Mistókst að móta stefnu um raflínur 2. mars 2013 05:00 Steingrímur J. Sigfússon Nefnd sem móta átti stefnu um lagningu raflína í jörð tókst ekki að ná samstöðu um stefnumótun í málaflokknum. Landsnet stefnir að því að leggjast í mikla uppbyggingu á flutningskerfi raforku á næstu árum en ekki hefur fengist botn í deilur um jarðstrengi Þeirri skoðun hefur vaxið ásmegin á síðustu árum að háspennulínur valdi óásættanlegri sjónmengun í náttúru Íslands. Fyrir vikið hefur sú krafa orðið háværari að slíkar línur verði í auknum mæli lagðar í jörð. Raunar er þegar orðin venja að notast við jarðstrengi fremur en loftlínur þegar háspennulínur með lága spennu eru lagðar enda hagkvæmari í slíkum tilfellum. Við hærri spennu eru jarðstrengir hins vegar umtalsvert dýrari. Landsnet, sem rekur flutningskerfi raforku, hefur kynnt framtíðarsýn um mikla uppbyggingu á raforkukerfinu sem þykir ekki lengur standast kröfur. Munar svo miklu á kostnaðinum við þessar línugerðir að flutningsverð raforku gæti allt að því þrefaldast ef tekin yrði ákvörðun um að framvegis yrðu allar háspennulínur lagðar í jörð. Slík hækkun myndi þýða 40% hækkun á raforkuverði. Engin pólitísk stefnumótun er hins vegar til um þessi mál eins og Landsnet hefur kvartað undan. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að eitthvað eitt fyrirtæki fari að taka ákvörðun með jafn miklar samfélagslegar afleiðingar. Það er stjórnvalda að gera það,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Til að fá botn í þessi mál samþykkti Alþingi þann 1. febrúar 2012 þingsályktunartillögu þar sem kveðið var á um skipan nefndar til að móta stefnu um lagningu raflína í jörð.Náðu ekki saman um stefnu Formaður nefndarinnar var valinn Gunnar Svavarsson, fyrrverandi alþingismaður, en auk þess áttu sæti í hópnum fulltrúar Landsnets, Landverndar, landeigenda á áhrifasvæði ráðgerðra raflína og nokkurra annarra hagsmunaaðila. Nefndin skilaði lokaskýrslu til Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra 11. febrúar. Þar eru settar fram fjórar megin tillögur sem eru kynntar hér til hliðar. Þó má segja að nefndinni hafi mistekist helsta ætlunarverk sitt því í bókun formanns segir: „Nefndin náði ekki á starfstíma sínum að leggja fram eina beina tillögu um nákvæma stefnu eða vinnutilhögun um það hvenær jarðstrengur eða loftlína skuli valin við flutning eða dreifingu á rafmagni.“ Segja má að tvö sjónarmið hafi tekist á í nefndinni. Í fyrsta lagi sjónarmið Landsnets sem Þórður Guðmundsson lýsir svo: „Við höfum talað fyrir því að allar línur á lágum spennum fari í jörðu en að við hærri spennu fari línur almennt ekki í jörðu nema sérstakar aðstæður réttlæti það. Það gætu þá verið náttúruminjar, nálægð við flugvöll og fleira í þeim dúr.“ Meta umhverfisáhrif jarðstrengja Í öðru lagi er það sjónarmið Landverndar sem vill skoða málin í víðara samhengi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, sat í nefndinni. „Við lögðum áherslu á að það yrði litið náið á þörfina fyrir að byggja raflínu og að kortlagt yrði fyrir hverja það væri gert. Því ef einungis er litið til þarfar almennings er alls ekki þörf á jafn stórum línum og sums staðar er verið að tala um,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Við lögðum einnig áherslu á að umhverfisáhrif jarðstrengja væru metin rétt eins og loftlína þannig að hægt væri að bera saman áhrifin af þessu tvennu. Í sumum tilvikum eru meiri áhrif af jarðstreng en í öðrum af loftlínu. Þá lögðum við áherslu á að litið væri til mengunarbrotareglu umhverfisréttar sem gerir ráð fyrir því að sá sem kallar á að það þurfi að byggja línu borgi fyrir hana. Þannig að ef einhver stórkaupandi raforku gerir það að verkum að leggja þarf stærri línu en ella þá borgi stórkaupandinn umframkostnaðinn.“ Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, hefur kynnt skýrsluna í ríkisstjórn og þá verður hún á næstunni rædd í viðkomandi þingnefndum.Verður að bæta öryggi Steingrímur segir að frekari vinna sé fram undan og þó nefndin hafi ekki náð utan um málin í heild sinni sé skýrslan engu að síður áfangi. Þar sé að finna samstöðu um ákveðin meginatriði sem, að hans mati, færi hlutina í rétta átt. „Ég held þó að þetta stóra og knýjandi mál þurfi frekari skoðunar við. Það þarf til að mynda að útkljá það á hvers konar áætlanagerð þessi mál eiga að byggja. Á að byggja á kerfisáætlun Landsnets og þá í breyttu umhverfi þar sem allir geta komið sínum sjónarmiðum á framfæri snemma í ferlinu? Eða á að færa þetta yfir í einhvers konar rammaáætlun? Þessari spurningu er enn ósvarað og jafnframt þeirri hvort réttast sé að færa ákvörðunarvaldið frá framkvæmdaraðilanum.“ Loks segir Steingrímur að brýnt sé að fá botn í þessi mál enda þurfi að leggjast í uppbygginu á raforkukerfinu á næstu árum. „Það þarf að mæta þörfum og halda áfram að bæta öryggi í kerfinu eins og áföll síðustu mánaða sýna okkur. Það eina sem ég get fullvissað menn um er að þessi mál verða tekin til alvarlegrar skoðunar þar sem litið verður til langrar framtíðar.“ Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Nefnd sem móta átti stefnu um lagningu raflína í jörð tókst ekki að ná samstöðu um stefnumótun í málaflokknum. Landsnet stefnir að því að leggjast í mikla uppbyggingu á flutningskerfi raforku á næstu árum en ekki hefur fengist botn í deilur um jarðstrengi Þeirri skoðun hefur vaxið ásmegin á síðustu árum að háspennulínur valdi óásættanlegri sjónmengun í náttúru Íslands. Fyrir vikið hefur sú krafa orðið háværari að slíkar línur verði í auknum mæli lagðar í jörð. Raunar er þegar orðin venja að notast við jarðstrengi fremur en loftlínur þegar háspennulínur með lága spennu eru lagðar enda hagkvæmari í slíkum tilfellum. Við hærri spennu eru jarðstrengir hins vegar umtalsvert dýrari. Landsnet, sem rekur flutningskerfi raforku, hefur kynnt framtíðarsýn um mikla uppbyggingu á raforkukerfinu sem þykir ekki lengur standast kröfur. Munar svo miklu á kostnaðinum við þessar línugerðir að flutningsverð raforku gæti allt að því þrefaldast ef tekin yrði ákvörðun um að framvegis yrðu allar háspennulínur lagðar í jörð. Slík hækkun myndi þýða 40% hækkun á raforkuverði. Engin pólitísk stefnumótun er hins vegar til um þessi mál eins og Landsnet hefur kvartað undan. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að eitthvað eitt fyrirtæki fari að taka ákvörðun með jafn miklar samfélagslegar afleiðingar. Það er stjórnvalda að gera það,“ segir Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Til að fá botn í þessi mál samþykkti Alþingi þann 1. febrúar 2012 þingsályktunartillögu þar sem kveðið var á um skipan nefndar til að móta stefnu um lagningu raflína í jörð.Náðu ekki saman um stefnu Formaður nefndarinnar var valinn Gunnar Svavarsson, fyrrverandi alþingismaður, en auk þess áttu sæti í hópnum fulltrúar Landsnets, Landverndar, landeigenda á áhrifasvæði ráðgerðra raflína og nokkurra annarra hagsmunaaðila. Nefndin skilaði lokaskýrslu til Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvegaráðherra 11. febrúar. Þar eru settar fram fjórar megin tillögur sem eru kynntar hér til hliðar. Þó má segja að nefndinni hafi mistekist helsta ætlunarverk sitt því í bókun formanns segir: „Nefndin náði ekki á starfstíma sínum að leggja fram eina beina tillögu um nákvæma stefnu eða vinnutilhögun um það hvenær jarðstrengur eða loftlína skuli valin við flutning eða dreifingu á rafmagni.“ Segja má að tvö sjónarmið hafi tekist á í nefndinni. Í fyrsta lagi sjónarmið Landsnets sem Þórður Guðmundsson lýsir svo: „Við höfum talað fyrir því að allar línur á lágum spennum fari í jörðu en að við hærri spennu fari línur almennt ekki í jörðu nema sérstakar aðstæður réttlæti það. Það gætu þá verið náttúruminjar, nálægð við flugvöll og fleira í þeim dúr.“ Meta umhverfisáhrif jarðstrengja Í öðru lagi er það sjónarmið Landverndar sem vill skoða málin í víðara samhengi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar, sat í nefndinni. „Við lögðum áherslu á að það yrði litið náið á þörfina fyrir að byggja raflínu og að kortlagt yrði fyrir hverja það væri gert. Því ef einungis er litið til þarfar almennings er alls ekki þörf á jafn stórum línum og sums staðar er verið að tala um,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Við lögðum einnig áherslu á að umhverfisáhrif jarðstrengja væru metin rétt eins og loftlína þannig að hægt væri að bera saman áhrifin af þessu tvennu. Í sumum tilvikum eru meiri áhrif af jarðstreng en í öðrum af loftlínu. Þá lögðum við áherslu á að litið væri til mengunarbrotareglu umhverfisréttar sem gerir ráð fyrir því að sá sem kallar á að það þurfi að byggja línu borgi fyrir hana. Þannig að ef einhver stórkaupandi raforku gerir það að verkum að leggja þarf stærri línu en ella þá borgi stórkaupandinn umframkostnaðinn.“ Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, hefur kynnt skýrsluna í ríkisstjórn og þá verður hún á næstunni rædd í viðkomandi þingnefndum.Verður að bæta öryggi Steingrímur segir að frekari vinna sé fram undan og þó nefndin hafi ekki náð utan um málin í heild sinni sé skýrslan engu að síður áfangi. Þar sé að finna samstöðu um ákveðin meginatriði sem, að hans mati, færi hlutina í rétta átt. „Ég held þó að þetta stóra og knýjandi mál þurfi frekari skoðunar við. Það þarf til að mynda að útkljá það á hvers konar áætlanagerð þessi mál eiga að byggja. Á að byggja á kerfisáætlun Landsnets og þá í breyttu umhverfi þar sem allir geta komið sínum sjónarmiðum á framfæri snemma í ferlinu? Eða á að færa þetta yfir í einhvers konar rammaáætlun? Þessari spurningu er enn ósvarað og jafnframt þeirri hvort réttast sé að færa ákvörðunarvaldið frá framkvæmdaraðilanum.“ Loks segir Steingrímur að brýnt sé að fá botn í þessi mál enda þurfi að leggjast í uppbygginu á raforkukerfinu á næstu árum. „Það þarf að mæta þörfum og halda áfram að bæta öryggi í kerfinu eins og áföll síðustu mánaða sýna okkur. Það eina sem ég get fullvissað menn um er að þessi mál verða tekin til alvarlegrar skoðunar þar sem litið verður til langrar framtíðar.“
Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira