarbungu

Skjálfti, fimm að stærð, mældist suðaustur af Bárðarbungu rétt eftir klukkan átta í morgun. Skjálftinn er jafnframt sá stærsti þennan sólarhringinn.

Baldur bilaði í Eyjum

Breiðafjarðarferjan Baldur, sem leysir Herjólf af á meðan hann er í slipp í Svíþjóð, bilaði í Vestmannaeyjum í gær og féllu síðdegisferðirnar því niður.

Ók útaf og reyndi að stinga af á hlaupum

Lögreglan fékk tilkynningu um að bíl hafi verið ekið út af akbraut í Grafarvogi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Þegar hún nálgaðist vettvang tók ökumaðurinn til fótanna og reyndi að stinga af en lögreglumenn hlupu hann uppi.

Helmingi færri skjálftar en síðustu nótt

Á umbrotasvæðinu mældust 23 skjálftar, þar af níu í Bárðarbungu en þetta eru um helmingi færri skjálftar en voru síðustu nótt, en svipað og þarsíðustu nótt, að því er segir í skeyti frá veðurstofu.

Tuttugu prósenta hækkun launa á þriggja ára tímabili

Heildarlaun félaga í Starfsmannafélagi ríkisins hafa hækkað að meðaltali um tuttugu prósent á þriggja ára tímabili. Formaður félagsins hefur áhyggjur af þeim launalægstu, þótt mikil áhersla hafi verið lögð á að hækka laun þeirra.

Hótaði afgreiðslumanni með hnífi

Bíræfinn þjófur hótaði afgreiðslumanni með hnífi í verslun í Breiðholti laust fyrir klukkan fjögur í nótt, en átökum þeirra lauk án þess að nokkurn sakaði. Þjófurinn kom inn í verslunina með tösku og tók að tína vörur í hana.

Hafna matsmanni í nauðgunarrannsókn

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Vestfjarða um að hafna beiðni Lögreglunnar á Vestfjörðum um að dómskvaddur matsmaður verði skipaður í nauðgunarmáli sem embættið hefur til rannsóknar.

Býr eldgosið til eitraða rigningu?

Getur verið að eldgosið búi til rigningu og jafnvel úrhellisdembur? Og kannski eitraða úrkomu? Þessara spurninga spurði Kristján Már sig á gosstöðvunum og fékk athyglisverð svör á Veðurstofunni.

Sjá næstu 50 fréttir