Fleiri fréttir Fattaði að ég væri bara enn eitt fíflið á leið í fangelsi Þegar ég gekk inn á Litla hraun í fyrsta sinn fattaði ég að ég væri bara enn eitt fíflið á leið í fangelsi. Þetta segir Grétar Sigurðsson sem fékk tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að líkfundarmálinu svokallaða árið 2005. 16.5.2011 20:23 Fréttaskýring: Varasamar breytingar á kvótakerfi Drög liggja fyrir að frumvarpi Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fréttablaðið bar hugmyndirnar í frumvarpinu undir hagfræðinga til að fá svar við því hverjar afleiðingar breytinganna eru líklegar til að verða. 16.5.2011 19:45 Björgunin markaði tímamót Minningarguðþjónusta um sögulegt björgunarfrek við Íslandsstrendur var haldin í bænum Grimsby í Bretlandi um helgina. Björgunin markaði upphaf þess að gúmmíbátar urðu skylduútbúnaður á skipum. 16.5.2011 19:23 MR besti framhaldsskóli landsins Menntaskólinn í Reykjavík er besti framhaldsskóli landsins ef marka má úttekt stærðfræðings sem byggði á sautján gæðavísum. Úttektin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 16.5.2011 18:46 Opnunarhátíð Hörpunnar kostaði 20 milljónir króna Kostnaður við opnunarhátíð Hörpunnar nam tuttugu milljónum króna. Stjórnendur Hörpunnar neita að gefa upp hverjir voru á gestalista opnunarkvöldsins. 16.5.2011 18:45 Enn þungt haldin á gjörgæsludeild Kona sem varð fyrir árás á heimili sínu í gærmorgun liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild. Henni er haldið sofandi í öndunarvél. 16.5.2011 18:36 Gæti verið auðveldara að sækja fé á erlenda lánamarkaði Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch ratings hefur uppfært lánshæfishorfur Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Seðlabankastjóri segir að þetta gæti auðveldað ríkissjóði að sækja sér fé á erlendum lánamörkuðum. 16.5.2011 18:28 Össur: Tekur þrjú ár að taka upp evruna frá samþykkt í þjóðaratkvæði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef Íslendingar myndu samþykkja inngöngu landsins í Evrópusambandið gæti það tekið þrjú ár að taka upp evruna sem gjaldmiðil. 16.5.2011 18:02 Herbert þarf að greiða fyrir þakviðgerðina Dómur er fallinn í "þakmálinu" svokallaða, en þar stríddi Herbert Guðmundsson söngvari við nágranna sína og neitaði að taka þátt í viðgerðum á raðhúsalengjunni sem hann býr í. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Herbert ætti að greiða 3,6 milljónir króna til húsfélagsins auk 1,5 milljóna í málskostnað. 16.5.2011 16:19 Össur bauðst til að veita Ashtiani hæli hér á landi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur boðist fyrir hönd íslenska ríkisins til að veita írönsku konunni Ashtiani hæli hér á landi. Þetta kom fram í upphafi máls utanríkisráðherra á Alþingi í dag þar sem hann flutti skýrslu um utanríkis- og alþjóðamál. Össur sagði að ráðuneytið hafi á undanförnum misserum gert gangsskör í því að beita sér frekar í málum einstaklinga á alþóðavettvangi og tiltók hann sérstaklega mál Ashtiani, sem dæmd hefur verið til dauða í Íran. 16.5.2011 16:15 Svipt fjárræði - andlega veik kona lifði á smálánum Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta konu fjárræði í tólf mánuði en samkvæmt úrskurði héraðsdóms hefur hún sent á aðra milljón króna til dularfulls auðsmanns "syðra“ eins og hún orðar það sjálf. Það var systir konunnar sem fór fram á að hún yrði svipt fjárræði. 16.5.2011 16:06 Óhugnanlegar rúnir krotaðar á alla veggi "Ég mun kæra þetta,“ segir Sandra Hlíf Ocares, sem keypti niðurnítt hús á Bræðraborgarstígnum fyrir nokkru, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skjóli nætur, krotað fornar rúnir á veggina og rist að auki rúnir í steypu sem var að þorna. 16.5.2011 14:42 Hestaripperinn ófundinn Lögreglunni á Egilsstöðum hafa engar vísbendingar borist í tengslum við rannsókn á meintu dýraníði en í liðinni viku sá hestamaður þar tvo skurði á kynfærum hryssu sem taldir eru hafa verið veittir henni með eggvopni. Málið var kært til lögreglu en enginn liggur undir grun um níðið. Vísir greindi frá því fyrir helgi að hestamenn á svæðinu séu slegnir óhug vegna atviksins og finnist erfitt að ímynda sér að um manna verk hafi verið að ræða. Umráðamaður hryssunnar sagðist hreinlega ekki geta lýst því hversu ógeðslegt þetta mál sé. Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum, kallaði til lögreglu eftir að honum var tilkynnt um áverkana og hefur hann aldrei séð viðlíka áverka á kynfærum dýrs. Hestamaðurinn sem fann áverkana óttast að þarna hafi verið um svokallaðan "hestaripper“ að ræða sem ráðist að saklausum dýrum og misþyrmi þeim. Lögreglu hafa engar aðrar tilkynningar borist um viðlíka áverka. 16.5.2011 14:32 Hinsegin dagar fá Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Jón Gnarr, borgarstjóri, afhenti fulltrúum Hinsegin daga Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag 16. maí, sem er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar. 16.5.2011 14:08 Byko mátti skrá niður kennitölu Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að byggingavöruversluninni Byko hefði verið heimilt að taka niður kennitölu manns og skrá hana niður. 16.5.2011 13:30 Ljósmyndari dæmdur til þess að greiða 14 milljónir Ljósmyndari var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. 16.5.2011 12:44 Fimmtán ára piltur höfuðkúpubrotnaði og setlaug var stolið Fimmtán ára piltur höfuðkúpubrotnaði þegar hann féll af mótorkrosshjóli og lenti á bifreið. Atvikið átti sér stað á gatnamótum Gagnheiðar og Lágheiðar á Selfossi í síðustu viku. 16.5.2011 12:19 Verkfall í leikskólum gæti skollið á 22. ágúst Samninganefnd leikskólakennara hyggst boða til verkfalls verði ekki búið að semja um leiðréttingu á launum þeirra fyrir 22. ágúst. 16.5.2011 12:03 Le Bon líkti Vini Sjonna við Kiefer Sutherland Simon Le Bon, söngvari hinnar goðsagnakenndu Duran Duran, fylgdist grannt með beinni útsendingu frá Eurovison-keppninni á laugardag. Le Bon hafði sterkar skoðanir á lögum og flytjendum, og deildi þeim öllum á samskiptavefnum Twitter. Þegar Vinir Sjonna birtust á sviðinu spurði Le Bon á Twitter: "Er þetta Kiefer Sutherland sem spilar á gítar fyrir Ísland?" Gunnar Ólason getur því vel við unað að vera líkt við leikarann þokkafulla. Eða ætli Le Bon hafi átt við Vigni Snæ Vigfússon? Um sigurlag Asera sagði Le Bon þegar það var flutt í keppninni: "Viðlagið í Running Scared (en Bon Jovi-legt) hljómar eins og lag með Keane. Eða var það Coldplay?" Svíar lentu í þriðja sæti. Le Bon var ekki hrifinn. "Lag sem er svo óeftirminnilegt að það er gleymt áður en það er búið," hafði hann um lag hjartaknúsarans unga, Eric Saade, að segja. Í mestu uppáhaldi hjá Le Bon voru lögin Lipstick frá Írlandi, Follia d´amore frá Írlandi og So Lucky frá Moldóvu. Meira að segja gekk hann svo langt að segja að lagið með "stelpunni á einhjólinu ætti að vinna" og átti þar við fjörlegt framlag Moldóvu. Hann sló síðan áfram á létta strengi og sagði að moldóvska sveitin gæti léttilega kallað sig "The Eastie Boys" og vísaði til þeirra, eitt sinn, framúrstefnulegu Beastie Boys. Þegar hin þýska Lena birtist á sviðinu dró hann þó aðeins í land og vildi að Lena myndi vinna, þó ekki nema væri bara út af fegurðinni. Hjartaknúsarinn meinti frá Rússlandi sló aldeilis ekki í gegn hjá dóttur Le Bon, eða eins og hann sagði á Twitter: "Dóttir mín er að pissa í sig af hlátri. Í alvöru. Hún getur ekki talað." Twitter-síðu Le Bon fá finna hér. http://twitter.com/#!/SimonJCLeBON <http://twitter.com/> 16.5.2011 11:26 Útflutningsverðlaun forseta Íslands afhent í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Einnig verður afhent sérstök heiðursviðurkenning til einstaklings sem aukið hefur hróður Íslands á erlendri grundu. Slík heiðursviðurkenning er nýmæli. Íslandsstofa hefur nú tekið við hlutverki Útflutningsráðs sem ábyrgðar- og umsjónaraðili Útflutningsverðlaunanna. Friðrik Pálsson formaður úthlutunarnefndar tilkynnir hvaða fyrirtæki hlýtur verðlaunin og forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhendir þau. Þá verður afhjúpað listaverk sem verðlaununum fylgir. Höfundur verksins er Inga Elín myndlistarmaður. Forseti Íslands afhendir einnig heiðursviðurkenningu til einstaklings. Í dómnefnd vegna verðlaunanna sátu að þessu sinni Björgólfur Jóhannsson frá Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins, Ingjaldur Hannibalsson frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Friðrik Pálsson frá Íslandsstofu, Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands og Örnólfur Thorsson frá embætti forseta Íslands. 16.5.2011 11:10 Tilraun til manndráps: Hringdi sjálfur eftir aðstoð Karlmaður, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær fyrir að hafa næstum orðið konu sinni að bana á sunnudaginn, hringdi sjálfur eftir aðstoð. Maðurinn, sem er fæddur árið 1950, réðist á konu sína á heimili þeirra í gærmorgun og tók hana kverkataki þar til hún missti meðvitund samkvæmt Fréttablaðinu. 16.5.2011 10:30 Ferðamaður fékk hjartaáfall við rætur Sólheimajökuls Ferðamaður fékk hjartaáfall við rætur Sólheimajökuls á föstudaginn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Konan, sem er af erlendum uppruna, var á ferð ásamt hópi samlanda sinna og íslenskum fararstjóra. Hún var flutt með sjúkrabifreið til Reykjavíkur á sjúkrahús. Líðan hennar var stöðug. 16.5.2011 09:53 Úrskurðaður í gæsluvarðhald - áður verið dæmdur fyrir smygl Maðurinn sem lögreglan handtók í gærmorgun sem er grunaður er um að hafa reynt að ráða konu sinni bana á heimili þeirra í Grafarholti í gærmorgun var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gærkvöldi. Maðurinn hefur áður fengið tveggja ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl. 16.5.2011 09:30 Áhöfnin á Þór hafnar alfarið kvótapottum Áhöfn frystitogarans Þórs frá Hafnarfirði hafnar því í sameiginlegri yfirlýsingu, að kvóti sé fluttur af skipi þeirra og settur í potta sem stjórnmálamenn geta notað til að kaupa sér velvild með að úthluta þeim meðal annars til manna, sem leiðist í sumarfríinu. 16.5.2011 06:59 Brotist inn í bakarí Brotist var inn í bakarí við Grensásveg og þaðan stolið skiptimynt úr opnum peningakössum, eða sjóðsvélum. 16.5.2011 06:48 Nauðgarar hræða þolendur frá því að leggja fram kæru Færst hefur í vöxt að karlmenn sem nauðga konum hóti þeim til þess að fæla þær frá því að kæra málið til lögreglu. Meira ber á ófyrirleitni gerenda en áður og þolendur eru hræddari við þá. 16.5.2011 06:30 Þurfa að fjölga starfsfólki mikið Undirbúningur fyrir komandi síldar- og makrílvertíðar er í fullum gangi hjá uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði og fyrirsjáanleg er mikil fjölgun starfsmanna í sumar og fram eftir hausti. Fastráðnir starfsmenn í frystihúsinu eru að jafnaði um fjörutíu talsins en í sumar munu á annað hundrað manns taka þátt í fiskvinnslunni á staðnum, segir í frétt á vef fyrirtækisins. 16.5.2011 05:00 Króatíu verði hjálpað í ESB Ýmis ríki Evrópusambandsins þrýsta nú á um að liðkað verði fyrir samningaviðræðum Króatíu og ESB svo landið geti klárað aðildarviðræður sínar í sumar. 16.5.2011 05:00 Arabískt vor vekur von í mannréttindum „Þetta eru einföldustu grundvallarmannréttindi sem fólk er að krefjast og það gerir móti skriðdrekum og byssukúlum og vitandi að það getur átt barsmíðar yfir höfði sér,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir hjá Íslandsdeild Amnesty um ástandið í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Ársskýrsla Amnesty kom út í fyrir helgi. 16.5.2011 04:00 Telur sig eiga skipulagssvæði Íbúi á Arnarnesi í Garðabæ hefur óskað eftir því að bæjaryfirvöld upplýsi hvaða hugmyndir felist í gerð nýs deiliskipulags á svæðinu. Segist íbúinn vera einn eigenda félagsins Sameign Arnarness sem samkvæmt gömlum uppdráttum eigi landið sem verið sé að skipuleggja. Bæjaryfirvöld segja það vera sitt sjónarmið að með samningi við sameigendur Arnarness frá 8. ágúst 1963 hafi landeigandi látið af hendi endurgjaldslaust til bæjarins landsvæði sem ætlað sé undir skóla, dagheimili, götur og opin svæði. 16.5.2011 04:00 Rannsaka alvarlega líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu Kona varð fyrir alvarlegri líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Hún liggur þung haldin á gjörgæsludeild Landspítalans. 15.5.2011 17:03 Þakkar Íslendingum fyrir stuðning við Aserbaidjan Mig langar að flytja, af öllu minu hjarta, þakkir til allra Íslendinga fyrir stuðning við Aserbadijan i Eurovision 2011, segir Zakir Jón Gasanov, formaður Vináttufélags Íslands og Aserbaidjan. Eins og kunnugt er unnu Aserar keppnina sem fram fór í gær. 15.5.2011 16:34 Umhverfisráðherra undirritaði verndaráætlun Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirritaði í gær verndaráætlun við hátíðlega athöfn í gestastofu Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit. 15.5.2011 14:14 Línurnar lagðar fyrir kennara Fjölmörg félög innan Kennarasambands Íslands eiga eftir að ljúka við gerð kjarasamninga. Grunnskólakennarar skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær. Með honum hafa línurnar líklegast verið lagðar fyrir hin félögin. 15.5.2011 13:43 Hefði alveg viljað enda ofar Þórunn Erna Clausen ekkja Sigurjóns Brink sem samdi Eurovision lagið Coming Home segist alveg hafa viljað enda ofar. Hún segir að hópurinn sé engu að síður sáttur með árangurinn. Lagið var í fjórða sæti í undankeppninni og 20. sæti í aðalkeppninni. Þórunn Erna segir tímann framundan líklega verða nokkuð skrýtinn. 15.5.2011 12:19 Friðurinn dýru verði keyptur Friðurinn á atvinnumarkaði er mjög dýru verði keyptur fyrir mörg fyrirtæki, segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Eins og fram hefur komið skrifuðu Samtök Atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ undir nýjan kjarasamning á dögunum. Samningarnir fela í sér prósentuhækkanir á launum, en einnig eingreiðslu að upphæð 50 þúsund krónur og tvær viðbótagreiðslur samtals að upphæð 25 þúsund krónur vegna þess hve það dróst að klára kjarasamningana. 15.5.2011 10:39 Traðkaði á höfði manns fyrir utan Sólon Átta gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt. Um ellefuleytið í gærkvöld var tilkynnt um að ung kona hefði ruðst inn á heimili ungrar konu á Völlunum í Hafnarfirði og ráðist á hana. Sú sem ráðist var á hefur kært brotið til lögreglu. 15.5.2011 09:39 Gleði hjá íslenska hópnum "Það er æðisleg stemning. Við erum hérna með írsku tvíburunum og erum að taka myndir og þvílík gleði i gangi," sagði Þórunn Erna Clausen, ekkja Sigurjóns Brink og ein aðalvítamínsprautan í íslenska hópnum sem fór í Eurovision keppnina í ár. 14.5.2011 22:43 Stefán Einar formaður LÍV Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, var kjörinn formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna á 27. þingi sambandsins sem haldið var í dag. 14.5.2011 21:56 Ekki ein feilnóta hjá íslensku strákunum „Þetta er ótrúlega tvísýn keppni. Svona vil ég hafa Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýrsson, söngvari og einn helsti Eurovision sérfræðingur okkar Íslendinga. „Þetta á að vera spennandi og gjörsamlega óútreiknanlegt og tvísýnt,“ bætir Páll Óskar við. Páll Óskar segist samt hafa tekið eftir því að ótrúlega margir keppendur hafi verið stressaðir og falskir í kvöld. „Sum lögin voru svo illa flutt að maður hreinlega hélt fyrir eyrun stundum,“ segir Páll Óskar. Þetta hafi til dæmis átt við um franska söngvarann. 14.5.2011 21:36 Sérsveitin kölluð út vegna hnífamanns í Sandgerði Sérsveit lögreglunnar og lögreglan á Suðurnesjum höfðu afskipti af manni í Sandgerði í dag. Hann hafði ógnað fólki með hníf í einhverskonar heimiliserjum sem höfðu átt sér stað og farið úr böndunum. Maðurinn er nú í haldi lögreglunnar og bíður yfirheyrslu. Hann var í annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn, að sögn lögreglu. Einungis fáeinir dagar eru síðan lögreglan á Suðurnesjum og sérsveitin höfðu afskipti af manni í Grindavík en það var líka vegna heimiliserja. 14.5.2011 21:18 Spennufall hjá íslenska hópnum í Eurovison "Þetta er ekkert smá spennufall að vera búinn að þessu,“ segir Benedikt Brynleifsson, eða Benni trommari, einn af Vinum Sjonna sem flutti lag Íslands í Eurovision í kvöld. 14.5.2011 21:01 Óaðfinnanleg frammistaða Vinir Sjonna, íslensku strákarnir sem taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd, luku rétt í þessu við að flytja framlag Íslands, I´m coming Home. „Þeir gerðu þetta óaðfinnanlega,“ sagði Hrafnhildur Halldórsdóttir, þulan sem lýsir keppninni þetta árið fyrir Ríkisútvarpið. 14.5.2011 20:44 Vann 27 milljónir í Lottó Einn heppinn lottóspilari vann 27 milljónir í lottóútdrætti kvöldsins. Miðinn var seldur í söluturninum Þristinum á Seljabraut í Breiðholti. Fjórir unnu bónusvinninga og fær hver um sig 109 þúsund krónur. 14.5.2011 20:07 Stóra stundin nálgast Það styttist i stóru stundina hjá strákunum okkar, Vinum Sjonna, sem flytja framlag Íslands í Eurovision keppninni í kvöld. Keppnin hefst klukkan sjö og eru Íslendingar númer 21 í röðinni. 14.5.2011 19:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fattaði að ég væri bara enn eitt fíflið á leið í fangelsi Þegar ég gekk inn á Litla hraun í fyrsta sinn fattaði ég að ég væri bara enn eitt fíflið á leið í fangelsi. Þetta segir Grétar Sigurðsson sem fékk tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að líkfundarmálinu svokallaða árið 2005. 16.5.2011 20:23
Fréttaskýring: Varasamar breytingar á kvótakerfi Drög liggja fyrir að frumvarpi Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Fréttablaðið bar hugmyndirnar í frumvarpinu undir hagfræðinga til að fá svar við því hverjar afleiðingar breytinganna eru líklegar til að verða. 16.5.2011 19:45
Björgunin markaði tímamót Minningarguðþjónusta um sögulegt björgunarfrek við Íslandsstrendur var haldin í bænum Grimsby í Bretlandi um helgina. Björgunin markaði upphaf þess að gúmmíbátar urðu skylduútbúnaður á skipum. 16.5.2011 19:23
MR besti framhaldsskóli landsins Menntaskólinn í Reykjavík er besti framhaldsskóli landsins ef marka má úttekt stærðfræðings sem byggði á sautján gæðavísum. Úttektin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. 16.5.2011 18:46
Opnunarhátíð Hörpunnar kostaði 20 milljónir króna Kostnaður við opnunarhátíð Hörpunnar nam tuttugu milljónum króna. Stjórnendur Hörpunnar neita að gefa upp hverjir voru á gestalista opnunarkvöldsins. 16.5.2011 18:45
Enn þungt haldin á gjörgæsludeild Kona sem varð fyrir árás á heimili sínu í gærmorgun liggur enn þungt haldin á gjörgæsludeild. Henni er haldið sofandi í öndunarvél. 16.5.2011 18:36
Gæti verið auðveldara að sækja fé á erlenda lánamarkaði Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch ratings hefur uppfært lánshæfishorfur Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Seðlabankastjóri segir að þetta gæti auðveldað ríkissjóði að sækja sér fé á erlendum lánamörkuðum. 16.5.2011 18:28
Össur: Tekur þrjú ár að taka upp evruna frá samþykkt í þjóðaratkvæði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef Íslendingar myndu samþykkja inngöngu landsins í Evrópusambandið gæti það tekið þrjú ár að taka upp evruna sem gjaldmiðil. 16.5.2011 18:02
Herbert þarf að greiða fyrir þakviðgerðina Dómur er fallinn í "þakmálinu" svokallaða, en þar stríddi Herbert Guðmundsson söngvari við nágranna sína og neitaði að taka þátt í viðgerðum á raðhúsalengjunni sem hann býr í. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Herbert ætti að greiða 3,6 milljónir króna til húsfélagsins auk 1,5 milljóna í málskostnað. 16.5.2011 16:19
Össur bauðst til að veita Ashtiani hæli hér á landi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur boðist fyrir hönd íslenska ríkisins til að veita írönsku konunni Ashtiani hæli hér á landi. Þetta kom fram í upphafi máls utanríkisráðherra á Alþingi í dag þar sem hann flutti skýrslu um utanríkis- og alþjóðamál. Össur sagði að ráðuneytið hafi á undanförnum misserum gert gangsskör í því að beita sér frekar í málum einstaklinga á alþóðavettvangi og tiltók hann sérstaklega mál Ashtiani, sem dæmd hefur verið til dauða í Íran. 16.5.2011 16:15
Svipt fjárræði - andlega veik kona lifði á smálánum Hæstiréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að svipta konu fjárræði í tólf mánuði en samkvæmt úrskurði héraðsdóms hefur hún sent á aðra milljón króna til dularfulls auðsmanns "syðra“ eins og hún orðar það sjálf. Það var systir konunnar sem fór fram á að hún yrði svipt fjárræði. 16.5.2011 16:06
Óhugnanlegar rúnir krotaðar á alla veggi "Ég mun kæra þetta,“ segir Sandra Hlíf Ocares, sem keypti niðurnítt hús á Bræðraborgarstígnum fyrir nokkru, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skjóli nætur, krotað fornar rúnir á veggina og rist að auki rúnir í steypu sem var að þorna. 16.5.2011 14:42
Hestaripperinn ófundinn Lögreglunni á Egilsstöðum hafa engar vísbendingar borist í tengslum við rannsókn á meintu dýraníði en í liðinni viku sá hestamaður þar tvo skurði á kynfærum hryssu sem taldir eru hafa verið veittir henni með eggvopni. Málið var kært til lögreglu en enginn liggur undir grun um níðið. Vísir greindi frá því fyrir helgi að hestamenn á svæðinu séu slegnir óhug vegna atviksins og finnist erfitt að ímynda sér að um manna verk hafi verið að ræða. Umráðamaður hryssunnar sagðist hreinlega ekki geta lýst því hversu ógeðslegt þetta mál sé. Hjörtur Magnason, héraðsdýralæknir á Egilsstöðum, kallaði til lögreglu eftir að honum var tilkynnt um áverkana og hefur hann aldrei séð viðlíka áverka á kynfærum dýrs. Hestamaðurinn sem fann áverkana óttast að þarna hafi verið um svokallaðan "hestaripper“ að ræða sem ráðist að saklausum dýrum og misþyrmi þeim. Lögreglu hafa engar aðrar tilkynningar borist um viðlíka áverka. 16.5.2011 14:32
Hinsegin dagar fá Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Jón Gnarr, borgarstjóri, afhenti fulltrúum Hinsegin daga Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar við hátíðlega athöfn í Höfða í dag 16. maí, sem er mannréttindadagur Reykjavíkurborgar. 16.5.2011 14:08
Byko mátti skrá niður kennitölu Persónuvernd kemst að þeirri niðurstöðu að byggingavöruversluninni Byko hefði verið heimilt að taka niður kennitölu manns og skrá hana niður. 16.5.2011 13:30
Ljósmyndari dæmdur til þess að greiða 14 milljónir Ljósmyndari var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. 16.5.2011 12:44
Fimmtán ára piltur höfuðkúpubrotnaði og setlaug var stolið Fimmtán ára piltur höfuðkúpubrotnaði þegar hann féll af mótorkrosshjóli og lenti á bifreið. Atvikið átti sér stað á gatnamótum Gagnheiðar og Lágheiðar á Selfossi í síðustu viku. 16.5.2011 12:19
Verkfall í leikskólum gæti skollið á 22. ágúst Samninganefnd leikskólakennara hyggst boða til verkfalls verði ekki búið að semja um leiðréttingu á launum þeirra fyrir 22. ágúst. 16.5.2011 12:03
Le Bon líkti Vini Sjonna við Kiefer Sutherland Simon Le Bon, söngvari hinnar goðsagnakenndu Duran Duran, fylgdist grannt með beinni útsendingu frá Eurovison-keppninni á laugardag. Le Bon hafði sterkar skoðanir á lögum og flytjendum, og deildi þeim öllum á samskiptavefnum Twitter. Þegar Vinir Sjonna birtust á sviðinu spurði Le Bon á Twitter: "Er þetta Kiefer Sutherland sem spilar á gítar fyrir Ísland?" Gunnar Ólason getur því vel við unað að vera líkt við leikarann þokkafulla. Eða ætli Le Bon hafi átt við Vigni Snæ Vigfússon? Um sigurlag Asera sagði Le Bon þegar það var flutt í keppninni: "Viðlagið í Running Scared (en Bon Jovi-legt) hljómar eins og lag með Keane. Eða var það Coldplay?" Svíar lentu í þriðja sæti. Le Bon var ekki hrifinn. "Lag sem er svo óeftirminnilegt að það er gleymt áður en það er búið," hafði hann um lag hjartaknúsarans unga, Eric Saade, að segja. Í mestu uppáhaldi hjá Le Bon voru lögin Lipstick frá Írlandi, Follia d´amore frá Írlandi og So Lucky frá Moldóvu. Meira að segja gekk hann svo langt að segja að lagið með "stelpunni á einhjólinu ætti að vinna" og átti þar við fjörlegt framlag Moldóvu. Hann sló síðan áfram á létta strengi og sagði að moldóvska sveitin gæti léttilega kallað sig "The Eastie Boys" og vísaði til þeirra, eitt sinn, framúrstefnulegu Beastie Boys. Þegar hin þýska Lena birtist á sviðinu dró hann þó aðeins í land og vildi að Lena myndi vinna, þó ekki nema væri bara út af fegurðinni. Hjartaknúsarinn meinti frá Rússlandi sló aldeilis ekki í gegn hjá dóttur Le Bon, eða eins og hann sagði á Twitter: "Dóttir mín er að pissa í sig af hlátri. Í alvöru. Hún getur ekki talað." Twitter-síðu Le Bon fá finna hér. http://twitter.com/#!/SimonJCLeBON <http://twitter.com/> 16.5.2011 11:26
Útflutningsverðlaun forseta Íslands afhent í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Einnig verður afhent sérstök heiðursviðurkenning til einstaklings sem aukið hefur hróður Íslands á erlendri grundu. Slík heiðursviðurkenning er nýmæli. Íslandsstofa hefur nú tekið við hlutverki Útflutningsráðs sem ábyrgðar- og umsjónaraðili Útflutningsverðlaunanna. Friðrik Pálsson formaður úthlutunarnefndar tilkynnir hvaða fyrirtæki hlýtur verðlaunin og forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson afhendir þau. Þá verður afhjúpað listaverk sem verðlaununum fylgir. Höfundur verksins er Inga Elín myndlistarmaður. Forseti Íslands afhendir einnig heiðursviðurkenningu til einstaklings. Í dómnefnd vegna verðlaunanna sátu að þessu sinni Björgólfur Jóhannsson frá Landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins, Ingjaldur Hannibalsson frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Friðrik Pálsson frá Íslandsstofu, Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands og Örnólfur Thorsson frá embætti forseta Íslands. 16.5.2011 11:10
Tilraun til manndráps: Hringdi sjálfur eftir aðstoð Karlmaður, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær fyrir að hafa næstum orðið konu sinni að bana á sunnudaginn, hringdi sjálfur eftir aðstoð. Maðurinn, sem er fæddur árið 1950, réðist á konu sína á heimili þeirra í gærmorgun og tók hana kverkataki þar til hún missti meðvitund samkvæmt Fréttablaðinu. 16.5.2011 10:30
Ferðamaður fékk hjartaáfall við rætur Sólheimajökuls Ferðamaður fékk hjartaáfall við rætur Sólheimajökuls á föstudaginn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Konan, sem er af erlendum uppruna, var á ferð ásamt hópi samlanda sinna og íslenskum fararstjóra. Hún var flutt með sjúkrabifreið til Reykjavíkur á sjúkrahús. Líðan hennar var stöðug. 16.5.2011 09:53
Úrskurðaður í gæsluvarðhald - áður verið dæmdur fyrir smygl Maðurinn sem lögreglan handtók í gærmorgun sem er grunaður er um að hafa reynt að ráða konu sinni bana á heimili þeirra í Grafarholti í gærmorgun var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gærkvöldi. Maðurinn hefur áður fengið tveggja ára fangelsisdóm fyrir fíkniefnasmygl. 16.5.2011 09:30
Áhöfnin á Þór hafnar alfarið kvótapottum Áhöfn frystitogarans Þórs frá Hafnarfirði hafnar því í sameiginlegri yfirlýsingu, að kvóti sé fluttur af skipi þeirra og settur í potta sem stjórnmálamenn geta notað til að kaupa sér velvild með að úthluta þeim meðal annars til manna, sem leiðist í sumarfríinu. 16.5.2011 06:59
Brotist inn í bakarí Brotist var inn í bakarí við Grensásveg og þaðan stolið skiptimynt úr opnum peningakössum, eða sjóðsvélum. 16.5.2011 06:48
Nauðgarar hræða þolendur frá því að leggja fram kæru Færst hefur í vöxt að karlmenn sem nauðga konum hóti þeim til þess að fæla þær frá því að kæra málið til lögreglu. Meira ber á ófyrirleitni gerenda en áður og þolendur eru hræddari við þá. 16.5.2011 06:30
Þurfa að fjölga starfsfólki mikið Undirbúningur fyrir komandi síldar- og makrílvertíðar er í fullum gangi hjá uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði og fyrirsjáanleg er mikil fjölgun starfsmanna í sumar og fram eftir hausti. Fastráðnir starfsmenn í frystihúsinu eru að jafnaði um fjörutíu talsins en í sumar munu á annað hundrað manns taka þátt í fiskvinnslunni á staðnum, segir í frétt á vef fyrirtækisins. 16.5.2011 05:00
Króatíu verði hjálpað í ESB Ýmis ríki Evrópusambandsins þrýsta nú á um að liðkað verði fyrir samningaviðræðum Króatíu og ESB svo landið geti klárað aðildarviðræður sínar í sumar. 16.5.2011 05:00
Arabískt vor vekur von í mannréttindum „Þetta eru einföldustu grundvallarmannréttindi sem fólk er að krefjast og það gerir móti skriðdrekum og byssukúlum og vitandi að það getur átt barsmíðar yfir höfði sér,“ segir Jóhanna K. Eyjólfsdóttir hjá Íslandsdeild Amnesty um ástandið í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Ársskýrsla Amnesty kom út í fyrir helgi. 16.5.2011 04:00
Telur sig eiga skipulagssvæði Íbúi á Arnarnesi í Garðabæ hefur óskað eftir því að bæjaryfirvöld upplýsi hvaða hugmyndir felist í gerð nýs deiliskipulags á svæðinu. Segist íbúinn vera einn eigenda félagsins Sameign Arnarness sem samkvæmt gömlum uppdráttum eigi landið sem verið sé að skipuleggja. Bæjaryfirvöld segja það vera sitt sjónarmið að með samningi við sameigendur Arnarness frá 8. ágúst 1963 hafi landeigandi látið af hendi endurgjaldslaust til bæjarins landsvæði sem ætlað sé undir skóla, dagheimili, götur og opin svæði. 16.5.2011 04:00
Rannsaka alvarlega líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu Kona varð fyrir alvarlegri líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Hún liggur þung haldin á gjörgæsludeild Landspítalans. 15.5.2011 17:03
Þakkar Íslendingum fyrir stuðning við Aserbaidjan Mig langar að flytja, af öllu minu hjarta, þakkir til allra Íslendinga fyrir stuðning við Aserbadijan i Eurovision 2011, segir Zakir Jón Gasanov, formaður Vináttufélags Íslands og Aserbaidjan. Eins og kunnugt er unnu Aserar keppnina sem fram fór í gær. 15.5.2011 16:34
Umhverfisráðherra undirritaði verndaráætlun Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra undirritaði í gær verndaráætlun við hátíðlega athöfn í gestastofu Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit. 15.5.2011 14:14
Línurnar lagðar fyrir kennara Fjölmörg félög innan Kennarasambands Íslands eiga eftir að ljúka við gerð kjarasamninga. Grunnskólakennarar skrifuðu undir nýjan kjarasamning í gær. Með honum hafa línurnar líklegast verið lagðar fyrir hin félögin. 15.5.2011 13:43
Hefði alveg viljað enda ofar Þórunn Erna Clausen ekkja Sigurjóns Brink sem samdi Eurovision lagið Coming Home segist alveg hafa viljað enda ofar. Hún segir að hópurinn sé engu að síður sáttur með árangurinn. Lagið var í fjórða sæti í undankeppninni og 20. sæti í aðalkeppninni. Þórunn Erna segir tímann framundan líklega verða nokkuð skrýtinn. 15.5.2011 12:19
Friðurinn dýru verði keyptur Friðurinn á atvinnumarkaði er mjög dýru verði keyptur fyrir mörg fyrirtæki, segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Eins og fram hefur komið skrifuðu Samtök Atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ undir nýjan kjarasamning á dögunum. Samningarnir fela í sér prósentuhækkanir á launum, en einnig eingreiðslu að upphæð 50 þúsund krónur og tvær viðbótagreiðslur samtals að upphæð 25 þúsund krónur vegna þess hve það dróst að klára kjarasamningana. 15.5.2011 10:39
Traðkaði á höfði manns fyrir utan Sólon Átta gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt. Um ellefuleytið í gærkvöld var tilkynnt um að ung kona hefði ruðst inn á heimili ungrar konu á Völlunum í Hafnarfirði og ráðist á hana. Sú sem ráðist var á hefur kært brotið til lögreglu. 15.5.2011 09:39
Gleði hjá íslenska hópnum "Það er æðisleg stemning. Við erum hérna með írsku tvíburunum og erum að taka myndir og þvílík gleði i gangi," sagði Þórunn Erna Clausen, ekkja Sigurjóns Brink og ein aðalvítamínsprautan í íslenska hópnum sem fór í Eurovision keppnina í ár. 14.5.2011 22:43
Stefán Einar formaður LÍV Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, var kjörinn formaður Landssambands íslenskra verzlunarmanna á 27. þingi sambandsins sem haldið var í dag. 14.5.2011 21:56
Ekki ein feilnóta hjá íslensku strákunum „Þetta er ótrúlega tvísýn keppni. Svona vil ég hafa Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýrsson, söngvari og einn helsti Eurovision sérfræðingur okkar Íslendinga. „Þetta á að vera spennandi og gjörsamlega óútreiknanlegt og tvísýnt,“ bætir Páll Óskar við. Páll Óskar segist samt hafa tekið eftir því að ótrúlega margir keppendur hafi verið stressaðir og falskir í kvöld. „Sum lögin voru svo illa flutt að maður hreinlega hélt fyrir eyrun stundum,“ segir Páll Óskar. Þetta hafi til dæmis átt við um franska söngvarann. 14.5.2011 21:36
Sérsveitin kölluð út vegna hnífamanns í Sandgerði Sérsveit lögreglunnar og lögreglan á Suðurnesjum höfðu afskipti af manni í Sandgerði í dag. Hann hafði ógnað fólki með hníf í einhverskonar heimiliserjum sem höfðu átt sér stað og farið úr böndunum. Maðurinn er nú í haldi lögreglunnar og bíður yfirheyrslu. Hann var í annarlegu ástandi þegar hann var handtekinn, að sögn lögreglu. Einungis fáeinir dagar eru síðan lögreglan á Suðurnesjum og sérsveitin höfðu afskipti af manni í Grindavík en það var líka vegna heimiliserja. 14.5.2011 21:18
Spennufall hjá íslenska hópnum í Eurovison "Þetta er ekkert smá spennufall að vera búinn að þessu,“ segir Benedikt Brynleifsson, eða Benni trommari, einn af Vinum Sjonna sem flutti lag Íslands í Eurovision í kvöld. 14.5.2011 21:01
Óaðfinnanleg frammistaða Vinir Sjonna, íslensku strákarnir sem taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd, luku rétt í þessu við að flytja framlag Íslands, I´m coming Home. „Þeir gerðu þetta óaðfinnanlega,“ sagði Hrafnhildur Halldórsdóttir, þulan sem lýsir keppninni þetta árið fyrir Ríkisútvarpið. 14.5.2011 20:44
Vann 27 milljónir í Lottó Einn heppinn lottóspilari vann 27 milljónir í lottóútdrætti kvöldsins. Miðinn var seldur í söluturninum Þristinum á Seljabraut í Breiðholti. Fjórir unnu bónusvinninga og fær hver um sig 109 þúsund krónur. 14.5.2011 20:07
Stóra stundin nálgast Það styttist i stóru stundina hjá strákunum okkar, Vinum Sjonna, sem flytja framlag Íslands í Eurovision keppninni í kvöld. Keppnin hefst klukkan sjö og eru Íslendingar númer 21 í röðinni. 14.5.2011 19:00