Fleiri fréttir Halda minningartónleika um Sissu Minningartónleikar um Sigrúnu Mjöll Jóhannesdóttur verða haldnir í Hofi, menningarhúsinu á Akureyri, föstudaginn 30. september næstkomandi. Það eru stelpur á Meðferðarheimilinu á Laugalandi sem fengu þá hugmynd á vordögum að halda tónleika til þess að styrkja minningarsjóð Sissu, eins og hún var jafnan kölluð, en hún var í meðferð þar. Sissa lést í júní í fyrra eftir of stóran skammt af læknadópi aðeins 17 ára gömul. 2.9.2011 16:27 Langanesbyggð gagnrýnir kvótafrumvarp harðlega Sveitastjórn Langanesbyggðar skorar á sjávarútvegsráðherra að draga frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða til baka. Sveitastjórnin lýsir ennfremur yfir þungum áhyggjum vegna frumvarps sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. 2.9.2011 16:21 Lúðvík hugsar sig um: Það mætir einhver á þingfund á mánudaginn „Þetta ber mjög skjótt að,“ segir Lúðvík Geirsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi en honum stendur til boða að taka þingsæti Þórunnar Sveinbjarnardóttur sem tilkynnti í dag að hún segði af sér þingmennsku frá og með mánudeginum næsta. 2.9.2011 15:23 Hættir á þingi til að læra siðfræði "Þetta er ákvörðun sem er tekin af mjög vandlega hugsuðu máli,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem tilkynnti í dag að hún segði af sér þingmennsku. Spurð hvað komi til segist hún hafa verið að bræða með sér hugmyndina í nokkurn tíma. 2.9.2011 14:23 Konur á leið úr vændi fá athvarf Tímamót urðu í sögu Stígamóta í dag þegar nýtt kvennaathvarf fyrir konur á leið úr vændi og mansali var opnað. Vændi er falið og marar í kafi segir verkefnisstýra athvarfsins. 2.9.2011 22:00 Þórunn segir af sér þingmennsku Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku frá og með mánudeginum 5. september samkvæmt tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla. 2.9.2011 13:59 Strætó-kort hækka í verði - stök fargjöld standa í stað Verð á mánaðar-, þriggja mánaða og níu mánaða strætókortum hækkar um 9-10% hinn 1. október næstkomandi samkvæmt tilkynningu frá Strætó bs. 2.9.2011 13:53 Radarvörum stolið og fíkniefni gerð upptæk Brotist var inn í þrjá bíla í Reykjavík í gær og radarvara stolið úr þeim öllum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 2.9.2011 13:33 Ætlaði að ræna verslun en fann engan starfsmann Rétt tæplega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir vopnuð rán og þjófnað. Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa rænt verslun 10-11 í Grímsbæ í desember á síðasta ári vopnaður hnífi. Maðurinn hafði rúmar fimmtán þúsund krónur upp úr krafsinu auk sígarettupakka samkvæmt ákærunni. 2.9.2011 13:03 Vill taka upp evru til þess að losna við verðtryggingu Formaður efnahags- og skattanefndar vill taka upp evru til að losna við verðtrygginguna. Hagfræðingur hjá Seðlabankanum telur að afnám verðtryggingarinnar nú myndi fela í sér hærri raunvexti til lántaka en nú er. 2.9.2011 12:21 „Við höfum náð árangri og erum að vinna okkur út úr erfiðleikunum“ Forsætisráðherra sagði á Alþingi í morgun að framtíðin væri björt á Íslandi og ekki mætti tala efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar niður, og þannig draga kjarkinn úr þjóðinni. 2.9.2011 12:18 Þráinn stöðvaði afgreiðslu stjórnarfrumvarps Ekki var meirihluti fyrir því að afgreiða stjórnarfrumvarp um endurskoðun á Stjórnarráðsins á fundi allsherjarnefndar í morgun. Atkvæði Þráins Bertelssonar réð úrslitum. 2.9.2011 12:15 Húsavíkurflug hefst á ný eftir langt hlé Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Húsavíkur næsta vor. Þrettán ár eru liðin frá því Flugfélag Íslands hætti Húsavíkurflugi en síðan hélt Mýflug uppi áætlunarflugi þangað um tveggja ára skeið en hætti árið 2000. 2.9.2011 11:43 Kuupik Kleist á leiðinni til landsins Kuupik Kleist, formaður grænlensku landstjórnarinnar, kemur í opinbera heimsókn til Íslands mánudag, 5. september til 7. september samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 2.9.2011 11:37 Hundruð krossa á Austurvelli Búið er að reka niður á annað hundrað krossa á grasinu fyrir framan Alþingi á Austurvelli. Um er að ræða mótæli á vegum heimavarnarliðsins, þess sama og stóð vörð fyrir utan heimili í Breiðagerði á dögunum. 2.9.2011 11:35 Skattur á rafbækur og tónlist stórlækkaður Efnahagsskattanefnd samþykkti í morgun að leggja til að lækka virðisaukaskatt á rafbækur og tónlist á netinu. Hingað til hefur skatturinn verið 25 prósent en verði tillagan samþykkt lækkar skatturinn niður í 7 prósent. 2.9.2011 10:53 Ferðamálafrömuðir fyrir norðan fagna áformum Nubo Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi fagnar áformum kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo að stefna að uppbyggingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Nubo vill, eins og frægt er orðið, reisa glæsilegt hótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Í yfirlýsingu frá markaðsstofunni segir að öll ný fjárfesting í ferðaþjónustu sem fellur að lögum og reglum og fylgir markmiðum um sjálfbæra nýtingu og umhverfisvæna ferðaþjónustu sé af hinu góða. 2.9.2011 10:39 Ákærðir fyrir að lúberja mann - þurfti að sauma 25 spor Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar þeir lömdu tæplega þrítugan mann fyrir utan skemmtistaðinn Boston í október á síðasta ári. 2.9.2011 10:20 Sængurverasett með liðinu þínu Nú er hægt að kaupa sænguverasett með sínu íslenska íþróttafélagi. Það er Hagkaup sem lét framleiða fyrir sig um tíu þúsund eintök af settunum með einkennismerki og lit níu íþróttafélaga. 2.9.2011 09:27 Þingfundir hefjast í dag eftir sumarleyfi Þingfundir hefjast að nýju á Alþingi í dag klukkan hálfellefu að loknu sumarleyfi. Þingið mun starfa næstu tvær vikurnar en hlé var gert á 139. löggjafarþingi í sumar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur þingstörf með munnlegri skýrslu um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum og að henni lokinni taka við umræður um skýrsluna. 2.9.2011 08:52 Beit lögreglukonu í gegnum hanskann Lögreglukona var bitin í höndina þegar hún var að setja konu í fangaklefa á Hverfisgötu nú undir morgun. Konan brást illa við handtökunni og beit frá sér, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. 2.9.2011 07:50 Fjöldi undanþága veittur Innanríkisráðuneytið, áður dómsmálaráðuneytið, hefur frá árinu 2007 veitt 24 undanþágur frá banni við því að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins kaupi fasteignir og lóðir hér á landi. 2.9.2011 06:30 Ánægjuleg þróun „Það er mjög ánægjulegt að þessi þróun heldur áfram, heildarendurheimtuhorfurnar batna og fé kemur hraðar inn þannig að handbært fé er orðið umtalsvert," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. 2.9.2011 06:00 Bretar og Hollendingar fá allt til baka "Þetta eru afskaplega góð tíðindi. Þetta sýnir að þær breytingar sem við gengumst fyrir í hruninu með neyðarlögunum, þegar innstæðum var skapaður forgangur, munu leiða til þess að innstæðueigendur í Bretlandi og Hollandi fái allt sitt til baka, jafnvel þó að þeir hafi verið með innstæður umfram það sem innstæðutryggingarkerfið átti að tryggja,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. 2.9.2011 06:00 Icesave ætti að vera úr sögunni „Það er mjög jákvætt ef þetta verður niðurstaðan og eignirnar duga fyrir öllum forgangskröfum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. 2.9.2011 05:45 Áætlaður kostnaður við laugarnar 320 milljónir Framkvæmdir við endurgerð sundlauganna í Reykjavík eru hafnar og er áætlaður kostnaður nú kominn upp í 320 milljónir króna eftir endurskoðaða fjárhagsáætlun frá 30. júní. Í apríl síðastliðnum kom fram að áætlaður kostnaður yrði um 275 milljónir króna, en þó var gert ráð fyrir 500 milljónum í framkvæmdirnar í upphaflegri fjárhagsáætlun 2011. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 2.9.2011 05:00 Matarkarfan ódýrust í Krónunni - Bónus mótmælir vinnubrögðum Allt að 28 prósenta verðmunur er á matarkörfu ASÍ á milli Krónunnar, þar sem hún er ódýrust, og Nóatúns, þar sem hún er dýrust. 2.9.2011 04:00 Óvíst að hægt sé að halda verðbólgu lágri Hægt er að afnema verðtryggingu án mikils kostnaðar ef verðbólga helst lág og stöðug. Hvort það sé raunhæft er hins vegar önnur og flóknari spurning. 2.9.2011 03:00 Samsetning bóta til skoðunar Samsetning bóta til fórnarlamba ofbeldis er nú til skoðunar í innanríkisráðuneytinu. Til þess að breyta samsetningu bótanna þarf að breyta lögum, að sögn Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra. 2.9.2011 02:00 Svar Seðlabankans ekki fullnægjandi Hagsmunasamtök heimilanna telja svör Seðlabankans sem hann sendi frá sér á þriðjudaginn ekki fullnægjandi. Bankinn hafi ekki getað bent á eina skýra lagaheimild fyrir reglum sínum um framkvæmd verðtryggingar. 1.9.2011 23:35 Íslenski barinn rýmdur vegna piparúðadólgs Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að reykræsta Íslenska barinn á Pósthússtræti nú í kvöld eftir að einhver óprúttinn aðili sprautaði piparúða inni á staðnum. 1.9.2011 22:50 Hundur hljóp á bíl Sérkennilegt umferðaróhapp varð klukkan hálf sex í dag þegar stór hundur hljóp á bifreið á Holtavegi. Bíllinn var á leiðinni norður þegar hundurinn hljóp á faratækið samkvæmt upplýsingum frá Árekstur.is, en nánari tildrög slyssins liggja ekki fyrir. 1.9.2011 20:30 Íslensk ungmenni norðurlandameistarar í kannabisneyslu Margt bendir til þess að marijúananeysla unglinga fari vaxandi hér á landi að sögn forvarnarfulltrúa. Framboð á marijúana hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum en tæplega fjórðungur íslenskra ungmenna hefur prófað efnið. 1.9.2011 19:30 Sterkur skjálfti skammt frá Goðabungu Tveir skjálftar mældust skammt frá Goðabungu við Mýrdalsjökul skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Annarsvegar mældist skjálfti upp á 3,2 á richter en upptök hans voru 3,5 kílómetrar Norð-Austur af Goðabungu. 1.9.2011 19:30 Vilja gera Hvalfjörð að útivistarperlu borgarbúa Skógræktarfélögin vilja gera Hvalfjörð að næstu útivistarperlu borgarbúa og hafa í því skyni falast eftir því að kaupa jörðina Hvammsvík af Orkuveitu Reykjavíkur. Hartnær fjörutíu ár eru liðin frá því skógræktarfélög keyptu jörðina Fossá og hófu þar gróðursetningu trjáplantna. 1.9.2011 18:45 Saka fjármálafyrirtækin um villandi upplýsingar Hagsmunasamtök heimilanna saka fjármálafyrirtækin um að leggja fram villandi upplýsingar um afskriftir lána. Af rúmlega hundrað og fjörtíu milljörðum sem fjármálafyrirtækin flokka sem afskriftir eru hundrað og tuttugu tilkomnir vegna gengistryggðra lána. 1.9.2011 18:28 Þriðjungur styður ríkisstjórnina - Framsókn mælist með 17 prósent Þriðjungur kjósenda styður ríkisstjórnina, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup og fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá. Þar kemur fram að stuðningur við stjórnina hefur lítið breyst undanfarna mánuði. Fylgi flokkanna er sömuleiðis stöðugt. 1.9.2011 18:19 Arna Sif fundin Arna Sif Þórsdóttir er fundin á heilu og höldnu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lýst var eftir henni þar sem ekkert hafði til hennar spurst síðan á fimmtudaginn í síðustu viku. 1.9.2011 17:24 Húsaleigukerfið mismunar námsmönnum Námsmenn sem búa í námsmannaíbúðum eða heimavistum hafa rýmri rétt til húsaleigubóta en námsmenn sem leigja á almennum markaði. Húsaleigubætur eru að meginreglu miðaðar við ákveðna fjárhæð fyrir hverja íbúð. Hins vegar hafa námsmenn sem leigja saman herbergi eða tvíbýli á námsmannagörðum rétt á fullum húsaleigubótum, hver fyrir sig, að því gefnu að þeir hafi hver gert sinn leigusamninginn. Þessi ríkari réttur námsmanna sem búa á námsmannagörðum kemur fram í 5. mgr. 7. gr. laga um húsaleigubætur, sem kom inn í lögin árið 2001. 1.9.2011 16:29 Slysavarnafélagið komið með öflugan netbúnað Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur fengið lánaðan búnað frá Mílú í stjórnstöðvarbíl sinn. Búnaðurinn sem um ræðir er örbylgjulinkur sem gerir björgunarsveitamönnum kleift að komast í samband við internetið, á stöðum þar sem slíkt er venjulega ekki mögulegt. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu tengist búnaðurinn neti í nágrenninu, annað hvort með 3G beini eða við netkerfi húss, og framlengir því þráðlaust í stjórnstöðvarbílinn sem getur verið staðsettur í margra kílómetra fjarlægð. 1.9.2011 15:11 Bólusetning gegn leghálskrabbameini hefst í mánuðinum Almenn bólusetning gegn HPV veirunni, sem veldur leghálskrabbameini, hefst hér á landi seinni hluta septembermánaðar. Þetta er í fyrsta sinn sem almenn bólusetning er veitt gegn veirunni. Í vetur verður stúlkum sem fæddar eru 1998 og 1999 boðin bólusetning og framvegis verða 12 ára stúlkur bólusettar árlega. 1.9.2011 14:59 Nýjar valkyrjur í kórinn Valkyrjurnar-kvennakór í Breiðholti óskar eftir nýliðum í kórinn. Allar lagvissar og hressar konur eru velkomnar. 1.9.2011 14:15 Þingmannsbörnum fjölgar ört Þeim fjölgar ört þingmannsbörnunum þessa dagana. Formönnum tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna, þeim Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, munu fæðast börn á næstunni. 1.9.2011 14:08 Fjárdráttur hjá Hval hf Fyrrverandi fjármálastjóri Hvals hf er grunaður um að hafa dregið að sér tugi milljóna króna. Talið er að brotin gætu náð allt að fimm ár aftur í tímann. 1.9.2011 14:04 Ísfólkið verður Ísþjóðin Lausn er fundin á deilu norska rithöfundarins Margit Sandemo og Ríkissjónvarpsins vegna sjónvarpsþáttarins Ísfólkið með Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur. Þátturinn mun heita Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni. 1.9.2011 14:00 Sjá næstu 50 fréttir
Halda minningartónleika um Sissu Minningartónleikar um Sigrúnu Mjöll Jóhannesdóttur verða haldnir í Hofi, menningarhúsinu á Akureyri, föstudaginn 30. september næstkomandi. Það eru stelpur á Meðferðarheimilinu á Laugalandi sem fengu þá hugmynd á vordögum að halda tónleika til þess að styrkja minningarsjóð Sissu, eins og hún var jafnan kölluð, en hún var í meðferð þar. Sissa lést í júní í fyrra eftir of stóran skammt af læknadópi aðeins 17 ára gömul. 2.9.2011 16:27
Langanesbyggð gagnrýnir kvótafrumvarp harðlega Sveitastjórn Langanesbyggðar skorar á sjávarútvegsráðherra að draga frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða til baka. Sveitastjórnin lýsir ennfremur yfir þungum áhyggjum vegna frumvarps sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. 2.9.2011 16:21
Lúðvík hugsar sig um: Það mætir einhver á þingfund á mánudaginn „Þetta ber mjög skjótt að,“ segir Lúðvík Geirsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi en honum stendur til boða að taka þingsæti Þórunnar Sveinbjarnardóttur sem tilkynnti í dag að hún segði af sér þingmennsku frá og með mánudeginum næsta. 2.9.2011 15:23
Hættir á þingi til að læra siðfræði "Þetta er ákvörðun sem er tekin af mjög vandlega hugsuðu máli,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, sem tilkynnti í dag að hún segði af sér þingmennsku. Spurð hvað komi til segist hún hafa verið að bræða með sér hugmyndina í nokkurn tíma. 2.9.2011 14:23
Konur á leið úr vændi fá athvarf Tímamót urðu í sögu Stígamóta í dag þegar nýtt kvennaathvarf fyrir konur á leið úr vændi og mansali var opnað. Vændi er falið og marar í kafi segir verkefnisstýra athvarfsins. 2.9.2011 22:00
Þórunn segir af sér þingmennsku Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku frá og með mánudeginum 5. september samkvæmt tilkynningu sem hún sendi á fjölmiðla. 2.9.2011 13:59
Strætó-kort hækka í verði - stök fargjöld standa í stað Verð á mánaðar-, þriggja mánaða og níu mánaða strætókortum hækkar um 9-10% hinn 1. október næstkomandi samkvæmt tilkynningu frá Strætó bs. 2.9.2011 13:53
Radarvörum stolið og fíkniefni gerð upptæk Brotist var inn í þrjá bíla í Reykjavík í gær og radarvara stolið úr þeim öllum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 2.9.2011 13:33
Ætlaði að ræna verslun en fann engan starfsmann Rétt tæplega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir vopnuð rán og þjófnað. Maðurinn er meðal annars sakaður um að hafa rænt verslun 10-11 í Grímsbæ í desember á síðasta ári vopnaður hnífi. Maðurinn hafði rúmar fimmtán þúsund krónur upp úr krafsinu auk sígarettupakka samkvæmt ákærunni. 2.9.2011 13:03
Vill taka upp evru til þess að losna við verðtryggingu Formaður efnahags- og skattanefndar vill taka upp evru til að losna við verðtrygginguna. Hagfræðingur hjá Seðlabankanum telur að afnám verðtryggingarinnar nú myndi fela í sér hærri raunvexti til lántaka en nú er. 2.9.2011 12:21
„Við höfum náð árangri og erum að vinna okkur út úr erfiðleikunum“ Forsætisráðherra sagði á Alþingi í morgun að framtíðin væri björt á Íslandi og ekki mætti tala efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar niður, og þannig draga kjarkinn úr þjóðinni. 2.9.2011 12:18
Þráinn stöðvaði afgreiðslu stjórnarfrumvarps Ekki var meirihluti fyrir því að afgreiða stjórnarfrumvarp um endurskoðun á Stjórnarráðsins á fundi allsherjarnefndar í morgun. Atkvæði Þráins Bertelssonar réð úrslitum. 2.9.2011 12:15
Húsavíkurflug hefst á ný eftir langt hlé Flugfélagið Ernir hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Húsavíkur næsta vor. Þrettán ár eru liðin frá því Flugfélag Íslands hætti Húsavíkurflugi en síðan hélt Mýflug uppi áætlunarflugi þangað um tveggja ára skeið en hætti árið 2000. 2.9.2011 11:43
Kuupik Kleist á leiðinni til landsins Kuupik Kleist, formaður grænlensku landstjórnarinnar, kemur í opinbera heimsókn til Íslands mánudag, 5. september til 7. september samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. 2.9.2011 11:37
Hundruð krossa á Austurvelli Búið er að reka niður á annað hundrað krossa á grasinu fyrir framan Alþingi á Austurvelli. Um er að ræða mótæli á vegum heimavarnarliðsins, þess sama og stóð vörð fyrir utan heimili í Breiðagerði á dögunum. 2.9.2011 11:35
Skattur á rafbækur og tónlist stórlækkaður Efnahagsskattanefnd samþykkti í morgun að leggja til að lækka virðisaukaskatt á rafbækur og tónlist á netinu. Hingað til hefur skatturinn verið 25 prósent en verði tillagan samþykkt lækkar skatturinn niður í 7 prósent. 2.9.2011 10:53
Ferðamálafrömuðir fyrir norðan fagna áformum Nubo Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi fagnar áformum kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo að stefna að uppbyggingu í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Nubo vill, eins og frægt er orðið, reisa glæsilegt hótel á Grímsstöðum á Fjöllum. Í yfirlýsingu frá markaðsstofunni segir að öll ný fjárfesting í ferðaþjónustu sem fellur að lögum og reglum og fylgir markmiðum um sjálfbæra nýtingu og umhverfisvæna ferðaþjónustu sé af hinu góða. 2.9.2011 10:39
Ákærðir fyrir að lúberja mann - þurfti að sauma 25 spor Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar þeir lömdu tæplega þrítugan mann fyrir utan skemmtistaðinn Boston í október á síðasta ári. 2.9.2011 10:20
Sængurverasett með liðinu þínu Nú er hægt að kaupa sænguverasett með sínu íslenska íþróttafélagi. Það er Hagkaup sem lét framleiða fyrir sig um tíu þúsund eintök af settunum með einkennismerki og lit níu íþróttafélaga. 2.9.2011 09:27
Þingfundir hefjast í dag eftir sumarleyfi Þingfundir hefjast að nýju á Alþingi í dag klukkan hálfellefu að loknu sumarleyfi. Þingið mun starfa næstu tvær vikurnar en hlé var gert á 139. löggjafarþingi í sumar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur þingstörf með munnlegri skýrslu um stöðuna í efnahags- og atvinnumálum og að henni lokinni taka við umræður um skýrsluna. 2.9.2011 08:52
Beit lögreglukonu í gegnum hanskann Lögreglukona var bitin í höndina þegar hún var að setja konu í fangaklefa á Hverfisgötu nú undir morgun. Konan brást illa við handtökunni og beit frá sér, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. 2.9.2011 07:50
Fjöldi undanþága veittur Innanríkisráðuneytið, áður dómsmálaráðuneytið, hefur frá árinu 2007 veitt 24 undanþágur frá banni við því að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins kaupi fasteignir og lóðir hér á landi. 2.9.2011 06:30
Ánægjuleg þróun „Það er mjög ánægjulegt að þessi þróun heldur áfram, heildarendurheimtuhorfurnar batna og fé kemur hraðar inn þannig að handbært fé er orðið umtalsvert," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. 2.9.2011 06:00
Bretar og Hollendingar fá allt til baka "Þetta eru afskaplega góð tíðindi. Þetta sýnir að þær breytingar sem við gengumst fyrir í hruninu með neyðarlögunum, þegar innstæðum var skapaður forgangur, munu leiða til þess að innstæðueigendur í Bretlandi og Hollandi fái allt sitt til baka, jafnvel þó að þeir hafi verið með innstæður umfram það sem innstæðutryggingarkerfið átti að tryggja,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. 2.9.2011 06:00
Icesave ætti að vera úr sögunni „Það er mjög jákvætt ef þetta verður niðurstaðan og eignirnar duga fyrir öllum forgangskröfum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans. 2.9.2011 05:45
Áætlaður kostnaður við laugarnar 320 milljónir Framkvæmdir við endurgerð sundlauganna í Reykjavík eru hafnar og er áætlaður kostnaður nú kominn upp í 320 milljónir króna eftir endurskoðaða fjárhagsáætlun frá 30. júní. Í apríl síðastliðnum kom fram að áætlaður kostnaður yrði um 275 milljónir króna, en þó var gert ráð fyrir 500 milljónum í framkvæmdirnar í upphaflegri fjárhagsáætlun 2011. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 2.9.2011 05:00
Matarkarfan ódýrust í Krónunni - Bónus mótmælir vinnubrögðum Allt að 28 prósenta verðmunur er á matarkörfu ASÍ á milli Krónunnar, þar sem hún er ódýrust, og Nóatúns, þar sem hún er dýrust. 2.9.2011 04:00
Óvíst að hægt sé að halda verðbólgu lágri Hægt er að afnema verðtryggingu án mikils kostnaðar ef verðbólga helst lág og stöðug. Hvort það sé raunhæft er hins vegar önnur og flóknari spurning. 2.9.2011 03:00
Samsetning bóta til skoðunar Samsetning bóta til fórnarlamba ofbeldis er nú til skoðunar í innanríkisráðuneytinu. Til þess að breyta samsetningu bótanna þarf að breyta lögum, að sögn Höllu Gunnarsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra. 2.9.2011 02:00
Svar Seðlabankans ekki fullnægjandi Hagsmunasamtök heimilanna telja svör Seðlabankans sem hann sendi frá sér á þriðjudaginn ekki fullnægjandi. Bankinn hafi ekki getað bent á eina skýra lagaheimild fyrir reglum sínum um framkvæmd verðtryggingar. 1.9.2011 23:35
Íslenski barinn rýmdur vegna piparúðadólgs Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að reykræsta Íslenska barinn á Pósthússtræti nú í kvöld eftir að einhver óprúttinn aðili sprautaði piparúða inni á staðnum. 1.9.2011 22:50
Hundur hljóp á bíl Sérkennilegt umferðaróhapp varð klukkan hálf sex í dag þegar stór hundur hljóp á bifreið á Holtavegi. Bíllinn var á leiðinni norður þegar hundurinn hljóp á faratækið samkvæmt upplýsingum frá Árekstur.is, en nánari tildrög slyssins liggja ekki fyrir. 1.9.2011 20:30
Íslensk ungmenni norðurlandameistarar í kannabisneyslu Margt bendir til þess að marijúananeysla unglinga fari vaxandi hér á landi að sögn forvarnarfulltrúa. Framboð á marijúana hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum en tæplega fjórðungur íslenskra ungmenna hefur prófað efnið. 1.9.2011 19:30
Sterkur skjálfti skammt frá Goðabungu Tveir skjálftar mældust skammt frá Goðabungu við Mýrdalsjökul skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld. Annarsvegar mældist skjálfti upp á 3,2 á richter en upptök hans voru 3,5 kílómetrar Norð-Austur af Goðabungu. 1.9.2011 19:30
Vilja gera Hvalfjörð að útivistarperlu borgarbúa Skógræktarfélögin vilja gera Hvalfjörð að næstu útivistarperlu borgarbúa og hafa í því skyni falast eftir því að kaupa jörðina Hvammsvík af Orkuveitu Reykjavíkur. Hartnær fjörutíu ár eru liðin frá því skógræktarfélög keyptu jörðina Fossá og hófu þar gróðursetningu trjáplantna. 1.9.2011 18:45
Saka fjármálafyrirtækin um villandi upplýsingar Hagsmunasamtök heimilanna saka fjármálafyrirtækin um að leggja fram villandi upplýsingar um afskriftir lána. Af rúmlega hundrað og fjörtíu milljörðum sem fjármálafyrirtækin flokka sem afskriftir eru hundrað og tuttugu tilkomnir vegna gengistryggðra lána. 1.9.2011 18:28
Þriðjungur styður ríkisstjórnina - Framsókn mælist með 17 prósent Þriðjungur kjósenda styður ríkisstjórnina, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup og fréttavefur Ríkisútvarpsins greinir frá. Þar kemur fram að stuðningur við stjórnina hefur lítið breyst undanfarna mánuði. Fylgi flokkanna er sömuleiðis stöðugt. 1.9.2011 18:19
Arna Sif fundin Arna Sif Þórsdóttir er fundin á heilu og höldnu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lýst var eftir henni þar sem ekkert hafði til hennar spurst síðan á fimmtudaginn í síðustu viku. 1.9.2011 17:24
Húsaleigukerfið mismunar námsmönnum Námsmenn sem búa í námsmannaíbúðum eða heimavistum hafa rýmri rétt til húsaleigubóta en námsmenn sem leigja á almennum markaði. Húsaleigubætur eru að meginreglu miðaðar við ákveðna fjárhæð fyrir hverja íbúð. Hins vegar hafa námsmenn sem leigja saman herbergi eða tvíbýli á námsmannagörðum rétt á fullum húsaleigubótum, hver fyrir sig, að því gefnu að þeir hafi hver gert sinn leigusamninginn. Þessi ríkari réttur námsmanna sem búa á námsmannagörðum kemur fram í 5. mgr. 7. gr. laga um húsaleigubætur, sem kom inn í lögin árið 2001. 1.9.2011 16:29
Slysavarnafélagið komið með öflugan netbúnað Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur fengið lánaðan búnað frá Mílú í stjórnstöðvarbíl sinn. Búnaðurinn sem um ræðir er örbylgjulinkur sem gerir björgunarsveitamönnum kleift að komast í samband við internetið, á stöðum þar sem slíkt er venjulega ekki mögulegt. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu tengist búnaðurinn neti í nágrenninu, annað hvort með 3G beini eða við netkerfi húss, og framlengir því þráðlaust í stjórnstöðvarbílinn sem getur verið staðsettur í margra kílómetra fjarlægð. 1.9.2011 15:11
Bólusetning gegn leghálskrabbameini hefst í mánuðinum Almenn bólusetning gegn HPV veirunni, sem veldur leghálskrabbameini, hefst hér á landi seinni hluta septembermánaðar. Þetta er í fyrsta sinn sem almenn bólusetning er veitt gegn veirunni. Í vetur verður stúlkum sem fæddar eru 1998 og 1999 boðin bólusetning og framvegis verða 12 ára stúlkur bólusettar árlega. 1.9.2011 14:59
Nýjar valkyrjur í kórinn Valkyrjurnar-kvennakór í Breiðholti óskar eftir nýliðum í kórinn. Allar lagvissar og hressar konur eru velkomnar. 1.9.2011 14:15
Þingmannsbörnum fjölgar ört Þeim fjölgar ört þingmannsbörnunum þessa dagana. Formönnum tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna, þeim Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, munu fæðast börn á næstunni. 1.9.2011 14:08
Fjárdráttur hjá Hval hf Fyrrverandi fjármálastjóri Hvals hf er grunaður um að hafa dregið að sér tugi milljóna króna. Talið er að brotin gætu náð allt að fimm ár aftur í tímann. 1.9.2011 14:04
Ísfólkið verður Ísþjóðin Lausn er fundin á deilu norska rithöfundarins Margit Sandemo og Ríkissjónvarpsins vegna sjónvarpsþáttarins Ísfólkið með Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur. Þátturinn mun heita Ísþjóðin með Ragnhildi Steinunni. 1.9.2011 14:00