Fleiri fréttir Ekki svar við skoðun formanns Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI), segir að árétting á skoðun samtakanna um að umsóknarferlinu vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu skuli lokið, og birt var á vef samtakanna í gær, sé ekki svar við orðum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, frekar en öðrum einstaklingum í samfélaginu. Eins og kunnugt er sagði Bjarni í byrjun vikunnar að draga ætti umsókn Íslands til baka. 19.8.2011 08:00 Björguðu ferðamanni í Kverkfjöllum Björgunarsveitir björguðu í svissneskum ferðamanni sem slasaðist í Kverkfjöllum í gærkvöldi. 19.8.2011 07:56 Réttindalaus ökumaður stöðvaður Ökumaður var stöðvaður við Fitjar í Njarðvík í gærkvöldi um klukkan átta. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Grunur vaknaði um að maðurinn væri auk þess undir áhrifum fíkniefna og var hann því handtekinn. Við leit í bíl hans fannst lítilræði af kannabisefnum. 19.8.2011 07:54 Smábatar geta stundað makrílveiðar í haust Smábátar geta nú stundað makrílveiðar í haust. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð sem heimilar bátum sem stunda makrílveiðar á handfæri og línu að halda þeim veiðum áfram eftir 1. september. 19.8.2011 07:50 Farþegar Iceland Express strand á Alicante Fresta þurfti heimferð farþega Iceland Express frá Alicante á Spáni í gærkvöldi en vélin átti að fara í loftið klukkan rúmlega ellefu að íslenskum tíma. 220 manns áttu pantað far með vélinni. 19.8.2011 07:27 Ekki minnst á embættismissi „Ég þekki það ekki að nokkur maður hafi rætt um að Jón Bjarnason fari út úr ríkisstjórn,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. 19.8.2011 07:00 Útlit fyrir verkfall á mánudag Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum leikskólakennara og sveitarfélaga. Að öðru óbreyttu hefst verkfall á mánudag. Reynt verður til þrautar að ná sáttum og hefur verið boðað til fundar klukkan tíu í dag. 19.8.2011 07:00 Afkomubrestur skyggir á veiði Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs hefst á morgun á sama tíma og útlit er fyrir að afkomubrestur hafi orðið hjá báðum stofnunum vegna óblíðrar veðráttu framan af sumri. 19.8.2011 07:00 Ólga í Framsókn vegna Evrópumála Titringur virðist vera meðal stuðningsmanna umsóknar Íslands að Evrópusambandinu (ESB) í Framsóknarflokknum vegna yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, í gær um að leggja ætti umsóknina til hliðar. Nokkrir foyrstumanna flokksins á höfuðborgarsvæðinu sögðu sig úr honum í gær. 19.8.2011 06:30 Að mörgu að huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 28. skipti á morgun en í gær höfðu 9.788 manns skráð sig til þátttöku, 29 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. 19.8.2011 06:00 Leikskólagjöld hækka í október Gjaldskrá leikskóla Hafnarfjarðar mun hækka um tíu prósent frá og með 1. október næstkomandi. Þetta var samþykkt í fræðsluráði bæjarins í vikunni og er í samræmi við fjárhagsáætlun bæjarins fyrir yfirstandandi ár. 19.8.2011 06:00 Borgin bjargar Ísaksskóla Borgarráð hefur samþykkt að kaupa fasteignir Skóla Ísaks Jónssonar. Kaupverðið er 184 milljónir króna. Borgarráð samþykkti jafnframt að heimila að leigja skólanum áfram fasteignirnar undir starfsemi sína. 19.8.2011 06:00 Minna foreldra á að gæta sinna SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum og unglingum í bæinn á morgun og minnir jafnframt á að útivistarreglur gilda á Menningarnótt sem venjulegur laugardagur væri. 19.8.2011 05:00 Strætó eykur tíðni ferða Vetraráætlun Strætó 2011-2012 tekur gildi á sunnudaginn. Tíðni ferða eykst á flestum leiðum og verður svipuð og liðinn vetur. 19.8.2011 04:15 Helmingi fleiri fá undanþágu hjá LÍN Veittar undanþágur til greiðenda Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hafa meira en tvöfaldast síðan árið 2008. 19.8.2011 03:00 Kveikt í blöðum við Kringluna Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld í blöðum austan við Kringluna um ellefu leytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra var eldurinn minniháttar og tók stuttan tíma að slökkva hann. Grunur leikur á að unglingar hafi kveikt í blöðunum. 18.8.2011 23:16 Björgunaraðgerðin gekk vel Núna klukkan sjö tókst að koma svissneska ferðamanninum sem slasaðist í Hveradölum í Kverkfjöllum í Norðanverðum Vatnajökli í þyrlu Norðurflugs. 18.8.2011 19:38 Kvikmyndaskólinn ekki rekstrarhæfur Kvikmyndaskóli Íslands hefur ekki sýnt fram á að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi að því er rekstrarhæfi varðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 18.8.2011 19:36 Mælir með því að makinn þekki lykilorðið á Facebook Stór hluti vandamála í samskiptum fólks í sambúð sem rata inn á borð sálfræðinga tengist samskiptavefnum Facebook. Sálfræðingur segir að lausnin felist í að leyna ekki lykilorði fyrir makanum og hafa allt upp borðum. 18.8.2011 18:45 Gagnrýnir lánveitingar til Gagnaveitu Reykjavíkur Fulltrúi í stjórn Orkuveitunnar gagnrýnir lánveitingar til Gagnaveitu Reykjavíkur og segir það skjóta skökku við að á meðan niðurskurðahnífnum er beitt á Orkuveitu Reykjavíkur skuli hundruðum milljóna dælt í Gagnaveituna. 18.8.2011 18:42 "Ég hugsaði það allra versta í upphafi“ Foreldrar ungabarns skildu það eftir á gangstéttinni fyrir utan húsið sitt á Seltjarnarnesi þegar þeir fóru að bera út blöð í morgun. Kona sem kom að barninu segir það hafa verið grátandi og illa haldið af kulda. Hún fékk aðstoð leigubílsstjóra og saman kölluðu þau í lögregluna. 18.8.2011 18:36 Fundur í fyrramálið Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar klukkan tíu í fyrramálið í kjaradeilu leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna. Þetta staðfestir formaður félags leikskólakennara í samtali við fréttastofu. 18.8.2011 18:25 Neitaði að segja til nafns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tuttugu og tveggja ára karlmann um klukkan hálf þrjú í dag en hann neitaði að segja til nafns. Lögreglumenn höfðu afskipti af manninum í Bankastræti í miðborginni eftir að hann var ekki í öryggisbelti. 18.8.2011 17:19 Þyrla frá Norðurflugi sinnir björgunarflugi Þyrla frá Norðurflugi sinnti björgunarflugi fyrir Landhelgisgæsluna í Kverkfjöllum í dag, en TF-LÍF, eina starfandi þyrla gæslunnar, bilaðÞyrla frá Norðurflugi sinnti björgunarflugi fyrir Landhelgisgæsluna í Kverkfjöllum í dag, en TF-LÍF, eina starfandi þyrla gæslunnar, bilaði í gær og var því engin þyrla tiltæk þegar óhappið varð.i í gær og var því engin þyrla tiltæk þegar óhappið varð. 18.8.2011 17:00 Óttast átök við verkfallsverði Samningarnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga vill forðast átök við verkfallsverði Félags leikskólakennara og beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga að starfsemi leikskólanna verði skipulögð á þann hátt að komast megi hjá slíkum átökum. Nefndin hyggst vísa málinu til félagsdóms, verði verkfallið að veruleika. 18.8.2011 15:18 Leigubílstjórinn: "Mér fannst þetta hálfskrýtið“ Hilmar Kristensson, leigubílsstjórinn sem kom að ungabarni sem hafði verið skilið eftir einsamalt í barnabílstól úti á gangstétt í morgun, segist hafa heyrt og séð ýmislegt á sínum 15 ára ferli sem leigubílsstjóri en aldrei upplifað neitt á borð við atburði morgunsins. 18.8.2011 14:46 Ís féll á fætur ferðamanns í Kverkfjöllum - engin þyrla til reiðu Rétt fyrir klukkan tvö í dag voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar kallaðar út til aðstoðar við erlendan ferðamann í Kverkfjöllum. Maðurinn, sem er svissneskur, er á ferð með tveimur samlöndum sínum og höfðu þeir gengið upp í Kverkfjöll á Vatnajökli og voru þau að skoða þar íshella. Svo virðist sem ís hafi fallið á fætur mannsins og telja samferðamenn hann vera brotinn á báðum fótum. Það tekur björgunarmenn um sex til átta klukkustundir að komast á staðinn og þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar er frá er verið að skoða hvort hægt sé að fá aðrar þyrlur til að flytja björgunarmenn á staðinn og þá jafnvel hinn slasaða til byggða. 18.8.2011 14:39 Vetraráætlun Strætó tekur gildi á sunnudag Vetraráætlun Strætó tekur gildi sunnudaginn 21. ágúst. Tíðni ferða eykst á flestum leiðum og verður svipuð og síðasta vetur. Leiðir 1 og 6 munu aka á 15 mínútna fresti frá kl. 6:30 til 18:00 á virkum dögum í stað 30 mínútna í sumar. Leiðir 2, 3, 4, 11, 12, 14 og 15 aka einnig á 15 mínútna fresti, en einungis á annatímum, frá klukkan 6:30 til 9:00 og 14:00 til 18:00 á virkum dögum. Tíðni ferða á virkum dögum verður aukin töluvert á leið 23 sem ekur um Sjálandshverfi í Garðabæ og Álftanes en ekki verður lengur ekið að Vífilsstöðum. Auk þess mun verða ekið á leið 23 á laugardögum. „Árstíðabundnar breytingar á akstri Strætó taka mið af eftirspurn farþega. Skólar starfa alla jafna ekki yfir sumartímann og því dregur almennt úr notkun strætó. Sumarleyfi á almennum vinnumarkaði hafa einnig áhrif. Eftirspurnin eykst vanalega í ágústmánuði og þess vegna er tíðnin þá aukin samkvæmt vetraráætlun. Þar fyrir utan hefur farþegafjöldinn hjá Strætó almennt verið að aukast," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Nánari upplýsingar um vetraráætlun Strætó er að finna á vefnum www.straeto.is <http://www.straeto.is> og í síma 540 2700. Ný leiðabók fæst á öllum sölustöðum og kostar 50 krónu 18.8.2011 14:18 Kona á áttræðisaldri slasaðist við Rauðhóla Kona á áttræðisaldri slasaðist við Rauðhóla um hádegisbilið. Hjálparsveitir skáta í Reykjavík og Kópavogi fóru á staðinn og komu henni í sjúkrabíl nú fyrir skömmu. Hún er nú komin undir læknishendur. 18.8.2011 13:56 Gunnar hleypur fimmta og síðasta hlaupið Gunnar Ármannsson hleypur á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoninu, fimmta hlaupið í áheitahlauparöðinni til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Í vor og sumar hefur Gunnar hlaupið fjögur hlaup til styrktar Krabbameinsfélaginu undir slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það". Gunnar greindist með hvítblæði á Þorláksmessu árið 2005 og eru nú um 5 ár síðan hann lauk lyfjameðferð og ákvað hann því að hlaupa fimm áheitahlaup til styrktar félaginu. Áheitahlaupin sem búin eru hafa verið hvert með sínu sniði; Parísarmaraþonið, 100 km hlaupið, Laugavegurinn, Jökulsárhlaupið og nú loks Reykjavíkurmaraþonið. Hægt er að lesa um reynslu Gunnars og hugleiðingar hans á bloggsíðunni hanshttp://garmur.blog.is/blog/garmur/entry/1185313/. <http://garmur.blog.is/blog/garmur/entry/1185313/> Núþegar hafa margir lagt málefninu lið og styrkt átakið með því að leggja inná söfnunarreikning félagsins 0301-26-102005, kt. 700169-2789 og inn á <http://www.hlaupastyrkur.is/hlaupid/keppandi?cid=2136> . 18.8.2011 13:55 Íslensk barnaföt í Magasin Du Nord Íslenska barnafatamerkið Ígló er komið í sölu hjá stórversluninni Magasin Du Nord. Nú er því hægt að kaupa fatnað úr haust og vetrarlínunni 2011 í Magasin du Nord á Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn. „Við erum ótrúlega stolt að hafa komist inn í jafn virta stórverslun og Magasin Du Nord, enda berjast fatamerkin um að komast þar inn. Þetta var því mikilvægt skref fyrir Ígló. Ekki síður er skemmtilegt til þess að vita að Íslendingar búsettir í Kaupmannahöfn geta nú keypt Ígló á krílin sín og annarra en þeir þurfa samt að drífa sig áður en allt selst upp," segir Helga Ólafsdóttir, stofnandi og yfirhönnuður Ígló. Samkvæmt tilkynningu frá Ígló samanstendur haustlínan af litríkum kjólum, blúsum, bolum, buxum skyrtum og peysum með pífum, slaufum og olnbogabótum fyrir stelpur og stráka frá nýfæddu til 12 ára. 18.8.2011 13:41 Sveitarfélögin ætla ekki að hvetja til ófriðar eða átaka "Aðilar eru sammála um að vera ósammála“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, að loknum fundi um framkvæmd mögulegs verkfalls. Fundurinn hófst klukkan ellefu í dag og lauk stuttu fyrir hádegi. 18.8.2011 13:26 Þyrlan í gagnið um kvöldmatarleytið á morgun Gert er ráð fyrir að þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF komist í gagnið að nýju um kvöldmatarleytið á morgun. Eins og greint var frá í morgun bilaði þyrlan í gær og hin þyrlan TF-GNÁ er í reglubundnu viðhaldi. Því er engin þyrla til taks hjá Gæslunni eins og staðan er í dag. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi Gæslunnar segir að varahlutur hafi verið pantaður frá Noregi og er hann á leið til landsins. 18.8.2011 12:18 Ilmur Kristjáns styður UNICEF Leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir hvetur fólk til að koma vannærðum börnum á þurrkasvæðunum í austurhluta Afríku til aðstoðar og styrkja hjálparstarf Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Hún leggur sitt af mörkum með því að koma fram í meðfylgjandi myndbandi þar sem vakin er athygli á alvarlegri stöðu í þessum heimshluta. Rúnar Ingi Einarsson hafði veg og vanda af myndbandinu, starfsfólk Pegasus gaf vinnu sína og hljómsveitin Sigur Rós veitti góðfúslega leyfi til að lagi þeirra Ára Bátur væri notað. Hægt er að styrkja söfnunina með því að fara inn á www.unicef.is eða hringja í 908-1000, 908-3000 og 908-5000. Smellið á tengilinn hér að ofan til að horfa á myndbandið 18.8.2011 12:17 Leigubílstjóri fann barnið í bílstólnum Það var leigubílstjóri sem var að þrífa bíl sinn á Seltjarnarnesi sem fann ungabarnið sem gleymdist út á gangstétt í morgun. Foreldrarnir gleymdu barninu þegar þeir fóru að bera út blöð klukkan sex í morgun. Leigubílsstjórinn kallaði til lögregluna sem rannsakaði málið þar til foreldrarnir gáfu sig fram. 18.8.2011 12:04 Jóni Bjarnasyni hótað embættismissi Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var hótað embættismissi vegna ágreinings milli hans og Össur Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, en Jón hefur ekki viljað svara spurningum Evrópusambandsins um landbúnaðarmál. 18.8.2011 11:54 ÞÍ lýsir yfir fullum stuðningi við leikskólakennara Þroskaþjálfafélag Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem félagið lýsir yfir fullum stuðningi við leikskólakennara í kjarabaráttu sinni og hvetur sveitarfélögin til að virða starf leikskólakennara að verðleikum. 18.8.2011 11:50 Nýr samningafundur hjá leikskólakennurum Boðað hefur verið til nýs samningafundar hjá forsvarsmönnum leikskólakennara og samninganefndar sveitafélaganna. Óvíst er hvort fundurinn verður haldinn síðar í dag eða á morgun. Fundi sem hófst klukkan ellefu um framkvæmd mögulegs verkfalls, er lokið. Ekki hafa fengist upplýsingar um niðurstöðu hans. 18.8.2011 11:42 Yfir 20 þúsund krefjast afnáms verðtryggingar Meira en 20.000 undirskriftir hafa nú safnst í undirskriftasöfnun heimilanna fyrir áfnámi verðtryggingar og almennum lánaleiðréttingum Þátttakendum fer samkvæmt teljara vefsíðunnar stöðugt fjölgandi og má því gera ráð fyrir að söfnunin nái innan skamms helmingnum af þeim 50.000 undirskriftum sem Hagsmunasamtök heimilanna stefna að fyrir 1. október. Þá hefur samtökunum borist liðsauki frá hópi listamanna, sem koma mun fram undir merkjum undirskriftasöfnunarinnar á Menningarnótt. Dagskráin fer fram neðarlega á Skólavörðustígnum en þar verða einnig sjálfboðaliðar samtakanna með nettengdar tölvur fyrir þá sem vilja skrá nafn sitt á listann, auk þess sem hægt verður að skrifa á lista sem liggja fyrir á staðnum. Alþingismönnum hefur verið boðið að gerast sjálfboðaliðar og taka við undirskriftum en samkvæmt tilkynningu frá hagsmunasamtökunum liggur ekki fyrir hversu margir taka þátt, ef einhverjir. Undirskriftasöfninin fer fram á síðunni undirskrift.heimilin.is <http://undirskrift.heimilin.is> 18.8.2011 11:25 Ólykt í borginni - olíutankur opnaður í rangri vindátt Ólyktin sem sumir borgarbúar hafa fundið í dag er til komin vegna þess að verið er að þrífa olíutank í Örfirisey. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu stafar fólki ekki hætta af þessu, aðeins óþægindi vegna lyktarinnar. Ákveðnar reglur eru um í hvaða vindátt má opna tankana en í dag virðist það hafa verið gert í rangri vindátt, og er það ástæða þess að lyktin finnst í borginni. 18.8.2011 11:05 Strokleður með fígúrum líklegust til að innihalda þalöt Umhverfisstofnun hefur tekið saman nokkur ráð sem vert er að hafa í huga við kaup á skólavörum. Flestir bera saman verð og gæði við val á skólavörum en vert er að hafa í huga að stundum geta skólavörur innihaldið efni sem eru skaðleg börnum undir vissum kringumstæðum. Dæmi um slík efni eru þalöt í mjúku plasti og gúmmíi. Þau er að finna í fjölda skólavara, svo sem í drykkjarílátum, pennaveskjum, skólatöskum, nestisílátum, endurskinsmerkjum og strokleðri. Þá geta vörur með sterka efnalykt, til dæmis tússlitir og stroklegur, verið skaðleg. Umhverfisstofnun vekur athygli á því að þalöt raska hormónastarfsemi líkamans sem getur leitt til skertrar frjósemi og þótt búið sé að banna notkun algengustu þalata í leikföngum og ungbarnavörum nær bannið ekki til skólavara fyrir grunnskólabörn. Framleiðendur, innflytjendur og söluaðilar skólavara bera ábyrgð á að vörur þeirra uppfylli settar reglur. Nokkur ráð við heilsu- og umhverfismeðvituð kaup á skólavörum Veljið CE merktar vörur en CE merkið þýðir að varan er framleidd í samræmi við evrópska staðla og reglur Verið vandlát á gæði: Vandaðar vörur endast betur og skila umhverfislegum ávinningi í minna sorpi Forðist drykkjarílát úr mjúku plasti með endurvinnslumerkið PVC 3 og hörðu glæru plasti með endurvinnslumerkið 7 Ekki naga strokleður og plast „Algengt er að mjúkt plast og strokleður séu úr PVC-plasti (pólývinýlklóríð) sem inniheldur þalöt. Talið er líklegt að börn komist í mesta snertingu við þalöt við notkun á drykkjarflöskum úr plasti. Auk þess eru sumir plasthlutir þannig gerðir að börn freistast til að naga þá og eru þá útsett fyrir skaðlegum efnum á borð við þalöt í plastinu. Strokleður með fígúrum eða sem taka á sig hin ýmsu form eru líklegust til að innihalda þalöt en hægt er að kaupa strokleður án PVC. Þalöt geta losnað út í umhverfið í örlitlum mæli frá hlutum, loðað við ryk og verið langtímum saman í andrúmslofti innanhúss," segir á vef Umhverfisstofnunar. 18.8.2011 10:50 Í fangelsi í Tælandi - vita ekki hvenær réttað verður yfir Brynjari Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar sem handtekinn var fyrir fíkniefnamisferli í Bangkok í Tælandi fyrir um tveimur og hálfum mánuði, segist ekki vita hvenær réttað verði yfir syni sínum. Upphaflega var áætlað að réttarhöldin hefðust nú í ágúst. 18.8.2011 10:22 Deila enn um fyrirkomulag verkfalls Boðað hefur verið til nýs fundar um framkvæmd yfirvofandi verkfalls leikskólakennara, klukkan ellefu í dag. Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands óskuðu eftir fundi í gær með fulltrúum sveitarfélaganna vegna málsins en þessir aðilar túlka verkfallsreglur á gjörólíkan hátt. Fundað var stíft í gær fram til klukkan hálf sjö um kvöldið, en þá var fundi slitið án niðurstöðu. Enn er því uppi ágreiningur um hvort deildir sem deildarstjórar í verkfalli stýra geti starfað áfram eða hvort þeim þurfi að loka. Forsvarsmenn sveitarfélaganna vilja manna stöður þeirra sem taka þátt í verkfallinu með starfsmönnum sem standa utan Félags leikskólakennara, en lögmaður Kennarasambandsins segir slíka tilhögun vera verkfallsbrot. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu leikskólakennara, en þeir krefjast ellefu prósenta launahækkunar til viðbótar við sambærilegar hækkanir og aðrir launamenn hafa samið um. 18.8.2011 09:47 Þrír efstu fá hrútasæði í verðlaun Íslandsmeistaramótið í Hrútadómum, sem venjulega kallast einfaldlega hrútaþukl, verður haldið á laugardaginn í Sauðfjársetrinu á Ströndum. Þetta er í níunda sinn sem mótið er haldið. Um kvöldið verður síðan haldið Þuklaraball í félagsheimilinu á Hólmavík. „Hrútadómarnir sjálfir fara þannig fram að Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur og æðsti sauðfjárspekúlant Íslands fer fyrir dómnefnd sem metur fjóra íturvaxna hrúta með nútíma tækjum og tólum og raðar þeim í gæðaröð fyrirfram. Síðan reyna keppendur sig við matið á hrútunum með hendur og hyggjuvit að vopni og reyna að komast að sömu niðurstöðu og dómararnir. Þeir óvönu láta duga að raða hrútunum í sæti frá eitt til fjögur og færa rök fyrir máli sínu. Þeir vönu fara hins vegar eftir stigakerfi sem bændur gjörþekkja," segir í tilkynningu frá Sauðfjársetrinu. Veglegir vinningar eru í boði og til að mynda fá þrír efstu í flokkri reyndra þuklara nokkra skammta af hrútasæði frá Sauðfjársæðingastöð Vesturlands. 18.8.2011 09:13 Fleiri vilja í heimilislækningar Ellefu læknar hafa verið ráðnir í sérnám í heilsugæslulækningum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeim gæti fjölgað enn frekar áður en námið hefst í lok mánaðarins því fleiri hafa sýnt því áhuga. Fyrir stunda tólf læknar sérnámið hér á landi. 18.8.2011 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki svar við skoðun formanns Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI), segir að árétting á skoðun samtakanna um að umsóknarferlinu vegna umsóknar Íslands um aðild að Evrópusambandinu skuli lokið, og birt var á vef samtakanna í gær, sé ekki svar við orðum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, frekar en öðrum einstaklingum í samfélaginu. Eins og kunnugt er sagði Bjarni í byrjun vikunnar að draga ætti umsókn Íslands til baka. 19.8.2011 08:00
Björguðu ferðamanni í Kverkfjöllum Björgunarsveitir björguðu í svissneskum ferðamanni sem slasaðist í Kverkfjöllum í gærkvöldi. 19.8.2011 07:56
Réttindalaus ökumaður stöðvaður Ökumaður var stöðvaður við Fitjar í Njarðvík í gærkvöldi um klukkan átta. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Grunur vaknaði um að maðurinn væri auk þess undir áhrifum fíkniefna og var hann því handtekinn. Við leit í bíl hans fannst lítilræði af kannabisefnum. 19.8.2011 07:54
Smábatar geta stundað makrílveiðar í haust Smábátar geta nú stundað makrílveiðar í haust. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð sem heimilar bátum sem stunda makrílveiðar á handfæri og línu að halda þeim veiðum áfram eftir 1. september. 19.8.2011 07:50
Farþegar Iceland Express strand á Alicante Fresta þurfti heimferð farþega Iceland Express frá Alicante á Spáni í gærkvöldi en vélin átti að fara í loftið klukkan rúmlega ellefu að íslenskum tíma. 220 manns áttu pantað far með vélinni. 19.8.2011 07:27
Ekki minnst á embættismissi „Ég þekki það ekki að nokkur maður hafi rætt um að Jón Bjarnason fari út úr ríkisstjórn,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. 19.8.2011 07:00
Útlit fyrir verkfall á mánudag Ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum leikskólakennara og sveitarfélaga. Að öðru óbreyttu hefst verkfall á mánudag. Reynt verður til þrautar að ná sáttum og hefur verið boðað til fundar klukkan tíu í dag. 19.8.2011 07:00
Afkomubrestur skyggir á veiði Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs hefst á morgun á sama tíma og útlit er fyrir að afkomubrestur hafi orðið hjá báðum stofnunum vegna óblíðrar veðráttu framan af sumri. 19.8.2011 07:00
Ólga í Framsókn vegna Evrópumála Titringur virðist vera meðal stuðningsmanna umsóknar Íslands að Evrópusambandinu (ESB) í Framsóknarflokknum vegna yfirlýsingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, í gær um að leggja ætti umsóknina til hliðar. Nokkrir foyrstumanna flokksins á höfuðborgarsvæðinu sögðu sig úr honum í gær. 19.8.2011 06:30
Að mörgu að huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 28. skipti á morgun en í gær höfðu 9.788 manns skráð sig til þátttöku, 29 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra. 19.8.2011 06:00
Leikskólagjöld hækka í október Gjaldskrá leikskóla Hafnarfjarðar mun hækka um tíu prósent frá og með 1. október næstkomandi. Þetta var samþykkt í fræðsluráði bæjarins í vikunni og er í samræmi við fjárhagsáætlun bæjarins fyrir yfirstandandi ár. 19.8.2011 06:00
Borgin bjargar Ísaksskóla Borgarráð hefur samþykkt að kaupa fasteignir Skóla Ísaks Jónssonar. Kaupverðið er 184 milljónir króna. Borgarráð samþykkti jafnframt að heimila að leigja skólanum áfram fasteignirnar undir starfsemi sína. 19.8.2011 06:00
Minna foreldra á að gæta sinna SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til að fylgja börnum sínum og unglingum í bæinn á morgun og minnir jafnframt á að útivistarreglur gilda á Menningarnótt sem venjulegur laugardagur væri. 19.8.2011 05:00
Strætó eykur tíðni ferða Vetraráætlun Strætó 2011-2012 tekur gildi á sunnudaginn. Tíðni ferða eykst á flestum leiðum og verður svipuð og liðinn vetur. 19.8.2011 04:15
Helmingi fleiri fá undanþágu hjá LÍN Veittar undanþágur til greiðenda Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hafa meira en tvöfaldast síðan árið 2008. 19.8.2011 03:00
Kveikt í blöðum við Kringluna Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti eld í blöðum austan við Kringluna um ellefu leytið í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra var eldurinn minniháttar og tók stuttan tíma að slökkva hann. Grunur leikur á að unglingar hafi kveikt í blöðunum. 18.8.2011 23:16
Björgunaraðgerðin gekk vel Núna klukkan sjö tókst að koma svissneska ferðamanninum sem slasaðist í Hveradölum í Kverkfjöllum í Norðanverðum Vatnajökli í þyrlu Norðurflugs. 18.8.2011 19:38
Kvikmyndaskólinn ekki rekstrarhæfur Kvikmyndaskóli Íslands hefur ekki sýnt fram á að hann geti uppfyllt skilyrði reglugerðar um viðurkenningu einkaskóla á framhaldsskólastigi að því er rekstrarhæfi varðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. 18.8.2011 19:36
Mælir með því að makinn þekki lykilorðið á Facebook Stór hluti vandamála í samskiptum fólks í sambúð sem rata inn á borð sálfræðinga tengist samskiptavefnum Facebook. Sálfræðingur segir að lausnin felist í að leyna ekki lykilorði fyrir makanum og hafa allt upp borðum. 18.8.2011 18:45
Gagnrýnir lánveitingar til Gagnaveitu Reykjavíkur Fulltrúi í stjórn Orkuveitunnar gagnrýnir lánveitingar til Gagnaveitu Reykjavíkur og segir það skjóta skökku við að á meðan niðurskurðahnífnum er beitt á Orkuveitu Reykjavíkur skuli hundruðum milljóna dælt í Gagnaveituna. 18.8.2011 18:42
"Ég hugsaði það allra versta í upphafi“ Foreldrar ungabarns skildu það eftir á gangstéttinni fyrir utan húsið sitt á Seltjarnarnesi þegar þeir fóru að bera út blöð í morgun. Kona sem kom að barninu segir það hafa verið grátandi og illa haldið af kulda. Hún fékk aðstoð leigubílsstjóra og saman kölluðu þau í lögregluna. 18.8.2011 18:36
Fundur í fyrramálið Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar klukkan tíu í fyrramálið í kjaradeilu leikskólakennara og samninganefndar sveitarfélaganna. Þetta staðfestir formaður félags leikskólakennara í samtali við fréttastofu. 18.8.2011 18:25
Neitaði að segja til nafns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tuttugu og tveggja ára karlmann um klukkan hálf þrjú í dag en hann neitaði að segja til nafns. Lögreglumenn höfðu afskipti af manninum í Bankastræti í miðborginni eftir að hann var ekki í öryggisbelti. 18.8.2011 17:19
Þyrla frá Norðurflugi sinnir björgunarflugi Þyrla frá Norðurflugi sinnti björgunarflugi fyrir Landhelgisgæsluna í Kverkfjöllum í dag, en TF-LÍF, eina starfandi þyrla gæslunnar, bilaðÞyrla frá Norðurflugi sinnti björgunarflugi fyrir Landhelgisgæsluna í Kverkfjöllum í dag, en TF-LÍF, eina starfandi þyrla gæslunnar, bilaði í gær og var því engin þyrla tiltæk þegar óhappið varð.i í gær og var því engin þyrla tiltæk þegar óhappið varð. 18.8.2011 17:00
Óttast átök við verkfallsverði Samningarnefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga vill forðast átök við verkfallsverði Félags leikskólakennara og beinir þeim tilmælum til sveitarfélaga að starfsemi leikskólanna verði skipulögð á þann hátt að komast megi hjá slíkum átökum. Nefndin hyggst vísa málinu til félagsdóms, verði verkfallið að veruleika. 18.8.2011 15:18
Leigubílstjórinn: "Mér fannst þetta hálfskrýtið“ Hilmar Kristensson, leigubílsstjórinn sem kom að ungabarni sem hafði verið skilið eftir einsamalt í barnabílstól úti á gangstétt í morgun, segist hafa heyrt og séð ýmislegt á sínum 15 ára ferli sem leigubílsstjóri en aldrei upplifað neitt á borð við atburði morgunsins. 18.8.2011 14:46
Ís féll á fætur ferðamanns í Kverkfjöllum - engin þyrla til reiðu Rétt fyrir klukkan tvö í dag voru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar kallaðar út til aðstoðar við erlendan ferðamann í Kverkfjöllum. Maðurinn, sem er svissneskur, er á ferð með tveimur samlöndum sínum og höfðu þeir gengið upp í Kverkfjöll á Vatnajökli og voru þau að skoða þar íshella. Svo virðist sem ís hafi fallið á fætur mannsins og telja samferðamenn hann vera brotinn á báðum fótum. Það tekur björgunarmenn um sex til átta klukkustundir að komast á staðinn og þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar er frá er verið að skoða hvort hægt sé að fá aðrar þyrlur til að flytja björgunarmenn á staðinn og þá jafnvel hinn slasaða til byggða. 18.8.2011 14:39
Vetraráætlun Strætó tekur gildi á sunnudag Vetraráætlun Strætó tekur gildi sunnudaginn 21. ágúst. Tíðni ferða eykst á flestum leiðum og verður svipuð og síðasta vetur. Leiðir 1 og 6 munu aka á 15 mínútna fresti frá kl. 6:30 til 18:00 á virkum dögum í stað 30 mínútna í sumar. Leiðir 2, 3, 4, 11, 12, 14 og 15 aka einnig á 15 mínútna fresti, en einungis á annatímum, frá klukkan 6:30 til 9:00 og 14:00 til 18:00 á virkum dögum. Tíðni ferða á virkum dögum verður aukin töluvert á leið 23 sem ekur um Sjálandshverfi í Garðabæ og Álftanes en ekki verður lengur ekið að Vífilsstöðum. Auk þess mun verða ekið á leið 23 á laugardögum. „Árstíðabundnar breytingar á akstri Strætó taka mið af eftirspurn farþega. Skólar starfa alla jafna ekki yfir sumartímann og því dregur almennt úr notkun strætó. Sumarleyfi á almennum vinnumarkaði hafa einnig áhrif. Eftirspurnin eykst vanalega í ágústmánuði og þess vegna er tíðnin þá aukin samkvæmt vetraráætlun. Þar fyrir utan hefur farþegafjöldinn hjá Strætó almennt verið að aukast," segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Nánari upplýsingar um vetraráætlun Strætó er að finna á vefnum www.straeto.is <http://www.straeto.is> og í síma 540 2700. Ný leiðabók fæst á öllum sölustöðum og kostar 50 krónu 18.8.2011 14:18
Kona á áttræðisaldri slasaðist við Rauðhóla Kona á áttræðisaldri slasaðist við Rauðhóla um hádegisbilið. Hjálparsveitir skáta í Reykjavík og Kópavogi fóru á staðinn og komu henni í sjúkrabíl nú fyrir skömmu. Hún er nú komin undir læknishendur. 18.8.2011 13:56
Gunnar hleypur fimmta og síðasta hlaupið Gunnar Ármannsson hleypur á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoninu, fimmta hlaupið í áheitahlauparöðinni til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Í vor og sumar hefur Gunnar hlaupið fjögur hlaup til styrktar Krabbameinsfélaginu undir slagorðinu „Ég hleyp af því ég get það". Gunnar greindist með hvítblæði á Þorláksmessu árið 2005 og eru nú um 5 ár síðan hann lauk lyfjameðferð og ákvað hann því að hlaupa fimm áheitahlaup til styrktar félaginu. Áheitahlaupin sem búin eru hafa verið hvert með sínu sniði; Parísarmaraþonið, 100 km hlaupið, Laugavegurinn, Jökulsárhlaupið og nú loks Reykjavíkurmaraþonið. Hægt er að lesa um reynslu Gunnars og hugleiðingar hans á bloggsíðunni hanshttp://garmur.blog.is/blog/garmur/entry/1185313/. <http://garmur.blog.is/blog/garmur/entry/1185313/> Núþegar hafa margir lagt málefninu lið og styrkt átakið með því að leggja inná söfnunarreikning félagsins 0301-26-102005, kt. 700169-2789 og inn á <http://www.hlaupastyrkur.is/hlaupid/keppandi?cid=2136> . 18.8.2011 13:55
Íslensk barnaföt í Magasin Du Nord Íslenska barnafatamerkið Ígló er komið í sölu hjá stórversluninni Magasin Du Nord. Nú er því hægt að kaupa fatnað úr haust og vetrarlínunni 2011 í Magasin du Nord á Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn. „Við erum ótrúlega stolt að hafa komist inn í jafn virta stórverslun og Magasin Du Nord, enda berjast fatamerkin um að komast þar inn. Þetta var því mikilvægt skref fyrir Ígló. Ekki síður er skemmtilegt til þess að vita að Íslendingar búsettir í Kaupmannahöfn geta nú keypt Ígló á krílin sín og annarra en þeir þurfa samt að drífa sig áður en allt selst upp," segir Helga Ólafsdóttir, stofnandi og yfirhönnuður Ígló. Samkvæmt tilkynningu frá Ígló samanstendur haustlínan af litríkum kjólum, blúsum, bolum, buxum skyrtum og peysum með pífum, slaufum og olnbogabótum fyrir stelpur og stráka frá nýfæddu til 12 ára. 18.8.2011 13:41
Sveitarfélögin ætla ekki að hvetja til ófriðar eða átaka "Aðilar eru sammála um að vera ósammála“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, að loknum fundi um framkvæmd mögulegs verkfalls. Fundurinn hófst klukkan ellefu í dag og lauk stuttu fyrir hádegi. 18.8.2011 13:26
Þyrlan í gagnið um kvöldmatarleytið á morgun Gert er ráð fyrir að þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF komist í gagnið að nýju um kvöldmatarleytið á morgun. Eins og greint var frá í morgun bilaði þyrlan í gær og hin þyrlan TF-GNÁ er í reglubundnu viðhaldi. Því er engin þyrla til taks hjá Gæslunni eins og staðan er í dag. Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi Gæslunnar segir að varahlutur hafi verið pantaður frá Noregi og er hann á leið til landsins. 18.8.2011 12:18
Ilmur Kristjáns styður UNICEF Leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir hvetur fólk til að koma vannærðum börnum á þurrkasvæðunum í austurhluta Afríku til aðstoðar og styrkja hjálparstarf Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Hún leggur sitt af mörkum með því að koma fram í meðfylgjandi myndbandi þar sem vakin er athygli á alvarlegri stöðu í þessum heimshluta. Rúnar Ingi Einarsson hafði veg og vanda af myndbandinu, starfsfólk Pegasus gaf vinnu sína og hljómsveitin Sigur Rós veitti góðfúslega leyfi til að lagi þeirra Ára Bátur væri notað. Hægt er að styrkja söfnunina með því að fara inn á www.unicef.is eða hringja í 908-1000, 908-3000 og 908-5000. Smellið á tengilinn hér að ofan til að horfa á myndbandið 18.8.2011 12:17
Leigubílstjóri fann barnið í bílstólnum Það var leigubílstjóri sem var að þrífa bíl sinn á Seltjarnarnesi sem fann ungabarnið sem gleymdist út á gangstétt í morgun. Foreldrarnir gleymdu barninu þegar þeir fóru að bera út blöð klukkan sex í morgun. Leigubílsstjórinn kallaði til lögregluna sem rannsakaði málið þar til foreldrarnir gáfu sig fram. 18.8.2011 12:04
Jóni Bjarnasyni hótað embættismissi Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var hótað embættismissi vegna ágreinings milli hans og Össur Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, en Jón hefur ekki viljað svara spurningum Evrópusambandsins um landbúnaðarmál. 18.8.2011 11:54
ÞÍ lýsir yfir fullum stuðningi við leikskólakennara Þroskaþjálfafélag Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem félagið lýsir yfir fullum stuðningi við leikskólakennara í kjarabaráttu sinni og hvetur sveitarfélögin til að virða starf leikskólakennara að verðleikum. 18.8.2011 11:50
Nýr samningafundur hjá leikskólakennurum Boðað hefur verið til nýs samningafundar hjá forsvarsmönnum leikskólakennara og samninganefndar sveitafélaganna. Óvíst er hvort fundurinn verður haldinn síðar í dag eða á morgun. Fundi sem hófst klukkan ellefu um framkvæmd mögulegs verkfalls, er lokið. Ekki hafa fengist upplýsingar um niðurstöðu hans. 18.8.2011 11:42
Yfir 20 þúsund krefjast afnáms verðtryggingar Meira en 20.000 undirskriftir hafa nú safnst í undirskriftasöfnun heimilanna fyrir áfnámi verðtryggingar og almennum lánaleiðréttingum Þátttakendum fer samkvæmt teljara vefsíðunnar stöðugt fjölgandi og má því gera ráð fyrir að söfnunin nái innan skamms helmingnum af þeim 50.000 undirskriftum sem Hagsmunasamtök heimilanna stefna að fyrir 1. október. Þá hefur samtökunum borist liðsauki frá hópi listamanna, sem koma mun fram undir merkjum undirskriftasöfnunarinnar á Menningarnótt. Dagskráin fer fram neðarlega á Skólavörðustígnum en þar verða einnig sjálfboðaliðar samtakanna með nettengdar tölvur fyrir þá sem vilja skrá nafn sitt á listann, auk þess sem hægt verður að skrifa á lista sem liggja fyrir á staðnum. Alþingismönnum hefur verið boðið að gerast sjálfboðaliðar og taka við undirskriftum en samkvæmt tilkynningu frá hagsmunasamtökunum liggur ekki fyrir hversu margir taka þátt, ef einhverjir. Undirskriftasöfninin fer fram á síðunni undirskrift.heimilin.is <http://undirskrift.heimilin.is> 18.8.2011 11:25
Ólykt í borginni - olíutankur opnaður í rangri vindátt Ólyktin sem sumir borgarbúar hafa fundið í dag er til komin vegna þess að verið er að þrífa olíutank í Örfirisey. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu stafar fólki ekki hætta af þessu, aðeins óþægindi vegna lyktarinnar. Ákveðnar reglur eru um í hvaða vindátt má opna tankana en í dag virðist það hafa verið gert í rangri vindátt, og er það ástæða þess að lyktin finnst í borginni. 18.8.2011 11:05
Strokleður með fígúrum líklegust til að innihalda þalöt Umhverfisstofnun hefur tekið saman nokkur ráð sem vert er að hafa í huga við kaup á skólavörum. Flestir bera saman verð og gæði við val á skólavörum en vert er að hafa í huga að stundum geta skólavörur innihaldið efni sem eru skaðleg börnum undir vissum kringumstæðum. Dæmi um slík efni eru þalöt í mjúku plasti og gúmmíi. Þau er að finna í fjölda skólavara, svo sem í drykkjarílátum, pennaveskjum, skólatöskum, nestisílátum, endurskinsmerkjum og strokleðri. Þá geta vörur með sterka efnalykt, til dæmis tússlitir og stroklegur, verið skaðleg. Umhverfisstofnun vekur athygli á því að þalöt raska hormónastarfsemi líkamans sem getur leitt til skertrar frjósemi og þótt búið sé að banna notkun algengustu þalata í leikföngum og ungbarnavörum nær bannið ekki til skólavara fyrir grunnskólabörn. Framleiðendur, innflytjendur og söluaðilar skólavara bera ábyrgð á að vörur þeirra uppfylli settar reglur. Nokkur ráð við heilsu- og umhverfismeðvituð kaup á skólavörum Veljið CE merktar vörur en CE merkið þýðir að varan er framleidd í samræmi við evrópska staðla og reglur Verið vandlát á gæði: Vandaðar vörur endast betur og skila umhverfislegum ávinningi í minna sorpi Forðist drykkjarílát úr mjúku plasti með endurvinnslumerkið PVC 3 og hörðu glæru plasti með endurvinnslumerkið 7 Ekki naga strokleður og plast „Algengt er að mjúkt plast og strokleður séu úr PVC-plasti (pólývinýlklóríð) sem inniheldur þalöt. Talið er líklegt að börn komist í mesta snertingu við þalöt við notkun á drykkjarflöskum úr plasti. Auk þess eru sumir plasthlutir þannig gerðir að börn freistast til að naga þá og eru þá útsett fyrir skaðlegum efnum á borð við þalöt í plastinu. Strokleður með fígúrum eða sem taka á sig hin ýmsu form eru líklegust til að innihalda þalöt en hægt er að kaupa strokleður án PVC. Þalöt geta losnað út í umhverfið í örlitlum mæli frá hlutum, loðað við ryk og verið langtímum saman í andrúmslofti innanhúss," segir á vef Umhverfisstofnunar. 18.8.2011 10:50
Í fangelsi í Tælandi - vita ekki hvenær réttað verður yfir Brynjari Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars Mettinissonar sem handtekinn var fyrir fíkniefnamisferli í Bangkok í Tælandi fyrir um tveimur og hálfum mánuði, segist ekki vita hvenær réttað verði yfir syni sínum. Upphaflega var áætlað að réttarhöldin hefðust nú í ágúst. 18.8.2011 10:22
Deila enn um fyrirkomulag verkfalls Boðað hefur verið til nýs fundar um framkvæmd yfirvofandi verkfalls leikskólakennara, klukkan ellefu í dag. Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands óskuðu eftir fundi í gær með fulltrúum sveitarfélaganna vegna málsins en þessir aðilar túlka verkfallsreglur á gjörólíkan hátt. Fundað var stíft í gær fram til klukkan hálf sjö um kvöldið, en þá var fundi slitið án niðurstöðu. Enn er því uppi ágreiningur um hvort deildir sem deildarstjórar í verkfalli stýra geti starfað áfram eða hvort þeim þurfi að loka. Forsvarsmenn sveitarfélaganna vilja manna stöður þeirra sem taka þátt í verkfallinu með starfsmönnum sem standa utan Félags leikskólakennara, en lögmaður Kennarasambandsins segir slíka tilhögun vera verkfallsbrot. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilu leikskólakennara, en þeir krefjast ellefu prósenta launahækkunar til viðbótar við sambærilegar hækkanir og aðrir launamenn hafa samið um. 18.8.2011 09:47
Þrír efstu fá hrútasæði í verðlaun Íslandsmeistaramótið í Hrútadómum, sem venjulega kallast einfaldlega hrútaþukl, verður haldið á laugardaginn í Sauðfjársetrinu á Ströndum. Þetta er í níunda sinn sem mótið er haldið. Um kvöldið verður síðan haldið Þuklaraball í félagsheimilinu á Hólmavík. „Hrútadómarnir sjálfir fara þannig fram að Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur og æðsti sauðfjárspekúlant Íslands fer fyrir dómnefnd sem metur fjóra íturvaxna hrúta með nútíma tækjum og tólum og raðar þeim í gæðaröð fyrirfram. Síðan reyna keppendur sig við matið á hrútunum með hendur og hyggjuvit að vopni og reyna að komast að sömu niðurstöðu og dómararnir. Þeir óvönu láta duga að raða hrútunum í sæti frá eitt til fjögur og færa rök fyrir máli sínu. Þeir vönu fara hins vegar eftir stigakerfi sem bændur gjörþekkja," segir í tilkynningu frá Sauðfjársetrinu. Veglegir vinningar eru í boði og til að mynda fá þrír efstu í flokkri reyndra þuklara nokkra skammta af hrútasæði frá Sauðfjársæðingastöð Vesturlands. 18.8.2011 09:13
Fleiri vilja í heimilislækningar Ellefu læknar hafa verið ráðnir í sérnám í heilsugæslulækningum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeim gæti fjölgað enn frekar áður en námið hefst í lok mánaðarins því fleiri hafa sýnt því áhuga. Fyrir stunda tólf læknar sérnámið hér á landi. 18.8.2011 09:00