"Maður vill styðja við bakið á þeim sem manni þykir vænt um" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2013 11:37 Magnús Sigurbjörnsson, sigurvegari í Mottumars árið 2012, hvetur karlmenn til þess að sýna lit og ganga með mottu þennan óopinbera yfirvaraskeggsmánuð Íslendinga. Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélagsins, hófst í dag. Einstaklingar og fyrirtæki um allt land hafa frá árinu 2010 safnað mottu og fengið vini, ættingja og annað gott fólk til þess að heita á sig við mottusöfnun sína. Magnús Sigurbjörnsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni í fyrra. Magnús ætlaði sér upphaflega að safna eitt hundrað þúsund krónum og var hann fljótur að ná því markmiði sínu. „Ég held að ég hafi náð hundrað þúsund krónum innan fyrsta sólarhringins minnir mig," segir Magnús sem safnaði tæpri milljón áður en yfir lauk. „Það var góð barátta á milli mín og þess sem hafnaði í öðru sæti á lokadegi keppninnar. Þetta var orðið einhvers konar samkeppni sem Krabbameinsfélagið þakkar örugglega pent fyrir. Allir voru að dæla í okkur peningum síðustu mínúturnar. Það var bara partur af þessu og skemmtilegt," segir Magnús. Krabbamein hefur snert fjölskyldu Magnúsar líkt og svo margra annarra. Það var ekki síst ástæðan fyrir því að Magnús sló til og hóf mottusöfnun. Fannst mottan "lúkka" helvíti vel„Ég vildi styðja við gott og mikilvægt málefni fyrst og fremst. Báðir foreldrar mínir voru greindir með krabbamein á þessum tíma," segir Magnús og hlær aðspurður hvernig mottann fari honum. „Já, mér fannst mottan lúkka helvíti vel," segir Magnús sem ætlar að skarta mottu áður en mánuðurinn er úti. Jafnvel strax eftir helgi. „Ég þarf að safna aðeins meira til þess að hún verði góð," segir Magnús sem verður 26 ára á árinu. Hann segist vera með ágætan skeggvöxt. „Hann leynir á sér. Með aldrinum hefur komið meira í andlitið á manni. Vöxturinn er orðinn talsvert betri." Verðlaunin algjört aukaatriðiLíkt og í ár eru vegleg verðlaun fyrir sigurvegara í Mottumars. Magnús fékk flugferð í verðlaun í fyrra en segir verðlaunin algjört aukaatriði. „Algjörlega. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég átti að segja þegar einhverri flugferð var hent í mann. Það er algjört aukaatriði sem maður á ekkert að vera að hugsa um," segir Magnús. Honum finnst Mottumars tilvalið tækifæri til þess að sýna í verki stuðning við vini og ættingja sem glíma við krabbamein. „Mér finnst það að mörgu leyti. Að maður styðji við bakið á því fólki og öllum Íslendingum sem glíma við krabbamein. Það er eitt sem maður leit á í þessu ferli öllu," segir Magnús og hvetur karlmenn til dáða. „Ég segi við karlmenn í landinu að það sé um að gera að raka á sig mottu í einn mánuð, sýna smá lit og styðja við gott og mikilvægt málefni. " Rætt var við Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir tæpu ári þegar ljóst var að hann hefði staðið uppi sem sigurvegari í keppninni. Viðtalið má sjá í spilaranum fyrir ofan. Fjölmargir hafa skráð sig til leiks í Mottumars á heimasíðu keppninnar, www.mottumars.is. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Magnús Sigurbjörnsson, sigurvegari í Mottumars árið 2012, hvetur karlmenn til þess að sýna lit og ganga með mottu þennan óopinbera yfirvaraskeggsmánuð Íslendinga. Mottumars, árlegt átak Krabbameinsfélagsins, hófst í dag. Einstaklingar og fyrirtæki um allt land hafa frá árinu 2010 safnað mottu og fengið vini, ættingja og annað gott fólk til þess að heita á sig við mottusöfnun sína. Magnús Sigurbjörnsson stóð uppi sem sigurvegari í keppninni í fyrra. Magnús ætlaði sér upphaflega að safna eitt hundrað þúsund krónum og var hann fljótur að ná því markmiði sínu. „Ég held að ég hafi náð hundrað þúsund krónum innan fyrsta sólarhringins minnir mig," segir Magnús sem safnaði tæpri milljón áður en yfir lauk. „Það var góð barátta á milli mín og þess sem hafnaði í öðru sæti á lokadegi keppninnar. Þetta var orðið einhvers konar samkeppni sem Krabbameinsfélagið þakkar örugglega pent fyrir. Allir voru að dæla í okkur peningum síðustu mínúturnar. Það var bara partur af þessu og skemmtilegt," segir Magnús. Krabbamein hefur snert fjölskyldu Magnúsar líkt og svo margra annarra. Það var ekki síst ástæðan fyrir því að Magnús sló til og hóf mottusöfnun. Fannst mottan "lúkka" helvíti vel„Ég vildi styðja við gott og mikilvægt málefni fyrst og fremst. Báðir foreldrar mínir voru greindir með krabbamein á þessum tíma," segir Magnús og hlær aðspurður hvernig mottann fari honum. „Já, mér fannst mottan lúkka helvíti vel," segir Magnús sem ætlar að skarta mottu áður en mánuðurinn er úti. Jafnvel strax eftir helgi. „Ég þarf að safna aðeins meira til þess að hún verði góð," segir Magnús sem verður 26 ára á árinu. Hann segist vera með ágætan skeggvöxt. „Hann leynir á sér. Með aldrinum hefur komið meira í andlitið á manni. Vöxturinn er orðinn talsvert betri." Verðlaunin algjört aukaatriðiLíkt og í ár eru vegleg verðlaun fyrir sigurvegara í Mottumars. Magnús fékk flugferð í verðlaun í fyrra en segir verðlaunin algjört aukaatriði. „Algjörlega. Ég vissi ekki einu sinni hvað ég átti að segja þegar einhverri flugferð var hent í mann. Það er algjört aukaatriði sem maður á ekkert að vera að hugsa um," segir Magnús. Honum finnst Mottumars tilvalið tækifæri til þess að sýna í verki stuðning við vini og ættingja sem glíma við krabbamein. „Mér finnst það að mörgu leyti. Að maður styðji við bakið á því fólki og öllum Íslendingum sem glíma við krabbamein. Það er eitt sem maður leit á í þessu ferli öllu," segir Magnús og hvetur karlmenn til dáða. „Ég segi við karlmenn í landinu að það sé um að gera að raka á sig mottu í einn mánuð, sýna smá lit og styðja við gott og mikilvægt málefni. " Rætt var við Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir tæpu ári þegar ljóst var að hann hefði staðið uppi sem sigurvegari í keppninni. Viðtalið má sjá í spilaranum fyrir ofan. Fjölmargir hafa skráð sig til leiks í Mottumars á heimasíðu keppninnar, www.mottumars.is.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira