Verulegar áhyggjur af ímynd lambakjötsins Hafsteinn Hauksson skrifar 12. febrúar 2011 13:08 Bændur óttast um ímynd lambakjötsins erlendis vegna mengunarumræðunnar. Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir félagsmenn hafa verulegar áhyggjur af ímynd lambakjöts í útlöndum eftir að fjöldi erlendra fjölmiðla greindi frá díoxínmengun í íslensku kjöti. Bændasamtökin birtu í gær yfirlit yfir fjölmiðlaumfjöllun erlendis um að díoxínmengað kjöt úr Skutulsfirði hafi verið sent á erlenda markaði, en alls voru flutt 2,2 tonn til Bretlands og 2,7 tonn til Spánar. Meðal annars hafa fjölmiðlar á Norðurlöndunum, í Frakklandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Asíu fjallað um málið. Matvælastofnun hefur brugðist við og sendi í gær fréttatilkynningu á ensku þar sem farið er nákvæmlega yfir málið og umfang þess. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir auðvitað eðlilegt að Matvælastofnun innkalli kjötið og láti neytendur vita af menguninni, enda eigi neytendur að njóta vafans. Hins vegar sé gremja í bændum, sem flytji um 40% framleiðslu sinnar á erlenda markaði, yfir að svona hafi farið, og stjórnvöld verði að sjá til þess að svona nokkuð endurtaki sig ekki. „Það er náttúrulega fljótt að fara orðsporið, og getur farið á einni nóttu," Segir Sigurgeir. „Þeir sem koma til með að lesa þetta erlendis munu ekkert átta sig á því að þetta séu 0,025% af árlegri innanlandssölu sem var innkallaður. Þeir munu ekki heldur spá í það að tiltölulega fá sýni sem skoðuð voru mældust yfir mörkum. Staðreynd málsins er sú að þetta kom upp, og það er stóralvarlegt mál. Við erum áhyggjufullir." Hann segir að í versta falli geti neytendur hætt að kaupa kjötið vegna fréttanna, þó það verði auðveldara að sannfæra birgja um rök málsins. Það komi í ljós á næstu dögum og vikum hver áhrifin verða. „Við erum að reyna að byggja upp þessa ímynd erlendis, sem íslenska lambakjötið hefur haft innanlands; ímynd hollustu og hreinleika. Það er ljóst að díoxínmengun er ekki alveg í takt við það." Óttist þið hrun á erlendum mörkuðum? „Auðvitað óttast maður það, en tíminn verður að sjálfsögðu að leiða það í ljós hvaða áhrif þetta mun hafa. Það kemur í ljós eftir helgi hvernig menn fara að spyrja spurninga." Sigurgeir segir sauðfjárbændur hyggjast bretta upp ermar og koma þeim skilaboðum áleiðis að þetta endurtaki sig ekki. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir félagsmenn hafa verulegar áhyggjur af ímynd lambakjöts í útlöndum eftir að fjöldi erlendra fjölmiðla greindi frá díoxínmengun í íslensku kjöti. Bændasamtökin birtu í gær yfirlit yfir fjölmiðlaumfjöllun erlendis um að díoxínmengað kjöt úr Skutulsfirði hafi verið sent á erlenda markaði, en alls voru flutt 2,2 tonn til Bretlands og 2,7 tonn til Spánar. Meðal annars hafa fjölmiðlar á Norðurlöndunum, í Frakklandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Asíu fjallað um málið. Matvælastofnun hefur brugðist við og sendi í gær fréttatilkynningu á ensku þar sem farið er nákvæmlega yfir málið og umfang þess. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir auðvitað eðlilegt að Matvælastofnun innkalli kjötið og láti neytendur vita af menguninni, enda eigi neytendur að njóta vafans. Hins vegar sé gremja í bændum, sem flytji um 40% framleiðslu sinnar á erlenda markaði, yfir að svona hafi farið, og stjórnvöld verði að sjá til þess að svona nokkuð endurtaki sig ekki. „Það er náttúrulega fljótt að fara orðsporið, og getur farið á einni nóttu," Segir Sigurgeir. „Þeir sem koma til með að lesa þetta erlendis munu ekkert átta sig á því að þetta séu 0,025% af árlegri innanlandssölu sem var innkallaður. Þeir munu ekki heldur spá í það að tiltölulega fá sýni sem skoðuð voru mældust yfir mörkum. Staðreynd málsins er sú að þetta kom upp, og það er stóralvarlegt mál. Við erum áhyggjufullir." Hann segir að í versta falli geti neytendur hætt að kaupa kjötið vegna fréttanna, þó það verði auðveldara að sannfæra birgja um rök málsins. Það komi í ljós á næstu dögum og vikum hver áhrifin verða. „Við erum að reyna að byggja upp þessa ímynd erlendis, sem íslenska lambakjötið hefur haft innanlands; ímynd hollustu og hreinleika. Það er ljóst að díoxínmengun er ekki alveg í takt við það." Óttist þið hrun á erlendum mörkuðum? „Auðvitað óttast maður það, en tíminn verður að sjálfsögðu að leiða það í ljós hvaða áhrif þetta mun hafa. Það kemur í ljós eftir helgi hvernig menn fara að spyrja spurninga." Sigurgeir segir sauðfjárbændur hyggjast bretta upp ermar og koma þeim skilaboðum áleiðis að þetta endurtaki sig ekki.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira