Fleiri fréttir

Fylling Hálslóns hefur gengið vel

Jökla var stífluð við Kárahnjúka á tíunda tímanum í morgun og gekk framkvæmdin vel að sögn talsmanns virkjunarinnar. Hálslón er byrjað að myndast og hefur það hækkað um tíu metra við stífluna frá því að tappinn var settur í. Fyrir neðan stíflu er Jökla að hverfa.

Árni hvattur í prófkjör

Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, hefur fengið í hendurnar lista með rúmlega 1100 undirskriftum þar er skorað á hann að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.

Spá lækkun verðbólgu

Greiningardeild Glitnis spáir 0,4% hækkun vísitölu neysluverðs frá september til október, sem jafngildir því að verðbólga lækki úr 7,6% í 7,4% á ársgrundvelli á milli mánaða. Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis. Greining Glitnis telur verðbólguna hafa náð hámarki sínu og fari lækkandi á næstu mánuðum.

Losun koltvísýrings næstmest í Reykjavík á Norðurlöndum

Losun koltvísýrings vegna samgangna er næstmest í Reykjavík samkvæmt mælingum í sjö stórborgum á Norðurlöndunum. Þetta kom fram á stórborgaráðstefnu norrænu ríkjanna sem haldin var á dögunum og greint er frá á vef Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar.

Forseti litháíska þingsins í opinberri heimsókn

Viktoras Muntianas, forseti litháíska þingsins, er í opinberri heimsókn hér á landi sem hófst í gær og stendur fram á laugardag. Forsetinn mun ásamt sendinefnd funda með Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, og fulltrúum þingflokka.

Kynna drög að samningu um útvarpsþjónustu í almannaþágu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Páll Magnússon útvarpsstjóri hafa boða til blaðamannafundar nú klukkan tólf þar sem kynnt verða drög að samningi ráðuneytisins og Ríkisútvarpsins um útvarpsþjónustu í almannaþágu. Greint verður frekar frá fundinum á Vísi síðar í dag.

Jafet selur fjórðungshlut sinn í VSB

Jafet S. Ólafsson, framkvæmdatjóri VBS fjárfestingabanka, hefur selt tæplega fjórðungshlut sinn í bankanum og á tvö prósent eftir söluna. Kaupandi er fjárfestingafélagið FSP, sem er í eigu tuttugu sparisjóða og Sparisjóðabanka Íslands.

Verða að störfum við Hellisheiðarvirkjun fram eftir degi

Starfmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins verða að störfum í Hellisheiðarvirkjun fram eftir degi en þangað voru þeir kallaðir laust eftir klukkan þrjú nótt eftir að um það bil eitt tonn af baneitraðri saltpéturssýru lak úr gaslögn við suðuhreinsun í virkjuninni.

Vill óháða rannsóknarnefnd vegna leyniþjónustustarfsemi

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, vill að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að kanna umfang leyniþjónustustarfsemi hér á tímum kalda stríðsins. Kemur sú krafa í framhaldi af uppljóstrunum Þórs Whitehead sagnfræðings sem greindi frá í því í grein í ritinu Þjóðmál að slík starfsemi hefði verið á vegum stjórnvalda á tímabilinu.

Viðskiptahalli 11,6 milljarðar í ágúst

Viðskiptahallinn við útlönd í ágústmánuði nam 11,6 milljörðum króna samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Fluttar voru út vörur fyrirr 16,6 milljarða króna og inn fyrir 28,2 milljarða króna.

Fons seldi allan hlut sinn í FlyMe

Eignarhaldsfélagið Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur selt allan hlut sinn í sænska lággjaldaflugfélaginu Fly Me til norska hlutafélagsins Cognation. Morgunblaðið greinir frá þessu og að Fons hafi átt 20% í Fly Me og verið stærsti einstaki hluthafinn í félaginu. Söluverð er ekki gefið upp en Pálmi segist ekki hafa tapað á viðskiptunum.

Misvafasöm landkynning

Blaðamaðurinn Poul Severn, sem nýverið var hér á landi, fer lofsamlegum orðum um íslenska golfvelli, í nýjast hefti tímaritsins Golf International. Önnur landkynning af allt öðrum toga birtist svo í vinsælum þætti í Fox sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum í fyrrakvöld þar sem fjallað var um 16 ára samræðisaldur í Bandaríkjunum.

Atlantshafsbandalagið tekur við í Afganistan

Atlantshafsbandalagið hefur samþykkt að taka við stjórn herliðs í austurhluta Afganistans. NATO tekur þar við stjórn um 10.000 hermanna liðs sem er að mestu leyti bandarískt. Breytingin gengur í gegn eins fljótt og auðið er, þrátt fyrir vaxandi ofbeldi.

12 slökkviliðsmenn að störfum við Hellisheiðarvirkjun

Slökkviliðsmenn eru enn að störfum við að hreinsa upp saltpéturssýru sem lak niður í stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar í morgun, enda er magnið mikið: um 1 tonn, að því er áætlað er. Búist er við að þeir verði þar í allan dag. Ekki er vitað hvað gerðist en það verður rannsakað þegar allt hefur verið hreinsað upp. Ekki er hætta á ferðum fyrir almenna vegfarendur.

Lögregla með viðbúnað vegna myrkvunar

Lögreglan í Reykjavík verður með aukinn viðbúnað í kvöld þegar Reykjavíkurborg verður myrkvuð frá klukkan 22 til 22:30. Þá verður slökkt á allri götulýsingu. Myrkvunin hefur þó ekki áhrif á öryggiskerfi og umferðarljós verða áfram virk. Myrkvunin er í tilefni af setningu Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík.

Kornþresking víða komin langt

Kornþresking er víða langt komin að því fram kemur á fréttavef Landssambands kúabænda og er uppskera í góðu meðallagi að sögn Ingvars Björnssonar, ráðunautar hjá Búgarði. Þroski kornsins er hins vegar undir meðallagi.

Einbreiðum brúm fækkað um átta á næsta ári

Fækka á einbreiðum brúm á Hringveginum um átta á næsta ári samkvæmt Vegaáætlun. Einbreiðum eða einnar akgreinar brúm á Hringveginum hefur fækkað jafnt og þétt síðustu árin. Mest hefur verið fækkað um tíu brýr en það var árið 2003. Fjórar af einnar akgreinar brúnum sem hverfa á næsta ári eru í Norðurárdal í Skagafirði.

Logaði í útikamri

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að Eiðistorgi á Seltjarnarnesi á sjöttatímanum í dag þar sem kveikt hafði verið í útikamri. Þegar komið var á staðinn logaði í ruslafötu sem troðið hafði verið ofan í innkaupaköfu og innkaupakörfunni svo troðið inn í kamarinn.

Árekstur við Bústaðaveg

Ökumaður var fluttur á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús eftir árekstur við Bústaðaveg á fimmta tímanum í dag. Meiðsl hans eru þó ekki talin alvarleg.

Aukinn viðbúnaður vegna myrkvunar

Lögreglan í Reykjavík verður með aukinn viðbúnað annað kvöld þegar Reykjavíkurborg verður myrkvuð frá klukkan 22:00-22:30. Þá verður slökkt á allri götulýsingu en myrkvunin hefur þó ekki áhrif á öryggiskerfi og umferðarljós verða áfram virk.

Vill grunnfjarskiptakerfi Símans aftur í eigu þjóðarinnar

Taka á grunnfjarskiptakerfi Símans og setja það aftur í eigu þjóðarinnar aðeins þannig verður þjónustan ódýr og best. Þetta segir Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri-grænna, en GSM símakostnaður Íslendinga hefur hækkað undanfarin ár á meðan hann hefur lækkað á Norðurlöndunum.

Sjúkraliðar vilja tafarlaust nýjan stofnanasamning

Sjúkraliðar í Reykjavík og nágrenni krefjast þess að gengið verði frá nýjum stofnanasamningi við þá án tafar. Á almennum félagsfundi þeirra í kvöld var þess karfist að við gerð stofnanasamninga verði tekið tillit til þeirra breytinga sem hafa nýlega verið gerðar á kjarasamningum annarra stétta inna félags- og heilbrigðisgreina.

Tappinn verður settur í Kárahnjúkastíflu í fyrramálið

Tappinn verður settur í Kárahnjúkastíflu í fyrramálið og þá mun stærsta fljót Austurlands hætta að renna um farveg sinn, um leið og byrjað verður að safna vatni í Hálslón. Íbúar á Jökuldal segir það út í bláinn og dapurlegt að fólk skuli detta í hug að hætt verði við allt saman.

Tilraun til bleikjueldis mistókst

Tilraun til bleikjueldis í Klettsvík hefur mistekist og það þrátt þrátt fyrir að náttúrulegar aðstæður hafi verið eins og best verður á kosið. Fréttavefurinn Sudurland.is greinir frá þessu en þar segir að þetta sé mat þeirra sem að tilrauninni stóðu. Aðeins um fimmtungur var eftir í kvínni á síðastliðinn laugardag.

Vopnin kvödd með fánum

Þjóðarhreyfingin hvetur til þess að landsmenn dragi fána að húni á sunnudag, daginn eftir að landið verður formlega herlaust, og boðar jafnframt fagnaðarhátíðina "Vopnin kvödd". Mikið hreinsunarstarf bíður Íslendinga á herstöðvarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

35 ára loforð endurtekið hjá S.þ.

Í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hét Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, því að framlög til þróunaraðstoðar yrðu þrefölduð á næstu þremur árum. Ef það gengur eftir hafa Íslendingar aðeins náð að hálfu því markmiði sem lögfest var af Alþingi árið 1971 eða fyrir þrjátíu og fimm árum.

Hvatt til að hætta fiskneyslu

Dýraverndunarsamtökin World Wildlife Fund eru að hefja herferð þar sem Evrópubúar eru hvattir til að borða minni fisk, í einhvers konar mannúðarskyni. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir mjög alvarlegt að samtökin geri þetta.

Ætla að funda á ný um afnám tolla

Forystu Bændasamtakanna og Samfylkingunni greinir á um hvernig staðið skuli að lækkun matarverðs. Bændur hafa sagt tillögur Samfylkingarinnar ganga að landbúnaðinum dauðum en fylkingarnar funduðu í dag og stefna að fleiri fundum á næstunni.

Hár gsm kostnaður á Íslandi

GSM símakostnaður Íslendinga hefur hækkað undanfarin ár á meðan hann hefur lækkað á Norðurlöndunum. Póst- og fjarskiptastofnunin segir fákeppni einkenna íslenska markaðinn og bindur vonir við að fleiri fyrirtæki komi inn á markaðinn.

Útgáfa krónubréfa heldur áfram

Deutsche bank gaf í dag út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir um tvo milljarðar króna. Bréfin eru gefin út til eins árs.

Sýnt frá fyllingu Hálslóns við Kárahnjúkastíflu

NFS verður með beinar útsendingar frá Kárahnjúkum á Stöð 2 og visir.is á morgun. Stefnt er að því að tappinn verði settur í Hálslón og lokað fyrir rennsli Jöklu við Kárahnjúka á milli kl 9 og 10 í fyrramálið.

Gunnar Axel sækist eftir 4.-5. sæti í Kraganum,

Gunnar Axel Axelsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi þann 4. nóvember næstkomandi. Þar sækist hann eftir eftir stuðningi í 4.-5. sæti.

Bjóða nýja sérhæfða þjónustu fyrir aldraða

Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hleypti í dag af stokkunum nýrri sérhæfðri heimaþjónusta fyrir veika aldraða. Um er að ræða samstarfsverkefni milli Landspítala - háskólasjúkrahúss og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Drýgði metamfetamín með mjólkursykri og seldi

Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vörslu á metamfetamíni sem ætlað var til sölu og dreifingar og fyrir að hafa í nokkrum tilvikum selt samtals 100 grömm af metamfetamíni fyrir 500.000 krónur.

Gefur út framtalsform og bæklinga til að auðvelda skattskil

Ríkisskattstjóri hefur gefið út bæklinga og framtalsform á sjö tungumálum til þess að auðvelda þeim útlendingum sem hingað koma til tímabundinna starfa að telja fram. Þeim hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og við því er ríkisskattstjóri að bregðast.

Telja að efla þurfi sveitarstjórnarstigið

Meirihluti sveitarstjórnarmanna telur að efla þurfi sveitarstjórnarstigið á Íslandi samkvæmt könnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst vann að beiðni félagsmálaráðuneytisins.

Örlygur Hnefill Jónsson í framboð

Örlygur Hnefill Jónsson, héraðsdómslögmaður og varaþingmaður gefur kost á sér í 1.-3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Örlygur hefur tekið sæti á Alþingi og fengið þar samþykkt mál, síðast breytingu á refsiákvæðum allra helstu laga um fiskveiðistjórnun. Þá hefur hann beitt sér fyrir vegstyttingum á þjóðvegi 1 milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Segir ekki tekið tillit til afsláttarkjara

Síminn segir Póst- og fjarskiptastofnun ekki taka tillit til þeirra afsláttarkjara sem fyrirtækið veiti GSM-notendum sínum í samanburði á verði á GSM-símtölum á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Höfðar mál á hendur ÍE vegna meiðyrða

Jesus Sainz, einn fimmmenninganna sem Íslensk erfðagreining hefur höfðað mál gegn vegna meints stuldar á viðskiptarleyndarmálum, hyggst höfða mál á hendur fyrirtækinu fyrir útbreiðslu rangra saka og meiðyrði.

Ármann í framboð í Suðvesturkjördæmi

Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum.

Forvarnadagurinn haldinn í fyrsta sinn á morgun

Forvarnadagurinn verður haldinn í fyrsta skipti á morgun. Hann er haldinn að frumkvæði forseta Íslands í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.

Sjá næstu 50 fréttir