Fleiri fréttir Búið að finna bíl mannsins sem hvarf Búið er að finna bíl sænska mannsins sem leitað hefur verið að frá því í nótt. Hann fannst við Sólheimajökul síðdegis. Björgunarsveitir hafa í dag leitað að manninum á Fimmvöruhálsi og á Eyjafjallajökli og munu færa sig um set núna. 10.11.2011 16:33 Barnaníðingur dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi Karlmaður var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot ungum pilti í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 10.11.2011 16:25 Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald í stærsta fíkniefnamáli ársins Hæstiréttur staðfesti nú rétt í þessu úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa staðið að innflutningi í umfangsmesta fíkniefnamáli ársins, sæti fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhaldi. 10.11.2011 16:00 Undirrituðu samning um hjúkrunarheimili á Ísafirði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Daníel Jakobsson bæjarstjóri undirrituðu í dag samning um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis á Ísafirði. Einnig var undirritað samkomulag um samstarfsverkefni í öldrunarþjónustu á svæðinu, með áherslu á Flateyri. 10.11.2011 15:53 Samstarfsmenn á X-inu: Hemmi var týpan sem maður faðmaði "Þessi litla útvarpsstöð verður aldrei aftur söm án Hemma sem var einhver glaðlyndasti og hjálpsamasti samstarfsmaður og vinur sem við höfum átt," segir í kveðju frá samstarfsmönnum Hermans Fannars Valgarðssonar á X-inu 977. 10.11.2011 15:36 Mannshvarf á Mýrdalsjökli: Lögregla óskar eftir vitnum Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum, hvort sem um er að ræða þjónustuaðilum eða einstaklingum sem kannast við að hafa ekið erlendum aðila að Skógum eða annarstaðar að Eyjafjalla eða Mýrdalsjökli í gær. Málið tengist erlendum ferðamanni sem leitað hefur verið á Mýrdalsjökli og á Fimmvörðuhálsi í nótt og dag. 10.11.2011 15:10 Ólafur og Dorrit bjóða í íslenskar pönnukökur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaief forsetafrú, bjóða erlendum ferðamönnum að þiggja íslenskar pönnukökur í forsetabústaðnum á Bessastöðum á morgun. Þá munu hjónin bjóða gestum sínum að skoða Bessastaðakirkju og fjölskrúðugt fuglalíf í nágrenni Bessastaða. 10.11.2011 14:59 Björgvin velur Jólastjörnuna í kvöld Örlagastund í Jólastjörnuleit Björgvins Halldórssonar söngvara rennur upp í kvöld. Þá verður tilkynnt hver hinna fjölmörgu efnilegu söngvara sem sóttust eftir því að koma fram á jólatónleikum hans. Þegar jólastjörnuleitin fór í gang sendu 400 efnilegir söngvarar inn myndskeið af sér á Vísi og af þeim voru fimmtán valin í prufur. 10.11.2011 14:28 Milljarður á mínútu með Vaðlaheiðargöngum „Við lifum á tímum þar sem þarf að fara verulega skynsamlega með hverju einustu krónu og það er öllum ljóst að Vaðlaheiðargöng falla ekki í þann flokk," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10.11.2011 13:32 Mikilvægt að bæta aðgengi að hugrænni atferlismeðferð Bæta þarf aðgengi almennings að hugrænni atferlismeðferð. Slíkt meðferðarform skilar í flestum tilfellum sambærilegum eða betri árangri en lyfjameðferð, en aðgengi er lakara, eftir því sem fram kemur í grein íslenskra sálfræðinga sem birtist í nýjasta hefti Læknablaðsins. 10.11.2011 13:12 Sjúkraliðar og ælupokar í boði Hollenski kvikmyndagerðamaðurinn Tom Six er væntanlegur hingað til lands í dag ásamt systur sinni en hann verður með spurt og svarað-sýningu í Háskólabíói í kvöld þegar kvikmynd hans, The Human Centipede 2, verður forsýnd. 10.11.2011 12:30 Enn stendur víðtæk leit yfir Víðtæk leit nokkur hundruð björgunarsveitarmanna að sænskum ferðamanni á Fimmvöruhálsi og á Eyjafjallajökli frá því í gærkvöldi hefur ekki enn borið árangur og spáð er versnandi veðri á leitarsvæðinu. 10.11.2011 12:08 Harmleikur á Hótel Frón: Móðirin neitar sök Mál gegn ungri konu, sem skildi nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón í sumar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Konan er ákærð fyrir manndráp af ásetningi og til vara fyrir að deyða barn sitt í fæðingu. Konan neitaði sök við þingfestinguna. 10.11.2011 12:07 Hermann Fannar látinn Maðurinn sem fannst látinn í Hafnarfirði í fyrrakvöld hét Hermann Fannar Valgarðsson. Hann var 31 árs gamall og lætur eftir sig eiginkonu og fjögurra ára gamlan son. 10.11.2011 10:57 Þrjú hundruð björgunarsveitarmenn á hádegi Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn frá Austfjörðum og Akureyri til að fjölga í leiltarliðinu, sem í nótt hefur leitað að erlendum ferðamanni, sem er týndur annaðhvort á Fimmvörðuhálsi eða Mýrdalsjökli. 10.11.2011 10:10 Meint hlerun símastarfsmanns skoðuð Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú til rannsóknar meinta heimildarlausa símhlerun starfsmanns símafyrirtækis. Þetta staðfestir Hrafnkell Gíslason, forstjóri PFS, við Fréttablaðið. Hann segir málið það fyrsta sinnar tegundar sem stofnunin hafi fengið til athugunar. 10.11.2011 10:00 Líkamsárás eftir skólaball FB - Óskað eftir vitnum Ráðist var á 17 ára gamlan pilt með grófum hætti fyrir framan skemmtistaðinn Rubin í Öskjuhlíð aðfaranótt föstudagsins 4. nóvembersíðastliðinn. Pilturinn var að koma af dansleik á vegum Fjölbrautaskólans í Breiðholti þegar árásin átti sér stað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna að árásinni og eru þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um málið vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. 10.11.2011 09:42 Drukku orkudrykk og enduðu á spítala Tveir unglingsdrengir hafa verið lagðir inn á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins á síðustu dögum eftir að hafa drukkið orkudrykki. Sextán ára drengur, Tryggvi Þór Pétursson, var sendur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna á þriðjudaginn eftir að hafa drukkið nær einn lítra af orkudrykknum Red Rooster. Hann fór heim samdægurs. Annar drengur kom á spítalann í síðustu viku og þurfti að dvelja þar yfir nótt sökum hjartsláttartruflana. 10.11.2011 09:00 Stór jarðskjálfti í Mýrdalsjökli Jarðskjálfti upp á 3,1 á Richter varð á Öskjusvæðinu í Mýrdalsjökli laust fyrir klukkan þrjú í nótt, nánar til tekið sjö og hálfan kílómetra norð-norðaustur af Hábungu. Síðan hefur verið rólegt á svæðinu. 10.11.2011 07:46 Losa farminn úr flutningaskipinu Ölmu Í birtingu verður farið að losa farminn úr flutningaskipinu Ölmu, sem var dregin til Fáskrúðsfjarðar um helgina eftir að hún missti stýrið út af Hornafilrði. 10.11.2011 07:40 Brotist inn í söluturn Brotist var inn í söluturn við Melabraut í Hafnarfirði í nótt og þaðan stolið tóbaki og skiptimynt úr peningakössum. 10.11.2011 07:37 Rosabaugur yfir Reykjanesbæ Rosabaugur um tunglið sást yfir Reykjanesbæ í gærkvöldi, en samkvæmt gamalli hjátrú á síkt fyrirbæri að boða váleg tíðindi. 10.11.2011 07:26 Fjölmenn leit að ferðamanni á Fimmvörðuhálsi Á annað hundrað björgunarsveitarmenn Landsbjargar leita nú að erlendum ferðamani á Fimmvörðuhálsi og á Mýrdalsjökli, eftir að hann hringdi í neyðarlínuna um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. 10.11.2011 07:06 Stjórnarflokkarnir deila um gangagerð Fresta þurfti fundi fjárlaganefndar í gær vegna andstöðu fulltrúa Samfylkingarinnar við fjárheimild vegna Vaðlaheiðarganga. Málið var tekið fyrir á þingflokksfundi flokksins í gær og loks náðist sátt um það seinnipartinn. 10.11.2011 07:00 Leikjatölvum stolið Brotist var inn í félagsmiðstöð unglinga í Garði um síðustu helgi og þaðan stolið þremur leikjatölvum ásamt fylgihlutum og leikjum. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins. 10.11.2011 05:00 Teigsskógur og Hálsaleið ekki gerleg Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að lagning Vestfjarðavegar um Teigsskóg sé ekki á borðinu. Það muni skapa miklar deilur og málssóknir sem líklegt sé að tapist fyrir dómsstólum. Þá verði svokölluð Hálsaleið ekki farin, enda séu heimamenn mótfallnir henni. 10.11.2011 04:30 Ekki um tvo erlenda menn að ræða Ekki var um tvo erlenda karlmenn að ræða þegar ráðist var á tæplega tvítuga konu í Vestmannaeyjum á sunnudagsmorgninum síðastliðnum. Konan hefur dregið vitnisburð sinn til baka en hefur ekki viljað upplýsa hver eða hverjir það voru sem réðust á hana. 10.11.2011 04:00 Árni Johnsen neitar að lúta niðurstöðunni Húsafriðunarnefnd ákvað í gær að skyndifriða Skálholtsskóla, Skálholtskirkju og nánasta umhverfi. Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður nefndarinnar, segir þetta þýða að hætta verði byggingu Þorláksbúðar. 10.11.2011 04:00 Vill útskýringar á frávísun máls Eygló Harðardóttir þingkona hefur óskað eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna frávísunar Héraðsdóms á máli Milestone gegn Karli Wernerssyni. Rökstuðningur við frávísunina er að lagabreytingar Alþingis á gjaldþrotalögum hafi ekki verið nægilega skýrar. 10.11.2011 03:00 Símastarfsmaður er grunaður um hlerun Póst- og fjarskiptastofnun hefur nú til rannsóknar mál sem varðar meinta símhlerun starfsmanns símafyrirtækis. Þetta staðfestir Hrafnkell Gíslason, forstjóri PFS, við Fréttablaðið. Hann segir þetta mál það fyrsta sinnar tegundar sem stofnunin hafi fengið til athugunar. Því sé ekki lokið en muni ljúka í þessum mánuði. 10.11.2011 00:01 Ekið á ungan pilt í Kópavogi Ekið var á ungan pilt í Kópavogi rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Slysið varð á Fífuhvammsvegi þar sem beygt er út á Hafnarfjarðarveg. Pilturinn var fluttur á slysadeild en lögregla hefur ekki upplýsingar um meiðsli hans. 9.11.2011 22:46 Var 150 kíló - sá ljósmynd og fékk nóg Ljósmynd sem tekin var í kvennafélagsferð varð til þess að kona, sem orðin var tæp hundrað og fimmtíu kíló, ákvað að tímabært væri að gera eitthvað í sínum málum. 9.11.2011 19:10 Tom Cruise fær sumarvinnu á Íslandi Kvikmyndastjarnan Tom Cruise mun að öllum líkindum dvelja á Íslandi í nokkrar vikur næsta sumar við upptökur á tólf milljarða króna Hollywood-stórmynd. Búist er við að tvöhundruð manna kvikmyndalið frá Universal fylgi honum til landsins. 9.11.2011 19:00 Fartölvu stolið í innbroti í Grafarholti Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhús í Grafarholti rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Þjófarnir höfðu spennt upp svalahurð og farið inn í íbúðina. Þeir höfðu á brott með sér fartölvu. Þjófanna er nú leitað. 9.11.2011 22:31 Fágætt eintak af smásögu eftir Hemingway boðið upp á Íslandi Næstkomandi laugardag verður blásið til bókauppboðs á vefnum uppboð.is. Að uppboðinu standa Gallerí Fold og Bókin Klapparstíg. 9.11.2011 22:00 Hélt hún væri með flensu en missti fæturna Fyrst var talið að um hefðbundna flensu væri að ræða, stuttu síðar var hún flutt í skyndi á spítala og um morguninn vaknaði hún án fóta. Í Íslandi í dag heyrum sögu þriggja barna einstæðrar móður sem venst nú algjörlega nýju lífi. 9.11.2011 21:00 Íslensku menntaverðlaunin afhent við fjölmenna athöfn Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti Íslensku menntaverðlaunin fyrir árið 2011 við fjölmenna athöfn í Sjálandsskóla í Garðabæ í kvöld. 9.11.2011 20:47 Margt bendir til þess að sjúkur brennuvargur sé á ferli Brennuvargar ollu milljónatjóni í Vestmannaeyjum í gær þegar kveikt var í síldarnót. Þetta er ein af mörgum óupplýstum íkveikjum í eyjum á undanförnum árum. Bæjarstjórinn segir sjúkan einstakling ganga lausan. 9.11.2011 19:45 Samverustundir í Hafnarfirði Boðað hefur verið til samverustunda í Hafnarfirði í kvöld vegna sviplegs fráfalls karlmanns á fertugsaldri sem lést í gær. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. 9.11.2011 15:59 Fannst látinn í Hafnarfirði Karlmaður fannst látinn á opnu svæði í Hafnarfirði í gærkvöld. Þetta staðfestir lögreglan í samtali við Vísi. Hún segir að maðurinn hafi látist af völdum veikinda og vildi ekki gefa nánari upplýsingar um málavexti. 9.11.2011 12:03 Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9.11.2011 18:56 Vilja að lántaka vegna Vaðlaheiðarganga verði heimiluð Fjárlaganefnd Alþingis veitir fjármálaðherra heimild til þess að taka lán upp á einn milljarð króna vegna Vaðlaheiðarganganna, samkvæmt samþykkt meirihluta fjárlaganefndar. Þetta kom fram í útvarpsfréttum ríkisútvarpsins. 9.11.2011 18:00 Fær milljón eftir hjartastopp við Fylkisheimilið Íþróttafélagið Fylkir var í dag dæmt til að greiða karlmanni rúmlega eina milljón króna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir við félagsheimili liðsins í Árbæ í september árið 2005. 9.11.2011 16:05 Jólageitin risin á fætur Sænska jólageitin við Ikea er risin á fætur aftur með aðstoð kranabíls eftir óvæntan skell sem hún fékk í rokinu aðfaranótt þriðjudagsins. Hún hefur verið kirfilega fest á sinn stað í Kauptúninu og miklar vonir eru bundnar við það að hún standi af sér það óveður sem hugsanlega kann að koma á næstunni. 9.11.2011 15:57 Þór heimsækir Ísfirðinga Nýja varðskipið Þór er nú komið á Ísafjörð en þar var tekið á móti fleyinu með pompi og pragt í dag. Fulltrúar frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, björgunarsveitum og lögreglu og slökkviliði fóru fyrst um borð og skoðuðu skipið sem er allt hið glæsilegasta. Skipið var síðan opnað almenningi og verður það til klukkan sex í dag. Stanslaus straumur fólks hefur legið í skipið. 9.11.2011 15:37 Sjá næstu 50 fréttir
Búið að finna bíl mannsins sem hvarf Búið er að finna bíl sænska mannsins sem leitað hefur verið að frá því í nótt. Hann fannst við Sólheimajökul síðdegis. Björgunarsveitir hafa í dag leitað að manninum á Fimmvöruhálsi og á Eyjafjallajökli og munu færa sig um set núna. 10.11.2011 16:33
Barnaníðingur dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi Karlmaður var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot ungum pilti í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 10.11.2011 16:25
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald í stærsta fíkniefnamáli ársins Hæstiréttur staðfesti nú rétt í þessu úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa staðið að innflutningi í umfangsmesta fíkniefnamáli ársins, sæti fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhaldi. 10.11.2011 16:00
Undirrituðu samning um hjúkrunarheimili á Ísafirði Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Daníel Jakobsson bæjarstjóri undirrituðu í dag samning um byggingu 30 rýma hjúkrunarheimilis á Ísafirði. Einnig var undirritað samkomulag um samstarfsverkefni í öldrunarþjónustu á svæðinu, með áherslu á Flateyri. 10.11.2011 15:53
Samstarfsmenn á X-inu: Hemmi var týpan sem maður faðmaði "Þessi litla útvarpsstöð verður aldrei aftur söm án Hemma sem var einhver glaðlyndasti og hjálpsamasti samstarfsmaður og vinur sem við höfum átt," segir í kveðju frá samstarfsmönnum Hermans Fannars Valgarðssonar á X-inu 977. 10.11.2011 15:36
Mannshvarf á Mýrdalsjökli: Lögregla óskar eftir vitnum Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum, hvort sem um er að ræða þjónustuaðilum eða einstaklingum sem kannast við að hafa ekið erlendum aðila að Skógum eða annarstaðar að Eyjafjalla eða Mýrdalsjökli í gær. Málið tengist erlendum ferðamanni sem leitað hefur verið á Mýrdalsjökli og á Fimmvörðuhálsi í nótt og dag. 10.11.2011 15:10
Ólafur og Dorrit bjóða í íslenskar pönnukökur Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaief forsetafrú, bjóða erlendum ferðamönnum að þiggja íslenskar pönnukökur í forsetabústaðnum á Bessastöðum á morgun. Þá munu hjónin bjóða gestum sínum að skoða Bessastaðakirkju og fjölskrúðugt fuglalíf í nágrenni Bessastaða. 10.11.2011 14:59
Björgvin velur Jólastjörnuna í kvöld Örlagastund í Jólastjörnuleit Björgvins Halldórssonar söngvara rennur upp í kvöld. Þá verður tilkynnt hver hinna fjölmörgu efnilegu söngvara sem sóttust eftir því að koma fram á jólatónleikum hans. Þegar jólastjörnuleitin fór í gang sendu 400 efnilegir söngvarar inn myndskeið af sér á Vísi og af þeim voru fimmtán valin í prufur. 10.11.2011 14:28
Milljarður á mínútu með Vaðlaheiðargöngum „Við lifum á tímum þar sem þarf að fara verulega skynsamlega með hverju einustu krónu og það er öllum ljóst að Vaðlaheiðargöng falla ekki í þann flokk," segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. 10.11.2011 13:32
Mikilvægt að bæta aðgengi að hugrænni atferlismeðferð Bæta þarf aðgengi almennings að hugrænni atferlismeðferð. Slíkt meðferðarform skilar í flestum tilfellum sambærilegum eða betri árangri en lyfjameðferð, en aðgengi er lakara, eftir því sem fram kemur í grein íslenskra sálfræðinga sem birtist í nýjasta hefti Læknablaðsins. 10.11.2011 13:12
Sjúkraliðar og ælupokar í boði Hollenski kvikmyndagerðamaðurinn Tom Six er væntanlegur hingað til lands í dag ásamt systur sinni en hann verður með spurt og svarað-sýningu í Háskólabíói í kvöld þegar kvikmynd hans, The Human Centipede 2, verður forsýnd. 10.11.2011 12:30
Enn stendur víðtæk leit yfir Víðtæk leit nokkur hundruð björgunarsveitarmanna að sænskum ferðamanni á Fimmvöruhálsi og á Eyjafjallajökli frá því í gærkvöldi hefur ekki enn borið árangur og spáð er versnandi veðri á leitarsvæðinu. 10.11.2011 12:08
Harmleikur á Hótel Frón: Móðirin neitar sök Mál gegn ungri konu, sem skildi nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón í sumar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Konan er ákærð fyrir manndráp af ásetningi og til vara fyrir að deyða barn sitt í fæðingu. Konan neitaði sök við þingfestinguna. 10.11.2011 12:07
Hermann Fannar látinn Maðurinn sem fannst látinn í Hafnarfirði í fyrrakvöld hét Hermann Fannar Valgarðsson. Hann var 31 árs gamall og lætur eftir sig eiginkonu og fjögurra ára gamlan son. 10.11.2011 10:57
Þrjú hundruð björgunarsveitarmenn á hádegi Búið er að kalla út björgunarsveitarmenn frá Austfjörðum og Akureyri til að fjölga í leiltarliðinu, sem í nótt hefur leitað að erlendum ferðamanni, sem er týndur annaðhvort á Fimmvörðuhálsi eða Mýrdalsjökli. 10.11.2011 10:10
Meint hlerun símastarfsmanns skoðuð Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú til rannsóknar meinta heimildarlausa símhlerun starfsmanns símafyrirtækis. Þetta staðfestir Hrafnkell Gíslason, forstjóri PFS, við Fréttablaðið. Hann segir málið það fyrsta sinnar tegundar sem stofnunin hafi fengið til athugunar. 10.11.2011 10:00
Líkamsárás eftir skólaball FB - Óskað eftir vitnum Ráðist var á 17 ára gamlan pilt með grófum hætti fyrir framan skemmtistaðinn Rubin í Öskjuhlíð aðfaranótt föstudagsins 4. nóvembersíðastliðinn. Pilturinn var að koma af dansleik á vegum Fjölbrautaskólans í Breiðholti þegar árásin átti sér stað. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna að árásinni og eru þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um málið vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. 10.11.2011 09:42
Drukku orkudrykk og enduðu á spítala Tveir unglingsdrengir hafa verið lagðir inn á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins á síðustu dögum eftir að hafa drukkið orkudrykki. Sextán ára drengur, Tryggvi Þór Pétursson, var sendur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna á þriðjudaginn eftir að hafa drukkið nær einn lítra af orkudrykknum Red Rooster. Hann fór heim samdægurs. Annar drengur kom á spítalann í síðustu viku og þurfti að dvelja þar yfir nótt sökum hjartsláttartruflana. 10.11.2011 09:00
Stór jarðskjálfti í Mýrdalsjökli Jarðskjálfti upp á 3,1 á Richter varð á Öskjusvæðinu í Mýrdalsjökli laust fyrir klukkan þrjú í nótt, nánar til tekið sjö og hálfan kílómetra norð-norðaustur af Hábungu. Síðan hefur verið rólegt á svæðinu. 10.11.2011 07:46
Losa farminn úr flutningaskipinu Ölmu Í birtingu verður farið að losa farminn úr flutningaskipinu Ölmu, sem var dregin til Fáskrúðsfjarðar um helgina eftir að hún missti stýrið út af Hornafilrði. 10.11.2011 07:40
Brotist inn í söluturn Brotist var inn í söluturn við Melabraut í Hafnarfirði í nótt og þaðan stolið tóbaki og skiptimynt úr peningakössum. 10.11.2011 07:37
Rosabaugur yfir Reykjanesbæ Rosabaugur um tunglið sást yfir Reykjanesbæ í gærkvöldi, en samkvæmt gamalli hjátrú á síkt fyrirbæri að boða váleg tíðindi. 10.11.2011 07:26
Fjölmenn leit að ferðamanni á Fimmvörðuhálsi Á annað hundrað björgunarsveitarmenn Landsbjargar leita nú að erlendum ferðamani á Fimmvörðuhálsi og á Mýrdalsjökli, eftir að hann hringdi í neyðarlínuna um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. 10.11.2011 07:06
Stjórnarflokkarnir deila um gangagerð Fresta þurfti fundi fjárlaganefndar í gær vegna andstöðu fulltrúa Samfylkingarinnar við fjárheimild vegna Vaðlaheiðarganga. Málið var tekið fyrir á þingflokksfundi flokksins í gær og loks náðist sátt um það seinnipartinn. 10.11.2011 07:00
Leikjatölvum stolið Brotist var inn í félagsmiðstöð unglinga í Garði um síðustu helgi og þaðan stolið þremur leikjatölvum ásamt fylgihlutum og leikjum. Þetta kemur fram á vef sveitarfélagsins. 10.11.2011 05:00
Teigsskógur og Hálsaleið ekki gerleg Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að lagning Vestfjarðavegar um Teigsskóg sé ekki á borðinu. Það muni skapa miklar deilur og málssóknir sem líklegt sé að tapist fyrir dómsstólum. Þá verði svokölluð Hálsaleið ekki farin, enda séu heimamenn mótfallnir henni. 10.11.2011 04:30
Ekki um tvo erlenda menn að ræða Ekki var um tvo erlenda karlmenn að ræða þegar ráðist var á tæplega tvítuga konu í Vestmannaeyjum á sunnudagsmorgninum síðastliðnum. Konan hefur dregið vitnisburð sinn til baka en hefur ekki viljað upplýsa hver eða hverjir það voru sem réðust á hana. 10.11.2011 04:00
Árni Johnsen neitar að lúta niðurstöðunni Húsafriðunarnefnd ákvað í gær að skyndifriða Skálholtsskóla, Skálholtskirkju og nánasta umhverfi. Nikulás Úlfar Másson, forstöðumaður nefndarinnar, segir þetta þýða að hætta verði byggingu Þorláksbúðar. 10.11.2011 04:00
Vill útskýringar á frávísun máls Eygló Harðardóttir þingkona hefur óskað eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis vegna frávísunar Héraðsdóms á máli Milestone gegn Karli Wernerssyni. Rökstuðningur við frávísunina er að lagabreytingar Alþingis á gjaldþrotalögum hafi ekki verið nægilega skýrar. 10.11.2011 03:00
Símastarfsmaður er grunaður um hlerun Póst- og fjarskiptastofnun hefur nú til rannsóknar mál sem varðar meinta símhlerun starfsmanns símafyrirtækis. Þetta staðfestir Hrafnkell Gíslason, forstjóri PFS, við Fréttablaðið. Hann segir þetta mál það fyrsta sinnar tegundar sem stofnunin hafi fengið til athugunar. Því sé ekki lokið en muni ljúka í þessum mánuði. 10.11.2011 00:01
Ekið á ungan pilt í Kópavogi Ekið var á ungan pilt í Kópavogi rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Slysið varð á Fífuhvammsvegi þar sem beygt er út á Hafnarfjarðarveg. Pilturinn var fluttur á slysadeild en lögregla hefur ekki upplýsingar um meiðsli hans. 9.11.2011 22:46
Var 150 kíló - sá ljósmynd og fékk nóg Ljósmynd sem tekin var í kvennafélagsferð varð til þess að kona, sem orðin var tæp hundrað og fimmtíu kíló, ákvað að tímabært væri að gera eitthvað í sínum málum. 9.11.2011 19:10
Tom Cruise fær sumarvinnu á Íslandi Kvikmyndastjarnan Tom Cruise mun að öllum líkindum dvelja á Íslandi í nokkrar vikur næsta sumar við upptökur á tólf milljarða króna Hollywood-stórmynd. Búist er við að tvöhundruð manna kvikmyndalið frá Universal fylgi honum til landsins. 9.11.2011 19:00
Fartölvu stolið í innbroti í Grafarholti Tilkynnt var um innbrot í íbúðarhús í Grafarholti rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Þjófarnir höfðu spennt upp svalahurð og farið inn í íbúðina. Þeir höfðu á brott með sér fartölvu. Þjófanna er nú leitað. 9.11.2011 22:31
Fágætt eintak af smásögu eftir Hemingway boðið upp á Íslandi Næstkomandi laugardag verður blásið til bókauppboðs á vefnum uppboð.is. Að uppboðinu standa Gallerí Fold og Bókin Klapparstíg. 9.11.2011 22:00
Hélt hún væri með flensu en missti fæturna Fyrst var talið að um hefðbundna flensu væri að ræða, stuttu síðar var hún flutt í skyndi á spítala og um morguninn vaknaði hún án fóta. Í Íslandi í dag heyrum sögu þriggja barna einstæðrar móður sem venst nú algjörlega nýju lífi. 9.11.2011 21:00
Íslensku menntaverðlaunin afhent við fjölmenna athöfn Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti Íslensku menntaverðlaunin fyrir árið 2011 við fjölmenna athöfn í Sjálandsskóla í Garðabæ í kvöld. 9.11.2011 20:47
Margt bendir til þess að sjúkur brennuvargur sé á ferli Brennuvargar ollu milljónatjóni í Vestmannaeyjum í gær þegar kveikt var í síldarnót. Þetta er ein af mörgum óupplýstum íkveikjum í eyjum á undanförnum árum. Bæjarstjórinn segir sjúkan einstakling ganga lausan. 9.11.2011 19:45
Samverustundir í Hafnarfirði Boðað hefur verið til samverustunda í Hafnarfirði í kvöld vegna sviplegs fráfalls karlmanns á fertugsaldri sem lést í gær. Ekki er unnt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu. 9.11.2011 15:59
Fannst látinn í Hafnarfirði Karlmaður fannst látinn á opnu svæði í Hafnarfirði í gærkvöld. Þetta staðfestir lögreglan í samtali við Vísi. Hún segir að maðurinn hafi látist af völdum veikinda og vildi ekki gefa nánari upplýsingar um málavexti. 9.11.2011 12:03
Allt annað en Teigsskóg, segir Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur fallið frá því að láta Vestfjarðaveg liggja yfir hálsana tvö í Gufudalssveit og er tilbúinn að skoða alla aðra kosti nema þann að fara í gegnum Teigsskóg. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, segir að leiðin um Teigsskóg sé sú eina færa. 9.11.2011 18:56
Vilja að lántaka vegna Vaðlaheiðarganga verði heimiluð Fjárlaganefnd Alþingis veitir fjármálaðherra heimild til þess að taka lán upp á einn milljarð króna vegna Vaðlaheiðarganganna, samkvæmt samþykkt meirihluta fjárlaganefndar. Þetta kom fram í útvarpsfréttum ríkisútvarpsins. 9.11.2011 18:00
Fær milljón eftir hjartastopp við Fylkisheimilið Íþróttafélagið Fylkir var í dag dæmt til að greiða karlmanni rúmlega eina milljón króna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir við félagsheimili liðsins í Árbæ í september árið 2005. 9.11.2011 16:05
Jólageitin risin á fætur Sænska jólageitin við Ikea er risin á fætur aftur með aðstoð kranabíls eftir óvæntan skell sem hún fékk í rokinu aðfaranótt þriðjudagsins. Hún hefur verið kirfilega fest á sinn stað í Kauptúninu og miklar vonir eru bundnar við það að hún standi af sér það óveður sem hugsanlega kann að koma á næstunni. 9.11.2011 15:57
Þór heimsækir Ísfirðinga Nýja varðskipið Þór er nú komið á Ísafjörð en þar var tekið á móti fleyinu með pompi og pragt í dag. Fulltrúar frá bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, björgunarsveitum og lögreglu og slökkviliði fóru fyrst um borð og skoðuðu skipið sem er allt hið glæsilegasta. Skipið var síðan opnað almenningi og verður það til klukkan sex í dag. Stanslaus straumur fólks hefur legið í skipið. 9.11.2011 15:37