Fleiri fréttir

Hald lagt á minna magn af fíkniefnum

Hátíðarhöld hafa gengið vel um allt land en lögregla hefur lagt hald á minna magn af fíkniefnum en síðustu ár. Í Vestmannaeyjum hafa 29 fíkniefnamál komið upp það sem af er Þjóðhátíð samanborið við 37 mál í fyrra. Magn fíkniefna nær ekki hundrað grömmum að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum en var um 300 grömm á sama tíma í fyrra. Lögregla segir færri gesti mögulega útskýra þessa fækkun fíkniefnamála en einnig hefur stíft eftirlit lögreglu mögulega fælt einhverja óprúttna aðila frá. Þjóðhátíð hefur annars gengið vel en í nótt var engin líkamsárás tilkynnt og engin kynferðisafbrot hafa komið á borð lögreglunnar

Annie Mist efst

Annie Mist Thórisdóttir, 21 árs íþróttakona úr Kópavogi, er sem stendur í fyrsta sæti á heimsleikunum í Crossfit í Los Angeles í Bandaríkjunum. Fyrstu grein af fjórum er lokið í dag. Keppni hefur staðið yfir síðan á föstudag og lýkur í kvöld. Beri Annie sigur úr bítum hlýtur hún 30milljónir króna í verðlaunafé svo og titilinn Fittest Women on Earth.

Umferð hefur gengið vel á hálendinu

Umferð hefur gengið vel um verslunarmannahelgina á hálendinu. Svo virðist sem minni umferð sé núna á hálendinu en hefur verið undanfarnar verslunarmannahelgar, að því er fram kemur í tilkynningu frá hálendisvakta Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

Nær nýju hámarki í kvöld

Rennsli í Skaftá hefur aukist í dag og er búist við að það nái nýjum toppi fyrir miðnætti. Undanfarna daga hafa verið talsverðar dægursveiflur og því er ekki hægt að segja til um hvort hlaupið hafi endanlega náð hámarki sínu og hvort því ljúki fljótlega. Sérfræðingur á Veðurstofunni segir rennslið nú vera um 330 rúmmetrar á sekúndu en í hádeginu var það um 300 rúmmetrar. Í hlaupinu í Skaftá í fyrra var rennslið þegar það var mest um 600 rúmmetrar á sekúndu.

Varað við snörpum vindstrengjum

Búast má við mjög snörpum vindstrengjum við fjöll á suðaustanverðu landinu og syðst. Dregur úr vindi þar síðdegis á morgun, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Einnig má búast við nokkuð hvössum hviðum norðvestantil á landinu í nótt og fram eftir morgundegi. Búist er við stormi í Vestmanneyjum um tíma seint í kvöld og í nótt.

Yfir eitt þúsund manns hafa gefið í söfnun Rauða krossins

Yfir eitt þúsund manns hafa gefið í söfnun Rauða krossins vegna hungarsneyðar í Sómalíu með því að hringja í söfnuarsímann 904-1500. Tæplega tíu milljónir hafa safnast þannig en alls eru framlögin 6000. Með hverju símtali safnast 1500 krónur en sú upphæð gerir Rauða krossinum kleift að kaupa næringarríkan mat til að hjúkra einu barni til heilbrigðis.

Hundur beit tveggja ára stúlku á Selfossi

Tveggja ára stúlka er með rispur og marbletti eftir að smáhundur réðst á hana á Selfossi í gær. Stúlkan var í umsjá frænda síns og áttu þau leið framhjá íbúð eigenda hundsins, en var hurð og opinn og hundurinn reyndist vera laus. Hann réðst á stúlkuna og beit hana þegar hún gekk framhjá íbúðinni. Hún er ekki alvarlega slösuð en hefur verið skoðuð af lækni og fengið áverkavottorð.

Búist við stormi í Eyjum

Veðurstofa Íslands varar við stormi með suðausturströndinni og allra syðst á landinu seint í dag og fram undir morgun. Einnig er búist við stormi í Vestmanneyjum um tíma seint í kvöld og í nótt, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Tæplega 30 fíkniefnamál í Eyjum

Átta fíkniefnamál komu upp í Vestamanneyjum síðdegis í gær og nótt. Heildarfjöldi fíkniefnamála á yfirstandandi Þjóðhátíð er nú 29 en það eru álíka mörg mál og komið hafa upp á undanförnum árum, að sögn lögreglu.

Bifhjólamaður með höfuðáverka fluttur á sjúkrahús

Ökumaður bifhjóls missti stjórn á hjóli sínu með þeim afleiðingum að hann féll og hlaut höfuðáverka á öðrum tímanum í dag. Slysið varð á Kjalvegi við Arnarbæli sem er norðan við Hveravelli. Samkvæmt upplýsingum sem fengst hjá lögreglunni á Blönduósi verður farið með manninn sem er fertugur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Ökumaðurinn er þýskur og var ásamt þremur samlöndum sínum á ferðalagi um Ísland á bifhjólum. Þeir tilkynntu um slysið.

Norska lögreglan betur mönnuð en sú íslenska

Íslenska lögreglan er ekki eins vel mönnuð og í Noregi. Væru hlutfallslega jafnmargir lögreglumenn í Reykjavík og nágrenni og í Ósló væru lögreglumennirnir 700-800 en ekki 350. Þetta segir Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.

Von á þúsund gestum til Eyja í dag

Um 13 þúsund manns eru Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, en Páll Scheving, formaður þjóðhátíðarnefndar, býst við að eittþúsund til viðbótar bætist við fyrir kvöldið. Hann vonast eftir góðu veðri í kvöld, en segir að gestir upplifi "La dolce vita" sama hvernig fer.

Rennslið sveiflast upp og niður

Sigþrúður Ármannsdóttir, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að segja til um hvort hlaupið í Skaftá hafi endanlega náð hámarki sínu. Undanfarinn sólarhring hafa verið sveiflur og náði rennslið toppum um átta leytið í gærkvöldi og aftur á miðnætti þegar það var um 340 rúmmetrar á sekúndu. Síðan féll það en fór að rísa aftur í morgun og er nú tæpir 300 rúmmetrar. Í hlaupinu í Skaftá í fyrra náði var rennslið þegar það var mest um 600 rúmmetrar á sekúndu.

Segir sveitarfélög fjármagna kjarasamninga með uppsögnum

„Sveitarstjórnarmenn hafa sagt við mig eftir þessa samninga, sem við höfum auðvitað orðið að gera því getum illa skorið okkur frá ríki og almennum markaði, er á þessa leið - þetta fjármögnum við með því að segja upp fólki,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ófáir axlapúðar á Akureyri

Mikill mannfjöldi var í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi á fjölskylduhátíðinni Einni með öllu. Á Ráðhústorgi var fjölbreytt dagskrá þar sem fjöldi listamanna kom fram. Að öðrum ólöstuðum voru það Dagur Sigurðsson og hljómsveit hans sem stálu senunni, að mati Skúla Gautasonar framkvæmdastjóra hátíðarinnar.

Fjórtan óku of hratt

Lögreglan á Blönduósi stoppaði átta ökumenn á rúmum klukkutíma sem óku of hratt í Langadal í hádeginu í gær. Sá sem ók hraðast mældist á meira en 130 kílómetra hraða. Talsverð umferð hefur verið um umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um helgina. Alls voru 14 ökumenn stöðvaðir í gær fyrir að hafa of hratt. Flestir þeirra voru erlendir ferðamenn.

Þrír gistu sjálfviljugir hjá lögreglunni

Lögreglan í Vestmannaeyjum er hæstánægð með nóttina, en hún var að sögn lögreglu með rólegasta móti miðað við fjöldann á þjóðhátíð í Eyjum. Enginn gisti fangageymslur gegn vilja sínum, en lögregla skaut hins vegar skjólshúsi yfir þrjá að þeirra eigin beiðni, þar sem þeir voru ráfandi um og höfðu týnt tjöldunum sínum.

Annie Mist keppir til úrslita

Annie Mist Þórisdóttir, 21 árs íþróttakona úr Kópavogi, keppir í dag til úrslita á heimsleikunum í crossfit, í Los Angeles. Aðrir íslenskir kappendur sem tóku þátt, eru allir úr leik en alls keppa 15 Íslendingar á leikunum.

Sló mann í höfuðið með flösku

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn við tjaldsvæðið á Flúðum á fjórða tímanum í nótt eftir að hann sló mann í höfuðið með flösku. Sá hlaut djúpan skurð á höfði og blæddi talsvert og þurfti maðurinn að leita hlynningar á sjúkrahúsinu á Selfossi. Að sögn lögreglu gisti árásarmaðurinn í fangageymslu í nótt og verður hann yfirheyrður síðar í dag.

Bílvelta við Laugarvatn

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni skammt frá Laugarvatni á fimmta tímanum í nótt með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Ökumaðurinn sem var einn í bifreiðinni komst að sjálfsdáðum út úr henni eftir veltuna. Hann er ómeiddur. Ekki leikur grunur á að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis, samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni á Selfossi.

Fimm gistu fangageymslur

Fimm gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þrír vegna ölvunaraksturs en hinir tveir vegna ölvunar. Að öðru leyti fór nóttin vel fram í höfuðborginni að sögn lögreglu, en engin alvarleg líkamsárásarmál komu upp.

Fólk sofnaði ölvað úti á Akureyri

Talsvert var að gera hjá lögreglunni á Akureyri í nótt vegna skemmtanahalds en mikill fjöldi fólks var í miðbænum í gærkvöldi og nótt og þó nokkur ölvun. Lögreglan þurfti aðallega að hafa afskipti af fólki sem hafði sofnað ölvunarsvefni utandyra víðs vegar um bæinn. Einn gisti fangageymslu lögreglunnar sökum ölvunar. Þau mál sem komu til kasta lögreglu reyndust vera minniháttar.

Finna taflmann í fornri verbúð

Taflmaður sem skorinn hefur verið út úr ýsubeini var á meðal muna sem starfsmenn Fornleifastofnunar Íslands fundu í rannsóknarleiðangri sínum á Siglunesi við Siglufjörð sem lauk í gær.

Veggjakrot vaxandi vandamál

Veggjakrot kostaði Reykjavíkurborg á fimmta tug milljóna á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn í ár verði 26 milljónir.

Enginn með allar tölurnar réttar

Lottópotturinn verður fjórfaldur næst en enginn var með allar tölurnar réttar í kvöld. Tveir voru með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar og fá vinningshafarnir tæplega 270 þúsund í sinn hlut.

Aukið vatnsmagn í Skaftá

„Rennslið tók kipp um þrjúleytið en hafði verið stöðugt þá,“ segir Hilmar Hróðmarsson, vatnamælingamaður hjá Veðurstofunni. Hann á von á því að vatnsmagn í Skaftá haldi áfram að vaxa.

Íslenskur skáti á níræðisaldri á heimsmótinu

Hátt í þrjú hundruð íslenskir skátar eru staddir á heimsmóti skáta í Kristanstad í Svíþjóð. Þeirra á meðal er Björgvin Magnússon 88 ára gamall skáti sem lét draum sinn rætast og er mættur á alheimsmót skáta í fyrsta sinn á ævinni, en undirbúningur fyrir ferðina hefur staðið yfir í tvö ár.

Tökur á hollenskum sjónvarpsþætti í Hörpu

"Þetta er ellimination runway og verður ekkert til sparað,“ segir Erna Viktoría Jansdóttir, hjá Iceland Travel Assistance, sem verið hefur aðstandendum sjónvarpsþáttarins Holland´s Next Top Model innan handar en tökulið og þátttakendur verða hér á landi fram á miðvikudag við upptökur. Tískusýning sem fara átti fram á Ingólfstorgi á morgun hefur verið færð í Hörpu. Þangað er almenningur hvattur til að mæta en sýningin hefst klukkan 15.

Maðurinn útskrifaður

Maðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir líkamsárás í Vestmannaeyjum í nótt hefur verið útskrifaður af slysadeild. Hann hlaut áverka á höfði og einkum í andliti. Maðurinn er fimmtugur.

Gleði í Eyjum - myndir

Rúmlega 10 þúsund þjóðhátíðargestir tóku vel undir þegar söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson frumflutti þjóðhátíðarlagið í ár, La dolce vita, í Herjólfsdal í gærkvöldi. Hátíðin hófst formlega í gær en margir vilja þó meina að húkkaraballið svonefnda sem fram fer á fimmtudegi fyrir hverja þjóðhátíð marki í raun upphaf þjóðhátíðar hverju sinni. Meðfylgjandi myndir tók Óskar Friðriksson.

Páll Óskar heillaði þjóðhátíðargesti með einlægninni

Um tíu þúsund manns voru staddir í Herjólfsdal í gærkvöldi. Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að þrátt fyrir að diskóskotið þjóðhátíðarlag Páls Óskars hafi verið umdeilt hafi hann slegið í gegn á einlægninni í gær.

Um sex þúsund manns á Siglufirði

Um sex þúsund manns eru samankomnir á Síldarævintýri á Siglufirði og gekk nóttin stórslysalaust. Guðmundur Skarphéðinsson framkvæmdastjóri Síldarævintýrisins er ánægður með hátíðina. „Hátíðin hefur gengið mjög vel,“ segor Guðmundur. „Það er mikið af fólki í bænum sem skemmti sér fram eftir í nóttu.“

Unglingalandsmótið gengur eins og smurð vél

Unglingalandsmótið á Egilsstöðum er nú í fullum gangi en um tíu þúsund manns eru í bænum. "Það hefur gengið bara nákvæmlega eins og við ætluðum og sáum fyrir, frábærlega í alla staði. Það hefur ekkert komið upp á sem hægt er að minnast á. Þetta hefur gengið bara eins og smurð vél. Það er frábært að vera hérna og veðrið leikið við okkur og fullt af fólki og allir brosa út að eyrum,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmótsins á Egilstöðum.

Hótaði lögreglumönnum

Þrír gistu fangageymslur lögreglunnar í Vestmanneyjum í nótt þar af einn vegna fíkniefnamáls og fyrir að hóta lögreglumönnum. Hinir tveir gistu í fangageymslum vegna ölvunar.

Líðan mannsins stöðug eftir líkamsárás í Eyjum

Maðurinn sem fluttur var með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir líkamsárás í Vestmannaeyjum í nótt er í stöðugu ástandi, að sögn læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn hlaut höfuðáverka og þá einkum á andliti. Hann er enn til rannsóknar á slysadeild og verður mögulega lagður inn síðar í dag.

Nefbrutu lögreglumann

Tveir menn réðust á lögreglumann undir morgun í miðbæ Reykjavíkur þar sem hann var við skyldustörf. Hann var fluttur á slysadeild og reyndist vera nefbrotinn. Lögreglumaðurinn hafði reynt að stöðva mennina þegar þeir voru að sparka í liggjandi mann. Þeir brugðust hins vegar illa við og réðust þá á hann.

Steingrímur á Íslendingaslóðum

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er heiðursgestur á Íslendingahátíðum í Kanada og Bandaríkjunum sem standa nú um helgina og fram á þriðjudag í næstu viku. Íslendingahátíð er nú haldin í 112. sinn í Mountain í Norður-Dakóta og 122. sinn í Gimli í Manitoba en nokkuð fjölmennar Íslendingabyggðir voru á þessum svæðum á tímum vesturfaranna og reyna íbúar á svæðinu að virkja íslenskar rætur sínar meðal annars með því að halda hátíðirnar.

Rennslið í Skaftá náði hámarki í nótt

Rennslið í Skaftá náði hámarki við Sveinstind um þrjú leytið í nótt þegar það nam 295 rúmmetrum á sekúndu, eftir að hafa vaxið frá því um hádegisbilið í gærdag. Merki eru um að hlaupið hafi úr vestari Skaftárkatli. Aur og grugg í ánni náðu hámarki rétt fyrir kvöldmatarleytið í gær, en það sama segir um leiðni árinnar.

Tveir gistu fangageymslur á Akureyri

Líkamsárás var tilkynnt til lögreglunnar á Akureyri en þar fer hátíðin Ein með öllu fram. Talsverður erill var hjá lögreglunni í bænum og gistu tveir fangageymslur vegna ölvunar. Einn var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli, sem meðal annars sér um Landeyjahöfn. Á Siglufirði, þar sem hátíðin Síldarævintýri er haldin, gekk nóttin vel. Mikill fjöldi er í bænum en lögregla segir alla hafa hegðað sér vel þrátt fyrir talsverða ölvun.

Fluttur með höfuðáverka til Reykjavíkur eftir líkamsárás í Eyjum

Þjóðhátíðargestur var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur með höfuðáverka eftir líkamsárás í Vestamannaeyjum í nótt. Til átaka kom milli fjögurra manna og þurftu nokkrir þeirra að leita sér aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyjum. Þar tóku læknar þá ákvörðun að senda einn mannanna til Reykjavíkur en flogið var með hann á sjötta tímanum í morgun.

Þrír óku dópaðir

Umferð frá höfuðborgarsvæðinu gekk að mestu áfallalaust fyrir sig seinnipartinn í gær og í gærkvöldi, en hún var nokkuð minni um Suðurland en oft áður um þessa miklu ferðahelgi. Lögreglan á Selfossi þurfti að hafa lítil afskipti af ökumönnum en lögreglan í Borgarnesi stöðvaði í gærkvöldi tvo ökumenn sem óku undir áhrifum í fíkniefna og þann þriðja í nótt.

Keyra vatn í bílum í byggðina í Reykholti

Viðvarandi vatnsskortur hefur verið undanfarin sumur í Reykholti. OR hefur keyrt vatn í tankbílum á svæðið. Íbúar eru orðnir langeygir eftir úrbótum. Komið hefur fyrir að ekki væri hægt að sturta niður á salerni hótelsins.

Langisjór og hluti af Eldgjá friðlýst

Langisjór og hluti af Eldgjá og nágrenni hafa nú verið friðlýst og hefur Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra gefið út reglugerð þar um. Umhverfisráðuneytið og sveitarstjórn Skaftárhrepps gengu frá samkomulagi um gjörðina. Innan þessara svæða eru náttúruminjar sem taldar eru hafa mikið gildi á heimsvísu. Að auki hefur svæðið mikið útivistar-, fræðslu- og vísindagildi.

Nafnið fylgdi kannabisleifum

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði þrjú ungmenni í bíl aðfaranótt föstudagsins. Fólkið var að koma úr Heiðmörk og fann lögreglan kannabislykt í bílnum. Ekkert saknæmt fannst við leit.

Sjá næstu 50 fréttir