Fleiri fréttir

Vill endurhæfingabúðir fyrir ísbirni í Laugardal

Borgarstjóri ætlar að standa fyrir því að reistar verði endurhæfingarbúðir fyrir ísbirni sem hafa hrakist hingað til lands verði reistar í Húsdýragarðinum í Laugardal. Hann vill að verkefnið verði fjármagnað með alþjóðlegri söfnun en ekki skattfé.

Meintur bankaræningi handtekinn

Tvítugur karlmaður hefur verið handtekinn vegna ránstilraunar í útibúi Arion banka í morgun. Lögreglan segir að vegna upplýsinga sem almenningur hafi komið á framfæri við lögreglu hafi leitt til þess að karlmaðurinn hafi verið handtekinn og hafi hann játað verknaðinn. Hann gistir nú fangageymslur lögreglu, segir á fésbókarsíðu lögreglunnar.

Auknar efasemdir um ESB innan VG

„Þetta er náttúrlega upphafsfundur frekar en einhver lokafundur enda eru svona stórmál ekki kláruð á stuttum fundi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, um þingflokksfundinn sem fór fram í kvöld.

Ekki þörf á nýjum stjórnarsáttmála

Árni Þór Sigurðsson, formaður þingflokks VG, segist ánægður með þingflokksfundinn sem haldinn var í kvöld. „Við fórum yfir stöðuna í stjórnmálum og hjá okkur og hvað hefur á dagana drifið ef svo má að orði komast,“ segir Árni. Ný efnahagsstefna sem taki við þegar AGS fer og Evrópusambandsmál.

Segir vegtolla algerlega óásættanlega

Vegtollar til að fjármagna uppbyggingu stofnæða að höfuðborgarsvæðinu eru algjörlega óásættanlegir, segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði.

Þingflokksfundi lokið

Þingflokksfundi VG lauk um sjöleytið í kvöld. Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokksins, sagði í samtali við fréttastofu Ríkisúvarpsins að þingflokkurinn stæði saman. Hann sagði að skoðanaskipti hefðu verið hreinskiptin á fundinum. Vísir hefur reynt að ná tali af Árna, en án árangurs.

Gengislán íbúða enn í óvissu

Þrátt fyrir nýsett gengislög viðskiptaráðherra virðist alger óvissa enn ríkja um hvað þúsundir heimila skulda í gengistryggð húsnæðislán. Fordæmisgefandi mál gegn Frjálsa fjárfestingarbankanum fer fyrir Hæstarétt eftir 2 vikur, niðurstaðan gæti breytt endurútreikningi á gengistryggðum húsnæðislánum.

Hjólhýsi fauk á hliðina

Hjólhýsi fauk á hliðina í Grafarvogi um hádegisbil í gær. Óhappið átti sér stað á bifreiðastæði við fjölbýlishús en talsvert rok var í borginni þegar þetta gerðist. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni sakaði engan en hjólhýsið er mikið skemmt.

BUGL fékk tvær bifreiðar til eignar

Klúbbfélagar í Lionsklúbbnum Fjörgyn afhentu Barna- og unglingageðdeild Landspítalans til eignar tvær bifreiðar, Renault Trafic og Renault Clio, sem Fjörgyn hefur haft á rekstrarleigu undanfarin 3 ár.

Ofbeldismaður framseldur til Póllands

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framsal á pólskum karlmanni til heimalands síns. Maðurinn hafði gerst sekur um líkasmárás, ásamt öðrum manni. Auk þess hótaði hann tveimur mönnum lífláti og að kveikja í húsi þeirra þannig að mennirnir óttuðust um líf sitt og heilbrigði.

Forsetinn fær viðurkenningu frá Rússum

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tók í dag við minnispeningi og heiðursviðurkenningu sem forseti Rússlands Dmitry Medvedev og sérstök minningarnefnd um síðari heimsstyrjöldina hefur ákveðið að veita forsetanum. Peninginn fær hann vegna stuðnings við viðburði og athafnir sem tengjast varðveislu sögu föðurlandsstríðsins mikla en svo nefna Rússar síðari heimsstyrjöldina.

Í varðhald fyrir að hóta vitnum í hrottafengnu pyntingarmáli

Karlmaður á Akureyri var úrskurðaður í gæsluvarðhald um áramótin eftir að hann hótaði vitni í þeim tilgangi að hafa áhrif á vitnisburð hans vegna hrottalegs ofbeldismáls sem verður réttað í þann 7. janúar næstkomandi. Þá hafði lögreglan einnig afskipti af manninum eftir að hann gekk í skrokk á sambýliskonu sinni og vinkonu hennar sama kvöld.

Þekkið þið ræningjana | Myndir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir mönnum sem gerðu tilraun til bankaráns í Arion banka í Árbænum í morgun.

Bað fréttamenn að sýna tillitssemi

Árni Þór Sigurðsson, starfandi formaður þingflokks Vinstri grænna, var lítið tilbúinn að tjá sig um efni þingflokksfundarins í samtali við fréttamann sem var á staðnum. „Það er fundarhlé," sagði hann.

Réttað í fjóra daga yfir hrottum

Fyrirtaka fór fram í máli þriggja manna sem ákærðir eru fyrir hrottalega árás á 64 ára gamlan karlmann, eiginkonu hans og dóttur í Reykjanesbæ í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þar var meðal annars ákveðið að verja fjórum dögum í aðalmeðferð málsins, sem þykir óvanalega langur tími fyrir sakamál.

Ákærður fyrir að smygla amfetamíni í skópörum

Serbneskur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til þess að smygla tæpu kílói af amfetamíni til landsins á síðasta ári. Maðurinn, sem er 34 ára gamall, kom hingað til lands 9. nóvember. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Kristján Möller um FÍB: Ófagleg vinnubrögð

Kristján Möller, sem fór fyrir viðræðum ríkisins við lífeyrissjóðina um fjármögnun vegagerðar, segir sýnda andstöðu við vegtolla ekki koma sér á óvart. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sem kunnugt er sett af stað undirskriftasöfnun þar sem vegtollunum er mótmælt og tæplega þrjátíu þúsund manns þegar skrifað undir.

Meintur nauðgari flutti til útlanda - rannsókn á lokastigi

Rannsókn lögreglu á nauðgun sem ungur piltur kærði karlmann um þrítugt fyrir í maí á síðasta ári er á lokastigi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur verið erfitt að ná í manninn þar sem hann fluttist búferlum erlendis í kjölfar kærunnar. Von var þó á honum til landsins nú um jólin, þar sem ráðgert var að ræða við hann.

Reyndi að ræna Arion banka vopnaður grjóti

Maðurinn sem réðst inn í útibú Arion banka rétt rúmlega níu í morgun, var vopnaður grjóti samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann krafðist fjármuna og braut í kjölfarið gler sem skilur að gjaldkera og viðskiptavini.

Jón Gnarr fundar um ísbjörn í dag

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, mun funda með stjórn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins klukkan hálf tvö í dag samkvæmt upplýsingum frá ráðshúsinu.

Sonurinn lamaður fyrir neðan mitti - „Hrikalegt áfall“

Íslenskur karlmaður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi í Innsbruck í Austurríki eftir að hafa lent í slysi á gamlárskvöld. Maðurinn heitir Pétur Kristján Guðmundsson og er 24 ára gamall. Hann var á göngu í fjallshlíð með félaga sínum eftir að hafa fylgst með flugeldasýningu þegar hann féll fram af hengju. Pétur Kristján hlaut við fallið mænuskaða og er lamaður fyrir neðan mitti.

Lúðustofninn bágborinn - vilja banna beinar veiðar

Ástand lúðustofnsins hér við land er mjög bágborið og rannsóknir á stofninum ófullnægjandi. Þetta kemur fram í greinargerð sem Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur látið taka saman.

Ríkissaksóknari: „Mér finnst þetta forkastanlegt“

„Mér finnst þetta forkastanlegt,“ segir Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, um kæru Hannesar Smárasonar á hendur honum og Helga Magnúsi Gunnarssyni, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans.

25 þúsund mótmæla vegtollum

Mikill fjöldi hefur bæst við á undirskriftarlista Félags íslenskra bifreiðaeigenda gegn fyrirhuguðum vegtollum umhverfis höfuðborgarsvæðið. Nú þegar um tveir sólarhringar eru liðnir frá því undirskriftasöfnunin hófst hafa tæplega 25 þúsund manns skráð sig. Í gærmorgun voru undirskriftirnar rúmlega átta þúsund.

Líkbrennsla algengari - þriðji hver Reykvíkingur brenndur

Líkbrennsla hefur færst í vöxt á síðustu árum og er svo komið að fimmti hver Íslendingur er brenndur eftir andlát. Þegar litið er til Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma einvörðungu er hlutfallið hins vegar enn hærra, en þriðji hver sem deyr á því svæði er brenndur.

Komið að skuldadögum hjá Reykjanesbæ

„Eytt hefur um efni fram og nú er komið að skuldadögum,“ segir í bókun sem fulltrúar Samfylkingar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í gær þar sem fjárhagsáætlun bæjarfélagsins fyrir árið 2011 var samþykkt af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins en minnihlutinn sat hjá.

Telja fullvíst að um íkveikju hafi verið að ræða

Lögreglan á Akureyri telur nú fullvíst að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Eiðsvallagötu um helgina, þar sem fjögur ungmenni björguðust naumlega út, eftir að vegfarandi hafði vakið þau.

Hannes kærir leka tveggja saksóknara

Hannes Smárason hefur kært Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara og Helga Magnús Gunnarsson, saksóknara efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi. Lögmaður Hannesar lagði kæruna fram í nóvember, eftir að gögn tengd rannsókn efnahagsbrotadeildar á viðskiptum FL Group voru afhent fulltrúa eins af stærri hluthöfum í fyrirtækinu.

Framleiðslubann á þúsund býlum

Framleiðslubann var sett á yfir þúsund þýsk sveitabýli á mánudag eftir að nokkurt magn eiturefnisins díoxíns fannst í dýrafóðri og í eggjum sem send voru í verslanir.

Á ekki von á stórum tíðindum

Þingflokkur Vinstri grænna hittist á fundi í dag í fyrsta sinn síðan miklar deilur blossuðu þar upp í lok árs. Fundurinn hefst klukkan tólf. Árni Þór Sigurðsson, starfandi þingflokksformaður, kveðst ekki eiga von á að þar dragi til tíðinda. Fundurinn stendur þó fram á kvöld, en tekið verður um tveggja klukkustunda hlé um miðjan dag vegna jarðarfar

Hækka leikskólagjald námsmanns um 110%

Þórdís Rúriksdóttir, móðir tveggja ára stúlku í Hraunvallaleikskóla í Hafnarfirði, sér nú fram á að leikskólagjald fyrir dóttur hennar hækki úr 21 þúsund krónum í 44 þúsund á mánuði.

Læknar ekki fundið einkenni hjá fólki

„Við verðum að vita hvað er í gangi í dýrunum áður en við leggjum mat á mannfólkið,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir um niðurstöður úr sýnatökum úr mjólk og fituvef dýra. Þær ákvarða hvort íbúar á Ísafirði og nágrenni verði skoðaðir sérstaklega með tilliti til díoxínmengunar. Hann er bjartsýnn á að þess gerist ekki þörf.

Krókódílar og snákar svamla um göturnar

Íbúum Rockhampton, 75 þúsund manna borgar í Queens­land-fylki í Ástralíu, hefur verið ráðlagt að halda sig frá vatnselgnum sem flæðir þar um götur. Yfirvöld óttast ekki aðeins að flóðin geti hrifsað fólkið með sér, heldur stafar einnig hætta af braki, snákum og jafnvel krókódílum sem leynst geta undir yfirborðinu.

Harður samningavetur fram undan

Komandi kjaraviðræður milli verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda gætu orðið með þeim harðari að mati Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambanda Íslands (ASÍ) og Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA).

Bílvelta við Barónsstíg

Bíll valt á hliðina við árekstur tveggja bíla á gatnamótum Hverfisgötu og Barónsstígs rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Tveir menn, úr sitthvorum bílnum, voru fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsl en einn maður slapp ómeiddur. Nærliggjandi götum var lokað um stund eftir að áreksturinn varð.

Björk og Ómar ætla að syngja dúett

Björk Guðmundsdóttir söngkona og Ómar Ragnarsson lífskúnstner og fyrrum fréttamaður ætla að syngja dúett saman í Norræna húsinu á fimmtudaginn. Þá hefst karokímaraþon, til stuðnings íslenskrar náttúru, sem mun standa allt fram á laugardag.

Rannsóknarnefnd stofnuð í Reykjavík

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að skipa nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að yfirfara stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar með sama hætti og gert var af rannsóknarnefnd Alþingis síðastliðið vor.

Um 75 milljarðar tapast vegna fjársvika

Eftirlitsmaður hjá Ríkisskattstjóra gerir ráð fyrir að 75 milljarðar glatist árlega á Íslandi vegna fjársvika og misferlis innan fyrirtækja. Endurskoðendur komi aðeins upp um eitt af hverjum 20 misferlistilvikum.

SI og LÍÚ styðja ekki stofnun atvinnuvegaráðuneytis

Samtök iðnaðarins hafa kúvent í afstöðu sinni til stofnunnar atvinnuvegaráðuneytis og styðja nú ekki lengur að ráðuneytið verði til með sameiningu þriggja ráðuneyta. Bæði fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja að ráðuneytið verði stofnað.

Sjá næstu 50 fréttir