Innlent

Lögregla með viðbúnað vegna myrkvunar

Myrkvunin er að hugmynd Andra Snæs Magnasonar en það var Kvikmyndahátíð Reykjavíkur sem sótti um myrkvun ljósastaura til borgarstjórnar.
Myrkvunin er að hugmynd Andra Snæs Magnasonar en það var Kvikmyndahátíð Reykjavíkur sem sótti um myrkvun ljósastaura til borgarstjórnar. Samsett mynd/Kiddi

Lögreglan í Reykjavík verður með aukinn viðbúnað í kvöld þegar Reykjavíkurborg verður myrkvuð frá klukkan 22 til 22:30. Þá verður slökkt á allri götulýsingu. Myrkvunin hefur þó ekki áhrif á öryggiskerfi og umferðarljós verða áfram virk. Myrkvunin er í tilefni af setningu Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík.

Lögreglan hvetur fólk til að vera sem minnst á ferðinni á þessum hálftíma. Bein útsending verður frá myrkvuninni á Vísi.is en hún hefst fyrir klukkan 22:00 og verðu hægt að fylgjast með þegar ljósin verða slökkt og þar til þau verða kveikt aftur hálftíma síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×