Fleiri fréttir

Fiskroð breytist í lækningavörur á Ísafirði

Fyrirtæki sem þróar og framleiðir hátækni lækningavörur úr fiskafurðum er að byggjast upp á Ísafirði. Roð og lýsi breytast þar í sáravörur fyrir sjúkrahús .Fyrrum fiskvinnslusalur er nú sótthreinsuð rannsóknastofa á vegum Kerecis þar sem hvítklæddir sérfræðingar bogra yfir tilraunaglösum.

Íslensku stelpurnar gerðu það gott

Íslensku stelpurnar gerðu það gott á Arnold Sports Festival mótinu sem fram fór í Bandaríkjunum um helgina. Tvær þeirra tóku fyrsta og annað sætið í sínum flokki í módelfitness.

Guðni fagnar ákvörðun Ólafs Ragnars

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, fagnar ákvörðun Ólafs Ragnars og telur einsýnt að hann nái góðu kjöri í forsetakosningunum í sumar.

Segir menn hafa höfðað til skyldu sinnar

Ólafur Ragnar Grímsson ætlar að gefa áfram kost á sér í embætti forseta Íslands. Ólafur tilkynnti þessa ákvörðun í dag en hann útilokar ekki að hann láti af embætti á miðju kjörtímabili þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan og stjórnarfari landsins.

Pútín kosinn forseti Rússlands

Samkvæmt fyrstu útgönguspám mun Vladimír Pútín verða næsti forseti Rússlands. Pútín mun því á ný sitja í stóli forseta Rússlands en hann gegndi embættinu frá árinu 2000 til 2008.

Telpa fannst yfirgefin á akri eftir skýstrókana

Björgunarmenn í Indiana í Bandaríkjunum fundu tíu ára gamla stúlku yfirgefna á akri, rúmum 16 kílómetrum frá heimili sínu sem eyðilagðist þegar skýstrókar gengur yfir ríkið.

"Augljóst að ákvörðunin var tekin fyrir löngu"

Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur, segir að það sé augljóst að Ólafur Ragnar Grímsson hafi fyrir löngu tekið ákvörðun um að gefa kost á sér að gegna embætti áfram.

Eldsvoði í Borgarfirði

Tilkynnt var um eldsvoða á bænum Svarfhóli, í Stafholtstungum í Borgarfirðir um hádegisbil í dag.

Vopnað rán framið í verslun 10-11

Vopnað rán var framið í verslun 10-111 í Grímsbæ við Bústaðaveg um sexleitið í morgun. Maður ógnaði starfsfólki með hnífi og hafði á brott með sér einhverja fjármuni.

Segir Alþingi vera orkulaust

"Það sjá það allir að Alþingi, eins og það er samsett í dag, getur ekki boðið fólki upp á meirihlutastjórn í þessu landi," sagði Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Kristján var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag.

Skíðavæði opin í dag

Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli eru opin í dag. Þá eru skíðasvæðin á Dalvík og í Oddskarði einnig opin.

Óvanalegt andrúmsloft á Selfossi í nótt

Lögreglan á Selfossi hafði í nógu að snúast í nótt. Lögreglumenn voru þrisvar kallaðaðir til þegar til handalögmála kom á skemmtistöðum bæjarins.

Bílvelta og akstur undir áhrifum lyfja í nótt

Lögreglu barst tilkynning um bílveltu rétt eftir miðnætti í nótt. Slysið átti sér stað á Reykjanesbraut við Áslandsbrú. Fimm einstaklingar sem voru jepplingur sem valt voru fluttir á slysadeild. Tveir voru lagðir inn á gjörgæsludeild með umtalsverða áverka.

Stórhýsi rís í Bolungarvík

Fjögurra hæða íbúðablokk er nú í smíðum í Bolungarvík sem er stærsta hús sem þar hefur risið í á þriðja áratug.

Enginn með allar tölur réttar

Enginn var með allar tölur réttar í Lottóinu í kvöld. Vinningstölurnar voru 3, 12, 29, 36, 40 og bónustalan var 7.

Lundaveiðibann er afglöp segir Vigurbóndi

Bóndinn í eynni Vigur segir að friðun lunda séu afglöp enda hafi fuglinum fjölgað í Ísafjarðardjúpi, og segir að umhverfisráðuneytið hljóti að greiða bætur, verði menn sviptir hlunnindunum.

Nýtt húsnæði á Kleppi tekið í gagnið

Sjúklingar réttargeðdeildarinnar fluttust í dag í nýtt húsnæði á Kleppi í Reykjavík. Á deildinni eru þeir vistaðir sem dæmdir eru ósakhæfir og úrskurðaðir í öryggisgæslu.

Fjölskylduhjálp Íslands selur föt í Kolaportinu

Fjölskylduhjálp Íslands hefur neyðst til að fækka matarúthlutunum í vetur vegna fjárskorts. Samtökin ætla næstu þrjár helgar að selja föt í Kolaportinu til að stækka matarsjóðinn en hátt í þrjátíu sjálfboðaliðar á öllum aldri koma að verkefninu.

Fréttaljósmynd ársins valin

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, hlaut verðlaun fyrir mynd ársins 2011 þegar blaðamannaverðlaunin voru afhent í dag.

Dagbjört og Aðalheiður í efstu sætum

Nítján stúlkur frá Íslandi tóku þátt í Arnold 2012 mótinu í Ohio í Bandaríkjunum í dag. Dagbjört Guðbrandsdóttir lenti í fyrsta sæti í sínum flokki og Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir tók annað sætið.

Maður rændur í Laugardalnum

Tveir piltar ógnuðu og rændu mann með hnífi í Laugardalnum. Atvikið átti sér stað um hádegisbil í dag. Piltarnir rændu farsíma og iPod-spilara af manninum. Maðurinn gat gefið lýsingu á piltunum og þeirra nú leitað.

Blaðamannaverðlaunin veitt í dag

Blaðamannaverðlaun ársins voru afhend í listasafni Kópavogs-Gerðasafni í dag. Einnig voru afhend verðlaun fyrir framúrskarandi mynda- og ljósmyndatöku.

Hnúfubakur urðaður í dag

Hnúfubakur drapst í sjónum við Stokkseyri í fimmtudaginn. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í fjöruna til að skoða hræið.

Líðan mannsins óbreytt

Líðan mannsins sem bjargað var úr íbúð í Reykjavík á föstudaginn er óbreytt. Eldur kom upp í íbúð mannsins í Tunguseli.

Geir fyrstur í vitnastúku á mánudag

Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu hefst á mánudag. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sakborningur, verður fyrstur í vitnastúku í málinu á mánudag. Samkvæmt áætlun á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra í aðdraganda hrunsins, einnig að bera vitni þann dag.

Kærir málsmeðferð til Mannréttindadómstóls Evrópu

Baldur Guðlaugsson, sem dæmdur var í Hæstarétti í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik, hefur falið lögmönnum að kæra málsmeðferð í máli sínu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Afar fá mál sem kærð eru til dómstólsins eru tekin þar fyrir en á árinu 2009 voru aðeins tæplega 7% þeirra kæra sem bárust dómstólnum taldar tækar til efnismeðferðar.

Trambólín fauk á bíl

Talsverður erill var hjá lögreglunni í nótt. Þá voru flest útköllin varðandi umferðaróhöpp og veðurs þar sem tilkynnt var um hluti að fjúka.

Skíðaveður í Skálafelli

Þrátt fyrir slæmt veður í gær og í nótt er bresta á með mikilli blíðu í Skálafelli. Að sögn umsjónarmanns svæðisins var svæðið unnið í alla nótt og er fínt færi og nægur snjór. Þar er hægviðri suðvestan tveir til þrír metrar á sekúndu.

Sendiherra bannað að mæta á ráðstefnu Framsóknarflokksins

Utanríkisráðuneyti Kanada hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að Alan Bones sendiherra Kanada á Íslandi muni ekki mæta á ráðstefnu Framsóknarfélags Reykjavíkur í dag. Né muni hann ræða frekar um málefnið sem þar er til umfjöllunnar, það er möguleikana á að skipta krónunni út fyrir kanadadollarann.

"Íslensk yfirvöld voru ósátt með komu sendiherrans"

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, telur að ríkisstjórnin hafi komið í veg fyrir að sendiherra Kanada á Íslandi tæki máls á ráðstefnu um gjaldmiðlamál. Kanadískir fjölmiðlar greina frá því að málið hafi valdið diplómatískri uppákomu í utanríkisráðuneytinu í Ottawa.

Fjölskylduhjálp Íslands í Kolaportinu

Fjölskylduhjálp Íslands stendur fyrir söfnun í Kolaportinu næstu þrjár helgar. Yfirheiti söfnunarinnar er "Enginn án matar á Íslandi.“ Notuð og ný föt verða seld á markaðinum.

Byrjað á hrunráðherrum

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sakborningur, verður fyrstur í vitnastúku í landsdómsmálinu á mánudag. Samkvæmt áætlun á Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra í aðdraganda hrunsins, einnig að bera vitni á mánudag. Það fer þó eftir því hvort hún nái til landsins í tæka tíð, en Ingibjörg Sólrún starfar sem yfirmaður UN Women í Kabúl, höfuðborg Afganistans.

Fylgjast með útbreiðslu veiru

„Já, við höfum verið að fylgjast með útbreiðslu á þessari veiru. En við höfum ekki stórar áhyggjur, svo lengi sem flugan sem ber þetta finnst ekki hér á landi,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um veiru sem hefur lagst á búpening í Evrópu.

Sjá næstu 50 fréttir