Fleiri fréttir 73 prósent Reykvíkinga á einkabíl til vinnu 73 prósent Reykvíkinga aka sjálfir til vinnu eða í skóla. Aðeins fjögur prósent eru farþegar í bíl á leið til vinnu. Af sjö stórum borgum á Norðurlöndunum er langmest bílaeign íbúa í Reykjavík. Þá er fjöldi ferða í einkabíl mestur og fjöldi ekinna kílómetra. Þetta kemur fram í símakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Umhverfissvið Reykjavíkurborgar. 16.2.2007 20:03 Sveitarfélögin fá ekkert af fjármagnstekjum og einkahlutafélögum Fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga ætla að koma fram með hugmyndir um tekjutilfærslu frá ríki til sveitarfélaga fyrir lok næsta mánaðar. Í dag fá sveitarfélögin engar tekjur af einkahlutafélögum og einstaklingum sem eingöngu hafa fjármagnstekjur. 16.2.2007 18:45 Landsbanki og Landsvirkjun í alþjóðleg orkuviðskipti Landsbankinn og Landsvirkjun sameinuðust um stofnun alþjóðlegs fjárfestingafélags sem ætlað er að fjárfesta í endurnýjanlegri orkuvinnslu með áherslu á vatnsafl. Hvort fyrirtæki um sig leggur tvo milljarða til hins nýja félags. 16.2.2007 18:37 Vill banna klámráðstefnu Talskona Stígamóta telur fullvíst að íslensk stjórnvöld muni banna fyrirhugaða ráðstefnu dreifingaraðila á klámi sem fram á að fara í Reykjavík í byrjun mars. Stígamótakonur segja að tenglar á heimasíðu ráðstefnunnar vísi á efni þar sem ýtt er undir mansal og barnaklám. 16.2.2007 18:30 Kostnaður óljós við tafir á byggingu nýrrar sundlaugar í Mosfellsbæ Ekki er vitað hvaða tafir og tæknilegir örðugleikar við byggingu nýrrar sundlaugar í Mosfellsbæ munu kosta, segir forseti bæjarstjórnar. Hann segir þó að ekkert muni koma í veg fyrir að sundlaugin verði opnuð á sumardaginn fyrsta, en til stóð að taka hana í notkun í október síðastliðnum. 16.2.2007 18:30 Seðlabankinn hefur brugðist Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning, segir Guðmundur Ólafsson lektor við Háskóla Íslands, og telur bankana ekkert muna um að bæta vaxtakjör til almennings. 16.2.2007 18:30 Tvöhundruð manns íhuga málsókn ef hæstiréttur staðfestir Essodóminn 16.2.2007 18:28 Fer fram á barnaklámrannsókn ráðstefnugesta Borgarstjóri hefur óskað eftir að lögregla rannsaki hvort þátttakendur á klámráðstefnu kunni að vera framleiðendur barnakláms, eða annars ólögmæts klámefnis. Í yfirlýsingu segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að rannsóknin yrði til að upplýsa um ólögmæta starfsemi og gæti orðið til að koma í veg fyrir dvöl meintra kynferðisbrotamanna hér á landi. 16.2.2007 17:31 Yfirheyrslur yfir Tryggva halda áfram á mánudag Yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, verður fram haldið á mánudaginn. Tryggvi sat í dómssal í allan dag og svaraði spurningum um meint bókhaldsbrot. 16.2.2007 16:58 Neytendasamtökin skoða næstu skref Neytendasamtökin telja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigurðar Hreinssonar í dag afar mikilvæga. Samtökin tóku að sér mál Sigurðar og var það hugsað sem prófmál fyrir fleiri neytendur sem þangað höfðu leitað. Samtökin skoða nú næstu skref. 16.2.2007 16:39 Tilfærslur hjá lögreglunni Jónmundur Kjartansson yfirlögregluþjónn flyst frá embætti ríkislögreglustjóra til starfa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hinn 1. mars næstkomandi. Þar mun hann sinna innri endurskoðun embættisins. 16.2.2007 16:07 Skýjaborgir veita engum atvinnu Eitt mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnamálamanna á næstu árum er að finna leiðir til að sætta náttúruverndar- og nýtingarsjónarmið. Þetta sagði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra á aðalfundi Félags íslenskra stórkaupmanna í dag. Valgerður sagði slíkt hins vegar ekki mega vera á forsendum höfuðborgarsvæðisins. 16.2.2007 15:45 Kröfur beinast fyrst og fremst að atvinnulífinu Ný stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum getur að mati Samtaka atvinnulífsins haft mikil áhrif á efnahag landsins. Samtökin segja kröfur ríkisstjórnarinnar beinast fyrst og fremst að atvinnulífinu. 16.2.2007 15:27 Fært aftur um Hrafnseyrarheiði Fært er orðið um Hrafnseyrarheiði en hún var lokuð um tíma vegna snjóflóð sem þar féll. Greiðfært er um allt Suður- og Vesturland en þó er hálka sumstaðar á Snæfellsnesi. 16.2.2007 14:40 Sumarbústaður fuðraði upp Slökkviliðið er að ljúka slökkvistarfi við sumarbústað við Úlfarsfell sem brann til kaldra kola. Vegfarandi tilkynnti um eld í bústaðnum um eitt leytið og var bústaðurinn alelda þegar slökkvilið kom á svæðið. 16.2.2007 14:26 Ker þarf að greiða bætur vegna olíusamráðs Ker, sem áður átti Esso, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmt til að greiða Sigurði Hreinssyni, húsasmiði frá Húsavík, 15.000 krónur í bætur með vöxtum. Sigurður krafði félagið um bætur vegna bensíns sem hann keypti á því tímabili sem meint samráð olíufélaganna stóð yfir. 16.2.2007 13:59 Hrafnseyrarheiði lokuð vegna snjóflóðs Hrafnseyrarheiði er lokuð vegna snjóflóðs sem féll á heiðina. Á Vestfjörðum er víða hálka en fært um Dynjandisheiði. 16.2.2007 13:55 Stígamót vilja að ráðamenn komi í veg fyrir klámþing Samtökin Stígamót skora á marga af helstu ráðamönnum landsins að koma í veg fyrir að klámþing verði haldið á Íslandi. 16.2.2007 13:31 Alelda sumarbústaður við Úlfarsfell Slökkvilið berst nú við eld í sumarbústað undir Úlfarsfelli við Vesturlandsveg. Bústaðurinn er alelda. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið inni í bústaðnum. 16.2.2007 13:15 Miklu fleiri vilja en fá Ríflega 2700 umsóknir bárust um leyfi til hreindýaveiða áður en umsóknarfrestur rann út á miðnætti. Ljóst er að ekki geta allir veitt sem vilja því hreindýrakvótinn í ár er tæplega 1140 dýr. 16.2.2007 13:08 Fjölskylda borin röngum sökum í Borgarnesi Fjölskylda í Borgarnesi hefur leitað ásjár lögreglunnar vegna þess að þar ganga sögur fjöllunum hærra um að lögreglan hafi gert húsleit hjá fjölskyldunni og fundið fíkniefni. Fjölskyldan er sökuð um að stunda fíkniefnasölu og hefur orðið fyrir aðkasti vegna þess. 16.2.2007 12:45 Árni Johnsen hefur enga aðkomu að samgöngum milli Eyja og lands Árni Johnsen hefur enga aðkomu að samgöngumálum milli Vestamannaeyja og lands eins og staðan er nú, segir Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra. Hann segir að sérstaka samþykkt þurfi hjá Alþingi til að ráðast í rannsóknir á hagkvæmni jarðganga milli lands og Eyja. 16.2.2007 12:15 Handrukkurum sleppt úr haldi Karli og konu á þrítugsaldri, sem voru handtekin í SPRON í gær, var í morgun sleppt úr haldi. Fólkið var handtekið eftir að hafa numið á brott ungan mann af heimili sínu, ógnað honum með hnúum og hnefum og farið með hann nauðugan í SPRON í Skeifunni þar sem hann átti að taka út pening til að borga skuld. 16.2.2007 12:00 Óvíst hvenær yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri lýkur Óvíst er hvenær hægt verður að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni en dómari stöðvaði yfirheyrslur setts saksóknara í gær. Jón Ásgeir er nú farinn af landi brott. Í morgun hefur settur saksóknari yfirheyrt Tryggja Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, vegna fyrstu ákæruatriða í málinu en þau snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs. Í vitnaleiðslunni var einnig komið að viðbrögðum Baugs eftir fund Hreins Loftssonar með Davíði Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra. 16.2.2007 11:00 Vilja rétt verð á vefsíður flugfélaga Neytendasamtökin krefjast þess að Neytendastofa geri flugfélögum að fara eftir settum reglum varðandi verðupplýsingar til neytenda. Þau hafa lengi gagnrýnt framsetningar flugfélaga á verði flugferða á heimasíðum. Á þeim kemur heildarverð ekki fram fyrr en á seinni stigum í bókunarferlinu. Bera þau það saman við að verslanir gæfu upp verð án virðisaukaskatts á verðmerkingum sínum. 16.2.2007 10:23 Úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innbrot Þrír piltar, 15-19 ára, voru á miðvikudag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Þeir eru grunaðir um allnokkur innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Í fórum piltanna fannst þýfi úr nokkrum innbrotum. 16.2.2007 10:01 Mæðrahús í Níkaragúa fá styrki frá Þróunarsamvinnustofnun Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur gengið frá samningum við heilbrigðisráðuneyti Níkaragúa um stuðning við fimm Casas Maternaseða Mæðrahús á afskekktum svæðum þar sem mæðra- og ungbarnadauði er algengur. Mæðrahúsin eru ein meginstoðin í áætlun stjórnvalda í Níkaragúa í baráttunni við að fækka dauðsföllum mæðra og ungbarna. Um eitt þúsund konur nýta sér þjónustu þessara fimm húsa á ári hverju. 16.2.2007 10:00 Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda í fyrir utan Bónusvídeó í Mávahlíð í dag. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan þrjú. Maðurinn sem keyrt var á er á áttræðisaldri og þurfti að flytja hann með sjúkrabíl upp á slysavarðstofu. Líðan hans er eftir atvikum góð. Ökumanninum sem keyrði bílinn varð svo mikið um við atvikið að hann þurfti á áfallahjálp að halda. 15.2.2007 21:21 Dagskráin í Baugsmálinu farin úr böndunum Dómari í Baugsmálinu stöðvaði í dag spurningar setts ríkissaksóknara. Hann sagði dagskrána hafa farið úr öllum böndum og að settur ríkissaksóknari gæti sjálfum sér um kennt. Verjandi Jóns Ásgeirs las í dag upp úr tölvupósti þar sem kvennamál Jóns Ásgeirs komu við sögu. 15.2.2007 18:51 Kosning hafin um álversstækkun Hafnfirðingar geta byrjað að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík því utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst í dag. Kosið er á bæjarskrifstofunum að Strandgötu 6 á skrifstofutíma fram að kjördegi, þrítugasta og fyrsta mars. 15.2.2007 18:50 Samgönguráðherra er brandarakarl Samgönguráðherra var kallaður brandarakarl þegar hann mælti fyrir samgönguáætlun á Alþingi í dag og sagðist ætla að lyfta grettistaki í samgöngumálum þjóðarinnar. Stjórnarandstæðingar minntu á að hann og Sjálfstæðisflokkurinn væru þekktir fyrir að svíkja kosningaloforð sín í samgöngumálum. 15.2.2007 18:46 Líkamsræktarfólk helstu neytendur efidríns Þeir sem stunda líkamsrækt eru helstu neytendur efidríns en Tollgæslan í Reykjavík lagði hald á tvö hundruð og fjörtíu þúsund ólöglegar efidríntöflur í venjulegri vörusendingu nú rétt fyrir helgi. Þetta er mesta magn efidríns sem lagt hefur verið hald á hér á landi. 15.2.2007 18:45 Engin sátt um ferjuhöfn á Bakkafjöru Það er fáránlegt og ekki boðlegt að ráðast í gerð ferjuhafnar á Bakkafjöru án þess að jarðgangakostur til Vestmannaeyja hafi verið rannsakaður. Þetta segir Árni Johnsen, sem telur jarðgöng mun hagkvæmari lausn. 15.2.2007 18:31 Matvörur í fóstur Talsmaður neytenda leggur til að hver og einn einasti neytandi taki eina vöru eða þjónustu í fóstur. Þannig geti þeir fylgst með af alvöru hvort birgjar og kaupmenn standi sig í að lækka vöru og þjónustu eftir fyrsta mars næstkomandi. Hann segir þetta þó ekki losa stjórnvöld frá eftirlitsskyldu sinni. 15.2.2007 18:30 Jóhanna hundskammar bankana fyrir okur, græðgi og samráð Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður, sakaði bankana um yfirgengilegt okur og græðgi, samráð og samkeppnishindranir í þingræðu í dag. Hún sagði þá hunsa tilmæli samkeppniseftirlits og hvatti viðskiptaráðherra til að brjóta upp samstarf þeirra með lögum. 15.2.2007 18:27 Útlent nautakjöt selt sem íslenskt Á sjötta hundrað tonn af nautakjöti voru flutt til Íslands á síðasta ári. Þó virðist heyra til undantekninga að íslenskir neytendur séu upplýstir um upprunaland vörunnar. Hluti kjötsins kemur frá löndum þar sem gin- og klaufaveikifaraldur hefur komið upp á síðustu árum, eins og Hollandi og Frakklandi. 15.2.2007 18:15 Sýknaði ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar. Hann taldi sig hafa beðið skaða vegna þess að íslenska ríkið hélt einkarétti til innflutnings og heildsöludreifingar á áfengi eftir gildistöku EES-samningsins 1. janúar 1994. 15.2.2007 17:53 Kalt bað Íbúar, í nágrenni nýju íþróttamiðstöðvarinnar í Mosfellsbæ, lentu í vandræðum með heita vatnið á heimilum sínum þegar vatni var hleypt á útisundlaug, og munu hafa velt fyrir sér hvort heitar sturtur heima við heyrðu nú sögunni til. Byggingafulltrúi bæjarins segir það af og frá. Hins vegar eigi eftir að ganga frá tengingum og frágangi á vatnslögnum við laugina. 15.2.2007 17:30 Tólf mánuðir fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur staðfesti í dag 12 mánaða fangelsisdóm úr Héraðsdómi Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli systurdóttur hans. Framburður stúlkunnar var lagður til grundvallar dómnum ásamt vottorðum lækna og framburði móður stúlkunnar. 15.2.2007 17:17 "Blaut tuska," segir Dagur um samgönguáætlun Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi segir að samgönguáætlun sé eins og "blaut tuska framan í borgarstjóra." Hann segir á heimasíðu sinni í dag að enn þurfi að búa við óviðunandi óvissu um fjármögnun Sundabrautar því einkafjármögnun fyrir á annan tug milljarða sé óútfærð og ávísað á framtíðina. 15.2.2007 16:42 Fær ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu kvartaði yfir því að fá ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í dag. Dómari ákvað að að yfirheyrslum hans yfir Jóni yrði hætt um sinn klukkan 16.15 í dag. Arngrímur Ísberg dómari í byrsti sig við saksóknara og sagði að saksóknari gæti sjálfum sér um kennt að fá ekki lengri tíma til að yfirheyra Jón Ásgeir. 15.2.2007 16:28 Hnetusmjör innkallað vegna gruns um salmonellusýkingu Peter Pan hnetusmjör hefur verið innkallað vegna gruns um salmonellusýkingu. Allir sem eiga Peter Pan krukkur með framleiðslunúmeri sem hefst á tölunum 2111 ættu að farga þeim eða skila til verslunarinnar þar sem þær voru keyptar. 15.2.2007 16:20 Horfnir vélsleðar fundust við bóndabæ Lögregla hefur fundið tvo vélsleða af Yamaha gerð sem hurfu frá Frostagötu á Akureyri seint í janúar. Þeir fundust við bóndabæ í Húnavatnssýslu. Tveir menn hafa játað að hafa tekið sleðana og farið með þá vestur í Húnavatnssýslu. 15.2.2007 16:05 Skákakademía Reykjavíkur sett á laggirnar Borgarráð samþykkti í morgun að sett yrði á laggirnar sjálfseignarstofnunin Skákakademía Reykjavíkur. Markmið hennar er að vinna að eflingu skáklistarinnar í borginni. Þá er stefnt að því að Reykjavík verði orðin Skákhöfuðborg heimsins árið 2010. Verkefnisstjóri verður ráðinn til sex mánaða til að undirbúa stofnunina. 15.2.2007 16:00 Hvað gerir fyrirtæki samkeppnishæf? Viðskiptafræðingar ætla að leita svara við spurningum um samkeppnishæfni fyrirtækja á ráðstefnu á Nordica hóteli á morgun, föstudag. Meðal spurninga sem settar verða fram eru vað ráði mestu um samkeppnishæfnina, hvaða máli skipti að fyrirtæki séu íslensk, hvað þurfi að gera til að efla samkeppnishæfni Íslands og hverjir eigi að taka þátt í því verkefni. 15.2.2007 15:48 Sjá næstu 50 fréttir
73 prósent Reykvíkinga á einkabíl til vinnu 73 prósent Reykvíkinga aka sjálfir til vinnu eða í skóla. Aðeins fjögur prósent eru farþegar í bíl á leið til vinnu. Af sjö stórum borgum á Norðurlöndunum er langmest bílaeign íbúa í Reykjavík. Þá er fjöldi ferða í einkabíl mestur og fjöldi ekinna kílómetra. Þetta kemur fram í símakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Umhverfissvið Reykjavíkurborgar. 16.2.2007 20:03
Sveitarfélögin fá ekkert af fjármagnstekjum og einkahlutafélögum Fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga ætla að koma fram með hugmyndir um tekjutilfærslu frá ríki til sveitarfélaga fyrir lok næsta mánaðar. Í dag fá sveitarfélögin engar tekjur af einkahlutafélögum og einstaklingum sem eingöngu hafa fjármagnstekjur. 16.2.2007 18:45
Landsbanki og Landsvirkjun í alþjóðleg orkuviðskipti Landsbankinn og Landsvirkjun sameinuðust um stofnun alþjóðlegs fjárfestingafélags sem ætlað er að fjárfesta í endurnýjanlegri orkuvinnslu með áherslu á vatnsafl. Hvort fyrirtæki um sig leggur tvo milljarða til hins nýja félags. 16.2.2007 18:37
Vill banna klámráðstefnu Talskona Stígamóta telur fullvíst að íslensk stjórnvöld muni banna fyrirhugaða ráðstefnu dreifingaraðila á klámi sem fram á að fara í Reykjavík í byrjun mars. Stígamótakonur segja að tenglar á heimasíðu ráðstefnunnar vísi á efni þar sem ýtt er undir mansal og barnaklám. 16.2.2007 18:30
Kostnaður óljós við tafir á byggingu nýrrar sundlaugar í Mosfellsbæ Ekki er vitað hvaða tafir og tæknilegir örðugleikar við byggingu nýrrar sundlaugar í Mosfellsbæ munu kosta, segir forseti bæjarstjórnar. Hann segir þó að ekkert muni koma í veg fyrir að sundlaugin verði opnuð á sumardaginn fyrsta, en til stóð að taka hana í notkun í október síðastliðnum. 16.2.2007 18:30
Seðlabankinn hefur brugðist Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning, segir Guðmundur Ólafsson lektor við Háskóla Íslands, og telur bankana ekkert muna um að bæta vaxtakjör til almennings. 16.2.2007 18:30
Fer fram á barnaklámrannsókn ráðstefnugesta Borgarstjóri hefur óskað eftir að lögregla rannsaki hvort þátttakendur á klámráðstefnu kunni að vera framleiðendur barnakláms, eða annars ólögmæts klámefnis. Í yfirlýsingu segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson að rannsóknin yrði til að upplýsa um ólögmæta starfsemi og gæti orðið til að koma í veg fyrir dvöl meintra kynferðisbrotamanna hér á landi. 16.2.2007 17:31
Yfirheyrslur yfir Tryggva halda áfram á mánudag Yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, verður fram haldið á mánudaginn. Tryggvi sat í dómssal í allan dag og svaraði spurningum um meint bókhaldsbrot. 16.2.2007 16:58
Neytendasamtökin skoða næstu skref Neytendasamtökin telja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sigurðar Hreinssonar í dag afar mikilvæga. Samtökin tóku að sér mál Sigurðar og var það hugsað sem prófmál fyrir fleiri neytendur sem þangað höfðu leitað. Samtökin skoða nú næstu skref. 16.2.2007 16:39
Tilfærslur hjá lögreglunni Jónmundur Kjartansson yfirlögregluþjónn flyst frá embætti ríkislögreglustjóra til starfa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hinn 1. mars næstkomandi. Þar mun hann sinna innri endurskoðun embættisins. 16.2.2007 16:07
Skýjaborgir veita engum atvinnu Eitt mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnamálamanna á næstu árum er að finna leiðir til að sætta náttúruverndar- og nýtingarsjónarmið. Þetta sagði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra á aðalfundi Félags íslenskra stórkaupmanna í dag. Valgerður sagði slíkt hins vegar ekki mega vera á forsendum höfuðborgarsvæðisins. 16.2.2007 15:45
Kröfur beinast fyrst og fremst að atvinnulífinu Ný stefnumörkun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum getur að mati Samtaka atvinnulífsins haft mikil áhrif á efnahag landsins. Samtökin segja kröfur ríkisstjórnarinnar beinast fyrst og fremst að atvinnulífinu. 16.2.2007 15:27
Fært aftur um Hrafnseyrarheiði Fært er orðið um Hrafnseyrarheiði en hún var lokuð um tíma vegna snjóflóð sem þar féll. Greiðfært er um allt Suður- og Vesturland en þó er hálka sumstaðar á Snæfellsnesi. 16.2.2007 14:40
Sumarbústaður fuðraði upp Slökkviliðið er að ljúka slökkvistarfi við sumarbústað við Úlfarsfell sem brann til kaldra kola. Vegfarandi tilkynnti um eld í bústaðnum um eitt leytið og var bústaðurinn alelda þegar slökkvilið kom á svæðið. 16.2.2007 14:26
Ker þarf að greiða bætur vegna olíusamráðs Ker, sem áður átti Esso, var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmt til að greiða Sigurði Hreinssyni, húsasmiði frá Húsavík, 15.000 krónur í bætur með vöxtum. Sigurður krafði félagið um bætur vegna bensíns sem hann keypti á því tímabili sem meint samráð olíufélaganna stóð yfir. 16.2.2007 13:59
Hrafnseyrarheiði lokuð vegna snjóflóðs Hrafnseyrarheiði er lokuð vegna snjóflóðs sem féll á heiðina. Á Vestfjörðum er víða hálka en fært um Dynjandisheiði. 16.2.2007 13:55
Stígamót vilja að ráðamenn komi í veg fyrir klámþing Samtökin Stígamót skora á marga af helstu ráðamönnum landsins að koma í veg fyrir að klámþing verði haldið á Íslandi. 16.2.2007 13:31
Alelda sumarbústaður við Úlfarsfell Slökkvilið berst nú við eld í sumarbústað undir Úlfarsfelli við Vesturlandsveg. Bústaðurinn er alelda. Ekki er vitað til þess að neinn hafi verið inni í bústaðnum. 16.2.2007 13:15
Miklu fleiri vilja en fá Ríflega 2700 umsóknir bárust um leyfi til hreindýaveiða áður en umsóknarfrestur rann út á miðnætti. Ljóst er að ekki geta allir veitt sem vilja því hreindýrakvótinn í ár er tæplega 1140 dýr. 16.2.2007 13:08
Fjölskylda borin röngum sökum í Borgarnesi Fjölskylda í Borgarnesi hefur leitað ásjár lögreglunnar vegna þess að þar ganga sögur fjöllunum hærra um að lögreglan hafi gert húsleit hjá fjölskyldunni og fundið fíkniefni. Fjölskyldan er sökuð um að stunda fíkniefnasölu og hefur orðið fyrir aðkasti vegna þess. 16.2.2007 12:45
Árni Johnsen hefur enga aðkomu að samgöngum milli Eyja og lands Árni Johnsen hefur enga aðkomu að samgöngumálum milli Vestamannaeyja og lands eins og staðan er nú, segir Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra. Hann segir að sérstaka samþykkt þurfi hjá Alþingi til að ráðast í rannsóknir á hagkvæmni jarðganga milli lands og Eyja. 16.2.2007 12:15
Handrukkurum sleppt úr haldi Karli og konu á þrítugsaldri, sem voru handtekin í SPRON í gær, var í morgun sleppt úr haldi. Fólkið var handtekið eftir að hafa numið á brott ungan mann af heimili sínu, ógnað honum með hnúum og hnefum og farið með hann nauðugan í SPRON í Skeifunni þar sem hann átti að taka út pening til að borga skuld. 16.2.2007 12:00
Óvíst hvenær yfirheyrslum yfir Jóni Ásgeiri lýkur Óvíst er hvenær hægt verður að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni en dómari stöðvaði yfirheyrslur setts saksóknara í gær. Jón Ásgeir er nú farinn af landi brott. Í morgun hefur settur saksóknari yfirheyrt Tryggja Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, vegna fyrstu ákæruatriða í málinu en þau snúa að meintum bókhaldsbrotum Jóns Ásgeirs. Í vitnaleiðslunni var einnig komið að viðbrögðum Baugs eftir fund Hreins Loftssonar með Davíði Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra. 16.2.2007 11:00
Vilja rétt verð á vefsíður flugfélaga Neytendasamtökin krefjast þess að Neytendastofa geri flugfélögum að fara eftir settum reglum varðandi verðupplýsingar til neytenda. Þau hafa lengi gagnrýnt framsetningar flugfélaga á verði flugferða á heimasíðum. Á þeim kemur heildarverð ekki fram fyrr en á seinni stigum í bókunarferlinu. Bera þau það saman við að verslanir gæfu upp verð án virðisaukaskatts á verðmerkingum sínum. 16.2.2007 10:23
Úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innbrot Þrír piltar, 15-19 ára, voru á miðvikudag úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Þeir eru grunaðir um allnokkur innbrot á höfuðborgarsvæðinu. Í fórum piltanna fannst þýfi úr nokkrum innbrotum. 16.2.2007 10:01
Mæðrahús í Níkaragúa fá styrki frá Þróunarsamvinnustofnun Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur gengið frá samningum við heilbrigðisráðuneyti Níkaragúa um stuðning við fimm Casas Maternaseða Mæðrahús á afskekktum svæðum þar sem mæðra- og ungbarnadauði er algengur. Mæðrahúsin eru ein meginstoðin í áætlun stjórnvalda í Níkaragúa í baráttunni við að fækka dauðsföllum mæðra og ungbarna. Um eitt þúsund konur nýta sér þjónustu þessara fimm húsa á ári hverju. 16.2.2007 10:00
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda í fyrir utan Bónusvídeó í Mávahlíð í dag. Atvikið átti sér stað rétt eftir klukkan þrjú. Maðurinn sem keyrt var á er á áttræðisaldri og þurfti að flytja hann með sjúkrabíl upp á slysavarðstofu. Líðan hans er eftir atvikum góð. Ökumanninum sem keyrði bílinn varð svo mikið um við atvikið að hann þurfti á áfallahjálp að halda. 15.2.2007 21:21
Dagskráin í Baugsmálinu farin úr böndunum Dómari í Baugsmálinu stöðvaði í dag spurningar setts ríkissaksóknara. Hann sagði dagskrána hafa farið úr öllum böndum og að settur ríkissaksóknari gæti sjálfum sér um kennt. Verjandi Jóns Ásgeirs las í dag upp úr tölvupósti þar sem kvennamál Jóns Ásgeirs komu við sögu. 15.2.2007 18:51
Kosning hafin um álversstækkun Hafnfirðingar geta byrjað að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík því utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst í dag. Kosið er á bæjarskrifstofunum að Strandgötu 6 á skrifstofutíma fram að kjördegi, þrítugasta og fyrsta mars. 15.2.2007 18:50
Samgönguráðherra er brandarakarl Samgönguráðherra var kallaður brandarakarl þegar hann mælti fyrir samgönguáætlun á Alþingi í dag og sagðist ætla að lyfta grettistaki í samgöngumálum þjóðarinnar. Stjórnarandstæðingar minntu á að hann og Sjálfstæðisflokkurinn væru þekktir fyrir að svíkja kosningaloforð sín í samgöngumálum. 15.2.2007 18:46
Líkamsræktarfólk helstu neytendur efidríns Þeir sem stunda líkamsrækt eru helstu neytendur efidríns en Tollgæslan í Reykjavík lagði hald á tvö hundruð og fjörtíu þúsund ólöglegar efidríntöflur í venjulegri vörusendingu nú rétt fyrir helgi. Þetta er mesta magn efidríns sem lagt hefur verið hald á hér á landi. 15.2.2007 18:45
Engin sátt um ferjuhöfn á Bakkafjöru Það er fáránlegt og ekki boðlegt að ráðast í gerð ferjuhafnar á Bakkafjöru án þess að jarðgangakostur til Vestmannaeyja hafi verið rannsakaður. Þetta segir Árni Johnsen, sem telur jarðgöng mun hagkvæmari lausn. 15.2.2007 18:31
Matvörur í fóstur Talsmaður neytenda leggur til að hver og einn einasti neytandi taki eina vöru eða þjónustu í fóstur. Þannig geti þeir fylgst með af alvöru hvort birgjar og kaupmenn standi sig í að lækka vöru og þjónustu eftir fyrsta mars næstkomandi. Hann segir þetta þó ekki losa stjórnvöld frá eftirlitsskyldu sinni. 15.2.2007 18:30
Jóhanna hundskammar bankana fyrir okur, græðgi og samráð Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður, sakaði bankana um yfirgengilegt okur og græðgi, samráð og samkeppnishindranir í þingræðu í dag. Hún sagði þá hunsa tilmæli samkeppniseftirlits og hvatti viðskiptaráðherra til að brjóta upp samstarf þeirra með lögum. 15.2.2007 18:27
Útlent nautakjöt selt sem íslenskt Á sjötta hundrað tonn af nautakjöti voru flutt til Íslands á síðasta ári. Þó virðist heyra til undantekninga að íslenskir neytendur séu upplýstir um upprunaland vörunnar. Hluti kjötsins kemur frá löndum þar sem gin- og klaufaveikifaraldur hefur komið upp á síðustu árum, eins og Hollandi og Frakklandi. 15.2.2007 18:15
Sýknaði ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar Hæstiréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af skaðabótakröfu Karls K. Karlssonar. Hann taldi sig hafa beðið skaða vegna þess að íslenska ríkið hélt einkarétti til innflutnings og heildsöludreifingar á áfengi eftir gildistöku EES-samningsins 1. janúar 1994. 15.2.2007 17:53
Kalt bað Íbúar, í nágrenni nýju íþróttamiðstöðvarinnar í Mosfellsbæ, lentu í vandræðum með heita vatnið á heimilum sínum þegar vatni var hleypt á útisundlaug, og munu hafa velt fyrir sér hvort heitar sturtur heima við heyrðu nú sögunni til. Byggingafulltrúi bæjarins segir það af og frá. Hins vegar eigi eftir að ganga frá tengingum og frágangi á vatnslögnum við laugina. 15.2.2007 17:30
Tólf mánuðir fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur staðfesti í dag 12 mánaða fangelsisdóm úr Héraðsdómi Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot gegn tíu ára gamalli systurdóttur hans. Framburður stúlkunnar var lagður til grundvallar dómnum ásamt vottorðum lækna og framburði móður stúlkunnar. 15.2.2007 17:17
"Blaut tuska," segir Dagur um samgönguáætlun Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi segir að samgönguáætlun sé eins og "blaut tuska framan í borgarstjóra." Hann segir á heimasíðu sinni í dag að enn þurfi að búa við óviðunandi óvissu um fjármögnun Sundabrautar því einkafjármögnun fyrir á annan tug milljarða sé óútfærð og ávísað á framtíðina. 15.2.2007 16:42
Fær ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari í Baugsmálinu kvartaði yfir því að fá ekki að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í dag. Dómari ákvað að að yfirheyrslum hans yfir Jóni yrði hætt um sinn klukkan 16.15 í dag. Arngrímur Ísberg dómari í byrsti sig við saksóknara og sagði að saksóknari gæti sjálfum sér um kennt að fá ekki lengri tíma til að yfirheyra Jón Ásgeir. 15.2.2007 16:28
Hnetusmjör innkallað vegna gruns um salmonellusýkingu Peter Pan hnetusmjör hefur verið innkallað vegna gruns um salmonellusýkingu. Allir sem eiga Peter Pan krukkur með framleiðslunúmeri sem hefst á tölunum 2111 ættu að farga þeim eða skila til verslunarinnar þar sem þær voru keyptar. 15.2.2007 16:20
Horfnir vélsleðar fundust við bóndabæ Lögregla hefur fundið tvo vélsleða af Yamaha gerð sem hurfu frá Frostagötu á Akureyri seint í janúar. Þeir fundust við bóndabæ í Húnavatnssýslu. Tveir menn hafa játað að hafa tekið sleðana og farið með þá vestur í Húnavatnssýslu. 15.2.2007 16:05
Skákakademía Reykjavíkur sett á laggirnar Borgarráð samþykkti í morgun að sett yrði á laggirnar sjálfseignarstofnunin Skákakademía Reykjavíkur. Markmið hennar er að vinna að eflingu skáklistarinnar í borginni. Þá er stefnt að því að Reykjavík verði orðin Skákhöfuðborg heimsins árið 2010. Verkefnisstjóri verður ráðinn til sex mánaða til að undirbúa stofnunina. 15.2.2007 16:00
Hvað gerir fyrirtæki samkeppnishæf? Viðskiptafræðingar ætla að leita svara við spurningum um samkeppnishæfni fyrirtækja á ráðstefnu á Nordica hóteli á morgun, föstudag. Meðal spurninga sem settar verða fram eru vað ráði mestu um samkeppnishæfnina, hvaða máli skipti að fyrirtæki séu íslensk, hvað þurfi að gera til að efla samkeppnishæfni Íslands og hverjir eigi að taka þátt í því verkefni. 15.2.2007 15:48
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent