Fleiri fréttir Hælisleitandi í haldi lögreglu Erlendur maður á þrítugsaldri var handtekinn á Seyðisfirði í gær. Maðurinn var að koma með Norrænu frá Danmörku og var tekinn höndum þegar í ljós kom að skilríki hans voru fölsuð. Hann segist vera frá Palestínu hefur óskað eftir hæli. 30.7.2011 05:00 Ungmenni til fyrirmyndar "Veðrið hefur leikið við okkur en ég held að hitinn hafi farið yfir 20 gráður í dag,“ segir Helga Jónsdóttir, móðir tveggja ungmenna sem taka þátt í Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum, sem hófst í morgun í rjómablíðu, en þar eru saman komnir um 8-10 tíu þúsund manns þessa helgi. 29.7.2011 21:30 Nauðgarar sjaldnast ópersónuleg skrímsli „Okkar forgangsatriði er að berjast gegn þeirri hugmynd að fórnarlömb nauðgana geti á einhvern hátt sjálfum sér um kennt. Ábyrgð á nauðgunum er alfarið hjá gerandanum en því miður virðist fókusinn í almennri umræðu oft verða á hegðun fórnarlambsins. segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem er 25 ára gömul og stundar mastersnám í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún er talsmaður NEI-hreyfingarinnar. „Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi.“ 29.7.2011 21:00 Á annað þúsund hafa greinst með lifrarbólgu Á annað þúsund manns hafa greinst með lifrarbólgu B eða C frá aldamótum. Sóttvarnalæknir segir um alvarlegan faraldur að ræða, en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsir þungum áhyggjum af ástandinu á heimsvísu. 29.7.2011 19:06 Fjölmargir íslenskar skátar í Svíþjóð Hátt í þrjú hundruð íslenskir skátar eru staddir á heimsmóti skáta í Kristianstad í Svíþjóð. Mótið var formlega sett í gærkvöldi en um 40 þúsund skátar eru á svæðinu frá 160 löndum 29.7.2011 18:54 Umferðin gengur vel Umferð úr bænum hefur gengið vel í dag að sögn lögreglu. Umferðarþunginn dreifir sér nú á dagana fyrir og eftir helgi en ekki einungis á föstudag og mánudag eins og áður. 29.7.2011 18:50 Fíkniefnasali handtekinn Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Breiðholti í gærkvöld en í fórum hans fundust nokkrir tugir gramma af marijúana. Ætla má að fíkniefnin hafi átt að selja um verslunarmannahelgina. 29.7.2011 17:49 Alls hafa 77 nöfn verið birt Norska lögreglan birti seinnipartinn í dag nöfn 36 þeirra sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum í Útey og höfuðborginni Osló fyrir viku. Áður hafði lögreglan birt 41 nafn en í heildina hafa verið birt 77 nöfn. Fyrstu jarðarfarir fórnarlamba fjöldamorðingjans Anders Breivik fóru fram í dag. 29.7.2011 17:23 Foreldrar Sturlu færðu gjörgæsludeildinni gjöf Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson, foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lét lífið eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000, hafa fært gjörgæsludeildinni í Fossvogi að gjöf sjónvarp, DVD tæki og nokkra mynddiska til minningar um hann. 29.7.2011 16:48 Krummi gerir sig heimkominn í Norðlingaholtinu Svo virðist sem krumminn gæfi, sem Vísir greindi frá þann 20. júlí síðastliðinn, hafi gert sig heimkominn í Norðlingaholtinu, en hann vakti fyrst athygli fréttastofu þegar íbúar höfðu samband eftir að hrafninn hafði eytt 40 mínútum að leik með krökkum á svæðinu. 29.7.2011 16:30 Rennsli eykst í Skaftá Rennsli í Skaftá hefur aukist á ný, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Leiðni hækkar áfram en aur og grugg hefur vaxið á ný. Merki eru um að hlaupið hafi úr vestari Skaftárkatli. Ekki eru merki um hlaupóróa en náið er fylgst með svæðinu. 29.7.2011 15:47 Þriggja ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl Benedikt Pálmason var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt inn rúmlega 3,8 kíló af amfetamíni til landsins með Goðafossi þann 13. júní síðastliðinn. 29.7.2011 15:38 Sundlaugaverðir lenda í útistöðum við foreldra Starfsmenn sundlauga lenda mjög oft í útistöðum við foreldra vegna kæruleysis. Foreldrarnir ætlast í sumum tilfellum til að starfsmennirnir taki að sér barnagæslu á meðan þeir sjálfir liggi í sólbaði. Þetta segir Hafþór B. Guðmundsson, lektor við HÍ að Laugarvatni. Hann tók þátt í að semja nýja reglugerð um hollustuhætti á sundstöðum. 29.7.2011 15:14 Bleikir pennar stofna nýjan vef Heiða Þórðardóttir og Steinunn Fjóla Jónsdóttir, sem báðar eru pistlahöfundar vefritsins Bleikt.is, virðast hafa ákveðið að breiða út vængi sína og fljúga úr bleika hreiðrinu, en þær koma til með að opna nýjan vef þann 1. ágúst næstkomandi, sem bera mun nafnið Spegill. 29.7.2011 14:53 Hælisleitandi með fölsuð skilríki á Norrænu Lögreglan á Egilsstöðum hefur nú í haldi erlendan mann sem kom til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. Maðurinn var tekinn höndum þegar í ljós kom að skilríki hans voru fölsuð, en hann segist vera frá Palestínu og er hingað komin í hælisleit. 29.7.2011 13:17 Kvartanir vegna hávaða í heimahúsum í nótt Nokkrar kvartanir bárust lögreglu vegna hávaða í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu á öðrum og þriðja tímanum í nótt. Eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu var nóttin annars fremur róleg í umdæminu. 29.7.2011 12:49 Færri í Eyjum, fleiri á Siglufirði Heldur færri virðast ætla að leggja leið sína á þjóðhátíð í Eyjum en í fyrra, en fleiri gestir eru komnir til Akureyrar og Siglufjarðar en í fyrra og búist er við miklu fjölmenni á Egilsstöðum. Færri voru á svonefndu Húkkaraballi í Eyjum í gærkvöldi, en það er talið marak upphaf þjóðhátíðarinnar þar. Erill var hinsvegar meiri en undanfarin áren lögreglu tókst að stilla til friðar og þurfti ekki að vista neinn i fangageymslum í nótt. Þrír þurftu að leita læknis á sjúkarhúsinu vegna óhappa, sem rekja má til ölvunar og ærsla. Fjölmenni var komið til Egilsstaða á unglingalandsmót Umgmennafélags Íslands, en búist er við allt að tíu þúsund manns þar, eða jafnvel fleiri vegna góðrar veðurspár þar framan af helginni. Ein með öllu á Akureyri hófst degi fyrr en venjulega, með dagskrá og þrjú þúsund manna brekkutónleikum. Í gærkvöldi voru mun fleiri gestir komnir til bæjarins en sama dag í fyrra. Undir morgun var ráðist á tvo menn í miðbænum svo þeir þurftu að leita læknis, en málið er óupplýst. Svoneft húsbíla- og tjaldvagnafólk fjölmennir svo á Síldarævintýrinu á Siglufirði sem aldrei fyrr, svo stiklað sé á stóru í hátíðarhöldum verslunarmannahelgarinnar. 29.7.2011 12:13 Greinilegt að hlaup hefur orðið Enn hafa menn ekki orðið varir við hlaupið úr Skaftá í byggð. Flugmaður sem flaug yfir Vatnajökul í morgun segir greinilegt að hlaup hafi orðið í vestari katlinum. Veðurstofan segist alltaf hafa búist við því að hlaupið yrði lítið. 29.7.2011 12:11 Velferðarráðherra óskar eftir fundi vegna dómsniðurstöðu um Sólheima Velferðarráðherra mun óska eftir fundi með fulltrúa ríkislögmanns á þriðjudag vegna dómsniðurstöðu Héraðsdóms í máli Sólheima gegn íslenska ríkinu. 29.7.2011 12:07 Líklega frekari lokanir á Laugavegi Fjölmargar hugmyndir eru á lofti varðandi mögulega lokun Laugavegarins fyrir bílaumferð. „Sumir vilja loka honum varanlega, aðrir eru hræddir við það, en það er nú líklegt að það verði einhverjar lokanir fyrir bílaumferð í framtíðinni, hvort sem það verður lengri," segir Örn Sigurðsson, settur sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg. Borgarráð hefur ákveðið að göngugatan á Laugavegi verði opin lengur en áformað var. Til stóð að Laugavegurinn, frá Vatnsstíg að Skólavörðstíg, yrði opnaður fyrir bílaumferð um mánaðarmótin en það voru verslunarmenn við götuna sem óskuðu eftir framlenginu á lokuninni. Borgarráð ákvað á fundi sínum í gær að verða við beiðninni og verður hluti Laugavegar því göngugata til og með 7. ágúst. Jafnframt veitti borgarráð leyfi fyrir götuhátíð á skólavörðustíg dagana annan til sjöunda ágúst, en þá verður gatan lokuð frá Bergstaðastræti að Bankastræti. Mánudaginn 8. ágúst verður síðan opnað fyrir bílaumferð á ný bæði niður Skólavörðustíg og Laugaveg. Framhaldið verður síðan skoðað í ljósi reynslunnar. 29.7.2011 12:04 Forseti Alþingis fékk frumvarp að stjórnarskrá Stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, frumvarp að nýrri stjórnarskrá í Iðnó í morgun. Frumvarpið var samþykkt einróma með atkvæðum allra ráðsfulltrúa á síðasta fundi ráðsins á miðvikudaginn. 29.7.2011 11:52 Sundkennara meinað að fara með barnabörnin í sund Sundkennari til fjörtíu ára var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er nýjar reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt reglunum er fullorðnum einstaklingi óheimilt að hafa fleiri en tvö börn með sér í sund, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna. 29.7.2011 11:13 Erill í Eyjum - samt bara einn í fangageymslu Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og má segja að hátíð hafi byrjað í gærkveldi með svokölluðu Húkkaraballi. Töluverð ölvun var í bænum og þurfti lögreglan að hafa afskipti að nokkrum aðilum vegna ölvunarástands. Þó gistir aðeins einn aðili fangeymslu lögreglunnar vegna ölunarástands. Sinna þurfti nokkrum útköllum vegna ónæðis á tjaldsvæðum í bænum og einnig hávaðaútköllum í heimahúsum. Þá komu upp fjögur minniháttar fíkniefnamál í gær og nótt þar sem ræða kannabisefni, amfetamín og e-töflur, eða „Extacy" eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni. Allir þessir aðilar sögðu efnin til eigin nota. Mjög öflugt fíkniefnaeftirlit verður á hátíðinni og auk lögreglumanna munu þrír fíkniefnahundar starfa með þessum lögreglumönnum. 29.7.2011 10:31 Íslenskir unglingar fávísir um endurvinnslu Íslenskir unglingar hafa margir litla trú á endurvinnslu auk þess sem þau virðast hafa litla vitneskju um heimilissorpið. Grænn fræðsluleiðbeinandi í vinnuskóla Reykjavíkur ræddi við Vísi um málið. 29.7.2011 09:57 Dannebrog í heimsókn í Reykjavíkurhöfn Danska snekkjan Dannebrog er nú í stuttri heimsókn í Reykjavíkurhöfn. Skipið hefur hér skamma viðdvöl á leið yfir hafið og heldur áfram ferð sinni á sunnudag. Þetta kemur fram á vefsíðu Faxaflóahafna. 29.7.2011 09:53 Nærbuxur Greifanna fundnar - stolið í flippi Nærbuxur stórhljómsveitarinnar Greifarnir, sem stolið var nýverið, eru aftur komnar í réttar hendur. Hljómsveitarmeðlimir fagna þessu mjög og segjast nú geta haldið verslunarmannahelgina eins og vera ber. Í tilkynningu frá Greifunum segir að þjófurinn sé að öllum líkindum ungur maður sem hafi stolið nærbuxunum „í einhverju flippi," Hann hafði síðan samband, með númeraleynd, og sagðist munu skilja þær eftir á stað þar sem hægt væri að sækja þær. „Sjálfsagt hefur honum orðið um og ó yfir þeirri athygli sem uppátæki þetta fékk og viljað bæta fyrir gjörðir sínar," segja Greifarnir. 29.7.2011 09:24 Hestamenn íhuga að stefna Kópavogsbæ Hestamannafélagið Gustur hyggst sækja rétt sinn gagnvart Kópavogsbæ ef ekki semst um nýja aðstöðu fyrir félagið að Kjóavöllum. Bæjaryfirvöld hafa ekki staðið við samning um uppbyggingu á svæðinu. 29.7.2011 09:00 Helguvíkurkaleikurinn kostar Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir stjórnvöld sýna atvinnuuppbyggingu grátlega lítinn áhuga. Fréttablaðið sagði frá því í gær að tvö fyrirtæki væru með áform um hátæknifiskeldi á Reykjanesi. 29.7.2011 08:00 Þrír þjóðhátíðargestir fluttir á sjúkrahús Þrír þjóðhátíðargestir voru fluttir á sjúkrahúsið í Eyjum í nótt til aðhlynningar. Einn hafði dottið og handlegsbrotnað. Annar hafði meiðst á baki, þagar sparkað var í hann og sá þriðji snérist á fæti. 29.7.2011 07:48 Tveir á slysadeild eftir líkamsárás á Akureyri Tveir voru fluttir á slysadeild sjúkrahússins á Akureyri á fimmta tímanum í nótt eftir að maður hafði ráðist á þá og veitti þeim áverka. 29.7.2011 07:45 Jesús tók við af Jack Daniel"s hjá Duane Eflaust hafa margir vegfarendur í Reykjavík tekið eftir götupredikaranum Duane H. Lyon á leið sinni um götur og torg. Fréttablaðið ákvað að forvitnast um hann og erindið sem bar hann hingað. 29.7.2011 07:30 Taldi sig sloppinn en var gripinn heima hjá sér Lögregla stöðvaði þrjú ungmenni sem voru að koma á bíl úr Heiðmörk í nótt og fundu lögreglumennirnir kannabislykt í bílnum. Ekkert saknæmt fannst þó í bílnum og fékk fólkið að halda áfarm. 29.7.2011 07:19 Mikið rykmistur á Fáskrúðsfirði Mikið rykmistur var á Fáskrúðsfirði í gærkvöldi og líktist það allt eins öskufalli, að sögn heimamanna. 29.7.2011 07:11 Þrír íþróttaþjálfarar reknir vegna kynferðisbrota í starfi Þrjú kynferðisbrotamál hafa komið inn á borð forsvarsmanna Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) á síðustu þremur árum. Þjálfararnir áreittu allir nemendur sína kynferðislega og var vikið úr starfi fyrir vikið. 29.7.2011 07:00 Ekkert bólar á Skaftárhlaupi Ekkert bólaði á Skaftárhlaupi í nótt þrátt fyrir mikla leiði í vatninu, sem yfirleitt er fyrirboði hlaups. Vatnið er líka gruggugt. 29.7.2011 06:46 Hjúkra fimm þúsund börnum Um 5.500 börn eru nú í næringarstöðvum Rauða krossins í Sómalíu þangað sem þau komu aðframkomin af hungri. Þessar næringarstöðvar eru meðal annars á svæðum uppreisnarmanna, að því er Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands, greinir frá. 29.7.2011 06:00 Vatn frá bílaplani skóp holuna Vatn frá bílaplani ofan við Almannagjá sytraði undir veginn niður gjána og varð til þess að jarðfall myndaðist á veginum. Losnað hafði um uppfyllinguna í jarðskjálftunum 2000 og 2008 og regn- og yfirborðsvatn gróf síðan undan veginum og því fór sem fór. 29.7.2011 05:45 Járnsmiður, silfurrani og tungljurt nema land Nokkrar nýjar tegundir fundust í árlegri ferð vísindamanna til Surtseyjar. Tanginn norðan á eyjunni hefur minnkað um 100 metra á einu ári, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. 29.7.2011 05:30 Tugþúsundir á faraldsfæti Tugþúsundir Íslendinga leggja land undir fót nú um verslunarmannahelgina þrátt fyrir að veðurspáin sé ekki beysin. 29.7.2011 05:00 Einn grunaður um fíkniefnaakstur, umferðarmál þó almennt farsæl Svo virðist sem umferð hafi gengið vel um allt land í dag, þrátt fyrir mikinn straum fólks milli bæjarfélaga þar sem útihátíðir eru víða í þann mund að hefjast. Einn ökumaður hefur verið tekinn grunaður um fíkniefnaakstur og þrír fyrir of hraðan akstur. 28.7.2011 20:45 Tax Free: Stefnir í metsumar Stjórnendur Tax Free á Íslandi segja að allt stefni í metsumar hvað varðar eyðslu erlendra ferðamanna hér á landi. Þeir segja að tölur annarra fyrirtækja um samdrátt gefi ranga mynd af stöðunni. 28.7.2011 20:00 Slátrun flýtt um tvær vikur Sláturleyfishafar hafa nú í samvinnu við sauðfjárbændur ákveðið að flýta slátrun um tvær vikur. Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir í fréttatilkynningu samtakanna að með þessu sé verið að bregðast við kröfum markaðarins. 28.7.2011 19:28 Vinnueftirlitið rannsakar slys á ungmennum Vinnueftirlitið rannsakar nú fjögur vinnuslys í fiskvinnslustöðvum sem hafa orðið hjá ungmennum undir átján ára aldri. Í nýlegu tilviki slasaðist starfsmaður undir fimmtán ára alvarlega á hönd en hin þrjú eru talin minniháttar. 28.7.2011 19:04 Fjárhagslegt öryggi Sólheima ekki tryggt Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt þjónustusamningi með því að skerða fjárframlög til Sólheima. Guðmundur Ármann Péturson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir reksturinn ekki tryggðan. 28.7.2011 18:29 Hálfs árs gömul frétt um ferðir Herjólfs vinsæl á Facebook „Herjólfur siglir ekki í dag“ er fyrirsögn fréttar Vísis sem Íslendingar deila nú í óðaönn með vinum sínum, við misgóðar undirtektir, en margir halda nú suður til Vestmannaeyja með ferjunni þar sem Þjóðhátíð er í þann mund að hefjast. 28.7.2011 17:56 Sjá næstu 50 fréttir
Hælisleitandi í haldi lögreglu Erlendur maður á þrítugsaldri var handtekinn á Seyðisfirði í gær. Maðurinn var að koma með Norrænu frá Danmörku og var tekinn höndum þegar í ljós kom að skilríki hans voru fölsuð. Hann segist vera frá Palestínu hefur óskað eftir hæli. 30.7.2011 05:00
Ungmenni til fyrirmyndar "Veðrið hefur leikið við okkur en ég held að hitinn hafi farið yfir 20 gráður í dag,“ segir Helga Jónsdóttir, móðir tveggja ungmenna sem taka þátt í Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum, sem hófst í morgun í rjómablíðu, en þar eru saman komnir um 8-10 tíu þúsund manns þessa helgi. 29.7.2011 21:30
Nauðgarar sjaldnast ópersónuleg skrímsli „Okkar forgangsatriði er að berjast gegn þeirri hugmynd að fórnarlömb nauðgana geti á einhvern hátt sjálfum sér um kennt. Ábyrgð á nauðgunum er alfarið hjá gerandanum en því miður virðist fókusinn í almennri umræðu oft verða á hegðun fórnarlambsins. segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem er 25 ára gömul og stundar mastersnám í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún er talsmaður NEI-hreyfingarinnar. „Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi.“ 29.7.2011 21:00
Á annað þúsund hafa greinst með lifrarbólgu Á annað þúsund manns hafa greinst með lifrarbólgu B eða C frá aldamótum. Sóttvarnalæknir segir um alvarlegan faraldur að ræða, en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsir þungum áhyggjum af ástandinu á heimsvísu. 29.7.2011 19:06
Fjölmargir íslenskar skátar í Svíþjóð Hátt í þrjú hundruð íslenskir skátar eru staddir á heimsmóti skáta í Kristianstad í Svíþjóð. Mótið var formlega sett í gærkvöldi en um 40 þúsund skátar eru á svæðinu frá 160 löndum 29.7.2011 18:54
Umferðin gengur vel Umferð úr bænum hefur gengið vel í dag að sögn lögreglu. Umferðarþunginn dreifir sér nú á dagana fyrir og eftir helgi en ekki einungis á föstudag og mánudag eins og áður. 29.7.2011 18:50
Fíkniefnasali handtekinn Karl á þrítugsaldri var handtekinn í Breiðholti í gærkvöld en í fórum hans fundust nokkrir tugir gramma af marijúana. Ætla má að fíkniefnin hafi átt að selja um verslunarmannahelgina. 29.7.2011 17:49
Alls hafa 77 nöfn verið birt Norska lögreglan birti seinnipartinn í dag nöfn 36 þeirra sem létu lífið í hryðjuverkaárásunum í Útey og höfuðborginni Osló fyrir viku. Áður hafði lögreglan birt 41 nafn en í heildina hafa verið birt 77 nöfn. Fyrstu jarðarfarir fórnarlamba fjöldamorðingjans Anders Breivik fóru fram í dag. 29.7.2011 17:23
Foreldrar Sturlu færðu gjörgæsludeildinni gjöf Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson, foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lét lífið eftir flugslys í Skerjafirði árið 2000, hafa fært gjörgæsludeildinni í Fossvogi að gjöf sjónvarp, DVD tæki og nokkra mynddiska til minningar um hann. 29.7.2011 16:48
Krummi gerir sig heimkominn í Norðlingaholtinu Svo virðist sem krumminn gæfi, sem Vísir greindi frá þann 20. júlí síðastliðinn, hafi gert sig heimkominn í Norðlingaholtinu, en hann vakti fyrst athygli fréttastofu þegar íbúar höfðu samband eftir að hrafninn hafði eytt 40 mínútum að leik með krökkum á svæðinu. 29.7.2011 16:30
Rennsli eykst í Skaftá Rennsli í Skaftá hefur aukist á ný, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Leiðni hækkar áfram en aur og grugg hefur vaxið á ný. Merki eru um að hlaupið hafi úr vestari Skaftárkatli. Ekki eru merki um hlaupóróa en náið er fylgst með svæðinu. 29.7.2011 15:47
Þriggja ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl Benedikt Pálmason var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa flutt inn rúmlega 3,8 kíló af amfetamíni til landsins með Goðafossi þann 13. júní síðastliðinn. 29.7.2011 15:38
Sundlaugaverðir lenda í útistöðum við foreldra Starfsmenn sundlauga lenda mjög oft í útistöðum við foreldra vegna kæruleysis. Foreldrarnir ætlast í sumum tilfellum til að starfsmennirnir taki að sér barnagæslu á meðan þeir sjálfir liggi í sólbaði. Þetta segir Hafþór B. Guðmundsson, lektor við HÍ að Laugarvatni. Hann tók þátt í að semja nýja reglugerð um hollustuhætti á sundstöðum. 29.7.2011 15:14
Bleikir pennar stofna nýjan vef Heiða Þórðardóttir og Steinunn Fjóla Jónsdóttir, sem báðar eru pistlahöfundar vefritsins Bleikt.is, virðast hafa ákveðið að breiða út vængi sína og fljúga úr bleika hreiðrinu, en þær koma til með að opna nýjan vef þann 1. ágúst næstkomandi, sem bera mun nafnið Spegill. 29.7.2011 14:53
Hælisleitandi með fölsuð skilríki á Norrænu Lögreglan á Egilsstöðum hefur nú í haldi erlendan mann sem kom til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. Maðurinn var tekinn höndum þegar í ljós kom að skilríki hans voru fölsuð, en hann segist vera frá Palestínu og er hingað komin í hælisleit. 29.7.2011 13:17
Kvartanir vegna hávaða í heimahúsum í nótt Nokkrar kvartanir bárust lögreglu vegna hávaða í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu á öðrum og þriðja tímanum í nótt. Eftir því sem fram kemur í dagbók lögreglu var nóttin annars fremur róleg í umdæminu. 29.7.2011 12:49
Færri í Eyjum, fleiri á Siglufirði Heldur færri virðast ætla að leggja leið sína á þjóðhátíð í Eyjum en í fyrra, en fleiri gestir eru komnir til Akureyrar og Siglufjarðar en í fyrra og búist er við miklu fjölmenni á Egilsstöðum. Færri voru á svonefndu Húkkaraballi í Eyjum í gærkvöldi, en það er talið marak upphaf þjóðhátíðarinnar þar. Erill var hinsvegar meiri en undanfarin áren lögreglu tókst að stilla til friðar og þurfti ekki að vista neinn i fangageymslum í nótt. Þrír þurftu að leita læknis á sjúkarhúsinu vegna óhappa, sem rekja má til ölvunar og ærsla. Fjölmenni var komið til Egilsstaða á unglingalandsmót Umgmennafélags Íslands, en búist er við allt að tíu þúsund manns þar, eða jafnvel fleiri vegna góðrar veðurspár þar framan af helginni. Ein með öllu á Akureyri hófst degi fyrr en venjulega, með dagskrá og þrjú þúsund manna brekkutónleikum. Í gærkvöldi voru mun fleiri gestir komnir til bæjarins en sama dag í fyrra. Undir morgun var ráðist á tvo menn í miðbænum svo þeir þurftu að leita læknis, en málið er óupplýst. Svoneft húsbíla- og tjaldvagnafólk fjölmennir svo á Síldarævintýrinu á Siglufirði sem aldrei fyrr, svo stiklað sé á stóru í hátíðarhöldum verslunarmannahelgarinnar. 29.7.2011 12:13
Greinilegt að hlaup hefur orðið Enn hafa menn ekki orðið varir við hlaupið úr Skaftá í byggð. Flugmaður sem flaug yfir Vatnajökul í morgun segir greinilegt að hlaup hafi orðið í vestari katlinum. Veðurstofan segist alltaf hafa búist við því að hlaupið yrði lítið. 29.7.2011 12:11
Velferðarráðherra óskar eftir fundi vegna dómsniðurstöðu um Sólheima Velferðarráðherra mun óska eftir fundi með fulltrúa ríkislögmanns á þriðjudag vegna dómsniðurstöðu Héraðsdóms í máli Sólheima gegn íslenska ríkinu. 29.7.2011 12:07
Líklega frekari lokanir á Laugavegi Fjölmargar hugmyndir eru á lofti varðandi mögulega lokun Laugavegarins fyrir bílaumferð. „Sumir vilja loka honum varanlega, aðrir eru hræddir við það, en það er nú líklegt að það verði einhverjar lokanir fyrir bílaumferð í framtíðinni, hvort sem það verður lengri," segir Örn Sigurðsson, settur sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg. Borgarráð hefur ákveðið að göngugatan á Laugavegi verði opin lengur en áformað var. Til stóð að Laugavegurinn, frá Vatnsstíg að Skólavörðstíg, yrði opnaður fyrir bílaumferð um mánaðarmótin en það voru verslunarmenn við götuna sem óskuðu eftir framlenginu á lokuninni. Borgarráð ákvað á fundi sínum í gær að verða við beiðninni og verður hluti Laugavegar því göngugata til og með 7. ágúst. Jafnframt veitti borgarráð leyfi fyrir götuhátíð á skólavörðustíg dagana annan til sjöunda ágúst, en þá verður gatan lokuð frá Bergstaðastræti að Bankastræti. Mánudaginn 8. ágúst verður síðan opnað fyrir bílaumferð á ný bæði niður Skólavörðustíg og Laugaveg. Framhaldið verður síðan skoðað í ljósi reynslunnar. 29.7.2011 12:04
Forseti Alþingis fékk frumvarp að stjórnarskrá Stjórnlagaráð afhenti forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, frumvarp að nýrri stjórnarskrá í Iðnó í morgun. Frumvarpið var samþykkt einróma með atkvæðum allra ráðsfulltrúa á síðasta fundi ráðsins á miðvikudaginn. 29.7.2011 11:52
Sundkennara meinað að fara með barnabörnin í sund Sundkennari til fjörtíu ára var stöðvaður þegar hann ætlaði með fjögur barnabörn sín í sundlaugina að Laugarvatni í gær. Ástæðan er nýjar reglur um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Samkvæmt reglunum er fullorðnum einstaklingi óheimilt að hafa fleiri en tvö börn með sér í sund, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann barna. 29.7.2011 11:13
Erill í Eyjum - samt bara einn í fangageymslu Nokkur erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og má segja að hátíð hafi byrjað í gærkveldi með svokölluðu Húkkaraballi. Töluverð ölvun var í bænum og þurfti lögreglan að hafa afskipti að nokkrum aðilum vegna ölvunarástands. Þó gistir aðeins einn aðili fangeymslu lögreglunnar vegna ölunarástands. Sinna þurfti nokkrum útköllum vegna ónæðis á tjaldsvæðum í bænum og einnig hávaðaútköllum í heimahúsum. Þá komu upp fjögur minniháttar fíkniefnamál í gær og nótt þar sem ræða kannabisefni, amfetamín og e-töflur, eða „Extacy" eins og segir í tilkynningu frá lögreglunni. Allir þessir aðilar sögðu efnin til eigin nota. Mjög öflugt fíkniefnaeftirlit verður á hátíðinni og auk lögreglumanna munu þrír fíkniefnahundar starfa með þessum lögreglumönnum. 29.7.2011 10:31
Íslenskir unglingar fávísir um endurvinnslu Íslenskir unglingar hafa margir litla trú á endurvinnslu auk þess sem þau virðast hafa litla vitneskju um heimilissorpið. Grænn fræðsluleiðbeinandi í vinnuskóla Reykjavíkur ræddi við Vísi um málið. 29.7.2011 09:57
Dannebrog í heimsókn í Reykjavíkurhöfn Danska snekkjan Dannebrog er nú í stuttri heimsókn í Reykjavíkurhöfn. Skipið hefur hér skamma viðdvöl á leið yfir hafið og heldur áfram ferð sinni á sunnudag. Þetta kemur fram á vefsíðu Faxaflóahafna. 29.7.2011 09:53
Nærbuxur Greifanna fundnar - stolið í flippi Nærbuxur stórhljómsveitarinnar Greifarnir, sem stolið var nýverið, eru aftur komnar í réttar hendur. Hljómsveitarmeðlimir fagna þessu mjög og segjast nú geta haldið verslunarmannahelgina eins og vera ber. Í tilkynningu frá Greifunum segir að þjófurinn sé að öllum líkindum ungur maður sem hafi stolið nærbuxunum „í einhverju flippi," Hann hafði síðan samband, með númeraleynd, og sagðist munu skilja þær eftir á stað þar sem hægt væri að sækja þær. „Sjálfsagt hefur honum orðið um og ó yfir þeirri athygli sem uppátæki þetta fékk og viljað bæta fyrir gjörðir sínar," segja Greifarnir. 29.7.2011 09:24
Hestamenn íhuga að stefna Kópavogsbæ Hestamannafélagið Gustur hyggst sækja rétt sinn gagnvart Kópavogsbæ ef ekki semst um nýja aðstöðu fyrir félagið að Kjóavöllum. Bæjaryfirvöld hafa ekki staðið við samning um uppbyggingu á svæðinu. 29.7.2011 09:00
Helguvíkurkaleikurinn kostar Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir stjórnvöld sýna atvinnuuppbyggingu grátlega lítinn áhuga. Fréttablaðið sagði frá því í gær að tvö fyrirtæki væru með áform um hátæknifiskeldi á Reykjanesi. 29.7.2011 08:00
Þrír þjóðhátíðargestir fluttir á sjúkrahús Þrír þjóðhátíðargestir voru fluttir á sjúkrahúsið í Eyjum í nótt til aðhlynningar. Einn hafði dottið og handlegsbrotnað. Annar hafði meiðst á baki, þagar sparkað var í hann og sá þriðji snérist á fæti. 29.7.2011 07:48
Tveir á slysadeild eftir líkamsárás á Akureyri Tveir voru fluttir á slysadeild sjúkrahússins á Akureyri á fimmta tímanum í nótt eftir að maður hafði ráðist á þá og veitti þeim áverka. 29.7.2011 07:45
Jesús tók við af Jack Daniel"s hjá Duane Eflaust hafa margir vegfarendur í Reykjavík tekið eftir götupredikaranum Duane H. Lyon á leið sinni um götur og torg. Fréttablaðið ákvað að forvitnast um hann og erindið sem bar hann hingað. 29.7.2011 07:30
Taldi sig sloppinn en var gripinn heima hjá sér Lögregla stöðvaði þrjú ungmenni sem voru að koma á bíl úr Heiðmörk í nótt og fundu lögreglumennirnir kannabislykt í bílnum. Ekkert saknæmt fannst þó í bílnum og fékk fólkið að halda áfarm. 29.7.2011 07:19
Mikið rykmistur á Fáskrúðsfirði Mikið rykmistur var á Fáskrúðsfirði í gærkvöldi og líktist það allt eins öskufalli, að sögn heimamanna. 29.7.2011 07:11
Þrír íþróttaþjálfarar reknir vegna kynferðisbrota í starfi Þrjú kynferðisbrotamál hafa komið inn á borð forsvarsmanna Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) á síðustu þremur árum. Þjálfararnir áreittu allir nemendur sína kynferðislega og var vikið úr starfi fyrir vikið. 29.7.2011 07:00
Ekkert bólar á Skaftárhlaupi Ekkert bólaði á Skaftárhlaupi í nótt þrátt fyrir mikla leiði í vatninu, sem yfirleitt er fyrirboði hlaups. Vatnið er líka gruggugt. 29.7.2011 06:46
Hjúkra fimm þúsund börnum Um 5.500 börn eru nú í næringarstöðvum Rauða krossins í Sómalíu þangað sem þau komu aðframkomin af hungri. Þessar næringarstöðvar eru meðal annars á svæðum uppreisnarmanna, að því er Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands, greinir frá. 29.7.2011 06:00
Vatn frá bílaplani skóp holuna Vatn frá bílaplani ofan við Almannagjá sytraði undir veginn niður gjána og varð til þess að jarðfall myndaðist á veginum. Losnað hafði um uppfyllinguna í jarðskjálftunum 2000 og 2008 og regn- og yfirborðsvatn gróf síðan undan veginum og því fór sem fór. 29.7.2011 05:45
Járnsmiður, silfurrani og tungljurt nema land Nokkrar nýjar tegundir fundust í árlegri ferð vísindamanna til Surtseyjar. Tanginn norðan á eyjunni hefur minnkað um 100 metra á einu ári, að því er fram kemur á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. 29.7.2011 05:30
Tugþúsundir á faraldsfæti Tugþúsundir Íslendinga leggja land undir fót nú um verslunarmannahelgina þrátt fyrir að veðurspáin sé ekki beysin. 29.7.2011 05:00
Einn grunaður um fíkniefnaakstur, umferðarmál þó almennt farsæl Svo virðist sem umferð hafi gengið vel um allt land í dag, þrátt fyrir mikinn straum fólks milli bæjarfélaga þar sem útihátíðir eru víða í þann mund að hefjast. Einn ökumaður hefur verið tekinn grunaður um fíkniefnaakstur og þrír fyrir of hraðan akstur. 28.7.2011 20:45
Tax Free: Stefnir í metsumar Stjórnendur Tax Free á Íslandi segja að allt stefni í metsumar hvað varðar eyðslu erlendra ferðamanna hér á landi. Þeir segja að tölur annarra fyrirtækja um samdrátt gefi ranga mynd af stöðunni. 28.7.2011 20:00
Slátrun flýtt um tvær vikur Sláturleyfishafar hafa nú í samvinnu við sauðfjárbændur ákveðið að flýta slátrun um tvær vikur. Sindri Sigurgeirsson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir í fréttatilkynningu samtakanna að með þessu sé verið að bregðast við kröfum markaðarins. 28.7.2011 19:28
Vinnueftirlitið rannsakar slys á ungmennum Vinnueftirlitið rannsakar nú fjögur vinnuslys í fiskvinnslustöðvum sem hafa orðið hjá ungmennum undir átján ára aldri. Í nýlegu tilviki slasaðist starfsmaður undir fimmtán ára alvarlega á hönd en hin þrjú eru talin minniháttar. 28.7.2011 19:04
Fjárhagslegt öryggi Sólheima ekki tryggt Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hefði vanefnt skuldbindingar sínar samkvæmt þjónustusamningi með því að skerða fjárframlög til Sólheima. Guðmundur Ármann Péturson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir reksturinn ekki tryggðan. 28.7.2011 18:29
Hálfs árs gömul frétt um ferðir Herjólfs vinsæl á Facebook „Herjólfur siglir ekki í dag“ er fyrirsögn fréttar Vísis sem Íslendingar deila nú í óðaönn með vinum sínum, við misgóðar undirtektir, en margir halda nú suður til Vestmannaeyja með ferjunni þar sem Þjóðhátíð er í þann mund að hefjast. 28.7.2011 17:56
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent