Fleiri fréttir

Vill flytja Náttúrufræðistofnun Íslands til Keflavíkurflugvallar

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur lagt til við ríkisstjórn að starfsemi Náttúrufræðistofnunar Íslands verði flutt til Keflavíkurflugvallar. Á fréttavef Víkurfrétta kemur fram að Jónína hafi viðrað hugmyndir sínar við Hjálmar Árnason, formann þingflokks Framsóknarflokksins. Málið er sagt vera enn á hugmyndastigi en hafi fengið jákvæð viðbrögð í ríkisstjórn. Umhverfisráðherra leggur einnig til að náttúrugripasafnið og vísindasafnið yrði flutt til Keflavíkurflugvallar en Náttúrufræðistofnun og náttúrugripasafnið búa við þröngan húsakost við Hlemm 3 í Reykjavík.

Rafmagn aftur komið á í Laugarnesi

Rafmagn er komið á að nýju á Laugarnessvæði eftir viðgerð á háspennustreng við Laugarnesveg. Grafið var í strenginn rétt rúmlega níu í morgun og varð rafmagnslaust við Héðinsgötu, Köllunarklett, Kirkjusand og víðar í um 25 mínútur.

Lúðvík og Björgvin gefa kost á sér í 1. sæti

Samfylkingarþingmennirnir Lúðvík Bergvinsson og Björgvin G. Sigurðsson gáfu í gærkvöldi báðir formlega kost á sér í fyrsta sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, en Margrét Frímannsdóttir, sem skipað hefur það sæti, gefur ekki kost á sér. Lúðvík á ellefu ára þingmennsku að baki og Björgvin tók sæti á Alþingi fyrir þremur árum. Áður hefur Jón Gunnarsson Alþingismaður gefið kost á sér í fyrsta sætið og verður prófkjör haldið fjórða nóvember.

Háspennubilun í austurborginni

Rafmangslaust er nú við Héðinsgötu, Köllunarklett, Kirkjusand, Kleppsveg og víðar vegna þess að háspennustrengur var grafinn í sundur. Fram kemur í tilkynningu frá Orkuveitur Reykjavíkurf að vonast sé til að rafmagn komist á innan tíðar, enda vitað um ástæður bilunarinnar og staðsetningu.

Slagsíða kom að Sléttanesi í Vestmanneyjahöfn

Mikil slagsíða kom að togaranum Sléttanesi í gærkvöldi, þar sem hann lá mannlaus í Vestmannaeyjahöfn, og kallaði lögregla út slökkviliðið, sem mætti á vettvang með dælubúnað. Þá hallaðist togarinn um 35 gráður út frá bryggjunni og hékk í landfestunum. Dæling gekk vel en að henni lokinni í nótt, fanst engin leki þrátt fyrir mikla leit. Geta menn sér þess helst til að regnvatn úr miklum rigningum í Eyjum síðustu daga, hafi komist niður í vélarrúm. Kannað verður í dag hvort vatnið hefur valdið skemmdum á vélbúnaði eða raflögnum.

Olíuverð heldur áfram að lækka á heimsmarkaði

Olíuverð hélt áfram að lækka á heimsmarkaði í gær og fór niður fyrir 60 dollara á tunnu í New York, en verðið þar hefur ekki verið svo lágt í hálft ár. Skýringin er meðal annars góð birgðastaða í Bandaríkjunum. Miðað við þróun eldsneytisverðs á heimsmarkaði og verðið hér heima undanfarna mánuði, má búast við frekari bensínlækkun hér á landi á næstunni.

Kvikmyndin Börn heimsfrumsýnd í San Sebastian

Kvikmyndin Börn verður heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni sem hefst í dag og stendur til 30. september næstkomandi. Myndin verður sýnd í flokk sem nefnist Zabaltegi og mun keppa um verðlaun fyrir leikstjórn og handrit. Til mikils er að vinna en verðlaunahafar frá háar peningafjárhæðir í verðlaun, þær hæstu sem þekkjast í heimi kvikmyndahátíða.

Halldór hættir í stjórnmálum

Halldór Blöndal, alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar, tilkynnti formlega á aðalfundi Sjálfstæðisfélagsins á Akureyri í gærkvöldi, að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í næstu Alþingiskosningum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, hafði þegar lýst áhuga á sæti Halldórs, ef hann gæfi ekki kost á sér, og margir hafa spáð því að Kristján Þór júlíusson bæjarstjóri á Akureyri muni gera það líka.

Skaut heimiliskött með riffli

Karlmaður á sjötugsaldri hefur játað við yfirheyrslur hjá lögreglunni á Egilsstöðum að hafa skotið heimiliskött á Egilsstöðum í bakgarði vídeóleigunnar Vídeóflugunnar 6. maí síðastliðinn. Vopnið sem hann notaði var 22 kali­bera riffill. Ástæða verknaðarins, að sögn mannsins, var sú að hann vildi passa upp á fuglalífið í garðinum við íbúðarhús sitt.

Hlutur Íslands 29.000 ferkílómetrar

Utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Danmerkur, ásamt lögmanni Færeyja, undirrituðu í New York í gær samkomulag sín á milli um skiptingu landgrunns, utan 200 sjómílna, á milli Íslands, Færeyja, Noregs og Jan Mayen. Samkomulagið er háð samþykki landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Hlutur Íslands yrði 29 þúsund ferkílómetrar. Samkomulagið nær til nýtingarréttinda á hafsbotninum sjálfum og undir honum, en ekki til fiskistofna á svæðinu.

Brutust inn í íbúðarhús eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi

Ungmennin þrjú, sem Selfosslögreglan handtók fyrr í vikunni á stolnum bíl frá Húsavík, og eftir innbrot í Félagsheimilið Árnes, voru ekki fyrr laus úr yfirheyrslum seint í fyrrakvöld, en þau héldu til Reykjavíkur og tóku upp fyrri iðju. Þau brutust inn í íbúðarhús í Reykjavík í gærmorgun og stálu þaðan meðal annars lyklum að glænýjum Lexus jeppa og stálu svo jeppanum í famhaldinu. Lögreglan gómaði karlana tvo úr hópnum á jeppanum í nótt og höfðu þeir þá líka safnað einhverju þýfi í hann. Þeir gista nú fangageymslur, en verður líklega sleppt út aftur fyrir kvöldið, að yfirheyrslum loknum

Vill láta skilgreina ofurlaun

Laun félagsmanna VR hækkuðu um átta prósent milli áranna 2005 og 2006, samkvæmt niðurstöðum árlegrar launakönnunar VR sem kynntar voru í gær. Er þetta tveimur prósentum minni hækkun en kom fram í launakönnun VR í fyrra og örlítið minni en hækkun launavísitölunnar á tímabilinu, að sögn Gunnars Páls Pálssonar, formanns VR. „Við höfum yfirleitt legið hærra en launavísitalan og hugsanleg skýring á því að laun hækka ekki meir núna gæti verið aðstreymi erlends vinnuafls.“

Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona

stjórnmál Halldór Blöndal gefur ekki kost á sér til endurkjörs á Alþingi í vor. Hann tilkynnti um þá ákvörðun sína á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar í gærkvöldi en það var einmitt á Akureyri sem hann hóf þátttöku í stjórnmálum.

Sjúkraliðar flýja lág laun, álag og ofbeldi

Sjúkraliðar á LSH bíða nú eftir gerð nýs stofnanasamnings. Fjöldi sjúkraliða hefur flúið spítalann vegna mikils álags og ofbeldis. Margir þeirra hafa gerst félagsliðar og hækka þannig laun sín.

Öræfi og sjálflýsandi svín

„Ég fékk snemma áhuga á náttúrunni. Það var ekki síst fósturforeldrum mínum að þakka en þær voru ófáar gönguferðirnar sem við fórum saman í þegar ég var barn,“ segir Þorvarður Árnason, forstöðumaður Háskóla­setursins á Hornafirði. Þorvarður er líffræðingur og doktor í náttúruheimspeki. Hann segir þá námsblöndu hafa orðið til þegar hann starfaði sem landvörður samhliða námi. „Í starfinu dvaldi ég lengi á öræfum. Þar kynntist ég náttúruverndarsjónarmiðum og mikilvægi þess að vernda þessi stórkostlegu svæði. Síðar kynntist ég svo sið- og fagurfræðilegu hliðinni á þessu máli og þannig vafði þetta upp á sig,“ segir Þorvarður.

Bið eftir verslunarhúsnæði

Lóðahafar á Kringlusvæðinu vinna nú að deiliskipulagi fyrir Kringlureitinn og sú vinna verður kynnt borgaryfirvöldum síðar á árinu. Þeir sem skipa verkefnishópinn eru lóðahafar á svæðinu.

Umhverfi skólans hættulegt börnum

Leikskólabörn leikskólans Sjálands í Garðabæ eru talin í hættu vegna þess að framkvæmdir við aðgengi leikskólans hafa dregist úr hömlu. Að mati stjórnenda skólans átti verktakinn Björgun Bygg sf. að skila viðunandi aðgengi fyrir mörgum mánuðum. Aðstandendur skólans hafa skrifað verktakanum ítrekað til að reka á eftir því að verkið verði klárað en án árangurs.

Mörg rannsóknarúrræði fyrir hendi

Engin afdráttarlaus lagaákvæði eru til hér á landi um að lögregla megi hefja rannsókn í "fyrirbyggjandi" tilgangi. Þetta segir prófessor í lagadeild Háskóla Íslands um rannsóknarheimildir lögreglu, sé rökstuddur grunur ekki til staðar.

Ráðstafana oft þörf áður en skaðinn er skeður

Það er hlutverk lögreglu að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi borgaranna, segir Bogi Nilsson ríkissaksóknari, spurður álits á rannsókn lögreglu, sem sem beinst gæti að hugsanlegum undirbúningi hryðjuverka.

Hann ætlaði að drepa mig

Maður á tvítugsaldri vopnaður hnífi reyndi á þriðjudagskvöldið að ræna söluturninn Leifasjoppu við Iðufell í Reykjavík. Eigandi söluturnsins segir að ræninginn hafi ekki litið við peningakassanum. Hann heldur að maðurinn hafi ætlað að drepa sig.

Forfeður Kelta spænskir fiskimenn

Breskur vísindamaður á sviði erfðarannsókna fullyrðir að forfeður Kelta á Bretlandseyjum séu spænskir fiskimenn. Þar með mætti leiða líkur að því að drjúgur hluti Íslendinga geti rakið ættir sínar til Spánarstranda.

Vandi á höndum ef laun sjúkraliða ekki leiðrétt

Heilbrigðiskerfið lendir í miklum vanda ef laun yngri sjúkraliða verða ekki leiðrétt hið bráðasta, segir formaður Sjúkraliðafélagsins. Sífellt fleiri hverfi til annarra starfa sem krefjist minni menntunar, en gefi mun meira í aðra hönd.

Hálf bölvað ástand

,,Ástandið er hálf bölvað" segir Árni Bjarnason, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, en sveitarfélagið er án háhraðanettengingar þrátt fyrir að vera aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Akureyri. Hluta af söluandvirði Símans á að nota til háhraðatengingar við svæði sem verið hafa án þess, en sveitarstjórinn segir að ekki hafi verið staðið við það hvað hans sveitarfélag varðar.

Misneyting ekki sögð fela í sér ofbeldi

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður telur varhugavert að færa kynferðislega misneytingu og nauðgun undir sömu lagagrein, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra. Hann telur misneytingu ekki fela í sér ofbeldi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins vill skjótvirkari úrræði gagnvart þeim sem beita heimilisfólk sitt ofbeldi.

Barist gegn því að Gunnar Gunnarsson fengi Nóbelsverðlaun

Skjöl í sænskum söfnum sanna að íslenskir áhrifamenn lögðust af hörku gegn því að rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson, hlyti Nóbelsverðlaunin ásamt Halldóri Kiljan Laxness. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor segir engin skjöl renna stoðum undir fullyrðingar um að áhrifamenn hafi reynt að hafa verðlaunin af Halldóri vegna stjórnmálaskoðana hans.

Lögbrot að tilgreina ekki upprunaland hráefnis

Dæmi eru um það á Íslandi að upprunaland hráefnis í matvörum sé ekki tilgreint á umbúðum. Talsmaður neytenda segir framleiðendum skylt að hafa þessar upplýsingar á umbúðunum.

Lúðvík vill leiða Samfylkinguna í Suðurkjördæmi

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að sækjast eftir því að skipa 1. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í næstu alþingiskosningum. Lúðvík hefur setið á þingi í ellefu ár og var annar maður Samfylkingarinnar í kjördæminu í síðustu kosningum.

Pétur sækist eftir öðru til þriðja sæti

Pétur H. Blöndal þingmaður ætlar að gefa kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur fyrir komandi þingkosningar. Pétur hefur setið á þingi frá árinu 1995 fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er meðal annar formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Íslendingar komnir styttra í lagfæringum á slysastöðum

Íslendingar eru óumdeilanlega komnir styttra en aðrar Evrópuþjóðir í lagfæringum á slysastöðum á þjóðvegum og innan þéttbýlis að mati höfunda skýrslu um umferðaröryggi vegakerfa hér landi sem unnin var fyrir samgönguráðuneytið.

Samkomulag um skiptingu landgrunns í Smugunni

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat í dag morgunverðarfund utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var í New York í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við fundinn undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Danmerkur, auk lögmanns Færeyja, samkomulag um afmörkun landgrunns í Síldarsmugunni.

Hagþenkir úthlutar starfsstyrkjum fyrir árið

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur úthlutað starfsstyrkjum til ritstarfa árið 2006. Alls var úthlutað 6,7 milljónum til 38 verkefna á þessu ári.

ÞSSÍ og RKÍ vinna áfram saman í Mósambík

Þróunarsamvinnustofnun Íslands og Rauði kross Íslands skrifuðu í dag undir nýjan samstarfssamning um verkefni á sviði heilbrigðismála í Mósambík. Samtökin hafa starfað saman þar í landi frá árinu 1999 þegar ráðist var í byggingu heilsugæslustöðvar í Hindane í Maputo-héraði en hún þjónar nú 5 þúsund íbúum á svæðinu.

Ófært um Emstruleið inn á Fjallabaksleið syðri

Ófært er úr Fljótshlíðinni um Emstruleið inn á Fjallabaksleið syðri vegna vatnavaxta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar er einnig minnt á að vegna vinnu í Hvalfjarðargöngum verða göngin lokuð yfir nóttina þessa viku, frá miðnætti til kl. 6 að morgni, fram á föstudag.

Pendúlhreyfing tók stjórnina af ökumanni

Svonefnd pendúlhreyfing á hjólhýsi, sem jepplingur dró á eftir sér á Þrengslavegi í nótt, tók stjórnina af ökumanni jepplingsins og munaði minnstu að stórslys hlytist af. Margir ökumenn virðast hafa upplifað svipaða reynslu.

Bilið á milli hinna launahæstu og launalægstu eykst

Bilið á milli launahæstu og launalægstu félagsmanna VR hefur aukist á síðustu árum og engin breyting hefur orðið á launamun kynjanna í fjögur ár. Þetta sýnir ný launakönnun VR sem greint er frá á vef félagsins.

Actavis orðað við yfirtöku á áströlsku lyfjafyrirtæki

Actavis er orðað við yfirtöku á ástralska samheitalyfjafyrirtækinu Mayne Pharma í frétt Dow Jones. Viðskipti með hlutabréf í ástralska fyrirtækinu voru stöðvuð í gær vegna hugsanlegs 140 milljarða króna yfirtökutilboðs en ekki liggur fyrir frá hverjum.

Á fimmta hundrað eiga von á sektum

420 ökumenn eiga nú sekt yfir höfði sér fyrir að virða ekki 60 kílómetra leyfilegan hámarkshraða á Hringbrautinni um síðustu helgi. Brot þeirra náðust á löggæslumyndavél lögreglunnar í Reykjavík. Sektir geta numið allt að 60 þúsund krónum en þeir sem óku á 110 kílómetra hraða á klukkustund og þar yfir, fá að auki punkta í ökuferilsskrá.

Telja utanríkisstefnu Japana verða herskárri

Shinzo Abe verður næsti forsætisráðherra Japans en hann mun taka við stjórnartaumunum af Junichiro Koizumi í næstu viku. Búist er við að Abe muni reka herskárri utanríkisstefnu en forveri sinn.

Ábyrgðin hjá fjármálaráðuneytinu

„Fjármálaráðuneytið verður að hysja upp um sig buxurnar,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hún segir sjúkraliða á Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi vera langþreytta á álagi og manneklu á sjúkrahúsinu.

Sjá næstu 50 fréttir