Fleiri fréttir Lögreglan stöðvar átök við Funahöfða Tveir íslenskir karlmenn voru fluttir með sjúkrabílum á slysadeild Landsspítalans til aðhlynningar í nótt, eftir átök, sem urðu fyrir utan hús við Funahöfða í Reykjavík, þar sem margir erlendir verkamenn búa. Mennirnir höfðu verið barðir með kylfum. 16.10.2007 07:15 Réttindalaus undir áhrifum fíkniefna Réttindalaus ökumaður undir áhrifum fíkniefna, reyndi í nótt að stinga lögregluna af, en hafnaði á grindverki í vestanverðu Árbæjarhverfinu. 16.10.2007 07:15 Íslendingar í samkeppni við risafyrirtæki í jarðhitaverkefnum Alþjóðlegur jarðhitamarkaður vex hratt og þar ríkir mikil samkeppni. Íslensk útrásarfyrirtæki á þessum markaði eru í samkeppni við bandaríska olíurisann Chevron og önnur risastór alþjóðleg fyrirtæki. 15.10.2007 18:45 Vatnssósa-Rósa Ómars er fyrsti íslenski bíldraugurinn Daihatsu Ferrósa jeppi Ómars Ragnarssonar er nú kominn á fullt eftir að hafa sokkið í Hálslón, verið grýttur, laminn, brotinn og bramlaður. Bílinn var dæmdur algerlega ónýtur eftir atlögu óþekktra varga að honum við Hálslón en Ómar segir að svo virðist sem bíllinn sé nú genginn aftur. 15.10.2007 18:45 Sextán prósent háskólastúdína glíma við einkenni átröskunar Höfundar nýrrar heimildarmyndar um átröskun segja mikið ráðaleysi í heilbrigðiskerfinu í baráttunni við sjúkdóminn. Nýleg könnun sýnir að um sextán prósent kvenna í Háskóla Íslands glími við einhver einkenni átröskunar. Heimildarmyndin hefur vakið afar sterk viðbrögð en hún var frumsýnd í gærkvöldi. 15.10.2007 18:08 Ógilti flutning í starfi innan Landspítalans Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti í dag þá ákvörðun forsvarsmanna Landspítalans að flytja hjúkrunarfræðing til í starfi, af geðdeild Landspítalans við Hringbraut yfir á geðdeildina á Kleppi. 15.10.2007 16:51 Vilja miðla fæðingarorlofsreynslu Norðurlandabúa Reynslan norrænu ríkjannasýnir að feður taka frekar barneignaorlof ef gert er ráð fyrir ákveðnu tímabili sem fyrnist ef það er ekki nýtt. Þetta kom fram í máli Stefans Wahlin, jafnréttisráðherra Finna, á fundi norrænu janfréttisráðherranna í Finnlandi. 15.10.2007 16:32 Gæsluvarðhald framlengt yfir Hringbrautarmanninum Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi nú á fjórða tímanum gæsluvarðhaldsúrskurð yfir 38 ára gömlum manni sem grunaður er um að hafa myrt nágranna sinn á Hringbraut á sunnudag fyrir viku. 15.10.2007 16:13 Dæmdur nauðgari sakfelldur fyrir að nefbrjóta fyrrverandi kærustu Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag karlmann á þrítugsaldri, Edward Koranteng, fyrir að hafa slegið fyrrverandi sambýliskonu sína og nefbrotið hana en gerði honum ekki sérstaka refsingu þar sem hann hafði þegar verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 15.10.2007 16:07 Alvarlegt bifhjólaslys á Krýsuvíkurvegi Ökumaður bifhjóls var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Landspítalans eftir að hann féll af hjólinu á Krýsuvíkurvegi. Slysið varð rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Maðurinn var á leið í beygju inn á Bláfjallarveg en ók út af og hafnaði í hrauni. Ekki er vitað hversu alvarlega maðurinn slasaðist. 15.10.2007 15:48 Stunginn í bakið með brotnum flöskustút Aðfaranótt 14. október var lögreglu tilkynnt um líkamsárás við heimahús Vestmannaeyjum og fylgdi tilkynningunni að maður hafi verið stunginn í bakið með glerbroti. Á vettvangi var maður sem grunaður var um verknaðinn handtekinn en hann var jafnframt grunaður um að hafa brotið rúðu í útidyrahurð í sama húsi. 15.10.2007 15:39 Ríkisstjórnin standi við stóru orðin og efli verkmenntun Fulltrúaráð VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, skorar á ríkisstjórnina að ganga rösklega til verks í samræmi við stefnuyfirlýsingu sína um að efla fag- og verkmenntun á Íslandi. 15.10.2007 15:32 Smyglskútugengið senn úr einangrun Fimm menn sem grunaðir eru um aðild að Fáskrúðsfjarðarmálinu svokallaða hafa í dag verið færðir í héraðsdóm til þess að staðfesta fyrir dómi skýrslur sem lögregla hefur tekið af þeim. 15.10.2007 15:07 Vill Guðfinnu úr Evrópuráðinu vegna sköpunarkenningarmála Líffræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands fer fram á það að fulltrúi Íslands í Evrópuráðinu, Guðfinna Bjarnadóttir þingmaður, verði kölluð heim og nýr fulltrúi skipaður í hennar stað. 15.10.2007 14:29 Frelsi til sölu á áfengi aftur rætt á þingi Fyrsta mál á þingfundi alþingis sem hefst kl. 15.00 í dag er frumvarp til laga um afnám einokunnar ÁTVR á sölu á léttu áfengi. Frumvarpið um frelsi til sölu á léttu áfengi og bjór hefur verið lagt fram á fjórum síðustu þingum en aldrei hlotið afgreiðslu. 15.10.2007 14:05 Búa sig undir annríki vegna útboðs á lóðum Framkvæmdasvið býr sig nú undir mikið annríki á föstudaginn kemur en þá rennur út tilboðsfrestur í lóðir sunnan Sléttuvegar í Fossvogi. 15.10.2007 13:58 Oddný sér um menntamál í borginni Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, verður forystumaður í menntamálum í borginni ef marka má heimasíðu menntasviðs og leikskólasviðs borgarinnar. 15.10.2007 13:45 Telur Íslandshreyfingarfólk hafa áhrif á umhverfisstefnu borgarinnar Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, telur að koma síns fólks í borgarstjórn muni hafa áhrif á stefnu borgarinnar í umhverfis- og stóriðjumálum. Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar, verður forseti borgarstjórnar þegar nýr meirihluti tekur við borginni á morgun. 15.10.2007 13:15 Björgunarsveitarmenn á eigin bílum í útköllum Starfsemi björgunnarsveita landsins byggir að mestu á sjálfboðavinnu meðlima sveitanna eins og kunnugt er. Hluti þeirra mun þar að auki leggja fram eigin bíla í þágu starfseminnar. Er þetta einkum hjá minni björgunarsveitum úti á landi þar sem bíla- og tækjakostur er ekki eins öflugur og hjá stærri sveitunum. 15.10.2007 13:14 Ekki stefnt á að setja HydroKraft á markað Ekki stendur til að setja HydroKraft Invest á almennan markað og enn sem komið er hafa engir starfsmenn verið ráðnir til fyrirtækinins. Landsvirkjun Invest á 50 prósenta hlut í fyrirtækinu sem hefur þann tilgang að leita eftir verkefnum erlendis, aðallega í Austur-Evrópu. 15.10.2007 12:50 Beðið eftir því hvernig málum REI vindur fram hjá nýrri borgarstjórn Helstu eigendur Hitaveitu Suðurnesja funduðu í morgun um framtíð fyrirtækisins sem hefur verið hulin nokkurri óvissu frá því tilkynnt var um sameiningu Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest. Gunnar Svavarsson, fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn HS, segir að beðið verði eftir því hvernig málum REI vindur fram undir stjórn nýs meirihluta í borginni áður en frekari ákvarðanir verði teknar í málinu. 15.10.2007 12:37 Rannsakar heitavatnsþjófnað í sumarbústöðum Lögregla á Selfossi hefur til rannsóknar nokkrar kærur vegna meints þjófnaðar á heitu vatni. Fram kemur í frétt lögreglunnar að málin snúi að sumarbústöðum og felist í því að menn hafi náð að taka meira vatn inn í húsin en greitt er fyrir. 15.10.2007 11:55 Velti jepplingi sínum á Hellisheiði Töluvert hefur verið um umferðarslys og árekstra á Suðurlandsvegi í morgun. Rétt fyrir klukkan átta í morgun missti erlendur ferðamaður stjórn á jepplingi sínum uppi á Hellisheiði og fór hann margar veltur utan vegar. 15.10.2007 11:45 Fær ekki að hitta fársjúka móður sína Víetnömsk kona, Lai Thai Nguyen, fær ekki að fara frá Íslandi til að vera hjá fársjúkri móður sinni í Víetnam. Móðir hennar á skammt eftir ólifað. 15.10.2007 11:36 Rusl og rottur til ama á Hverfisgötunni Frá því að húsið á Hverfisgötu 42 var flutt á Bergstaðastræti og gengið var frá sárinu eftir það fyrir framan Samhjálparhúsið hefur heimilisrusl hrúgast upp á lóðinni og þbí fylgir nú rottugangur. Lúðvík Guðnason mengunnarvarnafulltrúi borgarinnar kynnti sér aðstæður í morgun og segir að eitthvað verði gert í þessu máli strax. 15.10.2007 11:26 Hálfs árs fangelsi fyrir að aka ítrekað án ökuleyfis Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað ekið bíl án ökuleyfis og fyrir að stela bíl og aka honum undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 15.10.2007 11:25 Heildarafli dróst saman um þriðjung í september Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði var um þriðjungi minni en í sama mánuði í fyrra miðað við fast verð. 15.10.2007 10:32 Borgarstjóri fær biðlaun í sex mánuði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi borgarstjóri, fær alls tæpar sjö milljónir króna í biðlaun eftir að hann lætur af embætti á morgun. 15.10.2007 10:12 Síðasta verk Vilhjálms var eitt fyrsta umdeilda verkið Eitt síðasta embættisverk Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra var að taka skóflustungu að einu fyrsta umdeilda verkinu sem hann kom að í embætti. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að víkja ekki sæti í málinu og sakaður um tortryggileg vinnubrögð þegar borgin skrifaði undir viljayfirlýsingu við hjúkrunarfélagið Eir um byggingu íbúða og miðstöðvar fyrir aldraða. Vilhjálmur er stjórnarformaður Eirar. 15.10.2007 10:01 Þriggja bíla árekstur við Litlu Kaffistofuna Þrír bílar lentu í árekstri í brekkunni ofan við Litlu Kaffistofuna á áttunda tímanum í morgun og einn til viðbótar valt þar út af veginum.Tveir úr honum slösuðust og verða fluttir með sjúkrabílum á Slysadeild Landsspítalans en enginn mun hafa slasast í árekstrinum. 15.10.2007 08:13 Lýsa yfir stuðningi við álver að Bakka við Húsavík Kjördæmisráð Sjálfstæðisfélaganna í Norðaustur kjördæmi lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform um byggingu álvers að Bakka við Húsavík. 15.10.2007 08:09 Síldveiðin fer hægt af stað Síldveiðin fer mun hægar af stað en undanfarin ár og er orðin um það bil hálfum mánuði á eftir áætlun, að sögn sjómanna. 15.10.2007 07:11 Ölvaður og réttindalaus Lögreglan á Selfossi tók ökumann úr umferð í nótt, grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annars voru fimm teknir í umdæminu um helgina vegna ölvunaraksturs. Þar af var einn fimmtán ára og þar með réttindalaus. 15.10.2007 07:08 Viðræðurnar ganga vel í góðum anda Nýji meirihlutinn í Reykjavík fundaði stíft í dag en ákveðið var að að taka frí í kvöld og gefa fólki tækifæri til að sinna fjölskyldum sínum eftir langa törn. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, verðandi borgarstjóri í samtali við Vísi. 14.10.2007 21:28 Besta ár í sögu minkaræktar Geysihátt verð fæst fyrir minkaskinn og var síðasta ár það besta í sögu íslenskra loðdýrabænda, - það er að segja þeirra sem rækta mink, því aðeins einn bóndi er eftir í refarækt. Þar hefur afkoman verið mun lakari. 14.10.2007 19:37 Rekaviður hættur að berast að ströndum Íslands Rekaviður, sem biskupar fyrr á öldum töldu grundvöll Íslandsbyggðar, er mikið til hættur að berast að ströndum landsins. 14.10.2007 19:31 Lýsa eindregnum stuðningi við álver við Bakka Kjördæmisráð Sjálfstæðisfélaganna í Norðausturkjördæmi lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform um byggingu álvers við Bakka við Húsavík. „Sá mikli viðsnúningur sem hefur orðið á byggðaþróun á Austurlandi við byggingu Fjarðaáls gefur skýr fyrirheit um þau jákvæðu áhrif sem framkvæmd á Bakka mun hafa," segir í ályktun sem samþykkt var einróma á kjördæmisþingi Sjálfstæðisfélagana í Norðausturkjördæmi. 14.10.2007 18:19 Björn Ingi sá SMS: Til í allt - án Villa Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði í Silfri Egils á RÚV í dag að hann hefði fyrir því „nokkuð áreiðanlegar“ heimildir að sjálfstæðismenn hefðu verið byrjaðir í meirihlutaviðræðum við aðra flokka þegar REI málið stóð sem hæst í síðustu viku. Hann segist einnig hafa séð SMS skilaboð þar sem stóð: Til í allt - án Villa. 14.10.2007 13:56 Svandísarmálið fer sína leið Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG í borgarstjórn segir ekki standa til að fella niður málshöfðun vegna eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Ragnari H. Hall að hann teldi ekki ólíklegt að málið verði fellt niður í ljósi þess að nýr meirihluti er tekinn við. Svandís segir hins vegar í samtali við Vísi að eðlilegt sé að málið fari sína leið í kerfinu. 14.10.2007 12:36 Troðfullt á tónleikum Megasar Meistari Megas spilaði fyrir fullri Laugardalshöll í gærkvöldi. Hann tók bæði nýja og gamla slagara við mikinn fögnuð áhorfenda. 14.10.2007 12:25 Setja þarf lög hið fyrsta um eignarhald orkulindanna Það er ekki of seint að tryggja með lagasetningu að orkuauðlindirnar fari ekki úr almannaeigu segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún segir það vandasamt verk en ekki ógerlegt. 14.10.2007 12:18 Atvinnuleysi ekki minna í nítján ár Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í landinu í 19 ár en innan við 1 prósent landsmanna eru skráðir atvinnulausir. 1336 manns voru skráðir atvinnulausir í september eða 0,8 landsmanna sem er 140 færri en í ágúst. 14.10.2007 11:02 Snuff á Selfossi Söluturni á Selfossi hefur verið lokað eftir að á annan tug snuffdósa fundust þar við leit lögreglu og tollgæslu. Svokallað snuff er fínkorna neftóbak sem ólöglegt er að flytja inn og selja. 14.10.2007 10:57 „Öll flóran í bænum í nótt“ Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt. Allar fangageymslur voru fullar eftir nóttina og ekið var á gangandi vegfaranda á Geirsgötu en hann mun ekki hafa slasast alvarlega að sögn lögreglu. Lögregla hafði afskipti af fólki vegna, líkamsárása, brotum á lögreglusamþykkt, ölvun, heimilisófriði, rúðubrotum og fíkniefnum, eða allri flórunni eins og varðstjóri orðaði það í samtali við Vísi. 14.10.2007 09:47 Fimmtán ára á felgunni Lögreglan á Selfossi stöðvaði fimmtán ára gamlan ökumann í gærkvöldi. Segja má að drengurinn hafi verið á felgunni í tvennum skilningi þess orðs, því hann var ölvaður undir stýri auk þess sem sprungið hafði á bílnum þannig að hann rásaði um allan veg. 14.10.2007 09:32 Sjá næstu 50 fréttir
Lögreglan stöðvar átök við Funahöfða Tveir íslenskir karlmenn voru fluttir með sjúkrabílum á slysadeild Landsspítalans til aðhlynningar í nótt, eftir átök, sem urðu fyrir utan hús við Funahöfða í Reykjavík, þar sem margir erlendir verkamenn búa. Mennirnir höfðu verið barðir með kylfum. 16.10.2007 07:15
Réttindalaus undir áhrifum fíkniefna Réttindalaus ökumaður undir áhrifum fíkniefna, reyndi í nótt að stinga lögregluna af, en hafnaði á grindverki í vestanverðu Árbæjarhverfinu. 16.10.2007 07:15
Íslendingar í samkeppni við risafyrirtæki í jarðhitaverkefnum Alþjóðlegur jarðhitamarkaður vex hratt og þar ríkir mikil samkeppni. Íslensk útrásarfyrirtæki á þessum markaði eru í samkeppni við bandaríska olíurisann Chevron og önnur risastór alþjóðleg fyrirtæki. 15.10.2007 18:45
Vatnssósa-Rósa Ómars er fyrsti íslenski bíldraugurinn Daihatsu Ferrósa jeppi Ómars Ragnarssonar er nú kominn á fullt eftir að hafa sokkið í Hálslón, verið grýttur, laminn, brotinn og bramlaður. Bílinn var dæmdur algerlega ónýtur eftir atlögu óþekktra varga að honum við Hálslón en Ómar segir að svo virðist sem bíllinn sé nú genginn aftur. 15.10.2007 18:45
Sextán prósent háskólastúdína glíma við einkenni átröskunar Höfundar nýrrar heimildarmyndar um átröskun segja mikið ráðaleysi í heilbrigðiskerfinu í baráttunni við sjúkdóminn. Nýleg könnun sýnir að um sextán prósent kvenna í Háskóla Íslands glími við einhver einkenni átröskunar. Heimildarmyndin hefur vakið afar sterk viðbrögð en hún var frumsýnd í gærkvöldi. 15.10.2007 18:08
Ógilti flutning í starfi innan Landspítalans Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti í dag þá ákvörðun forsvarsmanna Landspítalans að flytja hjúkrunarfræðing til í starfi, af geðdeild Landspítalans við Hringbraut yfir á geðdeildina á Kleppi. 15.10.2007 16:51
Vilja miðla fæðingarorlofsreynslu Norðurlandabúa Reynslan norrænu ríkjannasýnir að feður taka frekar barneignaorlof ef gert er ráð fyrir ákveðnu tímabili sem fyrnist ef það er ekki nýtt. Þetta kom fram í máli Stefans Wahlin, jafnréttisráðherra Finna, á fundi norrænu janfréttisráðherranna í Finnlandi. 15.10.2007 16:32
Gæsluvarðhald framlengt yfir Hringbrautarmanninum Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi nú á fjórða tímanum gæsluvarðhaldsúrskurð yfir 38 ára gömlum manni sem grunaður er um að hafa myrt nágranna sinn á Hringbraut á sunnudag fyrir viku. 15.10.2007 16:13
Dæmdur nauðgari sakfelldur fyrir að nefbrjóta fyrrverandi kærustu Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag karlmann á þrítugsaldri, Edward Koranteng, fyrir að hafa slegið fyrrverandi sambýliskonu sína og nefbrotið hana en gerði honum ekki sérstaka refsingu þar sem hann hafði þegar verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 15.10.2007 16:07
Alvarlegt bifhjólaslys á Krýsuvíkurvegi Ökumaður bifhjóls var fluttur alvarlega slasaður á slysadeild Landspítalans eftir að hann féll af hjólinu á Krýsuvíkurvegi. Slysið varð rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Maðurinn var á leið í beygju inn á Bláfjallarveg en ók út af og hafnaði í hrauni. Ekki er vitað hversu alvarlega maðurinn slasaðist. 15.10.2007 15:48
Stunginn í bakið með brotnum flöskustút Aðfaranótt 14. október var lögreglu tilkynnt um líkamsárás við heimahús Vestmannaeyjum og fylgdi tilkynningunni að maður hafi verið stunginn í bakið með glerbroti. Á vettvangi var maður sem grunaður var um verknaðinn handtekinn en hann var jafnframt grunaður um að hafa brotið rúðu í útidyrahurð í sama húsi. 15.10.2007 15:39
Ríkisstjórnin standi við stóru orðin og efli verkmenntun Fulltrúaráð VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, skorar á ríkisstjórnina að ganga rösklega til verks í samræmi við stefnuyfirlýsingu sína um að efla fag- og verkmenntun á Íslandi. 15.10.2007 15:32
Smyglskútugengið senn úr einangrun Fimm menn sem grunaðir eru um aðild að Fáskrúðsfjarðarmálinu svokallaða hafa í dag verið færðir í héraðsdóm til þess að staðfesta fyrir dómi skýrslur sem lögregla hefur tekið af þeim. 15.10.2007 15:07
Vill Guðfinnu úr Evrópuráðinu vegna sköpunarkenningarmála Líffræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands fer fram á það að fulltrúi Íslands í Evrópuráðinu, Guðfinna Bjarnadóttir þingmaður, verði kölluð heim og nýr fulltrúi skipaður í hennar stað. 15.10.2007 14:29
Frelsi til sölu á áfengi aftur rætt á þingi Fyrsta mál á þingfundi alþingis sem hefst kl. 15.00 í dag er frumvarp til laga um afnám einokunnar ÁTVR á sölu á léttu áfengi. Frumvarpið um frelsi til sölu á léttu áfengi og bjór hefur verið lagt fram á fjórum síðustu þingum en aldrei hlotið afgreiðslu. 15.10.2007 14:05
Búa sig undir annríki vegna útboðs á lóðum Framkvæmdasvið býr sig nú undir mikið annríki á föstudaginn kemur en þá rennur út tilboðsfrestur í lóðir sunnan Sléttuvegar í Fossvogi. 15.10.2007 13:58
Oddný sér um menntamál í borginni Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, verður forystumaður í menntamálum í borginni ef marka má heimasíðu menntasviðs og leikskólasviðs borgarinnar. 15.10.2007 13:45
Telur Íslandshreyfingarfólk hafa áhrif á umhverfisstefnu borgarinnar Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, telur að koma síns fólks í borgarstjórn muni hafa áhrif á stefnu borgarinnar í umhverfis- og stóriðjumálum. Margrét Sverrisdóttir, varaformaður Íslandshreyfingarinnar, verður forseti borgarstjórnar þegar nýr meirihluti tekur við borginni á morgun. 15.10.2007 13:15
Björgunarsveitarmenn á eigin bílum í útköllum Starfsemi björgunnarsveita landsins byggir að mestu á sjálfboðavinnu meðlima sveitanna eins og kunnugt er. Hluti þeirra mun þar að auki leggja fram eigin bíla í þágu starfseminnar. Er þetta einkum hjá minni björgunarsveitum úti á landi þar sem bíla- og tækjakostur er ekki eins öflugur og hjá stærri sveitunum. 15.10.2007 13:14
Ekki stefnt á að setja HydroKraft á markað Ekki stendur til að setja HydroKraft Invest á almennan markað og enn sem komið er hafa engir starfsmenn verið ráðnir til fyrirtækinins. Landsvirkjun Invest á 50 prósenta hlut í fyrirtækinu sem hefur þann tilgang að leita eftir verkefnum erlendis, aðallega í Austur-Evrópu. 15.10.2007 12:50
Beðið eftir því hvernig málum REI vindur fram hjá nýrri borgarstjórn Helstu eigendur Hitaveitu Suðurnesja funduðu í morgun um framtíð fyrirtækisins sem hefur verið hulin nokkurri óvissu frá því tilkynnt var um sameiningu Geysis Green Energy og Reykjavík Energy Invest. Gunnar Svavarsson, fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í stjórn HS, segir að beðið verði eftir því hvernig málum REI vindur fram undir stjórn nýs meirihluta í borginni áður en frekari ákvarðanir verði teknar í málinu. 15.10.2007 12:37
Rannsakar heitavatnsþjófnað í sumarbústöðum Lögregla á Selfossi hefur til rannsóknar nokkrar kærur vegna meints þjófnaðar á heitu vatni. Fram kemur í frétt lögreglunnar að málin snúi að sumarbústöðum og felist í því að menn hafi náð að taka meira vatn inn í húsin en greitt er fyrir. 15.10.2007 11:55
Velti jepplingi sínum á Hellisheiði Töluvert hefur verið um umferðarslys og árekstra á Suðurlandsvegi í morgun. Rétt fyrir klukkan átta í morgun missti erlendur ferðamaður stjórn á jepplingi sínum uppi á Hellisheiði og fór hann margar veltur utan vegar. 15.10.2007 11:45
Fær ekki að hitta fársjúka móður sína Víetnömsk kona, Lai Thai Nguyen, fær ekki að fara frá Íslandi til að vera hjá fársjúkri móður sinni í Víetnam. Móðir hennar á skammt eftir ólifað. 15.10.2007 11:36
Rusl og rottur til ama á Hverfisgötunni Frá því að húsið á Hverfisgötu 42 var flutt á Bergstaðastræti og gengið var frá sárinu eftir það fyrir framan Samhjálparhúsið hefur heimilisrusl hrúgast upp á lóðinni og þbí fylgir nú rottugangur. Lúðvík Guðnason mengunnarvarnafulltrúi borgarinnar kynnti sér aðstæður í morgun og segir að eitthvað verði gert í þessu máli strax. 15.10.2007 11:26
Hálfs árs fangelsi fyrir að aka ítrekað án ökuleyfis Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í hálfs árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað ekið bíl án ökuleyfis og fyrir að stela bíl og aka honum undir áhrifum áfengis og fíkniefna. 15.10.2007 11:25
Heildarafli dróst saman um þriðjung í september Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði var um þriðjungi minni en í sama mánuði í fyrra miðað við fast verð. 15.10.2007 10:32
Borgarstjóri fær biðlaun í sex mánuði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfarandi borgarstjóri, fær alls tæpar sjö milljónir króna í biðlaun eftir að hann lætur af embætti á morgun. 15.10.2007 10:12
Síðasta verk Vilhjálms var eitt fyrsta umdeilda verkið Eitt síðasta embættisverk Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar borgarstjóra var að taka skóflustungu að einu fyrsta umdeilda verkinu sem hann kom að í embætti. Hann var harðlega gagnrýndur fyrir að víkja ekki sæti í málinu og sakaður um tortryggileg vinnubrögð þegar borgin skrifaði undir viljayfirlýsingu við hjúkrunarfélagið Eir um byggingu íbúða og miðstöðvar fyrir aldraða. Vilhjálmur er stjórnarformaður Eirar. 15.10.2007 10:01
Þriggja bíla árekstur við Litlu Kaffistofuna Þrír bílar lentu í árekstri í brekkunni ofan við Litlu Kaffistofuna á áttunda tímanum í morgun og einn til viðbótar valt þar út af veginum.Tveir úr honum slösuðust og verða fluttir með sjúkrabílum á Slysadeild Landsspítalans en enginn mun hafa slasast í árekstrinum. 15.10.2007 08:13
Lýsa yfir stuðningi við álver að Bakka við Húsavík Kjördæmisráð Sjálfstæðisfélaganna í Norðaustur kjördæmi lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform um byggingu álvers að Bakka við Húsavík. 15.10.2007 08:09
Síldveiðin fer hægt af stað Síldveiðin fer mun hægar af stað en undanfarin ár og er orðin um það bil hálfum mánuði á eftir áætlun, að sögn sjómanna. 15.10.2007 07:11
Ölvaður og réttindalaus Lögreglan á Selfossi tók ökumann úr umferð í nótt, grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annars voru fimm teknir í umdæminu um helgina vegna ölvunaraksturs. Þar af var einn fimmtán ára og þar með réttindalaus. 15.10.2007 07:08
Viðræðurnar ganga vel í góðum anda Nýji meirihlutinn í Reykjavík fundaði stíft í dag en ákveðið var að að taka frí í kvöld og gefa fólki tækifæri til að sinna fjölskyldum sínum eftir langa törn. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, verðandi borgarstjóri í samtali við Vísi. 14.10.2007 21:28
Besta ár í sögu minkaræktar Geysihátt verð fæst fyrir minkaskinn og var síðasta ár það besta í sögu íslenskra loðdýrabænda, - það er að segja þeirra sem rækta mink, því aðeins einn bóndi er eftir í refarækt. Þar hefur afkoman verið mun lakari. 14.10.2007 19:37
Rekaviður hættur að berast að ströndum Íslands Rekaviður, sem biskupar fyrr á öldum töldu grundvöll Íslandsbyggðar, er mikið til hættur að berast að ströndum landsins. 14.10.2007 19:31
Lýsa eindregnum stuðningi við álver við Bakka Kjördæmisráð Sjálfstæðisfélaganna í Norðausturkjördæmi lýsir yfir eindregnum stuðningi við áform um byggingu álvers við Bakka við Húsavík. „Sá mikli viðsnúningur sem hefur orðið á byggðaþróun á Austurlandi við byggingu Fjarðaáls gefur skýr fyrirheit um þau jákvæðu áhrif sem framkvæmd á Bakka mun hafa," segir í ályktun sem samþykkt var einróma á kjördæmisþingi Sjálfstæðisfélagana í Norðausturkjördæmi. 14.10.2007 18:19
Björn Ingi sá SMS: Til í allt - án Villa Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði í Silfri Egils á RÚV í dag að hann hefði fyrir því „nokkuð áreiðanlegar“ heimildir að sjálfstæðismenn hefðu verið byrjaðir í meirihlutaviðræðum við aðra flokka þegar REI málið stóð sem hæst í síðustu viku. Hann segist einnig hafa séð SMS skilaboð þar sem stóð: Til í allt - án Villa. 14.10.2007 13:56
Svandísarmálið fer sína leið Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG í borgarstjórn segir ekki standa til að fella niður málshöfðun vegna eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Ragnari H. Hall að hann teldi ekki ólíklegt að málið verði fellt niður í ljósi þess að nýr meirihluti er tekinn við. Svandís segir hins vegar í samtali við Vísi að eðlilegt sé að málið fari sína leið í kerfinu. 14.10.2007 12:36
Troðfullt á tónleikum Megasar Meistari Megas spilaði fyrir fullri Laugardalshöll í gærkvöldi. Hann tók bæði nýja og gamla slagara við mikinn fögnuð áhorfenda. 14.10.2007 12:25
Setja þarf lög hið fyrsta um eignarhald orkulindanna Það er ekki of seint að tryggja með lagasetningu að orkuauðlindirnar fari ekki úr almannaeigu segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún segir það vandasamt verk en ekki ógerlegt. 14.10.2007 12:18
Atvinnuleysi ekki minna í nítján ár Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í landinu í 19 ár en innan við 1 prósent landsmanna eru skráðir atvinnulausir. 1336 manns voru skráðir atvinnulausir í september eða 0,8 landsmanna sem er 140 færri en í ágúst. 14.10.2007 11:02
Snuff á Selfossi Söluturni á Selfossi hefur verið lokað eftir að á annan tug snuffdósa fundust þar við leit lögreglu og tollgæslu. Svokallað snuff er fínkorna neftóbak sem ólöglegt er að flytja inn og selja. 14.10.2007 10:57
„Öll flóran í bænum í nótt“ Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt. Allar fangageymslur voru fullar eftir nóttina og ekið var á gangandi vegfaranda á Geirsgötu en hann mun ekki hafa slasast alvarlega að sögn lögreglu. Lögregla hafði afskipti af fólki vegna, líkamsárása, brotum á lögreglusamþykkt, ölvun, heimilisófriði, rúðubrotum og fíkniefnum, eða allri flórunni eins og varðstjóri orðaði það í samtali við Vísi. 14.10.2007 09:47
Fimmtán ára á felgunni Lögreglan á Selfossi stöðvaði fimmtán ára gamlan ökumann í gærkvöldi. Segja má að drengurinn hafi verið á felgunni í tvennum skilningi þess orðs, því hann var ölvaður undir stýri auk þess sem sprungið hafði á bílnum þannig að hann rásaði um allan veg. 14.10.2007 09:32