Stórverk í vegagerð að hefjast á Vestfjörðum og Norðausturlandi 21. nóvember 2006 18:47 Sjö stór verkefni á sviði vegagerðar, upp á samtals sex milljarða króna, eru að fara í útboð á Vestfjörðum og norðausturhorni landsins. Þar ber hæst þverun Mjóafjarðar í Ísafjarðardjúpi, veg um Arnkötludal og vegtengingu milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar.Vestfirðingar hafa lengi hrópað á vegarbætur og nú þegar búið er að létta af framkvæmdabanni eru að fara þar í gang fjögur stórverk. 25 kílómetra vegagerð um Arnkötludal verður boðin út eftir áramót og nýr vegur um Hrútafjarðarbotn verður einnig boðinn út á næstu vikum. Þverun Mjóafjarðar í Djúpi er þegar kominn í útboð og sömuleiðis vegarbætur syðst í Kollafirði við Skálanes. Þessi fjögur verk munu kosta um þrjá og hálfan milljarð króna og á að ljúka þeim á næstu tveimur árum. Annar landshluti sem ákaft hefur kallað eftir samgöngubótum er norðausturhorn landsins og þar stendur átak einnig fyrir dyrum með þremur stórverkum upp á tvo og hálfan milljarð króna. Upp úr áramótum að bjóða út bæði nýjan Dettifossveg og 30 kílómetra vegarlagningu um svokallaða Hófaskarðsleið. Á hringveginum er þegar búið að bjóða út síðasta malarkaflann á leiðinni milli Akureyrar og Egilsstaða ofan við Skjöldólfsstaði. Nýr Dettifossvegur verður lagður vestan megin við fossinn en ágreiningur um endanlegt vegarstæði, milli Umhverfisstofnunar annars vegar, og Landgræðslu og landeigenda hins vegar, hefur tafið verkið. Búist er við að sveitarstjórn höggvi fljótlega á hnútinn. Útboð Hófaskarðsvegar milli Raufarhafnar og Kópaskers hefur einnig tafist vegna deilumála, en þar stefnir Vegagerðin að eignarnámi. Íbúar á Raufarhöfn og Þórshöfn munu með þessari vegagerð sjá fram á að tengjast öðrum landshlutum með bundnu slitlagi. Verkefnin sem framundan eru á Vestfjörðum munu einnig þýða að unnt verður að aka milli Ísafjarðar og Reykjavíkur á bundnu slitlagi, væntanlega eftir tvö ár. Þar á að byggja tignarlega stálbogabrú yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi, leggja veg yfir Reykjafjörð við Reykjanes og yfir Vatnsfjarðarháls. Þannig styttist vetrarleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 33 kílómetra. Vegarlagning um Arnkötludal milli Steingrímsfjarðar og Gilsfjarðar mun einnig stytta heilsársleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur verulega eða um fjörutíu kílómetra. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sjö stór verkefni á sviði vegagerðar, upp á samtals sex milljarða króna, eru að fara í útboð á Vestfjörðum og norðausturhorni landsins. Þar ber hæst þverun Mjóafjarðar í Ísafjarðardjúpi, veg um Arnkötludal og vegtengingu milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar.Vestfirðingar hafa lengi hrópað á vegarbætur og nú þegar búið er að létta af framkvæmdabanni eru að fara þar í gang fjögur stórverk. 25 kílómetra vegagerð um Arnkötludal verður boðin út eftir áramót og nýr vegur um Hrútafjarðarbotn verður einnig boðinn út á næstu vikum. Þverun Mjóafjarðar í Djúpi er þegar kominn í útboð og sömuleiðis vegarbætur syðst í Kollafirði við Skálanes. Þessi fjögur verk munu kosta um þrjá og hálfan milljarð króna og á að ljúka þeim á næstu tveimur árum. Annar landshluti sem ákaft hefur kallað eftir samgöngubótum er norðausturhorn landsins og þar stendur átak einnig fyrir dyrum með þremur stórverkum upp á tvo og hálfan milljarð króna. Upp úr áramótum að bjóða út bæði nýjan Dettifossveg og 30 kílómetra vegarlagningu um svokallaða Hófaskarðsleið. Á hringveginum er þegar búið að bjóða út síðasta malarkaflann á leiðinni milli Akureyrar og Egilsstaða ofan við Skjöldólfsstaði. Nýr Dettifossvegur verður lagður vestan megin við fossinn en ágreiningur um endanlegt vegarstæði, milli Umhverfisstofnunar annars vegar, og Landgræðslu og landeigenda hins vegar, hefur tafið verkið. Búist er við að sveitarstjórn höggvi fljótlega á hnútinn. Útboð Hófaskarðsvegar milli Raufarhafnar og Kópaskers hefur einnig tafist vegna deilumála, en þar stefnir Vegagerðin að eignarnámi. Íbúar á Raufarhöfn og Þórshöfn munu með þessari vegagerð sjá fram á að tengjast öðrum landshlutum með bundnu slitlagi. Verkefnin sem framundan eru á Vestfjörðum munu einnig þýða að unnt verður að aka milli Ísafjarðar og Reykjavíkur á bundnu slitlagi, væntanlega eftir tvö ár. Þar á að byggja tignarlega stálbogabrú yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi, leggja veg yfir Reykjafjörð við Reykjanes og yfir Vatnsfjarðarháls. Þannig styttist vetrarleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 33 kílómetra. Vegarlagning um Arnkötludal milli Steingrímsfjarðar og Gilsfjarðar mun einnig stytta heilsársleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur verulega eða um fjörutíu kílómetra.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira