Fleiri fréttir Stuðningsmenn Geirs opna heimasíðu Vefsíða hefur verið opnuð til stuðnings Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna ákæru á hendur honum fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. 6.6.2011 12:13 Steingrímur segir að kynslóð hans hafi brugðist Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að hans kynslóð stjórnmálamanna hafi brugðist í aðdraganda kreppunnar á Íslandi og hún megi ekki bregðast þjóðinni aftur í uppbyggingunni. Í fyrirlestri á Írlandi sagði hann nýja ríkisstjórn landsins eiga að búa sig undir að verða óvinsæl vegna nauðsynlegra aðgerða. 6.6.2011 12:11 Margrét Pála heiðruð við útskrift MBA-nema Háskólinn í Reykjavík brautskráði 32 nemendur með MBA-gráðu um helgina. Athöfnin fór fram í aðalbyggingu HR í Nauthólsvík og voru um 200 gestir viðstaddir athöfnina. Fyrir fjórum árum var tekin upp sú nýbreytni að nemendur í MBA-námi kjósa þann samnemanda sinn sem þeim finnst hafa lagt mest af mörkum til annarra nemenda. Sá nemandi sem hlaut þessi verðlaun í ár var Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og fræðslustjóri Hjallastefnunnar, og tók hún við verðlaunum úr hendi Eggerts B. Guðmundssonar, forstjóra HB Granda og stjórnarmanns í Viðskiptaráði. Þess má til gamans geta að fyrir þremur árum var Margrét Pála fulltrúi viðskiptalífsins við MBA-útskrift Háskólans í Reykjavík og ákvað hún í kjölfarið að sækja um í námið. 6.6.2011 12:07 Mennirnir sem urðu eftir úti á sjó bera sig báðir vel "Þetta er svona það versta sem maður kemst í að leita að félögum sínum á sjó," segir varaformaður Björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga en tveir liðsmenn sveitarinnar urðu eftir í sjó í um fjörutíu mínútur í gær. Mennirnir voru nokkuð þrekaðir þegar þeir fundust en hafa nú báðir náð sér nokkuð vel. 6.6.2011 12:03 Styttist í ákvörðun um nýtt fangelsi „Útboðsgögn eru því sem næst tilbúin eftir því sem ég best veit þannig að það styttist í ákvarðanatöku,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í umræðum Alþingi í dag um byggingu nýs fangelsis. Ekki liggur fyrir hvort um opinbera framkvæmd eða einkaframkvæmd verði að ræða. 6.6.2011 11:46 Töluverð hreyfing komin á fjárfesta Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segir samkeppni um orku sem framleidd er hér á landi ánægjulega. Landsvirkjun telji eftirspurnina vera um 1600 megavött. „Auðvitað verður ekki framleitt það mikið af orku á komandi árum en það er ánægjulegt að eftirspurnin skuli vera eins mikil og raun ber vitni.“ 6.6.2011 11:17 Hlupu með sundgleraugu og buff Hjónin sem hlaupa til styrktar krabbameinssjúkum börnum fóru frá Klaustri í gær og fengu nokkuð öskufok á Skeiðarársandi. Vegna þessa þurftu þau að vera með buff fyrir vitunum og sumir settu jafnvel upp sundgleraugu. Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, sést hér á myndinni hlaupa í sandfokinu. Sveinn hefur ásamt Signýju Gunnarsdóttur eiginkonu sinni fylgst syni sínum í gegn um erfiða meðferð við hvítblæði. Þau hlaupa hringinn í kring um landið ásamt systur Sveins og mági, Ölmu Maríu Rögnvaldsdóttur og Guðmundi Guðnasyni. 6.6.2011 11:15 Japanska og sjúkraþjálfun í Háskóla unga fólksins Um 300 krakkar á aldrinum 12-16 ára settust á skólabekk í Háskóla Íslands í morgun þegar Háskóli unga fólksins var settur í áttunda sinn. Skólinn stendur yfir dagana 6. - 10. júní og er nemendum boðið upp á fjölbreytt námskeið í greinum sem kenndar eru við Háskóla Íslands. Guðrún Bachmann, skólastjóri Háskóla unga fólksins, setti skólann að viðstöddum fríðum hópi nemenda og sagði hún Háskóla unga fólksins vera árvissan sumarboða í starfi Háskóla Íslands og alltaf mikil eftirvænting í lofti á þeim tíma. Að setningu lokinni hófst kennsla en hún fer fram víða á háskólasvæðinu. Nemendur gátu valið á milli 36 námskeiða og hafa þeir sjálfir raðað saman sinni eigin stundatöflu. Meðal námskeiða sem kennd eru í skólanum eru stjörnufræði, sjúkraþjálfun, japanska, sálfræði, franska, frumkvöðlafræði, lögfræði og jarðfræði. Kennsla fer fram á milli kl. 9 og 15 alla dagana en miðvikudaginn 8. júní er þemadagur þar sem nemendur hafa valið sér eina námsgrein fyrir allan daginn. Háskóla unga fólksins lýkur föstudaginn 10. júní með veglegri lokahátíð á Háskólatorgi. Háskóli unga fólksins hefur verið starfræktur í júnímánuði allt frá árinu 2004 og óhætt er að segja að það lifni yfir háskólasvæðinu þegar fróðleiksfúsir og fjörugir krakkar leggja það undir sig. Námskeiðin sem hafa verið kennd við Háskóla unga fólksins skipta mörgum tugum og brautskráðir nemendur skólans eru hátt í tvö þúsund. Skólinn er með óvenju viðamiklu sniði í ár þar sem Háskóli Íslands fagnar aldarafmæli á árinu. Þannig hefur Háskóli unga fólksins farið um landið með Háskólalestinni svokölluðu síðustu vikur og heimsótt fimm bæjarfélög. Þar hefur grunnskólanemum verið boðið upp á valin námskeið úr skólanum og bæjarbúum á hverjum stað boðið í vísindaveislu. Háskólalestin heldur áfram ferð sinni í ágúst. 6.6.2011 10:57 Yfirlýsing frá Björgunarsveitinni Húna vegna óhapps Vegna óhapps sem varð við skemmtidagskrá Sjómannadagsins á Hvammstanga vill stjórn Björgunarsveitarinnar Húna koma eftirfarandi á framfæri: "Sem hluti af skemmtisiglingu var sett á svið björgun úr sjó þar sem nokkrir björgunarsveitarmenn í flotgöllum stukku í sjóinn til skiptis af fiskibátum sem einnig tóku þátt. Að lokinni æfingunni þegar snúið var til lands atvikaðist það að tveir menn stukku í sjóinn af öðrum fiskibátnum án þess að nokkur úr áhöfnum björgunarsveitarbáta sæi til. Þegar bátarnir voru á landleið var ljóst að tvo menn vantaði. Brugðist var mjög skjótt við og allir bátar sendir til leitar. Fundust mennirnir eftir um tuttugu mínútna leit og höfðu þá verið í sjónum um fjörtíu mínútur samtals.“ Þá segir einnig í yfirlýsingu frá björgunarsveitinni: "Einnig viljum við koma því á framfæri að þegar fréttamenn byrjuðu að leita til forsvarsmanna Björgunarsveitarinnar með fréttir af málinu óskuðum við eftir smá fresti til þess að fara yfir málið í okkar hópi og átta okkur á því hvernig þetta gerðist til að geta gefið réttar upplýsinga um atvikið. Ekki var sá frestur veittur og óljósar, óstaðfestar og beinlínis rangar fréttir af atburðarás birtar án þess að við fengjum að koma staðreyndum málsins á framfæri.“ 6.6.2011 10:50 Mikið öskufok truflar umferð fyrir austan Mikið öskufok er nú í Fljótshverfi, austan við Kirkjubæjarklaustur, þar sem skyggni er innan við 100 metra og aðeins sést milli tveggja stika á vegi. Eru vegfarendur því beðnir um að taka tillit til þess og gæta varúðar þegar ekið er um svæðið. 6.6.2011 10:47 Prófessor á Alþingi Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, tók sæti í fyrsta sinn á Alþingi í dag. Baldur er fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í fjarveru Marðar Árnasonar sem getur ekki sinnt þingstörfum af persónulegum ástæðum. 6.6.2011 10:42 Þjóðaratkvæði um þjóðkirkjuna "Það var niðurstaða okkar að stefna þangað strax,“ segir Illugi Jökulsson, fulltrúi í stjórnlagaráði. Sú nefnd stjórnlagaráðs sem meðal annars fjallar um trúmál hefur lagt til að þjóðin fái að ákveða það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hin evangelísk lúterska kirkja verði áfram þjóðkirkja á Íslandi. 6.6.2011 10:15 Bensínstuldur olli eignaspjöllum Eignaspjöll voru unnin á flugvellinum á Hellu þegar reynt var að stela þar bensíni um helgina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli. 6.6.2011 10:01 Akstur bannaður á nær öllu hálendinu Allur akstur er bannaður á nær öllum hálendisvegum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. Þeir sem ætla að leggja leið sína upp á hálendið eru því beðnir að kynna sér nánar hvar umferð er leyfð áður en lagt er af stað. 6.6.2011 09:27 Þrír skólar bjóða upp á ókeypis máltíðir Nemendur í 11 grunnskólum á Akureyri og Álftanesi greiða allan kostnað vegna skólamáltíða. Aftur á móti þurfa nemendur í Valsárskóli í Svalbarðsstrandarhreppi, Stóru Vogaskóli í Sveitarfélaginu Vogum, og Laugaland í Ásahreppi ekki að greiða neitt fyrir sínar máltíðir. Þetta er meðal þess sem könnun Neytendastofu á verði skólamáltíða leiddi í ljós en fyrirspurnir voru sendar til allra sveitarfélaga hér á landi. 6.6.2011 09:27 Tökum tillit til fiðraðra vegfarenda Nú eru ungar víða að skríða úr eggjum og oft má sjá fullorðna fugla silast hægt um vegi með ungahópinn í eftirdragi. Umferðarstofa vill hvetja ökumenn til að taka tillit til allra vegfarenda ekki hvað síst þeirra fiðruðu sem kunna ekki skil á umferðarreglum og munu seint nýta sér gangbrautir eða undirgöng. Þetta á sérstaklega við þar sem vegir liggja nálægt sjó, tjörnum eða vötnum en við þær aðstæður má búast við fullorðnum fuglum á gangi yfir veginn með unga sína. 6.6.2011 08:34 Stóra kvótafrumvarpið áfram til umræðu í dag Umræðum um stóra kvótafrumvarpið svonefnda, sem hófst á föstudag, verður fram haldið á Alþingi í dag. 6.6.2011 07:23 Vill algert bann við stórlaxadrápi Veiðimálastofnun leggur til algjört bann við stórlaxadrápi í ám í sumar og vill að öllum stórlaxi, sem veiðist, verði sleppt aftur. 6.6.2011 07:21 Snjóél á Akureyri í nótt Snjóél gerði á Akureyri um tvö leitið í nótt þannig að þar gránaði um tíma, en snjórinn var horfinn í morgunsárið. 6.6.2011 07:15 Stefnir í mesta samdrátt í áratugi Umferðin um hringveginn hefur dregist saman um tæplega níu prósent það sem af er ári, og stefnir í mesta samdrátt í akstri landsmanna í áratugi. Ástæðan er einkum talin vera gríðarlegar hækkanir á bensínverði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 6.6.2011 07:15 Þrjú ungmenni slösuðust í bílslysi Þrjú ungmenni slösuðust, en ekki lífshættulega, þegar bíll þeirra hafnaði utan vegar við Akureyri í gærkvöldi og stakkst inn í moldarbarð. 6.6.2011 07:03 Auka á eftirlit stjórnvalda með meðferðarstofnunum Eftirlit með áfangaheimilum og meðferðarstofnunum sem eru með samninga við ríkið verður aukið. Við gerð nýrra samninga er unnið að því að gera eftirlitið óháðara og sjálfstæðara en verið hefur. Fram til þessa hefur matið nær eingöngu verið á höndum sömu aðila og semja um starfsemina. Ætlað er að breytingarnar taki gildi á næsta ári. 6.6.2011 07:00 Lýsti nýjum reglum FME Þing Evrópusamtaka ríkisendurskoðana (EUROSAI) hvetur stjórnvöld, fjölmiðla og almenning í Evrópu til að standa vörð um sjálfstæði þessara stofnana. Þingið stóð 30. maí til 2. júní. 6.6.2011 05:00 Dregið verði verulega úr hlutverki forsetans Hlutverk og valdsvið forseta Íslands verður mun veigaminna en áður ef tillögur stjórnlagaráðs, sem lagðar voru fram til kynningar á fundi þess fyrir helgi, ná fram að ganga. 6.6.2011 05:00 Næturfrost dró ekki úr leikgleði drekaskáta Það frysti í nótt hjá þeim tæplega þrjúhundruð drekaskátum sem hafa dvalið alla helgina í Útilífsmiðstöð skáta að Úlfljótsvatni. Drekaskátar eru skátar á aldrinum sjö til níu ára. 5.6.2011 13:46 Skemmtiferðaskip skila milljörðum í kassann Skemmtiferðaskip skila milljörðum inn í þjóðarbúið. Sjötíu og fjögur þúsund manns áttu viðkomu á Íslandi með slíkum skipum á síðasta ári. 5.6.2011 12:30 Sjómannadagurinn haldinn í skugga kvótafrumvarpa Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land og klukkan tvö hefjast hefðbundin ræðuhöld sem jafnan fylgja sjómannadeginum. 5.6.2011 12:03 Segir geðlækni kynna rítalín eins og snákaolíu Nýkjörinn formaður SÁÁ, Gunnar Smári Egilsson, gagnrýnir geðlækninn Grétar Sigurbergsson, harðlega í grein sem hann skrifar á vef SÁÁ og ber yfirskriftina: Rítalín hneykslið. 5.6.2011 11:25 Vestfirskar Brellur hjóla til styrktar blindri konu Brellurnar munu í dag leggja af stað til að hjóla Vestfjarðahringinn sem er um 640 kílómetrar. Brellurnar er vísun í fjallið fyrir ofan þorpið Patreksfjörð. 5.6.2011 11:13 Veit ekkert hvað gerist á morgun 5.6.2011 11:00 Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Víða eru sjómannamessur í kirkjum meðal annars í Grafarvogskirkju, sem er önnur af tveimur kirkjum sem standa næst sjó hér á landi. 5.6.2011 10:37 Fylgjast með læknum sem ávísa lyfjum á sig sjálfa Landlæknisembættið skoðaði sérstaklega lyfjaávísanir hjá fimmtíu og einum lækni á síðasta ári, en í öllum þeim tilvikum höfðu læknarnir ávísað lyfjum á sjálfa sig. 5.6.2011 10:26 Segja stjórnvöld senda kaldar kveðjur á sjómannadeginum „Kaldar kveðjur og nístandi óvissa er sendingin úr Stjórnarráðinu fyrir sunnan í tilefni sjómannadagsins og með fylgja loforð um að lögfesta bæði fækkun starfsfólks og kjaraskerðingu í sjávarútvegi“, en svo segir í yfirlýsingu frá Útvegsmannafélagi Vestfjarða. 5.6.2011 09:55 Forsetinn verður á Patreksfirði í dag Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson verður á Patreksfirði í dag og tekur þátt í hátíðarhöldum í tilefni af sjómannadeginum. 5.6.2011 09:43 Tveir ölvaðir ökumenn stöðvaðir - skemmtanahald fer vel fram Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur á Akureyri í nótt. Fjölmenni er í bænum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í tilefni af sjómannadeginum. Allt skemmtanahald hefur þó farið vel fram. 5.6.2011 09:39 Sækja handleggs- og fótbrotinn sjómann frá Spáni Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann á spænskan togara í morgun. Maðurinn er talinn handleggs- og fótbrotinn og því líklegt að hann hafi lent í vinnuslysi um borð í togaranum. 5.6.2011 09:34 Vilja að framlög ríkisins hækki um 30% Stjórn Kirkjugarðasamband Íslands leggur til rúmlega 30 prósenta hækkun í fjárframlögum ríkisins á næstu tveim árum. Einingaverð verði uppfært samkvæmt samkomulagi frá árinu 2005 í tveimur áföngum með þeim hætti að framlag ríkisins næsta ár verði reiknað upp að fullu og síðan skert um þrjú prósent, líkt og boðað sé í fjárlögum þessa árs. Síðan tæki upprunalegi samningurinn gildi án skerðingar árið 2013. 5.6.2011 08:00 Drekaskátar bjóða á kvöldvöku Drekaskátar bjóða fólki á kvöldvöku á Úlfljótsvatni í klukkan átta í kvöld. Að sögn mótstjórans, Liljars Más Þorbjörnssonar þá eru 220 drekaskátar á Úlfljótsvatni en það eru skátar á aldrinum sjö til tíu ára. 4.6.2011 17:45 Fimmtán þúsund konur tók þátt í kvennahlaupinu Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og annað sinn, í dag. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 15.000 konur tóku þátt á 84 stöðum út um allt land og á um 18 stöðum erlendis. 4.6.2011 17:30 Þyrla gæslunnar gat ekki skemmt Eskfirðingum vegna öskuskýs Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti frá að hverfa þegar hún átti að fara til Eskifjarðar í tilefni af Sjómannadeginum. Ástæðan var öskuský sem flugmenn þyrlunnar ráku augun í en þeir treystu sér ekki til þess að fljúga nærri því. 4.6.2011 15:53 Engin ástæða til þess að breyta sögu Ingólfs Arnarsonar "Þetta er mjög spennandi og gaman að fylgjast með þessu,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Forleifarverndar ríkisins um uppgötvun Dr. Bjarna F. Einarssonar. 4.6.2011 14:55 Risnukostnaður ríkisstarfsmanna hækkaður Opinberir starfsmenn fá nú tæplega sjö þúsund krónum hærri dagpeninga til þess að verja í gistingu og fæði í einn sólarhring innanlands samkvæmt tilkynningu frá ferðakostnaðarnefnd og var greint frá á vef fjármálaráðuneytisins. Fyrir ári síðan þurftu opinberir starfsmenn að sætta sig 19.100 krónur til þess að verja í gistingu og fæði í einn sólarhring. 4.6.2011 13:55 Flugvél Icelandair snúið við vegna viðvörunar um loftþrýsting Flugvél Icelandair, sem var á leið til New York, var snúið við í morgun, þegar fram kom á mælum að loftþrýstingur væri að falla. 4.6.2011 12:27 Sjálfstæðismenn vilja að ríkisstjórn dragi kvótafrumvarp til baka Engin sátt ríkir á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu á kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðismenn vilja að stjórnvöld dragi frumvarpið til baka. 4.6.2011 12:08 Ingibjörg Sólrún: Er saksóknari Alþingis búin að tapa öllum áttum? "Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær. 4.6.2011 10:58 Sjá næstu 50 fréttir
Stuðningsmenn Geirs opna heimasíðu Vefsíða hefur verið opnuð til stuðnings Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna ákæru á hendur honum fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. 6.6.2011 12:13
Steingrímur segir að kynslóð hans hafi brugðist Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að hans kynslóð stjórnmálamanna hafi brugðist í aðdraganda kreppunnar á Íslandi og hún megi ekki bregðast þjóðinni aftur í uppbyggingunni. Í fyrirlestri á Írlandi sagði hann nýja ríkisstjórn landsins eiga að búa sig undir að verða óvinsæl vegna nauðsynlegra aðgerða. 6.6.2011 12:11
Margrét Pála heiðruð við útskrift MBA-nema Háskólinn í Reykjavík brautskráði 32 nemendur með MBA-gráðu um helgina. Athöfnin fór fram í aðalbyggingu HR í Nauthólsvík og voru um 200 gestir viðstaddir athöfnina. Fyrir fjórum árum var tekin upp sú nýbreytni að nemendur í MBA-námi kjósa þann samnemanda sinn sem þeim finnst hafa lagt mest af mörkum til annarra nemenda. Sá nemandi sem hlaut þessi verðlaun í ár var Margrét Pála Ólafsdóttir, stofnandi og fræðslustjóri Hjallastefnunnar, og tók hún við verðlaunum úr hendi Eggerts B. Guðmundssonar, forstjóra HB Granda og stjórnarmanns í Viðskiptaráði. Þess má til gamans geta að fyrir þremur árum var Margrét Pála fulltrúi viðskiptalífsins við MBA-útskrift Háskólans í Reykjavík og ákvað hún í kjölfarið að sækja um í námið. 6.6.2011 12:07
Mennirnir sem urðu eftir úti á sjó bera sig báðir vel "Þetta er svona það versta sem maður kemst í að leita að félögum sínum á sjó," segir varaformaður Björgunarsveitarinnar Húna á Hvammstanga en tveir liðsmenn sveitarinnar urðu eftir í sjó í um fjörutíu mínútur í gær. Mennirnir voru nokkuð þrekaðir þegar þeir fundust en hafa nú báðir náð sér nokkuð vel. 6.6.2011 12:03
Styttist í ákvörðun um nýtt fangelsi „Útboðsgögn eru því sem næst tilbúin eftir því sem ég best veit þannig að það styttist í ákvarðanatöku,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í umræðum Alþingi í dag um byggingu nýs fangelsis. Ekki liggur fyrir hvort um opinbera framkvæmd eða einkaframkvæmd verði að ræða. 6.6.2011 11:46
Töluverð hreyfing komin á fjárfesta Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segir samkeppni um orku sem framleidd er hér á landi ánægjulega. Landsvirkjun telji eftirspurnina vera um 1600 megavött. „Auðvitað verður ekki framleitt það mikið af orku á komandi árum en það er ánægjulegt að eftirspurnin skuli vera eins mikil og raun ber vitni.“ 6.6.2011 11:17
Hlupu með sundgleraugu og buff Hjónin sem hlaupa til styrktar krabbameinssjúkum börnum fóru frá Klaustri í gær og fengu nokkuð öskufok á Skeiðarársandi. Vegna þessa þurftu þau að vera með buff fyrir vitunum og sumir settu jafnvel upp sundgleraugu. Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, sést hér á myndinni hlaupa í sandfokinu. Sveinn hefur ásamt Signýju Gunnarsdóttur eiginkonu sinni fylgst syni sínum í gegn um erfiða meðferð við hvítblæði. Þau hlaupa hringinn í kring um landið ásamt systur Sveins og mági, Ölmu Maríu Rögnvaldsdóttur og Guðmundi Guðnasyni. 6.6.2011 11:15
Japanska og sjúkraþjálfun í Háskóla unga fólksins Um 300 krakkar á aldrinum 12-16 ára settust á skólabekk í Háskóla Íslands í morgun þegar Háskóli unga fólksins var settur í áttunda sinn. Skólinn stendur yfir dagana 6. - 10. júní og er nemendum boðið upp á fjölbreytt námskeið í greinum sem kenndar eru við Háskóla Íslands. Guðrún Bachmann, skólastjóri Háskóla unga fólksins, setti skólann að viðstöddum fríðum hópi nemenda og sagði hún Háskóla unga fólksins vera árvissan sumarboða í starfi Háskóla Íslands og alltaf mikil eftirvænting í lofti á þeim tíma. Að setningu lokinni hófst kennsla en hún fer fram víða á háskólasvæðinu. Nemendur gátu valið á milli 36 námskeiða og hafa þeir sjálfir raðað saman sinni eigin stundatöflu. Meðal námskeiða sem kennd eru í skólanum eru stjörnufræði, sjúkraþjálfun, japanska, sálfræði, franska, frumkvöðlafræði, lögfræði og jarðfræði. Kennsla fer fram á milli kl. 9 og 15 alla dagana en miðvikudaginn 8. júní er þemadagur þar sem nemendur hafa valið sér eina námsgrein fyrir allan daginn. Háskóla unga fólksins lýkur föstudaginn 10. júní með veglegri lokahátíð á Háskólatorgi. Háskóli unga fólksins hefur verið starfræktur í júnímánuði allt frá árinu 2004 og óhætt er að segja að það lifni yfir háskólasvæðinu þegar fróðleiksfúsir og fjörugir krakkar leggja það undir sig. Námskeiðin sem hafa verið kennd við Háskóla unga fólksins skipta mörgum tugum og brautskráðir nemendur skólans eru hátt í tvö þúsund. Skólinn er með óvenju viðamiklu sniði í ár þar sem Háskóli Íslands fagnar aldarafmæli á árinu. Þannig hefur Háskóli unga fólksins farið um landið með Háskólalestinni svokölluðu síðustu vikur og heimsótt fimm bæjarfélög. Þar hefur grunnskólanemum verið boðið upp á valin námskeið úr skólanum og bæjarbúum á hverjum stað boðið í vísindaveislu. Háskólalestin heldur áfram ferð sinni í ágúst. 6.6.2011 10:57
Yfirlýsing frá Björgunarsveitinni Húna vegna óhapps Vegna óhapps sem varð við skemmtidagskrá Sjómannadagsins á Hvammstanga vill stjórn Björgunarsveitarinnar Húna koma eftirfarandi á framfæri: "Sem hluti af skemmtisiglingu var sett á svið björgun úr sjó þar sem nokkrir björgunarsveitarmenn í flotgöllum stukku í sjóinn til skiptis af fiskibátum sem einnig tóku þátt. Að lokinni æfingunni þegar snúið var til lands atvikaðist það að tveir menn stukku í sjóinn af öðrum fiskibátnum án þess að nokkur úr áhöfnum björgunarsveitarbáta sæi til. Þegar bátarnir voru á landleið var ljóst að tvo menn vantaði. Brugðist var mjög skjótt við og allir bátar sendir til leitar. Fundust mennirnir eftir um tuttugu mínútna leit og höfðu þá verið í sjónum um fjörtíu mínútur samtals.“ Þá segir einnig í yfirlýsingu frá björgunarsveitinni: "Einnig viljum við koma því á framfæri að þegar fréttamenn byrjuðu að leita til forsvarsmanna Björgunarsveitarinnar með fréttir af málinu óskuðum við eftir smá fresti til þess að fara yfir málið í okkar hópi og átta okkur á því hvernig þetta gerðist til að geta gefið réttar upplýsinga um atvikið. Ekki var sá frestur veittur og óljósar, óstaðfestar og beinlínis rangar fréttir af atburðarás birtar án þess að við fengjum að koma staðreyndum málsins á framfæri.“ 6.6.2011 10:50
Mikið öskufok truflar umferð fyrir austan Mikið öskufok er nú í Fljótshverfi, austan við Kirkjubæjarklaustur, þar sem skyggni er innan við 100 metra og aðeins sést milli tveggja stika á vegi. Eru vegfarendur því beðnir um að taka tillit til þess og gæta varúðar þegar ekið er um svæðið. 6.6.2011 10:47
Prófessor á Alþingi Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, tók sæti í fyrsta sinn á Alþingi í dag. Baldur er fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í fjarveru Marðar Árnasonar sem getur ekki sinnt þingstörfum af persónulegum ástæðum. 6.6.2011 10:42
Þjóðaratkvæði um þjóðkirkjuna "Það var niðurstaða okkar að stefna þangað strax,“ segir Illugi Jökulsson, fulltrúi í stjórnlagaráði. Sú nefnd stjórnlagaráðs sem meðal annars fjallar um trúmál hefur lagt til að þjóðin fái að ákveða það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hin evangelísk lúterska kirkja verði áfram þjóðkirkja á Íslandi. 6.6.2011 10:15
Bensínstuldur olli eignaspjöllum Eignaspjöll voru unnin á flugvellinum á Hellu þegar reynt var að stela þar bensíni um helgina. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli. 6.6.2011 10:01
Akstur bannaður á nær öllu hálendinu Allur akstur er bannaður á nær öllum hálendisvegum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. Þeir sem ætla að leggja leið sína upp á hálendið eru því beðnir að kynna sér nánar hvar umferð er leyfð áður en lagt er af stað. 6.6.2011 09:27
Þrír skólar bjóða upp á ókeypis máltíðir Nemendur í 11 grunnskólum á Akureyri og Álftanesi greiða allan kostnað vegna skólamáltíða. Aftur á móti þurfa nemendur í Valsárskóli í Svalbarðsstrandarhreppi, Stóru Vogaskóli í Sveitarfélaginu Vogum, og Laugaland í Ásahreppi ekki að greiða neitt fyrir sínar máltíðir. Þetta er meðal þess sem könnun Neytendastofu á verði skólamáltíða leiddi í ljós en fyrirspurnir voru sendar til allra sveitarfélaga hér á landi. 6.6.2011 09:27
Tökum tillit til fiðraðra vegfarenda Nú eru ungar víða að skríða úr eggjum og oft má sjá fullorðna fugla silast hægt um vegi með ungahópinn í eftirdragi. Umferðarstofa vill hvetja ökumenn til að taka tillit til allra vegfarenda ekki hvað síst þeirra fiðruðu sem kunna ekki skil á umferðarreglum og munu seint nýta sér gangbrautir eða undirgöng. Þetta á sérstaklega við þar sem vegir liggja nálægt sjó, tjörnum eða vötnum en við þær aðstæður má búast við fullorðnum fuglum á gangi yfir veginn með unga sína. 6.6.2011 08:34
Stóra kvótafrumvarpið áfram til umræðu í dag Umræðum um stóra kvótafrumvarpið svonefnda, sem hófst á föstudag, verður fram haldið á Alþingi í dag. 6.6.2011 07:23
Vill algert bann við stórlaxadrápi Veiðimálastofnun leggur til algjört bann við stórlaxadrápi í ám í sumar og vill að öllum stórlaxi, sem veiðist, verði sleppt aftur. 6.6.2011 07:21
Snjóél á Akureyri í nótt Snjóél gerði á Akureyri um tvö leitið í nótt þannig að þar gránaði um tíma, en snjórinn var horfinn í morgunsárið. 6.6.2011 07:15
Stefnir í mesta samdrátt í áratugi Umferðin um hringveginn hefur dregist saman um tæplega níu prósent það sem af er ári, og stefnir í mesta samdrátt í akstri landsmanna í áratugi. Ástæðan er einkum talin vera gríðarlegar hækkanir á bensínverði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 6.6.2011 07:15
Þrjú ungmenni slösuðust í bílslysi Þrjú ungmenni slösuðust, en ekki lífshættulega, þegar bíll þeirra hafnaði utan vegar við Akureyri í gærkvöldi og stakkst inn í moldarbarð. 6.6.2011 07:03
Auka á eftirlit stjórnvalda með meðferðarstofnunum Eftirlit með áfangaheimilum og meðferðarstofnunum sem eru með samninga við ríkið verður aukið. Við gerð nýrra samninga er unnið að því að gera eftirlitið óháðara og sjálfstæðara en verið hefur. Fram til þessa hefur matið nær eingöngu verið á höndum sömu aðila og semja um starfsemina. Ætlað er að breytingarnar taki gildi á næsta ári. 6.6.2011 07:00
Lýsti nýjum reglum FME Þing Evrópusamtaka ríkisendurskoðana (EUROSAI) hvetur stjórnvöld, fjölmiðla og almenning í Evrópu til að standa vörð um sjálfstæði þessara stofnana. Þingið stóð 30. maí til 2. júní. 6.6.2011 05:00
Dregið verði verulega úr hlutverki forsetans Hlutverk og valdsvið forseta Íslands verður mun veigaminna en áður ef tillögur stjórnlagaráðs, sem lagðar voru fram til kynningar á fundi þess fyrir helgi, ná fram að ganga. 6.6.2011 05:00
Næturfrost dró ekki úr leikgleði drekaskáta Það frysti í nótt hjá þeim tæplega þrjúhundruð drekaskátum sem hafa dvalið alla helgina í Útilífsmiðstöð skáta að Úlfljótsvatni. Drekaskátar eru skátar á aldrinum sjö til níu ára. 5.6.2011 13:46
Skemmtiferðaskip skila milljörðum í kassann Skemmtiferðaskip skila milljörðum inn í þjóðarbúið. Sjötíu og fjögur þúsund manns áttu viðkomu á Íslandi með slíkum skipum á síðasta ári. 5.6.2011 12:30
Sjómannadagurinn haldinn í skugga kvótafrumvarpa Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land og klukkan tvö hefjast hefðbundin ræðuhöld sem jafnan fylgja sjómannadeginum. 5.6.2011 12:03
Segir geðlækni kynna rítalín eins og snákaolíu Nýkjörinn formaður SÁÁ, Gunnar Smári Egilsson, gagnrýnir geðlækninn Grétar Sigurbergsson, harðlega í grein sem hann skrifar á vef SÁÁ og ber yfirskriftina: Rítalín hneykslið. 5.6.2011 11:25
Vestfirskar Brellur hjóla til styrktar blindri konu Brellurnar munu í dag leggja af stað til að hjóla Vestfjarðahringinn sem er um 640 kílómetrar. Brellurnar er vísun í fjallið fyrir ofan þorpið Patreksfjörð. 5.6.2011 11:13
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Víða eru sjómannamessur í kirkjum meðal annars í Grafarvogskirkju, sem er önnur af tveimur kirkjum sem standa næst sjó hér á landi. 5.6.2011 10:37
Fylgjast með læknum sem ávísa lyfjum á sig sjálfa Landlæknisembættið skoðaði sérstaklega lyfjaávísanir hjá fimmtíu og einum lækni á síðasta ári, en í öllum þeim tilvikum höfðu læknarnir ávísað lyfjum á sjálfa sig. 5.6.2011 10:26
Segja stjórnvöld senda kaldar kveðjur á sjómannadeginum „Kaldar kveðjur og nístandi óvissa er sendingin úr Stjórnarráðinu fyrir sunnan í tilefni sjómannadagsins og með fylgja loforð um að lögfesta bæði fækkun starfsfólks og kjaraskerðingu í sjávarútvegi“, en svo segir í yfirlýsingu frá Útvegsmannafélagi Vestfjarða. 5.6.2011 09:55
Forsetinn verður á Patreksfirði í dag Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson verður á Patreksfirði í dag og tekur þátt í hátíðarhöldum í tilefni af sjómannadeginum. 5.6.2011 09:43
Tveir ölvaðir ökumenn stöðvaðir - skemmtanahald fer vel fram Einn ökumaður var tekinn fyrir ölvunarakstur á Akureyri í nótt. Fjölmenni er í bænum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í tilefni af sjómannadeginum. Allt skemmtanahald hefur þó farið vel fram. 5.6.2011 09:39
Sækja handleggs- og fótbrotinn sjómann frá Spáni Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann á spænskan togara í morgun. Maðurinn er talinn handleggs- og fótbrotinn og því líklegt að hann hafi lent í vinnuslysi um borð í togaranum. 5.6.2011 09:34
Vilja að framlög ríkisins hækki um 30% Stjórn Kirkjugarðasamband Íslands leggur til rúmlega 30 prósenta hækkun í fjárframlögum ríkisins á næstu tveim árum. Einingaverð verði uppfært samkvæmt samkomulagi frá árinu 2005 í tveimur áföngum með þeim hætti að framlag ríkisins næsta ár verði reiknað upp að fullu og síðan skert um þrjú prósent, líkt og boðað sé í fjárlögum þessa árs. Síðan tæki upprunalegi samningurinn gildi án skerðingar árið 2013. 5.6.2011 08:00
Drekaskátar bjóða á kvöldvöku Drekaskátar bjóða fólki á kvöldvöku á Úlfljótsvatni í klukkan átta í kvöld. Að sögn mótstjórans, Liljars Más Þorbjörnssonar þá eru 220 drekaskátar á Úlfljótsvatni en það eru skátar á aldrinum sjö til tíu ára. 4.6.2011 17:45
Fimmtán þúsund konur tók þátt í kvennahlaupinu Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ fór fram í tuttugasta og annað sinn, í dag. Góð þátttaka var í hlaupinu. Um 15.000 konur tóku þátt á 84 stöðum út um allt land og á um 18 stöðum erlendis. 4.6.2011 17:30
Þyrla gæslunnar gat ekki skemmt Eskfirðingum vegna öskuskýs Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti frá að hverfa þegar hún átti að fara til Eskifjarðar í tilefni af Sjómannadeginum. Ástæðan var öskuský sem flugmenn þyrlunnar ráku augun í en þeir treystu sér ekki til þess að fljúga nærri því. 4.6.2011 15:53
Engin ástæða til þess að breyta sögu Ingólfs Arnarsonar "Þetta er mjög spennandi og gaman að fylgjast með þessu,“ segir Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Forleifarverndar ríkisins um uppgötvun Dr. Bjarna F. Einarssonar. 4.6.2011 14:55
Risnukostnaður ríkisstarfsmanna hækkaður Opinberir starfsmenn fá nú tæplega sjö þúsund krónum hærri dagpeninga til þess að verja í gistingu og fæði í einn sólarhring innanlands samkvæmt tilkynningu frá ferðakostnaðarnefnd og var greint frá á vef fjármálaráðuneytisins. Fyrir ári síðan þurftu opinberir starfsmenn að sætta sig 19.100 krónur til þess að verja í gistingu og fæði í einn sólarhring. 4.6.2011 13:55
Flugvél Icelandair snúið við vegna viðvörunar um loftþrýsting Flugvél Icelandair, sem var á leið til New York, var snúið við í morgun, þegar fram kom á mælum að loftþrýstingur væri að falla. 4.6.2011 12:27
Sjálfstæðismenn vilja að ríkisstjórn dragi kvótafrumvarp til baka Engin sátt ríkir á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu á kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Sjálfstæðismenn vilja að stjórnvöld dragi frumvarpið til baka. 4.6.2011 12:08
Ingibjörg Sólrún: Er saksóknari Alþingis búin að tapa öllum áttum? "Er Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari búin að tapa öllum áttum í moldviðrinu sem þyrlaðist upp eftir hrun? Hvernig dettur henni í hug að ákæruvaldið sé rétti aðilinn til að halda úti trúverðugri vefsíðu um landsdómsmálið? Og svo býðst hún til að gera þar grein fyrir sjónarmiðum hins ákærða!“ þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, á Facebook-síðu sína í gær. 4.6.2011 10:58
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent