Líklegt að reyni á ábyrgð allra - fréttaskýring 12. febrúar 2011 10:30 Funi á góðum degi. Fyrir liggur að einstaklingar hafa borið fjárhagslegan og tilfinningalegan skaða af mengun. Nú er spurt hver muni bæta þann skaða. Mynd/Pétur tryggvi Fréttaskýring: Hver er ábyrgur og ber að bæta þann skaða sem mengun frá sorpbrennslum hefur valdið? Eiríkur Jónsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, telur líklegt að fari menn í skaðabótamál vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum muni þeir beina kröfum sínum bæði gegn eigendum eða rekstraraðilum þeirra og eftirlitsaðilum. Mælingar Matvælastofnunar hafa staðfest díoxínmengun í kjöti, mjólk og fóðri frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði. Bændur á svæðinu munu þurfa að fella bústofn sinn og Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, sér ekki framtíð í búskap á jörð sinni. Ljóst er að fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fólks er mikið. Aðalheiður Jóhannsdóttir Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, benti á það í viðtali við Fréttablaðið 8. janúar að ef í ljós kæmi að einstaklingar, sem byggju á þeim svæðum þar sem eldri sorpbrennslur hefðu starfað, hefðu orðið fyrir heilsutjóni eða annars konar tjóni væri ekki óhugsandi að eigendur eða rekstraraðilar yrðu skaðabótaskyldir ef tækist að sýna fram á saknæma háttsemi eða gáleysi fyrirsvarsmanna. Einnig væri hugsanlegt að athafnaleysi opinberra eftirlitsaðila gæti valdið skaðabótaskyldu, til dæmis á þeim grundvelli að ekki hefði verið gripið fyrr inn í atburðarásina þegar vitneskja hefði legið fyrir um magn díoxíns frá eldri sorpbrennslum. Eiríkur segir að löggjöfin um skaðabótaábyrgð vegna umhverfistjóna sé enn sem komið er talsvert frumstæðari hér á landi en hjá ýmsum nágrannaþjóðum, þar sem lögfestar hafa verið reglur sem auðvelda fólki að sækja bætur vegna mengunartjóns. Niðurstaða um bótaábyrgð vegna slíks tjóns ráðist því í grunnatriðum af almennum reglum skaðabótaréttar. Eiríkur Jónsson „Um leið gerir hið sérstaka eðli umhverfistjóns beitingu þessara almennu reglna á ýmsan hátt vandasama. Í skaðabótamáli vegna tjóns í þessa veru myndi eðlilega reyna á mat á hinum hefðbundnu skilyrðum skaðabótaábyrgðar, svo sem á saknæmi og orsakatengslum, en jafnframt kæmu til skoðunar tiltekin sérsjónarmið sem talin hafa verið gilda um ábyrgð vegna opinbers eftirlits,“ segir Eiríkur. Í málum þar sem bóta er krafist fyrir tjón, sem snertir háttsemi fleiri en eins aðila, er ekki óalgengt að aðilar bendi að einhverju leyti hver á annan, auk þess sem niðurstaðan getur orðið sú að fleiri en einn beri ábyrgð á tilteknu tjóni. „Því beina menn gjarnan skaðabótakröfum að öllum þeim sem ábyrgð kunna að bera og nokkuð algengt að fleiri en einn aðili séu til varnar. Nú þekki ég ekki fyllilega málsatvik í þeim málum sem kunna að rísa vegna sorpbrennslanna en samkvæmt þessu má telja eins líklegt að þar reyni á ábyrgð fleiri en eins aðila,“ segir Eiríkur. svavr@frettabladid.is Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Fréttaskýring: Hver er ábyrgur og ber að bæta þann skaða sem mengun frá sorpbrennslum hefur valdið? Eiríkur Jónsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, telur líklegt að fari menn í skaðabótamál vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum muni þeir beina kröfum sínum bæði gegn eigendum eða rekstraraðilum þeirra og eftirlitsaðilum. Mælingar Matvælastofnunar hafa staðfest díoxínmengun í kjöti, mjólk og fóðri frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði. Bændur á svæðinu munu þurfa að fella bústofn sinn og Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, sér ekki framtíð í búskap á jörð sinni. Ljóst er að fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fólks er mikið. Aðalheiður Jóhannsdóttir Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, benti á það í viðtali við Fréttablaðið 8. janúar að ef í ljós kæmi að einstaklingar, sem byggju á þeim svæðum þar sem eldri sorpbrennslur hefðu starfað, hefðu orðið fyrir heilsutjóni eða annars konar tjóni væri ekki óhugsandi að eigendur eða rekstraraðilar yrðu skaðabótaskyldir ef tækist að sýna fram á saknæma háttsemi eða gáleysi fyrirsvarsmanna. Einnig væri hugsanlegt að athafnaleysi opinberra eftirlitsaðila gæti valdið skaðabótaskyldu, til dæmis á þeim grundvelli að ekki hefði verið gripið fyrr inn í atburðarásina þegar vitneskja hefði legið fyrir um magn díoxíns frá eldri sorpbrennslum. Eiríkur segir að löggjöfin um skaðabótaábyrgð vegna umhverfistjóna sé enn sem komið er talsvert frumstæðari hér á landi en hjá ýmsum nágrannaþjóðum, þar sem lögfestar hafa verið reglur sem auðvelda fólki að sækja bætur vegna mengunartjóns. Niðurstaða um bótaábyrgð vegna slíks tjóns ráðist því í grunnatriðum af almennum reglum skaðabótaréttar. Eiríkur Jónsson „Um leið gerir hið sérstaka eðli umhverfistjóns beitingu þessara almennu reglna á ýmsan hátt vandasama. Í skaðabótamáli vegna tjóns í þessa veru myndi eðlilega reyna á mat á hinum hefðbundnu skilyrðum skaðabótaábyrgðar, svo sem á saknæmi og orsakatengslum, en jafnframt kæmu til skoðunar tiltekin sérsjónarmið sem talin hafa verið gilda um ábyrgð vegna opinbers eftirlits,“ segir Eiríkur. Í málum þar sem bóta er krafist fyrir tjón, sem snertir háttsemi fleiri en eins aðila, er ekki óalgengt að aðilar bendi að einhverju leyti hver á annan, auk þess sem niðurstaðan getur orðið sú að fleiri en einn beri ábyrgð á tilteknu tjóni. „Því beina menn gjarnan skaðabótakröfum að öllum þeim sem ábyrgð kunna að bera og nokkuð algengt að fleiri en einn aðili séu til varnar. Nú þekki ég ekki fyllilega málsatvik í þeim málum sem kunna að rísa vegna sorpbrennslanna en samkvæmt þessu má telja eins líklegt að þar reyni á ábyrgð fleiri en eins aðila,“ segir Eiríkur. svavr@frettabladid.is
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira