Vann flatskjá í vinaleik Vísis: „Alveg í skýjunum" 10. desember 2010 14:33 Guðrún Ósk Hansen tekur við vinningnum frá Einari Skúlasyni kynningarstjóra Vísis og Jóhanni Viðarssyni frá Sjónvarpsmiðstöðinni. Guðrún Ósk Hansen, þriggja barna móðir í Vogum á Vatnsleysustönd, sat við tölvuna í gærkvöldi og var að tala við manninn sinn í Noregi á Skype þegar hún ákvað að gerast Facebook-vinur Vísis. Eiginmaður Guðrúnar starfar í Noregi þar sem hann fékk vinnu eftir atvinnuleysi hér á Íslandi. Guðrún Ósk er sjálf öryrki eftir alvarlegt bílslys og hafa þau hjónin því ekki haft mikið á milli handanna að undanförnu. Það kom henni því skemmtilega á óvart þegar hún fékk símtal þar sem henni var tilkynnt að hún hefði verið dregin út í Vinaleik Vísis og hreppt þar veglegan vinning. Guðrún Ósk tók við vinningnum í Sjónvarpsmiðstöðinni fyrr í dag, 22" Panasonic Pure Line sjónvarpi með innbyggðri iPod vöggu. „Við áttum flatskjá en ekki svona flottan. Þetta er ekki leiðinlegur jólapakki," segir Guðrún Ósk í samtali við Vísi.„Ég bara trúði honum ekki" Hún fylltist í byrjun vantrú þegar Einar Skúlason, kynningarstjóri Vísis, hringdi og sagði henni frá vinningnum. „Ég bara trúði honum ekki," segir hún. Einari tókst þó að sannfæra Guðrúnu um að þetta væri ekkert grín. Hún fór því strax aftur á Skype og sagði eiginmanninum frá nýja sjónvarpinu. „Hann var alveg í skýjunum," segir hún. Guðrún játar að efnahagshorfir og atvinnuástand hér á landi hafi orðið til þess að hún íhugar nú alvarlega að flytja út til eiginmannsins í Noregi. Hann hefur undanfarna mánuði komið heim mánaðarlega og hitt konu sína og dætur þeirra þrjár. Guðrún Ósk segir eiginmann sinn hafa sótt um aðra vinnu í Noregi og ef hann fær hana séu allar líkur á að hún flytji út með yngstu dóttur þeirra, sem er tólf ára. „Hún hlakkar bara til," segir Guðrún Ósk. Eiginmaðurinn er brátt væntanlegur til að eyða jólahátíðinni með fjölskyldunni og segir Guðrún Ósk að það sé stór bónus að geta horft á jóladagskrána í nýja sjónvarpinu. Vinaleikur Vísis heldur áfram og daglega eru dregnir út glæsilegir vinningar. Leiknum lýkur þann 20. desember næstkomandi þegar einn heppinn Facebook vinur Vísis vinnur glæsilegan Noka N8 farsíma.Þeir sem vilja gerast vinir Vísis á Facebook geta gert það hér. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Guðrún Ósk Hansen, þriggja barna móðir í Vogum á Vatnsleysustönd, sat við tölvuna í gærkvöldi og var að tala við manninn sinn í Noregi á Skype þegar hún ákvað að gerast Facebook-vinur Vísis. Eiginmaður Guðrúnar starfar í Noregi þar sem hann fékk vinnu eftir atvinnuleysi hér á Íslandi. Guðrún Ósk er sjálf öryrki eftir alvarlegt bílslys og hafa þau hjónin því ekki haft mikið á milli handanna að undanförnu. Það kom henni því skemmtilega á óvart þegar hún fékk símtal þar sem henni var tilkynnt að hún hefði verið dregin út í Vinaleik Vísis og hreppt þar veglegan vinning. Guðrún Ósk tók við vinningnum í Sjónvarpsmiðstöðinni fyrr í dag, 22" Panasonic Pure Line sjónvarpi með innbyggðri iPod vöggu. „Við áttum flatskjá en ekki svona flottan. Þetta er ekki leiðinlegur jólapakki," segir Guðrún Ósk í samtali við Vísi.„Ég bara trúði honum ekki" Hún fylltist í byrjun vantrú þegar Einar Skúlason, kynningarstjóri Vísis, hringdi og sagði henni frá vinningnum. „Ég bara trúði honum ekki," segir hún. Einari tókst þó að sannfæra Guðrúnu um að þetta væri ekkert grín. Hún fór því strax aftur á Skype og sagði eiginmanninum frá nýja sjónvarpinu. „Hann var alveg í skýjunum," segir hún. Guðrún játar að efnahagshorfir og atvinnuástand hér á landi hafi orðið til þess að hún íhugar nú alvarlega að flytja út til eiginmannsins í Noregi. Hann hefur undanfarna mánuði komið heim mánaðarlega og hitt konu sína og dætur þeirra þrjár. Guðrún Ósk segir eiginmann sinn hafa sótt um aðra vinnu í Noregi og ef hann fær hana séu allar líkur á að hún flytji út með yngstu dóttur þeirra, sem er tólf ára. „Hún hlakkar bara til," segir Guðrún Ósk. Eiginmaðurinn er brátt væntanlegur til að eyða jólahátíðinni með fjölskyldunni og segir Guðrún Ósk að það sé stór bónus að geta horft á jóladagskrána í nýja sjónvarpinu. Vinaleikur Vísis heldur áfram og daglega eru dregnir út glæsilegir vinningar. Leiknum lýkur þann 20. desember næstkomandi þegar einn heppinn Facebook vinur Vísis vinnur glæsilegan Noka N8 farsíma.Þeir sem vilja gerast vinir Vísis á Facebook geta gert það hér.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira