Sigurjón leiddur fyrir dómara - verjandi furðar sig á gæsluvarðhaldi 14. janúar 2011 19:34 Sigurjón Þ. Árnason var leiddur fyrir dómara laust fyrir klukkan tvö í dag og úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald. Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Sigurður G. Guðjónsson, er verjandi Sigurjóns. Hann furðar sig á gæsluvarðhaldi yfir honum í ljósi þess hversu langt er liðið frá meintum brotum og hruni bankans. Sjá má viðtal við Sigurð í myndskeiði með fréttinni.Sigurjón Árnason.Stór liður í rannsókn sérstaks saksóknara vegna meintrar markaðsmisnotkunar bankans snýst um kaup á hlutabréfum í bankanum af hálfu félaga sem héldu utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og lánveitingar til þessara félaga. Átta aflandsfélög í eigu Landsbankans sem stofnuð voru utan um kauprétti starfsmanna voru látin kaupa 13,2 prósenta hlut sem gerði þau samanlagt að næststærsta eiganda bankans. Öll félögin lutu stjórn æðstu stjórnenda Landsbankans, þ.e Sigurjóns og Halldórs J. Kristjánssonar, án þess að smærri hluthafar og eftirlitsaðilar hefðu hugmynd um það. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru grunsemdir um að þetta hafi falið í sér brot á lögum um fjármálafyrirtæki þar sem bankinn hafi í raun haft bein yfirráð yfir hærri hlut en lög heimiluðu sem voru 10 prósent. Sigurður G. Guðjónsson segir að hluti af þeim brotum sem Sigurjón sé grunaður um séu viðskipti í gegnum „strúktúr" aflandsfélaga sem hafi verið teiknaður upp af Gunnari Þ. Andersen, núverandi forstjóra FME, meðan hann starfaði fyrir bankann. Fjármálaeftirlitið gerir athugasemdir við þessi orð Sigurðar. Gunnar hafi setið í stjórnum aflandsfélaga en það félag sem hann hafi haft aðkomu að hafi ekkert haft með kaupréttarkerfi starfsmanna Landsbankans að gera. Tengdar fréttir Sigurjón og Ívar í gæsluvarðhald Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar klukkan 16. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kvað upp úrskurðinn rétt eftir klukkan tvö í dag. Þá hefur Ívar Guðjónsson verið úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald. 14. janúar 2011 14:15 Halldór kemur á sunnudaginn Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er væntanlegur til Íslands á næstu dögum. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Vísi. Halldór er staðsettur í Kanada, þar sem hann er búsettur, en það stefnir allt í að hann komi á sunnudaginn, staðfestir Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður hans, í samtali við Vísi. 14. janúar 2011 11:07 Saksóknari spurðist fyrir um Björgólf Sérstakur saksóknari hafði samband við lögmann Björgólfs Guðmundssonar og spurðist fyrir um Björgólf í gær vegna rannsóknar embættisins á Landsbankanum. 14. janúar 2011 15:13 Allir með réttarstöðu sakborninga - myndskeið Sjömenningarnir sem yfirheyrðir voru af sérstökum saksóknara í gær eru allir með réttarstöðu sakborninga, samkvæmt upplýsingum Vísis. Yfirheyrslur stóðu lang fram á kvöld í gær. Að þeim loknum var gæsluvarðhalds krafist yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni og Ívari Guðjónssyni sem báðir störfuðu hjá gamla Landsbankanum. Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfuna klukkan tvö í dag. 14. janúar 2011 11:32 Ívar og Sigurjón gistu fangageymslur Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður í bankanum, voru leiddir fyrir héraðsdómara laust fyrir miðnætti, þar sem Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafði krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim. 14. janúar 2011 07:00 Úrskurður um gæsluvarðhald eftir hádegi Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfu yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Ívari Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni í bankanum, klukkan tvö í dag. Þeir Sigurjón og Ívar voru leiddir fyrir dómara um miðnættið í gær eftir að hafa verið í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara allan daginn. 14. janúar 2011 09:14 Halldór væntanlegur til landsins Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni. 14. janúar 2011 06:00 Sigurður Bollason boðaður í skýrslutöku Sigurður Bollason, fjárfestir, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar embættisins á meintri markaðsmisnotkun Landsbanka Íslands. 14. janúar 2011 17:32 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sigurjón Þ. Árnason var leiddur fyrir dómara laust fyrir klukkan tvö í dag og úrskurðaður í ellefu daga gæsluvarðhald. Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestinga bankans, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Sigurður G. Guðjónsson, er verjandi Sigurjóns. Hann furðar sig á gæsluvarðhaldi yfir honum í ljósi þess hversu langt er liðið frá meintum brotum og hruni bankans. Sjá má viðtal við Sigurð í myndskeiði með fréttinni.Sigurjón Árnason.Stór liður í rannsókn sérstaks saksóknara vegna meintrar markaðsmisnotkunar bankans snýst um kaup á hlutabréfum í bankanum af hálfu félaga sem héldu utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og lánveitingar til þessara félaga. Átta aflandsfélög í eigu Landsbankans sem stofnuð voru utan um kauprétti starfsmanna voru látin kaupa 13,2 prósenta hlut sem gerði þau samanlagt að næststærsta eiganda bankans. Öll félögin lutu stjórn æðstu stjórnenda Landsbankans, þ.e Sigurjóns og Halldórs J. Kristjánssonar, án þess að smærri hluthafar og eftirlitsaðilar hefðu hugmynd um það. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru grunsemdir um að þetta hafi falið í sér brot á lögum um fjármálafyrirtæki þar sem bankinn hafi í raun haft bein yfirráð yfir hærri hlut en lög heimiluðu sem voru 10 prósent. Sigurður G. Guðjónsson segir að hluti af þeim brotum sem Sigurjón sé grunaður um séu viðskipti í gegnum „strúktúr" aflandsfélaga sem hafi verið teiknaður upp af Gunnari Þ. Andersen, núverandi forstjóra FME, meðan hann starfaði fyrir bankann. Fjármálaeftirlitið gerir athugasemdir við þessi orð Sigurðar. Gunnar hafi setið í stjórnum aflandsfélaga en það félag sem hann hafi haft aðkomu að hafi ekkert haft með kaupréttarkerfi starfsmanna Landsbankans að gera.
Tengdar fréttir Sigurjón og Ívar í gæsluvarðhald Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar klukkan 16. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kvað upp úrskurðinn rétt eftir klukkan tvö í dag. Þá hefur Ívar Guðjónsson verið úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald. 14. janúar 2011 14:15 Halldór kemur á sunnudaginn Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er væntanlegur til Íslands á næstu dögum. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Vísi. Halldór er staðsettur í Kanada, þar sem hann er búsettur, en það stefnir allt í að hann komi á sunnudaginn, staðfestir Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður hans, í samtali við Vísi. 14. janúar 2011 11:07 Saksóknari spurðist fyrir um Björgólf Sérstakur saksóknari hafði samband við lögmann Björgólfs Guðmundssonar og spurðist fyrir um Björgólf í gær vegna rannsóknar embættisins á Landsbankanum. 14. janúar 2011 15:13 Allir með réttarstöðu sakborninga - myndskeið Sjömenningarnir sem yfirheyrðir voru af sérstökum saksóknara í gær eru allir með réttarstöðu sakborninga, samkvæmt upplýsingum Vísis. Yfirheyrslur stóðu lang fram á kvöld í gær. Að þeim loknum var gæsluvarðhalds krafist yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni og Ívari Guðjónssyni sem báðir störfuðu hjá gamla Landsbankanum. Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfuna klukkan tvö í dag. 14. janúar 2011 11:32 Ívar og Sigurjón gistu fangageymslur Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður í bankanum, voru leiddir fyrir héraðsdómara laust fyrir miðnætti, þar sem Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafði krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim. 14. janúar 2011 07:00 Úrskurður um gæsluvarðhald eftir hádegi Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfu yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Ívari Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni í bankanum, klukkan tvö í dag. Þeir Sigurjón og Ívar voru leiddir fyrir dómara um miðnættið í gær eftir að hafa verið í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara allan daginn. 14. janúar 2011 09:14 Halldór væntanlegur til landsins Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni. 14. janúar 2011 06:00 Sigurður Bollason boðaður í skýrslutöku Sigurður Bollason, fjárfestir, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar embættisins á meintri markaðsmisnotkun Landsbanka Íslands. 14. janúar 2011 17:32 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sigurjón og Ívar í gæsluvarðhald Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. janúar klukkan 16. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kvað upp úrskurðinn rétt eftir klukkan tvö í dag. Þá hefur Ívar Guðjónsson verið úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald. 14. janúar 2011 14:15
Halldór kemur á sunnudaginn Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, er væntanlegur til Íslands á næstu dögum. Þetta staðfestir lögmaður hans í samtali við Vísi. Halldór er staðsettur í Kanada, þar sem hann er búsettur, en það stefnir allt í að hann komi á sunnudaginn, staðfestir Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður hans, í samtali við Vísi. 14. janúar 2011 11:07
Saksóknari spurðist fyrir um Björgólf Sérstakur saksóknari hafði samband við lögmann Björgólfs Guðmundssonar og spurðist fyrir um Björgólf í gær vegna rannsóknar embættisins á Landsbankanum. 14. janúar 2011 15:13
Allir með réttarstöðu sakborninga - myndskeið Sjömenningarnir sem yfirheyrðir voru af sérstökum saksóknara í gær eru allir með réttarstöðu sakborninga, samkvæmt upplýsingum Vísis. Yfirheyrslur stóðu lang fram á kvöld í gær. Að þeim loknum var gæsluvarðhalds krafist yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni og Ívari Guðjónssyni sem báðir störfuðu hjá gamla Landsbankanum. Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfuna klukkan tvö í dag. 14. janúar 2011 11:32
Ívar og Sigurjón gistu fangageymslur Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og Ívar Guðjónsson, fyrrverandi forstöðumaður í bankanum, voru leiddir fyrir héraðsdómara laust fyrir miðnætti, þar sem Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafði krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim. 14. janúar 2011 07:00
Úrskurður um gæsluvarðhald eftir hádegi Dómari mun úrskurða um gæsluvarðhaldskröfu yfir Sigurjóni Þ. Árnasyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Ívari Guðjónssyni, fyrrverandi forstöðumanni í bankanum, klukkan tvö í dag. Þeir Sigurjón og Ívar voru leiddir fyrir dómara um miðnættið í gær eftir að hafa verið í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara allan daginn. 14. janúar 2011 09:14
Halldór væntanlegur til landsins Sérstakur saksóknari yfirheyrði í gær sjö starfsmenn gamla Landsbankans vegna rannsóknar á meintri stórfelldri markaðsmisnotkun fyrir hrun. Nokkrir voru handteknir. Tugmilljarðar viðskipta eru undir í rannsókninni. 14. janúar 2011 06:00
Sigurður Bollason boðaður í skýrslutöku Sigurður Bollason, fjárfestir, hefur verið boðaður í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara vegna rannsóknar embættisins á meintri markaðsmisnotkun Landsbanka Íslands. 14. janúar 2011 17:32