Fleiri fréttir Reiðubúinn að stíga til hliðar Starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands leggja til að nýr stjórnarformaður verði skipaður í stjórn skólans í nýrri sáttatillögu. Núverandi stjórnarformaður segist reiðubúinn að víkja úr sæti ef það leiði til lausna. 1.9.2011 12:04 Skylt að birta ljósmyndir sem sýna skaðsemi reykinga Skylt verður að birta ljósmyndir í lit á öllum umbúðum sem innihalda tóbaksvörur til að undirstrika skaðsemi vörunnar. Ákvæði um þetta eru í nýrri reglugerð sem tekur gildi í dag. Þó verður heimilt að flytja inn sígaréttur sem eru merktar í samræmi við eldri reglugerð allt til ársloka 2012 og hafa í sölu til 31. júlí 2013. 1.9.2011 11:55 Tvítugur síbrotamaður dæmdur fyrir bankarán Nítján ára gamall piltur hefur verið dæmdur í árs fangelsi fyrir bankarán í Arion banka í Hraunbæ þann 5. janúar síðastliðinn auk fjölda annarra smærri brota. 1.9.2011 11:31 Ferðir Herjólfs falla niður Vegna veðurs og mikillar ölduhæðar á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar hefur verið ákveðið að fella niður ferðir Herjólfs sem fara átti klukkan hálf tólf í dag frá Eyjum og klukkan eitt eftir hádegi frá Landeyjahöfn. 1.9.2011 10:45 Matarkarfan ódýrust í Krónunni Samkvæmt nýjustu verðkönnun Alþýðusambands Íslands var allt að 28 prósent verðmunur á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit sambandsins kannaði verð í átta matvöruverslunum síðastliðinn mánudag. Matarkarfan var ódýrust í Krónunni en dýrust í Nótatúni. 1.9.2011 10:44 Með fölsuð skilríki í Leifsstöð Karlmaður á fertugsaldri og kona á þrítugsaldri voru stöðvuð við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli fyrir um tíu dögum síðan. Þau eru grunuð um að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við lögreglu en samkvæmt þeim eru þau frá Írak. 1.9.2011 10:04 Þyrlan sótti fárveika konu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan hálf sex í morgun eftir að beiðni barst frá lækni í Stykkishólmi vegna bráðveikrar konu. Þyrlan fór í loftið um klukkan sex og var flogið beint á flugvöllinn í Stykkishólmi en þar beið sjúkrabifreið með konuna. Var hún flutt yfir í þyrluna og farið að nýju í loftið um klukkan tíu mínútur í sjö. Þyrlan lenti svo á Landspítalanum í Fossvogi um hálf átta. 1.9.2011 09:44 Hundrað bílar stöðvaðir Lögregluþjónar á vegum umferðardeildar lögreglunnar hafa verið áberandi í umferðinni síðastliðna daga, einkum á morgnana, við eftirlit. Frá því á mánudaginn hafa hundrað ökumenn verið stöðvaðir í eftirliti sem miðar einkum að því að fylgjast með farsímanotkun ökumanna, svigakstri í þéttri umferð og stefnuljósanotkun. 1.9.2011 09:43 Aldrei fleiri kennarar með réttindi Alls voru 1.852 starfsmenn við kennslu í framhaldsskólum á Íslandi í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Tæplega 85% þeirra höfðu kennsluréttindi og hefur það hlutfall hækkað um 13,6 prósentustig á einum áratug, úr 71,3% skólaárið 2000-2001. Hlutfall réttindakennara hefur ekki verið svona hátt frá því að gagnasöfnun Hagstofunnar hófst fyrir rúmlega áratug. 1.9.2011 09:38 Góðan daginn Reykvíkingar - myndband Í dag er „Góðan daginn“ dagurinn haldinn í annað sinn en dagurinn er hugarfóstur Jóns Gnarr borgarstjóra í Reykjavík. Á vef Reykjavíkurborgar segir að í dag eigi maður að vera einstaklega góður við náunga sinn og bjóða honum góðan daginn. Það er gert til að auka náunga kærleik. 1.9.2011 09:19 Útivistartími barna breytist Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum í dag. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22.00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. 1.9.2011 09:13 Bústaður brann til kaldra kola Sumarbústaður brann til kaldra kola um fimmleytið í morgun í landi Litlu-Brekku, skammt frá Langá. Að sögn Bjarna Kristins Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð var bústaðurinn fallinn til grunna þegar slökkviliðið bar að garði en þeir komu á staðinn um tíu mínútum eftir að útkall barst. Að sögn Bjarna er ekki vitað til þess að nokkur hafi verið í bústaðnum þegar hann brann. Eldsupptök eru ókunn og verða rannsökuð. 1.9.2011 07:14 Lán einstaklinga verið afskrifuð um 143,9 milljarða Efnahagsmál Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa safnað saman og birtu í gær. 1.9.2011 07:00 Sjávarútvegurinn er að staðna Fyrirtæki í sjávarútvegi fjárfesta ekki lengur í nýrri íslenskri tækni. Framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði segir orðið ómögulegt að vinna hér. 1.9.2011 06:00 DataMarket leitar út fyrir landsteinana Fjárfestingarsjóðurinn Frumtak hefur keypt hlut í tölfræði- og gagnafyrirtækinu DataMarket fyrir 1,2 milljónir dala, eða tæpar 140 milljónir króna. 1.9.2011 05:30 Skattar áfram hækkaðir og útgjöld skorin niður Bréf sem íslensk stjórnvöld sendu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aðdraganda sjöttu og síðustu endurskoðunar sjóðsins á samstarfsáætluninni við Ísland var birt í gær. Í bréfinu er fjallað um áherslur stjórnvalda á næstu misserum. 1.9.2011 05:00 Fleiri farþegar þýða aukinn kostnað Strætó bs. skilaði 8,4 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi þessa árs. Það er betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir, en verri en á síðasta ári þegar hún var jákvæð um 79 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Eigið fé félagsins hefur aukist um 83 milljónir frá síðustu áramótum, en þá var það jákvætt í fyrsta skipti frá árinu 2004. 1.9.2011 04:30 Undanþága Nubos á borði Ögmundar Beiðni um að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo fái undanþágu frá banni við fjárfestingu útlendinga utan EES í fasteignum er komin inn á borð innanríkis-ráðherra. Nubo hefur samið um kaup á 72 prósentum af landi Grímsstaða á Fjöllum. 1.9.2011 04:00 Grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gekk vel og helstu markmið áætlunarinnar náðust. Þetta er niðurstaða starfsmanna AGS sem sendu frá sér skýrslu um íslenska hagkerfið í gær. Þar kemur fram að veikur efnahagsbati sé hafinn þótt atvinnuleysi sé enn mikið auk þess sem verðbólguhorfur hafi versnað. 1.9.2011 03:30 Komið í veg fyrir að fólk detti milli kerfa Menntamálaráðuneytið hyggst breyta orðalagi nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis vegna mismunandi túlkana á henni. „Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta orðalagi reglugerðarinnar. Það kom upp ólík túlkun, annars vegar hjá lögfræðingi LÍN og hins vegar hjá ráðuneytinu. Til að taka af allan vafa verður orðalaginu breytt þannig að ekki komi upp sú staða að fólk lendi á milli kerfa eða standi uppi réttindalaust,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. 1.9.2011 02:30 Senuþjófar kosningabaráttunnar Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki. 1.9.2011 00:00 Arna ennþá týnd Arna Sif Þórsdóttir er ennþá týnd. Ekkert hefur sést til hennar síðan á fimmtudaginn síðasta, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjölskylda hennar er orðin mjög uggandi. 31.8.2011 23:48 Vespa yfir á rauðu ljósi Kona keyrði á vespu yfir gatnamót Grensásvegar og Fellsmúla á hárauðu ljósi nú fyrr í dag. Konan slapp með undraverðum hætti yfir gatnamótin meðan bílar brunuðu allt í kringum hana. Lögreglan í Reykjavík varð vitni að atvikinu en tókst ekki að hafa afskipti af konunni sem keyrði í burtu eftir tilburðina og hefur ekki sést síðan. 31.8.2011 23:15 Hörkupúl að vera í Landsbjörg Nýliðakynningar hjá björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar standa nú yfir. Að vera björgunarsveitarmaður reynir á, bæði andlega og líkamlega, segir nýliði sem ætlar sér að verða fullgildur björgunarsveitarmaður á þessu ári. 31.8.2011 22:00 Hætta á of mörgum hreindýraveiðimönnum Leiðsögumaður á Austurlandi segir að hreindýraveiðimenn séu nú seinni á ferðinni en áður. Það skapi hættu á að of margir séu við veiði á sama tíma. 31.8.2011 21:30 Útlendingur á hraðferð Erlendur ferðamaður var tekinn á ofsaakstri rétt við Markarfljót austan við Hvolsvöll milli klukkan fimm og sex í dag. Maðurinn var á 155 km hraða. Hann fékk 130 þúsund króna sekt, sem hann greiddi á staðnum og fékk fyrir vikið 25% afslátt. Þegar upp var staðið greiddi hann um 97 þúsund krónur. 31.8.2011 21:09 Lyfjakostnaður mun aukast Lyfjakostnaður mun aukast fyrir stóran hóp fólks ef frumvarp um breytingu á greiðsluþátttöku sjúklinga verður að lögum að mati Öryrkjabandalags Íslands. 31.8.2011 21:00 Þolinmæði Þingeyinga á þrotum Biðlundin eftir því að atvinnuuppbygging hefjist í Þingeyjarsýslum er að verða ansi lítil, segir bæjarstjóri Norðurþings. Hann segir álver Alcoa enn fýsilegan kost og segir að ríkisstjórninni muni ekki takast að ganga yfir heimamenn með friðlýsingu Gjástykkis. 31.8.2011 20:30 Hagsmunasamtök heimilanna svara Seðlabankanum Hagsmunasamtök heimilanna liggja nú yfir svörum Seðlabanka Íslands sem bárust í gær við fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis vegna verðtryggingarinnar. Hagsmunasamtökin munu senda frá sér yfirlýsingu á næstu dögum vegna málsins. 31.8.2011 20:21 Erlendur órói ógnar efnahagsbata Íslands Eldgos og áframhaldandi órói á alþjóðlegum fjármalamörkuðum gæti stefnt efnahagsbata Íslands í voða að mati Alþjóðagaldeyrissjóðsins. Þetta kemur skýrslu sjóðsins um íslenskt efnahagslíf. 31.8.2011 20:00 Tæplega þrjátíu prósent samdráttur í sölu lambakjöts milli ára Tuttugu og sjö prósent minna seldist af lambakjöti í júlí á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Verslunarmenn segja þetta staðfesta kjötskort í búðum. 31.8.2011 18:34 Sömuleiðis metsala hjá Borgarleikhúsinu Leikhúskort Borgarleikhússins hafa rokið út síðan leikár leikhússins var opinberað fyrir tíu dögum síðan og salan hófst. 25% aukning hefur orðið í sölunni frá því á sama tíma í fyrra. Samt sem áður voru kortagestir leikhússins 11.000 á síðasta ári en það er það mesta í sögu íslensks leikhúss. 31.8.2011 18:33 Mikið um gaskúta-stuld Grill var tekið ófrjálsri hendi af sólpalli við hús í Grafarvogi í gær. Sjaldgæft er að heilum grillum sé stolið, en öllu algengara er að þjófar næli sér í gaskúta sem standa úti. Allnokkur slík mál hafa verið tilkynnt til lögreglu undanfarnar vikur. Því ættu eigendur gaskúta að gera ráðstafanir ef þeir geta. 31.8.2011 17:55 Stefnir í metsölu á leikhúskortum Sala á leikhúskortum Þjóðleikhússins gengur óhemju vel. Nú í ár hafa fleiri kort selst en á sama tíma í fyrra, og þó var metár í kortasölunni á síðasta ári. Því stefnir allt í að nýtt met verði slegið. 31.8.2011 17:48 Ráðstefna um aukið lýðræði Ráðstefna um aukið lýðræði verður haldið þann 14. september næstkomandi. Innanríkisráðuneytið efnir til ráðstefnunnar og vill með henni hvetja til aukinnar umræðu um hvernig efla má lýðræði í íslenskri stjórnsýslu og fjalla um hvort og hvernig koma megi á beinu lýðræði. 31.8.2011 17:29 Lögreglan tekur tilkynningar um barnatæla mjög alvarlega „Þetta eru hlutir sem við tökum mjög alvarlega,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um tilkynningar um barnatæla sem hafa borist lögreglunni síðustu daga. Tilkynningar um slíka menn hafa borist á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, í Vesturbæ og í Kópavogi. 31.8.2011 16:29 Efnahagsbrotadeild sameinast sérstökum saksóknara Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti sérstaks saksóknara sameinast á morgun. Ríkislögreglustjóri mun þar til annað verður ákveðið áfram annast móttöku tilkynninga á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 31.8.2011 16:37 Lýst eftir Örnu Sif Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Örnu Sif Þórsdóttur , 23 ára. Talið er að hún sé klædd í svarta flíspeysu og í rauðri flíspeysu innanundir og svartar hlébarðaleggings. Arna er grannvaxin og 169 sm á hæð ljóshærð með fléttur. Síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík um miðjan dag á sunnudaginn. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Örnu eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. 31.8.2011 15:52 Segir aðildarumsóknina sundra þjóðinni Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólk og kjöti, SMK, vill að Alþingi beri að leggja aðildarumsókn að Evrópusambandinu til hliðar. Samtökin segja þetta nauðsynlegt nú þar sem mikil óvissa ríki um myntsamstarfið, uppbyggingu og innra skipulag ESB. SMK starfa innan Samtaka iðnaðarins og var ályktun þessa efnis samþykkt í dag. Formaður þeirra er Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. 31.8.2011 14:45 Úti að aka á vespu Svokallaðar rafmagnsvespur hafa sést á höfuðborgarsvæðinu í auknum mæli í sumar. Lögreglan segir að svo virðist sem sumir notendur þeirra geri sér ekki sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að stjórna slíku farartæki. 31.8.2011 13:55 Lögregluaðgerðum lokið í Breiðagerði Aðgerðum lögreglu í Breiðagerði í Reykjavík er lokið, en þangað var fjölmennt lið lögreglu kallað í morgun þegar um 30 manna hópur frá heimavarnarliðinu kom í veg fyrir að fulltrúi Sýslumannsins í Reykjavík bæri út konu úr húsi í Breiðagerði. Á meðfylgjandi mynd sést vel að til nokkurra átaka kom á milli lögreglu og fólksins úr Heimavarnarliðinu. 31.8.2011 13:31 Stýrihópar taka til starfa um sameiningu grunnskóla Fimm stýrihópar sem vinna eiga að sameiningu grunnskóla í borginni og breyttu skólastarfi eru að taka til starfa. Stefnt er á að hver hópur muni vinna náið með skólasamfélaginu, nemendum, foreldrum og starfsfólki. 31.8.2011 12:54 Segir engin merki um yfirvofandi áhlaup á flokksforystuna Sjálfstæðismenn hafa boðað til landsfundar þann 17. - 20. nóvember næstkomandi. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins, segir að landsfundur sé kjörið tækifæri fyrir sjálfstæðismenn til að koma saman og stilla strengi. „Það er ljóst að það er engin ríkisstjórn að heitið getur starfandi í landinu. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft á stefnuskrá sinni allt aðrar leiðir um það hvernig efnahagslífið verður reist við, að farið sé í verkefni sem skapi hagvöxt og skapi störf,“ segir Jónmundur. Sú stefna feli í sér að greitt verði fyrir fjárfestingum. að undið verði ofan af skattastefnu ríkisstjórnarinnar farið verði í augljósustu fjárfestingar og verðmætasköpun. 31.8.2011 12:44 Rannsóknin er orðin unglingur "Ég byrjaði á rannsókninni 1995 þannig að hún er orðinn unglingur," segir Linda Björk Ólafsdóttir lyfjafræðingur um doktorsverkefni sitt sem hún ver í dag við Háskóla Íslands. Það fjallar um meltingarfærakvilla. Helstu niðurstöður þess sýna að ristilkrampi er mun algengari kvilli hér á landi meðal ungs fólks en annars staðar á Vesturlöndum, einkum meðal kvenna. 31.8.2011 12:30 Lyklasmiður kallaður til í Breiðagerði Um tuttugu lögreglumenn eru nú staddir í Breiðagerði í Reykjavík þar sem tugir manna mættu í morgun til þess að koma í veg fyrir að fulltrúi sýslumanns beri íbúa út. Lyklasmiður hefur nú verið kallaður á svæðið til að dýrka upp lásinn á íbúðinni. 31.8.2011 12:01 Sjá næstu 50 fréttir
Reiðubúinn að stíga til hliðar Starfsmenn Kvikmyndaskóla Íslands leggja til að nýr stjórnarformaður verði skipaður í stjórn skólans í nýrri sáttatillögu. Núverandi stjórnarformaður segist reiðubúinn að víkja úr sæti ef það leiði til lausna. 1.9.2011 12:04
Skylt að birta ljósmyndir sem sýna skaðsemi reykinga Skylt verður að birta ljósmyndir í lit á öllum umbúðum sem innihalda tóbaksvörur til að undirstrika skaðsemi vörunnar. Ákvæði um þetta eru í nýrri reglugerð sem tekur gildi í dag. Þó verður heimilt að flytja inn sígaréttur sem eru merktar í samræmi við eldri reglugerð allt til ársloka 2012 og hafa í sölu til 31. júlí 2013. 1.9.2011 11:55
Tvítugur síbrotamaður dæmdur fyrir bankarán Nítján ára gamall piltur hefur verið dæmdur í árs fangelsi fyrir bankarán í Arion banka í Hraunbæ þann 5. janúar síðastliðinn auk fjölda annarra smærri brota. 1.9.2011 11:31
Ferðir Herjólfs falla niður Vegna veðurs og mikillar ölduhæðar á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar hefur verið ákveðið að fella niður ferðir Herjólfs sem fara átti klukkan hálf tólf í dag frá Eyjum og klukkan eitt eftir hádegi frá Landeyjahöfn. 1.9.2011 10:45
Matarkarfan ódýrust í Krónunni Samkvæmt nýjustu verðkönnun Alþýðusambands Íslands var allt að 28 prósent verðmunur á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit sambandsins kannaði verð í átta matvöruverslunum síðastliðinn mánudag. Matarkarfan var ódýrust í Krónunni en dýrust í Nótatúni. 1.9.2011 10:44
Með fölsuð skilríki í Leifsstöð Karlmaður á fertugsaldri og kona á þrítugsaldri voru stöðvuð við landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli fyrir um tíu dögum síðan. Þau eru grunuð um að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við lögreglu en samkvæmt þeim eru þau frá Írak. 1.9.2011 10:04
Þyrlan sótti fárveika konu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan hálf sex í morgun eftir að beiðni barst frá lækni í Stykkishólmi vegna bráðveikrar konu. Þyrlan fór í loftið um klukkan sex og var flogið beint á flugvöllinn í Stykkishólmi en þar beið sjúkrabifreið með konuna. Var hún flutt yfir í þyrluna og farið að nýju í loftið um klukkan tíu mínútur í sjö. Þyrlan lenti svo á Landspítalanum í Fossvogi um hálf átta. 1.9.2011 09:44
Hundrað bílar stöðvaðir Lögregluþjónar á vegum umferðardeildar lögreglunnar hafa verið áberandi í umferðinni síðastliðna daga, einkum á morgnana, við eftirlit. Frá því á mánudaginn hafa hundrað ökumenn verið stöðvaðir í eftirliti sem miðar einkum að því að fylgjast með farsímanotkun ökumanna, svigakstri í þéttri umferð og stefnuljósanotkun. 1.9.2011 09:43
Aldrei fleiri kennarar með réttindi Alls voru 1.852 starfsmenn við kennslu í framhaldsskólum á Íslandi í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Tæplega 85% þeirra höfðu kennsluréttindi og hefur það hlutfall hækkað um 13,6 prósentustig á einum áratug, úr 71,3% skólaárið 2000-2001. Hlutfall réttindakennara hefur ekki verið svona hátt frá því að gagnasöfnun Hagstofunnar hófst fyrir rúmlega áratug. 1.9.2011 09:38
Góðan daginn Reykvíkingar - myndband Í dag er „Góðan daginn“ dagurinn haldinn í annað sinn en dagurinn er hugarfóstur Jóns Gnarr borgarstjóra í Reykjavík. Á vef Reykjavíkurborgar segir að í dag eigi maður að vera einstaklega góður við náunga sinn og bjóða honum góðan daginn. Það er gert til að auka náunga kærleik. 1.9.2011 09:19
Útivistartími barna breytist Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum í dag. Frá þeim tíma mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20.00. 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22.00. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár. 1.9.2011 09:13
Bústaður brann til kaldra kola Sumarbústaður brann til kaldra kola um fimmleytið í morgun í landi Litlu-Brekku, skammt frá Langá. Að sögn Bjarna Kristins Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð var bústaðurinn fallinn til grunna þegar slökkviliðið bar að garði en þeir komu á staðinn um tíu mínútum eftir að útkall barst. Að sögn Bjarna er ekki vitað til þess að nokkur hafi verið í bústaðnum þegar hann brann. Eldsupptök eru ókunn og verða rannsökuð. 1.9.2011 07:14
Lán einstaklinga verið afskrifuð um 143,9 milljarða Efnahagsmál Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrirtækja hafa safnað saman og birtu í gær. 1.9.2011 07:00
Sjávarútvegurinn er að staðna Fyrirtæki í sjávarútvegi fjárfesta ekki lengur í nýrri íslenskri tækni. Framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði segir orðið ómögulegt að vinna hér. 1.9.2011 06:00
DataMarket leitar út fyrir landsteinana Fjárfestingarsjóðurinn Frumtak hefur keypt hlut í tölfræði- og gagnafyrirtækinu DataMarket fyrir 1,2 milljónir dala, eða tæpar 140 milljónir króna. 1.9.2011 05:30
Skattar áfram hækkaðir og útgjöld skorin niður Bréf sem íslensk stjórnvöld sendu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í aðdraganda sjöttu og síðustu endurskoðunar sjóðsins á samstarfsáætluninni við Ísland var birt í gær. Í bréfinu er fjallað um áherslur stjórnvalda á næstu misserum. 1.9.2011 05:00
Fleiri farþegar þýða aukinn kostnað Strætó bs. skilaði 8,4 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi þessa árs. Það er betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir, en verri en á síðasta ári þegar hún var jákvæð um 79 milljónir króna á fyrri hluta ársins. Eigið fé félagsins hefur aukist um 83 milljónir frá síðustu áramótum, en þá var það jákvætt í fyrsta skipti frá árinu 2004. 1.9.2011 04:30
Undanþága Nubos á borði Ögmundar Beiðni um að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo fái undanþágu frá banni við fjárfestingu útlendinga utan EES í fasteignum er komin inn á borð innanríkis-ráðherra. Nubo hefur samið um kaup á 72 prósentum af landi Grímsstaða á Fjöllum. 1.9.2011 04:00
Grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gekk vel og helstu markmið áætlunarinnar náðust. Þetta er niðurstaða starfsmanna AGS sem sendu frá sér skýrslu um íslenska hagkerfið í gær. Þar kemur fram að veikur efnahagsbati sé hafinn þótt atvinnuleysi sé enn mikið auk þess sem verðbólguhorfur hafi versnað. 1.9.2011 03:30
Komið í veg fyrir að fólk detti milli kerfa Menntamálaráðuneytið hyggst breyta orðalagi nýrrar reglugerðar um lán til íslenskra námsmanna erlendis vegna mismunandi túlkana á henni. „Ráðuneytið hefur ákveðið að breyta orðalagi reglugerðarinnar. Það kom upp ólík túlkun, annars vegar hjá lögfræðingi LÍN og hins vegar hjá ráðuneytinu. Til að taka af allan vafa verður orðalaginu breytt þannig að ekki komi upp sú staða að fólk lendi á milli kerfa eða standi uppi réttindalaust,“ segir Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra. 1.9.2011 02:30
Senuþjófar kosningabaráttunnar Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki. 1.9.2011 00:00
Arna ennþá týnd Arna Sif Þórsdóttir er ennþá týnd. Ekkert hefur sést til hennar síðan á fimmtudaginn síðasta, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjölskylda hennar er orðin mjög uggandi. 31.8.2011 23:48
Vespa yfir á rauðu ljósi Kona keyrði á vespu yfir gatnamót Grensásvegar og Fellsmúla á hárauðu ljósi nú fyrr í dag. Konan slapp með undraverðum hætti yfir gatnamótin meðan bílar brunuðu allt í kringum hana. Lögreglan í Reykjavík varð vitni að atvikinu en tókst ekki að hafa afskipti af konunni sem keyrði í burtu eftir tilburðina og hefur ekki sést síðan. 31.8.2011 23:15
Hörkupúl að vera í Landsbjörg Nýliðakynningar hjá björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar standa nú yfir. Að vera björgunarsveitarmaður reynir á, bæði andlega og líkamlega, segir nýliði sem ætlar sér að verða fullgildur björgunarsveitarmaður á þessu ári. 31.8.2011 22:00
Hætta á of mörgum hreindýraveiðimönnum Leiðsögumaður á Austurlandi segir að hreindýraveiðimenn séu nú seinni á ferðinni en áður. Það skapi hættu á að of margir séu við veiði á sama tíma. 31.8.2011 21:30
Útlendingur á hraðferð Erlendur ferðamaður var tekinn á ofsaakstri rétt við Markarfljót austan við Hvolsvöll milli klukkan fimm og sex í dag. Maðurinn var á 155 km hraða. Hann fékk 130 þúsund króna sekt, sem hann greiddi á staðnum og fékk fyrir vikið 25% afslátt. Þegar upp var staðið greiddi hann um 97 þúsund krónur. 31.8.2011 21:09
Lyfjakostnaður mun aukast Lyfjakostnaður mun aukast fyrir stóran hóp fólks ef frumvarp um breytingu á greiðsluþátttöku sjúklinga verður að lögum að mati Öryrkjabandalags Íslands. 31.8.2011 21:00
Þolinmæði Þingeyinga á þrotum Biðlundin eftir því að atvinnuuppbygging hefjist í Þingeyjarsýslum er að verða ansi lítil, segir bæjarstjóri Norðurþings. Hann segir álver Alcoa enn fýsilegan kost og segir að ríkisstjórninni muni ekki takast að ganga yfir heimamenn með friðlýsingu Gjástykkis. 31.8.2011 20:30
Hagsmunasamtök heimilanna svara Seðlabankanum Hagsmunasamtök heimilanna liggja nú yfir svörum Seðlabanka Íslands sem bárust í gær við fyrirspurnum Umboðsmanns Alþingis vegna verðtryggingarinnar. Hagsmunasamtökin munu senda frá sér yfirlýsingu á næstu dögum vegna málsins. 31.8.2011 20:21
Erlendur órói ógnar efnahagsbata Íslands Eldgos og áframhaldandi órói á alþjóðlegum fjármalamörkuðum gæti stefnt efnahagsbata Íslands í voða að mati Alþjóðagaldeyrissjóðsins. Þetta kemur skýrslu sjóðsins um íslenskt efnahagslíf. 31.8.2011 20:00
Tæplega þrjátíu prósent samdráttur í sölu lambakjöts milli ára Tuttugu og sjö prósent minna seldist af lambakjöti í júlí á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra. Verslunarmenn segja þetta staðfesta kjötskort í búðum. 31.8.2011 18:34
Sömuleiðis metsala hjá Borgarleikhúsinu Leikhúskort Borgarleikhússins hafa rokið út síðan leikár leikhússins var opinberað fyrir tíu dögum síðan og salan hófst. 25% aukning hefur orðið í sölunni frá því á sama tíma í fyrra. Samt sem áður voru kortagestir leikhússins 11.000 á síðasta ári en það er það mesta í sögu íslensks leikhúss. 31.8.2011 18:33
Mikið um gaskúta-stuld Grill var tekið ófrjálsri hendi af sólpalli við hús í Grafarvogi í gær. Sjaldgæft er að heilum grillum sé stolið, en öllu algengara er að þjófar næli sér í gaskúta sem standa úti. Allnokkur slík mál hafa verið tilkynnt til lögreglu undanfarnar vikur. Því ættu eigendur gaskúta að gera ráðstafanir ef þeir geta. 31.8.2011 17:55
Stefnir í metsölu á leikhúskortum Sala á leikhúskortum Þjóðleikhússins gengur óhemju vel. Nú í ár hafa fleiri kort selst en á sama tíma í fyrra, og þó var metár í kortasölunni á síðasta ári. Því stefnir allt í að nýtt met verði slegið. 31.8.2011 17:48
Ráðstefna um aukið lýðræði Ráðstefna um aukið lýðræði verður haldið þann 14. september næstkomandi. Innanríkisráðuneytið efnir til ráðstefnunnar og vill með henni hvetja til aukinnar umræðu um hvernig efla má lýðræði í íslenskri stjórnsýslu og fjalla um hvort og hvernig koma megi á beinu lýðræði. 31.8.2011 17:29
Lögreglan tekur tilkynningar um barnatæla mjög alvarlega „Þetta eru hlutir sem við tökum mjög alvarlega,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um tilkynningar um barnatæla sem hafa borist lögreglunni síðustu daga. Tilkynningar um slíka menn hafa borist á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, í Vesturbæ og í Kópavogi. 31.8.2011 16:29
Efnahagsbrotadeild sameinast sérstökum saksóknara Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti sérstaks saksóknara sameinast á morgun. Ríkislögreglustjóri mun þar til annað verður ákveðið áfram annast móttöku tilkynninga á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 31.8.2011 16:37
Lýst eftir Örnu Sif Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Örnu Sif Þórsdóttur , 23 ára. Talið er að hún sé klædd í svarta flíspeysu og í rauðri flíspeysu innanundir og svartar hlébarðaleggings. Arna er grannvaxin og 169 sm á hæð ljóshærð með fléttur. Síðast er vitað um ferðir hennar í Reykjavík um miðjan dag á sunnudaginn. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Örnu eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. 31.8.2011 15:52
Segir aðildarumsóknina sundra þjóðinni Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólk og kjöti, SMK, vill að Alþingi beri að leggja aðildarumsókn að Evrópusambandinu til hliðar. Samtökin segja þetta nauðsynlegt nú þar sem mikil óvissa ríki um myntsamstarfið, uppbyggingu og innra skipulag ESB. SMK starfa innan Samtaka iðnaðarins og var ályktun þessa efnis samþykkt í dag. Formaður þeirra er Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. 31.8.2011 14:45
Úti að aka á vespu Svokallaðar rafmagnsvespur hafa sést á höfuðborgarsvæðinu í auknum mæli í sumar. Lögreglan segir að svo virðist sem sumir notendur þeirra geri sér ekki sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að stjórna slíku farartæki. 31.8.2011 13:55
Lögregluaðgerðum lokið í Breiðagerði Aðgerðum lögreglu í Breiðagerði í Reykjavík er lokið, en þangað var fjölmennt lið lögreglu kallað í morgun þegar um 30 manna hópur frá heimavarnarliðinu kom í veg fyrir að fulltrúi Sýslumannsins í Reykjavík bæri út konu úr húsi í Breiðagerði. Á meðfylgjandi mynd sést vel að til nokkurra átaka kom á milli lögreglu og fólksins úr Heimavarnarliðinu. 31.8.2011 13:31
Stýrihópar taka til starfa um sameiningu grunnskóla Fimm stýrihópar sem vinna eiga að sameiningu grunnskóla í borginni og breyttu skólastarfi eru að taka til starfa. Stefnt er á að hver hópur muni vinna náið með skólasamfélaginu, nemendum, foreldrum og starfsfólki. 31.8.2011 12:54
Segir engin merki um yfirvofandi áhlaup á flokksforystuna Sjálfstæðismenn hafa boðað til landsfundar þann 17. - 20. nóvember næstkomandi. Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins, segir að landsfundur sé kjörið tækifæri fyrir sjálfstæðismenn til að koma saman og stilla strengi. „Það er ljóst að það er engin ríkisstjórn að heitið getur starfandi í landinu. Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft á stefnuskrá sinni allt aðrar leiðir um það hvernig efnahagslífið verður reist við, að farið sé í verkefni sem skapi hagvöxt og skapi störf,“ segir Jónmundur. Sú stefna feli í sér að greitt verði fyrir fjárfestingum. að undið verði ofan af skattastefnu ríkisstjórnarinnar farið verði í augljósustu fjárfestingar og verðmætasköpun. 31.8.2011 12:44
Rannsóknin er orðin unglingur "Ég byrjaði á rannsókninni 1995 þannig að hún er orðinn unglingur," segir Linda Björk Ólafsdóttir lyfjafræðingur um doktorsverkefni sitt sem hún ver í dag við Háskóla Íslands. Það fjallar um meltingarfærakvilla. Helstu niðurstöður þess sýna að ristilkrampi er mun algengari kvilli hér á landi meðal ungs fólks en annars staðar á Vesturlöndum, einkum meðal kvenna. 31.8.2011 12:30
Lyklasmiður kallaður til í Breiðagerði Um tuttugu lögreglumenn eru nú staddir í Breiðagerði í Reykjavík þar sem tugir manna mættu í morgun til þess að koma í veg fyrir að fulltrúi sýslumanns beri íbúa út. Lyklasmiður hefur nú verið kallaður á svæðið til að dýrka upp lásinn á íbúðinni. 31.8.2011 12:01