Fleiri fréttir

Enn á gjörgæsludeild eftir bruna við Ferjubakka

Maðurinn sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka þann 7. nóvember er enn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndundarvél. Eiginkona hans lést af sárum sínum.

Páll Magnússon til í að ræða auglýsingaþak

Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að vel megi ræða hugmyndir um að tímatakmarkanir verði settar á auglýsingatíma Ríkisútvarpsins. Forstjóri 365 miðla spáir því að dómstólar muni skera úr um það að nýtt lagaumhverfi standist ekki jafnræðisreglu Stjórnarskrár.

Erninum Sigurerni þyrmt

Það er dauft yfir Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Í morgun var öllum hænum, aligæsum og aliöndum í garðinum fargað og matargjöfum til hundraða villtra fugla hætt.

Bergþór hættur sem aðstoðarmaður samgönguráðherra

Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, hefur látið af störfum í ráðuneytinu eftir því sem fram kemur á vef samgönguráðuneytisins. Hann mun leita á önnur mið eins og segir í tilkynningu frá honum til samstarfsmanna.

Ungir jafnaðarmenn segja Valdimar Leó tapsáran

Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, harma þá ákvörðun Valdimars Leós Friðrikssonar, þingmanns flokksins í Suðvesturkjördæmi, að segja skilið við flokkinn og standa óháður á þingi.

Í annarlegu ástandi á bíl í Öxnadal

Lögreglan á Akureyri handtók þrjá menn á laugardag eftir að hafa komið þeim til aðstoðar í Öxnadal þar sem bíll þeirra sat fastur. Lögreglan fékk tilkynningu um að fólksbíll mannanna væri fastur utan vegar í Öxnadal á laugardagsmorgun og þegar hún kom á vettvang kom í ljós ekki var allt með felldu því mennirnir reyndust allir í annarlegu ástandi.

Kviknaði í bíl sem var að spóla í ófærðinni

Lögreglan í Kópavogi var kölluð út á sjötta tímanum í gærkvöldi að Nýbýlavegi þar sem logaði í tveimur bifreiðum. Ökumaður annars bílsins var að reyna að aka úr stæði þar sem hann sat fastur og spólaði, neisti myndaðist og við það kviknaði í bílnum. Eldurinn breiddist svo út og náði að komast yfir í næsta bíl.

Börn fékk Edduverðlaunin fyrir handrit ársins

Handrit kvikmyndarinnar Börn hlaut í kvöld verðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar 2006. Heimildamynd ársins var valin Skuggabörn og Óttar Guðnason fékk Edduna í flokknum útlit mynda fyrir A Little Trip to Heaven. Þáttur tónlistarmannsins Jóns Ólafssonar var valinn skemmtiþáttur ársins.

Fór tvær veltur

Meiðsl ökumanna bifreiðanna, sem lentu saman á Sandskeiði á sjötta tímanum í dag, eru aðeins minniháttar. Tildrög slysins voru þau að jeppabifreið rann vegna hálkunnar yfir á rangan vegarhelming. Bifreiðin fór framan á aðra jeppabifreið og fór tvær veltur. Ökumennirnir voru einir í bílunum.

Íslendingur liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Lundúnum

Íslendingur á fertugsaldri liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Lundúnum í Bretlandi eftir árás í morgun. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá þessu í kvöld. Árásarmönnunum tókst að flýja af vettvangi. Maðurinn býr og starfar í Lundúnum.

Þjóðhátíð á Tjarnarborg

Tveggja mánaða þjóðhátíð á leikskólanum Tjarnarborg á Egilsstöðum lauk með indjánadegi, þar sem var dansað, sungið og leikið.

Tíu grísir komu í heiminn

Sama dag og tíðindi þess efnis bárust að farga eigi nær öllum fuglum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum komu í heiminn tíu litlir grísir.

Fækkar í þingflokki Samfylkingarinnar

Valdimar L. Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagði sig úr flokknum í beinni útsendingu í Silfri Egils í dag. Þar með fækkar þingmönnum Samfylkingarinnar úr 20 í 19. Valdimar segir prófkjörsfyrirkomulagið hampa þeim sem koma frá stærri bæjum innan kjördæma og þeim sem hafa aðgang að fjármagni, en hann hafnaði í fjórtánda sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Margrét Frímannsdóttir var hundsuð sem formaður af meirihluta þingflokks Alþýðubandalagsins

Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, segir í nýútkominni bók, að meirihluti þingflokks Alþýðubandalagsins hafi á sínum tíma kosið sér annan formann og hundsað hana á þingflokksfundum. Hún lýsir því hvernig flokkurinn var margklofinn en segir sömu stöðu ekki vera uppi innan Samfylkingarinnar nú á milli stuðningsmanna Össurar Skarphéðissonar annars vegar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hins vegar.

Tveir jeppar lentu saman á Sandskeiði

Tveir jeppar lentu saman á Sandskeiði á sjötta tímanum í kvöld. Ökumenn voru einir í bílunum og voru þeir fluttir á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús. Ekki er vitað um meiðsl þeirra að svo stöddu. Báðir bílarnir eru gjörónýtir.

Launum verkafólks aðeins bjargað með 40-50% hækkun taxta

Eina leiðin til að bjarga launum verkafólks er að hækka taxta um allt að fimmtíu prósent, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann segir umræðuna um erlent vinnuafl á villigötum, það sé hvorki hræðsluáróður né kynþáttafordómar að standa vörð um kjör launafólks.

Árekstur á Sandskeiði

Árekstur varð á Sandskeiði nú fyrir skömmu. Lögreglan í Kópavogi er á leið á staðinn en ekki er talið að um alvarleg meiðsl á fólki sé að ræða.

Björgunarsveitarmenn hættir störfum í dag

Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu hafa hætt störfum í dag eftir að hafa haft í nógu að snúast vegna ófærðar frá því í nótt. Tekist hefur að rýma að mestu Víkurveg í Grafarvogi þar sem fjöldi bíla hefur setið fastur. Nokkrir árekstrar hafa verið í dag en lögreglunni í Reykjavík er ekki kunnugt um slys á fólki.

Efnistöku hætt þar til mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir

Fyrirtækið Björgun, sem nemur jarðefni af hafsbotni til frekari vinnslu, hefur hafið forvinnu við mat á umhverfisáhrifum á Kollafjarðarsvæðinu, í Hvalfirði og Faxaflóa. Umhverfisráðherra ákvað að umhverfismat ætti að fara fram vegna efnisnáms í Kollafirði. Björgun hefur ákveðið að hætta um sinn efnistöku á fyrrgreindum svæðum þar til niðurstaða mats á umhverfisáhrifum liggur fyrir.

Messa felld niður vegna ófærðar

Vegna ófærðar verður kvöldguðsþjónustan sem átti að vera í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, í kvöld klukkan átta, felld niður.

Ófærð á Víkurvegi í Grafarvogi

Lögreglan í Reykjavík varar vegfarendur við mikilli ófærð á Víkurvegi í Grafarvogi, sér í lagi við brúna yfir Vesturlandsveg. Fjöldi ökutækja hefur fest sig þar og hamlar það verki snjóruðningstækja. Björgunarsveitir og lögregla vinna nú að því að losa bifreiðar svo hægt sé að ryðja. Vegfarendur eru hvattir til að velja aðrar leiðir en Víkurveg.

Fagnaði 101 árs afmæli sínu í gær

Birna Jónsdóttir fagnaði í gær 101 árs afmæli sínu á Sauðárkróki. Meðalaldur Birnu og systra hennar, sem komust á legg, er 97 ár en það er hæsti meðalaldur fjögurra íslenskra systkina sem vitað er um.

Valdimar L. Friðriksson genginn úr Samfylkingunni

Valdimar Leó Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, er genginn úr Samfylkingunni og þar með þingflokki hennar. Valdimar greindi frá þessu í þættinum Silfur Egils á Stöð 2 í dag en tilkynnti varaformanni Samfylkingarinnar í morgun að hann væri hættur í flokknum. Valdimar ætlar að starfa sem óháður þingmaður á Alþingi.

Birtir uppgjör úr prófkjörsbaráttu sinni

Sigríður Andersen, sem hafnaði í 10. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur birt uppgjör á kostnaði við prófkjör sitt. Sigríður telur að flokkar og framboð eig að hafa sjálfdæmi um hversu mikið af upplýsingunum þau birta.

Styrktartónleikar í þágu fatlaðra barna

Caritas á Íslandi, góðgerðarsamtök kaþólsku kirkjunnar, efna í dag til styrktartónleika í þágu fatlaðra barna, í Kristskirkju við Landakot. Þetta er í þrettánda sinn sem Caritas efnir til styrktartónleika en í ár rennur allur ágóðinn til Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisins.

Sigurbjörn Einarsson biskup predikaði

Kirkjugestir í Grafavogskirkju í morgun létu ekki veðrið koma í veg fyrir að þeir mættu í messu. Sigurbjörn Einarsson biskup predikaði í morgun en hann er 95 ára. Sigurbjörn sló á létta strengi í predikun sinni en Sigurbjörn hefur þótt kraftmikill predikari. Fyrir messuna voru haldin fjögur erindi um biskupinn.

Kristinn segir ekki á döfinni að ganga úr Framsóknarflokknum

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ekki á döfinni að segja sig úr Framsóknarflokknum. Þetta sagði Kristinn í þættinum Silfur Egils á Stöð 2. Kristinn lenti í þriðja sæti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi í fyrradag. Flokkurinn hefur nú tvo þingmenn í kjördæminu.

Tónleikum aflýst vegna færðar

Aflýsa þarf tónleikum Harmonikkufélags Reykjavíkur sem halda átti í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Ástæðan er slæmt veður og færð.

Lágmarkslaun þurfa að hækka um 40-50%

Verkalýðshreyfingin þarf að sýna tennurnar í næstu kjarasamningum og fá lágmarkslaun hækkuð um 40-50%, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Eldur logaði í kjallara á Akureyri

Slökkviliðið á Akureyri var kallað að fjölbýlishúsi í Brekagili á sjötta tímanum í kvöld þar sem eldur logaði í kjallara hússins. Kveikt hafði verið í pappír í sameign í kjallaranum og myndaðist mikill reykur sem lagði upp allan stigaganginn.

Sigurbjörn Einarsson biskup enn að predika

Sigurbjörn Einarsson biskup predikar á morgun í Grafavogskirkju á Degi orðsins. Sigurbjörn er 95 ára og þykir einn áhrifamesti kirkjuhöfðingi seinni ára. Messan hefst klukkan ellefu en fyrir hana verða haldin fjögur erindi um biskupinn.

Ráðist á karlmann á sjötugsaldri

Karlmaður á sjötugsaldri missti fjórar tennur og slasaðist á nefi eftir árás fjögurra karlamanna rétt fyrir miðnætti í gær. Maðurinn var að aka bíl sínum frá miðbænum, þar sem hann hafði verið að týna dósir, og ók eftir Flugvallarvegi.

Leið yfir förgun fuglanna

Það var dauft yfir Húsdýragarðinum í dag enda síðasti dagur flestra fuglanna þar á morgun, en þeim verður fargað eftir helgi vegna hættu á fuglaflensu.

Ökumaður enn á gjörgæsludeild

Karlmaður sem fluttur var á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir bílslys, við bæinn Breiðumýri í Reykjadal í gærkvöldi, liggur enn á gjörgæsludeild. Maðurinn er mikið brotinn og gekkst undir fjölda aðgerða í nótt.

Sturla leiðir Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi

Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi samþykktu í dag framboðslista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar á kjördæmisþingi í Borgarnesi. Flokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum, ráðherrana Sturlu Böðvarsson og Einar K. Guðfinnsson, og þingmanninn Einar Odd Kristjánsson. Þeir skipa áfram þrjú efstu sæti listans. Í fjórða sæti er Herdís Þórðardóttir.

Draga á úr kolmunaveiðum

Samkomulag tókst milli allra aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar um að draga úr kolmunaveiðum á ársfundi nefndarinnar sem lauk í dag.

Selur í smábátahöfninni í Reykjavík

Þeir sem leið hafa átt um smábátahöfnina við Elliðavog í Reykjavík í dag hafa margir hverjir séð nokkuð óvenjulega sjón. Þar hefur selur hafst við á ísbreiðu inni í höfninni. Selurinn er hinn rólegasti og kippir sér ekki upp við athygli vegfarenda.

Nokkuð kalt á opnunardegi Hlíðarfjalls

Skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli er opið í dag. Þetta er fyrsti opnunardagurinn á þessum vetri en snjórinn er fyrr á ferðinni en venjulega. Skíðalyftur eru opnar og helstu skíðaleiðir hafa verið troðnar. Einnig er hægt að nota göngubrautir. Nokkuð kalt er á svæðinu en þar er nú 14 stiga frost og logn.

Telur að fylgi Framsóknarflokksins muni dala

Fylgi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi mun dala í kjölfar niðurstöðu prófkjörsins, segir Kristinn H. Gunnarsson sem féll niður í þriðja sætið í prófkjörinu í gær. Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra sigraði og hlaut fyrsta sætið en Herdís Sæmundsdóttir fékk annað sætið.

Ársæll hélt aftur til veiða í morgun

Ársæll ÁR-66, tvö hundruð brúttólesta netabátur, hélt aftur til veiða í morgun en björgunarskipum Slysavarnafélags Landsbjargar í Sandgerði tókst á miðnætti að bjarga bátnum af strandstað í innsiglingunni til Sandgerðis. Ekki reyndust miklar skemmdir á bátnum.

Sjá næstu 50 fréttir