Fleiri fréttir

Birgitta vill svör frá Facebook og Google

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, íhugar að fara fram á að fyrirtækin Facebook, Google og Skype upplýsi hvort þau hafi veitt bandaríska dómsmálaráðuneytinu upplýsingar um hana. Þá segist hún ekki vera fylgjandi þinghelgi. Rætt var við Birgittu í Kastljósi fyrr í í kvöld.

Tollurinn hirti gjafirnar

Óliðlegheit fjármálaráðuneytis og tollstjóra gerði það að verkum að kylfur sem Íshokkísamband Íslands átti að fá að gjöf, komust aldrei í hendur barna sem íþróttina stunda. Kylfurnar voru boðnar upp og slegnar hæstbjóðanda en þær er nú hægt að fá í Rúmfatalagernum.

Fleiri fá skuldaniðurfærslu

Til umræðu er að rýmka reglur um tekjutengingu varðandi niðurfærslu fasteignalána til að fleiri geti sótt um lækkun lána. Endanleg útfærsla liggur þó ekki fyrir.

Sigurður Bollason boðaður í skýrslutöku

Sigurður Bollason, fjárfestir, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar embættisins á meintri markaðsmisnotkun Landsbanka Íslands.

Lög um fjármál stjórnmálaflokka mikilvægur áfangi

GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, hefur birt nýja matsskýrslu um Íslands þar sem m.a. er fjallað um gagnsæi fjárframlaga til stjórnmálaflokka hér á landi og um frammistöðu íslenskra stjórnvalda við innleiðingu níu tilmæla um úrbætur sem samtökin hafa beint til íslenskra stjórnvalda á því sviði. Er það niðurstaða GRECO að íslensk stjórnvöld hafi nú innleitt 8 tilmæli af 9 með fullnægjandi hætti auk þess sem ein tilmælin teljast uppfyllt að hluta, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

HM-áskriftir í verðlaun á Vísi

Nýr Vinaleikur Vísis er kominn í loftið og að þessu sinni eru verðlaunin áskrift að Stöð 2 Sport þar sem HM í handbolta ræður ríkjum þessar vikurnar.

Óboðleg stöðnun í sjávarútvegi

„Óvissan um framtíð fiskveiðistjórnunar og sífelldar illa ígrundaðar yfirlýsingar stjórnmálamanna hafa stöðvað allar ákvarðanir í sjávarútvegsfyrirtækjum um umtalsverðar fjárfestingar.“ Þetta kemur fram í grein sem Vilhjálmur Egilsson, formaður Samtakanna atvinnulífsins, birtir á vef samtakanna.

Saksóknari spurðist fyrir um Björgólf

Sérstakur saksóknari hafði samband við lögmann Björgólfs Guðmundssonar og spurðist fyrir um Björgólf í gær vegna rannsóknar embættisins á Landsbankanum.

Sigurjón og Ívar í gæsluvarðhald

Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar klukkan 16. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kvað upp úrskurðinn rétt eftir klukkan tvö í dag. Þá hefur Ívar Guðjónsson verið úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald.

Björgunarsveitir leita að Matthíasi

Lögregla og björgunarsveitir munu í fyrramálið gera út leitarhópa í von um að finna Matthías Þórarinsson sem hefur verið saknað í nokkurn tíma. Lögregla hefur lýst eftir Matthíasi en það hefur engan árangur borið. Leitarhundar verða með í för um helgina en ekki hefur áður verið lagt í skipulega leit að Matthíasi, aðallega því lögregla hefur ekki vitað hvar skyldi leita hans.

Tíu greinst með svínaflensu undanfarnar vikur

Alls hafa tíu einstaklingar greinst með inflúensu staðfesta með sýnatöku á Íslandi á síðustu þremur vikum. Þar af eru átta með inflúensu A(H1N1) 2009, sem er oftast kölluð svínainflúensa, einn með árlega inflúensu A og einn

Verðandi heilbrigðisstarfsmenn gera grein fyrir sér

Nemendur á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands standa fyrir opnu húsi á Háskólatorgi þar sem fólki gefst kostur á að fræðast um sykurmagn í ýmsum þekktum fæðutegundum, skoða sýni í smásjá, fræðast um starfsemi Ástráðs, og margt fleira.

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

Herjólfur mun sigla frá Vestmannaeyjum á Þorlákshöfn kl. 15:00 í dag 14. janúar og til baka kl. 19:00, að því er segir í tilkynningu frá Eimskip.

Sinubruni í Hljómskálagarðinum

Eldur kviknaði í sinu sunnarlega í Hljómskálagarðinum á tólfta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni Stöðvar 2 og Vísis sem er á staðnum var um minniháttar eld að ræða sem var fljótlega slökktur. Einn dælubíll á vegum slökkviliðsins hefur verið sendur á staðinn.

14% fullorðinna reykja daglega

Nýjar tölur yfir umfang reikinga á Íslandi sýna að tíðni daglegra reykinga fullorðinna heldur áfram að lækka. Um 14% fullorðinna reykja daglega hér á landi.

Allir með réttarstöðu sakborninga - myndskeið

Sjömenningarnir sem yfirheyrðir voru af sérstökum saksóknara í gær eru allir með réttarstöðu sakborninga, samkvæmt upplýsingum Vísis. Yfirheyrslur stóðu lang fram á kvöld í gær. Að þeim loknum var gæsluvarðhalds krafist yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni og Ívari Guðjónssyni sem báðir störfuðu hjá gamla Landsbankanum. Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfuna klukkan tvö í dag.

Sjálfstæðismenn efast um heimild mannréttindaráðs

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði óskuðu eftir því á borgarráðsfundi í gær að borgarlögmaður kannaði heimild mannréttindaráðs til þess að leggja fram og samþykkja tillögur er hafa veruleg áhrif á starfsemi annarra sviða Reykjavíkurborgar. Er þetta gert í ljósi þess að fyrir liggur í mannréttindaráði tillaga meirihlutans í borgarráði um samskipti trúfélaga og skóla. Sjálfstæðismönnum þykir ólíklegt að slík heimild sé til staðar þar sem á ráðið fyrst og fremst að gegna ráðgefandi hlutverki, samkvæmt samþykktum Reykjavíkurborgar.

Sóttu slasaðan sjómann: Magnað myndskeið frá Gæslunni

Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru í gær kallaðar út til þess að sækja slasaðan sjómann um borð í litháíska flutningaskipið Skalva sem statt var um 115 sjómílur suðvestur af Reykjanestá. Þyrlurnar TF-LÍF og TF-GNÁ fóru í loftið rétt fyrir hádegi og voru þær komnar að skipinu rétt eftir klukkan hálfeitt. Ölduhæð á staðnum var um 6-8 metrar og vindur 40-50 hnútar.

Halldór kemur á sunnudaginn

Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er væntanlegur til Íslands á næstu dögum. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Vísi. Halldór er staðsettur í Kanada, þar sem hann er búsettur, en það stefnir allt í að hann komi á sunnudaginn, staðfestir Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður hans, í samtali við Vísi.

Gæsluvarðhald framlengt yfir Gunnar Rúnari

Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játað hefur að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til næstu fjögurra vikna. Fyrirtaka fór fram í málinu í morgun í Héraðsdómi Reykjaness.

Starfsmaður dótturfélags Landsbankans í yfirheyrslu

Einn núverandi starfsmanna dótturfélags Landsbankans var í gær færður til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að staðfestar upplýsingar þess efnis hafi ekki borist forsvarsmönnum Landsbankans fyrr en undir kvöld.

Borgarstjóri með sinn eigin spjallþátt í sjónvarpi

„Mér finnst ekki alltaf dregin upp sanngjörn mynd af mér í fjölmiðlum, mig grunar að þeir séu oft tengdir stjórnmálaflokkum. Ef ekki, þá biðst ég afsökunar. En allavega, ég tel að það sé mjög mikilvægt að borgarstjórinn geti fundið sér vettvang sem sé hlutlaus og að þetta muni efla lýðræðið og gegnsæi,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík.

Úrskurður um gæsluvarðhald eftir hádegi

Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfu yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Ívari Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni í bankanum, klukkan tvö í dag. Þeir Sigurjón og Ívar voru leiddir fyrir dómara um miðnættið í gær eftir að hafa verið í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara allan daginn.

H&M ekki til Íslands í bráð

Ísland virðist vera úti í kuldanum hjá sænsku fatakeðjunni H&M. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skemmstu heimsóttu fulltrúar frá sænsku fatakeðjunni Reykjavík fyrir jól og skoðuðu hentugt verslunarhúsnæði í miðborginni, Kringlunni og Smáralind. Þeir sem lóðsuðu þá um verslunarkjarnana sögðu fulltrúana hafa verið nokkuð spennta fyrir að opna hér verslun en H&M hefur verið ákaflega vinsæl verslun meðal íslenskra ferðalanga erlendis.

Ívar og Sigurjón gistu fangageymslur

Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður í bankanum, voru leiddir fyrir héraðsdómara laust fyrir miðnætti, þar sem Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafði krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim.

Kona handtekin grunuð um íkveikju

Grunur leikur á að kona, sem býr í stóru fjölbýlishúsi við Norðurbakka í Hafnarfirði, hafi kveikt í íbúð sinni seint í gærkvöldi. Hún hringdi í slökkviliðið, en reyndi svo að afturkalla það, en lögregla taldi rétt að fara in í íbúðina.

Frestaði ákvörðun um gæsluvarðhald

„Það voru engir úrskurðir kveðnir upp í kvöld," sagði dómari í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í gærkvöldi. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni fyrrverandi bankastjóra Landsbankans og öðrum manni í bankanum.

Meintur nauðgari ætlaði heim

Karlmaður á fimmtugsaldri sem situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa nauðgað konu í Reykjavík um síðustu helgi hugðist fara úr landi tveim sólarhringum síðar. Þetta kemur fram í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til Héraðsdóms Reykjavíkur. Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms þess efnis að maðurinn skyldi sæta gæsluvarðhaldi þar til í dag.

Ráðuneytið gerir allt til að fá Jóel heim

„Þetta mál hefur ekki strandað í ráðuneytinu, heldur í indverskri stjórnsýslu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra um mál íslensku fjölskyldunnar sem er föst á Indlandi. „Innan- og utanríkisráðuneytin hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að greiða úr málinu hið fyrsta. Við erum að vonast til þess að niðurstaða fáist innan skamms.“

Halldór væntanlegur til landsins

Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni.

Icesave-viðræður ávallt vingjarnlegar – fréttir um hörku rangar

Icesave-viðræður íslensku sendinefndarinnar undir forystu Svavars Gestssonar og breskra stjórnvalda voru ávallt árangursríkar og vinsamlegar. Frásagnir fjölmiðla um harðar deilur voru ekki á rökum reistar. Þetta segir í minnisblaði sem sendiráð Bandaríkjanna í London sendi utanríkisráðuneytinu í Washington 6. janúar 2010, daginn eftir að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum um Icesave-samninginn staðfestingar.

ESB vill ekki höfnun Íslands

Evrópuþingmenn á opnum fundi utanríkismálanefndar Evrópuþingsins, sem fjallaði um aðildarferli Íslands, lýstu yfir miklum skilningi á sérstöðu Íslands í gær, að sögn Baldurs Þórhallssonar prófessors sem ávarpaði fundinn. Fundurinn er liður í stefnumótun þingsins um aðildarviðræður Íslands.

„Jeppagengjanna“ var sárt saknað

Sendiráð Bandaríkjanna í Kabúl sendi langt minnisblað í Hvíta húsið, til CIA og æðstu herstjórnar, til að reyna að koma í veg fyrir brotthvarf íslensku „jeppagengjanna“ frá Afganistan. Íslendingarnir hlaðnir lofi fyrir sín störf.

Fréttaskýring: Opnað á útgönguleið úr viðræðum við ESB

Yfirlýsing Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis, um að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið kunni að verða slitið, gengur í berhögg við leiðarvísa stjórnvalda í málinu. Viðræðurnar grundvallast á samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar og þingsályktun sjálfs Alþingis um aðildarumsóknina. Í hvorugu skjalinu er að finna fyrirvara líkt og þann sem Árni Þór gerði í Fréttablaðinu í fyrradag.

Verður að taka mótmælin alvarlega

Alls settu 41.524 einstaklingar nafn sitt við undirskriftasöfnun Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) þar sem vegtollum var mótmælt. Nafnalistinn var afhentur Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í gær.

Spyr sýslumenn um túlkamál

Innanríkisráðuneytið hefur sent sýslumannsembættum um allt land fyrirspurn vegna túlkaþjónustu erlendra einstaklinga í málum sem embættin hafa til meðferðar.

Farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir tveimur einstaklingum í tengslum við rannsókn embættisins sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans. Hann vill ekki gefa upp hverjir það eru né hversu margir munu gista fangageymslur í nótt. Skömmu fyrir klukkan ellefu í kvöld yfirgaf Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, húsakynni embætti sérstaks saksóknara í lögreglufylgd. Hann vildi ekki tjá sig um málið við fréttamenn.

Sigurjón fór í fylgd lögreglumanna

Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, yfirgaf húsakynni embættis sérstaks saksóknara í lögreglufylgd rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Hvorki Sigurjón né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans, vildu tjá sig við fjölmiðla um rannsókn sérstaks saksóknara sem snýr að stórfelldri markaðsmisnotkun Landsbankans.

Spádómskýrin Glæta spáir Íslandi sigri

Fyrsti leikur Íslands gegn Ungverjalandi á Heimsmeistaramótinu í handbolta verður jafn og spennandi en sigurinn dettur okkar megin á lokasekúndunum. Þessu spáir kýrin Glæta frá Kotlaugum í Hrunamannahreppi, sem sögð er búa yfir spádómsgáfu.

Sjá næstu 50 fréttir