Fleiri fréttir

Skipar starfshóp vegna stækkunar friðlands Þjórsárvera

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra skipaði í dag starfshóp til að fara yfir og kanna möguleika á stækkun friðlands í Þjórsárverum og endurskoða núverandi mörk friðlandsins og friðlýsingarskilmála. Þetta kemur fram á vef umhverfisráðuneytisins.

Íslenskar auðlindir í almannaeign?

Hugmyndir hafa komið upp um að stofna Íslenska auðlindasjóðinn ohf. sem væri sjóður í eigu almennings um nýtingu og virkjunarrétt allra sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Formaður náttúruverndarsamtaka Íslands telur hugmyndina fyrirsagnakennda og nær væri að snúa henni við og vernda íslenska náttúru.

Valgerður fékk verðlaun Myndstefs

Valgerður Bergsdóttir myndlistarmaður hlýtur heiðursverðlaun Myndstefs í ár. Forseti Íslands afhenti Valgerði verðlaunin við athöfn í Listasafni Íslands í gær. Viðurkenningu fær hún fyrir steinda glugga í Reykholtskirkju, sýningarnar Teikn og hnit og AND-LIT í Gerðarsafni og fyrir fjölþætt störf á vettvangi íslenskrar myndlistar sem kennari, stjórnandi og myndlistarmaður.

Fundað um Sri Lanka í utanríkisráðuneytinu

Fundur um ástandið á Sri Lanka, vopnahlésferlið og hlutverk friðargæslunnar verður haldinn í utanríkisráðuneytinu í dag. Fundinn sitja sérlegir fulltrúar Noregs á Sri Lanka og fulltrúar friðargæslunnar.

Krónan lækkar áfram

Gengi krónunnar hélt áfram að lækka í morgun eftir að hafa lækkað um 1,44% í gær. Það hefur því lækkað um rétt tæp 6% frá því að það fór að lækka umtalsvert, laust fyrir miðjan mánuðinn. Ein ástæða þessa er talin vera að engin krónubréf hafa verið gefin út í rúman mánuð, en útgáfa þeirra hefur jafnan styrkt krónuna.

Sturla vill stórátak: fjórar akreinar á Akureyri og Bakkafjöru

Samgönguráðherra segir að stórátak sé þegar hafið í vegamálum. Hann boðar fjögurra akreina veg norður til Akureyrar og austur að Markarfljóti en biður menn að hafa ekki fordóma gagnvart þriggja akreina vegum, því þeir valdi því að menn aki hægar.

Eggert ætlar með West Ham í meistaradeildina

Eggert Magnússon, verðandi formaður fótboltafélagsins West Ham í Lundúnum, sagði í viðtali við sjónvarpsstöð félagsins að hann ætlaði félaginu að keppa um sæti í meistaradeild Evrópu. Hann tók þó fram um leið að hann aðhylltist þróun frekar en byltingu hjá félaginu og mest áhersla yrði lögð á að ala upp leikmenn hjá félaginu.

Samþykkt að selja hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun

Samþykkt var á sjöunda tímanum í kvöld á borgarstjórnarfundi að selja hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun. Umræður tóku langan tíma og var tillagan samþykkt með meirihlutaatkvæðum Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokksins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingarinnar og Frjálslyndra greiddu hinsvegar atkvæði gegn sölunni.

Bandaríski flotinn tekur ákvarðanir

Utanríkisráðuneytið þarf að spyrja bandaríska flotann áður en svar er gefið um það hvort heimila megi aðgang að gögnum um hleranir íslenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í gögnum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

Íslendingar eignast West Ham

Eggert Magnússon og fjárfestar að baki honum sömdu í dag um kaup á meirihluta í breska knattspyrnufélaginu West Ham United. Kaupverðið er jafnvirði rúmra 14 milljarða íslenskra króna.

Stórverk í vegagerð að hefjast á Vestfjörðum og Norðausturlandi

Sjö stór verkefni á sviði vegagerðar, upp á samtals sex milljarða króna, eru að fara í útboð á Vestfjörðum og norðausturhorni landsins. Þar ber hæst þverun Mjóafjarðar í Ísafjarðardjúpi, veg um Arnkötludal og vegtengingu milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar.

Eigendur álversins ætla að virða vilja íbúa

Eigendur Álversins í Straumsvík ætla ekki að höfða skaðabótamál gegn bænum þótt svo kunni að fara að stækkun verksmiðjunnar verði felld í almennri atkvæðagreiðslu í Hafnarfirði. Eigendur segjast nú ætla að una niðurstöðunni en þeir hafa varið um hálfum milljarði í að undirbúa stækkunina.

Íslendingur enn í lífshættu eftir líkamsárás í Lundúnum

Íslendingurinn sem ráðist var á í austurhluta Lundúna að morgni síðastliðins sunnudags er enn á gjörgæsludeild og í lífshættu. Maðurinn er 36 ára og heitir Haraldur Hannes Guðmundsson og hafa aðstandendur hans hafi fjárstöfnun honum til stuðnings.

Valgerður Bergsdóttir fær heiðursverðlaun Myndstefs

Heiðursverðlaun Myndstefs árið 2006 voru afhent nú síðdegis í Listasafni Íslands. Verðlaunin að þessu sinni hlaut Valgerður Bergsdóttir, myndlistarmaður. Fær hún verðlaunin fyrir hönnun og gerð steindra glugga í Reykholtskirkju og fyrir sýningar í Gerðarsafni á þessu ári.

HÍ og Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins gera samstarfssamning

Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra, Stefán J. Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins, og Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor undirrituðu í dag samstarfssamning sem Greiningar- og ráðgjafarstöðin og Háskóli Íslands hafa gert með sér um kennslu og rannsóknir.

OR leitar heitra vatnsæða í Fljótshlíð

Orkuveita Reykjavíkur og Rangárþing eystra hafa gert með sér samkomulag um jarðhitaleit í Fljótshlíð, en þar eru flestir bæir nú hitaðir með rafmagni. Fram kemur í tilkynningu frá aðilunum tveimur að forsenda slíkrar leitar sé að samkomulag náist við landeigendur, en sveitarfélagið mun þegar hefjast handa við að afla heimildar þeirra.

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda dregst mikið saman hjá Alcan

Útstreymi gróðurhúsaloftegunda frá álveri Alcan í Straumsvík hefur minnkað um sjötu prósent fyrir hvert framleitt tonn af áli frá árinu 1990. Þetta kom fram á fundi hjá Samtökum atvinnulífins um útstreymi frá álverum á Íslandi sem fram fór fyrr í dag.

Anna Kristín tekur þriðja sætið

Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka þriðja sæti á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Eins og kunnugt er sóttist Anna Kristín eftir 1. til 2. sætinu í prófkjöri flokksins í síðasta mánuði en hún varð að láta í minni pokann fyrir Guðbjarti Hannessyni og Karli V. Matthíassyni.

Lagði bíl sínum á golfflöt á Vík í Mýrdal

Lögreglan í Vík í Mýrdal fékk heldur óvenjulega tilkynningu á sunnudaginn var en þar var greint frá því að bifreið stæði á einni af flötunum á golfvellinum í Vík. Þegar lögreglan fór að athuga málið kom í ljós að erlendur ferðamaður á bílaleigubifreið hafði komið sér fyrir á miðri flöt á fjórðu holu vallarins og var að dást að útsýninu út á hafið.

Batt sleða við bíl og dró félaga sinn

Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tveimur piltum, 16 og 17 ára, í einu úthverfa borgarinnar í gærkvöld sem bundið höfðu sleða við bíl eldri piltsins sem ók síðan með þann yngri í eftirdragi á sleðanum. Þeim var gert að hætta þessari iðju tafarlaust og jafnframt bent á hættuna sem þessu fylgdi.

Kaldavatnslaust í Borgarnesi

Ekkert kalt vatn er í Borgarnesi eftir að kaldavatnsæð fór þar í sundur laust fyrir klukkan tvö. Óhappið varð á framkvæmdasvæði við verlsunina Bónus, skammt frá Borgarfjarðarbrúnni. Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur að búið hafi verið að hengja vatnsæðina upp vegna framkvæmdanna en bakki gaf sig með þeim afleiðingum að vatnsleiðslan kubbaðist í sundur.

Ráðherra gagnrýndur vegna frostskemmda á Keflavíkurflugvelli

Utanríkisráðherra var harðlega gagnrýndur á Alþingi í dag fyrir að ekki hefði verið eftirlit með mannvirkjum á Keflavíkurflugvelli, en komið hefur í ljós að miklar skemmdir hafi orðið á þónokkrum byggingum vegna þess að vatn fraus í leiðslum. Ráðherra sagði að sér þætti þetta mjög leitt og baðst afsökunar á mistökunum.

Glitnir tekur 49 milljarða króna sambankalán

Glitnir hefur skrifað undir þriggja ára sambankalán sem nemur um 550 milljónum evra eða 49 milljörðum íslenskra króna. Það er jafnframt stærsta sambankalán sem bankinn hefur tekið. 28 alþjóðlegir bankar og fjármálstofnanir frá tólf löndum taka þátt í láninu.

Leituðu aldraðs manns á höfuðborgarsvæðinu

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu leituð í morgun að karlmanni á áttræðisaldri. Hann sást síðast um kl. 22 í gærkvöld við bensínstöð ESSO á Ártúnsholti á bifreið sinni og var farið að óttast um hann. Þegar björgunarsveitir höfðu leitað í rúma klukkustund fannst maðurinn fram heill á húfi á heimili sínu.

Actavis kaupir meirihluta í rússnesku lyfjafyrirtæki

Actavis hefur keypt 51 prósents hlut í rússneska lyfjafyrirtækinu ZiO Zdorovje. Kaupverðið er 47 milljónir evra eða um 4,2 milljarðar króna samkvæmt tilkynningu frá félaginu en þar af verður um helmingnum varið til að stækka verksmiðju ZiO og þannig auka framleiðslugetu fyrirtækisins.

Aðeins eftirlit með mannaferðum á varnarsvæðinu

Eina eftirlitið sem verið hefur á Varnarsvæðinu fyrrverandi í Keflavík er með mannaferðum en ekki viðhaldi mannvirkja. Hundraða milljóna tjón varð þar vegna vatnsskemmda en engar tryggingar eru fyrir hendi að sögn utanríkisráðherra.

Nafni Avion Group hf. breytt í Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands

Óskabarn íslensku þjóðarinnar, Hf. Eimskipafélag Íslands, er á ný orðið hlutafélag í Kauphöll Íslands eftir að hluthafar samþykktu í morgun að breyta nafni Avion Group. Um leið hafa höfuðstöðvarnar verið fluttar úr Kópavogi í Sundahöfn í Reykjavík.

Kaupum ekkert á laugardaginn

Hundruð þúsunda manna um allan heim heldur "Kaupum ekkert" daginn hátíðlegan á laugardaginn, með því að - kaupa ekkert! Deginum er ætlað að minna fólk á að Vesturlandabúar eru aðeins lítill minnihluti jarðarbúa en neyta samt mikils meirihluta jarðargæða.

518 sviptu sig lífi á Íslandi á árunum 1990-2005

518 Íslendingar sviptu sig lífi á árunum 1990 til 2005, stærstur hlutinn karlar. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Valdimars Leós Friðrikssonar þingmanns. Tölurnar eru fengnar frá Landlæknisembættinu.

Starfshópur fer yfir málefni barna af erlendum uppruna

Tilkynnt var á fundi menntaráðs Reykjavíkurborgar í gær að stofna ætti starfshóp um málefni barna af erlendum uppruna sem stunda nám í grunnskólum borgarinnar. Starfshópnum er meðal annars ætlað að gera tillögur um úrbætur í þjónustu við börn og unglinga af erlendum uppruna, þar á meðal í íslenskukennslu.

Farmur féll af flutningabíl

Um fimmleytið í dag féll farmur aftan af flutningabíl á mótum Kringlumýrarbrautar og Laugarvegs. Farmurinn var hitaveiturör og stóðu þau um fimm metra aftan af palli bílsins en máttu ekki standa lengur en tvo metra út. Olli atvikið töfum á umferð í allt að klukkutíma.

Málflutningur að hefjast gegn olíufélögunum

Málflutningur í fyrsta stóra skaðabótamálinu gagnvart olíufélögunum fer fram eftir tvo daga. Þar er Reykjavíkurborg að krefja félögin um 160 milljónir króna fyrir að svindla á strætó með ólögmætu samráði. Fleiri skaðabótamál eru í farvatninu, meðal annars frá ríkissjóði og Alcan.

Íslendingar útskrifa ljósmæður í Afganistan

Tveir íslenskir hjúkrunafræðingar útskrifuðu á fjórða tug afganskra ljósmæðra og yfirsetukvenna í Afganistan af upprifjunarnámskeiði fyrr í mánuðinum. Önnur þeirra sem annaðist námskeiðið segir of fáar menntaðar ljósmæður í landinu og að rúmlega 90% kvenna í landinu fæði í heimahúsum.

Djúpboranir gætu skilað háhitaorku til rafmagnsframleiðslu eftir sex ár

Með djúpborun er vonast til að ná allt að fimmfalt meiri orku úr jarðhitasvæðum en nú er hægt. Stefnt er að því að fyrstu djúpholurnar verði farnar að skila raforku eftir sex til níu ár. Orkan verður sótt fimm kílómetra í iður jarðar, niður í 400-500 stiga hita, langleiðina niður að bráðinni kviku.

Gríðarlegt tjón á húsum varnarliðsins

Hundruð milljóna króna tjón varð á íbúðarblokkum á Keflavíkurflugvelli vegna vatns- og frostskemmda. Nýstofnað Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar segir að það sé ekki búið að fá neinar eignir afhendar ennþá. Málið er á borði utanríkisráðuneytisins.

Hlutafélagið RÚV yfirtekur réttindi starfsmanna

Páll Magnússon útvarpsstjóri lýsti yfir, á fundi með starfsmönnum Ríkisútvarpsins í dag, að öll réttindi starfsmanna, bæði samkvæmt ráðningarsamningum og kjarasamningum, myndu flytjast yfir til hlutafélags um Ríkisútvarpið, þegar og ef það verður stofnað. Forstjóri 365 miðla spáir því að dómstólar muni skera úr um það að nýtt lagaumhverfi fjölmiðla standist ekki jafnræðisreglu Stjórnarskrár.

Tugum fugla fargað

Nær öllum fuglum í í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík var fargað í morgun og matargjöfum til hundruð villtra fugla hætt. Tveir dýralæknar fóru um garðinn og á sjöunda tug fasana, dúfna, hænsna, anda og gæsa var gefin dauðsprauta.

Byssumaður fannst látinn

Byssumaður sem réðist inn í skóla í Þýskalandi í morgun fannst látinn þar þegar að lögregla réðist til inngöngu í skólann í dag. Maðurinn hafði ráðist inn í skólann fyrr um morguninn og hafið skothríð á nemendur og starfsfólk og særði einhverja en sem betur fer lést enginn.

Íslandsdagur í Kauphöllinni í New York á morgun

Geir H. Haarde forsætisráðherra tekur á morgun þátt í Íslandsdegi í Kauphöllinni í New York (New York Stock Exchange) en hann hélt utan í dag vegna þess. Ráðherra mun flytja ávarp og eiga fund með fulltrúum Kauphallarinnar og aðilum úr íslensku og bandarísku viðskiptalífi ásamt því sem hann mun hringja út viðskiptin í Kauphöllinni síðdegis.

Tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir í garð lögreglu

Karlmaður var Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hóta tveimur lögreglumönnum að nauðga konum þeirra. Atvikið átti sér stað á lögreglustöðinni á Selfossi í upphafi ársins en þá hafði maðurinn verið handtekinn á heimili sínu og foreldra hans vegna slagsmála og heimilisófriðar þar.

Konur í rafiðnaði með hærri dagvinnulaun en karlar

Konur í rafiðnaði sem lokið hafa sveinsprófi eða meiri menntun reyndust hafa 18 prósentum hærri dagvinnulaun en karlar í sömu stöðu samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Rafiðnaðarsambandið í september síðastliðnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Rafiðnaðarsambands Íslands.

West Ham tilboð Eggerts kynnt innan sólarhrings

Verið er að leggja síðustu hönd á formlegt tilboð Eggerts Magnússonar og félaga í enska knattspyrnufélagið West Ham. Tilboðið verður kynnt opinberlega innan sólarhrings. Samkvæmt Sky sjónvarpsstöðinni er ætlunin að bjóða 75 milljónir punda fyrir félagið, jafnvirði 10 miljarða króna, auk þess sem yfirteknar verða tæplega þriggja miljarða króna skuldir félagsins.

Rekstur Esso og Bílanausts sameinaður

Eigendur Olíufélagsins Esso og Bílanausts og dótturfélaga hafa ákveðið að sameina rekstur félaganna snemma á næsta ári. Þetta var tilkynnt á fundi með starfsmönnum beggja félaga í dag en hvort tveggja er í eigu eignarhaldsfélagsins BNT.

Sjá næstu 50 fréttir