Fleiri fréttir

722 einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins

Meirihluta brúa í þjóðvegakerfi landsins er enn einbreiður, en unnið er að fækkun þeirra samkvæmt umferðar-öryggisáætlun. Alls eru 1.206 brýr í þjóðvegakerfi landsins og af þeim eru 722 einbreiðar. Ef aðeins er litið til stofn- og tengivega eru 423 einbreiðar brýr á landinu. Einar Magnús Magnússon, hjá Umferðarstofu, segir að þar á bæ hafi menn miklar áhyggjur af einbreiðum brúm. Í kynningarmyndbandi ætluðu erlendum ferðarmönnum er þeim sérstaklega bent á hætturnar samfara akstri um einbreiðar brýr.

Besta opnun sem menn muna

Opnun Selár í Vopnafirði á laugardag mun fara í sögubækurnar sökum metveiði. Alls veiddust tuttugu laxar á aðeins fjórar stangir sem bætir met síðustu tveggja ára sem menn töldu að væri erfitt.

Íslensk stjórnvöld treg til að fá álit EFTA-dómstólsins

„Svo virðist vera sem ríkislögmaður hafi haft þá óformlegu stefnu um nokkurt árabil að kæra hvern og einn úrskurð héraðsdómara um að vísa máli til ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins,“ segir Skúli Magnússon, dómritari EFTA-dómstólsins í Lúxemborg.

Kjaradeila flugmanna í hnút

Engin lausn virðist vera í sjónmáli á kjaradeilu flugmanna við Icelandair. Sáttasemjari sleit fundi á laugardag þar sem of mikið þótti bera í milli og ekki er ljóst hvenær hist verður á ný. Töluvert rask hefur orðið á flugi um helgina.

Ögmundur þakklátur bílstjóra fyrir 40 ára þjónustu

Ögmundur Jónasson, ráðherra samgöngumála, heiðraði á föstudaginn Jónas Engilbertsson sem ekið hefur strætisvagni í Reykjavík í fjóra áratugi. Einnig var Jónas heiðraður af Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

Ölvaður ökumaður og pústrar í Galtalæk

Um fjögur hundrað manns mættu á útihátíð á Galtalæk um helgina. Nokkur ölvun var á svæðinu í gær að sögn lögreglu og eitthvað pústra á milli manna. Einn var stöðvaður í morgun grunaður um ölvun við akstur en öðru leyti gekk hátíðin vel.

Álfadeila í Bolungarvík - bæjarstjórinn kemur af fjöllum

Sáttafundur milli manna og náttúrurafla var haldinn í Bolungarvík á miðvikudag samkvæmt fréttavef Bæjarins bestu, bb.is. Þar segir að tildrög fundarins hafi verið þau að Vigdís Kristín Steinþórsdóttir, sjáandi, fór með hóp fólks til Bolungarvíkur í tengslum við Kærleiksdaga sem hún hélt að Núpi í Dýrafirði 6.-17. júní.

Yfirvinnubann bitnar verst á erlendum ferðamönnum

Yfirvinnubannið bitnar verst á erlendum ferðamönnum að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, en viðræðum á milli ríkissáttasemjara og atvinnuflugmanna var slitið fyrr í dag þar sem of mikið ber í milli.

Fundi slitið - ferðaáætlanir þúsund farþega í uppnámi

Ríkissáttasemjari sleit fundi á milli flugmanna Icelandair og ríkisáttasemjara um klukkan hálf þrjú í dag. Ekki er ljóst hvenær viðræður hefjast að nýju en að sögn Magnúsar Jónssonar hjá ríkissáttasemjara þá var fundi slitið vegna þess að það væri of langt bil á milli viðsemjenda.

Torfæruhjólamaður minna slasaður en í fyrstu var talið

Karlmaður, sem slasaðist á torfæruhjóli við Nesjavallavirkjun í gærkvöldi, er minna slasaður en talið var í fyrstu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var maðurinn á ferð ásamt tveimur félögum sínum þegar framhjólið fór ofan í holu. Þannig kollsteyptist það og maðurinn féll fram fyrir sig.

Kvótakerfið er fyrirmynd víða

„Við erum með hagkvæmt fiskveiðistjórnunarkerfi sem horft er til. Það er sjálfbært og ekki ríkisrekið. Ef breyta á kerfinu þarf það að verða jafn hagkvæmt,“ segir Haraldur Ingi Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Má ekki neita að staðfesta lög um fjármál

Forsetinn mætti ekki synja staðfestingar fjárlögum, skattalögum og lögum sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum, samkvæmt annarri af tveimur tillögum Stjórnlagaráðs um málskotsrétt forsetans. B-nefnd ráðsins lagði meðal annars fram tvær tillögur um málskotsréttinn á fundi ráðsins í gær.

Barst yfir hafið með skipum

Ný krabbategund, grjótkrabbi (Cancer irroratus), veiðist nú víða við Vesturland aðeins áratug eftir að hún er talin hafa borist til landsins með kjölfestuvatni skipa. Krabbinn er frekar stórvaxinn og er alæta. Lítið er vitað um hugsanlega dreifingu hans til framtíðar, en krabbar sem veiðast í Hvalfirði ná sömu stærð og í sínum náttúrulegu heimkynnum við austurströnd Norður-Ameríku. Krabbinn finnst ekki annars staðar í Evrópu.

Harmar að skólinn bíði hnekki

Stjórn Landakotsskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Fréttatímans um kynferðisofbeldi gegn börnum innan Landakotsskóla á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Styrkir eru ekki kjördæmapot

Breytingar á úthlutun styrkja frá Alþingi til samtaka, félaga og einstaklinga eru enn eitt höggið sem landsbyggðin þarf að taka á sig. Þetta segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fulltrúi í fjárlaganefnd. Hann hafnar því jafnframt að styrkirnir, sem heita safnliðir á fjárlögum, hafi verið kjördæmapot.

Veiðiheimildir aukast verulega

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf í gær út reglugerð um auknar strandveiðar í samræmi við nýsamþykkt lög um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.

Bætur vegna Álftaneslaugar

Eignarhaldsfélagið Fasteign hefur verið dæmt til þess að greiða Íslenskum aðalvertökum (ÍAV) skaða- og tafabætur, alls að upphæð 82 milljónir króna, vegna framkvæmda við Álftaneslaug. Í dómnum er tekið tillit til kostnaðarhækkana sem urðu á framkvæmdatímanum.

Felldi risabjarndýr í veiðiferð í Kanada

Þórður Örn Kristjánsson hefur ekki látið heyrnarleysi aftra sér frá því að lifa lífinu. Hann varð fyrstur heyrnarlausra til að útskrifast með mastersgráðu frá Háskóla Íslands árið 2008 og stundar nú doktorsnám í líffræði við sama skóla. Líffræðiáhugi Þórðar nær hins vegar út fyrir kennslustofuna því hann hefur brennandi áhuga á veiði. Hann fór ásamt fjölskyldu sinni í sitt mesta ævintýri hingað til á dögunum þar sem honum tókst að fella 200 kílóa svartbjörn.

Innrásarvíkingar með uppistand í sumar

Þrír íslenskir uppistandarar hafa ákveðið að sameina krafta sína og hafa sett sér það markmið að fá íslendinga um land allt til að skella upp úr. Saman mynda þeir uppistandshópinn "Innrásavíkingarnir".

Þrýstingur á vegaframkvæmdir frá verkefnalausum verktökum

Innanríkisráðherra segir umræðu um auknar vegaframkvæmdir fara fram undir þrýstingi frá verkefna litlum verktökum. Ekki verði farið í flýtiframkvæmdir í vegagerð sem kalli á veggjöld en í ár er sex milljörðum varið til nýframkvæmda í vegagerð.

Síðasta flug stofnanda Ernis

Hörður Guðmundsson, flugstjóri og stofnandi flugfélagsins Ernis, lét af störfum í dag á sextíu og fimm ára afmæli sínu. Fjöldi fólks kom honum á óvart þegar hann lenti á Reykjavíkuflugvelli í dag eftir síðasta áætlunarflug sitt.

Lennon og Ono heiðruð í Viðey

Indjánar frá Perú blessuðu landið þegar yfir fimmtíu erlendir friðarunnendur komu saman við friðarsúluna í Viðey í dag til að heiðra baráttu John Lennon og Yoko Ono fyrir friði.

Innanríkisráðherra svarar biskupi

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur svarað bréfi sem ritað var af lögmanni fyrir hönd biskups kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Ögmundur leiðréttir í bréfi sínu misskilning í bréfi kaþólsku kirkjunnar en þar sagði að dregist hefði að senda kirkjunni gögn frá ráðuneytinu sem vörðuðu meint gróf lögbrot af hálfu þjóna kirkjunnar og stofnana hennar á skjólstæðingum sínum. Frá þessu er greint á vef innanríkisráðuneytisins.

Flugmenn stórskaða ferðaþjónustuna

Samtök ferðaþjónustunnar segja aðgerðir flugmanna Icelandair og niðurfellingu fluga stórskaða ferðaþjónustuna hér á landi. Þá segja samtökin að verkfallsvopnið ekki hafa verið lögleitt til þess að þjóna hálaunastéttum í einokunaraðstöðu.

Gæsluvarðhald yfir Black Pistons staðfest í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri sem var handtekinn í maí, ásamt öðrum manni, vegna gruns um meiriháttar líkamsárás, húsbrot og frelsissviptingu. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 21. júlí næstkomandi en hinn maðurinn hefur hafið afplánun á eftirstöðvum af 2 ára dómi sem hann fékk fyrir að bera eld að húsi.

Biskupinn fundar um næstu skref

Pétur Bürcher, biskup Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, hefur átt fundi í dag um möguleg skref til að bregðast við þeim upplýsingum sem fram hafa komið um kynferðisbrot presta og starfsmanna kirkjunnar. Pétur hefur meðal annars rætt við Róbert Spanó, prófessor í lögfræði, sem veitti rannsóknarnefnd kirkjuþings forystu, en nefndin skilaði fyrr í mánuðinum af sér skýrslu vegna kynferðisbrota Ólaf Skúlasonar, fyrrverandi biskups.

Sumarfjör hjá krökkunum í Breiðholti

Vísir var á ferðinni í Breiðholtinu í gær og tók þar skemmtilegar myndir á smíðavelli ÍTR við Gerðuberg og af gróðursetningardegi á leikskólanum Bakkaborg.

Ekið á barn á hjóli

Ekið var á níu ára gamalt barn sem var á ferð á reiðhjóli við slökkvistöðina í Skógarhlíð í morgun. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en barnið kastaðist af hjólinu og hafnaði á framrúðu bifreiðarinnar. Farið var með barnið, sem var ekki með hjálm, á slysadeild en betur fór en á horfðist og reyndust meiðsl þess minniháttar. Ökumaður bifreiðarinnar er 17 ára.

Gæsluvarðhald framlengt - vistaður á Sogni

Karlmaður á þrítugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið kærustu sinni að bana í maí síðastliðnum, var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. júlí. Beðið er eftir niðurstöðum úr geðheilbrigðisrannsókn og krufningsskýrslum.

Eldur í klæðningu Rimaskóla

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um þrjúleytið í dag eftir að tilkynnt var um eld í klæðningu Rimaskóla í Grafarvogi. Einn dælubíll fór á vettvang og tók skamma stund að slökkva eldinn.

Starfsfólk Landakotsskóla: Óendanlega sorglegt mál

„Það má öllum vera ljóst að núverandi stjórn og starfsfólk Landakotsskóla taka málið afar nærri sér og finnst þetta mál óendanlega sorglegt. Það veldur óhug meðal skjólstæðinga skólans, foreldra og nemenda. Við vonum að fórnalömbin fái að upplifa eitthvert réttlæti af hendi þeirra sem teljast ábyrgir að lokinni rannsókn opinberra aðila." Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem stjórn Landakotsskóla hefur sent frá sér vegna umræðu um kynferðisbrot innan skólans á árum áður. Þar er tekið fram að Landakotsskóli er ekki kaþólskur skóli í dag heldur sjálfstæð menntastofnun sem rekur forskóla- og grunnskóladeildir í húsakynnum Landakots. „Hjá skólanum starfa eingöngu kennarar með menntun frá Kennaraháskóla Íslands. Enginn kennari eða leiðbeinandi starfar þar á vegum kirkjunnar enda skólinn einkarekin sjálfseignarstofnun og hefur verið það síðastliðin 7 ár. Það eina sem er sameiginlegt með skólanum í dag og þeim skóla sem starfaði á þeim tíma sem þessir hræðilegu atburðir áttu sér stað, er nafnið og staðsetningin," segir í yfirlýsingunni. Einnig kemur fram að í vetur hafi starf skólans verið tekið út af Menntasviði Reykjavíkurborgar og að skólinn hafi þar fengið bestu niðurstöðu sem grunnskóli hefur fengið. „Stjórn og starfsfólk Landakotsskóla harmar að starfsemi skólans nú skuli þurfa bíða hnekki fyrir misyndisverk einstaklinga við skólann á fyrri tíð. Hugur starfsfólks Landakotsskóla er hjá þeim sem eiga um sárt að binda í þessu sorglega máli," segir í yfirlýsingunni.

Jónína segir Ögmund ekki hafa tíma fyrir Gunnar

Jónína Benediktsdóttir, eiginkona Gunnars Þorsteinssonar fyrrverandi forstöðumanns í Krossinum, segir að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hafi ekki tíma fyrir fund með Gunnari. Jónína biður Guð um að gefa Gunnari styrk.

Löggan ánægð með KR-inga

Lögreglan fylgdist með umferð og lagningum ökutækja í Frostaskjólinu í Vesturbænum í gær á meðan leikur KR og FH í bikarkeppni karla fór fram.

Forseti Hells Angels gagnrýnir „taktík" lögreglu

Einar "Boom" Marteinsson, forseti Hells Angels á Íslandi, er afar ósáttur við að lögreglan bendli samtökin við handtöku manns sem var gómaður með heimagert skotvopn í fyrradag. "Þetta tengist okkur ekki á neinn hátt. Fréttin hjá lögreglunni er röng. Þetta er bara "taktík" hjá lögreglunni að bendla okkur við þetta," segir Einar. Lögreglan sendi út fréttatilkynningu í gær um handtökuna og segir þar: "Á staðnum fundust einnig gögn sem tengjast ætluðum meðlimum vélhjólahópsins Hells Angels og er hinn handtekni grunaður um að tengjast hópnum." Vísir birti frétt um málið í gær og hafði Einar því samband við fréttamann í því skyni að koma sínu sjónarmiði á framfæri. Einar hefur áður gagnrýnt upplýsingagjöf lögreglu til fjölmiðla og segir hann Hells Angels ítrekað bendlað við glæpastarfsemi, að ósekju. Þá hefur hann gefið út að hann ætli að stefna lögreglustjóra og innanríkisráðherra fyrir meiðyrði eftir að þeir gáfu út opinberlega að Hells Angels væru glæpasamtök. Neitar því að vera glæpamaður Þegar blaðamaður segir við Einar að það sé einföld staðreynd að meðlimir Hells Angels hafi um víða veröld verið handteknir og dæmdir fyrir alvarlega glæpi, svarar Einar: "Það eru menn sem tengjast Sjálfstæðisflokknum sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi. Það eru menn sem tengjast Þjóðkirkjunni sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi." Blaðamaður spyr Einar því beint hvort hann sé sjálfur glæpamaður. "Nei, ég er mótorhjólamaður," svarar hann. Einar segir Hells Angels vera fjölskylduvæn samtök áhugamanna um mótorhjól og er honum annt um að þau séu ekki tengd við afbrot af nokkru tagi.

Yfirvinnubann flugmanna hafið

Yfirvinnubann hjá flugmönnum Icelandair er hafið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu stendur sáttafundur í kjaradeilu Félags íslenskra atvinnuflugmanna fyrir hönd flugmanna Icelandair og Samtaka atvinnulífsins fyrir Icelandair enn yfir og er staðan mjög óljós. Fundað er í húsakynnum Ríkissáttasemjara.

Sjá næstu 50 fréttir