Innlent

Banaslys í Skagafirði

Einn lést þegar bíll ók út af veginum við Norðurárdal í Skagafirði á þriðja tímanum í dag. Þrír til viðbótar voru í bílnum en ekki er vitað um meiðsl þeirra, einn af þeim er þó alvarlega slasaður. Hinir tveir voru með meðvitund þegar hjálp barst.

Þremenningarnar voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur þar sem þeim var komið undir læknishendur á Landspítalanum. Rannsóknardeild umferðarslysa er nú á vettvangi í Norðurárdal en búið er að opna fyrir umferð um veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×