Fleiri fréttir

Sex árekstrar í morgun - ekið á mann á hjóli

Töluvert hefur verið um árekstra það sem af er degi í höfuðborginni eða sex talsins. Þar á meðal varð fjögurra bíla árekstur á Kringlumýrarbraut þar sem kalla þurfti til kranabifreið til þess að draga einn bílinn á brott.

Þrettán krónu lækkun á bensínlítranum í dag

Bensínstöðvar Orkunnar og Atlantsolíu lækkuðu verð hjá sér um þrettán krónur á lítrann í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Skeljungi, sem rekur bensínstöðvar Orkunnar, er ástæðan sú að N1 ákvað bjóða þrettán króna afslátt af bensíni í tengslum við svokallað Krúserkvöld, sem er bílasýning N1 að Bíldshöfða í dag. Orkan býður upp á svokallaða Orkuvernd sem þýðir að Orkan ætlar sér alltaf að bjóða lægsta verðið og því var ákveðið að lækka verðið. Frá Skeljungi fengust einnig þær upplýsingar að þessi verðlækkun væri algjörlega úr takti við þróun heimsmarkaðsverðs og því væri ólíklegt að þessi lækkun myndi halda til lengdar.

Framhaldsskólakennarar unnu að meðaltali 182 daga

Samanlagður fjöldi kennsludaga og prófadaga nemenda í framhaldsskólum á síðasta skólaári var 175. Það er óbreyttur fjöldi frá fyrra skólaári. Þetta kemur fram í upplýsingum frá framhaldsskólunum til Hagstofu Íslands.

Útköll vegna hávaða í heimahúsum

Lögreglan fór í nokkur útköll í nótt þar sem kvartað hafði verið undan hávaða í heimahúsi og þá fékk lögreglan eina tilkynningu um innbrot, í heimahúsi í Hafnarfirði. Ekki liggur fyrir hvort einhverju hafi verið stolið en þjófarnir komust undan.

Merki þess að ástin þrautir vinnur allar

„Þetta er enn einn vitnisburðurinn um það að ástin sigrar allt,“ segir Kevin Kristofer Buggle stoltur en kona hans, Ásdís Jenna Ástráðsdóttir, fæddi 13 marka son á föstudaginn. Buggle segir að fæðingin hafi gengið vel en meðgangan var mikil þrautaganga fyrir Ásdísi Jennu en hún er fjölfötluð og tekur alla jafna lyf til að tempra ósjálfráðar hreyfingar en ekki er á slíka lyfjagjöf hættandi á meðgöngu.

Mega ekki hvetja til nafnlausra ábendinga

Það samrýmist ekki sjónarmiðum laga um persónuvernd að Vinnumálastofnun og ríkisskattstjóri hvetji til nafnlausra ábendinga með því að veita sérstaklega kost á slíkum ábendingum um meint bótasvik og skattsvik einstaklinga á heimasíðum sínum.

Bræðrum ruglað saman í 90 ár

Tvíburabræðurnir Ármann og Sigdór Sigurðssynir eru níræðir í dag. Bræðurnir ólust báðir upp á Norðfirði en kynntust þó ekki fyrr en þeir voru orðnir níu ára. Ástæðan var sú að móðir þeirra lést þegar þeir voru mánaðargamlir og þeir voru teknir í fóstur hvor á sitt heimilið, annar í þorpinu en hinn í sveitinni. Þeir hittust því ekki fyrr en þeir byrjuðu í skóla níu ára gamlir en urðu ekki vinir fyrr en eftir fermingu. Síðan eru þeir óaðskiljanlegir.

Kostar bankann 25 milljarða

Tap Landsbankans vegna lána til sjávarútvegsfyrirtækja verður um 25 milljarðar króna verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu að veruleika, að mati Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbankans.

Gagnrýnir kaup á eignum Ísaksskóla

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir kaup Reykjavíkurborgar á eignum Ísaksskóla. Borgarráð samþykkti kaupin í síðustu viku, en kaupverðið nemur 184 milljónum króna.

Hafa lækkað um 33% síðan í fyrra

Skólabækur fyrir framhaldsskóla hafa lækkað í verði um allt að 33 prósent milli ára, samkvæmt nýrri verðlagskönnun ASÍ. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á bókum í verslunum á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 17. ágúst síðastliðinn.

Íslensk auglýsing komin í úrslit

Íslensk auglýsing er í hópi þrjátíu sem valdar hafa verið í úrslit í auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna í Evrópu um bestu auglýsinguna gegn ofbeldi gegn konum. Alls bárust rúmlega tvö þúsund og sjö hundruð auglýsingar frá 40 löndum. Höfundur íslensku auglýsingarinnar er Elsa Nielsen, grafískur hönnuður á Ennemm auglýsingastofunni.

Hefur flug til Akureyrar 2012

Icelandair hefur nú ákveðið að fljúga á milli Akureyrar og Keflavíkur í tengslum við millilandaflug sitt. Flogið verður fjórum sinnum í viku, frá byrjun júní til loka september árið 2012.

Spá fjölda gjaldþrota vegna fiskveiðilaga

Frumvarp um stjórn fiskveiða kollvarpar rekstri sjávarútvegsfyrirtækja samkvæmt umsögn hagsmunaaðila. Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja mun lækka um 181 milljarð. Ellefu milljarða skattgreiðslur frestast vegna afskrifta á kvóta.

Hægari framvinda við hagræðinguna

Hægt gengur að ná fram kröfum um hagræðingu innan borgarkerfisins og sumir efast um að það takist að uppfylla kröfurnar á þessu ári. Sex mánaða uppgjör borgarinnar verður lagt fram í borgarráði í dag. Trúnaður hefur ríkt um tölur uppgjörsins og er það að kröfu Kauphallarinnar. Enn er óvíst hvort uppgjörið verður gert opinbert í dag, en það er borgarráðs að ákveða það.

Fá fjórar vikur til að taka til

Margs konar rusl hefur safnast upp á lóð við Steinhellu í Hafnarfirði undanfarið, eigendum nærliggjandi fyrirtækja til lítillar ánægju. Bílhræ, glerbrot og spýtnabrak er meðal þess sem liggur á lóðinni.

Auka hlut innlendrar orku

Umtalsverðar fjárhæðir munu sparast gangi áætlun ríkisstjórnarinnar um orkuskipti í samgöngum upp. Árið 2020 á hlutfall endurnýjanlegrar orku í samskiptum að vera tíu prósent, en í dag nemur það einu prósenti. Náist þetta mun innflutningur jarðefnaeldsneytis minnka að sama skapi með tilheyrandi gjaldeyrissparnaði.

Stjórnvöld felli niður tolla

Neytendasamtökin hvetja stjórnvöld til að fella hið fyrsta niður tolla á innfluttar landbúnaðarvörur sem ekki eru framleiddar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Fækkað mikið á Vestfjörðum

Félagsmál Íbúar Vestfjarða voru rúmlega sex þúsund færri í fyrra en þeir voru árið 1920. Íbúum í dreifbýli á svæðinu fækkaði úr rúmlega 8.500 í tæplega 700 á sama tíma. Þetta kom fram á ársfundi Byggðastofnunar á mánudag.

Telja skrif Þórólfs árás á bændur

Landssamtök sauðfjárbænda (LS) hafa ákveðið að hætta viðskiptum við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vegna „ítrekaðra skrifa“ Þórólfs Matthíassonar, hagfræðiprófessors og deildarforseta hagfræðideildar, um sauðfjárrækt.

Ekki sammála heimsendaspám

„Ég er ekki sammála þeim heimsendaspám sem þarna koma fram,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, spurð um umsagnir SA, LÍÚ og SF annars vegar og Landsbankans hins vegar.

Matvælaframleiðsla breytist

Hinn 1. mars í fyrra tók gildi hér á landi matvælalöggjöf um hollustuhætti og eftirlit á Evrópska efnahagssvæðinu. Löggjöfina tekur Ísland upp samkvæmt EES-samningnum en gefinn var átján mánaða frestur til að lögfesta breytingar vegna búfjárafurða sem taka því gildi 1. nóvember næstkomandi. Umhverfi kjöt- og mjólkurframleiðslu tekur nokkrum stakkaskiptum við breytingarnar.

Fyrrverandi fréttastjóri vill vinna fyrir fjölmiðlanefnd

Karl Garðarsson, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, er einn 27 umsækjenda um stöðu framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd var skipuð samkvæmt nýjum lögum um fjölmiðla sem samþykkt voru í apríl síðastliðnum. Eiríkur Jónsson, kennari við lagadeild Háskóla Íslands, er formaður nefndarinnar.

Ráðherra rúntar á vetnisbíl

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, mætti á óvenjulegu farartæki á ríkisstjórnarfund í gær. Um er að ræða Hyundai Tuscon jeppling sem gengur fyrir vetni.

Besti árangur á lestrarprófi

Um 71% nemenda í öðrum bekk í grunnskóla geta lesið sér til gagns samkvæmt þeim viðmiðum sem sett hafa verið. Þetta sýnir könnun sem gerð var á lesskilningi síðasta vor. Þetta er besti árangur frá upphafi lesskimana sem hófust í grunnskólum borgarinnar árið 2002. Af þeim 1.241 nemanda í öðrum bekk sem tók lesskimunarprófið töldust 875 þeirra geta lesið sér til gagns. Aftur á móti náðu 366 nemendur í 36 grunnskólum ekki þessum árangri eða 29% og þarf sá hópur stuðning í lestri með einstaklingsáætlun eða einstaklingsnámskrá.

Nemendur Kvikmyndaskólans lesa upp úr Animal Farm

Nemendur Kvikmyndaskóla Íslands tóku sér stöðu fyrir framan forsætisráðuneytið klukkan hálfþrjú. Þar lesa upp úr bókinni Animal Farm eftir George Orwell. Þau eru öll með dýragrímu á andlitinu.

Mamma kærði son sinn fyrir fjárdrátt

Karlmaður sem ákærður var fyrir að hafa dregið sér tæplega þrjár milljónir króna af reikningi móður sinnar var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Þú mátt nefna stelpuna þína Sophie

Mannanafnanefnd samþykkti í byrjun ágúst eiginnöfnin Mara og Sophie og hafa nöfnin verið færð í mannanafnaskrá. Nöfnunum Marias, Dania og Vikingr var hins vegar hafnað. Nöfnunum Marias og Dania var hafnað á þeirri forsendu að þau töldust ekki geta verið í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Nafnið Vikingr taldist hins vegar brjóta í bága við íslenskt málkerfi.

Ísland er eins og tilraunastofa

Ísland er eins og tilraunastofa fyrir afdrif vestrænna hagkerfa við fjármálakreppu, segir Eiríkur Bergmann Einarsson, doktor í stjórnmálafræði.

Borgarstjóri á metsölulista

Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, blandar sér í toppbaráttuna um mest seldu bók vikunnar í Eymundsson þessa vikuna.

Segja frekari niðurskurð bitna á þjónustu

Hjúkrunarráð Landspítalans varar eindregið við frekari niðurskurði á fjárveitingum til Landspítalans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Hjúkrunarráðið sendi frá sér í morgun. Halli á fjárlögum var sem kunnugt er um helmingi meiri en lagt var upp með og þykir líklegt að bregðast verði við því með auknum álögum og meiri niðurskurði á næsta ári.

Sex handteknir á Selfossi

Sex voru handteknir á Selfossi í gær þegar lögregla gerði húsleit í bænum. Málið hófst á því að bifreið var stöðvuð þar sem grunur lék á að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst eitthvað að marijúana í neysluskömmtum.

Þingflokkur VG gagnrýnir ákvörðun Katrínar

Þingflokkur Vinstrihreyfingar - græns framboðs gagnrýnir harðlega þá ákvörðun iðnaðarráðherra að setja stjórn Byggðastofnunar af og skipa nýja í hennar stað þvert á óskir VG. Þá lýsir þingflokkurinn stuðningi við fráfarandi fulltrúa VG í stjórnni og þakkar þeim fyrir vel unnin störf.

Landsbankinn gæti tapað 25 milljörðum

Landsbankinn lýsir yfir miklum áhyggjum af frumvarpi um stjórn fiskveiða og segir að ef frumvarpið verði samþykkt geti tap bankans numið 25 milljörðum króna.

Barnið átti grunlausan blóðföður á Íslandi

Niðurstöður DNA rannsóknar hafa leitt í ljós að sveinbarn sem litháísk móðir skildi eftir nýfætt og andvana í ruslageymslu við Hótel Frón í júlí í sumar átti blóðföður hér á landi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Fundu hafstraum sem gæti breytt loftslagskenningum

Uppgötvun tveggja íslenskra haffræðinga hefur vakið alþjóðlega athygli þar sem hún er talin skipta máli í samhengi við loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar. Um er að ræða djúpstraum sem mælst hefur yfir landsgrunnshlíðinni norðan Íslands. Þessi straumur var rannsakaður fyrst og honum lýst af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunarinnar, þeim Steingrími Jónssyni, sem jafnframt er prófessor við Háskólann á Akureyri, og Héðni Valdimarssyni.

Lokkar hrefnuna af leið

Svo virðist sem hrefnan hafi breytt matarvenjum sínum. Það kemur hrefnuveiðimönnum í bobba, en þeir finna hana ekki lengur á þeim slóðum þar sem hún hefur haldið sig síðustu ár.

Endanleg ákvörðun eftir áralangt þjark

„Loksins nú, eftir margra ára og áratuga biðstöðu og þjark, liggur fyrir endanleg ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að reisa nýtt fangelsi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.

Opna í Háskólanum í Reykjavík

Líkamsræktarstöðin World Class mun opna í húsnæði Háskólans í Reykjavík í byrjun september. Í staðinn hefur stöðinni í Orkuveituhúsinu verið lokað.

Rétt viðbrögð vinnufélaga skiptu sköpum

Starfsmaður löndunarþjónustu var hætt kominn í gærmorgun þegar hann var við vinnu í uppsjávarveiðiskipinu Álsey VE. Hann missti meðvitund í lest skipsins en skjót viðbrögð vinnufélaga mannsins, skipverja og björgunarfólks skiptu sköpum.

Vilja auka jöfnuð meðal nemenda

Á komandi skólaári munu fimm framhaldsskólar styðjast nær eingöngu við frjálsan hugbúnað í starfi sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Menntaskólinn í Reykjavík mun frá upphafi nýs skólaárs nota nánast eingöngu frjálsan hugbúnað og stefnir Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum á að fara sömu leið frá og með áramótum.

Kínverji vill reisa risahótel á Grímsstöðum á Fjöllum

Kínverskur auðjöfur hefur kynnt sveitarstjórnarmönnum á Norðausturlandi áform um milljarða fjárfestingu í ferðaþjónustu á svæðinu, sem fela meðal annars í sér byggingu stór hótels á Grímsstöðum á Fjöllum.

Sjá næstu 50 fréttir