Innlent

Kaupum ekkert á laugardaginn

Hundruð þúsunda manna um allan heim heldur "Kaupum ekkert" daginn hátíðlegan á laugardaginn, með því að - kaupa ekkert! Deginum er ætlað að minna fólk á að Vesturlandabúar eru aðeins lítill minnihluti jarðarbúa en neyta samt mikils meirihluta jarðargæða.

"Kaupum ekkert dagurinn er kjörið tækifæri fyrir neysluföstu þar sem við afeitrum okkur og verðum meðvitaðri um skaðlega lifnaðarhætti okkar og neyslu," segir í tilkynningu frá Einari Þórhallssyni, sem er einn af skipuleggjendum dagsins á Íslandi.

Nánar má lesa um daginn og hugmyndafræðina að baki hans á ensku vefsíðunni http://www.adbusters.org/home/.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×