Fleiri fréttir Kvótafrumvarpið lagt fram Frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða verður lagt fyrir ríkisstjórn í dag eða strax eftir helgi í síðasta lagi. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi fá ekki að sjá frumvarpið fyrr en það hefur fengið umfjöllun í ríkisstjórn og í þingflokkum stjórnarflokkanna. 29.4.2011 06:30 Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal "Hann er núna aðalkarlinn í þorpinu sínu,“ segir Óðinn Páll Ríkharðsson, sautján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þar vísar hann til afa síns, Davids Middleton, sem verður í dag viðstaddur brúðkaup frænku sinnar, Kate Middleton, og Vilhjálms Bretaprins í Westminster Abbey í London. 29.4.2011 06:00 Nota úrgang til að knýja þúsund bíla Fyrir lok næsta árs er stefnt að opnun fyrsta metanorkuversins hér á landi sem nýtir lífrænan úrgang til framleiðslu á metangasi. Í dag verður skrifað undir viljayfirlýsingu Stjörnugríss og Metanorku hf., dótturfélags Íslenska gámafélagsins, um að kanna vænleika þess að nýta úrgang frá svínabúi Stjörnugríss að Melum í Melasveit til framleiðslu og sölu metans. Metanorkuverið að Melum á að verða fyrst í heimi til að nýta heitt vatn til að halda gerjunartanki við kjörhitastig. 29.4.2011 04:00 Bæti kjör sjúklinga sem mest þurfa Með fyrirhuguðum breytingum á lögum um sjúkratryggingar er stefnt að því að draga verulega úr lyfjakostnaði þeirra sjúklinga sem mest greiða. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti frumvarpið í fyrradag. Meginmarkmiðið er að auka jöfnuð sjúklinga og draga úr heildarútgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. 29.4.2011 03:15 Guðjón kemur Geir til varnar Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfari segir að landsdómsréttarhöldin yfir Geir H. Haarde, mági sínum, séu grímulaus aðför kommúnista að Geir. Þetta segir Guðjón í ítarlegu samtali við Fréttatímann. 28.4.2011 23:29 Hjálmar Jónsson endurkjörinn formaður Blaðamannafélagsins Hjálmar Jónsson var endurkjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var í kvöld. Hjálmar fékk 166 atkvæði af 198 greiddum atkvæðum. Ingimar Karl Helgason fékk 26 atkvæði. Alls greiddu 198 atkvæði en 545 voru á kjörskrá. Hjálmar Jónsson hefur starfað fyrir Blaðmannafélagið um árabil og gegndi formennsku undanfarið ár. 28.4.2011 21:57 Segir hagræðingu ekki ástæðu bættrar niðurstöðu Bættur rekstrarárangur á Álftanesi frá áætlun skýrist alfarið af hækkun á greiðslum frá jöfnunarsjóði sveitarfélaganna og vegna hækkunar á gengi krónunnar sem skilaði gengishagnaði vegna erlendra lána, segir Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi Álftanesslistans. 28.4.2011 21:40 Kosið til vígslubiskups fyrri hluta júlímánaðar Gert er ráð fyrir að kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi geti farið fram að nýju fyrri hluta júlímánaðar. Ákveðið hefur verið að leggja fram nýja kjörskrá sem tekur gildi 1. maí 2011. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn sem fundaði í dag. Í tilkynningunni kemur fram að 149 prestar eru á kjörskrá, en tveir þeirra presta sem voru á kjörskrá hinn 1. febrúar síðastliðinn hafa ekki lengur kosningarétt þar sem þeir hafa látið af störfum. 28.4.2011 20:17 Rekstur Álftaness gekk betur en búist var við Um átta milljóna króna tap var á rekstri Álftanesbæjar á síðasta rekstrarári. Áætlanir höfðu hins vegar gert ráð fyrir að tapið yrði 102 milljónir króna. Eigið fé sveitarfélagsins er neikvætt um 1249 milljónir króna. 28.4.2011 20:11 Ríkisstjórnin sendi frá sér yfirlýsingu vegna kjaraviðræðna Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sendu í kvöld ríkissáttasemjara lokaútgáfu yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í tengslum við mögulega kjarasamninga til þriggja ára, milli aðila á almennum vinnumarkaði. 28.4.2011 19:52 Ríkisstjórnin efni tveggja ára gamlan sáttmála Framkvæmdaáform stöðugleikasáttmálans fyrir tveimur árum hafa meira og minna brugðist og snúast kröfur Samtaka atvinnulífsins á hendur ríkisstjórninni nú í raun um að hún efni þau loforð sem þá voru gefin. Hvorki hefur tekist að draga úr atvinnuleysi né stöðva fólksflótta frá landinu. 28.4.2011 18:39 Evrópusambandið segir samningaviðræður geta hafist Evrópusambandið hefur lýst því yfir að það sé tilbúið að hefja eiginlegar samningaviðræður við Íslendinga og leggur til að viðræðurnar hefjist formlega 17. júní, á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 28.4.2011 18:15 Gatnamótin opnuð á ný Búið er að opna gatnamótin Grensásvegur/Miklubraut. Þar varð árekstur tveggja bíla um hálffimmleytið í dag. Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar og slökkviliðið þurfti að beita klippum til að ná bílstjóra út úr öðrum bílnum, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu. Tildrög árekstursins eru ókunn. 28.4.2011 17:10 Tryggvi vill fund í efnahags- og skattanefnd Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður sjálfstæðismanna og meðlimur í efnahags- og skattanefnd hefur óskað eftir fundi í nefndinni hið fyrsta. Ástæðuna segir Tryggvi vera þá að sér hafi borist til eyrna að á fundi þingmannanefndar Evrópusambandsins og Alþingis þann 27. apríl síðastliðinn hafi átt að ræða bókun þar sem fram komi viðurkenning á að efnahagsleg aðlögun Íslands að Evrópusambandinu, sem samþykkt var í janúar síðastliðinn, með forgagnsröðun verkefna til ársins 2013, sé komin af stað. 28.4.2011 16:45 Beita þurfti klippum til að ná bílstjóranum út Árekstur varð á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar um klukkan hálf fimm í dag. Þrír voru í bílnum og slasaðist enginn þeirra alvarlega en slökkviliðið þurfti að beita klippum til að ná bílstjóra út úr öðrum bílnum, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Tildrög árekstursins eru ókunn. Gatnamótin eru lokuð um óákveðinn tíma. 28.4.2011 16:33 Farþegar Iceland Express ferðast með Iron Maiden vélinni Ein þeirra véla sem notuð verður á flugleiðum Iceland Express í sumar er kyrfilega merkt bresku þungarokkssveitinni Iron Maiden. Vélin hefur verið á ferð og flugi með hljómsveitina síðustu ár og gengur undir nafninu Ed Force One, í höfuðið á „lukkudýri“ dýri sveitarinnar, Eddie. 28.4.2011 16:23 Össur hitti forsætisráðherra Kasmír Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í gær fund í borginni Jammu með Omar Abdullah, forsætisráðherra Kasmír, og innanríkisráðherranum, Nasir Aslam Wani, um þróun á samstarfi íslenskra og indverskra fyrirtækja um nýtingu jarðhita. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að mikill áhugi sé á slíku samstarfi af hálfu yfirvalda í Kasmír en þar er að finna möguleika á að virkja jarðhita til raforkuframleiðslu. Samvinna er þegar hafin á milli indverskra og íslenskra fyrirtækja um verkefni í héraðinu. 28.4.2011 15:44 Forsetinn tekur á móti sérstökum sendiherrum Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands mun í dag, fimmtudaginn 28. apríl, afhenda sjö einstaklingum tilnefningu þeirra sem sérstakir sendiherrar Sáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. 28.4.2011 15:33 Trampólín fór á flug í Garðabænum Tvær stelpur í Garðabænum, þær Berglind Egilsdóttir og Auður Indriðadóttir ráku upp stór augu þegar þær komu heim úr skólanum í dag og stærðarinnar trampólín var komið inn í garðinn. Rokið á höfuðborgarsvæðinu hefur lyft nokkrum trampólínum á flug eins og sjá má á myndunum. 28.4.2011 15:08 Viðræðum SA og VLFA slitið hjá sáttasemjara Viðræðum á milli Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins með ríkissáttasemjara hefur verið slitið. „Í morgun fundaði formaður félagsins með ríkissáttasemjara og forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins vegna kjarasamnings Verkalýðsfélags Akraness á hinum almenna vinnumarkaði. Það er skemmst frá því að segja að niðurstaðan var engin og lét formaður bóka hjá ríkissáttasemjara árangurslausan fund sem er forsenda fyrir því að hægt sé að hefja verkfallsaðgerðir,“ segir á heimasíðu félagsins. 28.4.2011 14:24 Þráðlaust net komið í Hörpuna Lokið hefur verið við uppsetningu á þráðlausu neti í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Um er að ræða eitt af stærri þráðlausu netkerfum á landinu en Harpan er um 28 þúsund fermetrar að stærð. Þráðlausa netið verður einkum ætlað gestum og viðskiptavinum hússins, svo sem í fyrirlestra- og fundarsölum Upplýsingafyrirtækið Nýherji sá um uppsetninguna, en rekstrarfélag Hörpunnar hefur einnig samið við Nýherja um kaup á tölvu- og tæknibúnaði fyrir starfsemina. Um er að ræða "Rent a Prent" prentlausn sem gerir Hörpunni meðal annars kleift að prenta út ráðstefnugögn fyrir skipuleggjendur ráðstefna. Ennfremur voru innleiddar Lenovo tölvur, Cisco netbúnaður, Canon prentbúnaður og APC varaaflgjafar fyrir starfsemina. Þá verður símkerfi tónlistarhússins hýst í Avaya IP símstöð Nýherja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Rekstrarfélag Hörpunnar ákvað að velja búnað og lausnir frá Nýherja eftir ítarlega verðkönnun þar sem þær þóttu hagkvæmastar og féllu vel að rekstri tölvukerfa Hörpunnar. "Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpan þarf að reiða sig á hnökralausan rekstur upplýsingatæknikerfa og tölvu- og tæknibúnað fyrir starfsfólk og alla þá gesti og viðskiptavini sem eiga eftir að sækja húsið heim. Þess vegna leggjum við áherslu á hátt þjónustustig og ennfremur er mikilvægt að allur kostnaður sé fastur og fyrirsjáanlegur," segir Höskuldur Ásgeirsson framkvæmdastjóri Hörpu. "Með útvistun tölvukerfa er hægt að auka öryggi og tryggja aðgengi að sérfræðiþjónustu. Þá geta fyrirtæki skapað sér mikinn fjárhagslegan ávinning með því að úthýsa tölvukerfum í stað þess að eiga og reka sitt eigið," segir Þorvaldur Jacobsen framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Nýherja. 28.4.2011 14:20 Verkföll stóralvarlegt mál fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar segir brýnt að kjarasamningar náist á næstu dögum ef ekki eigi að fara illa fyrir þjóðinni vegna verkfalla. Umræðan ein um verkföll geti valdið því að ferðamenn afbóki ferðir sínar til Íslands. 28.4.2011 12:17 Icesave situr í evrópskum þingmönnum Þingmenn Evrópuþingsins telja neitun Íslendinga á Icesave samningum geta haft slæm áhrif á umsókn okkar í sambandið. Viðræður um sjávarauðlindir okkar eru enn ekki hafnar. Þetta segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, en hún sat fund sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins í gær. 28.4.2011 12:15 Hraðakstur í Hafnarfirði - áfram hátt brotahlutfall Brot 43 ökumanna voru mynduð á Hringbraut í Hafnarfirði í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hringbraut í suðurátt, gegnt Flensborgarskóla. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 103 ökutæki þessa akstursleið og því ók hátt í helmingur ökumanna, eða 42%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 51. Þess má geta að lögreglan hefur verið við hraðamælingar á þessum stað nokkrum sinnum áður og þá hefur brotahlutfallið jafnan verið hátt, eða 52-54% en meðalhraði hinna brotlegu hefur verið á bilinu 42-45 km/klst. 28.4.2011 11:35 Guðlaugur Þór hótar að kæra Björn Val fyrir meiðyrði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent Birni Vali Gíslasyni, þingmanni Vinstri grænna, bréf þar sem honum er hótað málsókn á grundvelli meiðyrðalaga, dragi hann ekki orð sín til baka um að styrkir sem Guðlaugur hlaut, væru mútur. 28.4.2011 11:19 Vara við aukabúnaði á vélorfum Vinnueftirlitið varar við hættulegum aukabúnaði á vélorfum sem framleiddur er af öðrum en framleiðendum orfanna. Er þar meðal annars átt við snúningshausa með ýmsum gerðum af keðjum, keðjur með skurðarblöðum á endum eða skurðarblöðum sem fest eru við snúningshausinn með boltum eða hnoðum. „Þessi aukabúnaður eykur hættu á slysum umfram notkun nælonþráðar eða einblaða skurðarbúnaðar. Bæði er aukin hætta á að hlutar af, eða brot úr, skurðarbúnaðinum þeytist til, sem og smásteinar. Við hönnun á vélorfum er ekki gert ráð fyrir notkun slíks aukabúnaðar og sem dæmi er því hlífabúnaður orfanna ekki nægilega öflugur til að fyrirbyggja hættu af notkun slíks aukabúnaðar. Vélorfin með slíkum aukabúnaði eru því hættuleg og hefur notkun þeirra þegar valdið slysum, m.a. dauðaslysi,“ segir á vef Vinnueftirlitsins. 28.4.2011 10:55 Ódýr matur er dýrkeypt blekking Mikils tvískinnungs gætir í umræðum um velferð búfjár og matvælaverðs. "Þannig gerir jafnvel sama fólkið kröfu um að búin stækki og matarverð lækki, en hins vegar að dýrin fái að njóta eðlislægs atferlis við sem náttúrulegastar aðstæður líkt og í lífrænum búskap," segir Ólafur R. Dýrmundsson, landsráðunautur Bændasamtaka Íslands í lífrænum búskap og landnýtingu. Ólafur hélt erindi á málþingi um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnaði sem haldinn var í Norræna húsinu á þriðjudag. "Ódýr matur er ein af dýrkeyptustu blekkingum 20. aldar," segir Ólafur. "Við verðum að gera okkur raunverulegum kostnaði við framleiðsluna og taka meira tillit til gæða og hollustu matvara." Í raun sé þannig hægt að segja að afurðir af lífrænt öldum dýrum sé á "réttu" verði á meðan ódýri maturinn sé einfaldlega ódýr þar sem kostnaðurinn hefur verið færður yfir á illa meðferð búfjár, slæma meðferð lands, mengun frá stórbúum og aukna notkun lyfja í búfjárhaldi. Við berum öll ábyrgð Það er einföld staðreynd að afurðir af dýrum sem alin eru lífrænt eru dýrari en afurðir af dýrum sem alin í svonefndum verksmiðjubúskap. Ólafur, sem einnig er formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir að meðferð búfjár hafi versnað með árunum í því skyni að auka hagræði og lækka vöruverð. "Umfram allt verðum við að átta okkur á að ekki er við bændur eina að sakast. Mergur málsins er að við öll; þjóðfélagið, neytendur, stjórnmálamenn og fleiri, berum töluverða óbeina ábyrgð á því hvernig komið er fyrir velferð búfjár í ýmsum greinum landbúnaðar," segir Ólafur. Eitt af því sem Ólafur telur mikilvægast til að bæta velferð dýra í íslenskum landbúnaði er að auka meðvitund neytenda þannig að þeir taki sínar ákvarðanir með veskinu. "Við þurfum að upplýsa neytendur betur um framleiðsluhætti í landbúnaði og endurvekja tengsl milli sveita og þéttbýlis," segir hann. 28.4.2011 10:26 Ennþá er óhætt að klippa trjáplöntur Þrátt fyrir að komið sé fram í lok apríl og farið sé að örla á síðbúnu sumri er enn ekki of seint að klippa garðplöntur líkt og tré og runna. 28.4.2011 10:00 Gyrðir á toppi metsölulistans - kiljur vinsælastar Smásagnasafn Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna, er komið í fyrsta sæti yfir mest seldu bækurnar á Íslandi, samkvæmt nýjum lista frá rannsóknarsetri verslunarinnar. Vinsældir Gyrðis koma ekki á óvart þar sem hann fékk fyrr í þessum mánuði bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir einmitt þessa bók. Næstar á metsölulistanum eru þýddar skáldsögur, Konan í búrinu eftir Jussi Adler-Olsen í öðru sæti, þá Morð og möndlulykt eftir Camillu Läckberg og Djöflastjarnan eftir Jo Nesbø í fjórða sætinu. Spennusaga Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, er í því fimmta. Metsölulistinn tekur til tímabilsins frá 10. apríl til 23. apríl. Þegar farið er yfir uppsafnaða sölu frá áramótum trónir Yrsa hins vegar á toppnum. Vakin er athygli á að 10 mest seldu bækurnar eru allar kiljur. Þær sem þarna koma næst á eftir eru: Myrkraslóð eftir Åsa Larsson, Mundu mig, ég man þig eftir Dorothy Koomson, Betri næring - betra líf eftir Kolbrúnu Björnsdóttur, Furðustrandir eftir Arnald Indriðason eru í níunda sæti og loks Sumardauðinn eftir Mons Kallentoft í því tíunda. Þegar litið er sölutölur frá áramótum 28.4.2011 08:34 Ferðaþjónustan kvíðir mögulegum verkföllum Aðilar innan ferðaþjónustunnar hafa miklar áhyggjur af áhrifum umræðunnar um möguleg verkföll og enn meiri áhyggjur af því að verkföll skelli á. 28.4.2011 08:05 Skipa þarf nýja kjörstjórn innan þjóðkirkjunnar Skipa þarf nýja kjörstjórn innan þjóðkirkjunnar til að sjá um kjör vígslubiskups eftir að síðasta kjörstjórn sagði af sér í gær, vegna mistaka sem urðu við kosningu til vígslubiskups. 28.4.2011 08:05 Lyfjakostnaður gæti lækkað um 70 prósent Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp frá velferðarráðherra sem ætlað er að lækka lyfjakostnað þeirr sem hvað mest þurfa á lyfjum að halda. Nái frumvarpið fram að ganga gæti lyfjakostnaður öryrkja lækkað um rúm sjötíu prósent. 28.4.2011 07:43 Vilja færa gjaldtöku af bensíni í vegtolla Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ríkisstjórninni hugmynd um breytta gjaldtöku í samgöngumálum. Hugmyndin snýst um að færa gjöld af eldsneyti yfir í vegtolla, og gæti komið stórum vegaframkvæmdum af stað, er mat samtakanna. Hugmyndinni er fálega tekið af Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra sem segir að um aukna skattpíningu sé að ræða með breyttum formerkjum. 28.4.2011 06:30 Íslenskur ríkisborgari eftirlýstur af Interpol Margdæmdur ofbeldismaður, Chigozie Óskar Anoruo, sem er íslenskur ríkisborgari, er nú eftirlýstur af Interpol. Íslensk lögregluyfirvöld sendu beiðni til alþjóðalögreglunnar 20. apríl síðastliðinn um að lýst yrði eftir honum. 28.4.2011 06:00 Efast um vilja Ögmundar til að flytja Landhelgisgæsluna Þingmaður Suðurkjördæmis segist efast um að nokkurn tíma hafi staðið til að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja og efast um heilindi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í málinu. 28.4.2011 05:00 Braust inn, stal skartgripum og kveikti í rúmi Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega þrítugan karlmann fyrir þjófnað, húsbrot, brennu og eignaspjöll. 28.4.2011 04:00 Ný rannsókn sýnir fjölgun örlaxa í ám Rannsóknir Veiðimálastofnunar sýna að svokölluðum örlöxum, löxum af stærðinni 43 til 50 sentimetrar, hefur fjölgað í ám á Austur- og Norðausturlandi á undanförnum árum. Kenningar um smæð þessara laxa standast hins vegar ekki. 28.4.2011 03:30 Vígslubiskupskjör: Kjörstjórnin segir af sér Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur sagt af sér í framhaldi af því að ákveðið hefur verið að kjósa þurfi að nýju til vígslubiskups í Skálholti. Ástæða þess að kjósa þarf að nýju er að tvö atkvæði sem póstlögð voru 11. apríl voru tekin með en samkvæmt bréfi kjörstjórnar átti að póstleggja atkvæðin í síðasta lagi 8. apríl. 27.4.2011 22:44 Stefán Einar: Hafa engan rétt til þess að halda launafólki í gíslingu Stefán Einar Stefánsson tók formlega við embætti formanns VR á aðalfundi félagsins sem fram fer nú í kvöld. Í ræðu sinni gerði hann kjarasamningaviðræður síðustu vikna að umtalsefni og gagnrýndi Samtök atvinnulífsins harðlega og það hvernig þau hafa blandað fiskveiðistjórnunarmálum inn í samningaviðræðurnar. „Þar hafa forsvarsmenn samtakanna gengið alltof langt og alltof lengi í því að beita fyrir sig kjarasamningum á vinnumarkaði, í þeirri viðleitni sinni að hafa sitt fram. Þeir sem þar ráða för hafa engan siðferðislegan eða lagalegan rétt til þess að halda launafólki í landinu í gíslingu vegna þessa máls,“ sagði Stefán Einar. 27.4.2011 21:54 Víst snýr Quarashi aftur Sölvi Blöndal, forsprakki hinnar fornfrægu rappsveitar Quarashi, staðfesti í Kastljósi í kvöld að sveitin hyggi á endurkomu í sumar og að hún muni spila þann 9. júlí. Sveitin mun koma fram á Bestu útihátíðnni á Suðurlandi en endanleg staðsetning liggur ekki fyrir. Vísir greindi raunar frá þessum fyrirætlunum í lok mars en sú frétt var snarlega borin til baka af Sölva í Fréttablaðinu sem sagði hana algjörlega úr lausu lofti gripna. "Maður fer nú ekki að vekja upp þennan dauða hest. Eins vænt og mér þykir um Quarashi þá er þetta ekki að fara að gerast." 27.4.2011 20:16 Vilja samstarfshóp um framtíðarstaðsetningu Gæslunnar Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vill halda áfram hagkvæmnisgreiningu á flutningi Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja. Þá vill stjórnin mynda samstarfshóp um málið þar sem sveitarfélögin á svæðinu og stjórnvöld eigi sæti. 27.4.2011 19:54 Segir hækkunina nema 27 prósentum Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að hækkun gjaldskrár á bílastæðum við Leifsstöð nemi 27 prósentum en ekki 50 prósentum eins og Félag íslenskra bifreiðaeigenda heldur fram. Hækkunin miðast við að lagfæra í samræmi við vísitölubreytingar frá síðustu hækkun sem var að sögn Hjördísar árið 2006. 27.4.2011 19:46 Björn að leggja lokahönd á bók um Baugsmálið Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra er að leggja lokahönd á bók sem hann hefur skrifað um Baugsmálið. Í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Björn að bókin lýsti umræðunum sem voru í blöðunum og á stjórnmálavettvangi á þessum tíma, sem voru að hans sögn tímar mikilla umbrota og átaka í íslensku samfélagi. 27.4.2011 19:19 SA vill reyna til þrautar með þriggja ára samninga Formaður Samtaka Atvinnulífsins óttast ekki verkföll á almennum vinnumarkaði. Reynt verði til þrautar að koma á þriggja ára samningum áður en skammtímasamningar verði skoðaðir. 27.4.2011 18:48 Stefndu á Grundartanga en vísað til Húsavíkur Finnsku fyrirtæki, sem skoðað hefur möguleika á að reisa efnaverksmiðju á Grundartanga, hefur verið beint til Húsavíkur. Landsvirkjun kveðst nú vísa öllum áhugasömum orkukaupendum norður. 27.4.2011 18:39 Sjá næstu 50 fréttir
Kvótafrumvarpið lagt fram Frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða verður lagt fyrir ríkisstjórn í dag eða strax eftir helgi í síðasta lagi. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi fá ekki að sjá frumvarpið fyrr en það hefur fengið umfjöllun í ríkisstjórn og í þingflokkum stjórnarflokkanna. 29.4.2011 06:30
Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal "Hann er núna aðalkarlinn í þorpinu sínu,“ segir Óðinn Páll Ríkharðsson, sautján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þar vísar hann til afa síns, Davids Middleton, sem verður í dag viðstaddur brúðkaup frænku sinnar, Kate Middleton, og Vilhjálms Bretaprins í Westminster Abbey í London. 29.4.2011 06:00
Nota úrgang til að knýja þúsund bíla Fyrir lok næsta árs er stefnt að opnun fyrsta metanorkuversins hér á landi sem nýtir lífrænan úrgang til framleiðslu á metangasi. Í dag verður skrifað undir viljayfirlýsingu Stjörnugríss og Metanorku hf., dótturfélags Íslenska gámafélagsins, um að kanna vænleika þess að nýta úrgang frá svínabúi Stjörnugríss að Melum í Melasveit til framleiðslu og sölu metans. Metanorkuverið að Melum á að verða fyrst í heimi til að nýta heitt vatn til að halda gerjunartanki við kjörhitastig. 29.4.2011 04:00
Bæti kjör sjúklinga sem mest þurfa Með fyrirhuguðum breytingum á lögum um sjúkratryggingar er stefnt að því að draga verulega úr lyfjakostnaði þeirra sjúklinga sem mest greiða. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti frumvarpið í fyrradag. Meginmarkmiðið er að auka jöfnuð sjúklinga og draga úr heildarútgjöldum þeirra sem mest þurfa á lyfjum að halda. 29.4.2011 03:15
Guðjón kemur Geir til varnar Guðjón Þórðarson knattspyrnuþjálfari segir að landsdómsréttarhöldin yfir Geir H. Haarde, mági sínum, séu grímulaus aðför kommúnista að Geir. Þetta segir Guðjón í ítarlegu samtali við Fréttatímann. 28.4.2011 23:29
Hjálmar Jónsson endurkjörinn formaður Blaðamannafélagsins Hjálmar Jónsson var endurkjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var í kvöld. Hjálmar fékk 166 atkvæði af 198 greiddum atkvæðum. Ingimar Karl Helgason fékk 26 atkvæði. Alls greiddu 198 atkvæði en 545 voru á kjörskrá. Hjálmar Jónsson hefur starfað fyrir Blaðmannafélagið um árabil og gegndi formennsku undanfarið ár. 28.4.2011 21:57
Segir hagræðingu ekki ástæðu bættrar niðurstöðu Bættur rekstrarárangur á Álftanesi frá áætlun skýrist alfarið af hækkun á greiðslum frá jöfnunarsjóði sveitarfélaganna og vegna hækkunar á gengi krónunnar sem skilaði gengishagnaði vegna erlendra lána, segir Sigurður Magnússon, bæjarfulltrúi Álftanesslistans. 28.4.2011 21:40
Kosið til vígslubiskups fyrri hluta júlímánaðar Gert er ráð fyrir að kosning vígslubiskups í Skálholtsumdæmi geti farið fram að nýju fyrri hluta júlímánaðar. Ákveðið hefur verið að leggja fram nýja kjörskrá sem tekur gildi 1. maí 2011. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kjörstjórn sem fundaði í dag. Í tilkynningunni kemur fram að 149 prestar eru á kjörskrá, en tveir þeirra presta sem voru á kjörskrá hinn 1. febrúar síðastliðinn hafa ekki lengur kosningarétt þar sem þeir hafa látið af störfum. 28.4.2011 20:17
Rekstur Álftaness gekk betur en búist var við Um átta milljóna króna tap var á rekstri Álftanesbæjar á síðasta rekstrarári. Áætlanir höfðu hins vegar gert ráð fyrir að tapið yrði 102 milljónir króna. Eigið fé sveitarfélagsins er neikvætt um 1249 milljónir króna. 28.4.2011 20:11
Ríkisstjórnin sendi frá sér yfirlýsingu vegna kjaraviðræðna Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sendu í kvöld ríkissáttasemjara lokaútgáfu yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í tengslum við mögulega kjarasamninga til þriggja ára, milli aðila á almennum vinnumarkaði. 28.4.2011 19:52
Ríkisstjórnin efni tveggja ára gamlan sáttmála Framkvæmdaáform stöðugleikasáttmálans fyrir tveimur árum hafa meira og minna brugðist og snúast kröfur Samtaka atvinnulífsins á hendur ríkisstjórninni nú í raun um að hún efni þau loforð sem þá voru gefin. Hvorki hefur tekist að draga úr atvinnuleysi né stöðva fólksflótta frá landinu. 28.4.2011 18:39
Evrópusambandið segir samningaviðræður geta hafist Evrópusambandið hefur lýst því yfir að það sé tilbúið að hefja eiginlegar samningaviðræður við Íslendinga og leggur til að viðræðurnar hefjist formlega 17. júní, á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 28.4.2011 18:15
Gatnamótin opnuð á ný Búið er að opna gatnamótin Grensásvegur/Miklubraut. Þar varð árekstur tveggja bíla um hálffimmleytið í dag. Tveir voru fluttir á slysadeild til skoðunar og slökkviliðið þurfti að beita klippum til að ná bílstjóra út úr öðrum bílnum, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu. Tildrög árekstursins eru ókunn. 28.4.2011 17:10
Tryggvi vill fund í efnahags- og skattanefnd Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður sjálfstæðismanna og meðlimur í efnahags- og skattanefnd hefur óskað eftir fundi í nefndinni hið fyrsta. Ástæðuna segir Tryggvi vera þá að sér hafi borist til eyrna að á fundi þingmannanefndar Evrópusambandsins og Alþingis þann 27. apríl síðastliðinn hafi átt að ræða bókun þar sem fram komi viðurkenning á að efnahagsleg aðlögun Íslands að Evrópusambandinu, sem samþykkt var í janúar síðastliðinn, með forgagnsröðun verkefna til ársins 2013, sé komin af stað. 28.4.2011 16:45
Beita þurfti klippum til að ná bílstjóranum út Árekstur varð á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar um klukkan hálf fimm í dag. Þrír voru í bílnum og slasaðist enginn þeirra alvarlega en slökkviliðið þurfti að beita klippum til að ná bílstjóra út úr öðrum bílnum, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra. Tildrög árekstursins eru ókunn. Gatnamótin eru lokuð um óákveðinn tíma. 28.4.2011 16:33
Farþegar Iceland Express ferðast með Iron Maiden vélinni Ein þeirra véla sem notuð verður á flugleiðum Iceland Express í sumar er kyrfilega merkt bresku þungarokkssveitinni Iron Maiden. Vélin hefur verið á ferð og flugi með hljómsveitina síðustu ár og gengur undir nafninu Ed Force One, í höfuðið á „lukkudýri“ dýri sveitarinnar, Eddie. 28.4.2011 16:23
Össur hitti forsætisráðherra Kasmír Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í gær fund í borginni Jammu með Omar Abdullah, forsætisráðherra Kasmír, og innanríkisráðherranum, Nasir Aslam Wani, um þróun á samstarfi íslenskra og indverskra fyrirtækja um nýtingu jarðhita. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að mikill áhugi sé á slíku samstarfi af hálfu yfirvalda í Kasmír en þar er að finna möguleika á að virkja jarðhita til raforkuframleiðslu. Samvinna er þegar hafin á milli indverskra og íslenskra fyrirtækja um verkefni í héraðinu. 28.4.2011 15:44
Forsetinn tekur á móti sérstökum sendiherrum Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands mun í dag, fimmtudaginn 28. apríl, afhenda sjö einstaklingum tilnefningu þeirra sem sérstakir sendiherrar Sáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. 28.4.2011 15:33
Trampólín fór á flug í Garðabænum Tvær stelpur í Garðabænum, þær Berglind Egilsdóttir og Auður Indriðadóttir ráku upp stór augu þegar þær komu heim úr skólanum í dag og stærðarinnar trampólín var komið inn í garðinn. Rokið á höfuðborgarsvæðinu hefur lyft nokkrum trampólínum á flug eins og sjá má á myndunum. 28.4.2011 15:08
Viðræðum SA og VLFA slitið hjá sáttasemjara Viðræðum á milli Verkalýðsfélags Akraness og Samtaka atvinnulífsins með ríkissáttasemjara hefur verið slitið. „Í morgun fundaði formaður félagsins með ríkissáttasemjara og forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins vegna kjarasamnings Verkalýðsfélags Akraness á hinum almenna vinnumarkaði. Það er skemmst frá því að segja að niðurstaðan var engin og lét formaður bóka hjá ríkissáttasemjara árangurslausan fund sem er forsenda fyrir því að hægt sé að hefja verkfallsaðgerðir,“ segir á heimasíðu félagsins. 28.4.2011 14:24
Þráðlaust net komið í Hörpuna Lokið hefur verið við uppsetningu á þráðlausu neti í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Um er að ræða eitt af stærri þráðlausu netkerfum á landinu en Harpan er um 28 þúsund fermetrar að stærð. Þráðlausa netið verður einkum ætlað gestum og viðskiptavinum hússins, svo sem í fyrirlestra- og fundarsölum Upplýsingafyrirtækið Nýherji sá um uppsetninguna, en rekstrarfélag Hörpunnar hefur einnig samið við Nýherja um kaup á tölvu- og tæknibúnaði fyrir starfsemina. Um er að ræða "Rent a Prent" prentlausn sem gerir Hörpunni meðal annars kleift að prenta út ráðstefnugögn fyrir skipuleggjendur ráðstefna. Ennfremur voru innleiddar Lenovo tölvur, Cisco netbúnaður, Canon prentbúnaður og APC varaaflgjafar fyrir starfsemina. Þá verður símkerfi tónlistarhússins hýst í Avaya IP símstöð Nýherja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Rekstrarfélag Hörpunnar ákvað að velja búnað og lausnir frá Nýherja eftir ítarlega verðkönnun þar sem þær þóttu hagkvæmastar og féllu vel að rekstri tölvukerfa Hörpunnar. "Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpan þarf að reiða sig á hnökralausan rekstur upplýsingatæknikerfa og tölvu- og tæknibúnað fyrir starfsfólk og alla þá gesti og viðskiptavini sem eiga eftir að sækja húsið heim. Þess vegna leggjum við áherslu á hátt þjónustustig og ennfremur er mikilvægt að allur kostnaður sé fastur og fyrirsjáanlegur," segir Höskuldur Ásgeirsson framkvæmdastjóri Hörpu. "Með útvistun tölvukerfa er hægt að auka öryggi og tryggja aðgengi að sérfræðiþjónustu. Þá geta fyrirtæki skapað sér mikinn fjárhagslegan ávinning með því að úthýsa tölvukerfum í stað þess að eiga og reka sitt eigið," segir Þorvaldur Jacobsen framkvæmdastjóri Rekstrarlausna Nýherja. 28.4.2011 14:20
Verkföll stóralvarlegt mál fyrir ferðaþjónustuna Framkvæmdastjóri ferðaþjónustunnar segir brýnt að kjarasamningar náist á næstu dögum ef ekki eigi að fara illa fyrir þjóðinni vegna verkfalla. Umræðan ein um verkföll geti valdið því að ferðamenn afbóki ferðir sínar til Íslands. 28.4.2011 12:17
Icesave situr í evrópskum þingmönnum Þingmenn Evrópuþingsins telja neitun Íslendinga á Icesave samningum geta haft slæm áhrif á umsókn okkar í sambandið. Viðræður um sjávarauðlindir okkar eru enn ekki hafnar. Þetta segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, en hún sat fund sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins í gær. 28.4.2011 12:15
Hraðakstur í Hafnarfirði - áfram hátt brotahlutfall Brot 43 ökumanna voru mynduð á Hringbraut í Hafnarfirði í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hringbraut í suðurátt, gegnt Flensborgarskóla. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 103 ökutæki þessa akstursleið og því ók hátt í helmingur ökumanna, eða 42%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 43 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 51. Þess má geta að lögreglan hefur verið við hraðamælingar á þessum stað nokkrum sinnum áður og þá hefur brotahlutfallið jafnan verið hátt, eða 52-54% en meðalhraði hinna brotlegu hefur verið á bilinu 42-45 km/klst. 28.4.2011 11:35
Guðlaugur Þór hótar að kæra Björn Val fyrir meiðyrði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent Birni Vali Gíslasyni, þingmanni Vinstri grænna, bréf þar sem honum er hótað málsókn á grundvelli meiðyrðalaga, dragi hann ekki orð sín til baka um að styrkir sem Guðlaugur hlaut, væru mútur. 28.4.2011 11:19
Vara við aukabúnaði á vélorfum Vinnueftirlitið varar við hættulegum aukabúnaði á vélorfum sem framleiddur er af öðrum en framleiðendum orfanna. Er þar meðal annars átt við snúningshausa með ýmsum gerðum af keðjum, keðjur með skurðarblöðum á endum eða skurðarblöðum sem fest eru við snúningshausinn með boltum eða hnoðum. „Þessi aukabúnaður eykur hættu á slysum umfram notkun nælonþráðar eða einblaða skurðarbúnaðar. Bæði er aukin hætta á að hlutar af, eða brot úr, skurðarbúnaðinum þeytist til, sem og smásteinar. Við hönnun á vélorfum er ekki gert ráð fyrir notkun slíks aukabúnaðar og sem dæmi er því hlífabúnaður orfanna ekki nægilega öflugur til að fyrirbyggja hættu af notkun slíks aukabúnaðar. Vélorfin með slíkum aukabúnaði eru því hættuleg og hefur notkun þeirra þegar valdið slysum, m.a. dauðaslysi,“ segir á vef Vinnueftirlitsins. 28.4.2011 10:55
Ódýr matur er dýrkeypt blekking Mikils tvískinnungs gætir í umræðum um velferð búfjár og matvælaverðs. "Þannig gerir jafnvel sama fólkið kröfu um að búin stækki og matarverð lækki, en hins vegar að dýrin fái að njóta eðlislægs atferlis við sem náttúrulegastar aðstæður líkt og í lífrænum búskap," segir Ólafur R. Dýrmundsson, landsráðunautur Bændasamtaka Íslands í lífrænum búskap og landnýtingu. Ólafur hélt erindi á málþingi um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnaði sem haldinn var í Norræna húsinu á þriðjudag. "Ódýr matur er ein af dýrkeyptustu blekkingum 20. aldar," segir Ólafur. "Við verðum að gera okkur raunverulegum kostnaði við framleiðsluna og taka meira tillit til gæða og hollustu matvara." Í raun sé þannig hægt að segja að afurðir af lífrænt öldum dýrum sé á "réttu" verði á meðan ódýri maturinn sé einfaldlega ódýr þar sem kostnaðurinn hefur verið færður yfir á illa meðferð búfjár, slæma meðferð lands, mengun frá stórbúum og aukna notkun lyfja í búfjárhaldi. Við berum öll ábyrgð Það er einföld staðreynd að afurðir af dýrum sem alin eru lífrænt eru dýrari en afurðir af dýrum sem alin í svonefndum verksmiðjubúskap. Ólafur, sem einnig er formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir að meðferð búfjár hafi versnað með árunum í því skyni að auka hagræði og lækka vöruverð. "Umfram allt verðum við að átta okkur á að ekki er við bændur eina að sakast. Mergur málsins er að við öll; þjóðfélagið, neytendur, stjórnmálamenn og fleiri, berum töluverða óbeina ábyrgð á því hvernig komið er fyrir velferð búfjár í ýmsum greinum landbúnaðar," segir Ólafur. Eitt af því sem Ólafur telur mikilvægast til að bæta velferð dýra í íslenskum landbúnaði er að auka meðvitund neytenda þannig að þeir taki sínar ákvarðanir með veskinu. "Við þurfum að upplýsa neytendur betur um framleiðsluhætti í landbúnaði og endurvekja tengsl milli sveita og þéttbýlis," segir hann. 28.4.2011 10:26
Ennþá er óhætt að klippa trjáplöntur Þrátt fyrir að komið sé fram í lok apríl og farið sé að örla á síðbúnu sumri er enn ekki of seint að klippa garðplöntur líkt og tré og runna. 28.4.2011 10:00
Gyrðir á toppi metsölulistans - kiljur vinsælastar Smásagnasafn Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna, er komið í fyrsta sæti yfir mest seldu bækurnar á Íslandi, samkvæmt nýjum lista frá rannsóknarsetri verslunarinnar. Vinsældir Gyrðis koma ekki á óvart þar sem hann fékk fyrr í þessum mánuði bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir einmitt þessa bók. Næstar á metsölulistanum eru þýddar skáldsögur, Konan í búrinu eftir Jussi Adler-Olsen í öðru sæti, þá Morð og möndlulykt eftir Camillu Läckberg og Djöflastjarnan eftir Jo Nesbø í fjórða sætinu. Spennusaga Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, er í því fimmta. Metsölulistinn tekur til tímabilsins frá 10. apríl til 23. apríl. Þegar farið er yfir uppsafnaða sölu frá áramótum trónir Yrsa hins vegar á toppnum. Vakin er athygli á að 10 mest seldu bækurnar eru allar kiljur. Þær sem þarna koma næst á eftir eru: Myrkraslóð eftir Åsa Larsson, Mundu mig, ég man þig eftir Dorothy Koomson, Betri næring - betra líf eftir Kolbrúnu Björnsdóttur, Furðustrandir eftir Arnald Indriðason eru í níunda sæti og loks Sumardauðinn eftir Mons Kallentoft í því tíunda. Þegar litið er sölutölur frá áramótum 28.4.2011 08:34
Ferðaþjónustan kvíðir mögulegum verkföllum Aðilar innan ferðaþjónustunnar hafa miklar áhyggjur af áhrifum umræðunnar um möguleg verkföll og enn meiri áhyggjur af því að verkföll skelli á. 28.4.2011 08:05
Skipa þarf nýja kjörstjórn innan þjóðkirkjunnar Skipa þarf nýja kjörstjórn innan þjóðkirkjunnar til að sjá um kjör vígslubiskups eftir að síðasta kjörstjórn sagði af sér í gær, vegna mistaka sem urðu við kosningu til vígslubiskups. 28.4.2011 08:05
Lyfjakostnaður gæti lækkað um 70 prósent Ríkisstjórnin samþykkti í gær frumvarp frá velferðarráðherra sem ætlað er að lækka lyfjakostnað þeirr sem hvað mest þurfa á lyfjum að halda. Nái frumvarpið fram að ganga gæti lyfjakostnaður öryrkja lækkað um rúm sjötíu prósent. 28.4.2011 07:43
Vilja færa gjaldtöku af bensíni í vegtolla Samtök atvinnulífsins hafa kynnt ríkisstjórninni hugmynd um breytta gjaldtöku í samgöngumálum. Hugmyndin snýst um að færa gjöld af eldsneyti yfir í vegtolla, og gæti komið stórum vegaframkvæmdum af stað, er mat samtakanna. Hugmyndinni er fálega tekið af Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra sem segir að um aukna skattpíningu sé að ræða með breyttum formerkjum. 28.4.2011 06:30
Íslenskur ríkisborgari eftirlýstur af Interpol Margdæmdur ofbeldismaður, Chigozie Óskar Anoruo, sem er íslenskur ríkisborgari, er nú eftirlýstur af Interpol. Íslensk lögregluyfirvöld sendu beiðni til alþjóðalögreglunnar 20. apríl síðastliðinn um að lýst yrði eftir honum. 28.4.2011 06:00
Efast um vilja Ögmundar til að flytja Landhelgisgæsluna Þingmaður Suðurkjördæmis segist efast um að nokkurn tíma hafi staðið til að flytja starfsemi Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja og efast um heilindi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra í málinu. 28.4.2011 05:00
Braust inn, stal skartgripum og kveikti í rúmi Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega þrítugan karlmann fyrir þjófnað, húsbrot, brennu og eignaspjöll. 28.4.2011 04:00
Ný rannsókn sýnir fjölgun örlaxa í ám Rannsóknir Veiðimálastofnunar sýna að svokölluðum örlöxum, löxum af stærðinni 43 til 50 sentimetrar, hefur fjölgað í ám á Austur- og Norðausturlandi á undanförnum árum. Kenningar um smæð þessara laxa standast hins vegar ekki. 28.4.2011 03:30
Vígslubiskupskjör: Kjörstjórnin segir af sér Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur sagt af sér í framhaldi af því að ákveðið hefur verið að kjósa þurfi að nýju til vígslubiskups í Skálholti. Ástæða þess að kjósa þarf að nýju er að tvö atkvæði sem póstlögð voru 11. apríl voru tekin með en samkvæmt bréfi kjörstjórnar átti að póstleggja atkvæðin í síðasta lagi 8. apríl. 27.4.2011 22:44
Stefán Einar: Hafa engan rétt til þess að halda launafólki í gíslingu Stefán Einar Stefánsson tók formlega við embætti formanns VR á aðalfundi félagsins sem fram fer nú í kvöld. Í ræðu sinni gerði hann kjarasamningaviðræður síðustu vikna að umtalsefni og gagnrýndi Samtök atvinnulífsins harðlega og það hvernig þau hafa blandað fiskveiðistjórnunarmálum inn í samningaviðræðurnar. „Þar hafa forsvarsmenn samtakanna gengið alltof langt og alltof lengi í því að beita fyrir sig kjarasamningum á vinnumarkaði, í þeirri viðleitni sinni að hafa sitt fram. Þeir sem þar ráða för hafa engan siðferðislegan eða lagalegan rétt til þess að halda launafólki í landinu í gíslingu vegna þessa máls,“ sagði Stefán Einar. 27.4.2011 21:54
Víst snýr Quarashi aftur Sölvi Blöndal, forsprakki hinnar fornfrægu rappsveitar Quarashi, staðfesti í Kastljósi í kvöld að sveitin hyggi á endurkomu í sumar og að hún muni spila þann 9. júlí. Sveitin mun koma fram á Bestu útihátíðnni á Suðurlandi en endanleg staðsetning liggur ekki fyrir. Vísir greindi raunar frá þessum fyrirætlunum í lok mars en sú frétt var snarlega borin til baka af Sölva í Fréttablaðinu sem sagði hana algjörlega úr lausu lofti gripna. "Maður fer nú ekki að vekja upp þennan dauða hest. Eins vænt og mér þykir um Quarashi þá er þetta ekki að fara að gerast." 27.4.2011 20:16
Vilja samstarfshóp um framtíðarstaðsetningu Gæslunnar Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vill halda áfram hagkvæmnisgreiningu á flutningi Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja. Þá vill stjórnin mynda samstarfshóp um málið þar sem sveitarfélögin á svæðinu og stjórnvöld eigi sæti. 27.4.2011 19:54
Segir hækkunina nema 27 prósentum Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að hækkun gjaldskrár á bílastæðum við Leifsstöð nemi 27 prósentum en ekki 50 prósentum eins og Félag íslenskra bifreiðaeigenda heldur fram. Hækkunin miðast við að lagfæra í samræmi við vísitölubreytingar frá síðustu hækkun sem var að sögn Hjördísar árið 2006. 27.4.2011 19:46
Björn að leggja lokahönd á bók um Baugsmálið Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra er að leggja lokahönd á bók sem hann hefur skrifað um Baugsmálið. Í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Björn að bókin lýsti umræðunum sem voru í blöðunum og á stjórnmálavettvangi á þessum tíma, sem voru að hans sögn tímar mikilla umbrota og átaka í íslensku samfélagi. 27.4.2011 19:19
SA vill reyna til þrautar með þriggja ára samninga Formaður Samtaka Atvinnulífsins óttast ekki verkföll á almennum vinnumarkaði. Reynt verði til þrautar að koma á þriggja ára samningum áður en skammtímasamningar verði skoðaðir. 27.4.2011 18:48
Stefndu á Grundartanga en vísað til Húsavíkur Finnsku fyrirtæki, sem skoðað hefur möguleika á að reisa efnaverksmiðju á Grundartanga, hefur verið beint til Húsavíkur. Landsvirkjun kveðst nú vísa öllum áhugasömum orkukaupendum norður. 27.4.2011 18:39