Fleiri fréttir

Ammoníakleki í Fisk Seafood

Allt tiltækt lið brunavarna Skagafjarðar var kallað út að höfuðstöðvum Fisk Seafood á Sauðárkróki vegna ammoníakleka á fjórða tímanum. Þetta kemur fram á skagfirska vefnum Feyki.

Reyndi að selja 100 krónur á eina og hálfa milljón

Umsjónarmaður seðlasafns Íslandsbanka var handtekinn á þriðjudag, grunaður um að hafa stolið 100 króna seðli frá 1904, úr safni bankans og reynt að koma þeim í verð. Þetta kemur fram á Pressunni.

Black Pistons meðlimir áfram í gæsluvarðhaldi

Tveir meðlimir vélhjólasamtakanna Black Pistons hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Blindrafélagið kvartar til umboðsmanns Alþingis

Blindrafélagið gagnrýnir harðlega úrskurð úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála um ferðaþjónustu við lögblinda í Kópavogsbæ, en samkvæmt honum samræmist sú þjónusta sem boðið er upp á lögum um málefni fatlaðra. Blindrafélagið telur þessa niðurstöðu ranga og óviðunandi með hliðsjón af mannréttindum fatlaðra. Þá telur félagið það ótækt að mál er varða réttindi fatlaðra fái aðra og óvandaðri stjórnsýslumeðferð en lög kveða á um. Félagið vinnur því að því að leggja fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. „Í umfjöllun um úrskurð úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála, frá 13 maí s.l. heldur Kópavogsbær því fram að úrskurðurinn feli í sér að Kópavogsbær uppfylli lagaskyldur sínar við blinda íbúa bæjarfélagsins þegar kemur að ferðaþjónustu . Þetta er algerlega röng ályktun. Úrskurður nefndarinnar fjallar eingöngu um stjórnsýslukæru vegna eins einstaklings og er ekki allsherjar heilbrigðisvottorð fyrir ferðaþjónustu við blinda Kópavogsbúa,“ segir í tilkynningu frá Blindrafélaginu. Blindrafélagið er reyndar þeirrar skoðunar að úrskurðurinn sé rangur og mun senda kvörtun til Umboðsmanns Alþingis til að fá úr því skorið hvort að sú stjórnsýsla sem hér um ræðir, bæði að hálfu Kópavogsbæjar og Velferðarráðuneytisins standist markmið þeirra laga sem við eiga og ákvæða í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Þóra Elín jarðsungin eftir helgi

Útför Þóru Elínar Þorvaldsdóttur sem lést fimmtudaginn 12. maí. síðastliðinn mun fara fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 23. maí klukkan 14:00.

Kópavogsbær uppfyllir skyldur gagnvart blindum

Úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála hefur kveðið upp þann úrskurð að sú ferðaþjónusta sem Kópavogsbær veitir lögblindum einstaklingum í bænum samræmist lögum um málefni fatlaðra.

Dæmdur fyrir árás- sagðist vera við fæðingu

Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ráðist á starfsmann Innheimtustofnunar sveitarfélaga í ágúst 2009. Maðurinn sló til hans og klóraði hann á hálsi, með þeim afleiðingum að starfsmaðurinn hlaut klór á hálsi og væga tognun á hægri baugfingri.

Bandaríkjamenn vilja meira af Yrsu

Bandaríska risaforlagið Macmillan tryggði sér nýlega réttinn á tveimur metsölubókum Yrsu Sigurðardóttur. Um er að ræða bækurnar Auðnin og Ég man þig.

Háloftasýning við Austurvöll

Tugir sjálfboðaliðar héngu í 50 metra hæð yfir Austurvelli í gær á æfingu spænska fjöllistahópsins La Fura dels Baus fyrir opnunaratriði Listahátíðar í Reykjavík. Breyta þarf flugumferð yfir miðborginni á meðan á sýningu stendur.

Austuríska leiðin eykur lífsgæði og öryggi brotaþola ofbeldis

Aðalfundur Samtaka um kvennaathvarf fagnar frumvarpi innanríkisráðherra til laga um nálgunarbann og brottvísun af heimili og hvetur til þess að það verði gert að lögum á yfirstandandi þingi. Þetta kemur fram í áskorun Samtaka um kvennaathvarf til Alþingis, sem var samþykkt á aðalfundi samtakanna í gær.

Kviknaði í einu verslun Hofsóss í morgun

Eldur kom upp í verslunarhúsnæði KS á Hofsósi í Skagafirði í morgun en verslunin er eina verslunin á staðnum. Líkur eru á að eldurinn hafi komið upp einhvern tíma í nótt en hann hafi slokknað af sjálfu sér samkvæmt fréttavefnum Feykir.is.

Ítalskur ferðamaður fundinn

Isabella Di Giacobbe, ítalskur ferðamaður, sem lögreglan lýsti eftir fyrr árinu, er komin í leitirnar.

Ríkið sýknað af kröfu drengs með heilalömun

Íslenska ríkið var sýknað af kröfu fatlaðs drengs um skaða- og miskabætur vegna bótaskyldra mistaka heilbrigðisstarfsmanns eftir að móðir hans greindist með meðgöngueitrun. Foreldrarnir lögðu fram bótakröfuna fyrir hönd sonar þeirra sem fæddist með heilalömun, cerebral palsy, og er hann metinn 70% öryrki. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af bótakröfunni, sem nam tæpum 44 milljónum. Að mati dóms var „grundvallaratriðum læknisskoðunar" ekki sinnt við skoðun konunnar áður en meðgöngueitrunin var greind. Þar sem hins vegar er ekki hægt að fullyrða að veikindi drengsins megi rekja beint til þessarar ófullnægjandi læknisskoðunar er ríkið sýknað. Fjórar merkur við fæðingu Forsaga málsins er sú að sonurinn var tekinn með keisaraskurði eftir 28 vikna meðgöngu vegna alvarlegrar meðgöngueitrun móður. Drengurinn vó þá aðeins 976 grömm, eða tæpar fjórar merkur. Hann fæddist árið 1999 og er því 12 ára í dag. Foreldrarnir halda því fram að starfsmaður heilsugæslunnar hafi vanrækt að leggja móðurina þegar í stað inn á sjúkrahús eftir að hún greindist með meðgöngueitrun, til að hún fengið viðeigandi eftirlit og meðferð. Íslenska ríkið hafnar því hins vegar að nokkurri bótaskyldu sé til að dreifa, auk þess sem krafan sé fyrnd, en lögmaður ríkisins miðar 10 ára fyrningartíma við fæðingu drengsins og því sé kröfuréttur fyrndur þegar málið var höfðað. Krafan ekki fyrnd Í niðurstöðu dóms segir að við fæðingu drengsins hafi ekki verið ljóst hverjar horfur hans voru. Það hafi komið í ljós þegar leið á fyrsta árið að fyrirburafæðingin og veikindin sem fylgdu höfðu valdið honum skaða, og á næstu árum hafi síðan komið í ljós hversu alvarlegur skaðinn varð. Því sé ekki eðlilegt að miða upphaf fyrningarfrests við fæðingu drengsins. Mat dómsins er þar með að krafan hafi ekki verið fyrnd. Ófullnægjandi læknisskoðun Ennfremur kemur fram í niðurstöðu dóms að ef grundvallaratriðum mæðraskoðunar hefði verið sinnt þegar eftir því var leitað hefði sjúkdómurinn líklega verið greindur tveimur til þremur dögum fyrr. Það er álit dómsins að læknisskoðun sem var framkvæmd, áður en meðgöngueitrunin kom í ljós, hafi verið ófullnægjandi og „grundvallaratriðum læknisskoðunar" ekki sinnt. Ekki orsakatengsl Þá segir í dómi: „Hins vegar bendir ekkert til þess, þótt meðgöngueitrunin hefði þá komið í ljós og innlögn átt sér stað að það hefði einhverju breytt um árangur meðferðar eða komið í veg fyrir fyrirburafæðingu. Styðst það við þau læknisfræðilegu álit, sem fyrir liggja í málinu. Veikindi og fötlun C verður rakin til fyrirburafæðingar hans og þeirra veikinda sem fylgdu í kjölfarið en ekki vegna tafar sem varð á greiningu meðgöngueitrunar móður. Að þessu virtu verður ekki talið að orsakir veikinda stefnanda sé unnt að rekja til ófullnægjandi læknisskoðunar fæðingalæknisins á (...) eða annarrar háttsemi starfsmanna NN. Verður því fallist á með stefnda að skilyrði bótareglna um orsakatengsl og sennilega afleiðingu séu ekki fyrir hendi. Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda í málinu." Eggert Óskarsson héraðsdómari kvað upp dóminn ásamt meðdómsmönnunum Berglindi Steffensen og Ragnheiði Bjarnadóttur, sérfræðingum í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp.

Rauði krossinn fær nýja sjúkrabíla

Rauði kross Íslands hefur fengið afhenta fjóra nýja sjúkrabíla af gerðinni Mercedes-Benz Sprinter. Breytingarvinna og smíði inn í bílunum var unnin af Sigurjóni Magnússyni á Ólafsfirði í samstarfi við Rauða krossinn og sjúkraflutningamenn.

Skýrslur í salt þegar ölvaðir aka á staura

Ökumenn í Reykjavík valda miklu tjóni með því að aka á umferðarljós og ljósastaura. Stundum reynist erfitt og jafnvel ómögulegt fyrir gatnadeild borgarinnar að ná til þeirra.

Evrópubúar sameinist gegn kynbundnu ofbeldi

Auglýst er eftir framlögum þessa dagana í samevrópska auglýsingakeppni sem miðar að því að uppræta hvers kyns ofbeldi gegn konum. Í fyrstu verðlaun eru fimm þúsund evrur sem jafngilda 824 þúsund krónum. Að keppninni stendur UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fyrir Vestur-Evrópu, í samvinnu við jafnréttisstofnun SÞ en skilafrestur í hana rennur út 31. maí.

Þriðjungur orðið fyrir kynferðisofbeldi

Könnun um kynferðisofbeldi gegn börnum hér á landi leiðir í ljós að 35 prósent stúlkna og 17,8 prósent drengja hafa orðið fyrir ofbeldi af því tagi. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir hefur rannsakað þessi mál, meðal annars bakgrunn, afleiðingar og verndandi þæt

Kaupa þarf hreinsibúnað ef ný tækni skilar engu

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir heilsufarsógn stafa frá brennisteinsvetni frá jarðhitavirkjunum og gagnrýnir nýja frummatsskýrslu vegna jarðhitanýtingar á Hengilssvæðinu. Orkuveita Reykjavíkur metur fjárfestingarkostnað við nýjan hreinsibúnað í Hellisheiðarvirkjun á allt að tíu milljarða og gerir tilraunir með nýja tækni.

Skólaárið verður tíu dögum styttra

„Auðvitað er þetta skerðing á þjónustu en ekki svo mikil að fólk telji hana óásættanlega,“ segir Magnús Jóhannsson, formaður fræðslunefndar Rangárþings ytra og Ásahrepps, um þá ákvörðun að stytta skólaárið í grunnskólum sveitarfélaganna um tíu daga.

Reynt að girða fyrir spillingu þingmanna

Alþingismönnum verður gert óheimilt að taka þátt í afgreiðslu mála sem varða sérstaka og verulega hagsmuni þeirra eða einhverra þeim nákomnum, ef tillögur stjórnlagaráðs ná fram að ganga.

Kerfisbreyting bíður haustsins

Tvö frumvörp ríkisstjórnarinnar um breytingar á stjórnun fiskveiða voru lögð fram á Alþingi í gær. Aðeins er stefnt á að afgreiða minna frumvarpið áður en þingmenn fara í sumarfrí.

Engan sakaði í öflugri sprengingu á Grundartanga

Engan sakaði þegar öflug sprenging varð í einum af þremur ofnum Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga í gærkvöldi, en húsið var rýmt í skyndingu og kallað var á slökkvilið, samkvæmt neyðaráætlun.

Meira svigrúm veitt í héraði

Samkvæmt nýjum tillögum innan framkvæmdastjórnar ESB verður sveitarfélögum, borgum og héruðum innan sambandsins auðveldað að styrkja og niðurgreiða verkefni í heimabyggðinni. Styrkir til minni verkefna, svo sem byggingar sundlauga, verða þá ekki litnir sömu augum og ríkisstyrkir.

Tólfti skógurinn verður opnaður í sumar

Skógræktarfélag Íslands hefur gert samstarfssamning við Arion banka um verkefnið Opinn skóg, auk útgáfu og kynningu á skógræktarsvæðum á Íslandi. Skrifað var undir samninginn, sem er til þriggja ára, síðdegis í gær.

60 milljónum króna úthlutað til rannsóknartengdra verkefna

Fyrr í dag fengu 15 doktornemar við Háskóla Íslands úthlutað samtals 60 milljónum króna í styrki úr Háskólasjóði Eimskipafélags Íslands. Við athöfn í Hátíðasal háskólans kom enn fremur fram að síðar á árinu verður aftur úthlutað úr sjóðnum þannig að heildarúthlutun á árinu mun nálgast 100 milljónir króna.

Áhrif losunar brennisteinsvetnis á loftgæði tekin mjög alvarlega

„Ég harma þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í svona veigamiklu máli,” segir Kristín Soffía Jónsdóttir formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur í tilefni af frummatsskýrslu Mannvits um nýtingu jarðhita við Gráuhnúka. „Neikvæð áhrif á umhverfi borgarbúa ber að taka mjög alvarlega og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ber að tryggja öruggt og heilnæmt umhverfi og það ætlar nefndin að gera,” segir Kristín Soffía í frétt á vef Reykjavíkurborgar.

Þreyttur á að börnum sé beitt í kjarabaráttu

Velferðarráðherra segist vera þreyttur á því að stjórnmálamenn noti börn til að berjast fyrir hagsmunum og kjarabaráttu einstakra starfsstétta. Heit umræða skapaðist um tannlæknaþjónustu fyrir börn efnaminni foreldra á Alþingi í dag.

Óeðlileg inngrip ráðherra

"Það stendur núna yfir endurskoðun á starfsemi Byggðastofnunar og þá er mjög sérkennilegt að ráðherrann hlutist til um þessa vinnu með því að leggja fram frumvarp sem felur í sér að fækka stjórnarmönnum um tvo,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp Katrínar Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra, sem felur í sér að stjórnarmönnum Byggðastofnunnar verði fimm í stað sjö. Um óeðlileg inngrip sé að ræða að hálfu ráðherrans. Þá segir Einar Hreyfinguna hafa dregið ríkisstjórnina að landi í atkvæðagreiðslu um frumvarpið í dag.

Leita að fornleifum við Landspítalann

Fornleifavernd ríkisins hófst í dag handa við að kanna hvort einhverjar fornleifar finnist á byggingarlóð nýja Landspítalans, nánar til tekið á túninu fyrir framan gamla spítalann. Þar stóð býlið Grænaborg í tæpa öld, eða frá því um 1830 þar til Landspítalinn var byggður árið 1928. Fjallað er um málið á vef nýja Landspítalans.

Sýknaður af því að kasta manni fram af svölum

Hæstiréttur Íslands mildaði dóm yfir karlmanni sem var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrri sérstaklega hættulega líkamsárás í Vogunum árið 2009. Maðurinn var dæmdur í átján mánaða fangelsi árið 2010 fyrir að hafa veist að karlmanni á heimili hans ásamt fjórum öðrum karlmönnum.

Sýknaður af því að misnota dóttur sína

Hæstiréttur Íslands staðfesti sýknudóm gagnvart karlmanni sem var ákærður fyrir að hafa haft í frammi kynferðislega háttsemi gagnvart dóttur sinni og um leið notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum andlegra annmarka á árunum 2005 til 2008.

Skelfiskurinn frá Stykkishólmi ekki eitraður

Símon Sturluson, sem er í forsvari fyrir Íslenskar Bláskeljar ehf. á Stykkishólmi, vill koma því á framfæri að skelfiskurinn sem hann sendir frá sé 100 prósent öruggur til neyslu.

Segja aðferðafræði í skólakönnun meingallaða

„Aðferðafræðin sem Pawel beitir er meingölluð og hafa skólameistarar ýmissa framhaldsskóla, sem og menntamálaráðherra, dregið stórlega í efa hversu góður mælikvarði á gæði skólastarfs þessi könnun sé," segir í grein sem starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands hefur ritað vegna mats á gæðum skólastarfs sem stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek vann fyrir Frjálsa verslun. Samkvæmt matinu er VA á botni listans, í 32. sæti.

Talsvert kvartað yfir taumlausum hundum

Hundaeftirlitið hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur minnir á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi á borgarlandinu. Talsvert er kvartað yfir að hundeigendur fari ekki eftir þessum reglum og að óþægindi, hræðsla og jafnvel hætta skapast af þeim sökum eins og segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Reka bestu vefverslun Danmerkur

Vefsíðan Billetlugen.dk, þar sem fimm Íslendingar starfa, var valin besta vefverslun Danmerkur þegar vefverðlaunin E-Handelprisen voru afhent fyrir skömmu.

Vara við eitruðum kræklingi

Matvælastofnun varar almenning eindregið við því að tína og neyta kræklings úr Hvalfirði, Eyjafirði og Steingrímsfirði þessa stundina. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að nýlega hafi greinst lömunareitrun PSP í kræklingi úr Eyjafirði og Steingrímsfirði en í sýnum sem tekin voru reyndist eitrið vera yfir viðmiðunarmörkum. Því varar stofnunin sterklega við neyslu og tínslu á kræklingi og öðrum skelfiski úr Eyjafirði og Steingrímsfirði.

Sjá næstu 50 fréttir