Innlent

Ógnaði stúlkum með startbyssu

Lögreglubíll.
Lögreglubíll.
Sérsveit lögreglunnar var kölluð út vegna drukkins manns sem ógnaði fólki með byssu í miðbæ Keflavíkur aðfaranótt sunnudags samkvæmt fréttavef Víkurfrétta.

Kallað hafði verið til lögreglu eftir að maðurinn hafði ógnað tveimur stúlkum við skemmtistaðinn Center um klukkan sex um morguninn.

Byssan reyndist vera startbyssa sem gjarnan er notuð við upphaf kapphlaupa. Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu. Ekki er ljóst hvað manninum gekk til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×