Fleiri fréttir

Forsetinn um Icesave: „Þetta er auðvitað miklu betri samningur“

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að nýja Icesave samkomulagið sé miklu betra en það gamla. Þetta kemur fram í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í dag en Ólafur er nú staddur í Davos í Sviss á árlegri ráðstefnu World Economic Forum. Hann segir að Bretar og Hollendingar hafi nú fallist á málflutning Íslendinga þess efnis að fyrri samningurinn hafi verið ósanngjarn í grundvallaratriðum. „Þetta er auðvitað mikið betri samningur," segir Ólafur Ragnar.

Orkuveitan verður ekki einkavædd

Orkuveita Reykjavíkur verður ekki einkavædd á vakt sitjandi borgarstjórnarmeirihluta. Þetta segir Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra. Ummæli Haraldar Flosa Tryggvasonar í Morgunblaðinu í gær hafa vakið upp vangaveltur um hvort til standi að einkavæða Orkuveituna. Björn segir það af og frá. Hann telur þó alla umræðu um eignarhald á Orkuveitunni hins vegar holla, og vekur athygli á því að þar sem Orkuveitan er í opinberri eigu fylgi opinber trygging á greiðslum vegna lána sem fyrirtækið fær. Sú trygging hafi mögulega haft áhrif á hversu stórtækar fjárfestingar var farið út í á vegum fyrirtækisins á liðnum árum.

Fésbókin stuðlar að vöruþróun

Foreldrar sem voru þreyttir á því að geta ekki ferðast með opnar fernur af Stoðmjólk handa barninu sínu tóku sig til fyrir ellefu mánuðum og stofnuðu síðu á Fésbókinni þar sem því var beint til Mjólkursamsölunnar að framleiða Stoðmjólk með skrúftappa. Um níu hundruð manns skráðu sig í hópinn.

Lögreglan á Hvolsvelli þakkar fyrir aðstoð

Yfirlögregluþjónninn á Hvolsvelli, Sveinn Kristján Rúnarsson, þakkar öllum þeim sem komu að erfiðri björguna á Eyjafjallajökli í gærkvöld. Eftirfarandi er orðsending sem Sveinn bað fjölmiðla um að koma á framfæri.

Eignarhald OR: Boðað til eigendafundar

Samþykkt var á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur sem var að ljúka nú skömmu fyrir fréttir, að eigendafundur verði haldinn sem fyrst þar sem eignarhald á Orkuveitunni verður rætt.

Ríkissaksóknari tekur afstöðu til manndrápstilrauna

Skotárásin í Ásgarði á aðfangadag og árásin á Ólaf Þórðarson, tónlistarmann í Ríó tríó, eru komnar á borð Ríkissaksóknara sem mun á næstu dögum taka ákvörðun um hvort ákært verður í málunum. Þau hafa verið til meðferðar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis hafa bæði málin verið rannsökuð sem tilraunir til manndrápa.

Sóley mótmælir hugmyndum um einkavæðingu OR

Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, mótmælir harðlega hugmyndum stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur um að æskilegt sé að einkavæða fyrirtækið. Stjórnarfundur Orkuveitunnar hófst nú klukkan níu og stendur til ellefu. Sóley gaf út fyrir fundinn að á honum myndi hún leggja fram tillögu þar sem hún krefst þess að eigendafundur verði kallaður saman til að fara yfir viðbrögð við einkavæðingarstefnu stjórnarformannsins.

Brotist inn í skátaheimili

Fjögur innbrot voru framin á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eru þau enn óupplýst. Brotist var inn í skátaheimilið í Mosfellsbæ og þar leitað að verðmætum í öllum hirslum, síðan inn í veitingahús í Árbæjarhverfi. Næst í fyrirtæki í Vogahverfi, þar sem tölvu var meðal annars stolið, og svo inn í vinnuskúr á byggingasvæði við Lindargötu, þaðan sem verðmætum var stolið. Lögreglu grunar hverjir voru að verki í að minnstakosti tveimur tilvikanna og er þeirra nú leitað.

Hálkuslys í nótt

Ökumaður, sem var einn í bíl sínum, slasaðist þegar bíllinn rann út af Reykjanesbrautinni í hálku á móts við Sprengisand, um klukkan tíu í gærkvöldi, og fór nokkrar veltur.

Þýski jöklafarinn fundinn

Þýskur fjallgöngumaður, sem leitað hefur veri að á Eyjafjallajökli síðan síðdegis í gær, fannst á lífi rétt fyrir klukkan sex í morgun, nánast á há bungu jökulsins.

Hundurinn fundinn eftir hrakninga

„Skjöldur er fundinn og kominn í góðar hendur eftir mikla hrakninga,“ segir Gunnar Ólafsson, sem leitað hefur ákaft að hundinum Skildi, sem hann þurfti að láta frá sér vegna búferlaflutninga.

Bíða niðurstöðu blóðrannsóknar

Lögreglan á Akureyri bíður eftir niðurstöðum blóðrannsóknar á ökumanninum sem var undir stýri þegar maður lést á Eyjafjarðarbraut 20. janúar síðastliðnum.

Afsökun og ásakanir

Hvað var sagt í umræðu um framkvæmd kosninga til stjórnlagaþings? Þriggja og hálfs klukkustundar umræða um ógildingu Hæstaréttar var um flest fyrirséð. Þingmenn töluðu eins og við mátti búast, málflutningur flokkanna var eintóna og línur skýrar.

Tvöfaldur ávinningur með íslensku viðmóti

Framhaldsskólar eru aftarlega á merinni í notkun hugbúnaðar með íslensku viðmóti. Í íslenskri málstefnu, sem samþykkt var á þingi, segir að notendaumhverfi í skólum skuli vera á íslensku. Íslensk útgáfa Office 2010 kemur út í dag.

Leita Þjóðverjans frammá nótt

Björgunarsveitamenn og lögreglan á Hvolsvelli búast við því að leitað verði frammá nótt að Þjóðverjanum sem er týndur á Eyjafjallajökli. Eins og fram kom á Vísi fyrr í kvöld eru um 150 manns sem taka þátt í leitinni.

Bíll fór þrjár veltur á Reykjanesbraut

Ökumaður bifreiðar var fluttur á slysadeild eftir að bíll hans velti á Reykjanesbraut, við Sprengisand, um hálftíuleytið í kvöld. Bíllinn fór þrjár veltur áður en hann staðnæmdist.

Börnin skreyttu kistu Sigurjóns

Útför tónlistarmannsins Sigurjóns Brink sem varð bráðkvaddur á heimili sínu þann sautjánda janúar síðastliðinn, var gerð frá Grafarvogskirkju í dag.

Jóel litli kominn með vegabréf

Íslensk stjórnvöld hafa gefið út vegabréf fyrir Jóel Færseth Einarsson, sem hefur verið fastur á Indlandi ásamt foreldrum sínum frá því fyrir jól. Viðbúið er að þau komist heim til Íslands á næstu dögum.

Óhöppum hjá Strætó fækkaði um helming

Óhöppum í umferðinni þar sem strætisvagnar Strætó bs. eiga í hlut fækkaði um nærri helmingi á fimm ára tímabili á ársgrundvelli, frá 2006 til 2010, eða um 48%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó bs.

Ríkisstjórn Íslands líkt við Hugo Chavez

Ríkisstjórn Íslands var á Alþingi í dag líkt við Hugo Chavez í Venesúela. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ítrekaði þar enn að eignarnám á HS Orku væri ekki útilokað.

Um 150 manns leita á Eyjafjallajökli

Um 150 manns eru farnir til leitar að þýska ferðamanninum sem leitað er á Eyjafjallajökli. „Þetta eru náttúrlega erfiðar aðstæður alltaf á jökli, þannig að við erum að kalla til vant jöklafólk og fjallafólk og okkar vanasta vélsleðafólk," segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir,

Vilja meiri samskipti við foreldra

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna óska upplýsinga um aðkomu fulltrúa foreldra að hagræðingarvinnu í tilefni af samþykkt Samfok sem kynnt hefur verið opinberlega.

Lögreglan handtók tvo innbrotsþjófa í Hafnarfirði

Tveir innbrotsþjófar voru handteknir í Hafnarfirði í morgun. Þar höfðu þeir brotist inn í hús og tekið ýmsa muni ófrjálsri hendi. Þjófarnir, kona um tvítugt og karl á þrítugsaldri, voru stöðvaðir skammt frá vettvangi en hinir stolnu munir fundust í bílnum þeirra.

Gerplustelpur verða með Agli á Símaskránni

Egill "Gillz" Einarsson, meðhöfundur Símaskrárinnar 2011, hefur fengið Evrópumeistara Gerplu í hópfimleikum kvenna til að sitja fyrir með sér í myndatökum vegna Símaskrárinnar sem mun koma út í maí næstkomandi.

Vilja lög til að losna við Ódrjúgsháls

Þrír þingmenn hafa lagt til á Alþingi að sérstök lög verði sett til að losna við veginn um Ódrjúgsháls. Þeir staðhæfa að þetta sé brýnasta verkefni í vegagerð á Íslandi.

Stefnir í stórslys í heilbrigðiskerfinu

Það stefnir í algjört stórslys í heilbrigðiskerfinu vegna stefnuleysis í niðurskurði. Þetta segir formaður ljósmæðrafélagsins. Til dæmis þurfi konur utan af landi oft að fara um langan veg til að ala barn og dvelja langdvölum fjarri fjölskyldum sínum.

Sjálfsmyndin umturnaðist vegna breytinga á stjörnumerkjum

Það stefnir í algjört stórslys í heilbrigðiskerfinu vegna stefnuleysis í niðurskurði. Þetta segir formaður ljósmæðrafélagsins. Til dæmis þurfi konur utan af landi oft að fara um langan veg til að ala barn og dvelja langdvölum fjarri fjölskyldum sínum.

Leita að erlendum ferðamanni á Eyjafjallajökli

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru nú að hefja leit að erlendum ferðamanni sem saknað er á Eyjafjallajökli. Maðurinn var á ferð með tveimur félögum sínum í gær og hugðust þeir ganga frá Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi að gígnum í Eyjafjallajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg varð hann viðskila við þá og hefur ekki skilað sér til baka.

Vill heiðra lögreglumenn úr Gúttóslagnum

Hreggviður Jónsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og Borgaraflokksins, segir að lögregluþjónar hafi bjargað bæjarstjórn Reykjavíkur og lýðræðinu í landinu, með hreysti sínu og hugrekki, þann 9. nóvember 1932 í Gúttóslagnum.

Flugvallahlauparar fara aftur í hérað

Hæstiréttur ómerkti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem höfðu verið dæmdir í 60 daga og 45 daga fangelsi fyrir að hafa farið í heimildarleysi inn á flugvallarsvæðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Sex manns í fangelsi fyrir árás á lögreglumenn

Hæstiréttur dæmdi í dag sex filipsseyska karlmenn í fangelsi fyrir að ráðast á tvo lögreglumenn í Hraunbæ í otkóber 2008. Þeir þrír sem þyngstu dómana hlutu voru dæmdur í níu mánaða fangelsi, einn var dæmdur í sjö mánaða fangelsi en tveir í sex mánaða fangelsi.

Stefnir í blómlega starfsemi á brunareitnum

Nú fer að styttast í að byggingaframkvæmdum á brunareitnum á horni Lækjargötu og Austurstrætis ljúki en áætluð verklok eru í sumarbyrjun. Gengið hefur verið frá leigusamningum á stórum hluta húsnæðisins, en ennþá eru laus til leigu skrifstofurými, að því er fram kemur á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Svipmyndir frá ferli Sjonna Brink

Ísland í dag sýndi í gær samantekt þar sem farið er yfir feril Sjonna Brink og rætt við samstarfsfélaga hans og vini.

Stjórnarþingmaður: Landskjörstjórn segi af sér

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að landskjörstjórn verði að segja af sér í kjölfar þess að Hæstiréttur ógilti kosningu til stjórnlagaþings. Að hans mati er eina færa leiðin í málinu sú að kosið verði aftur til stjórnlagaþings, og þá gangi ekki að sama kjörstjórn komi að framkvæmdinni.

Austurstræti verður göngugata til frambúðar

Gangandi vegfarendur fá að njóta sín í miðborg Reykjavíkur í sumar. Á fundi umhverfis- og samgönguráðs í vikunni var ákveðið að Austurstræti verði göngugata, Lækjargata verði sameiginlegt rými að hluta til og Pósthússtræti skilgreint sem gönguleið að Hörpunni. „Búast má við iðandi mannlífi í miðborginni,“ að því er fram kemur í tilkynningu.

Umboðsmaður skuldara: Vinnubrögð lögmanns „með öllu óásættanleg"

Umboðsmaður skuldara átelur vinnubrögð Guðrúnar Hólmgeirsdóttur, héraðsdómslögmanns, sem sendi konu í greiðsluaðlögun hjá embættinu bréf þar sem hún sagðist ekki hafa haft tíma til að sinna málum konunnar þar sem Guðrún var upptekin við að horfa á handbolta í sjónvarpinu. Umboðsmaður skuldara telur þessi vinnubrögð með öllu óásættanleg. Haft hefur verið samband við báða aðila málsins og boðað Guðrúnu á fund hjá embættinu þar sem staða hennar sem umsjónarmanns í málinu verður tekin til skoðunar.

Íslensk börn horfa upp á mæður sínar beittar ofbeldi

Leiða má líkur að því að 23 til 27 þúsund konur á Íslandi hafi orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi frá 16 ára aldri. Í niðurstöðum nýrrar rannsóknar kemur fram að rúm 22 prósent íslenskra kvenna hafi orðið fyrir slíku ofbeldi á lífsleiðinni. Niðurstöðurnar voru kynntar í gær.

Kannabisræktun í Háaleitishverfi

Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Háaleitishverfi í gær. Að sögn lögreglu fundust við húsleit 44 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu.

Bandarískur diplómat skaut tvo til bana

Bandarískur diplómat í Pakistan skaut tvo menn til bana í borginni Lahore í dag. Hann er í haldi lögreglunnar og segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Maðurinn var í bifreið sinni þegar tveir vopnaðir menn komu á mótorhjóli og hófu að elta bílinn.

Lögmaður tók handboltann fram yfir skuldara í vanda

Erla Ellertsdóttir, sem er í greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara, varð heldur undrandi þegar hún fékk tölvupóst frá umsjónarmanni sínum hjá embættinu þar sem hann sagðist ekki hafa haft tíma til að sinna Erlu þar sem hann var upptekinn af handboltanum í sjónvarpinu.

Sjá næstu 50 fréttir