Fleiri fréttir Flúormengun í Hvalfirði: Tók tvö ár að svara erindi Umhverfisstofnun fékk vitneskju um flúormengun og veikindi hesta Hvalfirði fyrir tveimur árum en er fyrst núna að svara erindi hestaeiganda sem óskuðu eftir formlegri rannsókn á mengun. 19.5.2011 12:25 Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19.5.2011 12:14 Metfjöldi í viðtölum hjá samtökum gegn kynferðisofbeldi Aldrei hafa fleiri leitað til Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, en á síðasta ári. Fjöldi einkaviðtala jókst frá árinu 2009 um 31,8% og voru þau alls 427 árið 2010. Einkaviðtöl sem flokkast sem símaviðtöl voru 63, en sími Aflsins er opinn allan sólarhringinn. Fjöldi þeirra sem komu í sitt fyrsta viðtal hjá Aflinu á árinu 2010 voru 82. Þar af eru 48 konur, 8 karlmenn og 26 aðstandendur. Þetta kemur fram í ársskýrslu Aflsins. Sæunn Guðmundsdóttir, starfskona Aflsins, segist vona að aukningin á fjölda þeirra sem leita til samtakanna sé sú að umræðan um kynferðisofbeldi sé að opnast, frekar en að kynferðisbrotum sé að fjölga. „Hinn er annað mál að við vitum að þetta er að aukast á ýmsan hátt með notkun netsins. Þá er skemmst að minnast nýlegra frétta um að menn tæli skólabörn í gegn um netið," segir hún. Aflið tekur í viðtöl þá sem náð hafa 18 ára aldri en þeir sem eru yngri geta komið í eins konar eftirmeðferð eftir að dómur hefur gengið í málum þeirra. Þannig hafa börn niður í 12 ára komið í viðtöl til Aflsins eftir að vera tæld af eldri mönnum á netinu sem síðan brjóta á þeim kynferðislega. Þjónusta Aflsins er þeim sem þangað leita að kostnaðarlausu. Aflið treystir því á styrki til að halda starfseminni gangandi. Á liðnum árum hefur gengið verr að fá þá vegna þrenginga í þjóðfélaginu. Sæunn vekur athygli á að sama ár og árlegur styrkur ríkisins var lækkaður um 20%, úr 2 milljónum í 1,6 milljón árið 2008, þá var 92% aukning á fjölda viðtala. Því sé greinilegt að þörfin sé fyrir hendi. Eins og staðan er nú er hins vegar stærsti hluti af starfi Aflsins inntur af hendi í sjálfboðavinnu, en eina launaða starfsmanninum var sagt upp um áramótin vegna fjárskorts. 19.5.2011 11:38 Hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Brot 6 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum í gær en fylgst var með ökutækjum sem var ekið í norðurátt. Á einni klukkustund, síðdegis, fóru 233 ökutæki þessa akstursleið og því óku fáir ökumenn, eða tæplega 3%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 84 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 90. 19.5.2011 11:30 Vallastjóri fann sprengiefni í Mosfellsbæ Landhelgisgæslan eyddi nokkru magni af dýnamíti sem fannst í steinklöppum á golfvelli golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ í gær. Ekki er vitað hversu lengi sprengiefnið lá óhreyft á vellinum en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var um nokkurt magn að ræða. 19.5.2011 11:25 Strandsiglingar hefjast á ný í tilraunaskyni Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifaði í morgun undir erindisbréf starfshóps um strandsiglingar. Hópnum er ætlað að undirbúa tilraunaverkefni í strandsiglingum hringinn í kringum landið. Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar Ögmundur svaraði fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns utan flokka. 19.5.2011 11:13 Fréttaskýring: Hvað felst í nýjum samningi um eflingu tónlistarnáms? Nýtt samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun tónlistarskóla leysir tónlistarnemendur úr átthagafjötrum. Samkomulagið kveður á um 250 milljóna króna aukið framlag ríkisins til tónlistarkennslu á efri stigum. 19.5.2011 11:00 Vill fagráð sem skoðar meint afbrot lögreglumanna Lögreglumaðurinn G. Jökull Gíslason vill að það verði skoðað að setja á laggirnar sérstaka fagnefnd sem meti kvartanir gegn lögreglumönnum áður en þeir verði ákærðir. 19.5.2011 10:47 Hálfs árs fangelsi fyrir að sparka ítrekað í höfuð pilts 22 ára gamall karlmaður var dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir að sparka ítrekað í höfuð pilts fyrir utan skemmtistaðinn Sjallann á Akureyri í júní á síðasta ári. 19.5.2011 10:18 Innanríkisráðherra skipar fagráð um kynferðisbrot Innanríkisráðherra hefur sett á stofn þriggja manna fagráð sem fjalla skal um ásakanir vegna ofbeldisbrota og kynferðisbrota einkanlega hjá trúfélögum samkvæmt tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. 19.5.2011 10:02 Vinir Sjonna - dansvæn útgáfa Eurovision-aðdáendur þurfa ekki að láta sér leiðast þó keppnin sé afstaðin þetta árið því tveir af félögum Sjonna hafa tekið sig til og endurhljóðblandað lagið Coming home í dansvænni útgáfu. Á vefsíðu Sjonna Brink heitins er sagt frá þessu, og áhugasömum gefinn kostur á að sækja lagið. Það verður síðan áhugavert að fylgjast með því hvort íslenskir dansunnendur fá tækifæri til að sveifla sér í takt við lagið á helstu skemmtistöðum borgarinnar. http://sjonnibrink.is/news/id/96/remix_of_coming_home_here___download 19.5.2011 09:21 60 milljóna króna styrkir til doktorsnema Fimmtán doktorsnemar við Háskóla Íslands hljóta í dag styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags íslands. Heildarupphæð styrkjanna er samtals 60 milljónir króna. Fimm verkefni hljóta styrk til þriggja ára, sex verkefni til tveggja ára og fjórir styrkir eru veittir til doktorsnema sem ljúka rannsóknum á næsta ári. Sex styrkþeganna koma erlendis frá til doktorsnáms við Háskóla Íslands. Verkefni styrkþeganna eru fjölbreytt og má þar nefna rannsókn á næringu ungbarna fyrstu mánuði ævinnar, athugun á ragnarökum í norrænni goðafræði og úttekt á eðli og áhrifum óblíðra náttúruafla á mannlegt samfélag. Þá má einnig benda á rannsókn á uppeldissýn foreldra og leit að virkum náttúruefnum í íslenskum plöntum sem gagnast geta í baráttunni við Alzheimer-sjúkdóminn. Háskólasjóður H/f Eimskipafélags Íslands var settur á laggirnar af Vestur-Íslendingum árið 1964 þegar þeir lögðu til hans hlutabréfaeign sína í Eimskipafélaginu. Hann var stofnaður til minningar um Vestur-Íslendinga og til að styðja stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Sjóðurinn er í vörslu Landsbankans og hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2005. Þá voru gerðar veigamiklar breytingar á fyrirkomulagi sjóðsins með það að markmiði að veita styrki til stúdenta í rannsóknartengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands. Þetta er í fjórða skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Það var fyrst gert árið 2006 og síðan þá hefur á sjötta tug doktorsnema við háskólann hlotið styrk úr sjóðnum. Úthlutunin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands klukkan þrjú. 19.5.2011 09:00 Khat-mennirnir hafa áður komið til Íslands Lögreglan lagði í byrjun vikunnar hald á sextíu kíló af fíkniefninu khat, sem var á leið úr landi til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn voru handteknir vegna málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 31. maí á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 19.5.2011 09:00 Ófrágengið lán skapar óvissu Endurskoðendur ársreiknings Hafnarfjarðarbæjar fyrir síðasta ár segja í áliti sínu að óvissa ríki um greiðslugetu bæjarins fyrir árið 2011 þar sem fjármögnun lánaafborgana á árinu er ekki frágengin. 19.5.2011 08:00 Óttast áhrif brennisteinsgufu á heilsufar höfuðborgarbúa „Þeir tala um áhrif aukningar brennisteinsvetnis á virkjanasvæðinu en minnast lítið á höfuðborgarsvæðið þar sem meginþorri landsmanna býr,“ segir Árný Sigurðardóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnúka í Bláfjöllum. 19.5.2011 08:00 Makríll stefnir á Íslandsmið Makríll stefnir ótrauður á Íslandsmið og mældist töluvert af honum í hafinu á milli Færeyja og Íslands í nýafstöðnum leiðangri Hafrannsóknastofnunar. 19.5.2011 07:55 Lögreglan tekur númer af óskoðuðum bílum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók númer af tíu bílum í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt vegna vanrækslu eigenda þeirra við að færa þá til skoðunar. 19.5.2011 07:51 Stöðvuðu 16 ára pilt á stolnum bíl Lögregla stöðvaði í nótt 16 ára pilt á bíl ömmu sinnar, sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi. Þetta er í þriðja skipti á skömmum tíma sem pilturinn er stöðvaður á bíl og mun það að öllum líkindum tefja fyrir því að hann fái loks bílpróf. 19.5.2011 07:48 Skoða hringsiglingu um landið með skemmtiferðaskipum Franskt útgerðarfélag skemmtiferðaskipa er að skoða grundvöll þess að hafa skemmtiferðaskip í reglulegum siglingum umhverfis landið á sumrin og gæfist Íslendingum þá kostur á að fara hringferð um landið sjóleiðina. 19.5.2011 07:45 Sammála um varnir gegn olíumengun Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Hillary Clinton starfssystir hans áttu langan fund í Washington í gær þar sem þau ræddu fjölmörg málefni, meðal annars tengt norður-heimskautinu, ástandinu í heimsmálum og tvíhliða samskiptum ríkjanna. Meðal annars óskaði Össur eftir því að Bandaríkin styddu viðleitni Íslands um að lagalega bindandi samningur væri gerður um varnir gegn olíumengun á Norðurslóð. 19.5.2011 07:00 Hafna kröfu landeiganda á Vatnsenda Kópavogsbær hafnar alfarið kröfu landeiganda á Vatnsenda, sem vill um 6,9 milljarða króna í bætur vegna eignarnáms. Lögmaður bæjarins segir algeran forsendubrest hafa orðið í málinu. 19.5.2011 07:00 Fjötruðu mann og rændu Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og rán. Mönnunum er gefið að sök að hafa í sameiningu svipt karlmann á sextugsaldri frelsi sínu að heimili hans við Hringbraut í Reykjavík og beitt hann ofbeldi í því skyni að ná frá honum verðmætum. 19.5.2011 05:15 Ekki einhliða riftunarákvæði Talsmaður Samtaka atvinnulífsins (SA) segir ekki rétt að samtökin hafi látið setja ákvæði í nýgerða kjarasamninga þess efnis að þau geti rift samningunum einhliða fyrir 22. júní. 19.5.2011 05:00 Heimaey sjósett í Chile Nýsmíði Ísfélags Vestamannaeyja sem verið hafði í smíðjum í skipasmíðastöðinni ASMAR í borginni Talcahuano í Chile var sjósett í dag og gefið nafnið Heimaey VE 1. Skipið verður afhent fullbúið í mars á næsta ári. 18.5.2011 21:45 Hitler að þakka að stjórnmálamenn mega vera trúðar Leikstjórinn Benedikt Erlingsson fór mikinn í hlutverki fundarstjóra á fyrirlestrinum Leiklist stjórnmálanna sem haldinn var í Háskólanum í dag. Hann kallaði einræðisherrann Adolf Hitler kollega sinn - enda hafi hann bæði verið leikari og leikstjóri. 18.5.2011 19:45 Ætluðu að villa um fyrir yfirvöldum Fjórmenningarnir sem sitja í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á tæpum sextíu kílóum af fíkniefnum virðast einungis hafa ætlað að pakka efnunum hér á landi og senda síðan vestur um haf. Líklega til að villa um fyrir yfirvöldum ytra segir yfirmaður fíkniefnadeildar. 18.5.2011 19:16 Prýðilegur leiðarvísir Ísland hefur fallið niður um 27 sæti á lista yfir samkeppnishæfni þjóða frá árinu 2006. Niðurstöðurnar staðfesta að hér ríkir efnahagsleg stöðnun segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 18.5.2011 19:07 Birkir Jón: Þurfum að horfa til framtíðar Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir nýja efnahagsspá Arion banka í ósamræmi við spá Seðlabankans. Hann hefur óskað eftir því að fulltrúar bankana verði kallaðir á fund efnahags- og skattanefnd Alþingis til að fjalla um spárnar. 18.5.2011 18:54 Dregur verulega úr tíðni sortuæxla Verulega hefur dregið úr tíðni sortuæxla hér á landi eftir mikinn faraldur um aldamótin. Fyrir um áratug greindust tvöfallt fleiri konur hér á landi með sortuæxli en á hinum Norðurlöndunum. Nú greinast jafnmargar konur hér á landi og í Danmörku. 18.5.2011 18:30 Póstmenn búnir að semja Póstmannafélag Íslands undirritaði í dag nýjan kjarasamning við Íslandspóst. Samningurinn felur í sér sambærilegar launahækkanir og aðildarfélög ASÍ sömdu um fyrr í mánuðnum. 18.5.2011 17:36 Lakari afkoma ríkissjóðs Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherrra, hefur lagt fram frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í byrjun mánaðarins. Því til viðbótar eru lagðar til nokkrar smærri breytingar til aðlögunar á ýmsum öðrum lögum. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs lækki um fimm milljarða. 18.5.2011 17:21 Leikrænir tilburðir hafa ekki úrslitaáhrif Leikrænir tilburðir stjórnmálamanna hafa almennt ekki úrslitaáhrif þegar kemur að niðurstöðum kosninga. Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Hann tekur þó fram að leikræn tjáning geti gert herslumuninn þegar tveir flokkar eru í kjöri og mjótt er á mununum. Almennt séð eru það hins vegar þau málefni sem flokkarnir leggja áherslu á og viðhorf kjósenda sem hafa mest að segja um niðurstöður kosninga. Ástæða góðs gengis Besta flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum, er að mati Ólafs sú að í samfélaginu var jarðvegur fyrir framúrstefnulegt framboð. Ólafur var einn þriggja frummælenda á hádegisfundi á vegum EDDU-öndvegisseturs og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem haldinn var í hádeginu. Yfirskrift fundarins var Leiklist stjórnmálanna. "Oft er talað um stjórnmálin sem leiksvið og um stjórnmálamenn sem leikara, en allt frá fornöld hafa leikrænir tilburðir stjórnmálamanna verið stjórnspekingum umhugsunarefni. Þessi leiklist stjórnmálanna spannar vítt svið sem nær allt frá lýðskrumi og ímyndarsköpun til dramatískra tilburða stjórnmálaleiðtoga til að höfða til almennings á ögurstund," sagði í fundarboði. Nasistar komust til valda í Þýskalandi á sínum tíma því þjóðfélagið var móttækilegt fyrir þjóðernissinnuðum og afgerandi flokki. Stjórnunarstíll Hitlers einkenndist síðan af leikrænum tilburðum og má í raun segja að hann hafi sett á svið heilu leiksýningarnar fyrir almenning í því skyni að upphefja hann sjálfan og nasismann. Þar fléttuðust því saman leiklist og pólitík áhrifaríkan hátt. Á hádegisfundinum var komið inn á feril leikara sem síðar sneru sér að pólitík, svo sem Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Arnold Schwarznegger, fyrrverandi ríkisstjóra í Kaliforníu. Þá er Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, þekktasta dæmið út íslenskri pólitík. Hann hefur markvisst beitt aðferðum trúðsins í bæði kosningabaráttu og starfi sem borgarstjóri. Jón hefur einnig farið í hlutverk einlæga einfeldningsins, sem viðurkennir strax þegar hann veit ekki um hvað málið snýst, en á auðvelt með að nýta persónutöfrana þegar á þarf að halda. Kosningabarátta Besta flokksins var í raun eitt stórt leikrit. Flokkurinn var ekki með skýra málefnaskrá og hefur gert velflest það, eftir að hann komst til valda, sem hinir hefðbundnu flokkar hefðu gert, svo sem að hækka útsvar og segja upp starfsfólki í sparnaðarskyni. Fylgi flokksins hefur nokkuð minnkað frá kjöri. Í borgarstjórnarkosningunum vorið 2010 fékk Bestu flokkurinn rúm 34% atkvæða en nú mælist fylgi flokksins um 20%. Á fundinum var því velt upp hvort hugmyndin um Besta flokkinn væru ekki misheppnuð út af þessu fylgistapi. Ólafur benti á að það væri alsiða að flokkar sem eru við stjórnvölinn tapi fylgi þegar aðstæður í þjóðfélaginu krefjist þess að óvinsælar ákvarðanir séu teknar. Ólafur sagði því í raun tíðindum sæta að fall flokksins væri ekki meira. 18.5.2011 15:50 Lést í vinnuslysi Maðurinn sem lést í vinnuslysi við efnisnámu í Hrunamannahreppi í gær hét Guðjón Jónsson og var búsettur á Selfossi. Hann var á 73. aldursári og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. 18.5.2011 15:35 Hvað er Khat? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann um 60 kíló af efninu Khat í fórum fjögurra erlendra ríkisborgara í vikunni. Efninu var pakkað inn hér á landi en ekki er talið að áætlunin hafi verið að koma því á markað á Íslandi. Lögreglan telur að ætlað hafi verið að koma efninu í dreifingu í Bandaríkjunum eða í Kanada, en þar hafa vinsældir efnisins aukist mikið síðustu ár. 18.5.2011 15:15 Bjarni Harðar: Orkar tvímælis að flokka Khat sem fíkniefni Það orkar mjög tvímælis að flokka khat sem fíkniefni. Í Bretlandi er efni þetta leyft og þó að neysla þess sé kannski álíka ávanabindandi og kaffi þá eru áhrifin óveruleg“, skrifar Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, um efnið Khat sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á. 18.5.2011 15:00 Leiðtogafundurinn á hvíta tjaldið Breski leikstjórinn Ridley Scott virðist hafa tekið miklu ástfóstri við Ísland. Samkvæmt erlendum kvikmyndavefjum tókust samningar milli framleiðslufyrirtækisins Headline Pictures og Scotts á kvikmyndahátíðinni í Cannes um að hann myndi leikstýra kvikmynd um leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík. 18.5.2011 15:00 Árni Páll fundaði með ESA - hundruð milljarða í handbæru fé til reiðu Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra fundaði í dag með stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem svar Íslands til stofnunarinnar vegna Icesave-málsins var reifað og rætt samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. 18.5.2011 14:23 Hefur ekki játað morð Maður, sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið barnsmóður sinni að bana fyrir helgi, hefur ekki játað sök, eins og greint var frá í fjölmiðlum stuttu eftir að atvikið kom upp. 18.5.2011 14:05 Tilraun til manndráps: Ber fyrir sig minnisleysi Karlmaður um sextugt, sem var handtekinn um helgina grunaður um að hafa reynt að myrða eiginkonu sína, hefur ekki játað að hafa veitt konunni áverka og ber fyrir sig minnisleysi. 18.5.2011 13:44 Forstöðumenn vilja hærri laun - hóta málsókn Félag forstöðumanna ríkisstofnana krefst þess í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í dag að launalækkun félagsmanna verði afturkölluð. Kjararáð lækkaði laun félagsmanna þann fyrsta mars 2009 og hefur lækkunin ekki verið tekin til baka. Á þessu vill félagið að gerð verði bragarbót strax auk þess sem laun forstöðumanna verði endurskoðuð. Í ályktuninni segir ennfremur að verði kjararáð ekki við kröfunum sé eðlilegt að farið verði með málið fyrir dómstóla. "Meint lögbrot kjararáðs snýst ekki aðeins um laun og starfskjör forstöðumanna ríkisstofnana heldur grefur það undan trausti og virðingu fyrir íslenskri stjórnsýslu," segir einnig og því bætt við að við það verði ekki unað. 18.5.2011 13:15 Reyndu að smygla 60 kílóum af Khat úr landi Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 31. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 18.5.2011 11:35 Skólameistari VMA: Við erum ekki í vinsældakeppni "Við erum ekki í vinsældakeppni. Við útskrifum hæft og gott fólk," segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Samkvæmt úttekt stærðfræðings á gæðum 32 framhaldsskóla á Íslandi er VMA í neðsta sæti. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og stjórnlagaráðsmaður, vann úttektina fyrir Frjálsa verslun. Í nýjasta tölublaðinu kemur fram að skólarnir séu metnir samkvæmt 17 gæðavísum, meðal annars menntun kennara, árangri í innlendum og alþjóðlegum keppnum, svo sem Gettu Betur. Eins og komið hefur fram trónir Menntaskólinn í Reykjavík á toppi listans, með 925 stig, og Menntaskólinn í Hamrahlíð er í öðru sæti, með 660 stig. VMA fær hins vegar aðeins 46 stig. Hjalti Jón telur þessar niðurstöður ekki ástæðu fyrir starfsfólk og nemendur við VMA til að örvænta. "Ég tek þetta ekki alvarlega," segir hann. Hjalti Jón bendir á að skólinn taki lítið þátt í alþjóðlegum keppnum. Hins vegar sé í skólanum breiður hópur ánægðra nemenda og strangt eftirlit með gæðum skólastarfs. Hann segir hægt að meta skólastarf út frá mörgum ólíkum forsendum og ekki sanngjarnt að draga skóla í dilka á þennan hátt. "Ég held að svona lagað geti hreinlega verið hættulegt," segir Hjalti Jón og á þar við að með því að flokka skóla á þennan hátt fái nemendur jafnvel ranga mynd af skólunum. Þá tekur hann dæmi af því að VMA er með sérstaka deild þar sem lögð er áhersla á þjónustu við fatlaða nemendur, en ekkert tillit sé tekið til viðlíka þátta í matinu. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, segir í samtali við Frjálsa verslun að hún setji ákveðna fyrirvara við niðurstöðu úttektarinnar. Þar bendir hún meðal annars á ójöfn tækifæri milli skóla á landsbyggðinni og í höfuðborginni til að taka þátt í mörgum þeim keppnum sem lagðar eru til grundvallar matinu. Þá bendir hún á að margir þeirra skóla sem eru ofarlega á listanum, svo sem MR og MH, eru í þeirri aðstöðu að geta valið inn nemendur. Í Frjálsri verslun er einnig rætt við stjórnendur þeirra skóla sem efstir eru í úttektinni. Þeir eru sammála um að niðurstöðum sem þessum þurfi að taka með fyrirfara. 18.5.2011 11:15 Heilsubækur tróna á toppnum Bækur um leiðir til bættrar heilsu eru í efstu þremur sætum metsölulista Eymundssonar. Í fimmta sæti er síðan fyrsta skáldsaga höfundarins Hildar Knútsdóttur, Sláttur, sem gefin er út í kilju. Kiljur njóta almennt mikilla vinsælda um þessar myndir. Sú skáldsaga sem var mest seld í vikunni 11. til 17. maí er hins vegar Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur, sem er þaulsætin á metsölulistanum. Hún er einnig kilja. Bókin Léttara og betra líf eftir Lene Hansson er á toppi listans. Í öðru sæti er fók Þorbjargar Hafsteinsdóttur, 10 árum yngri á 10 vikum, sem raunar er uppseld og er væntanleg aftur 25. maí. Þá er bókin Matur sem yngir og eflir í þriðja sætinu, einnig eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur. 18.5.2011 10:04 Eldsneytisverð lækkar um tvær krónur Atlantsolía lækkaði bensínverðið hjá sér í morgun um tvær krónur. Eins lækkaði verðið á díselolíu um tvær krónur hjá félaginu. 18.5.2011 09:41 54 þúsund á tónleikum Sinfóníunnar á síðasta ári Tæplega 54 þúsund gestir sóttu tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á síðasta ári. Hljómsveitin hélt 87 tónleika á árinu, alla innanlands. 53 þeirra voru almennir tónleikar, 10 barna- og fjölskyldutónleikar, 11 skólatónleikar í Reykjavík, 22 tónleikar á sjúkrahúsum og víðar, og loks einir vinnustaðatónleikar. Þetta kemur fram í gögnum sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman og birtir á vef sínum. Tónleikagestir árið 2009 voru ríflega 46 þúsund og heildarfjöldi Sinfóníuhljómsveitarinnar 81. 18.5.2011 09:20 Sjá næstu 50 fréttir
Flúormengun í Hvalfirði: Tók tvö ár að svara erindi Umhverfisstofnun fékk vitneskju um flúormengun og veikindi hesta Hvalfirði fyrir tveimur árum en er fyrst núna að svara erindi hestaeiganda sem óskuðu eftir formlegri rannsókn á mengun. 19.5.2011 12:25
Vilja fækka í stjórn Byggðastofnunar Stjórnarmönnum í Byggðastofnun verður fækkað úr sjö í fimm nái frumvarp þess efnis fram að ganga. Frumvarpið var afgreitt til iðnaðarnefndar eftir aðra umræðu á Alþingi í dag en stjórnarandstaðan greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið yrði afgreitt í nefnd. Heimildir fréttastofu herma að til standi að skipa héreftir í stjórnina eingöngu á faglegum grundvelli en hingað til hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi tilnefnt sína fulltrúa í stjórnina. 19.5.2011 12:14
Metfjöldi í viðtölum hjá samtökum gegn kynferðisofbeldi Aldrei hafa fleiri leitað til Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, en á síðasta ári. Fjöldi einkaviðtala jókst frá árinu 2009 um 31,8% og voru þau alls 427 árið 2010. Einkaviðtöl sem flokkast sem símaviðtöl voru 63, en sími Aflsins er opinn allan sólarhringinn. Fjöldi þeirra sem komu í sitt fyrsta viðtal hjá Aflinu á árinu 2010 voru 82. Þar af eru 48 konur, 8 karlmenn og 26 aðstandendur. Þetta kemur fram í ársskýrslu Aflsins. Sæunn Guðmundsdóttir, starfskona Aflsins, segist vona að aukningin á fjölda þeirra sem leita til samtakanna sé sú að umræðan um kynferðisofbeldi sé að opnast, frekar en að kynferðisbrotum sé að fjölga. „Hinn er annað mál að við vitum að þetta er að aukast á ýmsan hátt með notkun netsins. Þá er skemmst að minnast nýlegra frétta um að menn tæli skólabörn í gegn um netið," segir hún. Aflið tekur í viðtöl þá sem náð hafa 18 ára aldri en þeir sem eru yngri geta komið í eins konar eftirmeðferð eftir að dómur hefur gengið í málum þeirra. Þannig hafa börn niður í 12 ára komið í viðtöl til Aflsins eftir að vera tæld af eldri mönnum á netinu sem síðan brjóta á þeim kynferðislega. Þjónusta Aflsins er þeim sem þangað leita að kostnaðarlausu. Aflið treystir því á styrki til að halda starfseminni gangandi. Á liðnum árum hefur gengið verr að fá þá vegna þrenginga í þjóðfélaginu. Sæunn vekur athygli á að sama ár og árlegur styrkur ríkisins var lækkaður um 20%, úr 2 milljónum í 1,6 milljón árið 2008, þá var 92% aukning á fjölda viðtala. Því sé greinilegt að þörfin sé fyrir hendi. Eins og staðan er nú er hins vegar stærsti hluti af starfi Aflsins inntur af hendi í sjálfboðavinnu, en eina launaða starfsmanninum var sagt upp um áramótin vegna fjárskorts. 19.5.2011 11:38
Hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Brot 6 ökumanna voru mynduð í Hvalfjarðargöngum í gær en fylgst var með ökutækjum sem var ekið í norðurátt. Á einni klukkustund, síðdegis, fóru 233 ökutæki þessa akstursleið og því óku fáir ökumenn, eða tæplega 3%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 84 km/klst en þarna er 70 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 90. 19.5.2011 11:30
Vallastjóri fann sprengiefni í Mosfellsbæ Landhelgisgæslan eyddi nokkru magni af dýnamíti sem fannst í steinklöppum á golfvelli golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ í gær. Ekki er vitað hversu lengi sprengiefnið lá óhreyft á vellinum en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var um nokkurt magn að ræða. 19.5.2011 11:25
Strandsiglingar hefjast á ný í tilraunaskyni Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifaði í morgun undir erindisbréf starfshóps um strandsiglingar. Hópnum er ætlað að undirbúa tilraunaverkefni í strandsiglingum hringinn í kringum landið. Þetta kom fram á Alþingi í dag þegar Ögmundur svaraði fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns utan flokka. 19.5.2011 11:13
Fréttaskýring: Hvað felst í nýjum samningi um eflingu tónlistarnáms? Nýtt samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun tónlistarskóla leysir tónlistarnemendur úr átthagafjötrum. Samkomulagið kveður á um 250 milljóna króna aukið framlag ríkisins til tónlistarkennslu á efri stigum. 19.5.2011 11:00
Vill fagráð sem skoðar meint afbrot lögreglumanna Lögreglumaðurinn G. Jökull Gíslason vill að það verði skoðað að setja á laggirnar sérstaka fagnefnd sem meti kvartanir gegn lögreglumönnum áður en þeir verði ákærðir. 19.5.2011 10:47
Hálfs árs fangelsi fyrir að sparka ítrekað í höfuð pilts 22 ára gamall karlmaður var dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær fyrir að sparka ítrekað í höfuð pilts fyrir utan skemmtistaðinn Sjallann á Akureyri í júní á síðasta ári. 19.5.2011 10:18
Innanríkisráðherra skipar fagráð um kynferðisbrot Innanríkisráðherra hefur sett á stofn þriggja manna fagráð sem fjalla skal um ásakanir vegna ofbeldisbrota og kynferðisbrota einkanlega hjá trúfélögum samkvæmt tilkynningu frá innanríkisráðuneytinu. 19.5.2011 10:02
Vinir Sjonna - dansvæn útgáfa Eurovision-aðdáendur þurfa ekki að láta sér leiðast þó keppnin sé afstaðin þetta árið því tveir af félögum Sjonna hafa tekið sig til og endurhljóðblandað lagið Coming home í dansvænni útgáfu. Á vefsíðu Sjonna Brink heitins er sagt frá þessu, og áhugasömum gefinn kostur á að sækja lagið. Það verður síðan áhugavert að fylgjast með því hvort íslenskir dansunnendur fá tækifæri til að sveifla sér í takt við lagið á helstu skemmtistöðum borgarinnar. http://sjonnibrink.is/news/id/96/remix_of_coming_home_here___download 19.5.2011 09:21
60 milljóna króna styrkir til doktorsnema Fimmtán doktorsnemar við Háskóla Íslands hljóta í dag styrk úr Háskólasjóði H/f Eimskipafélags íslands. Heildarupphæð styrkjanna er samtals 60 milljónir króna. Fimm verkefni hljóta styrk til þriggja ára, sex verkefni til tveggja ára og fjórir styrkir eru veittir til doktorsnema sem ljúka rannsóknum á næsta ári. Sex styrkþeganna koma erlendis frá til doktorsnáms við Háskóla Íslands. Verkefni styrkþeganna eru fjölbreytt og má þar nefna rannsókn á næringu ungbarna fyrstu mánuði ævinnar, athugun á ragnarökum í norrænni goðafræði og úttekt á eðli og áhrifum óblíðra náttúruafla á mannlegt samfélag. Þá má einnig benda á rannsókn á uppeldissýn foreldra og leit að virkum náttúruefnum í íslenskum plöntum sem gagnast geta í baráttunni við Alzheimer-sjúkdóminn. Háskólasjóður H/f Eimskipafélags Íslands var settur á laggirnar af Vestur-Íslendingum árið 1964 þegar þeir lögðu til hans hlutabréfaeign sína í Eimskipafélaginu. Hann var stofnaður til minningar um Vestur-Íslendinga og til að styðja stúdenta til náms við Háskóla Íslands. Sjóðurinn er í vörslu Landsbankans og hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2005. Þá voru gerðar veigamiklar breytingar á fyrirkomulagi sjóðsins með það að markmiði að veita styrki til stúdenta í rannsóknartengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands. Þetta er í fjórða skipti sem úthlutað er úr sjóðnum. Það var fyrst gert árið 2006 og síðan þá hefur á sjötta tug doktorsnema við háskólann hlotið styrk úr sjóðnum. Úthlutunin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands klukkan þrjú. 19.5.2011 09:00
Khat-mennirnir hafa áður komið til Íslands Lögreglan lagði í byrjun vikunnar hald á sextíu kíló af fíkniefninu khat, sem var á leið úr landi til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn voru handteknir vegna málsins og úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 31. maí á grundvelli rannsóknarhagsmuna. 19.5.2011 09:00
Ófrágengið lán skapar óvissu Endurskoðendur ársreiknings Hafnarfjarðarbæjar fyrir síðasta ár segja í áliti sínu að óvissa ríki um greiðslugetu bæjarins fyrir árið 2011 þar sem fjármögnun lánaafborgana á árinu er ekki frágengin. 19.5.2011 08:00
Óttast áhrif brennisteinsgufu á heilsufar höfuðborgarbúa „Þeir tala um áhrif aukningar brennisteinsvetnis á virkjanasvæðinu en minnast lítið á höfuðborgarsvæðið þar sem meginþorri landsmanna býr,“ segir Árný Sigurðardóttir hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um frummatsskýrslu vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnúka í Bláfjöllum. 19.5.2011 08:00
Makríll stefnir á Íslandsmið Makríll stefnir ótrauður á Íslandsmið og mældist töluvert af honum í hafinu á milli Færeyja og Íslands í nýafstöðnum leiðangri Hafrannsóknastofnunar. 19.5.2011 07:55
Lögreglan tekur númer af óskoðuðum bílum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók númer af tíu bílum í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt vegna vanrækslu eigenda þeirra við að færa þá til skoðunar. 19.5.2011 07:51
Stöðvuðu 16 ára pilt á stolnum bíl Lögregla stöðvaði í nótt 16 ára pilt á bíl ömmu sinnar, sem hann hafði tekið ófrjálsri hendi. Þetta er í þriðja skipti á skömmum tíma sem pilturinn er stöðvaður á bíl og mun það að öllum líkindum tefja fyrir því að hann fái loks bílpróf. 19.5.2011 07:48
Skoða hringsiglingu um landið með skemmtiferðaskipum Franskt útgerðarfélag skemmtiferðaskipa er að skoða grundvöll þess að hafa skemmtiferðaskip í reglulegum siglingum umhverfis landið á sumrin og gæfist Íslendingum þá kostur á að fara hringferð um landið sjóleiðina. 19.5.2011 07:45
Sammála um varnir gegn olíumengun Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Hillary Clinton starfssystir hans áttu langan fund í Washington í gær þar sem þau ræddu fjölmörg málefni, meðal annars tengt norður-heimskautinu, ástandinu í heimsmálum og tvíhliða samskiptum ríkjanna. Meðal annars óskaði Össur eftir því að Bandaríkin styddu viðleitni Íslands um að lagalega bindandi samningur væri gerður um varnir gegn olíumengun á Norðurslóð. 19.5.2011 07:00
Hafna kröfu landeiganda á Vatnsenda Kópavogsbær hafnar alfarið kröfu landeiganda á Vatnsenda, sem vill um 6,9 milljarða króna í bætur vegna eignarnáms. Lögmaður bæjarins segir algeran forsendubrest hafa orðið í málinu. 19.5.2011 07:00
Fjötruðu mann og rændu Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsissviptingu og rán. Mönnunum er gefið að sök að hafa í sameiningu svipt karlmann á sextugsaldri frelsi sínu að heimili hans við Hringbraut í Reykjavík og beitt hann ofbeldi í því skyni að ná frá honum verðmætum. 19.5.2011 05:15
Ekki einhliða riftunarákvæði Talsmaður Samtaka atvinnulífsins (SA) segir ekki rétt að samtökin hafi látið setja ákvæði í nýgerða kjarasamninga þess efnis að þau geti rift samningunum einhliða fyrir 22. júní. 19.5.2011 05:00
Heimaey sjósett í Chile Nýsmíði Ísfélags Vestamannaeyja sem verið hafði í smíðjum í skipasmíðastöðinni ASMAR í borginni Talcahuano í Chile var sjósett í dag og gefið nafnið Heimaey VE 1. Skipið verður afhent fullbúið í mars á næsta ári. 18.5.2011 21:45
Hitler að þakka að stjórnmálamenn mega vera trúðar Leikstjórinn Benedikt Erlingsson fór mikinn í hlutverki fundarstjóra á fyrirlestrinum Leiklist stjórnmálanna sem haldinn var í Háskólanum í dag. Hann kallaði einræðisherrann Adolf Hitler kollega sinn - enda hafi hann bæði verið leikari og leikstjóri. 18.5.2011 19:45
Ætluðu að villa um fyrir yfirvöldum Fjórmenningarnir sem sitja í gæsluvarðhaldi fyrir innflutning á tæpum sextíu kílóum af fíkniefnum virðast einungis hafa ætlað að pakka efnunum hér á landi og senda síðan vestur um haf. Líklega til að villa um fyrir yfirvöldum ytra segir yfirmaður fíkniefnadeildar. 18.5.2011 19:16
Prýðilegur leiðarvísir Ísland hefur fallið niður um 27 sæti á lista yfir samkeppnishæfni þjóða frá árinu 2006. Niðurstöðurnar staðfesta að hér ríkir efnahagsleg stöðnun segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. 18.5.2011 19:07
Birkir Jón: Þurfum að horfa til framtíðar Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir nýja efnahagsspá Arion banka í ósamræmi við spá Seðlabankans. Hann hefur óskað eftir því að fulltrúar bankana verði kallaðir á fund efnahags- og skattanefnd Alþingis til að fjalla um spárnar. 18.5.2011 18:54
Dregur verulega úr tíðni sortuæxla Verulega hefur dregið úr tíðni sortuæxla hér á landi eftir mikinn faraldur um aldamótin. Fyrir um áratug greindust tvöfallt fleiri konur hér á landi með sortuæxli en á hinum Norðurlöndunum. Nú greinast jafnmargar konur hér á landi og í Danmörku. 18.5.2011 18:30
Póstmenn búnir að semja Póstmannafélag Íslands undirritaði í dag nýjan kjarasamning við Íslandspóst. Samningurinn felur í sér sambærilegar launahækkanir og aðildarfélög ASÍ sömdu um fyrr í mánuðnum. 18.5.2011 17:36
Lakari afkoma ríkissjóðs Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherrra, hefur lagt fram frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í byrjun mánaðarins. Því til viðbótar eru lagðar til nokkrar smærri breytingar til aðlögunar á ýmsum öðrum lögum. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs lækki um fimm milljarða. 18.5.2011 17:21
Leikrænir tilburðir hafa ekki úrslitaáhrif Leikrænir tilburðir stjórnmálamanna hafa almennt ekki úrslitaáhrif þegar kemur að niðurstöðum kosninga. Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Hann tekur þó fram að leikræn tjáning geti gert herslumuninn þegar tveir flokkar eru í kjöri og mjótt er á mununum. Almennt séð eru það hins vegar þau málefni sem flokkarnir leggja áherslu á og viðhorf kjósenda sem hafa mest að segja um niðurstöður kosninga. Ástæða góðs gengis Besta flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum, er að mati Ólafs sú að í samfélaginu var jarðvegur fyrir framúrstefnulegt framboð. Ólafur var einn þriggja frummælenda á hádegisfundi á vegum EDDU-öndvegisseturs og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands sem haldinn var í hádeginu. Yfirskrift fundarins var Leiklist stjórnmálanna. "Oft er talað um stjórnmálin sem leiksvið og um stjórnmálamenn sem leikara, en allt frá fornöld hafa leikrænir tilburðir stjórnmálamanna verið stjórnspekingum umhugsunarefni. Þessi leiklist stjórnmálanna spannar vítt svið sem nær allt frá lýðskrumi og ímyndarsköpun til dramatískra tilburða stjórnmálaleiðtoga til að höfða til almennings á ögurstund," sagði í fundarboði. Nasistar komust til valda í Þýskalandi á sínum tíma því þjóðfélagið var móttækilegt fyrir þjóðernissinnuðum og afgerandi flokki. Stjórnunarstíll Hitlers einkenndist síðan af leikrænum tilburðum og má í raun segja að hann hafi sett á svið heilu leiksýningarnar fyrir almenning í því skyni að upphefja hann sjálfan og nasismann. Þar fléttuðust því saman leiklist og pólitík áhrifaríkan hátt. Á hádegisfundinum var komið inn á feril leikara sem síðar sneru sér að pólitík, svo sem Ronalds Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Arnold Schwarznegger, fyrrverandi ríkisstjóra í Kaliforníu. Þá er Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, þekktasta dæmið út íslenskri pólitík. Hann hefur markvisst beitt aðferðum trúðsins í bæði kosningabaráttu og starfi sem borgarstjóri. Jón hefur einnig farið í hlutverk einlæga einfeldningsins, sem viðurkennir strax þegar hann veit ekki um hvað málið snýst, en á auðvelt með að nýta persónutöfrana þegar á þarf að halda. Kosningabarátta Besta flokksins var í raun eitt stórt leikrit. Flokkurinn var ekki með skýra málefnaskrá og hefur gert velflest það, eftir að hann komst til valda, sem hinir hefðbundnu flokkar hefðu gert, svo sem að hækka útsvar og segja upp starfsfólki í sparnaðarskyni. Fylgi flokksins hefur nokkuð minnkað frá kjöri. Í borgarstjórnarkosningunum vorið 2010 fékk Bestu flokkurinn rúm 34% atkvæða en nú mælist fylgi flokksins um 20%. Á fundinum var því velt upp hvort hugmyndin um Besta flokkinn væru ekki misheppnuð út af þessu fylgistapi. Ólafur benti á að það væri alsiða að flokkar sem eru við stjórnvölinn tapi fylgi þegar aðstæður í þjóðfélaginu krefjist þess að óvinsælar ákvarðanir séu teknar. Ólafur sagði því í raun tíðindum sæta að fall flokksins væri ekki meira. 18.5.2011 15:50
Lést í vinnuslysi Maðurinn sem lést í vinnuslysi við efnisnámu í Hrunamannahreppi í gær hét Guðjón Jónsson og var búsettur á Selfossi. Hann var á 73. aldursári og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. 18.5.2011 15:35
Hvað er Khat? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann um 60 kíló af efninu Khat í fórum fjögurra erlendra ríkisborgara í vikunni. Efninu var pakkað inn hér á landi en ekki er talið að áætlunin hafi verið að koma því á markað á Íslandi. Lögreglan telur að ætlað hafi verið að koma efninu í dreifingu í Bandaríkjunum eða í Kanada, en þar hafa vinsældir efnisins aukist mikið síðustu ár. 18.5.2011 15:15
Bjarni Harðar: Orkar tvímælis að flokka Khat sem fíkniefni Það orkar mjög tvímælis að flokka khat sem fíkniefni. Í Bretlandi er efni þetta leyft og þó að neysla þess sé kannski álíka ávanabindandi og kaffi þá eru áhrifin óveruleg“, skrifar Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, um efnið Khat sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á. 18.5.2011 15:00
Leiðtogafundurinn á hvíta tjaldið Breski leikstjórinn Ridley Scott virðist hafa tekið miklu ástfóstri við Ísland. Samkvæmt erlendum kvikmyndavefjum tókust samningar milli framleiðslufyrirtækisins Headline Pictures og Scotts á kvikmyndahátíðinni í Cannes um að hann myndi leikstýra kvikmynd um leiðtogafund Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík. 18.5.2011 15:00
Árni Páll fundaði með ESA - hundruð milljarða í handbæru fé til reiðu Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra fundaði í dag með stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þar sem svar Íslands til stofnunarinnar vegna Icesave-málsins var reifað og rætt samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu. 18.5.2011 14:23
Hefur ekki játað morð Maður, sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið barnsmóður sinni að bana fyrir helgi, hefur ekki játað sök, eins og greint var frá í fjölmiðlum stuttu eftir að atvikið kom upp. 18.5.2011 14:05
Tilraun til manndráps: Ber fyrir sig minnisleysi Karlmaður um sextugt, sem var handtekinn um helgina grunaður um að hafa reynt að myrða eiginkonu sína, hefur ekki játað að hafa veitt konunni áverka og ber fyrir sig minnisleysi. 18.5.2011 13:44
Forstöðumenn vilja hærri laun - hóta málsókn Félag forstöðumanna ríkisstofnana krefst þess í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í dag að launalækkun félagsmanna verði afturkölluð. Kjararáð lækkaði laun félagsmanna þann fyrsta mars 2009 og hefur lækkunin ekki verið tekin til baka. Á þessu vill félagið að gerð verði bragarbót strax auk þess sem laun forstöðumanna verði endurskoðuð. Í ályktuninni segir ennfremur að verði kjararáð ekki við kröfunum sé eðlilegt að farið verði með málið fyrir dómstóla. "Meint lögbrot kjararáðs snýst ekki aðeins um laun og starfskjör forstöðumanna ríkisstofnana heldur grefur það undan trausti og virðingu fyrir íslenskri stjórnsýslu," segir einnig og því bætt við að við það verði ekki unað. 18.5.2011 13:15
Reyndu að smygla 60 kílóum af Khat úr landi Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 31. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 18.5.2011 11:35
Skólameistari VMA: Við erum ekki í vinsældakeppni "Við erum ekki í vinsældakeppni. Við útskrifum hæft og gott fólk," segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Samkvæmt úttekt stærðfræðings á gæðum 32 framhaldsskóla á Íslandi er VMA í neðsta sæti. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og stjórnlagaráðsmaður, vann úttektina fyrir Frjálsa verslun. Í nýjasta tölublaðinu kemur fram að skólarnir séu metnir samkvæmt 17 gæðavísum, meðal annars menntun kennara, árangri í innlendum og alþjóðlegum keppnum, svo sem Gettu Betur. Eins og komið hefur fram trónir Menntaskólinn í Reykjavík á toppi listans, með 925 stig, og Menntaskólinn í Hamrahlíð er í öðru sæti, með 660 stig. VMA fær hins vegar aðeins 46 stig. Hjalti Jón telur þessar niðurstöður ekki ástæðu fyrir starfsfólk og nemendur við VMA til að örvænta. "Ég tek þetta ekki alvarlega," segir hann. Hjalti Jón bendir á að skólinn taki lítið þátt í alþjóðlegum keppnum. Hins vegar sé í skólanum breiður hópur ánægðra nemenda og strangt eftirlit með gæðum skólastarfs. Hann segir hægt að meta skólastarf út frá mörgum ólíkum forsendum og ekki sanngjarnt að draga skóla í dilka á þennan hátt. "Ég held að svona lagað geti hreinlega verið hættulegt," segir Hjalti Jón og á þar við að með því að flokka skóla á þennan hátt fái nemendur jafnvel ranga mynd af skólunum. Þá tekur hann dæmi af því að VMA er með sérstaka deild þar sem lögð er áhersla á þjónustu við fatlaða nemendur, en ekkert tillit sé tekið til viðlíka þátta í matinu. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, segir í samtali við Frjálsa verslun að hún setji ákveðna fyrirvara við niðurstöðu úttektarinnar. Þar bendir hún meðal annars á ójöfn tækifæri milli skóla á landsbyggðinni og í höfuðborginni til að taka þátt í mörgum þeim keppnum sem lagðar eru til grundvallar matinu. Þá bendir hún á að margir þeirra skóla sem eru ofarlega á listanum, svo sem MR og MH, eru í þeirri aðstöðu að geta valið inn nemendur. Í Frjálsri verslun er einnig rætt við stjórnendur þeirra skóla sem efstir eru í úttektinni. Þeir eru sammála um að niðurstöðum sem þessum þurfi að taka með fyrirfara. 18.5.2011 11:15
Heilsubækur tróna á toppnum Bækur um leiðir til bættrar heilsu eru í efstu þremur sætum metsölulista Eymundssonar. Í fimmta sæti er síðan fyrsta skáldsaga höfundarins Hildar Knútsdóttur, Sláttur, sem gefin er út í kilju. Kiljur njóta almennt mikilla vinsælda um þessar myndir. Sú skáldsaga sem var mest seld í vikunni 11. til 17. maí er hins vegar Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur, sem er þaulsætin á metsölulistanum. Hún er einnig kilja. Bókin Léttara og betra líf eftir Lene Hansson er á toppi listans. Í öðru sæti er fók Þorbjargar Hafsteinsdóttur, 10 árum yngri á 10 vikum, sem raunar er uppseld og er væntanleg aftur 25. maí. Þá er bókin Matur sem yngir og eflir í þriðja sætinu, einnig eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur. 18.5.2011 10:04
Eldsneytisverð lækkar um tvær krónur Atlantsolía lækkaði bensínverðið hjá sér í morgun um tvær krónur. Eins lækkaði verðið á díselolíu um tvær krónur hjá félaginu. 18.5.2011 09:41
54 þúsund á tónleikum Sinfóníunnar á síðasta ári Tæplega 54 þúsund gestir sóttu tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á síðasta ári. Hljómsveitin hélt 87 tónleika á árinu, alla innanlands. 53 þeirra voru almennir tónleikar, 10 barna- og fjölskyldutónleikar, 11 skólatónleikar í Reykjavík, 22 tónleikar á sjúkrahúsum og víðar, og loks einir vinnustaðatónleikar. Þetta kemur fram í gögnum sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman og birtir á vef sínum. Tónleikagestir árið 2009 voru ríflega 46 þúsund og heildarfjöldi Sinfóníuhljómsveitarinnar 81. 18.5.2011 09:20