Verulegar áhyggjur af ímynd lambakjötsins Hafsteinn Hauksson skrifar 12. febrúar 2011 13:08 Bændur óttast um ímynd lambakjötsins erlendis vegna mengunarumræðunnar. Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir félagsmenn hafa verulegar áhyggjur af ímynd lambakjöts í útlöndum eftir að fjöldi erlendra fjölmiðla greindi frá díoxínmengun í íslensku kjöti. Bændasamtökin birtu í gær yfirlit yfir fjölmiðlaumfjöllun erlendis um að díoxínmengað kjöt úr Skutulsfirði hafi verið sent á erlenda markaði, en alls voru flutt 2,2 tonn til Bretlands og 2,7 tonn til Spánar. Meðal annars hafa fjölmiðlar á Norðurlöndunum, í Frakklandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Asíu fjallað um málið. Matvælastofnun hefur brugðist við og sendi í gær fréttatilkynningu á ensku þar sem farið er nákvæmlega yfir málið og umfang þess. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir auðvitað eðlilegt að Matvælastofnun innkalli kjötið og láti neytendur vita af menguninni, enda eigi neytendur að njóta vafans. Hins vegar sé gremja í bændum, sem flytji um 40% framleiðslu sinnar á erlenda markaði, yfir að svona hafi farið, og stjórnvöld verði að sjá til þess að svona nokkuð endurtaki sig ekki. „Það er náttúrulega fljótt að fara orðsporið, og getur farið á einni nóttu," Segir Sigurgeir. „Þeir sem koma til með að lesa þetta erlendis munu ekkert átta sig á því að þetta séu 0,025% af árlegri innanlandssölu sem var innkallaður. Þeir munu ekki heldur spá í það að tiltölulega fá sýni sem skoðuð voru mældust yfir mörkum. Staðreynd málsins er sú að þetta kom upp, og það er stóralvarlegt mál. Við erum áhyggjufullir." Hann segir að í versta falli geti neytendur hætt að kaupa kjötið vegna fréttanna, þó það verði auðveldara að sannfæra birgja um rök málsins. Það komi í ljós á næstu dögum og vikum hver áhrifin verða. „Við erum að reyna að byggja upp þessa ímynd erlendis, sem íslenska lambakjötið hefur haft innanlands; ímynd hollustu og hreinleika. Það er ljóst að díoxínmengun er ekki alveg í takt við það." Óttist þið hrun á erlendum mörkuðum? „Auðvitað óttast maður það, en tíminn verður að sjálfsögðu að leiða það í ljós hvaða áhrif þetta mun hafa. Það kemur í ljós eftir helgi hvernig menn fara að spyrja spurninga." Sigurgeir segir sauðfjárbændur hyggjast bretta upp ermar og koma þeim skilaboðum áleiðis að þetta endurtaki sig ekki. Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir félagsmenn hafa verulegar áhyggjur af ímynd lambakjöts í útlöndum eftir að fjöldi erlendra fjölmiðla greindi frá díoxínmengun í íslensku kjöti. Bændasamtökin birtu í gær yfirlit yfir fjölmiðlaumfjöllun erlendis um að díoxínmengað kjöt úr Skutulsfirði hafi verið sent á erlenda markaði, en alls voru flutt 2,2 tonn til Bretlands og 2,7 tonn til Spánar. Meðal annars hafa fjölmiðlar á Norðurlöndunum, í Frakklandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Asíu fjallað um málið. Matvælastofnun hefur brugðist við og sendi í gær fréttatilkynningu á ensku þar sem farið er nákvæmlega yfir málið og umfang þess. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir auðvitað eðlilegt að Matvælastofnun innkalli kjötið og láti neytendur vita af menguninni, enda eigi neytendur að njóta vafans. Hins vegar sé gremja í bændum, sem flytji um 40% framleiðslu sinnar á erlenda markaði, yfir að svona hafi farið, og stjórnvöld verði að sjá til þess að svona nokkuð endurtaki sig ekki. „Það er náttúrulega fljótt að fara orðsporið, og getur farið á einni nóttu," Segir Sigurgeir. „Þeir sem koma til með að lesa þetta erlendis munu ekkert átta sig á því að þetta séu 0,025% af árlegri innanlandssölu sem var innkallaður. Þeir munu ekki heldur spá í það að tiltölulega fá sýni sem skoðuð voru mældust yfir mörkum. Staðreynd málsins er sú að þetta kom upp, og það er stóralvarlegt mál. Við erum áhyggjufullir." Hann segir að í versta falli geti neytendur hætt að kaupa kjötið vegna fréttanna, þó það verði auðveldara að sannfæra birgja um rök málsins. Það komi í ljós á næstu dögum og vikum hver áhrifin verða. „Við erum að reyna að byggja upp þessa ímynd erlendis, sem íslenska lambakjötið hefur haft innanlands; ímynd hollustu og hreinleika. Það er ljóst að díoxínmengun er ekki alveg í takt við það." Óttist þið hrun á erlendum mörkuðum? „Auðvitað óttast maður það, en tíminn verður að sjálfsögðu að leiða það í ljós hvaða áhrif þetta mun hafa. Það kemur í ljós eftir helgi hvernig menn fara að spyrja spurninga." Sigurgeir segir sauðfjárbændur hyggjast bretta upp ermar og koma þeim skilaboðum áleiðis að þetta endurtaki sig ekki.
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira