Fleiri fréttir Ýtti við yfirmanni Dróma og ruddist inn á heimilið Ráðist var á yfirmann hjá Dróma á heimili hans í gær. Lögregla var strax kölluð til. Árásarmaðurinn er ósáttur viðskiptavinur sem taldi sig eiga harma að hefna. Hann sér eftir því að hafa farið heim til mannsins. 22.2.2012 19:00 Jón Baldvin krefst þess að sjá umfjöllun Nýs Lífs - íhugar ella lögbann Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra krefst þess að fá að sjá umfjöllun Nýs Lífs um hann sem birtist í nýjasta tölublaðinu sem kemur út á morgun. Hann segir ennfremur skýlausa kröfu að hann fái að svara fyrir sig í sama blaði. Ella íhugi hann að sækjast eftir lögbanni á dreifingu þess. Þetta staðfestir Þóra Tómasdóttir ritstjóri tímaritsins í samtali við fréttastofu en hún hefur ekki svarað kröfu Jóns Baldvins. 22.2.2012 16:33 Halda minningu Ólafs á lofti á Rósenberg 22.2.2012 22:53 Fíkniefni fundust í skrifstofuhúsnæði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 120 grömm af marijúana við húsleit í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi í fyrradag en hluti þess var í söluumbúðum. Á sama stað var ennfremur lagt hald á 10 e-töflur. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar en þess má geta að rýmið hafði verið innréttað sem íbúðarhúsnæði. 22.2.2012 18:17 Reyndi að smygla stinningarlyfinu Kamagra til landsins Rúmlega fimmtugur maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir tollalagabrot þegar hann kom hingað til lands með skipinu Arnarfelli, þar sem hann er bátsmaður, aðfaranótt miðvikudagsins 9. febrúar 2011. 22.2.2012 17:42 Sýslumenn svara HH fullum hálsi Stjórn Sýslumannafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingum Hagsmunasamtaka heimilanna frá því í gær er svarað. Samtökin sögðu í gær að í ljósi nýgengins Hæstaréttardóms um ólögmæti vaxtaútreikninga gengistryggðra lána, hefðu sýslumenn sem framkvæmt hafa fjárnám, nauðungarsölur og gjaldþrotaúrskurði "á grundvelli slíkra ólögmætra útreikninga“ tekið sér dómsvald á meðan réttaróvissa ríkti. "þar með hafi þeir brotið stjórnsýslulög og jafnvel stjórnarskrá.“ 22.2.2012 14:40 Ráðist á starfsmann Dróma á heimili hans Ráðist var á starfsmann Dróma á heimili hans í gærkvöldi. Starfsmenn fyrirtækisins eru slegnir og málið litið mjög alvarlegum augum. 22.2.2012 12:25 Ákærðir fyrir tilraun til manndráps en neita sök Allir mennirnir þrír sem ákærðir hafa verið fyrir tilraun til manndráps eftir skotárás í Bryggjuhverfinu í Reykjavík í nóvember í fyrra, neituðu sök í þeim ákærulið við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 22.2.2012 11:43 Steingrímur Sævarr sýknaður í meiðyrðamáli Steingrímur Sævarr Ólafsson, ritstjóri vefmiðilsins Pressunnar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknaður af ásökun um meiðyrði í garð Ægis Geirdal listamanns. Ægir fór fram á eina milljón í miskabætur frá ritstjóranum en dómarinn ákvað að hann skyldi í staðinn greiða Steingrími 180 þúsund krónur í málskostnað. 22.2.2012 12:01 Grútaður fálki í Húsdýragarðinum Starfsmenn Húsdýragarðsins í Reykjavík eru nú að undirbúa komu fálka, sem fannst ataður í grút skammt frá Grundarfirði í gær. Finnendur náðu að handsama hann og verður hann vistaður í hundabúri þar til hann kemur í Húsdýragarðinn. Að sögn Jóns Gíslasonar yfir dýrahirðis þar, verður reynt að gefa honum að éta áður en hann verður settur í bað með tilheyarndi sápu og ef allt gengur að óskum verður hann svo vistaður í nokkra daga í garðinum áður en honum verður sleppt. Ekki er vitað í hverskonar grút fálkinn lenti, en frengir hafa borist af grútarflekkjum við strendur Breiðafjarðar, sem raktir eru til dauðrar síldar. 22.2.2012 10:56 Forrit finnur barnaníð í tölvum Íslenskt fyrirtæki sem hannað hefur tölvuforrit sem nýtist lögreglu við rannsókn á ólöglegu myndefni hóf í gær samstarf við breskt fyrirtæki til að koma forritinu í notkun erlendis. 22.2.2012 08:30 Hlýnun jarðar eykur raforkuframleiðslu Íslands um 20% Aukið vatnsrennsli í ám og uppistöðulónum á Íslandi vegna hlýnunar jarðar mun auka raforkuframleiðsluna á Íslandi um 20% á árunum 2021 til 2050. 22.2.2012 08:14 Lögreglan lýsir eftir 15 ára gömlum dreng Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Árnasyni, sem hvarf er hann var á ferð í Kópavogi, þann 17.02.2012 s.l. og er ekkert vitað um hvar hann er nú niðurkominn. 22.2.2012 07:59 Rasisti á borði ákæruvalds Mál yfirlýsts rasista sem réðst á fyrrverandi kennara sinn eftir deilur á Facebook hefur verið sent Ríkissaksóknara til ákærumeðferðar. Þar verður ákveðið fljótlega hvort maðurinn verður ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 22.2.2012 07:45 Tveir ofbeldisseggir teknir úr umferð Tveir ofbeldisseggir voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. 22.2.2012 07:04 Loðnugangan rétt austan við Stokkseyri Loðnan gengur nú hratt vestur með Suðurströndinni og eru skipin þessa stundina að veiða út af Knarraróssvita, rétt austan við Stokkseyri. 22.2.2012 07:02 Reyndu að stela flöskum og dósum frá björgunarsveit Lögreglan á Selfossi handtók tvo unga karlmenn á bakvið nýju björgunarmiðstöðina við Árveg, þar sem þeir voru að stela tómum flöskum og dósum, sem björgunarsveitin hefur safnað sér til fjáröflunar. 22.2.2012 07:00 Hótar að fara fram á gjaldþrot Framsóknar Sýslumaðurinn í Reykjavík gerði árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík á mánudaginn fyrir viku að kröfu JCDecaux á Íslandi, sem á og rekur velflest strætóskýli í Reykjavík. 22.2.2012 07:00 Ofurölvi íslenskur sjómaður sendur heim frá Kanada Íslenskur sjómaður sem var handtekinn ofur ölvi á bar í St. Johns á Nýfundnalandi í Kanada í fyrrakvöld, verður sendur heim til Íslands með fyrsta flugi, að sögn fréttavefsins Vocm.com. 22.2.2012 06:57 Dómari bíður eftir sérstökum Sex milljarða skaðabótamál slitastjórnar Glitnis, kennt við félagið Aurum Holding, á hendur stjórnendum bankans er nú í biðstöðu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómari vill vita hvað kemur út úr rannsókn sérstaks saksóknara á málinu áður en lengra verður haldið. 22.2.2012 06:30 Neikvætt viðhorf til asískra kvenna algengt Lítilsvirðing í garð asískra kvenna er áberandi í íslenskum fjölmiðlum, bókmenntum og kvikmyndum. Þetta er niðurstaða rannsóknar Cynthiu Trililani, meistaranema í menntunarfræðum í Háskóla Íslands. Í viðtali við Fréttablaðið segir Cynthia að Íslendingar séu gjarnir á að alhæfa um asískar konur. Hún kveðst tala út frá eigin reynslu og vinkvenna sinna. 22.2.2012 06:15 200 milljarða króna sveifla í sjávarútvegi Reikna má með að eigið fé sjávarútvegsins hafi verið um 100 milljarðar um áramótin og stefnir í að það nái 140 milljörðum í lok þessa árs, að mati Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er viðsnúningur um 200 milljarða frá árslokum 2008 þegar það var neikvætt um 60 milljarða. 22.2.2012 06:00 Þjóðin fái að kjósa um stjórnarskrána Drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða borin undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar verði þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt í dag. 22.2.2012 05:45 Meirihlutinn tjáði sig ekki Borgarfulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingar vildu ekki tjá sig um verkefnisfjármögnun Hverahlíðarvirkjunar á fundi borgarstjórnar í gær. 22.2.2012 05:15 Hrekkjalómur gerði á sig af hræðslu Fjölskyldufaðir var í gær fundinn sekur um frelsissviptingu í Héraðsdómi Reykjavíkur og gert að greiða ellefu ára dreng hundrað þúsund krónur í bætur fyrir að valda honum miklu andlegu áfalli í janúar 2010. Drengurinn, þá níu ára, gerði dyraat heima hjá manninum að kvöldi til ásamt vini sínum. Maðurinn bar við yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hafi verið orðinn langþreyttur á reglubundnu dyraati heima hjá sér undanfarna þrjá mánuði. Hann hafi því hlaupið út á sokkaleistunum, staðráðinn í að hafa hendur í hári pörupiltanna. 22.2.2012 05:00 Tekist á um frávísun á hluta málsins Tekist var á um frávísunarkröfu á atriði sem Guðlaugur Sigmundsson og eiginkona hans bættu við meiðyrðamálsókn sína á hendur Teiti Atlasyni kennara í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. 22.2.2012 04:30 Hver maður borðar 10 kíló Landsmenn borðuðu samtals 3.134 tonn af nautakjöti á síðasta ári samkvæmt samantekt Landssambands kúabænda. Það þýðir að hver Íslendingur borðaði að meðaltali tæp tíu kíló af nautakjöti á árinu. 22.2.2012 04:30 Með fjóra bása í Kolaportinu Fjölskylduhjálp Íslands verður með fjóra sölubása í Kolaportinu fyrstu þrjár helgarnar í mars. Tugir sjálfboðaliða munu selja þar notaðan og nýjan fatnað til styrktar starfinu. 22.2.2012 03:45 Afhentu 38.000 undirskriftir Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á mánudag. Þar voru honum afhentar tæplega 38.000 undirskriftir til stuðnings kröfunni um leiðréttingu á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnám verðtryggingar eða þjóðaratkvæðagreiðslu þar um. 22.2.2012 03:00 Helmingi fleiri ferðamenn Árið 2011 komu rúmlega helmingi fleiri ferðamenn til Ísafjarðar heldur en árið 2008. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann fyrir Markaðsstofu Vestfjarða og greint er frá á vef Bæjarins besta. 22.2.2012 02:00 Íslenskur sjómaður handtekinn í Kanada - ofurölvi á bar með tvo hnífa Íslenskur sjómaður var handtekinn í bænum St. John á Nýfundnalandi í Kanada í gærkvöldi eftir að hann varð ofurölvi á bar þar í bæ og féll af stólnum sínum. Hann sýndi einnig af sér ógnandi hegðun gagnvart starfsmönnum barsins samkvæmt kanadíska fréttavefnum vocm.com. 21.2.2012 21:42 Ögmundur: Þarf að fara varlega þegar auðmenn sveifla peningabúntum "Við þurfum að fara varlega þegar auðmenn eru að veifa framan í okkur þykkum seðlabúntum,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, spurður út í eignarhald erlendra aðila og fjárfesta á íslensku landi í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Sveitarfélagið Norðurþing íhugar að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang Nubo og leigja honum hana síðan. Sveitarfélagið myndi þá eiga jörðina á móti ríkinu sem á fjórðungshlut. 21.2.2012 20:00 Djarfir öskudagsbúningar vekja hörð viðbrögð Öskudagsbúningar sem seldir eru börnum og þykja djarfir hafa vakið hörð viðbrögð. Ráðskona í Femínistafélaginu segir þá endurspegla klámvæðingu í samfélaginu. 21.2.2012 19:30 Mikill skortur á tækjum í skólastofur - sjálfir keypt skjávarpa Grunnskólakennarar eru margir orðnir þreyttir á lélegum tækjabúnaði skólanna sem hefur verið að úreldast síðustu ár vegna sparnaðar. Dæmi eru um að kennarar hafi sjálfir keypt skjávarpa í kennslustofur vegna skorts á tækjum. 21.2.2012 18:30 Segja ríkisstjórnina reyna að vinna stuðning Hreyfingarinnar Þingmenn tókust á um hvernig ætti að fara með frumvarp stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin var sökuð um að þrýsta málinu í gegn til að tryggja stuðning Hreyfingarinnar við stjórnina. 21.2.2012 17:25 Kryddjurtir og karrý virka vel gegn elliglöpum Vilhjálmur Ari Arason læknir var gestur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann ræddi um óhefðbundnar lækningar og fyrirbyggjandi áhrif kryddjurta og karrýs. 21.2.2012 20:30 Fyrst Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í músíkþerapíu Valgerður Jónsdóttir lauk í nóvember síðastliðnum, fyrst Íslendinga, doktorsprófi í músíkþerapíu frá Álaborgarháskóla í Danmörku. Ritgerð hennar nefnist "Music-caring within the framework of early intervention. The lived experience of a group of mothers of young children with special needs, participating in a music therapy group“. 21.2.2012 20:10 Flugstöðin orðin mikilvægasta vinnusvæði Suðurnesja Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli og næsta nágrenni hennar eru orðin stærsta vinnusvæði Suðurnesja og skapa allt að fimmtánhundruð manns atvinnu. Lengi vel stóð Leifsstöð heldur einmana uppi á Miðnesheiði en á seinni árum hafa aðrar þjónustubyggingar sprottið upp við hlið hennar. 21.2.2012 19:09 Fékk nóg af dyraati - dæmdur fyrir að svipta dreng frelsinu Karlmaður var dæmdur fyrir frelsissviptingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn elti uppi níu ára gamlan dreng sem hafði ítrekað gert dyraat heima hjá honum, og neyddi hann heim til sín í janúar árið 2010. 21.2.2012 17:47 Skófar kom upp peningaskápaþjófa Þrír karlar á þrítugsaldri hafa játað að hafa brotist inn á tveimur stöðum í austurborginni í fyrrinótt og stolið peningaskápum. Reyndar fóru þjófarnir tómhentir frá fyrri staðnum því ekki tókst þeim að opna peningaskápinn sem þar var að finna og eins reyndist hann vera of stór og þungur til að flytja á annan stað þar sem halda mætti verkinu áfram. Þrátt fyrir þetta neituðu mennirnir að gefast upp enda brotavilji þeirra mjög einbeittur. Þeir fóru því í beinu framhaldi og brutust inn hjá öðru fyrirtæki á svipuðum slóðum en þar var að finna tvo peningaskápa, öllu minni, sem mennirnir tóku með sér af vettvangi. Þessu næst var ekið á afvikinn stað og þar voru skáparnir brotnir upp en í þeim báðum var að finna reiðufé. Því var skipt bróðurlega á milli mannanna sem síðan héldu til síns heima. 21.2.2012 16:43 Játar að hafa ætlað að flytja úrin úr landi Marcin Tomasz Lech, sem er einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, játaði sinn þátt í ráninu fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ríkissaksóknari krefst fimm ára fangelsis yfir honum. 21.2.2012 16:03 Tekist á um breytingar meirihlutans á tillögu Þórs Saari Hart var tekist á um það á Alþingi í dag hvort breytingartillaga meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, á þingsályktunartillögu Þórs Saari um meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga, sé svo mikil að um nýja tillögu sé í raun að ræða. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tóku málið upp áður en tillagan var tekin til annarar umræðu í dag. Meðal annars var gagnrýnt að ekki sé fyrir hendi kostnaðargreining í málinu. 21.2.2012 15:23 Ópið fer á uppboð Eintak af málverkinu Ópið eftir Edvard Munch fer á uppboð seinna á árinu. Talið er að málverkið fari á 80 milljón dollara eða um tíu milljarða króna. 21.2.2012 16:25 Steingrímur: Hafði engin afskipti af ákvörðun stjórnar FME Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, gerði Steingrími J. Sigfússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, grein fyrir uppsagnarferli Gunnars Þ. Andersen á fundi í síðustu viku. Steingrímur segir að fundurinn hafi einungis verið í upplýsingaskyni og að hann hafi ekki haf afskipti af ákvörðun stjórnarinnar. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Steingrím um fundinn í óundirbúnum fyrirspurnum í dag. Steingrímur sagði í fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn að hann hefði frétt af uppsögn Gunnars Þ. Andersen í fjölmiðlum á föstudaginn en samkvæmt svari Steingríms á Alþingi í dag fundaði hann með stjórninni í sömu viku. Samkvæmt Steingrími var tilgangur fundarins með stjórn FME verið að greina honum og öðrum starfsmönnum í ráðuneytinu frá stöðu mála. Þar hafi honum verið tjáð að þetta ferli hafi verið í gangi í nokkurn tíma og verið væri að afla gagna frá lögmönnum. Þá hafi honum verið tjáð að þegar niðurstaða væri komin í málið yrði rætt við Gunnar og reynt að leysa málið. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af uppsögn forstjórans. Í svari sínu til Gunnars Braga undirstrikaði hann að Fjármálaeftirlitið væri sjálfstæð stofnun og færi með sín mál. "Ég fullyrði það að í þessum samskiptum okkar hefur algjörlega verið farið eftir því,“ sagði Steingrímur. 21.2.2012 14:24 Ekkert nammi í Mosó fyrr en eftir hálf tvö Öskudagurinn er á morgun og þá tíðkast víða að krakkar gangi á milli fyrirtækja og fái sælgæti eða aðra umbun fyrir söng. Í tilkynningu frá skólastjórnendum í Mosfellsbæ er bent á að þar í bæ sé kennsla í skólum til klukkan 13:20 á öskudag. Því séu börn sem komi fyrir þann tíma í fyrirtæki líklegast að skrópa í skólanum eða þá úr öðrum sveitarfélögum. Þeim tilmælum er því beint til fyrirtækja að þau gefi krökkum ekki sælgæti fyrr en eftir að skóla lýkur. 21.2.2012 14:16 Sjá næstu 50 fréttir
Ýtti við yfirmanni Dróma og ruddist inn á heimilið Ráðist var á yfirmann hjá Dróma á heimili hans í gær. Lögregla var strax kölluð til. Árásarmaðurinn er ósáttur viðskiptavinur sem taldi sig eiga harma að hefna. Hann sér eftir því að hafa farið heim til mannsins. 22.2.2012 19:00
Jón Baldvin krefst þess að sjá umfjöllun Nýs Lífs - íhugar ella lögbann Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi ráðherra og sendiherra krefst þess að fá að sjá umfjöllun Nýs Lífs um hann sem birtist í nýjasta tölublaðinu sem kemur út á morgun. Hann segir ennfremur skýlausa kröfu að hann fái að svara fyrir sig í sama blaði. Ella íhugi hann að sækjast eftir lögbanni á dreifingu þess. Þetta staðfestir Þóra Tómasdóttir ritstjóri tímaritsins í samtali við fréttastofu en hún hefur ekki svarað kröfu Jóns Baldvins. 22.2.2012 16:33
Fíkniefni fundust í skrifstofuhúsnæði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 120 grömm af marijúana við húsleit í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi í fyrradag en hluti þess var í söluumbúðum. Á sama stað var ennfremur lagt hald á 10 e-töflur. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar en þess má geta að rýmið hafði verið innréttað sem íbúðarhúsnæði. 22.2.2012 18:17
Reyndi að smygla stinningarlyfinu Kamagra til landsins Rúmlega fimmtugur maður var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir tollalagabrot þegar hann kom hingað til lands með skipinu Arnarfelli, þar sem hann er bátsmaður, aðfaranótt miðvikudagsins 9. febrúar 2011. 22.2.2012 17:42
Sýslumenn svara HH fullum hálsi Stjórn Sýslumannafélags Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrðingum Hagsmunasamtaka heimilanna frá því í gær er svarað. Samtökin sögðu í gær að í ljósi nýgengins Hæstaréttardóms um ólögmæti vaxtaútreikninga gengistryggðra lána, hefðu sýslumenn sem framkvæmt hafa fjárnám, nauðungarsölur og gjaldþrotaúrskurði "á grundvelli slíkra ólögmætra útreikninga“ tekið sér dómsvald á meðan réttaróvissa ríkti. "þar með hafi þeir brotið stjórnsýslulög og jafnvel stjórnarskrá.“ 22.2.2012 14:40
Ráðist á starfsmann Dróma á heimili hans Ráðist var á starfsmann Dróma á heimili hans í gærkvöldi. Starfsmenn fyrirtækisins eru slegnir og málið litið mjög alvarlegum augum. 22.2.2012 12:25
Ákærðir fyrir tilraun til manndráps en neita sök Allir mennirnir þrír sem ákærðir hafa verið fyrir tilraun til manndráps eftir skotárás í Bryggjuhverfinu í Reykjavík í nóvember í fyrra, neituðu sök í þeim ákærulið við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 22.2.2012 11:43
Steingrímur Sævarr sýknaður í meiðyrðamáli Steingrímur Sævarr Ólafsson, ritstjóri vefmiðilsins Pressunnar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknaður af ásökun um meiðyrði í garð Ægis Geirdal listamanns. Ægir fór fram á eina milljón í miskabætur frá ritstjóranum en dómarinn ákvað að hann skyldi í staðinn greiða Steingrími 180 þúsund krónur í málskostnað. 22.2.2012 12:01
Grútaður fálki í Húsdýragarðinum Starfsmenn Húsdýragarðsins í Reykjavík eru nú að undirbúa komu fálka, sem fannst ataður í grút skammt frá Grundarfirði í gær. Finnendur náðu að handsama hann og verður hann vistaður í hundabúri þar til hann kemur í Húsdýragarðinn. Að sögn Jóns Gíslasonar yfir dýrahirðis þar, verður reynt að gefa honum að éta áður en hann verður settur í bað með tilheyarndi sápu og ef allt gengur að óskum verður hann svo vistaður í nokkra daga í garðinum áður en honum verður sleppt. Ekki er vitað í hverskonar grút fálkinn lenti, en frengir hafa borist af grútarflekkjum við strendur Breiðafjarðar, sem raktir eru til dauðrar síldar. 22.2.2012 10:56
Forrit finnur barnaníð í tölvum Íslenskt fyrirtæki sem hannað hefur tölvuforrit sem nýtist lögreglu við rannsókn á ólöglegu myndefni hóf í gær samstarf við breskt fyrirtæki til að koma forritinu í notkun erlendis. 22.2.2012 08:30
Hlýnun jarðar eykur raforkuframleiðslu Íslands um 20% Aukið vatnsrennsli í ám og uppistöðulónum á Íslandi vegna hlýnunar jarðar mun auka raforkuframleiðsluna á Íslandi um 20% á árunum 2021 til 2050. 22.2.2012 08:14
Lögreglan lýsir eftir 15 ára gömlum dreng Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Guðmundi Árnasyni, sem hvarf er hann var á ferð í Kópavogi, þann 17.02.2012 s.l. og er ekkert vitað um hvar hann er nú niðurkominn. 22.2.2012 07:59
Rasisti á borði ákæruvalds Mál yfirlýsts rasista sem réðst á fyrrverandi kennara sinn eftir deilur á Facebook hefur verið sent Ríkissaksóknara til ákærumeðferðar. Þar verður ákveðið fljótlega hvort maðurinn verður ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 22.2.2012 07:45
Tveir ofbeldisseggir teknir úr umferð Tveir ofbeldisseggir voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. 22.2.2012 07:04
Loðnugangan rétt austan við Stokkseyri Loðnan gengur nú hratt vestur með Suðurströndinni og eru skipin þessa stundina að veiða út af Knarraróssvita, rétt austan við Stokkseyri. 22.2.2012 07:02
Reyndu að stela flöskum og dósum frá björgunarsveit Lögreglan á Selfossi handtók tvo unga karlmenn á bakvið nýju björgunarmiðstöðina við Árveg, þar sem þeir voru að stela tómum flöskum og dósum, sem björgunarsveitin hefur safnað sér til fjáröflunar. 22.2.2012 07:00
Hótar að fara fram á gjaldþrot Framsóknar Sýslumaðurinn í Reykjavík gerði árangurslaust fjárnám hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík á mánudaginn fyrir viku að kröfu JCDecaux á Íslandi, sem á og rekur velflest strætóskýli í Reykjavík. 22.2.2012 07:00
Ofurölvi íslenskur sjómaður sendur heim frá Kanada Íslenskur sjómaður sem var handtekinn ofur ölvi á bar í St. Johns á Nýfundnalandi í Kanada í fyrrakvöld, verður sendur heim til Íslands með fyrsta flugi, að sögn fréttavefsins Vocm.com. 22.2.2012 06:57
Dómari bíður eftir sérstökum Sex milljarða skaðabótamál slitastjórnar Glitnis, kennt við félagið Aurum Holding, á hendur stjórnendum bankans er nú í biðstöðu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómari vill vita hvað kemur út úr rannsókn sérstaks saksóknara á málinu áður en lengra verður haldið. 22.2.2012 06:30
Neikvætt viðhorf til asískra kvenna algengt Lítilsvirðing í garð asískra kvenna er áberandi í íslenskum fjölmiðlum, bókmenntum og kvikmyndum. Þetta er niðurstaða rannsóknar Cynthiu Trililani, meistaranema í menntunarfræðum í Háskóla Íslands. Í viðtali við Fréttablaðið segir Cynthia að Íslendingar séu gjarnir á að alhæfa um asískar konur. Hún kveðst tala út frá eigin reynslu og vinkvenna sinna. 22.2.2012 06:15
200 milljarða króna sveifla í sjávarútvegi Reikna má með að eigið fé sjávarútvegsins hafi verið um 100 milljarðar um áramótin og stefnir í að það nái 140 milljörðum í lok þessa árs, að mati Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Það er viðsnúningur um 200 milljarða frá árslokum 2008 þegar það var neikvætt um 60 milljarða. 22.2.2012 06:00
Þjóðin fái að kjósa um stjórnarskrána Drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða borin undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar verði þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt í dag. 22.2.2012 05:45
Meirihlutinn tjáði sig ekki Borgarfulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingar vildu ekki tjá sig um verkefnisfjármögnun Hverahlíðarvirkjunar á fundi borgarstjórnar í gær. 22.2.2012 05:15
Hrekkjalómur gerði á sig af hræðslu Fjölskyldufaðir var í gær fundinn sekur um frelsissviptingu í Héraðsdómi Reykjavíkur og gert að greiða ellefu ára dreng hundrað þúsund krónur í bætur fyrir að valda honum miklu andlegu áfalli í janúar 2010. Drengurinn, þá níu ára, gerði dyraat heima hjá manninum að kvöldi til ásamt vini sínum. Maðurinn bar við yfirheyrslu hjá lögreglu að hann hafi verið orðinn langþreyttur á reglubundnu dyraati heima hjá sér undanfarna þrjá mánuði. Hann hafi því hlaupið út á sokkaleistunum, staðráðinn í að hafa hendur í hári pörupiltanna. 22.2.2012 05:00
Tekist á um frávísun á hluta málsins Tekist var á um frávísunarkröfu á atriði sem Guðlaugur Sigmundsson og eiginkona hans bættu við meiðyrðamálsókn sína á hendur Teiti Atlasyni kennara í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. 22.2.2012 04:30
Hver maður borðar 10 kíló Landsmenn borðuðu samtals 3.134 tonn af nautakjöti á síðasta ári samkvæmt samantekt Landssambands kúabænda. Það þýðir að hver Íslendingur borðaði að meðaltali tæp tíu kíló af nautakjöti á árinu. 22.2.2012 04:30
Með fjóra bása í Kolaportinu Fjölskylduhjálp Íslands verður með fjóra sölubása í Kolaportinu fyrstu þrjár helgarnar í mars. Tugir sjálfboðaliða munu selja þar notaðan og nýjan fatnað til styrktar starfinu. 22.2.2012 03:45
Afhentu 38.000 undirskriftir Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) fundaði með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á mánudag. Þar voru honum afhentar tæplega 38.000 undirskriftir til stuðnings kröfunni um leiðréttingu á stökkbreyttum lánum heimilanna og afnám verðtryggingar eða þjóðaratkvæðagreiðslu þar um. 22.2.2012 03:00
Helmingi fleiri ferðamenn Árið 2011 komu rúmlega helmingi fleiri ferðamenn til Ísafjarðar heldur en árið 2008. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar vann fyrir Markaðsstofu Vestfjarða og greint er frá á vef Bæjarins besta. 22.2.2012 02:00
Íslenskur sjómaður handtekinn í Kanada - ofurölvi á bar með tvo hnífa Íslenskur sjómaður var handtekinn í bænum St. John á Nýfundnalandi í Kanada í gærkvöldi eftir að hann varð ofurölvi á bar þar í bæ og féll af stólnum sínum. Hann sýndi einnig af sér ógnandi hegðun gagnvart starfsmönnum barsins samkvæmt kanadíska fréttavefnum vocm.com. 21.2.2012 21:42
Ögmundur: Þarf að fara varlega þegar auðmenn sveifla peningabúntum "Við þurfum að fara varlega þegar auðmenn eru að veifa framan í okkur þykkum seðlabúntum,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, spurður út í eignarhald erlendra aðila og fjárfesta á íslensku landi í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Sveitarfélagið Norðurþing íhugar að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang Nubo og leigja honum hana síðan. Sveitarfélagið myndi þá eiga jörðina á móti ríkinu sem á fjórðungshlut. 21.2.2012 20:00
Djarfir öskudagsbúningar vekja hörð viðbrögð Öskudagsbúningar sem seldir eru börnum og þykja djarfir hafa vakið hörð viðbrögð. Ráðskona í Femínistafélaginu segir þá endurspegla klámvæðingu í samfélaginu. 21.2.2012 19:30
Mikill skortur á tækjum í skólastofur - sjálfir keypt skjávarpa Grunnskólakennarar eru margir orðnir þreyttir á lélegum tækjabúnaði skólanna sem hefur verið að úreldast síðustu ár vegna sparnaðar. Dæmi eru um að kennarar hafi sjálfir keypt skjávarpa í kennslustofur vegna skorts á tækjum. 21.2.2012 18:30
Segja ríkisstjórnina reyna að vinna stuðning Hreyfingarinnar Þingmenn tókust á um hvernig ætti að fara með frumvarp stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni á Alþingi í dag. Ríkisstjórnin var sökuð um að þrýsta málinu í gegn til að tryggja stuðning Hreyfingarinnar við stjórnina. 21.2.2012 17:25
Kryddjurtir og karrý virka vel gegn elliglöpum Vilhjálmur Ari Arason læknir var gestur í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann ræddi um óhefðbundnar lækningar og fyrirbyggjandi áhrif kryddjurta og karrýs. 21.2.2012 20:30
Fyrst Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í músíkþerapíu Valgerður Jónsdóttir lauk í nóvember síðastliðnum, fyrst Íslendinga, doktorsprófi í músíkþerapíu frá Álaborgarháskóla í Danmörku. Ritgerð hennar nefnist "Music-caring within the framework of early intervention. The lived experience of a group of mothers of young children with special needs, participating in a music therapy group“. 21.2.2012 20:10
Flugstöðin orðin mikilvægasta vinnusvæði Suðurnesja Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli og næsta nágrenni hennar eru orðin stærsta vinnusvæði Suðurnesja og skapa allt að fimmtánhundruð manns atvinnu. Lengi vel stóð Leifsstöð heldur einmana uppi á Miðnesheiði en á seinni árum hafa aðrar þjónustubyggingar sprottið upp við hlið hennar. 21.2.2012 19:09
Fékk nóg af dyraati - dæmdur fyrir að svipta dreng frelsinu Karlmaður var dæmdur fyrir frelsissviptingu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn elti uppi níu ára gamlan dreng sem hafði ítrekað gert dyraat heima hjá honum, og neyddi hann heim til sín í janúar árið 2010. 21.2.2012 17:47
Skófar kom upp peningaskápaþjófa Þrír karlar á þrítugsaldri hafa játað að hafa brotist inn á tveimur stöðum í austurborginni í fyrrinótt og stolið peningaskápum. Reyndar fóru þjófarnir tómhentir frá fyrri staðnum því ekki tókst þeim að opna peningaskápinn sem þar var að finna og eins reyndist hann vera of stór og þungur til að flytja á annan stað þar sem halda mætti verkinu áfram. Þrátt fyrir þetta neituðu mennirnir að gefast upp enda brotavilji þeirra mjög einbeittur. Þeir fóru því í beinu framhaldi og brutust inn hjá öðru fyrirtæki á svipuðum slóðum en þar var að finna tvo peningaskápa, öllu minni, sem mennirnir tóku með sér af vettvangi. Þessu næst var ekið á afvikinn stað og þar voru skáparnir brotnir upp en í þeim báðum var að finna reiðufé. Því var skipt bróðurlega á milli mannanna sem síðan héldu til síns heima. 21.2.2012 16:43
Játar að hafa ætlað að flytja úrin úr landi Marcin Tomasz Lech, sem er einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, játaði sinn þátt í ráninu fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ríkissaksóknari krefst fimm ára fangelsis yfir honum. 21.2.2012 16:03
Tekist á um breytingar meirihlutans á tillögu Þórs Saari Hart var tekist á um það á Alþingi í dag hvort breytingartillaga meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, á þingsályktunartillögu Þórs Saari um meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga, sé svo mikil að um nýja tillögu sé í raun að ræða. Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tóku málið upp áður en tillagan var tekin til annarar umræðu í dag. Meðal annars var gagnrýnt að ekki sé fyrir hendi kostnaðargreining í málinu. 21.2.2012 15:23
Ópið fer á uppboð Eintak af málverkinu Ópið eftir Edvard Munch fer á uppboð seinna á árinu. Talið er að málverkið fari á 80 milljón dollara eða um tíu milljarða króna. 21.2.2012 16:25
Steingrímur: Hafði engin afskipti af ákvörðun stjórnar FME Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, gerði Steingrími J. Sigfússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, grein fyrir uppsagnarferli Gunnars Þ. Andersen á fundi í síðustu viku. Steingrímur segir að fundurinn hafi einungis verið í upplýsingaskyni og að hann hafi ekki haf afskipti af ákvörðun stjórnarinnar. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Steingrím um fundinn í óundirbúnum fyrirspurnum í dag. Steingrímur sagði í fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn að hann hefði frétt af uppsögn Gunnars Þ. Andersen í fjölmiðlum á föstudaginn en samkvæmt svari Steingríms á Alþingi í dag fundaði hann með stjórninni í sömu viku. Samkvæmt Steingrími var tilgangur fundarins með stjórn FME verið að greina honum og öðrum starfsmönnum í ráðuneytinu frá stöðu mála. Þar hafi honum verið tjáð að þetta ferli hafi verið í gangi í nokkurn tíma og verið væri að afla gagna frá lögmönnum. Þá hafi honum verið tjáð að þegar niðurstaða væri komin í málið yrði rætt við Gunnar og reynt að leysa málið. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af uppsögn forstjórans. Í svari sínu til Gunnars Braga undirstrikaði hann að Fjármálaeftirlitið væri sjálfstæð stofnun og færi með sín mál. "Ég fullyrði það að í þessum samskiptum okkar hefur algjörlega verið farið eftir því,“ sagði Steingrímur. 21.2.2012 14:24
Ekkert nammi í Mosó fyrr en eftir hálf tvö Öskudagurinn er á morgun og þá tíðkast víða að krakkar gangi á milli fyrirtækja og fái sælgæti eða aðra umbun fyrir söng. Í tilkynningu frá skólastjórnendum í Mosfellsbæ er bent á að þar í bæ sé kennsla í skólum til klukkan 13:20 á öskudag. Því séu börn sem komi fyrir þann tíma í fyrirtæki líklegast að skrópa í skólanum eða þá úr öðrum sveitarfélögum. Þeim tilmælum er því beint til fyrirtækja að þau gefi krökkum ekki sælgæti fyrr en eftir að skóla lýkur. 21.2.2012 14:16