Fleiri fréttir

Króna fyrir hvern kílómetra

„Auk þessa gríðarlega áfalls sem sjúkdómurinn er, þá er baráttan við hann kostnaðarsöm og við þetta bætast peningaáhyggjur. Þess vegna langaði mig til þess að gera eitthvað til að verða að liði,“ segir Einar Þ. Samúelsson, tæplega fertugur fjölskyldumaður, sem á laugardaginn heldur af stað hjólandi í hringferð um landið.

Sjúkraliðar hjá borginni hóta aðgerðum

Sjúkraliðar sem starfa hjá Reykjavíkurborg mótmæla harðlega þeim drætti sem orðið hefur á gerð kjarasamnings við þá en borgin hefur ekki samið við sjúkraliða síðan í júní 2008. Þeir hóta að beita vopnum sem bíta.

Metfjöldi umsókna um greiðsluaðlögun

Einstaklingar sem sækja um greiðsluaðlögun eftir miðnætti á morgun komast ekki í greiðsluskjól fyrr en umsókn þeirra hefur verið afgreidd hjá umboðsmanni skuldara. Tvöhundruð umsóknir hafa borist embættinu í vikunni sem er jafn mikið og það fær að meðaltali á mánuði.

Stofnfjáreigandi í Byr: Trú á réttarkerfið er farin

Allir þrír sakborningnir í Exeter málinu voru sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákærum um umboðssvik og peningaþvætti. Dómurinn er áfall fyrir sérstakan saksóknara og gæti verið fordæmisgefandi.

Draga þarf úr stuðningi við landbúnaðinn

OECD segir mikinn opinberan stuðning við landbúnaðinn allt í senn byrði á neytendum, skattgreiðendum og framleiðni í greininni. Formaður neytendasamtakanna kallar eftir því að farið sé að ráðum stofnunarinnar og tollar lækkaðir.

Ólafur Helgi ekki íhugað að segja af sér

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segist ekki hafa íhugað að segja af sér embætti eftir að Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir meintum barnaníðingi í Vestmannaeyjum.

Meintur barnaníðingur bar við minnisleysi

Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa misnotað þrjár stúlkur kannaðist við yfirheyrslur við að eiga klámfengið efni sem fannst í tölvum á heimili hans en bar við minnisleysi þegar honum voru sýndar myndir af honum misnota eina stúlkuna. Á heimili mannsins fundust tæplega 9 þúsund ljósmyndir og rúmlega 600 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Brotinn varða allt að 16 ára fangelsi, en stór hluti brotanna er til á upptökum og ljósmyndum.

Alþingi komi saman til að leiðrétta klúður

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að kalla verði Alþingi saman til að leiðrétta klúður stjórnarflokkanna þegar gleymdist á lokadögum þingsins að afgreiða mál sem snertu bæði Drekaútboðið og atvinnuleysisbætur.

Stal sex hnífum og þarf að dúsa á Litla-Hrauni í þrjá mánuði

Karlmaður um fimmtugt var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa brotist inn í verslun á Laugavegi í desember í fyrra og stolið þaðan sex hnífum að verðmæti tæplega 400 þúsund krónum.

Gæsluvarðhald yfir meintum barnaníðingi staðfest

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir meintum barnaníðingi í Vestmannaeyjum. Maðurinn er á fimmtugsaldri og telur saksóknari rökstuddan grun um að hann hafi níðst kynferðislega á stúlkubarni svo mánuðum skipti.

Síðustu forvöð að komast strax í greiðsluskjól

Tæplega 80 skuldarar sóttu um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara í gær og eru þar með komnir í greiðsluskjól. Þetta eru fleiri umsóknir á einum degi en bárust alla síðustu viku, þegar umsóknirnar töldust þó heldur margar. Þetta kom fram hjá Svanborgu Sigmarsdóttur, upplýsingafulltrúa Umboðsmanns skuldara, Í bítinu á Bylgjunni í morgun. Frestur til að komast strax í greiðsluskjól þegar umsókn um greiðsluaðlögun er lögð inn rennur út á miðnætti á morgun þegar 1. júlí rennur upp. Eftir þann tíma kemst fólk ekki í greiðsluskjól fyrr en umsókn hefur verið samþykkt hjá Umboðsmanni skuldara. Svanborg sagði Í bítinu að allir þeir sem skulda meira en þeir ráða við eiga rétt á því að sækja um greiðsluaðlögun hjá embættinu. Ólíkt framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs, sem hvetur fólk til að sækja um 110%-leiðina jafnvel þó þeir viti ekki hvort hún gagnist þeim, þá ræður Svanborg fólki frá því að sækja um greiðsluaðlögun ef ekki er víst að það þurfi á henni að halda. „Það hefur aðeins meiri áhrif að sækja um hjá okkur," segir Svanborg. Umsókn hjá Umboðsmanni skuldara er opinbert gagn um að fólk sé að leita nauðasamninga, henni er þinglýst og getur mögulega haft neikvæð áhrif á greiðslusögu fólks sem er ekki í vanda. Það hefur aðeins meiri áhrif að sækja um hjá okkur. Ef þú sækir um er þinglýst umsókninni, opinber gögn að þú hafir sótt um greiðsluaðlögun og sért að leita nauðasamninga. Ef þú þarft ekki á þessuað halda og þú þarft ekki að fara í greiðsluaðlögun þá gæti þetta mögulega verið neikvætt fyrir þína greiðslusögu að þú hafir reynt að leita neyðarasmnings.

Svifvængjateymi stúlkna tekur við áskorunum

Vinkonurnar Ása Rán Einarsdóttir og Aníta Hafdís Björnsdóttir sem skipa svifvængjateymið The Flying Effect ætla í júlí að erðast um hálendi Íslands í nafni UN Women á Íslandi í þeim tilgangi að hvetja landsmenn til að skrá sig sem styrktaraðila. „Með The Flying Effect vildum við reyna að vekja athygli á rétti kvenna um allan heim til frelsis með því að taka ákveðna áhættu sjálfar til að láta drauma okkar rætast," segir Aníta Hafdís en þær hafa ferðast um heim allan á svifvængjum síðan í desember 2009. The Flying Effect-stelpurnar munu svífa um landið undir hinu mjög svo viðeigandi slagorði: „Við gefum konum byr undir báða vængi". Fyrir hverja 15 aðila sem skrá sig sem styrktaraðilar UN Women í júlí, í nafni The Flying Effect, munu stelpurnar taka ýmsum áskorunum sem verða síðan birtar á Facebook-síðu UN Women á Íslandi og síðu The Flying Effect. Allt fjármagn sem safnast rennur í Styrktarsjóð UN Women til afnáms ofbeldis gegn konum og er þörfin mikil. Sjóðurinn er sá eftirsóttasti innan UN Women en jafnframt sá fjársveltasti. UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu í þágu kvenna og jafnréttis í þróunarlöndum og á stríðsátakasvæðum. Sem liður í þessu átaki hvetur UN Women landsmenn til að senda inn myndir á Facebook-síðu samtakanna með skilti sem á stendur: „Ég vil veita konum byr undir báða vængi". Hægt verður að að fylgjast með ferðalagi stelpnanna á rauntíma á slóðinni: www.theflyingeffect.com <http://www.theflyingeffect.com>.

Nú máttu kaupa meiri bjór í Fríhöfninni

Ný tollalög tóku gildi í dag en þeim var breytt á Alþingi í síðustu viku. Lögunum var breytt á þann veg að nú geta ferðamenn keypt helmingi meira magn af bjór í Fríhöfninni en áður var leyfilegt.

Icelandair fellir niður ferðir á morgun

Flugferðir Icelandair til og frá París á morgun hafa verið felldar niður, sökum aðgerða flugmanna sem eru í yfirvinnubanni. Um er að ræða flug klukkan eitt í nótt sem fara átti til Parísar og flug frá Charles de Gaulle flugvelli í París sem fara átti í loftið klukkan átta í fyrramálið að staðartíma. Ekki er gert ráð fyrir að fleiri ferðir verði felldar niður.

Léttir fyrir Styrmi: Skildi aldrei ákæruna

"Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér,“ segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti.

3300 búnir að sækja um 110% leiðina

Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að eftir á að hyggja hefði eflaust verið einfaldara að notast við fasteignamat í stað markaðsvirðis fasteignar þegar kemur að 110%-leiðinni. Umsóknir hrannast nú inn til Íbúðalánasjóðs en frestur til að sækja um 110%-leiðina rennur út á miðnætti á morgun þegar 1. júlí gengur í garð. Sigurður var gestur Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu í morgun þar sem þau ræddu þetta úrræði sem skuldurum stendur til boða. Hann sagði að á miðnætti hefðu um 3300 verið búnir að sækja um en fyrirfram var talið að allt að níu þúsund gætu nýtt sér þennan rétt. Bara í gær komu inn um 300 umsóknir og því mikið að gera. Margir eru óvissir um hvort þeir eiga rétt á niðurfellingu samkvæmt þeim skilmálum sem miðað er við og hvatti Sigurður fólk í þeirri stöðu hreinlega til að sækja um og sjá hver niðurstaða verður. Hann benti á að það tekur ekki nema um hálftíma, kannski klukkutíma, að ganga frá umsókninni og að meðaltali hefur fólk fengið 2,2 milljónir felldar niður sem sé þá heldur gott tímakaup. Ítarlegt viðtal við Sigurð Í bítinu um 110%-leiðina má hlusta á með því að smella á tengilinn hér að ofan. http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP5032

Aðeins einn í heimakennslu hér á landi

Afar lítill áhugi virðist vera á heimakennslu á Íslandi, en aðeins einn nemandi hefur notið heimakennslu eftir að ný lög um grunnskóla tóku gildi árið 2008.

Fimleikadeildin fer yfir öryggisatriði

„Það er að sjálfsögðu ömurlegt að þetta hafi gerst og alltaf leiðinlegt þegar að iðkendur okkar slasa sig,“ segir Birgir Ásgeir Kristjánsson, formaður fimleikafélags Selfoss.

Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu

Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða.

„Það þarf ekki minni menntun til að kenna minna fólki"

Leikskólakennarar geta ekki tekið sér matarhlé yfir vinnudaginn og er það krafa þeirra í kjarabaráttunni að fá greitt fyrir þann hálftíma sem almennir launþegar nýta í matarhlé en leikskólakennarar nýta til vinnu. Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, ræddi baráttumál leikskólakennara Í Bítinu í morgun. Þar kom fram að einu kröfurnar sem þeir gera til viðbótar við þær almennu hækkanir sem samið hefur verið um við fjölda stétta, er að fá greidda yfirvinnu fyrir þennan hálftíma, sem nemur 11 prósenta hækkun launa. Byrjunalaun leikskólakennara eru 247 þúsund krónur, og fá þeir flestir útborgað undir 200 þúsund krónum. Þrátt fyrir þetta liggur fyrir að til að hljóta réttindi sem leikskólakennari þurfa þeir að ljúka fimm ára háskólanámi. Haraldur leggur áherslu á að það sé vel menntað, vel meinandi og gott fólk sem sinni börnunum okkar. „Þetta er mest mótandi æviskeið allra," segir Haraldur. „Það þarf ekki minni menntun til að kenna minna fólki," segir hann. Ítarlegt viðtal Kolbrúnar Björnsdóttur Í bítinu við Harald má hlusta á með því að smella á tengillinn hér að ofan.

Sjón fær góða dóma í The Guardian

Virtur enskur rithöfundur hælir ljóða- og skaldsagnarithöfundinum Sjón fyrir skáldsöguna Rökkurbýsnir, í gagnrýni sinni sem birtist í breska blaðinu The Guardian fyrr í mánuðinum.

Exeter-menn sýknaðir

Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi.

Dómur í Exeter málinu í dag

Dómur verður kveðinn upp í Exeter málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu í dag, samkvæmt dagskrá á vef dómsins.

Finnur Ingólfs: Þetta er enginn spuni!

Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og Seðlabankastjóri, er stoltur eigandi hæst dæmda stóðhests í heimi, Spuna frá Vesturkoti. Hesturinn keppir á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir á Vindheimamelum. Spuni fékk 10 í einkunn fyrir skeið í forskoðun 5 vetra stóðhesta á dögunum og er aðaleinkunn hans eftir skoðunina 8,87 sem er heimsmet. Finnur er að vonum ánægður með þennan frábæra árangur. "Þetta er enginn spuni," segir hann glaðbeittur í morgunsárið. Heldur stutt er síðan Finnur byrjaði í hestamennskunni, um 2005, og hefur gengið vonum framar. Hann er nú, ásamt fjölskyldu sinni, kominn með eigin ræktun. "Þetta er fyrsti hesturinn okkar," segir Finnur um Spuna sem er enn ungur að árum. "Hann er bara krakki," tekur Finnur til orða en þar sem hesturinn er aðeins 5 vetra á hann sannarlega framtíðina fyrir sér. Spurður hvort hann hafi átt von á slíkum gæðingi í upphafi ræktunar segir Finnur: "Það er aldrei hægt að segja til um það. Enda vorum við kannski ekkert að velta því fyrir okkur. Við vorum bara að hugsa um að rækta góðan hest," segir hann. Það er óhætt að fullyrða að virði Spuna hafi margfaldast yfir nóttu með þessum glæsilegu dómum, en þetta er fyrsta keppnin sem hann tekur þátt í. Finnur veltir slíku þó lítið fyrir sér. "Ég hef ekki hugmynd um það. Enda skiptir það mig engu máli. Þú metur ekki virði barnanna þinna," segir hann. Nafnið Spuni er heldur óhefðbundið. Spurður hvort hann hafi nefnd hestinn sjálfur segir Finnur að fjölskyldan hafi gert það saman. "Þó minnir mig að dóttir mín hafi fengið hugmyndina að þessu nafni," segir hann. Spuni kemur undan Álfasteini frá Selfossi og Stelpu frá Meðalfelli sem er undan Oddi frá Selfossi og Eydísi frá Meðalfelli. Í einkunn fyrir geðslag á Landsmótinu fékk hann 9,5 og 9,0 fyrir tölt og brokk, auk þess að hafa fengið 10 fyrir skeið. Auk Spuna eru fleiri hestar fjölskyldunnar á mótinu en vart hægt að búast við viðlíka árangri.

Jörundur snúinn aftur í Austurstrætið

Sýning um Jörund hundadagakonung í hans gamla heimili í Landsyfirréttarhúsinu við Austurstræti 22. Jörundi er gert hátt undir höfði á nýjum veitingastað, Happi. Segja má að Jörundur sé snúinn aftur heim, en hann dvaldi í húsinu sumarið 1809, eftir að hafa tekið völdin hér á landi.

Auglýsingar hvalavina í Leifsstöð horfnar

Stjórnendur Keflavíkurflugvallar hafa nú fjarlægt auglýsingar dýraverndunarsamtakanna International Fund for Animal Welfare (IFAW). Samtökin gagnrýna stjórnendur vallarins harðlega og saka þá um ritskoðun.

Búa til leikföng handa heimilislausum dýrum

Íslenskir og finnskir unglingar munu í Grasagarðinum í dag afhenda Dýrahjálp Íslanda gjafir fyrir heimilislaus dýr, sem þau hafa útbúið og safnað. Ungmennin eru þátttakendur í ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Ungt fólk í Evrópu, og er markmið verkefnis þeirra að finna leiðir til að leggja sitt af mörkum til verndar náttúru og dýrum. Félagsmiðstöðvarnar Zero á Flúðum og Fallkulla frá Helsinki í Finnlandi hafa skipulagt í sameiningu verkefni fyrir ungmennin. Verkefnið hófst 22. júní, stendur til 1. júlí og heitir ‚What Can We Do?' á ensku eða ‚Hvað getum við gert?' Þátttakendurnir eru 30 á aldrinum 12-17 ára. Eitt af því sem þátttankendur taka sér fyrir hendur er að útbúa leikföng og ýmislegt sem er nauðsynlegt fyrir heimilislaus dýr. Auk þess hafa þau gengið í hús á Flúðum og nágrenni að safna teppum og öðru til að bæta aðbúnað dýranna. Allt þetta verður svo afhent félaginu Dýrahjálp Íslands. Dýrahjálp Íslands leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stefnir að því að stofna til þess dýraathvarf og að vinna almenning í landinu til fylgis og stuðnings við dýravernd. Þangað til hægt verður að stofna til slíks athvarfs mun félagið, með aðstoð sjálfboðaliða sinna, leitast við að finna þeim dýrum sem annars væri lógað ný heimili - hvort sem það er fósturheimili til skammst tíma þar til framtíðarheimili finnst, eða beint á varanlegt heimili. Heimasíða landsskrifstofu ungmennaáætlunarinnar er www.euf.is Heimasíða Dýrahjálpar

Lögregla gæti hafa gert mistök í máli barnaníðings

Meintur barnaníðingur í Vestmannaeyjum gekk laus í um það bil eitt ár eftir að myndir sem hann tók af fórnarlambi sínu komust í hendur lögreglu. Hann er grunaður um að hafa níðst á fórnarlambi sínu, átta ára stjúpdóttur sinni, svo mánuðum skipti.

Ung fimleikastúlka illa fótbrotin eftir trampólínslys

Fjórtán ára fimleikastúlka gekkst undir mikla aðgerð á Slysadeild Landsspítalans í gærkvöldi, eftir að hafa tví fótbrotnað á báðum fótum þegar hún féll af trampólíni skömmu fyrir æfingu, í íþróttasal Sunnulækjarskóla á Selfossi um sex leitið í gær.

Ávinningurinn tíu milljarðar

Tíu milljarða ávinningur var af mennta- og vísindasamstarfi Íslands við Evrópusambandið síðustu fimmtán ár. Þetta kemur fram í grein Ágústs Hjartar Ingþórssonar, forstöðumanns Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, í Fréttablaðinu í dag.

Áfram fundað með flugmönnum

Samningafundi flugmanna hjá Icelandair og viðsemjenda þeirra, sem hófst hjá Ríkissáttasemjara um hádegisbil í gær, var frestað klukkan tvö í nótt. Honum verður svo fram haldið fyrir hádegi.

Fluttu inn 1,5 kíló af kókaíni frá Spáni

Tveir karlmenn, Andri Þór Valgeirsson og Guðmundur Berg Hjaltason, hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að standa saman að smygli á 1,5 kílóum af kókaíni til landsins. Andri Þór var dæmdur í tveggja ára fangelsi en Guðmundur í átján mánaða fangelsi.

Sjá næstu 50 fréttir