Fleiri fréttir

Heimsókn forsætisráðherra í Washington senn á enda

Geir H. Haarde forsætisráðherra átti í gær fund með Richard G. Lugar, formanni utanríkismálanefndar öldungadeildar bandaríska þingsins. Þar gerði forsætisráðherra þingmanninum grein fyrir nýgerðu samkomulagi Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál og ræddu þeir framtíðarsamskipti ríkjanna.

Lífeyrissjóðir hefja viðræður um sameiningu

Lífeyrissjóðir Norðurlands og Austurlands hafa ákveðið að hefja formlegar viðræðu um sameiningu sjóðanna. Þetta var á ákveðið á stjórnarfundum þeirra í vikunni.

Mótmæla sölu á Fríkirkjuvegi 11

Vinstri - grænir í Reykjavík mótmæla sölu á Fríkirkjuvegi 11, sem áður var einbýlishús athafnamannsins Thors Jensens. Borgarráð samþykkti í dag að undirbúa sölu þess en í bókun Árna Þórs Sigurðssonar, fulltrúa Vinstri - grænna í borgarráði, segir segja að það eigi áfram að vera í eigu borgarinnar enda um eina fegurstu húseign borgarinnar að ræða.

Hey handa hungruðum úlföldum í Arabíu

Vilhjálmur Þórarinsson bóndi í Litlu-Tungu, sem er einn afkastamesti heyútflutningsbóndinn á landinu, hefur fengið fyrirspurnir frá Jórdaníu og Dubai um hey handa úlföldum.

Jón Gunnarsson vill 4. sæti í Suðvesturkjördæmi

Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Prófkjör fer fram 11. nóvember næstkomandi.

Atlantsskip kanna arðsemi strandsiglinga til Ísafjarðar og fleiri staða

Atlantsskip kanna arðsemi strandsiglinga til Ísafjarðar og fleiri staða, að sögn Bæjarins Besta á Ísafirði. Gunnar Bachmann, framkvæmdastjóri Atlantsskipa, segir, að fyrirtækið sé að kanna möguleika á því að hefja strandsiglingar út frá Reykjavík, meðal annars til Ísafjarðar.

40 bílum lagt ólöglega

Þeir sem lögðu bílum sínum á gangstéttum við Reykjaveg í gær, á meðan landsleikur Íslendinga og Svía stóð yfir, þurfa greiða stöðubrotsgjald. Alls voru gefnar út 40 sektir fyrir þá sem þar stöðvuðu bifreiðar sínar.

Fjármálaráðherra ætlar ekki að víkja sæti

Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, hefur hafnað kröfu Öryrkjabandalags Íslands um að hann, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins og aðrir starfsmenn ráðuneytisins víki sæti við meðferð á máli sem lýtur að staðfestingu á breytingum á samþykktum Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda.

Borgarráð samþykkir að selja Fríkirkjuveg 11

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að selja húsið að Fríkirkjuvegi 11, sem áður var einbýlishús Thors Jensens athafnamanns. Þar hafa um árabil verið höfuðstöðvar Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar en í tillögunni sem lögð var fyrir á fundi borgarráðs er gert ráð fyrir því að fundið verði nýtt húsnæði fyrir þá starfsemi.

Gorbatsjov aftur í Höfða eftir tuttugu ár

Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Svoétríkjanna, sneri aftur í Höfða nú í hádeginu, tuttugu árum eftir að hann og Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, komu þar saman til fundar til að ræða afvopnunarmál stóveldanna tveggja.

Ekið á mann á Akureyri

Ekið var á mann við bílaleigu á Akureyri rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri en hann var með áverka á fæti.

83 teknir fyrir hraðakstur í borginni í gær

Lögreglan í Reykjavík tók í gær 83 ökumenn fyrir hraðakstur í borginni. Lögregla var víða við hraðamælingar og nýtti meðal annars myndavélabíl sinn óspart eftir því sem fram kemur á vef hennar.

Innflutt vinnuafl aldrei eins mikið

Innflutningur á erlendu vinnuafli hefur aldrei mælst eins mikil og í september eða tæplega eitt þúsund manns. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hafa um 4.400 nýir erlendir starfsmenn verið skráðir á íslenskum vinnumarkaði. Allt árið í fyrra voru 3.900 erlendir starfsmenn skráðir.

Himnesk hollusta innkallar döðlur vegn mítla

Fyrirtækið Himnesk hollusta hefur innkallað lífrænt ræktaðar döðlur sem það selur vegna svokallaðra mítla sem fundist hafa í þeim. Um er að ræða 250 og 400 gramma bakka með döðlum sem eru bestar fyrir 30.05.07 og 31.07.07.

Hinar tvær stíflurnar að klárast

Ein risastífla við Kárahnjúka dugar ekki til að stöðva Jöklu. Þær verða þrjár stíflurnar sem mynda munu Hálslón, og allar eru þegar komnar í flokk stærstu mannvirkja hérlendis, því tvær hliðarstíflur eru að verða tilbúnar.

Reykjavík verður friðarmiðstöð

Borgaryfirvöld vinna að því að gera Reykjavík að miðstöð sáttarstarfs í alþjóðlegum deilumálum með því að koma á fót friðarstofnun í borginni, að því er fram kom í hádegisfréttum RUV.

Tekið tillit til matarskattslækkunar við vaxtaákvörðun

Tekið verður tillit til lækkunar matarskatts við næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans um mánaðamótin, segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri. Hann segir að skattalækkunin auki spennu en það sé þó til bóta að lækkunin komi ekki til framkvæmda fyrr en næsta vor þegar væntingar séu um að verðbólgan hafi hjaðnað töluvert.

Hvalreki í Hrútafirði

Hvalreka er að finna í landi Stóru-Hvalsár í Hrútafirði, í nágrenni við réttina. Á myndinni má sjá hvalinn liggjandi á flúru skammt frá landi.

Hefja morgunflug til Bandaríkjanna

Icelandair ætlar að fljúga á þrjá nýja staði og hefja morgunflug til Bandaríkjanna á næsta ári, en leggja niður flug til San Fransisco.

Standa saman að frumvarpi um að gefa megi samkynhneigða saman

Frumvarp sem heimilar prestum og forstöðumönnum skráðra trúfélaga sem hafa vígsluheimild, að gefa saman samkynhneigða í staðfesta samvist hefur verið lagt fram á Alþingi. Sem kunnugt er náðist ekki samkomulag um þetta atriði þegar samstaða var um umtalsverðar réttarbætur í málefnum samkynhneigðra í vor vegna andstöðu kirkjunnar.

Harma að fjármagn sé ekki eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni

Stjórn Félags leikskálda og handritshöfunda fagnar nýjum samingi milli Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins um aukinn hlut íslensks dagskrárefnis í Ríkissjónvarpinu á næstu fimm árum. Í ályktun frá stjórninni er það hins vegar harmað að í samningnum sé hvorki fjármagn né útsendingarhlutfall eyrnamerkt leiknu íslensku sjónvarpsefni.

Forval VG á höfuðborgarsvæðinu 2. desember

Kjörstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að forval flokksins vegna þingkosninga í vor í Reykjavíkurkjördæmum suður og norður og Suðvesturkjördæmi verði haldið þann 2. desember.

Afli meiri í upphafi nýs fiskveiðiárs en í fyrra

Nýtt fiskveiðiár virðist hefjast ágætlega því aflinn í nýliðnum september var um 86.500 tonn sem er tæplega 22 þúsund tonnum meiri en í sama mánuði í fyrra. Þetta sýna nýjar tölur Fiskistofu.

Flug milli Eyja og Selfoss hefst á næstunni

Áætlunarflug á milli Vestmannaeyja og Selfoss hefst um leið og búið verður að endurnýja starfsleyfi fyrir Selfossflugvöll sem rann út fyrir tæpri viku. Flugfélag Vestmannaeyja hyggst fljúga á þessari leið og verður þetta fyrsta áætlunarflug um Selfossvöll til þessa.

Forstjóri Umhverfisstofnunar svarar gagnrýnni úttekt Ríkisendurskoðunar

Davíð Egilson, forstjóri Umhverfisstofnunar, gerir verulegar athugasemdir við aðferðir og framkvæmd Stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á starfsemi Umhverfisstofnunar. Hann segir vanta í úttektina útlistun á því hvernig úttektin var framkvæmd og hvaða gögn voru lögð til grundvallar. Fyrir vikið sé erfitt að greina milli staðreynda og huglægra atriða. Davíð segir að sumar tilvitnanir séu ekki rétt eftir hafðar þrátt fyrir óskir um leiðréttingar.

Segir starfsmann Landssímans hafa staðfest hleranir

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að fyrrverandi yfirmaður í tæknideild Landssíma Íslands hafi hringt í sig í gærkvöld og staðfest að sími Jóns hefði verið hleraður þegar hann var ráðherra. Þetta kom fram í viðtali við Jóhann Hauksson í þættinum Morgunhaninn á Útvarpi Sögu í morgun.

Forsetinn fékk fyrsta eintakið

Forseti Íslands tók í dag við fyrsta eintakinu af bókinni og geisladisknum "Ljóð í sjóð", sem MND-félagið gefur út. Í bókinni eru ljóð og myndlist eftir alla helstu listamenn þjóðarinnar og á geisladisknum eru lög sem tónlistarmenn gáfu félaginu. MND, eða hreyfitaugahrörnun, er ólæknandi sjúkdómur en um sex Íslendingar greinast með MND á hverju ári.

Tap fyrir Svíum

Íslenska landsliðið tapaði 2-1 fyrir Svíum í undankeppni EM á Laugardalsvelli í kvöld eftir að staðan hafði verið jöfn í leikhléi 1-1. Íslenska liðið var mun sterkari aðilinn í síðustu mínúturnar og átti Eiður Smári Guðjohnsen meðal annars skot í slá sænska marksins.

Davíð trúir ekki á að Jón Baldvin hafi verið hleraður

Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra leggur lítinn trúnað á fullyrðingar Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra um að sími hans hafi verið hleraður í tíð Viðeyjarstjórnarinnar enda hafi sérfræðingar frá NATO og norsku öryggislögreglunni yfirfarið símann árlega. Davíð telur illboðlegt að hafa ekki sýnilegar varnir á Íslandi og hefði sjálfur sagt upp varnarsamningnum. Hann álasar þó ekki eftirmanni sínum fyrir samninginn sem undirritaður var í Washington í dag - en kallar hann bútasaum.

Við sýndum hugrekki, visku og ábyrgð

Mikhail Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, kom til landsins í dag. Á morgun, 12 október, eru 20 ár síðan leiðtogafundur hans og Ronald Reagans, fyrrum Bandaríkjaforseta, var haldinn í Höfða. Einkavél Björgólfs Thórs Björgólfssonar forstjóra Novators lenti með Gorbosjov á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 16:00. Gorbasjov sagði meðal annars í viðtali sem Þórir Guðmundsson, varafréttastjóri NFS, átti við hann í dag og flutt verður ás NFS í kvöld, að leiðtogafundurinn 12. október 1986 í Reykjavík hafi markað þáttaskil í viðræðum um takmörkun kjarnorkuvopna.

"Farvegur þjóðarsáttar, " segir iðnaðarráðherra um tillögur auðlindanefndar

"Farvegur þjóðarsáttar um viðkvæmt deilumál," segir iðnaðarráðherra um tillögur auðlindanefndar um verndun og nýtingu auðlinda sem kynntar voru í dag. Fulltrúar stjórnarandstöðu í nefndinni gerðu þó athugasemdir við hvernig rannsóknarleyfum um nýtingu jarðhita og vatnsafls verður úthlutað fram til ársins 2009

Fimm ára fangelsi fyrir hrottafengið ofbeldi og nauðganir

Karlmaður á sextugsaldri, Jón Pétursson, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa ítrekað nauðgað fyrrverandi unnustu sinni og svipt hana frelsi og fyrir að hafa ráðist á aðra fyrrverandi sambýliskonu sína með ofbeldi í þrígang.

Veita um 70 milljónir í friðarsjóð SÞ

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að veita framlag sem nemur einni milljón bandaríkjadala, um 70 milljónum króna til sérstaks sjóðs á vegum Sameinuðu þjóðanna til uppbyggingar friðar í stríðshrjáðum löndum (Peacebuilding Fund).

Skrifað undir varnarsamning í Washington - Rice heimsækir Ísland

Geir H. Haarde forsætisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifuðu undir nýtt samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington nú á fimmta tímanum. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var einnig viðstaddur undirritunina.

Íbúðalánasjóður eykur hlutdeild sína á markaði

Íbúðalánasjóður hefur aukið hlutdeild sína á íbúðalánamarkaði að undanförnu og námu útlán hans á þriðja ársfjórðungi 11,4 milljörðum króna. Til samanburðar námu ný íbúðalán banka og sparisjóða 9,8 milljörðum á sama tímabili eftir því sem fram kemur í Vegvísi Landsbankans.

Valgerður fundaði með Wolfowitz

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Paul Wolfowitz, forseta Alþjóðabankans þar sem meðal annars var rætt um þau málefni sem eru ofarlega á baugi í starfsemi bankans, eins og orkumál og barátta gegn spillingu.

Glitnir styður árveknisátak Krabbameinsfélags Íslands

Glitnir hefur ákveðið að styðja árveknisátak Krabbameinsfélags Íslands sem nú stendur yfir. Af því tilefni hefur verið skipt um lit á vefsíðu Glitnis auk þess sem höfuðstöðvar Glitnis við Kirkjusand eru lýstar með bleiku ljósi.

Sakfelldur fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða

Héraðsdómur Austurlands svipti í dag karlmann skotvopna- og veiðileyfi í eitt ár og sektaði hann um 70 þúsund krónur fyrir tilraun til ólöglegra fuglaveiða með því að hafa ekið bíl utan vega og merktra slóða til þess að komast nær veiðislóð. Annar maður sem var með honum í för var hins vegar sýknaður af sömu ákæruatriðum.

Atvinnuleysi minnkar milli mánaða

Atvinnuleysi í september reyndist eitt prósent og minnkaði um 0,2 prósentustig milli mánaða samkvæmt áætlun Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Þegar horft er til septembermánaðar í fyrra hefur atvinnuleysi minnkað um 0,4 prósentustig en þá var það 1,4 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir