Fleiri fréttir

Varðskip og Fokker leita enn að flugvélinni

Varðskip leitar nú á svæðinu suðaustur af landinu, þar sem lítil eins hreyfils bandarísk flugvél, með einum manni um borð, brotlenti skömmu fyrir hádegi í gær.

Einangrunarfangi getur fengið tíu ár

Íslenski karlmaðurinn sem situr í einangrun í fangelsi í Færeyjum getur fengið allt að tíu ára fangelsi verði hann dæmdur fyrir fleiri en eitt brot.

Friðrik Valur líklega farinn úr landi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir sautján ára pilti í gærdag. Sá heitir Friðrik Valur Hákonarson og var beðinn um að hringja heim til sín.

Týnda stúlkan á Akureyri ófundin í Reykjavík

Lögreglan á Akureyri lýsti í dag eftir 14 ára gamalli stúlku, Nadju Karitas Gulla Hallström. Hún fór frá Dalvík fyrir hádegi í gærdag þann 20. febrúar og er talið að hún hafi farið til Reykjavíkur.

Davíð Oddsson fær bréf frá Guðna

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins hefur sent Davíði Oddssyni seðlabankastjóra bréf þar sem hann fer fram á að Seðlabankinn svari nokkrum spurningum ásamt hagfræðilegum rökstuðningi og greinargerð. Svörin vill Guðni fá innnan mánaðar.

Enn óvíst með oddvita sjálfstæðismanna

„Það eru engar nýjar fréttir varðandi forystumál Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir þegar Vísir náði tali af henni nú síðdegis.

Þingmaður spilaði 21 í spilavíti á Suðurgötu

Í viðtali á Rás 2 nú seinni partinn játaði Birkir Jón Jónsson þingmaður Framsóknarflokksins að hafa spilað 21 í spilavíti á Suðurgötu í Reykjavík. Það var í septembermánuði árið 2002.

Vill að Össur biðjist afsökunar

Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra biðjist afsökunar á skrifum sínum um Gísla Martein Baldursson, borgarfulltrúa.

„Hrinti mér og öskraði, þetta er rán“

Misheppnuð ránstilraun var framin á Snyrti- og fótaaðgerðarstofu Eddu á Hverfisgötu fyrir skömmu. Rauðbirkinn, grannur karlmaður um þrítugt reyndi að ræna peningakassa stofunnar, en fótaaðgerðarfræðingur sá við manninum.

Vanaafbrotamaður í tólf mánaða fangelsi

Karlmaður var í Hæstarétti í dag sakfelldur fyrir tvo þjófnaðarbrot, hilmingu, nytjastuld, þrjú fíkniefnalagabrot og réttindaleysi við akstur í tvö skipti.

Björn Ingi kvaddur í Höfða

Nú stendur yfir í Höfða kveðjuhóf fyrir Björn Inga Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúa, sem lét af embætti nýverið.

Ísland stefnir að kolefnishlutleysi

Ísland mun taka þátt í átaki Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) sem miðar að því að stefna að kolefnishlutleysi. Þrjú önnur ríki taka þátt í átakinu sem var hleypt af stokkunum á ráðherrafundi UNEP í Mónakó í dag. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði við það tækifæri að þótt loftslagsbreytingar væru alvarleg ógn væri mikilvægt að ganga bjartsýn til verks við að finna lausn á vandanum. Það kallaði á nýsköpun og tækniþróun.

Má vera aðili að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að því að fyrrverandi kennslukona við Landakotsskóla hafi átt rétt á því að vera aðili að B-deild Lífeyrisssjóðs starfsmanna ríkisins eftir að skólanum var breytt í sjálfseignarstofnun.

Æðstu embættismenn hafa flúið borgina

Frá árinu 2002 hafa verið starfandi sex borgarstjórar, fjórir skipulagsstjórar, þrír sviðsstjórar framkvæmdasviðs (áður borgarverkfræðings og umhverfis- og tæknisviðs), fjórir borgarlögmenn og þrír fjármálastjórar hjá Reykjavíkurborg. Að auki hafa orðið sviðsstjóraskipti á velferðarsviði, menntasviði, leikskólasviði og umhverfissviði.

Engar ákvarðanir um að draga úr gjaldtöku á eldsneyti

Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að engar ákvarðanir hafi teknar um minnka gjaldtöku á eldsneyti í ljósi hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu. Hann hefur efasemdir um að hækkandi olíuverð skili ríkissjóði auknum tekjum.

Reyna að komast yfir kreditkortanúmer

Lögreglan á Eskifirði varar við óprúttnum aðilum sem reynt hafa að svíkja fé af fólki með því að komast yfir kreditkortanúmer þess.

Gísli Marteinn: Treysti á að Össur svari fyrir bloggið

Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, ætlar ekki að tjá sig um skrif Össurar Skarphéðinssonar á bloggsíðu sinni. Þar vandaði Össur Gísla ekki kveðjurnar og bar pistillinn yfirskriftina „Sjálfseyðing ungstirnis“.

Lélegasta loðnuvertíð í aldarfjórðung

Lélegustu loðnuvertíð í aldarfjórðung lýkur nú í hádeginu, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra, að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar.

Sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar segir upp en klárar sín mál

Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar hefur sagt starfi sínu lausu. Einar segir í samtali við Vísi að uppsögnin sé gerði í góðu og hann muni klára sín mál hjá sveitarfélaginu áður en nýr sveitarstjóri tekur við embættinu.

Neyðarástand vegna flóða í Ekvador

Yfirvöld í Ekvador hafa lýst yfir neyðarástandi í öllu landinu eftir að hellirigningar orsökuðu flóð og aurskriður víða um landið. Að minnsta kosti þrír hafa látist í flóðunum síðasta mánuð og þúsundir flúið heimili sín.

Skoðun á lestarsamgöngum vísað til umhverfisráðs

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að vísa tillögu minnihluta borgarstjórnar um að skoða möguleika á lestarsamgöngum í Reykjavík til umsagnar í umhverfis- og samgönguráði. Í tilkynningu frá Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn, kemur fram að búist sé við að borgarráð afgreiði tillöguna eftir viku og í framhaldinu verður hún tekin fyrir í borgarstjórn.

Óskandi að forsætisráðherra gæti sungið erfiðleika burt

Forsætisráðherra segir stjórnvöld ekki munu láta neitt tækifæri ganga úr greipum til að leiðrétta rangfærslur um íslenskt efnahagslíf og segir mikilvægt að stjórnvöld og fjármálalífið standi saman að því að berjast fyrir hagsmunum Íslands.

Framkoma Birkis fyrir neðan allar hellur

Júlíus Þór Júlíusson, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, segir framkomu þingmannsins Birkis Jóns Jónssonar fyrir neðan allar hellur en Birkir Jón sagði á Vísi í gær að hann hygðist berjast fyrir lögleiðingu pókers.

Össur bloggar eins og götustrákur

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra skrifar á vefinn sinn eins og hann sé götustrákur, að mati Birgis Ármannssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Skýrsla Breiðavíkurnefndar kynnt á morgun

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði í apríl í fyrra til að fara yfir starfsemi Breiðavíkurheimilisins á árunum 1952-1979 skilaði forsætisráðherra skýrslu sinni um síðustu mánaðamót og verður hún kynnt á morgun.

Kaupmáttur eykst lítillega

Launavísitalan reyndist um 331 stig í nýliðnum janúar og hækkaði um 1,3 prósent frá fyrri mánuði samkvæmt útreikningi Hagstofunnar.

Sjá næstu 50 fréttir