Innlent

Sjúkraliðar vilja tafarlaust nýjan stofnanasamning

Sjúkraliðar í Reykjavík og nágrenni krefjast þess að gengið verði frá nýjum stofnanasamningi við þá án tafar. Á almennum félagsfundi þeirra í kvöld var þess karfist að við gerð stofnanasamninga verði tekið tillit til þeirra breytinga sem hafa nýlega verið gerðar á kjarasamningum annarra stétta inna félags- og heilbrigðisgreina.

Þess var jafnframt krafist að þeir stofnanasamingar sem þegar hafa verið gerðir verði teknir til endurskoðunar og leiðréttir. Um hundrað og fimmtíu manns voru á fundinum og vildu fundargestir vekja athygli stjórnvalda á þeirri staðreynd að þeir sjúkraliðar sem eru nýútskrifaðir geta fengið sig metna sem félagsliða til að starfa utan heilbrigðisþjónustunnar. Þetta gerist þrátt fyrir þá staðreynd að skortur sé á sérmenntuðum starfsmönnum til hjúkrunarstarfa.

Í ályktun sem fundarmenn sendu frá sér er þess einnig krafist að kjör sjúkraliða verði endurskoðuð og metin með tilliti til menntunar, mikillar hjúkrunarþyngdar, álags undirmönnunar og ofbeldis sem nú sé orðinn hluti af daglegri önn þeirra sem starfa við hjúkrun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×