Fleiri fréttir Neitaði ásökunum um bókhaldsbrot Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. 19.2.2007 13:35 Forseti Djíbútís kemur til landsins Forseti Djíbútís, Ismail Omar Guelleh, er væntanlegur hingað til lands nú eftir hádegið í svokallaða vinnuferð sem stendur fram á eftirmiðdag á morgun. Með honum í för eru utanríkisráðherra Djíbútís og sendinefnd skipuð embættismönnum og sérfræðingum á sviði jarðhitanýtingar. 19.2.2007 13:22 105 teknir fyrir hraðakstur í borginni um helgina Hundrað og fimm ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá henni. Allmargir þeirra óku á tvöföldum leyfilegum hámarkshraða. 19.2.2007 13:15 Fjölmenni á Þjóðahátíð Austurlands Austfirðingur héldu í gær sína árlegu Þjóðahátíð, í þetta sinn í Félagsheimilinu Skrúði Fáskrúðsfirði. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin eyrsta en þar kynna erlendir Austfirðingar menningu heimalands síns. 19.2.2007 13:15 Gengið frá kæru vegna rasks í Heiðmörk í kvöld Skógræktarfélag Reykjavíkur gengur formlega frá kæru á hendur Kópavogsbæ vegna jarðrasks í Heiðmörk, á aukastjórnarfundi félagsins í kvöld. Verktakafélagið Klæðning verður líka kært en það hefur annast framkvæmdir fyrir bæinn án framkvæmdaleyfis og valdið talsverðu jarðraski og gróðurskemmdum. 19.2.2007 13:00 Gæslan skoðar svæði þar sem olíublautir fuglar hafa fundist Í undirbúningi er að Landhelgisgæslan skoði í dag úr lofti hafsvæðið úti af Garðsskaga á Reykjanesi eftir að olíublautir sjófuglar fundust þar í hundraðatali um helgina. Umhverfisstofnun er að gera ráðstafanir til að fanga fugl til rannsóknar en ljóst er að olía hefur ekki borist upp í fjörur. 19.2.2007 12:45 Bolla, bolla, bolla Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að bolludagurinn er í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 fór á stúfana og leitaði að bollum. 19.2.2007 12:30 Sætir geðrannsókn vegna íkveikju Kona er grunuð um að hafa kveikt í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gærkvöldi og með því stofnað lífi og limum samborgara sinna í hættu. Konan hafði komið sér út og yfir í aðra íbúð en lét ekki vita af eldinum. Hún var í annarlegu ástandi þegar hún fannst og verður gert að gangast undir geðrannsókn. 19.2.2007 12:05 Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnaklámsmynda Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnarklámsmynda. Myndirnar fundust í tveimur tölvum í eigu mannsins eftir að lögregla hafði gert húsleit hjá honum í september í fyrra. 19.2.2007 12:01 Átök innan Sjúkraliðafélags Íslands Átök eru innan Sjúkraliðafélags Íslands og hefur félagið klofnað í tvær fylkingar vegna afstöðu til nýrrar námsleiðar, sem gefur færi á styttra námi til sjúkraliða. Vegna málsins stefnir hópur óánægðra sjúkraliða að því að fella Kristínu Á. Guðmundsdóttur, sem stýrt hefur félaginu í rúma tvo áratugi, úr formannsembættinu. 19.2.2007 11:59 Jón Ásgeir spurður út í Thee Viking á fimmtudag Ákveðið hefur verið að ljúka skýrslutöku af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu á fimmtudaginn kemur en þá staldrar hann stutt við hér á landi. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19.2.2007 11:19 Fær bætur frá ríkinu vegna líkamsárásar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni rúmar 2,6 milljónir króna í skaðabætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir á veitingastað í höfuðborginni í febrúar fyrir fjórum árum. Lögregla var kölluð á vettvang en þá var árásarmaðurinn á bak og burt og fannst hann aldrei. 19.2.2007 10:57 Eltu ölvaða bílþjófa inn í Vestfjarðagöng Lögreglan á Ísafirði veitti í gær tveimur mönnum eftirför eftir að þeir höfðu stolið bíl við verslun í bænum. Atvikið varð laust eftir klukkan fimm í gær en þá kom maður til lögreglu og sagði bíl sínum hafa verið stolið. Gat hann bent á bílinn frá lögreglustöðinni þar sem honum var ekið inn Skutulsfjarðarbraut. 19.2.2007 10:11 Samfylkinguna hungrar í sigur í vor Núverandi stjórnarflokkar hafa eyðilagt velferðarkerfið, sem jafnaðarmenn voru í forystu um að byggja upp, og það þarf jafnaðarmenn til að endurreisa það, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fjölmennum fundi flokksins um málefni aldraðra í dag. Hún sagði öll lið í keppni hungra í sigur og Samfylkinguna hungraði í sigur í kosningunum í vor. 18.2.2007 18:58 Klámsíðueigandi fyllist hryllingi Vestur-Íslendingur, sem hefur skráð sig á samkomu vefstjóra klámheimasíðna á Íslandi í næsta mánuði, segist fyllast hryllingi vegna þess fréttaflutnings sem verið hefur um samkomuna í íslenskum fjölmiðlum. Hann er hneykslaður á ummælum talskonu Stígamóta, borgarstjórans í Reykjavík og viðskiptaráðherra og minnir á að þau kunni að þurfa að standa við ásakanir um barnaklám og þrælahald fyrir dómstólum. 18.2.2007 18:51 Skólabókardæmi um margsvikin kosningaloforð Suðurstrandarsvegur er skólabókardæmi um margsvikin kosningaloforð, segir útgerðarmaður á Suðurlandi. Bæjarstjóri Ölfuss segir ekki hægt að búa við slík svik. 18.2.2007 18:44 Upp í kok af álkjaftæði Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. 18.2.2007 18:17 Tekur sjálfstæðar ákvarðanir Forseti íslands þarf ekki að bera neinar ákvarðanir undir Forsætisráðuneytið eða Utanríkisráðuneytið. Hann tekur sjálfstæðar ákvarðanir og sækir umboð sitt til þjóðarinnar en ekki stjórnvalda. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson í þættinum Silfri Egils í dag um gagnrýni Halldórs Blöndals þingmanns Sjálfstæðisflokksins á setu hans í þróunarráði Indlands. 18.2.2007 17:26 Þjóðhátíð Austurlands haldin í dag Í dag er Þjóðahátíð Austurlands haldin í fjórða skiptið í Félagsheimilinu Skrúði í Fáskrúðsfirði. Á þjóðhátíðinni kynna erlendir Austfirðingar menningu heimalands síns. Markmið hátíðarinnar er að styrkja samskipti og samgang, skilning og vináttu milli allra íbúa Austurlands. 18.2.2007 15:53 Embætti umboðsmanns aldraðra verði stofnað Velferð eldri borgara verði í öndvegi næsta kjörtímabil og stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra. Þetta eru áhersluatriði Samfylkingarinnar og samtakanna 60+ í málefnum eldri borgara. Í yfirlýsingu segir að lögð sé áhersla á mannsæmandi lífeyri, svigrúm til að auka tekjur án skerðingar tryggingabóta og sanngjarna skattlagningu aldraðra. 18.2.2007 15:31 Synjunarvald forsetans er vilji þjóðarinnar Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segist vera sannfærður um það að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vilji halda í synjunarvald forsetans. Eðli stjórnmálanna sé þannig að völd fari oft í taugarnar á þeim sem vilji hafa þau sjálfir. Menn megi hinsvegar ekki gleyma því að grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar sé að valdið sé hjá þjóðinni - ekki þinginu eins og til að mynda í Bretlandi. 18.2.2007 14:52 Þjónustuhöfn fyrir Austur Grænland á Ísafirði Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnir að auknum umsvifum og þjónustu Ísafjarðarhafnar, meðal annars með því að efla höfnina sem þjónustumiðstöð fyrir Austur Grænland. Samþykkt hefur verið að atvinnumálanefnd og hafnarstjórn bæjarins vinni tillögur sem fyrst um málið. 18.2.2007 13:32 Hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Á einum sólarhring í vikunni mældust 152 ökumenn á of miklum hraða í Hvalfjarðargöngunum. Einn þeirra mældist á 120 km hraða hámarkshraði er 70 km. Um er að ræða tímabilið frá háegi á þriðjudag til hádegis á miðvikudegi, og voru 11 ökumannanna á yfir 90 km hraða. Allir 152 eiga von á sekt en þeir voru festir á filmu hraðamyndavélar í göngunum. 18.2.2007 13:00 Til hamingju konur! Konudagurinn er í dag og í dag hefst líka góan, fimmti mánuður ársins samkvæmt norrænu tímatali. Flestir eiginmenn gleðja eiginkonur sínar með ýmsum hætti. Mikið er að gera í blómaverslunum, en blómin eru líklega klassískasta gjöf eiginmannanna á þessum degi. 18.2.2007 12:48 Vill ekki í stríð við unga fólkið Skotárás á bíl lögreglumanns á Blönduósi í lok desember er óupplýst en í síðustu viku játuðu hins vegar tveir ungir menn að hafa sprengt heimatilbúna sprengju við heimili annars lögreglumanns sem býr á Skagaströnd. Sýslumaðurinn á Blönduósi vill vinna með unga fólkinu á staðnum en ekki fara í stríð við það. 18.2.2007 12:30 Hvetur banka til að lækka álögur Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hvetur bankana eindregið til að lækka gjöld á almenning og segir þá hafa fjárhagslega burði til þess. Hann segir ekki ástæðu til að rannsaka sérstaklega meint samráð bankanna. Við séum nú stödd þar sem hagsveiflan sé ekki að öllu leyti gengin niður og vextir því háir. 18.2.2007 12:09 Færeysk þjóðhetja teflir til vinnings í Reykjavík Viktor Nitander frá Svíþjóð er efstur í A-flokki á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fram fer í Reykjavík, með þrjá og hálfan vinning eftir fjórar skákir. Dagur Arngrímsson frá Íslandi og Helgi Dam Ziska frá Færeyjum eru báðir í öðru sæti með þrjá vinninga. 18.2.2007 12:00 Kirkjan harmar fyrirhugaða klámráðstefnu Fyrirhuguð ráðstefna klámframleiðenda á Íslandi er harkaleg áminning til þjóðarinnar að halda vöku sinni og taka höndum saman gegn klámi. Þetta segir í yfirlýsingu frá Karli Sigurbjörnssyni biskupi og Ólafi Jóhannessyni formanni Prestafélags Íslands. Þeir harma að hópur klámframleiðenda hyggist halda fund hér á landi í tengslum við vinnu sína. 18.2.2007 11:57 Hálka á heiðum Flughálka er á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Hálka er á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Greiðfært er um allt Suður- og Vesturland, þó eru sumstaðar hálkublettir á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum, Norður-og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir. 18.2.2007 10:45 Skíðasvæði opin á Norðurlandi og Vestfjörðum Skíðasvæði eru opin víða á landinu. Hlíðarfjall er opið frá klukkan níu til fimm. Þriggja stiga frost var í fjallinu klukkan átta í morgun. Flestar skíðalyftur eru opnar og skíðafærið er frekar hart. Skíðasvæðin í Tungudal og á Seljalandsdal við Ísafjörð eru opin frá klukkan tíu til fimm. Þar er ágætis færi, hiti við frostmark og skýjað en sér í sólarglætu út við Djúpið. 18.2.2007 10:15 Eldur í bíl á Grettisgötu Eldur kviknaði í bifreið í bílageymslu á Grettisgötu laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma, en bifreiðin er líklega ónýt. Svæðinu var lokað á meðan rannsókn fór fram, en grunur er um að kveikt hafi verið í bílnum. 18.2.2007 14:00 Þúsundir á Háskóladegi Háskólanemum á Íslandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á fimm árum. Fjöldi ungmenna mætti til að kynna sér námsframboð á Háskóladeginum sem haldinn var í dag. 17.2.2007 18:43 Stefnir í uppsagnarferli hjá grunnskólakennurum Formaður Félags grunnskólakennara segir margt benda til að það stefni í uppsagnir hjá kennurum, ef ekki semst fljótlega um kjarabætur þeim til handa. Kennarar vilja sex til sjö prósentustiga hækkun launa, en sveitarfélögin bjóða tvö prósent. 17.2.2007 18:42 Bankarnir hunsuðu Samkeppniseftirlitið Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum. 17.2.2007 18:30 Blaðamannaverðlaun Íslands afhent Blaðamannaverðlaun Íslands voru veitt í fjórða sinn á Hótel Holti nú rétt í þessu. Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Kompáss hlaut verðlaun fyrir bestu rannsóknarblaðamennsku ársins 2006. Verðlaunin hlýtur hann fyrir afhjúpandi umfjöllun um málefni barnaníðinga og um Byrgið. Auðunn Arnórsson á Fréttablaðinu hlaut verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um Evrópumál og Davíð Logi Sigurðsson á Morgunblaðinu hlaut verðlaunin í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins. 17.2.2007 17:42 Bæjarstjóri eða áldrottning? Fyrrverandi bæjarstjóri í Garði segir núverandi bæjarstjóra stefna að því að verða áldrottning. Sigurður Jónsson sem nú er sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi sendir meirihluta bæjarstjórnar í Garði tóninn á bloggsíðu sinni og gagnrýnnir umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. 17.2.2007 17:24 Kennarar langt á eftir launaþróun annara stétta Verðbólga og launaþróun hefur verið langt umfram það sem búast mátti við þegar kennarar voru "þvingaðir" til að samþykkja núverandi kjarasamning árið 2004. Þeir eru nú lægst launaðir allra uppeldis- og menntastétta. Þetta segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara í yfirlýsingu vegna frétta um að kennurum hafi verið boðin hækkun umfram samninga. 17.2.2007 16:03 Fékk rúðu í höfuðið Níu ára stúlka fékk stykki úr rúðu á höfuðið þegar hún gekk niður Laugaveg í dag. Lögreglan fékk tilkynningu um heimilisófrið í húsi við Laugaveg sem endaði með því að tösku var kastað í rúðu með einföldu gleri. Stórt stykki féll úr rúðunni og lenti flatt á höfði stúlkunnar. Hún var með húfu og í góðri úlpu. Hana sakaði því ekki. 17.2.2007 15:30 Hundur glefsaði í andlit stúlku Sjö ára gömul stúlka varð fyrir minniháttar meiðslum í andliti í dag þegar hundur glefsaði í hana í Vogahverfi í Reykjavík. Stúlkan var flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar. Hundurinn var ekki í ól og vill vakthafandi læknir á slysadeild brýna fyrir fólki að hafa hunda ekki lausa. 17.2.2007 14:55 Átta yfirheyrðir vegna umferðarlagabrota Alls hafa átta manns verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík í vegna umferðarlagabrota frá því seint í gærkvöldi til morguns. Öllum hefur verið sleppt og teljast málin upplýst. Að sögn lögreglu er þetta óvenju mikill fjöldi yfirheyrslna vegna umferðarlagabrota á einum degi. 17.2.2007 14:42 Tveir ökufantar teknir Tveir lögreglubílar skemmdust í gærkvöldi og nótt við að elta uppi ökufanta sem keyrðu á ofsahraða til að sleppa undan lögreglu. Báðir stefndu þeir samborgurum sínum í stórhættu. 17.2.2007 12:21 Háskóladagurinn er í dag Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt í Háskólabíói, Borgarleikhúsinu og húsnæði Kennaraháskólans milli klukkan ellefu og fjögur en Háskóladagurinn er í dag. Boðið er upp á fimmhundruð námsleiðir í íslenskum háskólum sem eru átta talsins. Háskólanemum hefur fjölgað um fjörutíu prósent á fimm árum og síðustu árin hafa þrjú til fjögur þúsund manns kynnt sér námið á háskóladeginum. 17.2.2007 12:08 Bankarnir geta boðið miklu betri kjör Gjaldtaka í íslenska bankakerfinu er með því hæsta sem gerist, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hann segir hlálegt að heyra bankamenn vísa í meingallaða könnun sem sýni að hér séu heimsins lægstu þjónustugjöld. Jóhannes krefst þess að bankarnir bjóði fólki betri kjör. 17.2.2007 12:07 Sveitarfélögin bjóða kennurum 2 % umframhækkun Launanefnd sveitarfélaganna hefur boðið grunnskólakennurum tveggja prósenta launahækkun umfram það sem gildandi samningar þeirra við sveitarfélögin kveða á um. Kjarasamningur kennara er í gildi til áramóta en á móti tveggja prósenta viðbótarhækkuninni vilja sveitarfélögin að samningurinn framlengist til vors 2008 17.2.2007 12:06 Klámstarfsfólk á Gullfoss og Geysi Borgarstjórinn í Reykjavík telur að fyrirhuguð ráðstefna klámframleiðenda til borgarinnar, geti grafið undan öflugu markaðsstarfi undanfarinna ára, og ímynd landsins sem miðstöðvar heilbrigðs lífernis, lýðræðis og jafnréttis. Meðal þess sem hópur hyggst gera hér á landi er að fara á skíði og skoða Gullfoss og Geysi. 17.2.2007 11:54 Sjá næstu 50 fréttir
Neitaði ásökunum um bókhaldsbrot Skýrslutaka af Tryggva Jónssyni, sem var aðstoðarforstjóri Baugs á árunum 1998-2002, hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar svaraði Tryggvi fyrir meint bókhaldsbrot sem kveðið er á um í 11.-13. og 17. ákærulið endurákærunnar í Baugsmálinu. Hann neitaði sök. 19.2.2007 13:35
Forseti Djíbútís kemur til landsins Forseti Djíbútís, Ismail Omar Guelleh, er væntanlegur hingað til lands nú eftir hádegið í svokallaða vinnuferð sem stendur fram á eftirmiðdag á morgun. Með honum í för eru utanríkisráðherra Djíbútís og sendinefnd skipuð embættismönnum og sérfræðingum á sviði jarðhitanýtingar. 19.2.2007 13:22
105 teknir fyrir hraðakstur í borginni um helgina Hundrað og fimm ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá henni. Allmargir þeirra óku á tvöföldum leyfilegum hámarkshraða. 19.2.2007 13:15
Fjölmenni á Þjóðahátíð Austurlands Austfirðingur héldu í gær sína árlegu Þjóðahátíð, í þetta sinn í Félagsheimilinu Skrúði Fáskrúðsfirði. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin eyrsta en þar kynna erlendir Austfirðingar menningu heimalands síns. 19.2.2007 13:15
Gengið frá kæru vegna rasks í Heiðmörk í kvöld Skógræktarfélag Reykjavíkur gengur formlega frá kæru á hendur Kópavogsbæ vegna jarðrasks í Heiðmörk, á aukastjórnarfundi félagsins í kvöld. Verktakafélagið Klæðning verður líka kært en það hefur annast framkvæmdir fyrir bæinn án framkvæmdaleyfis og valdið talsverðu jarðraski og gróðurskemmdum. 19.2.2007 13:00
Gæslan skoðar svæði þar sem olíublautir fuglar hafa fundist Í undirbúningi er að Landhelgisgæslan skoði í dag úr lofti hafsvæðið úti af Garðsskaga á Reykjanesi eftir að olíublautir sjófuglar fundust þar í hundraðatali um helgina. Umhverfisstofnun er að gera ráðstafanir til að fanga fugl til rannsóknar en ljóst er að olía hefur ekki borist upp í fjörur. 19.2.2007 12:45
Bolla, bolla, bolla Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að bolludagurinn er í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 fór á stúfana og leitaði að bollum. 19.2.2007 12:30
Sætir geðrannsókn vegna íkveikju Kona er grunuð um að hafa kveikt í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gærkvöldi og með því stofnað lífi og limum samborgara sinna í hættu. Konan hafði komið sér út og yfir í aðra íbúð en lét ekki vita af eldinum. Hún var í annarlegu ástandi þegar hún fannst og verður gert að gangast undir geðrannsókn. 19.2.2007 12:05
Skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnaklámsmynda Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnarklámsmynda. Myndirnar fundust í tveimur tölvum í eigu mannsins eftir að lögregla hafði gert húsleit hjá honum í september í fyrra. 19.2.2007 12:01
Átök innan Sjúkraliðafélags Íslands Átök eru innan Sjúkraliðafélags Íslands og hefur félagið klofnað í tvær fylkingar vegna afstöðu til nýrrar námsleiðar, sem gefur færi á styttra námi til sjúkraliða. Vegna málsins stefnir hópur óánægðra sjúkraliða að því að fella Kristínu Á. Guðmundsdóttur, sem stýrt hefur félaginu í rúma tvo áratugi, úr formannsembættinu. 19.2.2007 11:59
Jón Ásgeir spurður út í Thee Viking á fimmtudag Ákveðið hefur verið að ljúka skýrslutöku af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu á fimmtudaginn kemur en þá staldrar hann stutt við hér á landi. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 19.2.2007 11:19
Fær bætur frá ríkinu vegna líkamsárásar Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag íslenska ríkið til þess að greiða karlmanni rúmar 2,6 milljónir króna í skaðabætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir á veitingastað í höfuðborginni í febrúar fyrir fjórum árum. Lögregla var kölluð á vettvang en þá var árásarmaðurinn á bak og burt og fannst hann aldrei. 19.2.2007 10:57
Eltu ölvaða bílþjófa inn í Vestfjarðagöng Lögreglan á Ísafirði veitti í gær tveimur mönnum eftirför eftir að þeir höfðu stolið bíl við verslun í bænum. Atvikið varð laust eftir klukkan fimm í gær en þá kom maður til lögreglu og sagði bíl sínum hafa verið stolið. Gat hann bent á bílinn frá lögreglustöðinni þar sem honum var ekið inn Skutulsfjarðarbraut. 19.2.2007 10:11
Samfylkinguna hungrar í sigur í vor Núverandi stjórnarflokkar hafa eyðilagt velferðarkerfið, sem jafnaðarmenn voru í forystu um að byggja upp, og það þarf jafnaðarmenn til að endurreisa það, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á fjölmennum fundi flokksins um málefni aldraðra í dag. Hún sagði öll lið í keppni hungra í sigur og Samfylkinguna hungraði í sigur í kosningunum í vor. 18.2.2007 18:58
Klámsíðueigandi fyllist hryllingi Vestur-Íslendingur, sem hefur skráð sig á samkomu vefstjóra klámheimasíðna á Íslandi í næsta mánuði, segist fyllast hryllingi vegna þess fréttaflutnings sem verið hefur um samkomuna í íslenskum fjölmiðlum. Hann er hneykslaður á ummælum talskonu Stígamóta, borgarstjórans í Reykjavík og viðskiptaráðherra og minnir á að þau kunni að þurfa að standa við ásakanir um barnaklám og þrælahald fyrir dómstólum. 18.2.2007 18:51
Skólabókardæmi um margsvikin kosningaloforð Suðurstrandarsvegur er skólabókardæmi um margsvikin kosningaloforð, segir útgerðarmaður á Suðurlandi. Bæjarstjóri Ölfuss segir ekki hægt að búa við slík svik. 18.2.2007 18:44
Upp í kok af álkjaftæði Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum. 18.2.2007 18:17
Tekur sjálfstæðar ákvarðanir Forseti íslands þarf ekki að bera neinar ákvarðanir undir Forsætisráðuneytið eða Utanríkisráðuneytið. Hann tekur sjálfstæðar ákvarðanir og sækir umboð sitt til þjóðarinnar en ekki stjórnvalda. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson í þættinum Silfri Egils í dag um gagnrýni Halldórs Blöndals þingmanns Sjálfstæðisflokksins á setu hans í þróunarráði Indlands. 18.2.2007 17:26
Þjóðhátíð Austurlands haldin í dag Í dag er Þjóðahátíð Austurlands haldin í fjórða skiptið í Félagsheimilinu Skrúði í Fáskrúðsfirði. Á þjóðhátíðinni kynna erlendir Austfirðingar menningu heimalands síns. Markmið hátíðarinnar er að styrkja samskipti og samgang, skilning og vináttu milli allra íbúa Austurlands. 18.2.2007 15:53
Embætti umboðsmanns aldraðra verði stofnað Velferð eldri borgara verði í öndvegi næsta kjörtímabil og stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra. Þetta eru áhersluatriði Samfylkingarinnar og samtakanna 60+ í málefnum eldri borgara. Í yfirlýsingu segir að lögð sé áhersla á mannsæmandi lífeyri, svigrúm til að auka tekjur án skerðingar tryggingabóta og sanngjarna skattlagningu aldraðra. 18.2.2007 15:31
Synjunarvald forsetans er vilji þjóðarinnar Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segist vera sannfærður um það að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vilji halda í synjunarvald forsetans. Eðli stjórnmálanna sé þannig að völd fari oft í taugarnar á þeim sem vilji hafa þau sjálfir. Menn megi hinsvegar ekki gleyma því að grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar sé að valdið sé hjá þjóðinni - ekki þinginu eins og til að mynda í Bretlandi. 18.2.2007 14:52
Þjónustuhöfn fyrir Austur Grænland á Ísafirði Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnir að auknum umsvifum og þjónustu Ísafjarðarhafnar, meðal annars með því að efla höfnina sem þjónustumiðstöð fyrir Austur Grænland. Samþykkt hefur verið að atvinnumálanefnd og hafnarstjórn bæjarins vinni tillögur sem fyrst um málið. 18.2.2007 13:32
Hraðakstur í Hvalfjarðargöngum Á einum sólarhring í vikunni mældust 152 ökumenn á of miklum hraða í Hvalfjarðargöngunum. Einn þeirra mældist á 120 km hraða hámarkshraði er 70 km. Um er að ræða tímabilið frá háegi á þriðjudag til hádegis á miðvikudegi, og voru 11 ökumannanna á yfir 90 km hraða. Allir 152 eiga von á sekt en þeir voru festir á filmu hraðamyndavélar í göngunum. 18.2.2007 13:00
Til hamingju konur! Konudagurinn er í dag og í dag hefst líka góan, fimmti mánuður ársins samkvæmt norrænu tímatali. Flestir eiginmenn gleðja eiginkonur sínar með ýmsum hætti. Mikið er að gera í blómaverslunum, en blómin eru líklega klassískasta gjöf eiginmannanna á þessum degi. 18.2.2007 12:48
Vill ekki í stríð við unga fólkið Skotárás á bíl lögreglumanns á Blönduósi í lok desember er óupplýst en í síðustu viku játuðu hins vegar tveir ungir menn að hafa sprengt heimatilbúna sprengju við heimili annars lögreglumanns sem býr á Skagaströnd. Sýslumaðurinn á Blönduósi vill vinna með unga fólkinu á staðnum en ekki fara í stríð við það. 18.2.2007 12:30
Hvetur banka til að lækka álögur Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra hvetur bankana eindregið til að lækka gjöld á almenning og segir þá hafa fjárhagslega burði til þess. Hann segir ekki ástæðu til að rannsaka sérstaklega meint samráð bankanna. Við séum nú stödd þar sem hagsveiflan sé ekki að öllu leyti gengin niður og vextir því háir. 18.2.2007 12:09
Færeysk þjóðhetja teflir til vinnings í Reykjavík Viktor Nitander frá Svíþjóð er efstur í A-flokki á Norðurlandamótinu í skólaskák sem fram fer í Reykjavík, með þrjá og hálfan vinning eftir fjórar skákir. Dagur Arngrímsson frá Íslandi og Helgi Dam Ziska frá Færeyjum eru báðir í öðru sæti með þrjá vinninga. 18.2.2007 12:00
Kirkjan harmar fyrirhugaða klámráðstefnu Fyrirhuguð ráðstefna klámframleiðenda á Íslandi er harkaleg áminning til þjóðarinnar að halda vöku sinni og taka höndum saman gegn klámi. Þetta segir í yfirlýsingu frá Karli Sigurbjörnssyni biskupi og Ólafi Jóhannessyni formanni Prestafélags Íslands. Þeir harma að hópur klámframleiðenda hyggist halda fund hér á landi í tengslum við vinnu sína. 18.2.2007 11:57
Hálka á heiðum Flughálka er á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Hálka er á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Greiðfært er um allt Suður- og Vesturland, þó eru sumstaðar hálkublettir á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum, Norður-og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir. 18.2.2007 10:45
Skíðasvæði opin á Norðurlandi og Vestfjörðum Skíðasvæði eru opin víða á landinu. Hlíðarfjall er opið frá klukkan níu til fimm. Þriggja stiga frost var í fjallinu klukkan átta í morgun. Flestar skíðalyftur eru opnar og skíðafærið er frekar hart. Skíðasvæðin í Tungudal og á Seljalandsdal við Ísafjörð eru opin frá klukkan tíu til fimm. Þar er ágætis færi, hiti við frostmark og skýjað en sér í sólarglætu út við Djúpið. 18.2.2007 10:15
Eldur í bíl á Grettisgötu Eldur kviknaði í bifreið í bílageymslu á Grettisgötu laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma, en bifreiðin er líklega ónýt. Svæðinu var lokað á meðan rannsókn fór fram, en grunur er um að kveikt hafi verið í bílnum. 18.2.2007 14:00
Þúsundir á Háskóladegi Háskólanemum á Íslandi hefur fjölgað um fjörutíu prósent á fimm árum. Fjöldi ungmenna mætti til að kynna sér námsframboð á Háskóladeginum sem haldinn var í dag. 17.2.2007 18:43
Stefnir í uppsagnarferli hjá grunnskólakennurum Formaður Félags grunnskólakennara segir margt benda til að það stefni í uppsagnir hjá kennurum, ef ekki semst fljótlega um kjarabætur þeim til handa. Kennarar vilja sex til sjö prósentustiga hækkun launa, en sveitarfélögin bjóða tvö prósent. 17.2.2007 18:42
Bankarnir hunsuðu Samkeppniseftirlitið Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum. 17.2.2007 18:30
Blaðamannaverðlaun Íslands afhent Blaðamannaverðlaun Íslands voru veitt í fjórða sinn á Hótel Holti nú rétt í þessu. Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Kompáss hlaut verðlaun fyrir bestu rannsóknarblaðamennsku ársins 2006. Verðlaunin hlýtur hann fyrir afhjúpandi umfjöllun um málefni barnaníðinga og um Byrgið. Auðunn Arnórsson á Fréttablaðinu hlaut verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um Evrópumál og Davíð Logi Sigurðsson á Morgunblaðinu hlaut verðlaunin í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins. 17.2.2007 17:42
Bæjarstjóri eða áldrottning? Fyrrverandi bæjarstjóri í Garði segir núverandi bæjarstjóra stefna að því að verða áldrottning. Sigurður Jónsson sem nú er sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi sendir meirihluta bæjarstjórnar í Garði tóninn á bloggsíðu sinni og gagnrýnnir umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. 17.2.2007 17:24
Kennarar langt á eftir launaþróun annara stétta Verðbólga og launaþróun hefur verið langt umfram það sem búast mátti við þegar kennarar voru "þvingaðir" til að samþykkja núverandi kjarasamning árið 2004. Þeir eru nú lægst launaðir allra uppeldis- og menntastétta. Þetta segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara í yfirlýsingu vegna frétta um að kennurum hafi verið boðin hækkun umfram samninga. 17.2.2007 16:03
Fékk rúðu í höfuðið Níu ára stúlka fékk stykki úr rúðu á höfuðið þegar hún gekk niður Laugaveg í dag. Lögreglan fékk tilkynningu um heimilisófrið í húsi við Laugaveg sem endaði með því að tösku var kastað í rúðu með einföldu gleri. Stórt stykki féll úr rúðunni og lenti flatt á höfði stúlkunnar. Hún var með húfu og í góðri úlpu. Hana sakaði því ekki. 17.2.2007 15:30
Hundur glefsaði í andlit stúlku Sjö ára gömul stúlka varð fyrir minniháttar meiðslum í andliti í dag þegar hundur glefsaði í hana í Vogahverfi í Reykjavík. Stúlkan var flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum hennar. Hundurinn var ekki í ól og vill vakthafandi læknir á slysadeild brýna fyrir fólki að hafa hunda ekki lausa. 17.2.2007 14:55
Átta yfirheyrðir vegna umferðarlagabrota Alls hafa átta manns verið yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík í vegna umferðarlagabrota frá því seint í gærkvöldi til morguns. Öllum hefur verið sleppt og teljast málin upplýst. Að sögn lögreglu er þetta óvenju mikill fjöldi yfirheyrslna vegna umferðarlagabrota á einum degi. 17.2.2007 14:42
Tveir ökufantar teknir Tveir lögreglubílar skemmdust í gærkvöldi og nótt við að elta uppi ökufanta sem keyrðu á ofsahraða til að sleppa undan lögreglu. Báðir stefndu þeir samborgurum sínum í stórhættu. 17.2.2007 12:21
Háskóladagurinn er í dag Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt í Háskólabíói, Borgarleikhúsinu og húsnæði Kennaraháskólans milli klukkan ellefu og fjögur en Háskóladagurinn er í dag. Boðið er upp á fimmhundruð námsleiðir í íslenskum háskólum sem eru átta talsins. Háskólanemum hefur fjölgað um fjörutíu prósent á fimm árum og síðustu árin hafa þrjú til fjögur þúsund manns kynnt sér námið á háskóladeginum. 17.2.2007 12:08
Bankarnir geta boðið miklu betri kjör Gjaldtaka í íslenska bankakerfinu er með því hæsta sem gerist, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hann segir hlálegt að heyra bankamenn vísa í meingallaða könnun sem sýni að hér séu heimsins lægstu þjónustugjöld. Jóhannes krefst þess að bankarnir bjóði fólki betri kjör. 17.2.2007 12:07
Sveitarfélögin bjóða kennurum 2 % umframhækkun Launanefnd sveitarfélaganna hefur boðið grunnskólakennurum tveggja prósenta launahækkun umfram það sem gildandi samningar þeirra við sveitarfélögin kveða á um. Kjarasamningur kennara er í gildi til áramóta en á móti tveggja prósenta viðbótarhækkuninni vilja sveitarfélögin að samningurinn framlengist til vors 2008 17.2.2007 12:06
Klámstarfsfólk á Gullfoss og Geysi Borgarstjórinn í Reykjavík telur að fyrirhuguð ráðstefna klámframleiðenda til borgarinnar, geti grafið undan öflugu markaðsstarfi undanfarinna ára, og ímynd landsins sem miðstöðvar heilbrigðs lífernis, lýðræðis og jafnréttis. Meðal þess sem hópur hyggst gera hér á landi er að fara á skíði og skoða Gullfoss og Geysi. 17.2.2007 11:54