Fleiri fréttir Gjöld Íslendinga hækka ekki Íslenskir háskólanemar á Englandi þurfa ekki að óttast hækkanir á skólagjöldum með tilkomu nýrra laga þar í landi. Mikill styr hefur staðið um breytingar á lögum um hámarksskólagjöld í enska háskóla, frá haustinu 2012 verða gjöldin færð úr 3.290 sterlingspundum á ári upp í 9.000, sem er sama upphæð og nemar utan Evrópusambandsins, þar á meðal Íslendingar, hafa þurft að greiða hingað til. 11.12.2010 07:00 Frístundahús ekki dæmd til niðurrifs dómsmál Hæstiréttur segir að eigendur tveggja frístundahúsa í Kiðjabergi í Grímsnesi þurfi ekki að rífa húsin eins og einn nágranni þeirra krafðist. 11.12.2010 07:00 Snúrur geta skaðað börn Tvö til þrjú tilvik koma upp árlega hér á landi þar sem börn eru hætt komin eftir að hafa vafið snúrum af rimlagardínum um hálsinn á sér. Síðasta sumar mátti ekki miklu muna þegar barn féll niður á gólf í verslun eftir að hafa vafið slíkri snúru um hálsinn á sér. 11.12.2010 06:00 Hafa góð áhrif á nærsamfélagið Pan American Silver Peru hefur fengið Premio Desarrollo Sostenible 2010 verðlaunin (eða Verðlaun fyrir sjálfbæra þróun 2010) í flokki stuðnings við staðbundin verkefni tengd námuvinnslu. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að verðlaunin séu veitt fyrir fordæmisgefandi starf á vettvangi félags- og umhverfismála og jákvæð áhrif sem fyrirtækið hafi haft á nærsamfélög á athafnasvæðum sínum í Perú. 11.12.2010 05:00 Krefst frávísunar með sömu rökum og áður Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, krefst þess að máli á hendur honum vegna 192 milljóna króna innherjasvika verði vísað frá dómi. Rökin fyrir því eru þau sömu og lágu til grundvallar kröfu um að rannsókn málsins yrði hætt fyrir réttu ári. Þeirri kröfu hafnaði Hæstiréttur 11.12.2010 05:00 Íslenskir jeppar á methraða á pólinn Hlynur Sigurðsson, starfsmaður frá íslenska fyrirtækinu Arctic Trucks, er á heimleið eftir jeppaferð á suðurpólinn. Talið er að hraðamet hafi fallið í ferðinni þar sem 2.300 kílómetrar voru lagðir að baki á fjórum og hálfum sólarhring. 11.12.2010 04:00 Ríkið býður út lán í stað þess að semja Samningaviðræður ríkisins og lífeyrissjóðanna um fjármögnun sjóðanna á tugmilljarða vegaframkvæmdum runnu út í sandinn á fimmtudag. Of mikið bar í milli þess sem ríkið var tilbúið til að greiða og þess sem sjóðirnir vildu fá. 11.12.2010 04:00 Icesave-málið verður ekki klárað fyrir jól „Ég fagna því mjög að þessi niðurstaða hafi náðst og ekki síst að það hafi náðst sátt í samninganefndinni, sem var meðal annars skipuð fulltrúa frá stjórnarandstöðunni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um Icesave-samninginn sem nú liggur á borðinu. „Þetta er gríðarlegur áfangi í endurreisninni.“ 11.12.2010 03:15 Óraunhæfir lífeyrissjóðir 10.12.2010 19:44 Umsvifamiklir kókaínsmyglarar gripnir Tveir karlar voru handteknir nú í vikunni í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi á kókaíni til landsins. Annar karlmaðurinn var handtekinn í gær en hinn í byrjun vikunnar, en þeir voru báðir teknir á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt lagði lögreglan hald á um 400 grömm af kókaíni sem reynt var senda til Íslands í tvennu lagi frá Suður-Ameríku. 10.12.2010 17:25 Meiri trú á viðskiptalífinu en stjórnmálaflokkum Um 53% Íslendinga telja spillingu hafa aukist á síðustu þremur árum, 32% telja hana hafa staðið í stað og að mati 15% hefur dregið úr spillingu. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Capacent gerði fyrir hönd Transparency International. 10.12.2010 16:47 Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla umhverfisgjaldi Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla harðlega útfærslu umhverfisgjalds í frumvarpi fjármálaráðherra um farþega- og gistináttagjald sem lagt hefur verið fram. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að fyrirtæki í ferðaþjónustu þoli illa auknar álögur og að þarna sé verið að leggja til flókið og illframkvæmanlegt kerfi sem leggur of þungar byrðar á fyrirtækin. 10.12.2010 16:37 Hollendingar áhugasamir um Icesave og greiðslugetu Íslendinga Hollendingar sýna Icesave málinu mikinn áhuga sem eðlilegt er enda virðist sem Hollendingar fái loks greitt frá Íslendingum vegna Icesave eftir langdregnar viðræður. Sigríður Mogensen fréttakona Stöðvar 2 svaraði nokkrum spurningum varðandi málið á hollensku stöðinni RTL í morgun. 10.12.2010 16:04 Ný vefsíða heimsminjanefndar opnuð Heimsminjanefnd Íslands hefur opnað heimasíðu um heimsminjasamning UNESCO og framkvæmd hans hér á landi. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnuðu síðuna formlega í gær. Heimsminjasamningurinn miðar að því að vernda bæði menningarminjar og náttúruminjar sem eru einstakar í heiminum. Á heimasíðunni má finna fréttir af samningnum, upplýsingar um aðild Íslands að honum og um Þingvelli og Surtsey, en það eru þeir staðir á Íslandi sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. 10.12.2010 15:57 Lögregla varar fólk við að skilja verðmæti eftir í bílum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Í tilkynningu segir að nokkuð sé um innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu en þjófum er ekkert heilagt og þeir stela jafnvel jólagjöfum ef því er að skipta. 10.12.2010 15:22 Neytendastofa setur sölubann á Latabæjarhjálma Neytendastofa hefur lagt bann á sölu hlífðarhjálma sem seldir eru undir vöruheiti Latabæjar. Hjálmarnir eru af gerðinni ATLAS og eru þeir framleiddir í bláum lit með mynd af íþróttaálfinum og bleikum lit með mynd af Sollu stirðu. Innflytjandi hjálmanna er Safalinn ehf. 10.12.2010 14:53 EFTA-dómstóllinn staðfestir ábyrgð vinnuveitenda Einungis í undantekningartilvikum getur það samræmst tilskipunum ESB um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum að gera starfsmann ábyrgan fyrir öllu eða meginhluta tjóns sem hann verður fyrir vegna vinnuslyss, þegar fyrir liggur að vinnuveitandi hefur ekki farið að reglum um öryggi og heilsu á vinnustað. Þetta er staðfest í dómi EFTA-dómstólsins frá í morgun. 10.12.2010 14:33 Vann flatskjá í vinaleik Vísis: „Alveg í skýjunum" Guðrún Ósk Hansen, þriggja barna móðir í Vogum á Vatnsleysustönd, sat við tölvuna í gærkvöldi og var að tala við manninn sinn í Noregi á Skype þegar hún ákvað að gerast Facebook-vinur Vísis. Eiginmaður Guðrúnar starfar í Noregi þar sem hann fékk vinnu eftir atvinnuleysi hér á Íslandi. Guðrún Ósk er sjálf öryrki eftir alvarlegt bílslys og hafa þau hjónin því ekki haft mikið á milli handanna að undanförnu. Það kom henni því skemmtilega á óvart þegar hún fékk símtal þar sem henni var tilkynnt að hún hefði verið dregin út í Vinaleik Vísis og hreppt þar veglegan vinning. 10.12.2010 14:33 Barði fyrrverandi kærustu ítrekað með hnúajárni Karlmaður á fimmtugsaldri, Valur Sigurðsson, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás á fyrrverandi kærustu sína. 10.12.2010 14:16 Starfsfólk Landsbankans gefur 6 milljónir í Jólaaðstoð Starfsmenn Landsbankans söfnuðu rúmum 6 milljónum króna til styrktar Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. 10.12.2010 13:26 Tollverðir fundu áfengi, sígarettur og snus í flutningaskipi Tollgæslan lagði í síðustu viku hald á talsvert magn af smyglvarningi, sem fannst við leit í flutningaskipi. 10.12.2010 13:21 Ráðherrar ánægðir með nýja samninginn Þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lýstu bæði yfir mikilli ánægju með nýjan Icesave-samning að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegið. 10.12.2010 12:14 Slæmt veður lokar Landeyjahöfn Herjólfur mun ekki sigla á Landeyjahöfn síðdegis heldur fer ferjan til Þorlákshafnar þess í stað. Slæmt veður kemur í veg fyrir að hægt sé að sigla á nýju höfnina. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar klukkan þrjú frá Vestmannaeyjum og fer til baka klukkan sjö í kvöld. 10.12.2010 12:00 Hjón smygluðu kókaíni frá Kaupmannahöfn Hjón á fertugsaldri sem aldrei hafa komið við sögu lögreglunnar voru handtekin í Leifsstöð á mánudagskvöld með þrjú hundruð gömm af kókaíni í fórum sínum. Konunni hefur verið sleppt en maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13.desember. 10.12.2010 11:47 Umboðsmaður skuldara flytur í Kringluna Umboðsmaður skuldara lokar í dag, föstudaginn 10. desember, klukkan 16.00 á Hverfisgötu 6, og opnar mánudaginn 13. desember kl. 9.00 á nýjum stað í Kringlunni 1, 2. hæð. Þar var áður til húsa Morgunblaðið og síðar Háskólinn í Reykjavík. 10.12.2010 11:35 VR gefur 5 milljónir til hjálparsamtaka Stjórn VR hefur samþykkt að styrkja hjálparsamtök um rúmlega fimm milljónir króna þessi jól og vill félagið þannig leggja sitt af mörkum til að hjálpa þeim sem minna mega sín á þessum tímum. 10.12.2010 11:29 Nemendur beita kennara ofbeldi - alvarlegt vandamál „Þetta ofbeldi varði þar til mér var ofboðið þannig að ég varð að leita læknis og var síðan frá kennslu meðan ég var að ná heilsu á ný. Það þarf ansi mikið til að kennurum ofbjóði. Þeir eru flestir með langlundargeð, annars væru þeir ekki í þessu starfi," segir kennari sem varð fyrir ofbeldi af hálfu ungs grunnskólanema. Kennarinn segir ofbeldið kannski ekki hafa getað kallast líkamlegt en allt að því. Viðkomandi nemandi hafi oftar en ekki slegið til sín og haft í frammi alls konar ögranir án þess þó að líkamleg meiðsl hlytust af. 10.12.2010 11:19 Steingrímur segir ósanngjarnt að bera samningana saman Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er mjög ánægður með nýjan samning í Icesave-deilunni og segir hann vera risaáfanga í endurreisn Íslands. Hann bendir á að allt aðrar aðstæður séu nú en þegar fyrri samningur var gerður í fyrrasumar og því sé ekki sanngjarnt að bera samningana saman. Steingrímur var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem hann ræddi um Icesave-samninginn. 10.12.2010 10:25 Varað við hafís norður af Horni Hafís er um 10 sjómílur norður af Horni. Veðurstofan segir að víðast sé ísinn gisinn eða mjög gisinn, en með mjög þéttum spöngum og íshellum inn á milli. Næsta sólarhringinn er búist við vestlægri átt á þessu svæði og má því gera ráð fyrir að ísinn þokist í austurátt og nær landi og geti þá verið varasamur fyrir sjófarendur. Þá segir að á sunnudag sé búist við suðvestlægri vindátt og þá má gera ráð fyrir að ísinn berist lengra í austurátt. 10.12.2010 10:14 Enginn eldur - bara viðvörunarljós Guðmundur Óskarsson forstöðumaður hjá Icelandair, segir að enginn eldur hafi komið upp í hreyfli vélarinnar sem snúið var við skömmu eftir flugtak og lenti á Keflavíkurflugvelli við mikinn viðbúnað. Að hans sögn kviknaði viðvörunarljós í flugstjórnarklefanum sem benti til að eldur væri laus. Því var ákveðið að snúa vélinni við og lenda á ný. Ekkert kom hinsvegar fram við skoðun á vélinni að eldur hefði kviknað og líklegast er að um bilun hafi verið að ræða. 10.12.2010 10:01 Eldur í hreyfli Icelandairvélar Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar eldur kom upp í hreyfli Icelandair-þotu sem var á leið til Frankfurt. Vélinni var snúið við og lenti hún á Keflavíkurflugvelli klukkan 12 mínútur yfir níu. Eldurinn hafði verið slökktur áður en vélin lenti og sakaði engan um borð. 140 farþegar voru í vélinni. 10.12.2010 09:15 Flug tryggt til Sauðárkróks, Gjögurs og Bíldudals Flugfélagið Ernir og Vegagerðin hafa náð samkomulagi um að tryggja áframhaldandi áætlunarflug milli Reykjavíkur annars vegar og hins vegar Sauðárkróks, Gjögurs og Bíldudals. Flugfélagið fær aukinn styrk til Vestfjarðaflugsins en styrkur til Sauðárkróksflugs fellur niður. Þetta kemur fram á vef samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins. 10.12.2010 08:58 Tannlæknir hefur kært ákvörðun Sjúkratrygginga Tannlæknir á Suðurnesjum hefur kært ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands þess efnis að stöðva þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar hans frá og með 1. október síðastliðnum. Þetta staðfestir Gestur Jónsson hrl., lögmaður tannlæknisins, við Fréttablaðið. 10.12.2010 06:30 Neita að reisa mosku með nýja trúfélaginu „Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann Tamimi, forstöðumaður Félags múslima, sem kveður það ekki koma til greina að félagið byggi mosku sameiginlega með Menningarsetri múslima eins og borgaryfirvöld vilja. 10.12.2010 06:30 Steingrímur íhugi stöðu sína „Það er greinilegt að það borgar sig að hafa fagmenn í vinnu,“ segir Þór Saari, Hreyfingunni, um nýjan Icesave-samning. „Þeir hafa náð umtalsverðum árangri miðað við það sem áður var uppi á borðum. 10.12.2010 06:00 Núna þarf að vega og meta kosti þess að semja um málið „Þegar þessi niðurstaða samninganefndarninar er kynnt er manni auðvitað efst í huga hversu miklu máli það skipti að hnekkja fyrri samningum og að það skuli hafa verið gert með jafnafgerandi hætti og samstöðu meðal þjóðarinnar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það sendi skýr skilaboð um að menn ætluðu ekki að sæta neinum afarkostum í þessu máli og ólíkt því sem forysta ríkisstjórnarinnar hélt þá fram, um að þjóðaratkvæðagreiðslan væri tilgangslaus tímasóun, hefur komið í ljós að hún skipti öllu.“ 10.12.2010 06:00 Gefa salernisrúllur „Taktu þátt í að gefa gjöf“ heitir styrktarherferð íslenska hreinlætispappírsframleiðandans Papco nú fyrir jólin. „Ein rúlla af hverri seldri pakkningu af hreinlætispappír í jólaumbúðum frá Papco rennur til góðgerðamála,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins, en það styrkir Hjálparstofnun kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Rauða krossinn og Fjölskylduhjálpina. 10.12.2010 06:00 Vill þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn „Fljótt á litið er þetta mun hagstæðara tilboð en fyrri samningurinn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. „En hafi Íslendingar lært af reynslunni í þessu máli þá verðum við að kynna okkur þetta mál í þaula áður en mikið er hægt að segja.“ 10.12.2010 06:00 Verklag til reiðu í næstu viku Verklagsreglur fyrir ný úrræði vegna skuldavanda heimilanna verða væntanlega tilbúnar hinn 15. þessa mánaðar. Eftir þann tíma ætti almenningur að geta borið sig eftir öllum þeim lausnum sem í boði eru. 10.12.2010 05:00 Endurvinna í auknum mæli Akureyrarbær mun verja um 189 milljónum króna á næsta ári til að breyta fyrirkomulagi við sorphirðu og förgun. 10.12.2010 05:00 Án byssuleyfa með vopnasafn Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega fimmtugan karlmann fyrir að brjótast inn í bifreið sem stóð í fjöru í landi Hafnar í Hvalfjarðarsveit. Úr bílnum stal maðurinn haglabyssu og riffli, ásamt skotum í bæði skotvopnin. 10.12.2010 04:00 Öllum í hag að klára málið „Þessi niðurstaða er í takt við það sem okkur hafði verið kynnt áður og eftir kynningunni að dæma er þessi niðurstaða mun hagstæðari en þeir samningar sem áður voru á borðinu, þannig að ég tel að það sé öllum í hag að klára málið,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kveðst vonast til að það geti orðið fljótlega. 10.12.2010 04:00 Lagalegu fyrirvararnir skipta miklu máli Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins segist vilja vera spar á yfirlýsingar um nýja Icesave samninginn þangað til hann sé búinn að kynna mér samninginn í þaula. En miðað við það sem kynnt hafi verið fyrir honum virðist samningurinn vera sanngjarnari á margan hátt. 9.12.2010 22:12 Nýtt félag stofnað um vestræna samvinnu Varðberg - samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál heitir félag sem stofnað var á fjölmennum fundi á Hótel Sögu í dag. 9.12.2010 21:36 Leggja skatt á ferðamenn Fjármálaráðherra lagði í dag fram frumvarp á Alþingi um farþegagjald og gistináttagjald sem innheimt verður af ferðamönnum á Íslandi, bæði innlendum og erlendum. 9.12.2010 20:25 Sjá næstu 50 fréttir
Gjöld Íslendinga hækka ekki Íslenskir háskólanemar á Englandi þurfa ekki að óttast hækkanir á skólagjöldum með tilkomu nýrra laga þar í landi. Mikill styr hefur staðið um breytingar á lögum um hámarksskólagjöld í enska háskóla, frá haustinu 2012 verða gjöldin færð úr 3.290 sterlingspundum á ári upp í 9.000, sem er sama upphæð og nemar utan Evrópusambandsins, þar á meðal Íslendingar, hafa þurft að greiða hingað til. 11.12.2010 07:00
Frístundahús ekki dæmd til niðurrifs dómsmál Hæstiréttur segir að eigendur tveggja frístundahúsa í Kiðjabergi í Grímsnesi þurfi ekki að rífa húsin eins og einn nágranni þeirra krafðist. 11.12.2010 07:00
Snúrur geta skaðað börn Tvö til þrjú tilvik koma upp árlega hér á landi þar sem börn eru hætt komin eftir að hafa vafið snúrum af rimlagardínum um hálsinn á sér. Síðasta sumar mátti ekki miklu muna þegar barn féll niður á gólf í verslun eftir að hafa vafið slíkri snúru um hálsinn á sér. 11.12.2010 06:00
Hafa góð áhrif á nærsamfélagið Pan American Silver Peru hefur fengið Premio Desarrollo Sostenible 2010 verðlaunin (eða Verðlaun fyrir sjálfbæra þróun 2010) í flokki stuðnings við staðbundin verkefni tengd námuvinnslu. Í tilkynningu fyrirtækisins kemur fram að verðlaunin séu veitt fyrir fordæmisgefandi starf á vettvangi félags- og umhverfismála og jákvæð áhrif sem fyrirtækið hafi haft á nærsamfélög á athafnasvæðum sínum í Perú. 11.12.2010 05:00
Krefst frávísunar með sömu rökum og áður Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, krefst þess að máli á hendur honum vegna 192 milljóna króna innherjasvika verði vísað frá dómi. Rökin fyrir því eru þau sömu og lágu til grundvallar kröfu um að rannsókn málsins yrði hætt fyrir réttu ári. Þeirri kröfu hafnaði Hæstiréttur 11.12.2010 05:00
Íslenskir jeppar á methraða á pólinn Hlynur Sigurðsson, starfsmaður frá íslenska fyrirtækinu Arctic Trucks, er á heimleið eftir jeppaferð á suðurpólinn. Talið er að hraðamet hafi fallið í ferðinni þar sem 2.300 kílómetrar voru lagðir að baki á fjórum og hálfum sólarhring. 11.12.2010 04:00
Ríkið býður út lán í stað þess að semja Samningaviðræður ríkisins og lífeyrissjóðanna um fjármögnun sjóðanna á tugmilljarða vegaframkvæmdum runnu út í sandinn á fimmtudag. Of mikið bar í milli þess sem ríkið var tilbúið til að greiða og þess sem sjóðirnir vildu fá. 11.12.2010 04:00
Icesave-málið verður ekki klárað fyrir jól „Ég fagna því mjög að þessi niðurstaða hafi náðst og ekki síst að það hafi náðst sátt í samninganefndinni, sem var meðal annars skipuð fulltrúa frá stjórnarandstöðunni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um Icesave-samninginn sem nú liggur á borðinu. „Þetta er gríðarlegur áfangi í endurreisninni.“ 11.12.2010 03:15
Umsvifamiklir kókaínsmyglarar gripnir Tveir karlar voru handteknir nú í vikunni í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innflutningi á kókaíni til landsins. Annar karlmaðurinn var handtekinn í gær en hinn í byrjun vikunnar, en þeir voru báðir teknir á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt lagði lögreglan hald á um 400 grömm af kókaíni sem reynt var senda til Íslands í tvennu lagi frá Suður-Ameríku. 10.12.2010 17:25
Meiri trú á viðskiptalífinu en stjórnmálaflokkum Um 53% Íslendinga telja spillingu hafa aukist á síðustu þremur árum, 32% telja hana hafa staðið í stað og að mati 15% hefur dregið úr spillingu. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Capacent gerði fyrir hönd Transparency International. 10.12.2010 16:47
Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla umhverfisgjaldi Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla harðlega útfærslu umhverfisgjalds í frumvarpi fjármálaráðherra um farþega- og gistináttagjald sem lagt hefur verið fram. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að fyrirtæki í ferðaþjónustu þoli illa auknar álögur og að þarna sé verið að leggja til flókið og illframkvæmanlegt kerfi sem leggur of þungar byrðar á fyrirtækin. 10.12.2010 16:37
Hollendingar áhugasamir um Icesave og greiðslugetu Íslendinga Hollendingar sýna Icesave málinu mikinn áhuga sem eðlilegt er enda virðist sem Hollendingar fái loks greitt frá Íslendingum vegna Icesave eftir langdregnar viðræður. Sigríður Mogensen fréttakona Stöðvar 2 svaraði nokkrum spurningum varðandi málið á hollensku stöðinni RTL í morgun. 10.12.2010 16:04
Ný vefsíða heimsminjanefndar opnuð Heimsminjanefnd Íslands hefur opnað heimasíðu um heimsminjasamning UNESCO og framkvæmd hans hér á landi. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra opnuðu síðuna formlega í gær. Heimsminjasamningurinn miðar að því að vernda bæði menningarminjar og náttúruminjar sem eru einstakar í heiminum. Á heimasíðunni má finna fréttir af samningnum, upplýsingar um aðild Íslands að honum og um Þingvelli og Surtsey, en það eru þeir staðir á Íslandi sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. 10.12.2010 15:57
Lögregla varar fólk við að skilja verðmæti eftir í bílum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar eigendur og umráðamenn ökutækja við því að skilja verðmæti eftir í bílum. Í tilkynningu segir að nokkuð sé um innbrot í bíla á höfuðborgarsvæðinu en þjófum er ekkert heilagt og þeir stela jafnvel jólagjöfum ef því er að skipta. 10.12.2010 15:22
Neytendastofa setur sölubann á Latabæjarhjálma Neytendastofa hefur lagt bann á sölu hlífðarhjálma sem seldir eru undir vöruheiti Latabæjar. Hjálmarnir eru af gerðinni ATLAS og eru þeir framleiddir í bláum lit með mynd af íþróttaálfinum og bleikum lit með mynd af Sollu stirðu. Innflytjandi hjálmanna er Safalinn ehf. 10.12.2010 14:53
EFTA-dómstóllinn staðfestir ábyrgð vinnuveitenda Einungis í undantekningartilvikum getur það samræmst tilskipunum ESB um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum að gera starfsmann ábyrgan fyrir öllu eða meginhluta tjóns sem hann verður fyrir vegna vinnuslyss, þegar fyrir liggur að vinnuveitandi hefur ekki farið að reglum um öryggi og heilsu á vinnustað. Þetta er staðfest í dómi EFTA-dómstólsins frá í morgun. 10.12.2010 14:33
Vann flatskjá í vinaleik Vísis: „Alveg í skýjunum" Guðrún Ósk Hansen, þriggja barna móðir í Vogum á Vatnsleysustönd, sat við tölvuna í gærkvöldi og var að tala við manninn sinn í Noregi á Skype þegar hún ákvað að gerast Facebook-vinur Vísis. Eiginmaður Guðrúnar starfar í Noregi þar sem hann fékk vinnu eftir atvinnuleysi hér á Íslandi. Guðrún Ósk er sjálf öryrki eftir alvarlegt bílslys og hafa þau hjónin því ekki haft mikið á milli handanna að undanförnu. Það kom henni því skemmtilega á óvart þegar hún fékk símtal þar sem henni var tilkynnt að hún hefði verið dregin út í Vinaleik Vísis og hreppt þar veglegan vinning. 10.12.2010 14:33
Barði fyrrverandi kærustu ítrekað með hnúajárni Karlmaður á fimmtugsaldri, Valur Sigurðsson, var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás á fyrrverandi kærustu sína. 10.12.2010 14:16
Starfsfólk Landsbankans gefur 6 milljónir í Jólaaðstoð Starfsmenn Landsbankans söfnuðu rúmum 6 milljónum króna til styrktar Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarfi kirkjunnar, Hjálpræðishernum og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. 10.12.2010 13:26
Tollverðir fundu áfengi, sígarettur og snus í flutningaskipi Tollgæslan lagði í síðustu viku hald á talsvert magn af smyglvarningi, sem fannst við leit í flutningaskipi. 10.12.2010 13:21
Ráðherrar ánægðir með nýja samninginn Þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra lýstu bæði yfir mikilli ánægju með nýjan Icesave-samning að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegið. 10.12.2010 12:14
Slæmt veður lokar Landeyjahöfn Herjólfur mun ekki sigla á Landeyjahöfn síðdegis heldur fer ferjan til Þorlákshafnar þess í stað. Slæmt veður kemur í veg fyrir að hægt sé að sigla á nýju höfnina. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar klukkan þrjú frá Vestmannaeyjum og fer til baka klukkan sjö í kvöld. 10.12.2010 12:00
Hjón smygluðu kókaíni frá Kaupmannahöfn Hjón á fertugsaldri sem aldrei hafa komið við sögu lögreglunnar voru handtekin í Leifsstöð á mánudagskvöld með þrjú hundruð gömm af kókaíni í fórum sínum. Konunni hefur verið sleppt en maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13.desember. 10.12.2010 11:47
Umboðsmaður skuldara flytur í Kringluna Umboðsmaður skuldara lokar í dag, föstudaginn 10. desember, klukkan 16.00 á Hverfisgötu 6, og opnar mánudaginn 13. desember kl. 9.00 á nýjum stað í Kringlunni 1, 2. hæð. Þar var áður til húsa Morgunblaðið og síðar Háskólinn í Reykjavík. 10.12.2010 11:35
VR gefur 5 milljónir til hjálparsamtaka Stjórn VR hefur samþykkt að styrkja hjálparsamtök um rúmlega fimm milljónir króna þessi jól og vill félagið þannig leggja sitt af mörkum til að hjálpa þeim sem minna mega sín á þessum tímum. 10.12.2010 11:29
Nemendur beita kennara ofbeldi - alvarlegt vandamál „Þetta ofbeldi varði þar til mér var ofboðið þannig að ég varð að leita læknis og var síðan frá kennslu meðan ég var að ná heilsu á ný. Það þarf ansi mikið til að kennurum ofbjóði. Þeir eru flestir með langlundargeð, annars væru þeir ekki í þessu starfi," segir kennari sem varð fyrir ofbeldi af hálfu ungs grunnskólanema. Kennarinn segir ofbeldið kannski ekki hafa getað kallast líkamlegt en allt að því. Viðkomandi nemandi hafi oftar en ekki slegið til sín og haft í frammi alls konar ögranir án þess þó að líkamleg meiðsl hlytust af. 10.12.2010 11:19
Steingrímur segir ósanngjarnt að bera samningana saman Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er mjög ánægður með nýjan samning í Icesave-deilunni og segir hann vera risaáfanga í endurreisn Íslands. Hann bendir á að allt aðrar aðstæður séu nú en þegar fyrri samningur var gerður í fyrrasumar og því sé ekki sanngjarnt að bera samningana saman. Steingrímur var gestur í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar sem hann ræddi um Icesave-samninginn. 10.12.2010 10:25
Varað við hafís norður af Horni Hafís er um 10 sjómílur norður af Horni. Veðurstofan segir að víðast sé ísinn gisinn eða mjög gisinn, en með mjög þéttum spöngum og íshellum inn á milli. Næsta sólarhringinn er búist við vestlægri átt á þessu svæði og má því gera ráð fyrir að ísinn þokist í austurátt og nær landi og geti þá verið varasamur fyrir sjófarendur. Þá segir að á sunnudag sé búist við suðvestlægri vindátt og þá má gera ráð fyrir að ísinn berist lengra í austurátt. 10.12.2010 10:14
Enginn eldur - bara viðvörunarljós Guðmundur Óskarsson forstöðumaður hjá Icelandair, segir að enginn eldur hafi komið upp í hreyfli vélarinnar sem snúið var við skömmu eftir flugtak og lenti á Keflavíkurflugvelli við mikinn viðbúnað. Að hans sögn kviknaði viðvörunarljós í flugstjórnarklefanum sem benti til að eldur væri laus. Því var ákveðið að snúa vélinni við og lenda á ný. Ekkert kom hinsvegar fram við skoðun á vélinni að eldur hefði kviknað og líklegast er að um bilun hafi verið að ræða. 10.12.2010 10:01
Eldur í hreyfli Icelandairvélar Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í morgun þegar eldur kom upp í hreyfli Icelandair-þotu sem var á leið til Frankfurt. Vélinni var snúið við og lenti hún á Keflavíkurflugvelli klukkan 12 mínútur yfir níu. Eldurinn hafði verið slökktur áður en vélin lenti og sakaði engan um borð. 140 farþegar voru í vélinni. 10.12.2010 09:15
Flug tryggt til Sauðárkróks, Gjögurs og Bíldudals Flugfélagið Ernir og Vegagerðin hafa náð samkomulagi um að tryggja áframhaldandi áætlunarflug milli Reykjavíkur annars vegar og hins vegar Sauðárkróks, Gjögurs og Bíldudals. Flugfélagið fær aukinn styrk til Vestfjarðaflugsins en styrkur til Sauðárkróksflugs fellur niður. Þetta kemur fram á vef samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins. 10.12.2010 08:58
Tannlæknir hefur kært ákvörðun Sjúkratrygginga Tannlæknir á Suðurnesjum hefur kært ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands þess efnis að stöðva þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar hans frá og með 1. október síðastliðnum. Þetta staðfestir Gestur Jónsson hrl., lögmaður tannlæknisins, við Fréttablaðið. 10.12.2010 06:30
Neita að reisa mosku með nýja trúfélaginu „Þetta er alveg eins og að segja þjóðkirkjunni að vera með Vottum Jehóva,“ segir Salmann Tamimi, forstöðumaður Félags múslima, sem kveður það ekki koma til greina að félagið byggi mosku sameiginlega með Menningarsetri múslima eins og borgaryfirvöld vilja. 10.12.2010 06:30
Steingrímur íhugi stöðu sína „Það er greinilegt að það borgar sig að hafa fagmenn í vinnu,“ segir Þór Saari, Hreyfingunni, um nýjan Icesave-samning. „Þeir hafa náð umtalsverðum árangri miðað við það sem áður var uppi á borðum. 10.12.2010 06:00
Núna þarf að vega og meta kosti þess að semja um málið „Þegar þessi niðurstaða samninganefndarninar er kynnt er manni auðvitað efst í huga hversu miklu máli það skipti að hnekkja fyrri samningum og að það skuli hafa verið gert með jafnafgerandi hætti og samstöðu meðal þjóðarinnar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Það sendi skýr skilaboð um að menn ætluðu ekki að sæta neinum afarkostum í þessu máli og ólíkt því sem forysta ríkisstjórnarinnar hélt þá fram, um að þjóðaratkvæðagreiðslan væri tilgangslaus tímasóun, hefur komið í ljós að hún skipti öllu.“ 10.12.2010 06:00
Gefa salernisrúllur „Taktu þátt í að gefa gjöf“ heitir styrktarherferð íslenska hreinlætispappírsframleiðandans Papco nú fyrir jólin. „Ein rúlla af hverri seldri pakkningu af hreinlætispappír í jólaumbúðum frá Papco rennur til góðgerðamála,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins, en það styrkir Hjálparstofnun kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd, Rauða krossinn og Fjölskylduhjálpina. 10.12.2010 06:00
Vill þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn „Fljótt á litið er þetta mun hagstæðara tilboð en fyrri samningurinn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. „En hafi Íslendingar lært af reynslunni í þessu máli þá verðum við að kynna okkur þetta mál í þaula áður en mikið er hægt að segja.“ 10.12.2010 06:00
Verklag til reiðu í næstu viku Verklagsreglur fyrir ný úrræði vegna skuldavanda heimilanna verða væntanlega tilbúnar hinn 15. þessa mánaðar. Eftir þann tíma ætti almenningur að geta borið sig eftir öllum þeim lausnum sem í boði eru. 10.12.2010 05:00
Endurvinna í auknum mæli Akureyrarbær mun verja um 189 milljónum króna á næsta ári til að breyta fyrirkomulagi við sorphirðu og förgun. 10.12.2010 05:00
Án byssuleyfa með vopnasafn Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega fimmtugan karlmann fyrir að brjótast inn í bifreið sem stóð í fjöru í landi Hafnar í Hvalfjarðarsveit. Úr bílnum stal maðurinn haglabyssu og riffli, ásamt skotum í bæði skotvopnin. 10.12.2010 04:00
Öllum í hag að klára málið „Þessi niðurstaða er í takt við það sem okkur hafði verið kynnt áður og eftir kynningunni að dæma er þessi niðurstaða mun hagstæðari en þeir samningar sem áður voru á borðinu, þannig að ég tel að það sé öllum í hag að klára málið,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kveðst vonast til að það geti orðið fljótlega. 10.12.2010 04:00
Lagalegu fyrirvararnir skipta miklu máli Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins segist vilja vera spar á yfirlýsingar um nýja Icesave samninginn þangað til hann sé búinn að kynna mér samninginn í þaula. En miðað við það sem kynnt hafi verið fyrir honum virðist samningurinn vera sanngjarnari á margan hátt. 9.12.2010 22:12
Nýtt félag stofnað um vestræna samvinnu Varðberg - samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál heitir félag sem stofnað var á fjölmennum fundi á Hótel Sögu í dag. 9.12.2010 21:36
Leggja skatt á ferðamenn Fjármálaráðherra lagði í dag fram frumvarp á Alþingi um farþegagjald og gistináttagjald sem innheimt verður af ferðamönnum á Íslandi, bæði innlendum og erlendum. 9.12.2010 20:25